xxx

þróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.5.2011 | 18:00 | Uppfært 18:36 Upplestur á frétt

Fylkissigur í Vestmannaeyjum

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og ... stækka

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

mbl.is Júlíus G. Ingason, sport@mbl.is

Fylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.

Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
þróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.5.2011 | 18:00 | Uppfært 18:36 Upplestur á frétt

Fylkissigur í Vestmannaeyjum

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og ... stækka

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

mbl.is Júlíus G. Ingason, sport@mbl.is

Fylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.

Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

Völlur: Hásteinsvöllur
Áhorfendafjöldi: 747

Leikur hefst
7. maí 2011 16:00

Aðstæður
Austan vindur, hiti um 9 gráður og gengur á með skúrum.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Halldór Breiðfjörð

mín.
90
Eins og áður sagði var sigur Fylkismanna sanngjarn á Hásteinsvellinum í dag. Eftir ágætan fyrri hálfleik hjá báðum liðum, reyndust Fylkismenn sterkari í þeim síðari í annars afar bragðdaufum síðari hálfleik. Eyjamenn geta verið ósáttir enda léku þeir illa í síðari hálfleik gegn vindinum, sem hafði þó ekki það mikil áhrif á leikinn. En fyrsti sigur Árbæinga kominn í hús og liðin tvö því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
90Leik lokið
+4 1-2 Góður og í raun sanngjarn Fylkissigur.
90Fylkir fær hornspyrnu
+3
90
+3 Venjulegum leiktíma er lokið í Eyjum en þremur mínútum verður bætt við. Það þýðir að nú er tæp mínúta eftir.
90Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) á skot framhjá
+3 Ágæt sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með því að Guðmundur reyndi skot úr vítateig en skotið fór talsvert yfir.
90
Nú liggja tveir eftir, Yngvi Magnús Borgþórsson og Fjalar Þorgeirsson. Yngvi hugðist skalla boltann en Fjalar var á undan og sló hann frá. Ekki gott fyrir Fylkismenn ef Fjalar meiðist líka.
87Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) kemur inn á
87Baldur Bett (Fylkir) fer af velli
85Tonny Mawejje (ÍBV) á skalla sem er varinn
Aftur vildu Eyjamenn fá víti. Nú skallaði Tonny Mawejje að marki frá fjærstöng en Kjartan Ágúst Breiðdal varð fyrir. Mawejje, eins og fleiri Eyjamenn vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á Ágústi en Erlendur dómari var ekki sammála.
84Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á
Sóknarskipting, varnarmaður út fyrir miðjumann.
84Matt Garner (ÍBV) fer af velli
84Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær gult spjald
Fyrir brot.
83Denis Sytnik (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir brot.
82Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) kemur inn á
82Jóhann Þórhallsson (Fylkir) fer af velli
80
Þórarinn Ingi Valdimarsson liggur nú utan vallar. Hann virðist hafa meitt sig í nára.
77Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skalla sem er varinn
Valur Fannar átti langa sendingu úr aukaspyrnu inn í vítateig ÍBV þar sem Andrés Már reyndi að "flikka" boltanum framhjá Alberti, sem var vel staðsettur og greip boltann.
74MARK! Fylkir (Fylkir) skorar
1-2 Albert Brynjar skorar öðru sinni í leiknum. Arnór Eyvar átti misheppnaða sendingu fram völlinn. Kjartan Ágúst Breiðdal las sendinguna og geystist fram völlinn. Hann sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar fékk skotfæri eftir klafs við varnamenn ÍBV og nýtti það. Vel gert hjá Alberti.
72
Eyjamenn voru í álitlegri sókn, Denis Sytnik sendi á Tryggva sem reyndi stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna. En Sytnik féll eftir viðskipti sín við Kristján Valdimarsson. Aukaspyrna dæmd en ekkert spjald.
69
Lítið að gerast á Hásteinsvellinum þessa stundina, nema hvað að nú rignir linnulaust. Spilið, sem var ágætt í fyrri hálfleik er ekki lengur til staðar og gangur leiksins hefur verið þannig að Fylkismenn reyna að finna leið í gegnum þéttan varnarmúr ÍBV. Eyjamenn beita hins vegar skyndisóknum en lítið er um færi þessa stundina.
69Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á
69Jordan Connerton (ÍBV) fer af velli
68Fylkir fær hornspyrnu
66
Jóhann Þórhallsson liggur í vellinum eftir að hafa rekist í Albert Sævarsson markvörð ÍBV. Jóhann harkar hins vegar af sér og meiðslin ekki alvarleg.
64
Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Matt Garner sendi fyrir markið úr aukaspyrnunni og Tryggvi Guðmundsson féll við eftir skallaeinvígi gegn Kristjáni Valdimarssyni. Eyjamenn heimtuðu vítaspyrnu en Erlendur dómari var ekki á sama máli.
59Fylkir fær hornspyrnu
59Albert Brynjar Ingason (Fylkir) á skot sem er varið
Albert Brynjar fékk snilldarsendingu frá Gylfa Einarssyni og var sloppinn í gegn. En Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV gerði vel í að trufla hann þannig að hann náði ekki að stýra boltanum í netið. Albert varði í horn.
57Þórir Hannesson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Fylkismenn fengu aukaspyrnu við hliðarlínuna á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið og þar stökk Þórir Hannesson manna hæst en skallinn var laus og fór framhjá.
56Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Arnór Eyvar Ólafsson, bakvörður átti fína fyrirgjöf og Jordan Connerton stökk manna hæst en skallinn var laust og fór framhjá.
50Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot framhjá
Andrés lék laglega á Eið Aron og reyndi skot utan vítateigs. Skotið var algjörlega misheppnað og fór hátt yfir.
47
Tryggvi Guðmundsson var ekki sáttur við Erlend Eiríksson dómara. Tryggvi lék á Val Fannar Gíslason og ætlaði að hlaupa framhjá honum. Það gerði hann en var dæmdur brotlegur, líklega réttur dómur.
46Leikur hafinn
Nú byrja Eyjamenn með boltann og leika gegn vindinum í síðari hálfleik. Engar breytingar gerðar á liðunum í hálfleik.
45
Ágætis fyrri hálfleikur í Eyjum í dag. Bæði lið eru að spila ágætis fótbolta og má segja að fyrri hálfleikur hafi verið nokkuð kaflaskiptur, þar sem liðin skiptust á að sækja. Jafntefli í hálfleik er því nokkuð sanngjörn staða. Í síðari hálfleik munu Eyjamenn leika gegn vindinum, sem virðist vera aukast lítillega auk þess sem byrjað er að rigna í Eyjum.
45Hálfleikur
Uppbótartíminn var ein mínúta. Staðan í hálfleik er 1-1.
43Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Eyjamenn fengu aukaspyrnu fyrir innan miðjulínuna. Arnór Eyvar sendi inn í eigin þar sem Eiður reyndi að skalla boltann aftur fyrir sig. Tilraunin var reyndar ágæt en Fjalar varði vel.
41Fylkir fær hornspyrnu
41Jóhann Þórhallsson (Fylkir) á skot sem er varið
Glæsileg syrpa hjá Jóhanni, lék í gegnum vörn ÍBV og lét vaða en Albert varði vel í horn.
41Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) fær gult spjald
38Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) kemur inn á
38Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli
Ian Jeffs haltrar af velli, líklega tognaður aftan í vinstra læri.
36Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Mawejje reyndi skot af löngu færi, bylmingsskot sem Fjalar var líklega feginn að sjá fara framhjá. En naumt var það.
35
Ingimundur Níels lék laglega á tvo varnarmenn ÍBV við endalínuna hægra megin. Hann reyndi fasta sendingu fyrir markið sem varnarmenn ÍBV náðu að lokum að koma frá. Þarna hefðu sóknarmenn Fylkis mátt vera grimmari.
33ÍBV fær hornspyrnu
Fjalar varði meistaralega eftir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafði sent langa sendingu inn í teiginn, Valur Fannar ætlaði að skalla frá en hitti ekki boltann sem stefndi inn. En Fjalar varði meistaralega í horn.
33Kristján Valdimarsson (Fylkir) fær gult spjald
Kristján braut á Tryggva Guðmundssyni sem var að prjóna sig í gegnum vörnina.
31Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Skyndiupphlaup hjá ÍBV, eða öllu heldur þeim Jordan Connerton og Tryggva Guðmundssyni sem endaði með því að Tryggvi reyndi að teygja sig í boltann með varnarmann fyrir framan sig en skotið fór hátt yfir.
29MARK! Rasmus Christiansen (ÍBV) skorar
1-1 Ian Jeffs tók hornspyrnu, Andri Ólafsson skallaði að marki, Þórarinn Ingi fylgdi á eftir en Fylkismenn vörðu. Á endanum var það varnarmaðurinn danski Rasmus Steenberg Christiansen sem skoraði með skoti úr markteig.
28ÍBV fær hornspyrnu
25Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Þórarinn Ingi lék upp vinstri kantinn og inn í teig þar sem hann reyndi skot, eða fyrirgjöf. Það varð allavega til þess að Fjalar markvörður þurfti að kasta sér á boltann, sem annars hefði farið inn.
23Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá
Tonny Mawejje reyndi skot utan teigs en hitti boltann illa og skotið fór yfir.
21
Rétt áður en Þórarinn fékk gula spjaldið áttu Fylkismenn ágæta sókn þar sem Albert Brynjar Ingason fékk boltann á fjærstönginni og reyndi að leggja boltann fyrir en Albert náði að kasta sér á boltann.
21Þórir Hannesson (Fylkir) fær gult spjald
Fyrir brot á Þórarni Inga Valdimarssyni.
20
Það er ekki mikill munur á liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar en munurinn liggur auðvitað í marki Fylkismanna. Annars eru bæði spila ágætan fótbolta.
17Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá
Connerton lék laglega í gegnum vörn Fylkismanna og ákvað að skjóta frá vítateigslínunni. Skotið fór yfir og enski framherjinn hefði átt að gera betur enda úrvalsfæri.
13MARK! Albert Brynjar Ingason (Fylkir) skorar
0-1 Fylkismenn fengu aukaspyrnu hægra megin út við hliðarlínunni. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið, Valur Fannar skallaði að marki en boltinn stefndi framhjá. En þá kom Gylfi Einarsson, sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði úr markteig. Vel gert hjá Fylkismönnum.
12
Eyjamenn virðast vera eitthvað óöruggir í öftustu varnarlínu í upphafi leiks. Ingimundur Níels Óskarsson sendi flotta sendingu fyrir markið og þar áttust þeir við Arnór Eyvar Ólafsson og Albert Sævarsson, sem báðir leika með ÍBV. Þeir keyrðu einfaldlega saman en Albert kastaði sér á boltann áður en sóknarmenn Fylkis áttuðu sig.
11Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá
Eyjamenn fengu innkast og eftir smá klafs í teignum barst boltinn til Ian Jeffs sem tók boltann á lofti og átti ágætis skot sem fór rétt yfir.
8Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið
Hann skaut á markið, hvað annað? En Fjalar var aldrei í vandræðum með að grípa boltann.
8
Aftur fá Eyjamenn aukaspyrnu, nú 20 metrum frá vítateig. Hvað gerir Tryggvi nú?
5
Ágætis upphlaup hjá Fylkismönnum. Jóhann Þórhallsson sendi góða sendingu inn fyrir vörn ÍBV og Albert Brynjar Ingason var við það að sleppa í gegn. Rasmus Christiansen, varnarmaður ÍBV náði þó að hlaupa hann uppi og sóknin rann út í sandinn.
2Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið
Tryggvi lét vaða á markið en skotið var ekki gott. Engu að síður missti Fjalar Þorgeirsson boltann frá sér en náði að koma höndum á hann áður en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV gerið það.
2
Eyjamenn fá aukaspyrnu, um 10 metrum frá vítateigslínunni.
1Leikur hafinn
Fylkismenn byrja með boltann og leika í átt til austurs, gegn vindinum.
0
Nú styttist í að leikurinn hefjist, leikmenn og dómarar eru að hlaupa inn á völlinn undir hinu þekkta Star Wars lagi sem Eyjamenn spila fyrir leik.
0
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV gerir einnig breytingu á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Fram hér í Eyjum á mánudaginn. Úkraínski framherjinn Denis Sytnik sest á tréverkið en enski táningurinn Jordan Connerton kemur í hans stað. Að öðru leyti er byrjunarliðið það sama. Reyndar vantar Finn Ólafsson og Kelvin Mellor í leikmannahóp ÍBV í dag en báðir eru þeir meiddir.
0
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis gerir þrjár breytingar á liði sínu frá því í tapinu gegn Grindavík í 1. umferðinni. Eins og áður hefur komið fram stendur Fjalar Þorgeirsson í markinu eftir að Bjarni Þórður Halldórsson fingurbrotnaði. Þá koma þeir Valur Fannar Gíslason og Jóhann Þórhallsson einnig inn í byrjunarliðið.
0
Leikmenn beggja liða eru á vellinum að hita upp. Aðstæður eru hinar ágætustu til knattspyrnuiðkunnar í Eyjum í dag. Hásteinsvöllur lítur vel út en er blautur. Í Eyjum er hægt austan gola, skýjað og hiti um 9 gráður.
0
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, EIður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik. Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett. Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson.
0
Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis er fingurbrotinn og spilar ekki í dag eða í næstu leikjum liðsins. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis undanfarin ár, verður því á milli stanganna hjá liðinu á nýjan leik í dag.
0
ÍBV vann Fram, 1:0, í 1. umferðinni þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmarkið í blálokin. Fylkir tapaði 2:3 fyrir Grindavík eftir að hafa komist í 2:0 með mörkum Gylfa Einarssonar og Ingimundar Óskarssonar.
0
ÍBV hefur unnið 12 af 22 viðureignum liðanna í efstu deild frá 1993. Fylkir hefur unnið 8 leiki og aðeins 2 endað með jafntefli. Markatalan er samt Fylki í hag, 33:31, en Árbæjarliðið hefur unnið ÍBV fjórum sinnum með markatölunni 3:0 eða 4:0.
0
ÍBV vann báða leikina gegn Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra. Fyrst 1:0 í Eyjum þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmarkið, og síðan 2:1 í Árbænum. Þá skoraði Jóhann Þórhallsson fyrir Fylki úr vítaspyrnu og ÍBV missti Albert Sævarsson markvörð af velli með rautt spjald. Samt jafnaði Þórarinn Ingi fyrir Eyjamenn og James Hurst skoraði sigurmark þeirra, í kveðjuleik sínum með liðinu.

Mörk

Fylkir - Fylkir (74 mín.)
ÍBV - Rasmus Christiansen (29 mín.)
Fylkir - Albert Brynjar Ingason (13 mín.)

Áminningar

Valur Fannar Gíslason (Fylkir) (84 mín.)
Denis Sytnik (ÍBV) (83 mín.)
Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) (41 mín.)
Kristján Valdimarsson (Fylkir) (33 mín.)
Þórir Hannesson (Fylkir) (21 mín.)

Skot á mark

ÍBV 6
Fylkir 5

Skot framhjá

ÍBV 7
Fylkir 2

Hornspyrnur

ÍBV 2
Fylkir 4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband