Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Nóg framundan hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja

17. júlí kl. 17.49

Nóg framundan hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja

Fyrirtækjamótið og Hjóna- og parakeppnin um helgina

 

 

 

Um helgina lauk Meistaramóti GV og var þátttakan góð en að lokum stóð Gunnar Geir Gústafsson uppi sem sigurvegari í meistaraflokki.  Og það er nóg framundan hjá Golfklúbbnum því um helgina verða tvö mót.  Á föstudaginn verður Hjóna- og parakeppnin og daginn eftir, Fyrirtækjakeppni GV.

 

 

Í Hjóna- og parakeppninni á föstudag verða leiknar tólf holur í tveimur flokkum.  Annað slær og hitt púttar og annað hvert högg slegið.  Ræst verður út á öllum teigum, mótið hefst klukkan 17.00 en mæting er 16.30.

Í Fyrirtækjakeppni GV verður leikið með Texas scramble fyrirkomulaginu, með forgjöf og leika því tveir saman í liði fyrir hvert fyrirtæki.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu skorin og auk þess nándarverðlaun á par 3 holum.  Mótið hefst klukkan 11.30 og verða léttar veitingar að móti loknu.

Skráning í mótin er í Golfskálanum, í síma 481-2363 eða á golf@eyjar.is.  Nánari upplýsingar veitir Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri GV.

 

til baka 

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11556

Það er mikill gróska hjá Golfklúbbinum í Vestmannaeyjum. Stór mót reglulega í gangi í allt sumar....

 


Kynþáttafordómar á leik Fjölnis og ÍBV

17. júlí kl. 15.13

Kynþáttafordómar á leik Fjölnis og ÍBV

Forráðamenn Fjölnis báðust afsökunar á framferði stuðningsmanna Fjölnis

 

 

Á fréttavefnum www.fotbolti.net er grein frá því að í leik Fjölnis og ÍBV, sem háður var í gær, hafi stuðningsmenn heimaliðsins haft uppi kynþáttafordóma í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns Eyjaliðsins.  Ennfremur kemur þar fram að bæði dómarar og eftilitsmaður KSÍ hafi gert grein fyrir málinu í skýrslum sínum að leik loknum en framferði þessa litla hóps fór langt yfir strikið.

 

Þá kemur fram í annarri frétt í dag að forráðamenn félagsins hafi beðið Eyjamenn afsökunar.

Eftir leikinn komu forráðamenn Fjölnis til Eyjamanna og báðust afsökunar á framferði þeirra en þetta staðfsti liðsstjóri ÍBV við Fótbolta.net.

,,Forráðamenn Fjölnis báðu okkur, þar á meðal formann knattspyrnudeildar ÍBV, afsökunar á framferði stuðningsmanna sinna, þegar að leik loknum áður en við yfirgáfum Fjölnisvöllinn og virtust mjög leiðir yfir þessu," sagði Jón Óskar Þórhallsson liðsstjóri ÍBV við Fótbolta.net í dag.

,,Ekki bara vegna Andrew og Atla, heldur einnig vegna barna sem voru áhorfendur á leiknum frá báðum félögum," bætti hann við.

Þetta er í annað sinn sem vart verður við kynþáttafordóma í leik hjá ÍBV en síðasta sumar gerðu nokkrir stuðningsmenn FH-inga sig seka um svipað athæfi sem hefur til þessa, verið nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi sem betur fer.

Unnið upp úr fréttum á www.fotbolti.net

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=1155

Hvernig væri að sumir fari að þroskast og láta fordóma á svörtu fólki vera. Við hvítingjarnir (ég væri talinn snjóhvítingi í augum svarta) erum ekkert betri enn þeir........


ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fjölni en sigurmarkið kom í uppbótartíma

17. júlí kl. 08.20

1. deild karla:

Svekkjandi í Grafarvoginum

ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fjölni en sigurmarkið kom í uppbótartíma

Svekkjandi í Grafarvoginum 
Yngvi skoraði eina mark ÍBV í gærkvöldi

ÍBV tapaði mikilvægum leik gegn Fjölni í 1. deildinni í gærkvöldi.  Lokatölur urðu 2:1 en sigurmark Fjölnismanna kom í uppbótartíma eða þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.  ÍBV hefur gefið full mikið eftir í baráttunni um sæti í úrvalsdeild, liðið er sem fyrr í fimmta sæti en nú sex stigum á eftir Þrótti sem er í þriðja sæti.  Þrjú efstu lið 1. deildar fara upp í haust.

Það voru Fjölnismenn sem komust yfir strax á 7. mínútu en Yngvi Magnús Borgþórsson jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar úr vítaspyrnu.  Páll Þorvaldur Hjarðar fékk svo rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik og léku Eyjamenn því einum færri síðustu tuttugu mínúturnar eða svo.  Allt leit hins vegar út fyrir jafntefli en eins og áður sagði skoruðu heimamenn sigurmarkið í uppbótartíma.

Næsti leikur Eyjamanna er næstkomandi föstudag þegar ÍBV sækir Þór heim á Akureyri en liðið leikur nú þrjá útileiki í röð, gegn Fjölni, Þór og Reyni Sandgerði.

Staðan í 1. deild er þessi:
1 Grindavík  11 8 2 1 22  -   8  14 26
2 Fjarðabyggð  11 7 2 2 13  -   5   8 23
3 Þróttur R.  11 7 1 3 25  -  14  11 22
4 Fjölnir  11 6 2 3 27  -  15  12 20
5 ÍBV   11 4 4 3 13  -  12   1 16
6 Stjarnan  11 4 3 4 21  -  17   4 15
7 Þór   11 3 3 5 20  -  22  -2 12
8 Njarðvík  11 2 5 4 14  -  19  -5 11
9 Leiknir R.  11 2 4 5 14  -  16  -2 10
10 Víkingur Ó.  11 2 3 6  9  -  20  -11 9
11 KA   11 2 3 6  5  -  21  -16 9
12 Reynir S.  11 1 4 6 13  -  27  -14 7

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11548

til baka 

Það lítur ekki vel hjá ÍBVmönnum. Kannski ekki skrítið þegar strákarnir eru að stunda skemmtanalífið grimmt fyrir leiki.


Lögguvikan

16. júlí kl. 15.45

Lögregla Vestmannaeyja

Binni í Gröf steytti á Lundardranga

 

 Aðfaranótt 11. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að Binni í Gröf VE-38 hafi lent á Lundardranga sem er út af Dyrhólaey. 

 

Meira

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11542

16. júlí kl. 15.48

Lögregla Vestmannaeyja

Ferðamaður í sjálfheldu

 

 Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í vikunni sem leið og engin alvarleg mál sem komu inn á borð lögreglu.  Reyndar þurfti lögreglan að aðstoða danskan ferðamann sem lenti í sjálfheldu fyrir ofan Fiskhella.

 

Meira

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11543

16. júlí kl. 17.06

Lögregla Vestmannaeyja

Tvö umferðaróhöpp, engan sakaði

 

 Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið.  Að kvöldi sl. sunnudags lenti bifreið utan vega á Nýjahraunsvegi en ökumaður hennar var að taka framúr bifreið og missti við það stjórn á bifreiðinni sem endaði utan vega. Engin slys urðu á fólki og lítið sem ekkert tjón á bifreiðinni.  

 

Meira

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11544

 

Laugardagskvöld var ég að keyra austur Hásteinsveg. Og var ég að nálgast gatnamót Hást.vegar og Skólavegar þegar ég sá svart hjól þjóta með ofsahraða upp Skólaveginn. Og þegar ég beygji til vinstri blasti við mér bifhjól liggjandi á hliðinni sennilega vegna ofsaakstur.

Föstudagskvöldið var ég vestan Kiwanishúsinu til að kanna hvað margir fara yfir rauðu ljósi. Og var ég í 10 mínútur stuttu efir að Herjólfur kom í höfn. Og hvað haldið þið að ég hef verið vitni af mörgum ökumönnum að keyra yfir rauðu ljósi?

Og svarið er að það voru 10 manns sem fóru yfir á rauðu.

Og ekki nóg með heldur er eyjalöggan líka að keyra yfir á rauðu ljósi. Og ekki í fyrsta sinn í sumar.

Árið 2005 klíndi eyjalögreglan á mig rautt ljós kl.23:30 (ath. kl.23:30 þegar enginn umferð var)og það í miðri viku að vetri til. Enn ég tel að ég hefði veri kominn inná gatnamótinn á grænu. Enn þar sem við vorum 2 inná gatnamótum þegar bíll sem á móti okkur og fer yfir þá kemur gult ljós. Og við tveir höfum bara fjandans 4 sek. að tæma gatnamótin. Og fékk rautt þar sem ég aftari bíllinn. Enn einkennilega er að mér fannst einsog bíll hefði fylgt mér eftir og þar af leiðandi. Hélt að löggan væri að stoppa hann. Svo ég keyrði þannig ég ætlaði vita hvaða "fifl" væri að láta sekta sig. Og þá kemst ég að því að þeir voru stöðva mig. Og þaraf leiðandi var það ég sem var "fiflið". Og tók það 8 götur að stöðva mig.

Og síðan hefur nánast enginn verið sektaður á þessum gatnamótum. Þó ég nánast 2 hver bíll fer yfir á rauðu síðan. Og þeir hafa bara ekki gefrt nema að sekta ökumenn fyrir að tala gemsa á ferð. Eða svona "smámuna "brot.


Straumurinn liggur á þjóðhátíð

16. júlí kl. 15.19

 

Straumurinn liggur á Þjóðhátíð

Upppantað með Herjólfi á fimmtudag og föstudag - meira pantað í flug en áður

 Svo virðist sem straumurinn liggi til Eyja um verslunarmannahelgina en alls hafa um fjögur þúsund manns gengið frá bókunum, bæði í flug og með Herjólfi á Þjóðhátíð.  Upppantað er með Herjólfi á fimmtudag og föstudag en enn laust á miðviudag og svo í næturferðir alla þrjá dagana.  Hjá Flugfélagi Vestmannaeyja er búið að bóka um 400 manns og Flugfélag Íslands er búið að bóka um 350 manns.

 

Meira 

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11541

 

Hehe.....sama klisjan að straumurinn liggi til Eyja. Enn liggur straumurinn ekki oftast um þjóðveg 1 til norðurs?

Enn þegar jarðgöng koma milli lands og Eyja. Þá má fara að segja að straumurinn liggi til Eyja á Þjóðhátíð.

Enn í dag er margt sem stoppar fólk að koma á þjóðhátið. Og það eru samgöngur.


Prufusíða???

Hmmm.........................ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug að fá aukasíðuhér á moggablogginu. Enn ég er að hugsa um að hafa hér í framtíðinni allt það sem ég finn sniðugt sem tengist Vestmannaeyjum af netinu. Þó aðallega "stolið" af eyjafrettir.is eða eyjar.net.

 

Athugið að ég ábyrgist ekki að þessi síða verði uppfærð reglulega. Enn aldrei að vita.


Vaknaðu Marshall, Eyjamenn hafa ekki gullfiskaminni

11. júlí kl. 11.47 | eyjar.net |

Vaknaðu Marshall, Eyjamenn hafa ekki gullfiskaminni

- Grímur Gíslason skrifar

Það er ágætt að hafa góð fyrirheit og boða samgöngubætur vegna niðurskurðar á þorskafla en einhvernveginn er þetta hálfgert yfirklór að mér finnst. Sumt af þessum framkvæmdum hefur í reynd ekkert með niðurskurð þorskafla að gera og maður veltir óneitanlega fyrir sér hvernig þessar framkvæmdir eiga að skila sér til þeirra sem missa tekjur vegna skeringar á þorskveiðum.

Nánar


bæjarstjóri minnir á að Vestmannaeyjar eru þriðja stærsta þorskveiðihöfn landsins:

13. júlí kl. 15.10

DV í gær, bæjarstjóri minnir á að Vestmannaeyjar eru þriðja stærsta þorskveiðihöfn landsins:

Myndi skipta á Herjólfi og holóttum vegi

 

Myndi skipta á Herjólfi og holóttum vegi

 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir við DV í gær að það hafi vakið reiði í Vestmannaeyjum að samgönguráðherra hafi ekki minnst á Vestmannaeyjar í tillögum sínum um hröðun vegaframkvæmda vegna skerðingar aflheimilda á þorski. Alls hefur verið ákveðið að hraða ellefu vegaframkvæmdum víðs vegar um landið og voru þær kynntar á korti þar sem ellefu rauð strik sýndu hvar hraða ætti framkvæmdum


Nýjar jurtir finnast í Surtsey

13. júlí kl. 09.11

 

Nýjar jurtir finnast í Surtsey

 

Nýjar jurtir finnast í Surtsey

„Maður er eins og strákur í ævintýraferð, í leit að fjársjóði," segir dr. Sturla Friðriksson, um sína árlegu ferð til Surtseyjar. "Enda finnur maður nær alltaf eitthvað," bætir hann við. Sú var raunin í þetta sinn, því Sturla og félagar fundu fimm jurtir sem aldrei hafa áður sést á eynni, vallhumal, háliðagras, hálmgresi, þrílaufung og klappardúnurt.

 

Meira

Breytingar á flota Ísfélagins:

13. júlí kl. 08.52

Breytingar á flota Ísfélagins:

Kaupir nýtt uppsjávarveiðiskip sem kemur í ágúst

 

Kaupir nýtt uppsjávarveiðiskip sem kemur í ágúst

Í fyrrdag var skrifað undir samning um kaup Ísfélagsins á nýju uppsjávarskipi. Einnig var í undirritaður samningur um sölu Álseyjar VE, uppsjávarveiðiskipi félagsins.
 

 

 

Meira

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband