Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

xx

Vísir 29. maí. 2011 17:55

Tryggvi skoraði og lagði upp mark með grímuna - ÍBV á toppinn

Tryggvi Guðmundsson með grímuna. Tryggvi Guðmundsson með grímuna. Mynd/Heimasíða ÍBV

Valur Smári Heimisson skrifar:

Tryggvi Guðmundsson var aðalmaðurinn á bak við 2-0 heimasigur ÍBV á nýliðum Víkinga í fyrsta leik sjöttu umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram í Eyjum í dag. Tryggvi er kinnbeinsbrotinn og lék með sérhannaða grímu í leiknum.

Bæði mörk Eyjamanna komu í fyrri hálfleik, Tryggvi lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan það seinna eftir frábæra skyndisókn og hælsendingu frá Andra Ólafssyni.

Eyjamenn unnu þarna sinn annan leik í röð og komust með því á topp deildarinnar með 13 stig eða tveimur stigum meira en KR sem á leik inni á móti Fram seinna í kvöld.

ÍBV hefur unnið 4 af fyrstu 6 leikjum sínum í sumar þar af þá tvo síðustu án þess að fá á sig mark.

Eyjamenn voru með völdin í leiknum frá fyrstu mínútu og Víkingarnir náði aldrei að komast inn í leikinn. Þeir náðu ekki upp neinu spili því Eyjamenn pressuðu þá hátt og stíft.

Besta færi Víkinga kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Baldur Ingimar átti ágætt skot utan teigs en Abel varði vel í markinu.

Síðari hálfleikur var heldur rólegri en fyrri hálfleikur, Eyjamenn héldu þó áfram að vera með boltan og áttu nokkur hættuleg færi en náðu ekki að klára þau. Víkingarnir virtust aldrei hættulegir og Eyjamenn kláruðu þennann leik örugglega.



ÍBV- Víkingur 2-0

1-0 Ian Jeffs (15.)
2-0 Tryggvi Guðmundsson (38.)

Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7
Áhorfendur:  863

Tölfræðin:
Skot (á mark): 20-5 (11-4)
Varin skot: Abel 4, Magnús 9
Hornspyrnur: 6 - 3
Aukaspyrnur fengnar: 16 - 8
Rangstöður: 5 - 2

ÍBV (4-3-3)
Abel Dhaira 6
Kelvin Mellor 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Rasmuss Christiansen 7
Matt Garner 6
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7
Tonny Mawejje 7
Finnur Ólafsson 7
Ian Jeffs 8 - maður leiksins -
(77., Guðmundur Þórarinsson -)
Tryggvi Guðmundsson 8
(89., Arnór Ólafsson -)
Andri Ólafsson 7
(72., Bryan Hughes -)

Víkingur (4-4-2)
Magnús Þormar 5
Walter Hjaltested 6
Mark Rutgers 4
Milos Milojevic 5
Hörður Sigurjón Bjarnason 5
Halldór Smári Sigurðsson 5
Þorvaldur Sveinn Sveinsson 4
(58., Marteinn Briem 5)
Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5
Sigurður Egill Lárusson 5
(76., Cameron Gayle -)
Helgi Sigurðsson 4
Björgólfur Takefusa 4
(58., Gunnar Helgi 5)




Fyrst birt: 29. maí. 2011 15:15

Boltavaktin:

Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 2 - 0 Víkingur
Mörk
'15Ian David Jeffs 
'38Tryggvi Guðmundsson 
29. Maí. 2011 kl.16.00 - Hásteinsvöllur
Opna i sér glugga » 31. Maí 10:01
'95  Leik Lokið 
'90    Áhorfendur á Hásteinsvellinum í dag eru 863 
'90    Flott sókn hjá Víkingum, þar sem Cameron Gayle var við það að sleppa í gegn en Kelvin Mellor varnarmaður Eyjamanna tæklaði boltan útaf. 
'81    Byrjað er að hellirigna hérna á Hásteinsvellinum en lítið er að ske í leiknum þessa stundina 
'80 Ian David Jeffs út / Guðmundur Þórarinsson inn 
'78 Sigurður Egill Lárusson út / Cameron Gayle inn 
'78 Tryggvi Guðmundsson fékk gult spjald 
'75 Andri Ólafsson út / Bryan Hughes inn 
'70    Gott spil hjá Eyjamönnum, enn eru Tryggvi og Ian Jeffs að ná vel saman, Tryggvi sendir á Ian Jeffs sem á skot fyrir utan teig en skotið rétt framhjá  
'62    Andri Marteins að gera breytingar á liðinu í von um að það lifni við þessu hjá þeim en það hefur verið lítið að frétta í þeirra leik í dag. 
'61 Þorvaldur Sveinn Sveinsson út / Marteinn Briem inn 
'61 Björgólfur Hideaki Takefusa út / Gunnar Helgi Steindórsson inn 
'59    Fréttamannaskúrinn hérna á Hásteinsvellinum varð rafmagnslaus, og netið datt því út í stutta stund en það er komið aftur og ekkert markvert gerðist á meðan. 
'48 Milos Milojevic fékk gult spjald  - Fyrir að handleika stungusendingu frá Tryggva Guðmundssyni 
'46  Seinni hálfleikur hafinn 
'45  Fyrri hálfleik lokið 
'45    Baldur Ingimar með lang hættulegasta færi Víkinga til þessa, á fast skot rétt fyrir utan teig alveg út við stöng en Abel ver frábærlega. 
'45 Andri Ólafsson fékk gult spjald  - Klaufalegt brot hjá Andra Ólafssyni, en hann braut á Walter Hjaltsted sem var með boltan á sínum vallarhelming. 
'38 Andri Ólafsson gaf stoðsendingu  - Andri var víst litla snertingu og því fær hann stoðsendinguna 
'38 Tryggvi Guðmundsson skoraði mark  - Eyjamenn að rúlla þessu upp einfaldlega, Tony Mawejje sleppur upp hægra megin, leggur boltan fyrir markið, Andri Ólafsson lætur boltan fara á Tryggva Guðmundsson sem leggur boltan í netið framhjá Magnúsi Þormari markmanni Víkinga.2-0
'36    Tryggvi og Ian Jeffs að ná fullkomlega saman, önnur stunga, Ian Jeffs sloppinn einn í gegn en leggur boltan til hliðar á Andra Ólafsson sem hitti einfaldlega ekki boltan, algjört dauðafæri. 
'32    Eyjamenn fá hér fjórður hornspyrnuna á skömmum tíma, það verður að segjast eins og er að þeir virðast mun hættulegri. Víkings vörnin virðist ekki vera að ráða við Eyjamennina 
'24    Hornspyrna hjá Víking, Abel ætlar að kýla boltan út en kýlir í Hörð Sigurjón vinstri bakvörð Víkings, sem lág eftir í stutta stund en er staðinn upp 
'22    Dauðafæri hjá Tryggva, Ian Jeffs kemur á vörnina og leggur hann til hliðar þar sem Tryggvi er einn á móti Magnúsi Þormari en skýtur rétt yfir markið. 
'16 Halldór Smári Sigurðsson fékk gult spjald  - Fær spjald fyrir mótmæli eftir markið. 
'15 Tryggvi Guðmundsson gaf stoðsendingu  - Frábær stunga hjá TG9 
'15 Ian David Jeffs skoraði mark  - Víkingur í sókn, Abel nær boltanum og er fljótur að koma boltanum í leik, skyndisókn, Tryggvi sendir stungusendingu inn á Ian Jeffs sem kemst fram fyrir varnarmennina, Magnús Þormar er mjög hikandi að fara út í boltan og Ian Jeffs nær að komast framhjá honum og eftirleikurinn auðveldur.1-0
'10    Finnur Ólafsson með frábært skot fyrir utan teig, boltinn á leið upp í hægra hornið en Magnús Þormar gerir frábærlega og ver skotið. 
'8    Fyrsta skotið er komið, en það Bjögólfur Takefusa sem átti það skot, skaut vel fyrir utan og hitti boltan ekki vel og Abel átti ekki í erfiðleikum með það. 
'5    Eyjamenn byrjuðu með boltan og hafa verið meira með boltan síðan, en ekkert skot er enn komið 
'0  Leikurinn hafinn 
'0    Þá hefur kórinn lokið sínu, nú eru liðin að koma sér fyrir og fyrirliðar að ræða við dómara. Allt að gerast. 
'0    Kór Flensborgarskóla gengur hér inn á völlinn og þau ætla að syngja þjóðsöngin áður en leikur hefst. 
'0    Björgólfur Takefusa er í byrjunarliði Víkinga í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar og því byrja hann og Helgi Sigurðsson saman í framlínunni í fyrsta sinn. Helgi og Björgólfur skoruðu báðir í fyrstu umferð en hafa ekki skorað síðan. 
'0    Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í markalausa jafntefli við Grindavík í síðustu umferð. Denis Abdulahi er í banni og Marteinn Briem fer á bekkinn. Björgólfur Takefusa og Þorvaldur Sveinn Sveinsson koma inn í byrjunarliðið. 
'0    Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gerir eina breytingu á liði ÍBV frá því í sigrinum í Keflavík. Ian Jeffs kemur inn í byrjunarliðið fyrir Guðmund Þórarinsson. Abel Dhaira heldur sæti sínu og spilar sinn fyrsta leik á Hásteinsvellinum.  
'0    Spurning hvort við fáum markaðleik en tveir markamestu leikir í úrvalsdeildinni eru á milli þessara liða. En í öðrum þeirra, fyrir 18 árum síðan skoraði Tryggvi Guðmundsson einmitt þrennu, ótrúlegt en satt þá er hann enn í byrjunarliðinu. 
'0    Velkomin á boltavaktina á leik ÍBV og Víkings Reykjavík. Frábært fótboltaveður í dag, skýjað, heitt og smá gola. 
'0    Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður viðureign ÍBV og Víkings lýst. 

Liðin:

  • ÍBV
  • 1 - Abel Dhaira
  • 3 - Matt Garner
  • 4 - Finnur Ólafsson
  • 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
  • 6 - Andri Ólafsson
  • 9 - Tryggvi Guðmundsson
  • 15 - Tony Mawejje
  • 18 - Kelvin Mellor
  • 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
  • 28 - Rasmus Christiansen
  • 30 - Ian David Jeffs
  • Varamenn
  • 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
  • 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
  • 14 - Guðmundur Þórarinsson
  • 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
  • 21 - Denis Sytnik
  • 25 - Guðjón Orri Sigurjónsson
  • 27 - Bryan Hughes
  • Víkingur
  • 1 - Magnús Þormar
  • 3 - Hörður Sigurjón Bjarnason
  • 5 - Mark Rutgers
  • 6 - Halldór Smári Sigurðsson
  • 7 - Þorvaldur Sveinn Sveinsson
  • 11 - Baldur Ingimar Aðalsteinsson
  • 18 - Milos Milojevic
  • 20 - Helgi Sigurðsson
  • 21 - Walter Hjaltested
  • 22 - Sigurður Egill Lárusson
  • 30 - Björgólfur Hideaki Takefusa
  • Varamenn
  • 9 - Kjartan Dige Baldursson
  • 14 - Tómas Guðmundsson
  • 15 - Marteinn Briem
  • 19 - Kári Sveinsson
  • 26 - Kemar Roofe
  • 27 - Gunnar Helgi Steindórsson
  • 28 - Cameron Gayle
  • Dómarar
  • Guðmundur Ársæll Guðmundsson
  • Áskell Þór Gíslason
  • Viðar Helgason


Aðgerðir

http://www.visir.is/tryggvi-skoradi-og-lagdi-upp-mark-med-grimuna---ibv-a-toppinn/article/2011110528827


xxxx

Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 29.5.2011 | 17:55

ÍBV efst eftir sigur á Víkingi

Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag. stækka

Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag. mbl.is/Ómar

mbl.is Júlíus G. Ingason, sport@mbl.is

ÍBV er komið í toppsætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Víkingi, 2:0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV er með 13 stig en KR, sem mætir Fram í kvöld, er með 11 stig í öðru sætinu.

Tryggvi Guðmundsson lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan fljótlega seinna markið sjálfur, 2:0.

Byrjunarlið ÍBV: Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes.

Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar, Hörður Sigurjón Bjarnason, Mark Richard Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Milos Milojevic, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Björgólfur Hideaki Takefusa.
Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle.
ÍBV 2 : 0 Víkingur R.

Völlur: Hásteinsvöllur
Áhorfendafjöldi: 863

Leikur hefst
29. maí 2011 16:00

Aðstæður
Frábærar aðstæður, hæg gola, skýjað, hiti um 11 gráður og völlurinn góður. Gerist varla betra á þessum árstíma.

Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Viðar Helgason

mín.
Leik lokið
90
+4 2-0 lokatölur fyrir ÍBV og sigurinn er fyllilega verðskuldaður. Lítið gerðist í síðari hálfleik, Eyjamenn lögðu áherslu á að verja forystuna og gerðu það vel því Víkingar náðu varla að ógna marki ÍBV í síðari hálfleik og í raun varla í leiknum öllum. Sannfærandi hjá Eyjamönnum sem virðast vera finna taktinn eftir að hafa hikstað aðeins í byrjun móts.
90Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á
+1
90Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli
+1
90
Eyjamenn hafa verið í vandræðum með vallarklukkuna sína sem sýnir ekki lengur leiktímann en okkur í blaðamannastúkunni telst til að venjulegum leiktíma sé lokið.
89
Smá lífsmark með Víkingum. Varamaðurinn Cameron Gayle var við það að komast í gott skotfæri en Kelvin Mellor bjargaði í horn á síðustu stundu.
87ÍBV fær hornspyrnu
87Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Tonny Mawejje með góðan sprett eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum. Hann reyndi skot frá vítateig sem Magnús Þormar varði í horn.
83
Abel Dhaira, markvörður ÍBV sér til þess að áhorfendum leiðist ekki með því að halda boltanum aðeins á lofti eins og honum er einum lagið.
82Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Eyjamenn fengu aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig. Tryggvi reyndi skot sem fór langt yfir.
80Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á
80Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli
79Cameron Gayle (Víkingur R.) kemur inn á
79Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) fer af velli
79Matt Garner (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot.
77
Nú hefur bætt hressilega í rigninguna en Eyjamenn hafa aðeins slakað á klónni. Sumir leikmenn liðsins virka þreyttir enda útheimtir svona pressa mikið úthald.
75Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á
75Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli
74
Það er frekar rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar. Það hefur líka dregið fyrir sólu og farið að rigna á Hásteinsvelli, en það ætti þó ekki að hafa áhrif á leikinn.
67Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá
Fín sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með skoti Ian Jeffs utan teigs en boltinn fór hárfínt framhjá.
66Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot framhjá
Aftur reyna Víkingar bakfallsspyrnu. Nú var það Sigurður Egill en spyrnan var misheppnuð og fór langt framhjá.
62Víkingur R. fær hornspyrnu
61Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.) kemur inn á
61Marteinn Briem (Víkingur R.) kemur inn á
61Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.) fer af velli
61Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) fer af velli
Tvöföld skipting hjá Víkingum.
52Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið
Enn á ný var Ian Jeffs kominn í gott skotfæri og í stað þess að senda boltann, ákvað hann að skjóta núna en Magnús Þormar varði. Sókn Eyjamanna rann svo út í sandinn.
49Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Reyndi skot utan teigs en yfir.
49Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Magnús Þormar varði en hélt ekki boltanum. Sókn ÍBV heldur áfram.
48Milos Milojevic (Víkingur R.) fær gult spjald
Stöðvaði boltann viljandi með hendinni.
47Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Klippti boltann á lofti en skotið arfaslakt. Fór í innkast.
46Leikur hafinn
Víkingar hefja leik með boltann í síðari hálfleik og sækja til austurs.
45
Eyjamenn hafa heldur betur sýnt sparihliðarnar í fyrri hálfleik gegn Víkingum. Frá fyrstu mínútu blésu þeir til stórsóknar og hafa haft öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar. Víkingar fengu í raun aðeins eitt gott færi og það var undir lok fyrri hálfleiksins þegar Baldur Aðalsteinsson átti gott skot sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn. Fram að því höfðu Eyjamenn hreinlega farið á kostum í sókninni og ef það er eitthvað sem ætti að setja út á ÍBV í dag, þá er það þessi mikilvæga síðasta snerting í færunum. Tveggja marka forysta Eyjamanna er í takt við gang leiksins og spurning hvort þeir geti haldið sömu pressu á Víkingana í síðari hálfleik eða hvort Andri Marteinsson, þjálfari gestanna nái að koma sínum mönnum í gang.
45Hálfleikur
+2 Tveimur mínútum var bætt við. Staðan í hálfleik er 2-0 fyrir ÍBV.
45Víkingur R. fær hornspyrnu
+2
45Baldur I. Aðalsteinsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
+1 Frábært skyndiupphlaup endaði með því að Baldur Aðalsteinsson átti stórgott skot að marki sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn.
45Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot. Nú er aðeins uppbótartími eftir.
44ÍBV fær hornspyrnu
44
Enn og aftur skapast hætta við mark Víkinga. Nú sendi Tonny Mawejje fyrir markið en á elleftu stundu náði Walter Hjaltested að koma boltanum aftur fyrir endamörk.
41
Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga sendi varamenn sína að hita upp fljótlega í fyrri hálfleik, líklega til að vekja sína menn. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og varamennirnir hafa tekið sér sæti að nýju á varamannabekknum.
39Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Langskot utan teigs en hárfínt yfir.
38MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar
2-0 Það hlaut að koma að því að Eyjamenn myndu bæta við mörkum. Tonny Mawejje sendi inn í vítateig á Andra Ólafsson, sem lagði hann út á Tryggva sem urðu ekki á nein mistök. Enn ein glæsisóknin hjá ÍBV.
37
Aftur dauðafæri hjá ÍBV og nánast endurtekning frá síðasta færi. Aftur var Ian Jeffs kominn í ágætis skotfæri en reyndi nú að senda á Tryggva Guðmundsson. Nú var það hins vegar Ian Jeffs sem klikkaði því sendingin var slök.
35
Sannkallað dauðafæri. Ian Jeffs var kominn í ágætis skotfæri eftir skyndisókn Eyjamanna en í stað þess að skjóta, ákvað hann að renna boltanum til hliðar á Andra Ólafsson, sem var einn og óvaldaður við markteigslínuna. En fyrirliði Eyjamanna hitti ekki boltann. Klaufalegt hjá Andra.
31Kelvin Mellor (ÍBV) á skot sem er varið
Eftir mikinn darraðadans í teig Víkinga reyndi enski bakvörðurinn Kelvin Mellor skot sem fór í varnarmann, af honum hátt upp í loftið en að lokum fangaði Magnús Þormar boltann.
31ÍBV fær hornspyrnu
31Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Tonny fékk frákastið við vítateigshornið og lét vaða á markið en varnarmenn Víkinga setja boltann aftur fyrir endamörk.
30ÍBV fær hornspyrnu
29Kelvin Mellor (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Enski bakvörðurinn skallar yfir eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar.
28ÍBV fær hornspyrnu
Eyjamenn fá aftur hornspyrnu.
28ÍBV fær hornspyrnu
24Víkingur R. fær hornspyrnu
23Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Víkingar sýna lit og áttu ágætis sókn sem endaði með skoti Sigurðar en skotið fór í varnarmann og yfir.
22Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Eyjamenn fara hreinlega á kostum þessa stundina en eina sem vantar eru mörkin. Nú fékk Tryggvi upplagt skotfæri í vítateig en þrumaði yfir.
20Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Finnur lék á tvo varnarmenn Víkinga og var að komast í upplagt skotfæri þegar annar varnarmannanna hélt honum. Sá sleppti honum hins vegar á hárréttum tíma þannig að Finnur gat skotið að marki en Eyjamenn vildu fá aukaspyrnuna. Guðmundur Ársæll, dómari var ekki sammála þeim og leikurinn heldur áfram.
18
Eyjamenn eru duglegir að pressa Víkingana, sem eru í miklum vandræðum með að leysa pressuna.
15Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fær gult spjald
Fyrir mótmæli.
15MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar
1-0 Eyjamenn voru fljótir að átta sig eftir sókn Víkinga. Tryggvi Guðmundsson sendi langa sendingu fram á Ian Jeffs sem slapp einn í gegn, lék á Magnús Þormar sem kom út á móti honum og lagði boltann í markið. Sannkölluð leiftursókn hjá Eyjamönnum.
15Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið
Reyndi bakfallsspyrnu en misheppnuð tilraun.
14Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Sókn Eyjamanna hélt áfram og Tonny Mawejje fékk boltann við vítateigshornið en skaut hátt yfir.
14Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Beint í varnarmann.
10
Leikurinn fer fjörlega af stað enda engin ástæða til annars, aðstæður allar hinar bestu og sólin farin að glenna sig. Eyjamenn hafa verið sterkari í upphafi leiks.
9Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Finnur hirti boltann af varnarmönnum Víkinga og reyndi að leggja boltann upp í fjærhornið en Magnús Þormar varði meistaralega. Flott tilþrif hjá þeim báðum.
7Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá
Spurning hvort eigi að flokka þetta sem skot. Magnús Þormar ætlaði að hreinsa frá marki en skaut beint í Ian Jeffs og boltinn fór hárfínt framhjá. Þarna voru Víkingar stálheppnir.
7Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið
Skot utan teigs en Abel Dhaira ekki í vandræðum með að verja.
6
Eyjamenn leika sama leikkerfi og gegn Keflvíkingum, með þrjá leikmenn frammi, m.a. hinn hávaxna fyrirliða sinn Andra Ólafsson.
5Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Misheppnað skot hjá Andra. Hitti ekki boltann eftir ágæta sókn Eyjamanna og Magnús Þormar ekki í vandræðum með að grípa boltann.
3
Allt í einu var Tryggvi Guðmundsson einn á auðum sjó en var réttilega dæmdur rangstæður.
1Leikur hafinn
Eyjamenn byrja með boltann og leika til austurs í átt að bænum.
0
Óaðfinnanlegur flutningur hjá krökkunum í Flensborgarskóla og nú getur leikur hafist.
0
Leikmenn liðanna ganga nú inn á völlinn og Kór Flensborgarskóla býr sig undir að syngja þjóðsönginn. Áhorfendur rísa að sjálfsögðu úr sætum á meðan.
0
Það verður þjóðleg stemmning fyrir leik hér á Hásteinsvellinum. Kór Flensborgarskóla er í heimsókn í Eyjum og ætla krakkarnir að syngja þjóðsönginn fyrir leik. Skemmtilegt framtak.
0
Tryggvi var rétt í þessu að sýna Guðmundi Ársæli Guðmundssyni, dómara leiksins grímuna sem hann mun spila með í dag og í næstu leikjum. Guðmundur og félagar hans virtust ekki hafa neitt út á grímuna að setja.
0
Tryggvi Guðmundsson er í byrjunarliði ÍBV í dag þrátt fyrir kinnbeinið hafi brotnað á þremur stöðum í síðasta leik gegn Keflavík. Þá kemur Ian Jeffs inn í byrjunarlið ÍBV í stað Guðmundar Þórarinssonar sem sest á bekkinn.
0
Andri Marteinsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá því í jafnteflisleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Eins og áður hefur komið fram tekur finnski miðjumaðurinn Denis Abdulahi út leikbann í dag og Marteinn Briem sest á tréverkið. Í þeirra stað koma þeir Þorvaldur Sveinn Sveinsson og Björgólfur Hideaki Takefusa.
0
Byrjunarlið ÍBV Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs. Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes. Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar, Hörður Sigurjón Bjarnason, Mark Richard Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Milos Milojevic, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Björgólfur Hideaki Takefusa. Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle.
0
Denis Abdulahi, finnski miðjumaðurinn hjá Víkingi, tekur út leikbann í dag. Hann fékk rauða spjaldið í lok bikarleiks Víkinga gegn KV á fimmtudagskvöldið.
0
Tveir af mestu markaleikjum í sögu Íslandsmótsins eru á milli ÍBV og Víkings. Árið 1970 vann ÍBV leik liðanna í Reykjavík 6:4 og árið 1993 var skorað einu marki meira þegar þau mættust á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þá unnu Eyjamenn yfirburðasigur, 9:2. Tryggvi Guðmundsson skoraði þar þrennu fyrir Eyjamenn en hann er leikmaður ÍBV í dag, 18 árum síðar.
0
ÍBV og Víkingur hafa mæst 41 sinni í efstu deild frá 1926. Eyjamenn hafa unnið 17 leiki og Víkingar 14 og markatalan er 72:71, ÍBV í hag.
0
ÍBV og Víkingur mættust síðast í efstu deild fyrir fimm árum, 2006. Þá unnu Víkingar 1:0 í Eyjum þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði sigurmarkið. Seinni leikurinn á Víkingsvelli endaði 5:0 fyrir Víking. Þá skoraði Viktor Bjarki 2 mörk, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 2 og Arnar Jón Sigurgeirsson eitt.
0
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 umferðir. Víkingar eru í 8. sætinu með 6 stig. Þessi tvö lilð hafa ásamt Val fengið á sig fæst mörk í deildinni til þessa, 3 hvort.

Mörk

ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (38 mín.)
ÍBV - Ian Jeffs (15 mín.)

Áminningar

Matt Garner (ÍBV) (79 mín.)
Milos Milojevic (Víkingur R.) (48 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (45 mín.)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) (15 mín.)

Skot á mark

Víkingur R. 4
ÍBV 11

Skot framhjá

Víkingur R. 1
ÍBV 9

Hornspyrnur

Víkingur R. 3
ÍBV 6
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/05/29/ibv_efst_eftir_sigur_a_vikingi/

MBL.is Keflvík ÍBV

  Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 22.5.2011 | 21:36 | Uppfært 23.5.2011 7:13

Eyjamenn í annað sætið

Guðmundur Steinarsson og félagar í Keflavík töpuðu fyrir ÍBV. stækka

Guðmundur Steinarsson og félagar í Keflavík töpuðu fyrir ÍBV. mbl.is

mbl.is Skúli Sigurðsson, sport@mbl.is

Eyjamenn eru komnir í annað sætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Keflvíkingum, 2:0, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.

Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson.  Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski, Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson.

Lið ÍBV: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson

Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti3 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

Völlur: Nettóvöllurinn í Reykjanesbæ

Leikur hefst
22. maí 2011 20:00

Aðstæður

Dómari: Örvar Sær Gíslason
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Sverrir Gunn
90Leik lokið
90Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá
Skot hátt yfir markið
90Andri Steinn Birgisson (Keflavík) fær gult spjald
Brot
89Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald
Tefja
89Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald
Tefja
88Ian Jeffs (ÍBV) á skalla sem er varinn
Laus skalli sem Ómar átti ekki í vandræðum með
84Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) kemur inn á
84Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) fer af velli
84Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið
Fín sending inní teig frá Brynjari Erni en skotið frá Jóhann laflaust og Abel ekki í vandræðum
82Guðmundur Steinarsson (Keflavík) á skot framhjá
Aukaspyrna utan teigs. SKotið var fast en fór framhjá. Andri Steinn Birgisson var hinsvegar hársbreidd frá því að pota í boltann og líkast til hefði hann þá lent í markinu.
80Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá
FÆRI: Ian Jeffs átti frábæra stungusendingu á Denis sem var komin í dauðafæri en skotið fór rétt framhjá
77Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið
Ágætis færi en skotið í varnarmann Keflavíkur
76Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV) kemur inn á
76Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli
76Keflavík fær hornspyrnu
74Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá
Reyndi bakfallsspyrnu sem fór hátt yfir markið.
72Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) fær gult spjald
Tækling
69Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot í stöng
FÆRI: Óvænt skot langt utan teigs sem fór í báðar stangirnar áður en Abel í markinu náði loksins höndum á knöttinn. Stuðningsmenn vildu meina að knötturinn hafi jafnvel verið inni.
65Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá
Aukaspyrna rétt utan teigs en boltinn fór langt yfir markið
62Grétar Ó. Hjartarson (Keflavík) kemur inn á
62Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) kemur inn á
62Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) fer af velli
62Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) fer af velli
58Ian Jeffs (ÍBV) kemur inn á
58Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli
58Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá
Fékk boltann til sín fyrir utan teig en skotið fór hátt yfir markið.
57Keflavík fær hornspyrnu
55
FÆRI: Andri Ólafsson vann boltann með harðfylgi og sendi boltann út fyrir teig þar sem Þórarinn Valdimarsson átti hörkuskot en Ómar sýndi góða takta og varði vel
51Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá
Skot beint úr aukaspyrnu en aumt var það of fór framhjá
46Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á
46Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli
Tryggvi lenti í samstuði við Harald Guðmundsson rétt undir lok fyrri hálfleik og kom ekki aftur inná eftir það.
46Leikur hafinn
Nú leika Keflvíkingar undan vindi og fróðlegt verður að sjá hvort þeir geti nýti sér það
45Hálfleikur
Verðskulduð staða hjá ÍBV eftir fyrri hálfleik. Keflvíkingar hafa virkað á hælunum allan leikinn. Þess má þó geta að rokið setur stór strik í reikninginn og erfitt hefur verið fyrir leikmenn að hemja knöttinn.
35Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið
Eftir prýðilegt spil fékk Jóhann boltann inní teig en skaut beint í varnarmenn ÍBV
27Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Reynir skot af rúmlega 40 metra færi en boltinn yfir.
23Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Lék sér að varnarmanni Keflvíkinga og átti gott skot sem var á leið í samskeytin en boltinn var aðeins of hár og fór yfir.
22Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot sem er varið
Aumt skot að marki af löngu færi sem Abel átti ekki í miklum vandræðum með
20
FÆRI: En þjarma Eyjamenn að Keflavík og nú var Guðmundur Þórarinsson sem komst í gott færi en skotið fór rétt framhjá markinu og Keflvíkingar heppnir.
18
FÆRI: Andri Ólafsson fékk fína sendingu inní teig en var klaufskur og rétt missti að dauðafæri.
16ÍBV fær hornspyrnu
Reyndu aftur að nýta vindinn og skora en brotið var á Ómar markverði heimamanna
11Keflavík fær hornspyrnu
10MARK! Andri Ólafsson (ÍBV) skorar
0:2 Skot ca 2 metrum fyrir utan teig vinstramegin. Andri fékk ótrúlega góðan tíma í að athafna sig og þakkaði pent fyrir það og setti hann í vinstra hornið hjá Ómar.
7Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Lúmskt skot frá Andra frá vinstri kantinum og ætlaði að nýta meðvindinn en boltinn fór yfir markið
6ÍBV fær hornspyrnu
5ÍBV fær hornspyrnu
Finnur Ólafsson var ekki fjarri því að skora beint úr spyrnunni en Ómar kom í veg fyrir það
1MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar
MARK: Andri Ólafsson gaf fína sendingu vinstramegin inní teig Keflvíkinga þar sem að Tryggvi Guðmundsson þrumaði knettinum framhjá Ómar úr nokkuð þröngu færi. Vel klárað!
0Leikur hafinn
0
Fjórar breytingar á liði ÍBV frá síðasta leik þeirra og líkast til sú markverðasta er að Albert Sævarsson ekki með líkast til vegna meiðsla. Hjá Keflavík er ein breyting en Guðjón Árni Antoníuson er meiddur.
0
Gamla góða lognið í Keflavík er á töluverðri hreyfingu úr Norðri, ca 7 metrar og með því fylgja heilar 5 gráður á celsius.
0
Lið Keflavíkur: Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski. Miðja: Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson. Sókn: Guðmundur Steinarsson
0
Lið ÍBV: Mark: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson
0
Mikið jafnræði er með liðum ÍBV og Keflavíkur frá því þau mættust fyrst í efstu deild árið 1968. Af 61 viðureign hefur ÍBV unnið 25 en Keflavík 24. Heimasigrar hafa verið ríkjandi hjá liðunum, ÍBV hefur unnið 17 heimaleiki gegn Keflavík og Keflvíkingar 14 heimaleiki gegn ÍBV. Þá hafa 10 síðustu viðureignir liðanna boðið upp á minnst 3 mörk í leik.
0
Eyjamenn hafa farið illa út úr þremur síðustu heimsóknum sínum til Keflavíkur og tapað þar með samtals 4 mörkum gegn 16. Keflavík vann 4:1 í lokaumferðinni í fyrra eftir að ÍBV hafði sigrað 2:1 í sögulegum leik í Eyjum fyrr um sumarið. Tveir síðustu heimaleikir Keflavíkur gegn ÍBV þar á undan enduðu 6:1 og 6:2.
0
Keflavík er í 2. sæti deildarinnar eftir 4 umferðir með 8 stig en ÍBV er í 5. sætinu með 7 stig.

Mörk

ÍBV - Andri Ólafsson (10 mín.)
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (1 mín.)

Áminningar

Andri Steinn Birgisson (Keflavík) (90 mín.)
Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.)
Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.)
Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) (72 mín.)

Skot á mark

Keflavík 4
ÍBV 4

Skot framhjá

Keflavík 6
ÍBV 4

Hornspyrnur

Keflavík 3
ÍBV 3


xxxxx

Vísir 15. maí. 2011 20:45

Umfjöllun: Jafntefli í hörkuleik í Eyjum

Úr leik liðanna í fyrra. Úr leik liðanna í fyrra. Mynd/Stefán

Valur Smári Heimisson á Hásteinsvelli skrifar:

ÍBV og Breiðablik mættust á Hásteinsvellinum í góðu veðri. 1-1 jafntefli var niðurstaðan í hörkuleik.

Blikarnir byrjuðu vel og átti Kristinn Steindósson sláarskot á 24. mínútu leiksins þegar hann fékk boltann fyrir utan vítateig Eyjamanna. Breiðablik komst svo yfir á 37. mínútu og aftur var það áðurnefndur Kristinn sem átti góðan sprett upp kantinn og gaf lág sending sem rataði í gegnum teiginn. Þar var Guðmundur Kristjánsson mættur og lagði boltann í netið.

Eyjamenn komu svo mun sterkari inn í síðari hálfleikinn og það var Þórarinn Ingi sem jafnaði metin eftir að Elfar Freyr náði ekki að hafa stjórn á boltanum í vörninni.

Eftir þetta voru bæði lið að sækja stíft og hefði sigurinn auðveldlega getað dottið báðum megin. Bæði lið voru orðin þreytt undir lokin enda hefur verið þétt leikjadagskráin að undanförnu. Andri Ólafsson slapp í gegn en Ingvar Þór varði meistaralega en hinu megin var það stöngin sem bjargaði Eyjamönnum þegar Viktor Unnar Illugason skaut að marki.

Báðir sigrar Eyjamanna á tímabilinu til þessa hafa komið í uppbótatímum og flestir Eyjamenn voru gríðarlega spenntir á lokamínútunum.

„Við höfum verið að skapa okkur þessa heppni sem hefur verið með okkur í okkar sigrum, erum að berjast alveg allann leikinn og mér fannst það sjást í dag að við áttum meira inni heldur en Blikarnir hérna í lokinn," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.

ÍBV - Breiðablik 1-1

Dómari: Valgeir Valgeirsson (7).
Skot (á mark): 8-7 (7-5)
Varin skot: Albert 4 - Ingvar 6
Horn: 3-2
Aukaspyrnur fengnar: 11-15
Rangstöður: 6-2

ÍBV (4-3-3):
Albert Sævarsson 5
Matt Garner 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Rasmus Christiansen 7
Kelvin Mellor 7
Andri Ólafsson 6
Bryan Hughes 5
(80. Anton Bjarnason -)
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7
Guðmundur Þórarinsson 6
(65. Arnór Eyvar Ólafsson 5)
Denis Sytnik 3
(46. Tony Mawejje 5)
Jordan Connerton 4

Breiðablik (4-3-3):
Ingvar Þór Kale 6
Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6
Finnur Orri Margeirsson 6
Elfar Freyr Helgason 5
Kristinn Jónsson 6
Guðmundur Kristjánsson 7 - maður leiksins
Jökull Elísabetarson 6
Andri Rafn Yeoman 6
(73. Viktor Unnar Illugason -)
Tómas Óli Garðarsson 5
(60. Haukur Baldvinsson 5)
Kristinn Steindórsson 7
(67. Olgeir Sigurgeirsson 5)



Fyrst birt: 15. maí. 2011 03:13

Boltavaktin:

Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 1 Breiðablik
Mörk
'58Þórarinn Ingi Valdimarsson 
Mörk
'37Guðmundur Kristjánsson 
15. Maí. 2011 kl.16.00 - Hásteinsvöllur - Áhorfendur: 864
Opna i sér glugga » 16. Maí 10:22
'95  Leik Lokið 
'94    Viktor unnar fer upp vinstri kanntinn, er kominn í gegn og á skot í stöng! 
'93    5 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma 
'90    Bæði lið að sækja á mörgum mönnum og ætla sér sigur, spennandi lokamínútur 
'85    Misheppnuð sending í vörninni hjá Blikum, Andri Ólafsson að sleppa einn í gegn en Ingvar Þór varði meistaralega. 
'80 Bryan Hughes út / Anton Bjarnason inn 
'78    Stórhættuleg sókn hjá Breiðablik, Guðmundur Kristjánsson braust í gegnum vörn eyjamanna, var einn á móti Alberti en rendi boltanum til hliðar en þar kom bakvörðurinn Kelvin Mellor og hreinsaði. 
'73 Arnar Már Björgvinsson út / Viktor Unnar Illugason inn 
'71    "Nú setjum við í gagn" öskrar Heimir Hallgrímsson inn á völlinn, en Eyjamenn hafa verið betri aðilinn í seinni hálfleik, það sem af er. 
'67 Kristinn Steindórsson út / Olgeir Sigurgeirsson inn  - Taktískar breytingar hjá báðum liðum, spurning hvernig þetta kemur út hjá Heimi og Óla þjálfurum liðanna 
'65 Guðmundur Þórarinsson út / Arnór Eyvar Ólafsson inn 
'60 Tómas Óli Garðarsson út / Haukur Baldvinsson inn 
'58 Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði mark  - Elfar Freyr missti boltann langt frá sér þegar hann var að hlaupa til baka, Þórarinn Ingi náði til knattarins og skoraði fram hjá Ingvari í markinu.1-1
'54 Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk gult spjald  - Þórarinn Ingi við það að sleppa í gegn, en missti boltan of langt frá sér og Ingvar Þór náði honum en Þórarinn sparkaði aðeins í hendurnar á Ingvari og fékk gult fyrir vikið 
'47    Áhorfendur á Hásteinsvelli eru 864 
'46  Seinni hálfleikur hefst 
'46 Denis Sytnik út / Tony Mawejje inn  - Taktísk skipting hjá Eyjamönnum 
'45  Fyrri hálfleik lokið  - Gestirnir leiða í hálfleik með einu marki gegn engu. Sjáumst eftir korter. 
'45 Eiður Aron Sigurbjörnsson fékk gult spjald  - Eiður að fara í bókina fyrir brot á Arnari Má. 
'44    Kristinn með fínt skot að marki, eftir góða sendingu frá Tómasi Óla, en skot Kristins fór yfir markið. 
'41    Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, fékk hér áminningu fyrir nokkur vel valin orð til aðstoðardómarans, en orðrétt kallaði Óli hann "flagg-óðan". Það verður að segjast að hann hafi nokkuð til síns máls. 
'37 Kristinn Steindórsson gaf stoðsendingu 
'37 Guðmundur Kristjánsson skoraði mark  - Kristinn Steindórs átti hér góða sendingu inn á Guðmund, sem kláraði færið vel. Gestirnir hér komnir yfir, en þeir hafa verið líklegri það sem komið er.0-1
'35 Andri Rafn Yeoman fékk gult spjald  - Andri fékk hér gult spjald fyrir að dýfa sér inni í teig, eftir viðskipti við Andra Ólafs, fyrirliða ÍBV. 
'34    Lítið er að gerast þessa stundina, en heimamenn þó meira með boltann. 
'24    Jordan hér í dauðafæri eftir sendingu frá Bryan Hughes, en Jordan reyndi á einhvern óskiljanlegan hátt að skjóta boltanum með hælnum, en skotið varð aldrei hættulegt. Nokkuð ljóst er að hann þarf að sýna betri takta en þetta ef hann ætlar sér ekki að fara sömu leið og Mark Redshaw hjá Frömmurunum. 
'23    Kristinn aftur að láta að sér kveða, en gott skot hans fór í þverslánna að þessu sinni.  
'17    Kristinn Steindórsson með ágætt skot inni í teig með vinstri, en skotið yfir markið. Gestirnir að gera sig líklega þessar mínúturnar. 
'13    Tómas Óli Garðarsson komst í fínt færi eftir vandræðagang í vörn heimamanna, en skot hans beint á Albert í markinu 
'10    Denis Sytnik var nálægt því að ná til boltans inni í teig, eftir sendingu frá Jordan Connerton. Ingvar Kale og hans menn í teignum náðu þó að bægja hættunni frá. 
'2    Guðmundur Þórarins átti hér hörkusendingu yfir á Þórarinn Inga sem var kominn í ákjósanlega stöðu, en var flaggaður rangstæður, en heimamenn voru ekki sáttir við þann dóm. 
'1  Leikurinn hafinn  - Það eru gestirnir sem hefja leik. 
'0    Þrjár breytingar eru á liði ÍBV. Albert Sævarsson er aftur kominn í mark Eyjamanna í stað Abel Dhaira sem stóð vaktina er ÍBV vann 1-0 sigur á Val í síðustu umferð. Tryggvi Guðmundsson er í banni og tekur Denis Sytnik hans stöðu í byrjunarliðinu. Þá er Guðmundur Þórarinsson í liðinu á kostnað Tony Mawejje, sem er á bekknum. 
'0    Þá eru einnig nokkrar breytingar á liði Breiðabliks sem vann Grindavík, 2-1, fyrr í vikunni. Kári Ársælsson er á bekknum og er Finnur Orri Margeirsson fyrirliði í hans stað. Hann mun væntanlega standa vaktina í vörninni ásamt Elfari Frey Helgasyni. Arnar Már Björgvinsson er aftur kominn inn í byrjunarliðið, sem og Jökull Elísabetarson sem tók út leikbann í síðasta leik. Rafn Andri Haraldsson er því á meðal varamanna Blika í dag. 
'0    Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður viðureign ÍBV og Breiðabliks lýst. 

Liðin:

  • ÍBV
  • 3 - Matt Garner
  • 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
  • 6 - Andri Ólafsson
  • 7 - Albert Sævarsson
  • 14 - Guðmundur Þórarinsson
  • 16 - Jordan Connerton
  • 18 - Kelvin Mellor
  • 21 - Denis Sytnik
  • 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
  • 27 - Bryan Hughes
  • 28 - Rasmus Christiansen
  • Varamenn
  • 1 - Abel Dhaira
  • 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
  • 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
  • 11 - Anton Bjarnason
  • 13 - Kjartan Guðjónsson
  • 15 - Tony Mawejje
  • 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
  • Breiðablik
  • 1 - Ingvar Þór Kale
  • 3 - Finnur Orri Margeirsson
  • 5 - Elfar Freyr Helgason
  • 7 - Kristinn Steindórsson
  • 16 - Guðmundur Kristjánsson
  • 17 - Jökull I Elísabetarson
  • 18 - Arnar Már Björgvinsson
  • 19 - Kristinn Jónsson
  • 22 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson
  • 27 - Tómas Óli Garðarsson
  • 30 - Andri Rafn Yeoman
  • Varamenn
  • 6 - Kári Ársælsson
  • 8 - Viktor Unnar Illugason
  • 9 - Haukur Baldvinsson
  • 10 - Rafn Andri Haraldsson
  • 11 - Olgeir Sigurgeirsson
  • 23 - Marko Pavlov
  • 25 - Sigmar Ingi Sigurðarson
  • Dómarar
  • Valgeir Valgeirsson
  • Jóhann Gunnar Guðmundsson
  • Birkir Sigurðarson

http://www.visir.is/umfjollun--jafntefli-i-horkuleik-i-eyjum/article/2011110519430

Aðgerðir


ssss

  Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 15.5.2011 | 17:56 Upplestur á frétt

Jafnt á Hásteinsvelli

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni. stækka

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni. Árni Sæberg

ÍBV og Íslandsmeistarar Breiðabliks skildu jöfn, 1:1, í upphafsleik 4. umferðar úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í dag. Eitt mark var skorað í hvorum hálfleik.

Breiðablik var sterkara liðið í fyrr hálfleik og Guðmundur Kristjánsson kom því yfir á 37. mínútu. Annan leikinn í röð skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrir ÍBV. Að þessu sinni jafnaði hann metin á 59. mínútu.

Við það stóð og voru bæði frekar óánægð með niðurstöðuna þegar þau gengu af leikvelli.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.

Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

ÍBV 1 : 1 Breiðablik

Völlur: Hásteinsvöllur

Leikur hefst
15. maí 2011 16:00

Aðstæður
Frábærar aðstæður, völlurinn flottur, hæg gola en dálítið svalt, hiti um átta gráður.

Dómari: Valgeir Valgeirsson
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson


90
Þriðja leikinn í röð skilja liðin jöfn og markatalan sú sama 1-1. Segja má að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleika þar sem Blikar voru beittari í fyrri hálfleik en Eyjamenn sterkari í þeim síðari. Liðin spiluðu ágætis fótbolta og lögðu áherslu á að sækja. En niðurstaðan er jafntefli og leikmenn beggja liða ganga ósáttir af leikvelli.
90Leik lokið
+5 1-1 jafntefli hjá ÍBV og Breiðablik á Hásteinsvelli í dag.
90Breiðablik fær hornspyrnu
+5
90Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) á skot í stöng
+5 Fín sókn Blika, Viktor Unnar lék inn í vítateiginn vinstra megin og skaut föstu skoti sem small í stönginni, fór þaðan í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
90
+3 Fimm mínútur eru í uppbótartíma.
90Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) á skot sem er varið
+2 Olgeir fékk opið færi utan vítateigs og lét að sjálfsögðu vaða á markið en skotið var slakt og beint á Albert.
90
Nú er venjulegum leiktíma lokið og aðeins uppbótartíminn eftir.
90Anton Bjarnason (ÍBV) á skot sem er varið
Skot úr markteig en varnarmenn Blika voru fyrir. Annars ágætis sókn hjá ÍBV þar sem Þórarinn Ingi og Anton léku sín á milli upp vinstri kantinn og að lokum var það Anton sem fékk færið.
83Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Andri vann boltann af varnarmönnum Blika og var kominn í skotfæri við vítateigslínuna. Andri lét vaða á markið og skotið var gott en Ingvar Þór varði vel.
82
Stutt hlé var gert á leiknum eftir skiptinguna þar sem Kristinn Jónsson, bakvörður Blika kenndi sér meins. Hann er þó kominn aftur inn á völlinn eftir stutta aðhlynningu utan vallar.
80Anton Bjarnason (ÍBV) kemur inn á
80Bryan Hughes (ÍBV) fer af velli
78Breiðablik fær hornspyrnu
78
Guðmundur Kristjánsson átti svakalega rispu inn í teig ÍBV og var kominn í skotfæri við markteigshornið. En í stað þess að skjóta, reyndi hann sendingu inn í vítateiginn þar sem Andri Rafn Yeoman kom aðvífandi en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu í horn.
73Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Eiður Aron átti ágætan skalla að marki eftir hornspyrnu Ryan Hughes en beint á Ingvar Þór í markinu.
73ÍBV fær hornspyrnu
73Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) kemur inn á
73Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) fer af velli
70
Kristinn Steindórsson, sem var tekinn af leikvelli fyrir stuttu liggur hér við varamannabekkinn með kælipoka á báðum löppum. Hann virðist vera kæla báðar hásinarnar.
68Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Eyjamenn hafa sótt talsvert meira eftir markið og Andri Ólafsson var nærri því að koma ÍBV yfir en hann náði ekki að skalla boltann nægilega vel. Ingvar Þór var ekki í vandræðum með að hirða boltann.
67Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á
67Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
65Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á
65Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli
60Haukur Baldvinsson (Breiðablik) kemur inn á
60Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli
59MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) skorar
1-1 Andri Ólafsson sendi fram völlinn þar sem Þórarinn Ingi og Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika voru í kapphlaupi um boltann. Elfar Freyr fékk boltann aftan í sig og lagði hann um leið fyrir Þórarinn Inga sem skaut frá vítateigslínunni og í markið.
59
Aftur voru Blikar hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Nú var Andri Rafn Yeoman næstum sloppinn í gegnum vörn ÍBV með boltann en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu.
58
Kristinn Steindórsson átti ágæta sendingu upp í hægra hornið þar sem Tómas Óli Garðarsson var mættur. Tómas reyndi fyrirgjöf en Albert kastaði sér á boltann.
54
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV er óþreytandi við að öskra hér við hliðarlínuna á sína menn enda full þörf á því. Það var ekki að sjá á upphafsmínútum síðari hálfleiks að heimamenn ætluðu sér að jafna því þeir voru hálf sofandi. Þeir hafa þó aðeins tekið við sér.
54Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem er varinn
Skallinn ógnaði aldrei markinu og Ingvar Kale handsamaði boltann örugglega.
53Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) fær gult spjald
Þórarinn Ingi var sloppinn í gegn en fyrsta snerting hans var afleit og Ingvar Þór Kale, markvörður Blika var á undan í boltann. Þórarinn sparkaði í Ingvar og fékk réttilega gula spjaldið fyrir brotið.
46Tonny Mawejje (ÍBV) kemur inn á
46Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli
46Leikur hafinn
Nú byrja Eyjamenn með boltann.
45
Leikurinn hefur verið þokkalega fjörugur, bæði lið sækja og boltinn hefur gengið vítateiganna á milli. Leikmenn Breiðabliks hafa þó verið öllu beittari í sínum sóknaraðgerðum, fengið nokkur ágætis færi og í raun verið nær því að bæta við marki en Eyjamenn að jafna. Heimamenn hafa hins vegar átt sínar sóknir en sem fyrr vantar meiri brodd í fremstu víglínu hjá ÍBV.
45Hálfleikur
+ 2 0-1 fyrir Blikum gegn ÍBV í Eyjum.
45
+1 Hætta við mark ÍBV, Arnar Már Björgvinsson var aðeins of seinn í upplögðu skallafæri og sóknin rann út í sandinn.
45Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot. Nú er venjulegum leiktíma lokið í fyrri hálfleik og aðeins uppbótartíminn eftir.
44Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skyndisókn hjá Blikum endaði með því að Kristinn reyndi skot við vítateigshornið vinstra megin en boltinn fór vel framhjá. Engu að síður ágætis tilraun.
40Breiðablik (Breiðablik) fær gult spjald
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er eitthvað ósáttur við Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómara leiksins. Jóhann Gunnar hefur flaggað á brot eins og vera ber en Ólafur vill að hann beiti betur hagnaði. Ólafur uppskar aðeins áminningu fyrir mótmæli.
39Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið
Skotið beint í varnarmann Blikanna.
37MARK! Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) skorar
0-1 Kristinn Steindórsson fékk boltann við endalínu vinstra meginn. Hann sendi fasta sendingu með jörðinni fyrir markið, boltinn fór í gegnum vörn ÍBV og á fjærstöngina þar sem Guðmundur lúrði. Hann átti ekki í erfiðleikum með að skora úr markteignum.
35Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir leikaraskap. Boltinn barst inn í teig og frá blaðamannastúkunni séð, var þetta bara einfaldur árekstur, hvorki víti né leikaraskapur.
29ÍBV fær hornspyrnu
25Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá
Úrvalsfæri hjá Englendingnum. Bryan Hughes sendi inn í teig úr aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Connerton var einn og óvaldaður en náði ekki nógu góðu skoti og boltinn fór langt framhjá. Þarna hefði hann átt að gera betur.
24Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot í þverslá
Kristinn fékk boltann utan við vítateig, lagði hann fyrir sig og lét vaða en boltinn small í þverslánni. Vel gert hjá Kristni og Eyjamenn stálheppnir.
22
Sjaldséð mistök. Kristinn Jónsson, bakvörður Blika tók vitlaust innkast.
17Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark ÍBV á fjærstöng þar sem Kristinn tók boltann á lofti í ágætis skotfæri innan vítateigs en skotið fór vel yfir.
14ÍBV fær hornspyrnu
13Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fyrsta færi Blika. Þeir sóttu upp hægri kantinn, Arnar Már sendi skemmtilega hælsendingu á Kristinn Steindórsson sem sendi boltann áfram á Tómas Óla en skotið úr vítateignum var beint á Albert.
10
Fyrsta færið. Bryan Hughes sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks á landa sinn Jordan Connerton. Hann sendi fasta sendingu fyrir þar sem Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika var hársbreidd á undan Denis Sytnik og náði að koma boltanum í burtu.
5
Leikurinn fer ágætlega af stað. Bæði lið reyna að byggja upp sóknir en í tvígang hafa Eyjamenn verið dæmdir rangstæðir í álitlegri sókn.
1Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og leika til vesturs í átt að Herjólfsdal.
0
Nú fer að styttast í leik. Áhorfendum í stúkunni fjölgar jafnt og þétt og líklega fá stuðningsmenn ÍBV meiri samkeppni þar sem Herjólfur er farinn að sigla aftur í Landeyjahöfn og því auðvelt að fylgja sínu liði til Eyja.
0
Eyjamenn vígja í dag ný mörk á Hásteinsvellinum. Spurning hvort það sé liður í því að leysa vandræði ÍBV í sóknarleiknum eða ekki. Vallarstarfsmenn á Hásteinsvelli segja í það minnsta að það sé góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið í nýju mörkunum.
0
Danski varnarmaðurinn hjá ÍBV Rasmus Christiansen leikur með myndarlegar umbúðir um höfuðið. Christiansen fékk djúpan skurð á enninu eftir að Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals sparkaði óviljandi í höfuðið á honum.
0
Ólafur Kristjánsson gerir einnig breytingar á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Kári Ársælsson sest á bekkinn og sömuleiðis Rafn Andri Haraldsson en í þeirra stað koma þeir Jökull I. Elísarbetarson og Arnar Már Björgvinsson sæti í byrjunarliðinu.
0
Hjá Eyjamönnum tekur Tryggvi Guðmundsson út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik en í hans stað kemur Denis Sytnik. Auk þess fer Albert Sævarsson aftur í markið og Abel Dhaira sest á tréverkið. Þá tekur Guðmundur Þórarinsson sæti í byrjunarliðinu en Tonny Mawejje fer á bekkinn. Þá eru þeir Finnur Ólafsson og Ian Jeffs meiddir og ekki í leikmannahópi ÍBV í dag.
0
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson. Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman. Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.
0
ÍBV og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli í báðum leikjum sínum í fyrra. Í leiknum í Eyjum skoraði Haukur Baldvinsson fyrst fyrir Blika en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir ÍBV. Tryggvi kom síðan ÍBV yfir í leiknum í Kópavogi en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Blika. Félögin hafa mæst í 42 skipti í efstu deild frá 1971, Eyjamenn hafa unnið 18 leiki en Blikar 16. Blikar hafa ekki tapað í síðustu þremur heimsóknum sínum til Eyja.
0
Blikar endurheimta miðjumanninn Jökul I. Elísabetarson sem var í leikbanni í leiknum við Grindavík.
0
Tryggvi Guðmundsson, reyndasti leikmaður Eyjamanna, er í banni í kvöld vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Val. Finnur Ólafsson hefur glímt við meiðsli og tvísýnt var um þátttöku hans í leiknum.
0
ÍBV er með 6 stig eftir þrjár umferðir. Eyjamenn unnu Fram og Val með mörkum í uppbótartíma en töpuðu fyrir Fylki. Blikar eru með 3 stig en þeir töpuðu fyrir KR og FH í fyrstu leikjunum en lögðu síðan Grindavík að velli.

Mörk

ÍBV - Þórarinn Ingi Valdimarsson (59 mín.)
Breiðablik - Guðmundur Kristjánsson (37 mín.)

Áminningar

Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) (53 mín.)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (45 mín.)
Breiðablik (Breiðablik) (40 mín.)
Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) (35 mín.)

Skot á mark

ÍBV 7
Breiðablik 5


xxxx

  Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 11.5.2011 | 21:53 Upplestur á frétt

Eyjamenn stálu stigunum á Hlíðarenda

Kristinn Jakobsson dómari rekur Tryggva Guðmundsson Eyjamann af velli í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. stækka

Kristinn Jakobsson dómari rekur Tryggva Guðmundsson Eyjamann af velli í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Golli

mbl.is Kristján Jónsson, kris@mbl.is

Valur og ÍBV mætast í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 19.15 en Valsmenn fagna 100 ára afmæli sínu í dag. ÍBV vann 1:0 með glæsilegu sigurmarki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Eyjamenn voru í bullandi vandræðum í síðari hálfleik vegna þess að Tryggvi Guðmundsson lét reka sig út af undir lok fyrri hálfleiks og mark Þórarins kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Byrjunarlið Vals:

Haraldur Björnsson - Jónas Þór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen - Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen, Guðjón Pétur Lýðsson - Matthías Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Arnar Geirsson.

Varamenn:

Sindri Snær Jensson - Stefán Jóhann Eggertsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Hafsteinsson, Andri Fannar Stefánsson.

Byrjunarlið ÍBV:

Abel Dhiaira - Kelvin Mellor, Rasmus Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner - Andri Ólafsson, Tonny Mawejje, Bryan Hughes - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jordan Connerton, Tryggvi Guðmundsson. 

Varamenn:

Albert Sævarsson - Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Borgþórsson, Anton Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Stynik.

 

2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

xxxxx

0Leik lokið
Leiknum er lokið með sigri ÍBV þrátt fyrir að Eyjamenn hafi leikið manni færri allan síðari hálfleikinn.
90Valur fær hornspyrnu
90MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) skorar
Hvað haldiði? Eyjamenn skoruðu í uppbótartíma og það var ekkert smá mark. Matt Garner renndi boltanum á Þórarinn Inga sem fékk boltann utan teigs vinstra megin og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór rakleiðis upp í samskeytin hægra megin og Haraldur verður ekki sakaður um þetta mark.
90
Þremur mínútum er bætt við leiktímann.
90Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) á skot framhjá
Mjög fast skot rétt utan teigs en framhjá markinu hægra megin.
88Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) á skot framhjá
Ágæt aukaspyrnu af 25 metra færi en yfir markið.
84Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) á skot framhjá
Lét vaða af löngu færi en hitti boltann afar illa og engin hætta á ferðum.
81Valur fær hornspyrnu
80Anton Bjarnason (ÍBV) kemur inn á
80Bryan Hughes (ÍBV) fer af velli
78Bryan Hughes (ÍBV) á skot framhjá
Fékk að keyra upp að vítateig Vals en skotið var ömurlegt og fór hátt yfir markið.
76Valur fær hornspyrnu
70Andri Fannar Stefánsson (Valur) kemur inn á
Hans fyrsti leikur fyrir Val í úrvalsdeildinni.
70Haukur Páll Sigurðsson (Valur) fer af velli
67Valur fær hornspyrnu
67
Eyjamenn hafa fallið til baka sem eðlilegt er og eru nánast allir á sínum vallarhelmingi. Samt sem áður finnst mér Valsmenn ekki setja þá undir sérstaklega mikla pressu.
65Valur fær hornspyrnu
63Valur fær hornspyrnu
63Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) á skot sem er varið
Erfitt er að túlka hornspyrnu Rúnars öðruvísi en svo að um skottilraun hafi verið að ræða. Rúnar plaffaði einfaldlega á markið og Abel þurfti að hafa sig allan við í að blaka boltanum yfir þverslána.
62Valur fær hornspyrnu
61Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á
61Jordan Connerton (ÍBV) fer af velli
58Matthías Guðmundsson (Valur) á skalla sem fer framhjá
Ágætur skalli frá vítapunkti eftir fyrirgjöf frá Jónasi Þór en rétt yfir markið.
55Matthías Guðmundsson (Valur) á skot framhjá
Slapp inn fyrir vörnina og komst hægra megin inn í teiginn. Matthías lyfti boltanum yfir Abel markvörð en skotið fór rétt framhjá marki ÍBV.l
54Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) kemur inn á
54Christian R. Mouritsen (Valur) fer af velli
50Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á
50Tonny Mawejje (ÍBV) fer af velli
46Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn og Valsmenn sækja nú í áttina að Öskjuhlíð.
45Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið án þess að liðunum tækist að skora. Eyjamenn eru hins vegar í erfiðum málum. Tryggvi var rekinn út af og miðvörðurinn Christiansen fékk gat á höfuðið og spurning hvort hann geti beitt sér í síðari hálfleik.
45
Ljóst er að miklu er bætt við leiktímann því miklar tafir hafa orðið á leiknum. Fyrst þegar Christiansen meiddist og þegar Tryggvi var rekinn af velli.
45Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær rautt spjald
Nú dró heldur betur til tíðinda. Tryggva og Hauki Páli lenti saman með því afleiðingum að Tryggvi virðist hafa slegið Hauk í andlitið eða í það minnsta slegið til hans. Haukur bar sig illa og Kristinn var snöggur á vettvang með rauða spjaldið og virtist viss í sinni sök.
40Valur fær hornspyrnu
38Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot á miðjum vellinum.
37Jón Vilhelm Ákason (Valur) kemur inn á
37Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fer af velli
Hefur líklega orðið fyrir meiðslum í samstuðinu við Danann.
37Bryan Hughes (ÍBV) á skot framhjá
Af löngu færi og lítil hætta á ferðum.
36
Þá getur leikurinn hafist að nýju. Christiansen er með miklar umbúðir um höfuðið og virðist líklegur til þess að ljúka fyrri hálfleiknum að minnsta kosti. Hann þarf þó að skipta um treyju því hin var alblóðug.
33Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fær gult spjald
Kristinn gaf Arnari gult spjald og líklegast er það réttur dómur. Christiansen hallaði sér talsvert mikið fram og Kristinn metur þetta sem svo að ekki hafi verið um viljaverk að ræða.
32
Leikurinn er stopp eins og er á meðan hugað er að Dananum Rasmus Christiansen. Hann teygði sig fram og reyndi að skalla boltann en Arnar Geirsson kom á móti honum og sparkaði í höfuð Christansen. Svo virðist sem talsvert blæði úr höfði Danans. Atvikið var ljótt en báðir voru þeir að eltast við lausan bolta.
30Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá
Fékk boltann rétt utan vítateigs beint á móti markinu en hitti hann illa og skotið fór ekki nálægt markinu.
27Valur fær hornspyrnu
27Hörður Sveinsson (Valur) á skot sem er varið
Fékk boltann í miðjum teignum með bakið í markið. Snéri sér og skaut með vinstri en í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
25
Eyjamenn tóku við sér eftir rúmlega tíu mínútna leik og eru nokkuð frískir. Þeir eru síst lakari aðilinn í augnablikinu.
25Kelvin Mellor (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot á vallarhelmingi Vals.
23Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot framhjá
Fékk boltann utan teigs eftir hornið og þrumaði honum hátt yfir af 30 metra færi.
23ÍBV fær hornspyrnu
21
2.348 áhorfendur eru mættir á Vodafonevöllinn.
18ÍBV fær hornspyrnu
17ÍBV fær hornspyrnu
15Halldór Kristinn Halldórsson (Valur) fær gult spjald
Fyrir brot á Hughes á miðjum vellinum.
14Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skalla sem er varinn
Fékk ágætt færi eftir aukaspyrnu Guðjóns en skallaði beint á Abel.
12ÍBV fær hornspyrnu
Tryggvi fékk skotfæri utan teigs en boltinn fór í varnarmann og út af.
10
Valsmenn eru vel stemmdir á afmælinu sínu og byrja leikinn af geysilegum krafti. Eyjamenn verða að gæta sín til að hanga inni í leiknum. Valsmenn eru líklegir til þess að koma sér upp góðu forskoti á fyrsta hálftímanum ef fram heldur sem horfir.
9Valur fær hornspyrnu
5Valur fær hornspyrnu
5Matthías Guðmundsson (Valur) á skot sem er varið
Arnar fékk boltann úr hornspyrnunni hægra megin við vítateiginn. Arnar lék glæsilega á varnarmann og gaf fyrir markið þar sem Matthías kom á mikilli siglingu en Eyjamönnum tókst að komast fyrir skotið.
4Valur fær hornspyrnu
2Hörður Sveinsson (Valur) á skot í þverslá
Arnar Geirsson komst upp hægri kantinn og gaf fasta sendingu fyrir markið á Hörð sem setti hnéð í boltann á markteig og þaðan fór hann í slána á marki ÍBV. Þarna sluppu Eyjamenn vel.
1Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og Valsmenn byrja með boltann.
0
Valsmenn eru í hátíðarskapi og hafa fjölmennt á völlinn enda hefur verið afmælisdagskrá á Hlíðarenda í allan dag.
0
Valsmenn halda uppá 100 ára afmæli sitt í dag og leikurinn er lokapunkturinn í hátíðahöldum sem staðið hafa yfir á Hlíðarenda síðan klukkan 8.30 í morgun.
0
ÍBV hefur ekki unnið á Hlíðarenda frá 2001. Þá skoraði Bjarnólfur Lárusson tvívegis í 2:1 sigri Eyjamanna en Sigurbjörn Hreiðarsson, sem enn er í liði Vals, svaraði fyrir heimamenn. Í fyrra gerðu liðin jafntefli þar, 1:1. Atli Sveinn Þórarinsson kom Val yfir en Denis Sytnik jafnaði fyrir tíu Eyjamenn. ÍBV vann síðan 3:1 í Eyjum þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði 2 mörk og Danien J. Warlem eitt en Baldur I. Aðalsteinsson hafði áður komið Val yfir.
0
ÍBV og Valur eiga langa sögu að baki í efstu deild en félögin mættust þar fyrst árið 1926. Þau hafa alls mæst 70 sinnum og hafa Valsmenn unnið 30 leiki en Eyjamenn 24. Þar af hafa Valsmenn unnið 20 af þeim 38 leikjum liðanna sem fram hafa farið í höfuðborginni en ÍBV aðeins 9.
0
Valur er með 6 stig á toppi deildarinnar eftir 2 umferðir en ÍBV er með 3 stig. Valsmenn lögðu FH 1:0 á Hlíðarenda og Grindavík 2:0 suður með sjó, og Haraldur Björnsson hefur því ekki fengið á sig mark. ÍBV vann Fram 1:0 en tapaði 1:2 fyrir Fylki. Báðir leikirnir fóru fram í Eyjum.

Mörk

ÍBV - Þórarinn Ingi Valdimarsson (90 mín.)

Áminningar

Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) (45 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (38 mín.)
Arnar Sveinn Geirsson (Valur) (33 mín.)
Kelvin Mellor (ÍBV) (25 mín.)
Halldór Kristinn Halldórsson (Valur) (15 mín.)

Skot á mark

ÍBV 1
Valur 5

Skot framhjá

ÍBV 4
Valur 5

Hornspyrnur

ÍBV 4
Valur 12

xxx

Vísir 11. maí. 2011 23:12

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna Mynd/Anton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar:

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.

Valsmenn voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald í lokin á fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Rauða spjaldið var umdeilt og ekki síst þar sem að Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson slapp alveg hjá Kristni Jakobssyni dómara en þeim tveimur hafði lent saman.

Eyjamenn börðust vel og gáfu fá færi á sér í seinni hálfleiknum á sama tíma og Valsmenn voru afar klaufskir á síðasta þriðjunginum. Þegar allt virtist stefna í markalaust jafntefli þá gleymdu Valsmenn Þórarni fyrir utan teiginn og tryggði sigurinn með algjöru draumamarki.

Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og fengu tvö ágæt færi á fyrstu fimm mínútunum, fyrst skaut Hörður Sveinsson í slá og svo varði Abel Dhaira vel frá Matthíasi Guðmundssyni. Valsmenn spiluðu oft laglega á milli sín á upphafskaflanum og Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen og Guðjón Pétur Lýðsson voru allt í öllu í leik liðsins.

Þegar leið á hálfleikinn komust þó Eyjamenn meira inn í leikinn þótt að þeim tækist ekki að koma sér í opin marktækifæri gegn traustri vörn Valsmanna.

Á 33. mínútu sparkar Arnar Sveinn Geirsson að því virðist óviljandi í höfuð Rasmus Christiansen þegar Rasmus er að fara skalla boltann. Rasmus lá lengi í jörðinni og bjuggust flestir við skiptinu. Það var hinsvegar Arnar sem fór útaf meiddur og Rasmus hélt áfram vafinn í andlitinu eins og hálfgerð múmía.

Það hitnaði vel í mönnum eftir samtuðið hjá Arnari og Rasmus og Kristinn hafði í mörgu að snúast það sem eftir lifði af hálfleiknum.

Á 45. mínútu lenti þeim Hauki Pál Sigurðssyni og Tryggva Guðmundssyni saman og það endaði með að Kristinn dómari gaf Tryggva rautt spjald en Haukur Páll slapp hinsvegar við spjaldið. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta en það var mjög skrýtið að aðeins öðrum þeirra skyldi vera refsað og það með hámarksrefsingu.

Eyjamenn duttu aftur á völlinn í seinni hálfleik og vörðust vel en það hjálpaði þeim líka að Valsmenn voru hægir og kraftlausir og tókst engan veginn að nýta sér liðsmuninn.

Flestar sóknir Valsmanna í seinni hálfleiknum voru hættulitlar og skotin ógnuðu ekki mikið Eyjamarkinu enda fóru þau flest langt yfir.

Það virtist vera að stefna í markalaust jafntefli þegar Eyjamenn náðu einni af fáum sóknum sínum í seinni hálfleiknum. Valsmenn sofnuðu á verðunum, leyfðu Þórarni að fá tíma fyrir utan teig og hann þakkaði fyrir það með því að smella boltanum upp í vinkilinn með stórglæsilegu skoti.

Eyjamenn héldu síðan út og fögnuðu gríðarlega í leikslok enda höfðu fáir búist við því að þeir tækju öll stigin með sér heim þegar Tryggvi var rekinn útaf í lok fyrri hálfleiksins.



Tölfræðin: Valur - ÍBV 0-1

Mörkin:
0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (90.+1)

Rautt spjald:
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV (45.)

Vodafone-völlur
Áhorfendur: 2348
Dómari: Kristinn Jakobsson (6)

Skot (á mark): 12-6 (4-1)
Varin skot: Haraldur 0, Dhaira 3
Horn: 13-5
Aukaspyrnur fengnar: 15-7
Rangstöður: 3-0


Valur (4-5-1)
Haraldur Björnsson 5
Jónas Tór Næs 5
Halldór Kristinn Halldórsson 6
Atli Sveinn Þórarinsson 5
Pól Jóhannus Justinussen 6
Haukur Páll Sigurðsson 6
(70., Andri Fannar Stefánsson -)
Guðjón Pétur Lýðsson 5
Arnar Sveinn Geirsson 5
(37., Jón Vilhelm Ákason 6)
Matthías Guðmundsson 6
Christian R. Mouritsen 6
(54., Rúnar Már Sigurjónsson 5)
Hörður Sveinsson 4

ÍBV (4-5-1)
Abel Dhaira 6
Kelvin Mellor 5
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 7
Matt Garner 5
Andri Ólafsson 6
Bryan Hughes 5
(81., Anton Bjarnason -)
Tony Mawejje 5
(50., Guðmundur Þórarinsson 6)
Tryggvi Guðmundsson 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 - Maður leiksins -
Jordan Connerton 5
(61., Denis Sytnik 5)



Fyrst birt: 11. maí. 2011 14:44

Boltavaktin:

Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti Valur 0 - 1 ÍBV
Mörk
'90Þórarinn Ingi Valdimarsson 
11. Maí. 2011 kl.20.00 - Vodafonevöllurinn
Opna i sér glugga » 12. Maí 07:31
'90  Leik Lokið 
'90 Matt Garner gaf stoðsendingu 
'90 Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði mark  - Þórarinn Ingi skoraði með glæsilegu skoti af löngu færi upp í bláhornið.0-1
'90    Þremur mínútum bætt við. 
'90    Öll skot Valsmanna á lokakaflanum eru hættulaus, af löngu færi og fara langt yfir markið. 
'81 Bryan Hughes út / Anton Bjarnason inn  - Hughes var orðinn þreyttur og það fyrir löngu. 
'80    Abel Dhaira, markvörður ÍBV, hefur gripið nokkrum sinnum vel inni. Hann er stundum svolítið tæpur en þetta hefur bjargast hingað til. 
'70 Haukur Páll Sigurðsson út / Andri Fannar Stefánsson inn  - Haukur Páll var farinn að haltra og náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik. 
'70    Eyjamenn halda út ennþá en pressa Valsmanna er að aukast. 
'63    Rúnar Már Sigurjónsson var nálægt því að skora beint úr horni en Abel slær boltann yfir. 
'61 Jordan Connerton út / Denis Sytnik inn  - Heimir setur fríska fætur í framlínuna. 
'58    Valsmönnum gengur ekkert alltof vel að stjórna leiknum gegn tíu Eyjamönnum og það er ekki mikil pressa á Eyjavörninni eins og er. 
'58    Matthías Guðmundsson skallaði yfir eftir fyrirgjöf frá Jónas Tór Næs.  
'55    Matthías Guðmundsson slapp í gegn en slakt skot hans fór framhjá Abel sem kom út á móti og einnig framhjá markinu. 
'54 Christian R. Mouritsen út / Rúnar Már Sigurjónsson inn 
'52    Það er kraftur í Eyjamönnum í upphafi seinni hálfleiks og þeir ætla ekki að gefast upp. 
'50 Tony Mawejje út / Guðmundur Þórarinsson inn 
'46  Seinni hálfleikur hefst 
'45  Fyrri hálfleik lokið  - Það var fjórum mínútum bætt við. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ræðir málin við Kristinn dómara. 
'45 Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald  - Fyrir að slá Hauk Pál eftir að þeim lenti saman. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta. 
'38 Andri Ólafsson fékk gult spjald  - fyrir brot á Hauki Pál Sigurðssyni. 
'37 Arnar Sveinn Geirsson út / Jón Vilhelm Ákason inn  - Rasmus heldur áfram en Arnar þarf að fara útaf vegna meiðsla. 
'36    Það er búið að vefja allan hausinn á Rasmus og hann ætlar aftur inn á völlinn en hann er líkari múmíu en fótboltamanni. 
'33 Arnar Sveinn Geirsson fékk gult spjald  - Arnar Sveinn fær gult fyrir brotið en menn eru enn að huga að Rasmus. 
'32    Arnar Sveinn Geirsson sparkar í höfuð Rasmus Christiansen þegar hann er að fara skalla boltann og þetta lítur ekki vel út. 
'27    Hörður Sveinsson snýr af sér varnarmann og skot hans er að stefna í bláhornið þegar Kevin Mellor nær að skalla hann yfir. 
'25 Kelvin Mellor fékk gult spjald  - Fyrir að brjóta á Matthíasi Guðmundssyni sem var kominn framhjá honum. 
'21    Valsmenn heimta víti fyrir hendi en Kristinn dæmir ekkert. 
'17    Bryan Hughes er farinn að láta til sín taka á miðjunni og Eyjamenn eru að koma inn í leikinn. 
'15 Halldór Kristinn Halldórsson fékk gult spjald  - Halldór fær gult fyrir brot fyrir að brjóta á Bryan Hughes. 
'14    Haukur Páll Sigurðsson á skalla eftir aukaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar en Abel ver auðveldlega. 
'10    Valsmenn hafa tekið völdin í leiknum og er oft að spila boltanum skemmtilega á milli sín. 
'5    Guðjón Pétur Lýsson sýnir snilldartakta þegar hann leggur upp færi fyrir Matthías Guðmundsson eftir stutta hornspyrnu en Abel Dhaira ver vel í horn. 
'3    Hörður Sveinsson á skot í slánna eftir fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar. 
'2    Eyjamenn setja smá pressu á Valsmenn strax í upphafi leiks en ná ekki að skapa sér færi. 
'1  Leikurinn hafinn  - Valsmenn byrja með boltann. 
'0    Valsmenn spila þó ekki í þessum fyrrnefndu búningum því öllum að óvörum þá klæða sig þeir úr þeim. 
'0    100 Valskrakkar hlaupa inn á völlinn og sleppa 100 blöðrum í tilefni af afmælinu. Skemmtilegt. 
'0    Valsmenn spila í nýjum búningum með gömlum stíl. Peysurnar eru meira að segja reimaðar að framan. 
'0    "Valsmenn léttir í lundu" hljómar á Hlíðarenda og Valsmenn taka vel undir. Það er sannkölluð afmælisstemmning og nú styttist óðum í leikinn. Það er líka vel mætt á leikinn og stúkan er að fyllast. 
'0    Valsmenn halda upp á 100 ára afmæli sitt í dag og því er mikið um dýrðir á Hlíðarenda. Nú er að sjá hvort Valsmenn fái þrjú stig í afmælisgjöf frá leikmönnum sínum. 
'0    Eyjamenn hafa ekki unnið fyrsta útileik sinn á tímabili í efstu deild síðan að þeir unnu Blika árið 1996.  
'0    Valsmenn eiga í kvöld möguleika á að vinna fyrstu þrjá leiki sína í fyrsta sinn frá árinu 2005. 
'0    Eyjamenn voru taplausir á Vodafone-vellinum í fyrra; unnu Hauka 3-0 og gerðu 1-1 jafntefli við Val. 
'0    Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hefur gert nokkrar breytingar á sínu liði og mesta athygli vekur að Abel Dhaira byrjar í markinu í stað Albert Sævarssonar og að Bryan Hughes er í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik. Auk þeirra kemur Kevin Mellor inn í byrjunarliðið.  
'0    Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerir engar breytingar á byrjunarliði sínu enda hefur Valsliðið unnið tvo fyrstu leiki sína á þessu liði. 
'0    Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik Vals og ÍBV lýst. 

Liðin:

  • Valur
  • 1 - Haraldur Björnsson
  • 3 - Jónas Tór Næs
  • 4 - Halldór Kristinn Halldórsson
  • 5 - Atli Sveinn Þórarinsson
  • 6 - Pól Jóhannus Justinussen
  • 9 - Hörður Sveinsson
  • 10 - Guðjón Pétur Lýðsson
  • 11 - Matthías Guðmundsson
  • 18 - Arnar Sveinn Geirsson
  • 19 - Christian R. Mouritsen
  • 21 - Haukur Páll Sigurðsson
  • Varamenn
  • 2 - Stefán Jóhann Eggertsson
  • 7 - Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
  • 8 - Rúnar Már Sigurjónsson
  • 12 - Sindri Snær Jensson
  • 14 - Jón Vilhelm Ákason
  • 17 - Guðmundur Steinn Hafsteinsson
  • 23 - Andri Fannar Stefánsson
  • ÍBV
  • 1 - Abel Dhaira
  • 3 - Matt Garner
  • 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
  • 6 - Andri Ólafsson
  • 9 - Tryggvi Guðmundsson
  • 15 - Tony Mawejje
  • 16 - Jordan Connerton
  • 18 - Kelvin Mellor
  • 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
  • 27 - Bryan Hughes
  • 28 - Rasmus Christiansen
  • Varamenn
  • 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
  • 7 - Albert Sævarsson
  • 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
  • 11 - Anton Bjarnason
  • 14 - Guðmundur Þórarinsson
  • 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
  • 21 - Denis Sytnik
  • Dómarar
  • Kristinn Jakobsson
  • Sigurður Óli Þórleifsson
  • Gylfi Már Sigurðsson


Tengdar greinar:

Aðgerðir

Fleiri fréttir


xxx

þróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.5.2011 | 18:00 | Uppfært 18:36 Upplestur á frétt

Fylkissigur í Vestmannaeyjum

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og ... stækka

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

mbl.is Júlíus G. Ingason, sport@mbl.is

Fylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.

Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
þróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.5.2011 | 18:00 | Uppfært 18:36 Upplestur á frétt

Fylkissigur í Vestmannaeyjum

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og ... stækka

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

mbl.is Júlíus G. Ingason, sport@mbl.is

Fylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.

Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

Völlur: Hásteinsvöllur
Áhorfendafjöldi: 747

Leikur hefst
7. maí 2011 16:00

Aðstæður
Austan vindur, hiti um 9 gráður og gengur á með skúrum.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Halldór Breiðfjörð

mín.
90
Eins og áður sagði var sigur Fylkismanna sanngjarn á Hásteinsvellinum í dag. Eftir ágætan fyrri hálfleik hjá báðum liðum, reyndust Fylkismenn sterkari í þeim síðari í annars afar bragðdaufum síðari hálfleik. Eyjamenn geta verið ósáttir enda léku þeir illa í síðari hálfleik gegn vindinum, sem hafði þó ekki það mikil áhrif á leikinn. En fyrsti sigur Árbæinga kominn í hús og liðin tvö því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
90Leik lokið
+4 1-2 Góður og í raun sanngjarn Fylkissigur.
90Fylkir fær hornspyrnu
+3
90
+3 Venjulegum leiktíma er lokið í Eyjum en þremur mínútum verður bætt við. Það þýðir að nú er tæp mínúta eftir.
90Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) á skot framhjá
+3 Ágæt sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með því að Guðmundur reyndi skot úr vítateig en skotið fór talsvert yfir.
90
Nú liggja tveir eftir, Yngvi Magnús Borgþórsson og Fjalar Þorgeirsson. Yngvi hugðist skalla boltann en Fjalar var á undan og sló hann frá. Ekki gott fyrir Fylkismenn ef Fjalar meiðist líka.
87Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) kemur inn á
87Baldur Bett (Fylkir) fer af velli
85Tonny Mawejje (ÍBV) á skalla sem er varinn
Aftur vildu Eyjamenn fá víti. Nú skallaði Tonny Mawejje að marki frá fjærstöng en Kjartan Ágúst Breiðdal varð fyrir. Mawejje, eins og fleiri Eyjamenn vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á Ágústi en Erlendur dómari var ekki sammála.
84Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á
Sóknarskipting, varnarmaður út fyrir miðjumann.
84Matt Garner (ÍBV) fer af velli
84Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær gult spjald
Fyrir brot.
83Denis Sytnik (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot.
82Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) kemur inn á
82Jóhann Þórhallsson (Fylkir) fer af velli
80
Þórarinn Ingi Valdimarsson liggur nú utan vallar. Hann virðist hafa meitt sig í nára.
77Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skalla sem er varinn
Valur Fannar átti langa sendingu úr aukaspyrnu inn í vítateig ÍBV þar sem Andrés Már reyndi að "flikka" boltanum framhjá Alberti, sem var vel staðsettur og greip boltann.
74MARK! Fylkir (Fylkir) skorar
1-2 Albert Brynjar skorar öðru sinni í leiknum. Arnór Eyvar átti misheppnaða sendingu fram völlinn. Kjartan Ágúst Breiðdal las sendinguna og geystist fram völlinn. Hann sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar fékk skotfæri eftir klafs við varnamenn ÍBV og nýtti það. Vel gert hjá Alberti.
72
Eyjamenn voru í álitlegri sókn, Denis Sytnik sendi á Tryggva sem reyndi stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna. En Sytnik féll eftir viðskipti sín við Kristján Valdimarsson. Aukaspyrna dæmd en ekkert spjald.
69
Lítið að gerast á Hásteinsvellinum þessa stundina, nema hvað að nú rignir linnulaust. Spilið, sem var ágætt í fyrri hálfleik er ekki lengur til staðar og gangur leiksins hefur verið þannig að Fylkismenn reyna að finna leið í gegnum þéttan varnarmúr ÍBV. Eyjamenn beita hins vegar skyndisóknum en lítið er um færi þessa stundina.
69Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á
69Jordan Connerton (ÍBV) fer af velli
68Fylkir fær hornspyrnu
66
Jóhann Þórhallsson liggur í vellinum eftir að hafa rekist í Albert Sævarsson markvörð ÍBV. Jóhann harkar hins vegar af sér og meiðslin ekki alvarleg.
64
Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Matt Garner sendi fyrir markið úr aukaspyrnunni og Tryggvi Guðmundsson féll við eftir skallaeinvígi gegn Kristjáni Valdimarssyni. Eyjamenn heimtuðu vítaspyrnu en Erlendur dómari var ekki á sama máli.
59Fylkir fær hornspyrnu
59Albert Brynjar Ingason (Fylkir) á skot sem er varið
Albert Brynjar fékk snilldarsendingu frá Gylfa Einarssyni og var sloppinn í gegn. En Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV gerði vel í að trufla hann þannig að hann náði ekki að stýra boltanum í netið. Albert varði í horn.
57Þórir Hannesson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Fylkismenn fengu aukaspyrnu við hliðarlínuna á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið og þar stökk Þórir Hannesson manna hæst en skallinn var laus og fór framhjá.
56Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Arnór Eyvar Ólafsson, bakvörður átti fína fyrirgjöf og Jordan Connerton stökk manna hæst en skallinn var laust og fór framhjá.
50Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot framhjá
Andrés lék laglega á Eið Aron og reyndi skot utan vítateigs. Skotið var algjörlega misheppnað og fór hátt yfir.
47
Tryggvi Guðmundsson var ekki sáttur við Erlend Eiríksson dómara. Tryggvi lék á Val Fannar Gíslason og ætlaði að hlaupa framhjá honum. Það gerði hann en var dæmdur brotlegur, líklega réttur dómur.
46Leikur hafinn
Nú byrja Eyjamenn með boltann og leika gegn vindinum í síðari hálfleik. Engar breytingar gerðar á liðunum í hálfleik.
45
Ágætis fyrri hálfleikur í Eyjum í dag. Bæði lið eru að spila ágætis fótbolta og má segja að fyrri hálfleikur hafi verið nokkuð kaflaskiptur, þar sem liðin skiptust á að sækja. Jafntefli í hálfleik er því nokkuð sanngjörn staða. Í síðari hálfleik munu Eyjamenn leika gegn vindinum, sem virðist vera aukast lítillega auk þess sem byrjað er að rigna í Eyjum.
45Hálfleikur
Uppbótartíminn var ein mínúta. Staðan í hálfleik er 1-1.
43Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Eyjamenn fengu aukaspyrnu fyrir innan miðjulínuna. Arnór Eyvar sendi inn í eigin þar sem Eiður reyndi að skalla boltann aftur fyrir sig. Tilraunin var reyndar ágæt en Fjalar varði vel.
41Fylkir fær hornspyrnu
41Jóhann Þórhallsson (Fylkir) á skot sem er varið
Glæsileg syrpa hjá Jóhanni, lék í gegnum vörn ÍBV og lét vaða en Albert varði vel í horn.
41Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) fær gult spjald
38Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) kemur inn á
38Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli
Ian Jeffs haltrar af velli, líklega tognaður aftan í vinstra læri.
36Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Mawejje reyndi skot af löngu færi, bylmingsskot sem Fjalar var líklega feginn að sjá fara framhjá. En naumt var það.
35
Ingimundur Níels lék laglega á tvo varnarmenn ÍBV við endalínuna hægra megin. Hann reyndi fasta sendingu fyrir markið sem varnarmenn ÍBV náðu að lokum að koma frá. Þarna hefðu sóknarmenn Fylkis mátt vera grimmari.
33ÍBV fær hornspyrnu
Fjalar varði meistaralega eftir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafði sent langa sendingu inn í teiginn, Valur Fannar ætlaði að skalla frá en hitti ekki boltann sem stefndi inn. En Fjalar varði meistaralega í horn.
33Kristján Valdimarsson (Fylkir) fær gult spjald
Kristján braut á Tryggva Guðmundssyni sem var að prjóna sig í gegnum vörnina.
31Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Skyndiupphlaup hjá ÍBV, eða öllu heldur þeim Jordan Connerton og Tryggva Guðmundssyni sem endaði með því að Tryggvi reyndi að teygja sig í boltann með varnarmann fyrir framan sig en skotið fór hátt yfir.
29MARK! Rasmus Christiansen (ÍBV) skorar
1-1 Ian Jeffs tók hornspyrnu, Andri Ólafsson skallaði að marki, Þórarinn Ingi fylgdi á eftir en Fylkismenn vörðu. Á endanum var það varnarmaðurinn danski Rasmus Steenberg Christiansen sem skoraði með skoti úr markteig.
28ÍBV fær hornspyrnu
25Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Þórarinn Ingi lék upp vinstri kantinn og inn í teig þar sem hann reyndi skot, eða fyrirgjöf. Það varð allavega til þess að Fjalar markvörður þurfti að kasta sér á boltann, sem annars hefði farið inn.
23Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Tonny Mawejje reyndi skot utan teigs en hitti boltann illa og skotið fór yfir.
21
Rétt áður en Þórarinn fékk gula spjaldið áttu Fylkismenn ágæta sókn þar sem Albert Brynjar Ingason fékk boltann á fjærstönginni og reyndi að leggja boltann fyrir en Albert náði að kasta sér á boltann.
21Þórir Hannesson (Fylkir) fær gult spjald
Fyrir brot á Þórarni Inga Valdimarssyni.
20
Það er ekki mikill munur á liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar en munurinn liggur auðvitað í marki Fylkismanna. Annars eru bæði spila ágætan fótbolta.
17Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá
Connerton lék laglega í gegnum vörn Fylkismanna og ákvað að skjóta frá vítateigslínunni. Skotið fór yfir og enski framherjinn hefði átt að gera betur enda úrvalsfæri.
13MARK! Albert Brynjar Ingason (Fylkir) skorar
0-1 Fylkismenn fengu aukaspyrnu hægra megin út við hliðarlínunni. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið, Valur Fannar skallaði að marki en boltinn stefndi framhjá. En þá kom Gylfi Einarsson, sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði úr markteig. Vel gert hjá Fylkismönnum.
12
Eyjamenn virðast vera eitthvað óöruggir í öftustu varnarlínu í upphafi leiks. Ingimundur Níels Óskarsson sendi flotta sendingu fyrir markið og þar áttust þeir við Arnór Eyvar Ólafsson og Albert Sævarsson, sem báðir leika með ÍBV. Þeir keyrðu einfaldlega saman en Albert kastaði sér á boltann áður en sóknarmenn Fylkis áttuðu sig.
11Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá
Eyjamenn fengu innkast og eftir smá klafs í teignum barst boltinn til Ian Jeffs sem tók boltann á lofti og átti ágætis skot sem fór rétt yfir.
8Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið
Hann skaut á markið, hvað annað? En Fjalar var aldrei í vandræðum með að grípa boltann.
8
Aftur fá Eyjamenn aukaspyrnu, nú 20 metrum frá vítateig. Hvað gerir Tryggvi nú?
5
Ágætis upphlaup hjá Fylkismönnum. Jóhann Þórhallsson sendi góða sendingu inn fyrir vörn ÍBV og Albert Brynjar Ingason var við það að sleppa í gegn. Rasmus Christiansen, varnarmaður ÍBV náði þó að hlaupa hann uppi og sóknin rann út í sandinn.
2Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið
Tryggvi lét vaða á markið en skotið var ekki gott. Engu að síður missti Fjalar Þorgeirsson boltann frá sér en náði að koma höndum á hann áður en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV gerið það.
2
Eyjamenn fá aukaspyrnu, um 10 metrum frá vítateigslínunni.
1Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann og leika í átt til austurs, gegn vindinum.
0
Nú styttist í að leikurinn hefjist, leikmenn og dómarar eru að hlaupa inn á völlinn undir hinu þekkta Star Wars lagi sem Eyjamenn spila fyrir leik.
0
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV gerir einnig breytingu á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Fram hér í Eyjum á mánudaginn. Úkraínski framherjinn Denis Sytnik sest á tréverkið en enski táningurinn Jordan Connerton kemur í hans stað. Að öðru leyti er byrjunarliðið það sama. Reyndar vantar Finn Ólafsson og Kelvin Mellor í leikmannahóp ÍBV í dag en báðir eru þeir meiddir.
0
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis gerir þrjár breytingar á liði sínu frá því í tapinu gegn Grindavík í 1. umferðinni. Eins og áður hefur komið fram stendur Fjalar Þorgeirsson í markinu eftir að Bjarni Þórður Halldórsson fingurbrotnaði. Þá koma þeir Valur Fannar Gíslason og Jóhann Þórhallsson einnig inn í byrjunarliðið.
0
Leikmenn beggja liða eru á vellinum að hita upp. Aðstæður eru hinar ágætustu til knattspyrnuiðkunnar í Eyjum í dag. Hásteinsvöllur lítur vel út en er blautur. Í Eyjum er hægt austan gola, skýjað og hiti um 9 gráður.
0
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, EIður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik. Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett. Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson.
0
Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis er fingurbrotinn og spilar ekki í dag eða í næstu leikjum liðsins. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis undanfarin ár, verður því á milli stanganna hjá liðinu á nýjan leik í dag.
0
ÍBV vann Fram, 1:0, í 1. umferðinni þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmarkið í blálokin. Fylkir tapaði 2:3 fyrir Grindavík eftir að hafa komist í 2:0 með mörkum Gylfa Einarssonar og Ingimundar Óskarssonar.
0
ÍBV hefur unnið 12 af 22 viðureignum liðanna í efstu deild frá 1993. Fylkir hefur unnið 8 leiki og aðeins 2 endað með jafntefli. Markatalan er samt Fylki í hag, 33:31, en Árbæjarliðið hefur unnið ÍBV fjórum sinnum með markatölunni 3:0 eða 4:0.
0
ÍBV vann báða leikina gegn Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra. Fyrst 1:0 í Eyjum þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmarkið, og síðan 2:1 í Árbænum. Þá skoraði Jóhann Þórhallsson fyrir Fylki úr vítaspyrnu og ÍBV missti Albert Sævarsson markvörð af velli með rautt spjald. Samt jafnaði Þórarinn Ingi fyrir Eyjamenn og James Hurst skoraði sigurmark þeirra, í kveðjuleik sínum með liðinu.

Mörk

Fylkir - Fylkir (74 mín.)
ÍBV - Rasmus Christiansen (29 mín.)
Fylkir - Albert Brynjar Ingason (13 mín.)

Áminningar

Valur Fannar Gíslason (Fylkir) (84 mín.)
Denis Sytnik (ÍBV) (83 mín.)
Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) (41 mín.)
Kristján Valdimarsson (Fylkir) (33 mín.)
Þórir Hannesson (Fylkir) (21 mín.)

Skot á mark

ÍBV 6
Fylkir 5

Skot framhjá

ÍBV 7
Fylkir 2

Hornspyrnur

ÍBV 2
Fylkir 4


xcxxx

Vísir 07. maí. 2011 19:28

Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum

Albert Brynjar Ingason. Albert Brynjar Ingason. Mynd/Stefán

Valur Smári Heimisson skrifar:

Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.

Eyjamenn byrjuðu leikinn þó betur, voru með vindinn í bakið og héldu boltanum nokkuð vel. Fylkismenn skoruðu þó úr fyrsta almennilega færinu sínu eða á 14 mínútu. Það var þá aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potaði boltanum á Albert Brynjar sem lagði boltan í netið.

Aðeins korteri síðar eða á 29 mínútu náðu Eyjamenn þó að jafna, hornspyrna tekin af Ian Jeffs, Andri Ólafsson skallaði boltan frá fjærstön og aftur fyrir markið en þar potaði Jordan Connerton boltanum fyrir miðvörðinn Rasmus Christiansen sem hamraði boltanum upp í þaknetið.

Ian Jeffs fór svo meiddur af velli stuttu seinna og Yngvi Borgþórsson kom inná í hans stað. „Það er alltaf slæmt að missa menn útaf sem eru að byrja inná, það getur ruglað því sem sett var upp." Sagði Heimir Hallgrímsson eftir leik.

Síðari hálfleikur var svo alls ekki mikil skemmtun fótboltalega séð, liðunum gekk frekar illa að halda boltanum innan liðsins.

Það voru svo Fylkismenn sem náðu að nýta sér vindinn sem þeir höfðu í bakið í síðari hálfleik. Þar var aftur að verki Albert Brynjar sem skoraði eftir að Kjartan Ágúst slapp einn upp vinstri kanntinn og lagði boltan fyrir Albert.

Leikurinn var lítið spennandi eftir markið, hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Það voru því Fylkismenn sem fóru með sigur af hólmi á Hásteinsvellinum.



ÍBV-Fylkir 1-2 - tölfræðin í leiknum

0-1 Albert Brynjar Ingason (14.)
1-1 Rasmus Christiansen (29.)
1-2 Albert Brynjar Ingason (74.)

Hásteinsvöllur
Áhorfendur: 745
Dómari: Erlendur Eiríksson 7

Skot (á mark): 13-7 (6-5)
Varin skot: Albert 4 - Fjalar 5
Horn: 3-3
Aukaspyrnur fengnar: 14-12
Rangstöður: 3-0

ÍBV (4-5-1)
Albert Sævarsson 4
Arnór Eyvar Ólafsson 4
Rasmus Christiansen 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 5
Matt Garner 5
(84., Guðmundur Þórarinsson -)
Jordan Connerton 4
(69., Denis Sytnik -)
Andri Ólafsson 5
Ian David Jeffs 5
(38., Yngvi Magnús Borgþórsson 3)
Tony Mawejje 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 5
Tryggvi Guðmundsson 6

Fylkir (4-3-3)
Fjalar Þorgeirsson 5
Þórir Hannesson 5
Kristján Valdimarsson 5
Valur Fannar Gíslason 5
Kjartan Ágúst Breiðdal 6
Baldur Bett 5
(87., Oddur Ingi Guðmundsson -)
Gylfi Einarsson 7
Andrés Már Jóhannesson 6
Ingimundur Níels Óskarsson 5
Albert Brynjar Ingason 8 - maður leiksins -
Jóhann Þórhallsson 6
(82., Rúrik Andri Þorfinnsson -)



Fyrst birt: 07. maí. 2011 15:00


Boltavaktin:

Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 2 Fylkir
Mörk
'29Rasmus Christiansen 
Mörk
'14Albert Brynjar Ingason 
'74Albert Brynjar Ingason 
07. Maí. 2011 kl.16.00 - Hásteinsvöllur
Opna i sér glugga » 08. Maí 04:01
'94  Leik Lokið 
'92    Eyjamenn sækja stíft, Tony Mawejje með sendingu fyrir á Guðmund Þórarinsson sem skýtur yfir markið. 
'89    Eyjamenn fá aukaspurnu út við hliðarlínu, Þórarinn Ingi tekur spyrnuna, en þegar Fjalar virðist vera að hafa boltan keyrir Yngvi Borgþórsson inn í hliðiná honum og liggja þeir báðir eftir. 
'87 Baldur Bett út / Oddur Ingi Guðmundsson inn 
'84 Matt Garner út / Guðmundur Þórarinsson inn 
'84 Valur Fannar Gíslason fékk gult spjald  - Valur Fannar brýtur á Tony Mawejje 
'82 Jóhann Þórhallsson út / Rúrik Andri Þorfinnsson inn  - Jóhann Þórhalls útaf eftir fínan leik. 
'74 Kjartan Ágúst Breiðdal gaf stoðsendingu 
'74 Albert Brynjar Ingason skoraði mark  - Arnór Eyvar með misheppnaða sendingu sem ratar beint á Kjartan Ágúst sem sleppur einn upp vinstri kanntinn, sendir fyrir á Albert Brynjar sem kemur boltanum framhjá Alberti Sævarssyni í markinu.1-2
'69 Jordan Connerton út / Denis Sytnik inn  - Eyjamenn að fá ferska fætur inná. 
'65    Þórir Hannesson brýtur á Tryggva Guðmundssyni, annað brot Þóris eftir að hafa fengið gula spjaldið og Óli Þórðar kallar yfir að hann eigi að róa sig. 
'59    Albert Brynjar slapp einn í gegnum vörn Eyjamanna en nafni hans Sævarsson varði boltan í horn, algjört dauðafæri! 
'57    Áhorfendur á Hásteinsvellinum í dag eru 747. 
'55    Seinni hálfleikur hefur farið rólega af stað, ekkert hættulegt færi eða neitt. Spurning hvoru liðinu tekst fyrr að ráða við vindinn sem er kominn. 
'46  Seinni hálfleikur hefst 
'45    Ágætur fyrri hálfleikur. En núna hefur heldur bætt í vindinn og aðeins farið að rigna. Fylkismenn eru nú með vindinn í bakið og spurning hvort það hjálpi þeim eitthvað í síðari hálfleik þar sem sá leikhluti hefur ekki verið þeirra sérgrein. 
'45  Fyrri hálfleik lokið 
'42    Jóhann Þórhallson með gott skot á markið eftir eftir að hafa farið framhjá Eið Aron í vörn ÍBV. Albert ver boltan hinsvegar vel í horn. Ekkert varð svo úr hornspyrnunni 
'41 Yngvi Magnús Borgþórsson fékk gult spjald  - Yngvi að fá gult spjald aðeins 2 mínútum eftir að koma inná.  
'38 Ian David Jeffs út / Yngvi Magnús Borgþórsson inn  - Yngvi að koma inná fyrir Ian Jeffs sem fer haltrandi útaf. 
'32 Kristján Valdimarsson fékk gult spjald  - Kristján Valdimarsson tæklar Tryggva Guðmundsson sem fer heldur auðveldlega niður en fiskar gult á Kristján. 
'29 Jordan Connerton gaf stoðsendingu 
'29 Rasmus Christiansen skoraði mark  - Eyjamenn vinna hornspyrnbu sem Ian Jeffs tekur, sendir á fjær stöngina þar sem Andri Ólafsson skallar aftur fyrir markið, Jordan Connerton potar boltanum út á Rasmus Christiansen sem hamrar boltanum upp í þaknetið.1-1
'21 Þórir Hannesson fékk gult spjald  - Þórir tæklar Þórarinn Inga niður sem gerir full komið úr tæklingunnien fær spjald á Þóri 
'14 Gylfi Einarsson gaf stoðsendingu 
'14 Albert Brynjar Ingason skoraði mark  - Aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potar boltanum á Albert Brynjar sem setur leggur boltan í netið. Vel gert hjá Fylkismönnum.0-1
'12    Eyjamenn byrja mun betur. Eru meira með boltan og komnir með 2 skot á mark á móti engu hjá Fylki. En þó ekkert hættulegt. 
'4    Fyrsta skot á markið, Tryggvið Guðmundsson með aukaspyrnu langt utan á velli, Fjalar hélt ekki boltanum en Andri Ólafsson kom í frákastið en var rangstæður. 
'1  Leikurinn hafinn  - Leikurinn er hafinn og Eyjamenn byrja með vindinn í bakið. 
'0    Annar heimaleikur ÍBV á þessu tímabili en ÍBV vann Fram í síðustu umferð á meðan Fylkir tapaði í dramatískum leik á móti Grindavík. Töluvert minni vindur núna á Hásteinsvelli miðað við síðustu umferð en um 10 metrar eru á sekúndu núna og stendur vindurinn á annað markið. 
'0    Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik ÍBV og Fylkis lýst. 

Liðin:

  • ÍBV
  • 3 - Matt Garner
  • 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
  • 6 - Andri Ólafsson
  • 7 - Albert Sævarsson
  • 9 - Tryggvi Guðmundsson
  • 15 - Tony Mawejje
  • 16 - Jordan Connerton
  • 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
  • 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
  • 28 - Rasmus Christiansen
  • 30 - Ian David Jeffs
  • Varamenn
  • 1 - Abel Dhaira
  • 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
  • 11 - Anton Bjarnason
  • 13 - Kjartan Guðjónsson
  • 14 - Guðmundur Þórarinsson
  • 17 - Friðrik Már Sigurðsson
  • 21 - Denis Sytnik
  • Fylkir
  • 2 - Kristján Valdimarsson
  • 4 - Valur Fannar Gíslason
  • 6 - Þórir Hannesson
  • 7 - Ingimundur Níels Óskarsson
  • 8 - Andrés Már Jóhannesson
  • 9 - Jóhann Þórhallsson
  • 10 - Gylfi Einarsson
  • 11 - Kjartan Ágúst Breiðdal
  • 14 - Albert Brynjar Ingason
  • 15 - Baldur Bett
  • 18 - Fjalar Þorgeirsson
  • Varamenn
  • 12 - Ísak Björgvin Gylfason
  • 16 - Tómas Þorsteinsson
  • 19 - Oddur Ingi Guðmundsson
  • 20 - Daníel Freyr Guðmundsson
  • 22 - Andri Már Hermannsson
  • 23 - Rúrik Andri Þorfinnsson
  • 26 - Andri Þór Jónsson
  • Dómarar
  • Erlendur Eiríksson
  • Gunnar Sv. Gunnarsson
  • Halldór B. Jóhannsson


Tengdar greinar:

Aðgerðir


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband