Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Boðað til kynningarfundar vegna náttúruverndaráætlurnar

b29e38e27f5cc649b625d8269991e8fb_lundi

29. október kl. 14.30 | eyjar.net |

Náttúruverndaráætlun kynningarfundur

Boðað er til fundar með hagsmunaaðilum vegna friðlýsingar á úteyjum og völdum svæðum á Heimaey, í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008.

Fyrirhugaður er kynningarfundur um náttúruverndaráætlunina með fulltrúum Umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar

Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1, 2.hæð og hefst hann kl:11:00, þriðjudaginn 30. október n.k.

Til fundarins eru boðaðir fulltrúar eftirtalinna aðila.

  • Bjargveiðimannafélag Vestmannaeyja
  • Bændasamtök Vestmannaeyja
  • Náttúruverndarsamtök Vestmannaeyja
  • Ferðamálasamtök Vestmannaeyja
  • HÍ í Eyjum
  • Hafró í Eyjum
  • Náttúrustofu Suðurlands
  • Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar
  • Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja

Vinsamlegast staðfestið mætingu á fundinn á netfangið frosti@vestmannaeyjar.is


Körfubolti: Minnibolti (11 á) komnir í A-riðill

29. október kl. 13.52

Körfubolti

Minniboltinn upp í A-riðil

 

Minniboltinn upp í A-riðil 

Velgengni yngri flokkanna í körfuboltanum halda áfram en um síðustu helgi varð 9. flokkur drengja fyrsti flokkur körfuboltans í Eyjum til að öðlast keppnisrétt í efstu deild.  Strákarnir í minniboltanum léku leikinn eftir um helgina og komust upp í A-riðil en í minnibolta leika 11 ára drengir.  Frá þessu er greint á heimasíðu körfuboltadeildar ÍBV og má lesa fréttina hér að neðan.

 

Peyjarnir í minnibolta 11 ára stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í dag voru eftirfarandi:

ÍBV - Breiðablik 77 - 18
ÍBV - Valur 90 - 8

Úrslit gærdagsins:

ÍBV - UMFN 70-18
ÍBV - Snæfell 79-20

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega frábær frammistaða og glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum.

Eins og fram kom í gær voru þeir í góðu yfirlæti í heimahúsi hjá foreldrum hans Bjössa og eftir leikina í dag bauð Bjössi uppá flotta veislu þar sem boðið var fram bakkelsi að hætti mömmu hans og ljúffeng skúffukaka frá ömmu hans. Ekki slæmt það og höfðu menn á orði að þetta hafi verið eins og á 5 stjörnu hóteli alla helgina og ferðin sú allra besta sem þeir höfðu farið í. Endaði ferðin með stoppi í Smáralind þar sem peyjarnir fengu að skoða sig um og leika sér aðeins. Eru þeir á leiðinni heim með Herjólfi núna.

Áfram ÍBV

29. október kl. 12.00 | eyjar.net |

Minniboltapeyjarnir fóru upp í A-riðil

www.ibv.is/karfa

Peyjarnir í minnibolta 11 ára stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í helgarinnar voru eftirfarandi:

ÍBV - Breiðablik        77 - 18
ÍBV - Valur              90 - 8
ÍBV - UMFN              70 - 18
ÍBV - Snæfell            79 - 20

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega frábær frammistaða og glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum

Þetta er alveg ótrúlegur árangur hjá okkur í körfuboltanum.

Til hamingju strákar.


Ríkisútvarpið kemur sér fyrir í Eyjun

ruv-gva

29. október kl. 11.38

 

Ríkisútvarpið kemur sér fyrir í Eyjum

 

 

Ríkisútvarpið er þessa dagana að koma upp útsendingaraðstöðu í húsakynnum  Eyjasýnar ehf. við Strandveg, en  ætlunin er að auka fréttaflutning frá Vestmannaeyjum. Auk þess er stefnt að því að ýmislegt efni, sem ekki tengist Eyjum sérstaklega, verði unnið hér og  fastir þættir útvarpsins verði í meira mæli sendir út frá Eyjum. Linkur verður settur upp á Klifinu og mun allt efni sem sent verður út frá Suðurlandi, fara í gegnum  hann.

Tækjabúnaðurinn sem settur verður upp, gerir beinar útsendingar úr Eyjum aðgengilegar og hægt verður með örstuttum fyrirvara að koma inn í hina ýmsu þætti útvarpsins með viðtöl og/eða fréttir. Júlíus Ingason, starfsmaður Eyjasýnar mun hafa veg og vanda að þessu samstarfi. Júlíus er jafnframt fréttamaður fyrir Ríkissjónvarpið og hefur undanfarna mánuði séð um fréttir úr Eyjum og einnig hefur hann séð um  upptökur á  íþróttakappleikjum fyrir Sjónvarpið. Þetta samstarf Ríkisútvarpsins og Eyjasýnar, er ætlað að styrkja báða aðila. Aukið fréttastreymi af landsbyggðinni og frá stærsta útgerðarbæ landsins mun styrkja hlutverk Ríkisútvarpsins. Aukin breidd í starfsemi Eyjasýnar styrkir stoðir þess auk þess sem fagleg tenging við starfsfólk annars fjölmiðils mun aðeins gera gott starfsfólk enn betra og upplýstara um stefnur og strauma.

Hvernig stendur á því að það sé ekki fari í því að skipta út handónýta útvarpssenda uppá Klifinu.Til dæmis er sendir Rásar 2 uppá Klif að vera yfir 30 ára. Og hefur ekki verið keyrður á fullum krafti í mörg ár. Sem er ekki gáfulegt þar sem þetta er besti staður til dreifa útvarpsbylgjum um Suðurland.

Fyrsti snjórinn

 image_286

29. október kl. 08.19

 

Fyrsti snjórinn

 

 

Það voru líklega mörg ánægjubrosin á börnunum í Vestmannaeyjum í morgun enda kom fyrsti snjórinn rétt eftir miðnótt og var jörð alhvít í morgunsárið.  Hinir eldri hafa hins vegar margir hverjir blótað í hljóði enda beið þeirra að skafa bílrúðurnar áður en haldið var af stað.

 

Reyndar er hitastigið rétt yfir frostmarki nú um átta og því má jafnvel búast við að snjórinn hverfi þegar sólin fer að hita loftið. Þá er spáð hækkandi hita næstu daga, á morgun er spáð fjögurra gráðu hita og úrkomu þannig að það má búast við að snjórinn hafi stutta viðdvöl í þetta skiptið.


Eyjar í tímaamótum

39ee143addcfd7b98360ec58ddf40ef5_forsida_oskar

28. október kl. 15.52

Eyjar á tímamótum:

Tækifærin blasa við

- meiri bjartsýni og framkvæmdahugur en undanfarin ár

 

Niðurskurður þorskveiðikvóta hefur af eðlilegum ástæðum mikil áhrif á útgerðir og fiskvinnslu og einnig þau bæjarfélög sem byggja á slíkum atvinnuháttum.  Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast við fyrstu sýn, ekki þau sem búist var við og í mörgum tilvikum léttvæg fundin. Víða af landsbyggðinni má heyra þungan tón og svartsýni.

 

Það sem  skiptir máli fyrir Vestmannaeyjar, er hvernig þeir sem fyrir þorskveiðiskerðingunni verða, bregðast við. Í blöðunum í Eyjum hafa undanfarið birst auglýsingar frá fiskvinnslufyrirtækjunum, þar sem auglýst er eftir starfsfólki. Nýlega gerðu Fréttir könnun á því meðal fiskvinnslufyrirtækjanna hvernig þau ætluðu að bregðast  við minni þorskveiðiheimildum.  Jón Svansson hjá Godhaab í Nöf, sagði þá ætla að bíða átekta og sjá hvernig mál þróuðust. "Eins og staðan er hjá okkur í dag, þá eru uppsagnir ekki á dagskrá hjá okkur"

Stefán Friðriksson hjá Vinnslustöðinni sagði uppsagnir ekki á dagskrá hjá þeim. "Þvert á móti, við munum bæta við okkur starfsfólki. Nú er síldarvertíð framundan, síðan loðnuvertíð og vetrarvertíð og þá vantar okkur fólk". Stefán sagði skerðinguna á þorskveiðikvótanum ekki leiða til fækkunar á starfsfólki hjá þeim. "Okkar rekstur byggir á fjölbreyttri aflasamsetningu, síld, loðnu, humri, karfa og fleiri tegundum. Niðurskurðurinn hefur því ekki áhrif á fjölda starfa, en hinsvegar veruleg áhrif á afkomu fyrirtækisins og sjómanna".

Hörður Óskarsson hjá Ísfélaginu sagði engar vangaveltur hafa verið um að segja upp starfsfólki. " Við erum mjög stórir í loðnu og síld, en bolfiskvinnslan hjá okkur í fyrra var um 2000 tonn því hefur niðurskurðurinn minni áhrif á okkur en marga aðra". Þá sagði Hörður það líklegt, að þeir muni bæta við starfsfólki á næstu sex til átta mánuðum.

Af þessum svörum forráðamanna stærstu  fiskvinnslufyrirtækjanna, má sjá að þeir ætla ekki að leggjast í vörn, heldur mæta mótlætinu með sóknarleik. Þá hefur mikill kraftur verið í útgerð í Eyjum eins og flestum er kunnugt. Ný skip og endurbyggð hafa komið  með reglulegu millibili og skammt í að enn ein nýsmiðin, Dala-Rafn VE, komi til Eyja og þá er  útgerð Þórunnar Sveinsdóttur VE með skip í smíðum.

Á stað eins og Vestmannaeyjum, sem byggir tilvist sína á útgerð og fiskvinnslu, er lykillinn að framþróun og velmegun,  hvernig gengur til sjávarins. Öll önnur starfsemi  í Eyjum byggir á því. Það má  glögglega sjá að Vestmannaeyjar standa í dag á tímamótum, því svo virðist sem uppveiflu gæti á flestum sviðum og meiri bjartsýni og framkvæmdahugur í Eyjafólki, en undanfarin ár.  Þá hefur fjárhagsstaða bæjarfélagsins gjörbreyst úr því að vera afar slæm í að vera mjög góð. Og bæjarstjórnin vinnur nú sem ein heild að hagsmunamálum Eyjanna og árangurinn eftir því.

Starfsfólk vantar í fjölda starfa, hvort sem er til fiskvinnslu, iðnaðarstarfa eða í störf sem krefjast háskólamenntunar.  Þið unga Eyjafólk, sem beðið hafið eftir tækifæri til að flytjast til Eyja, en ekki fengið atvinnu við hæfi, ykkar tími er kominn, tækifærin blasa við ykkur í Vestmannaeyjum


Fyrsta síldin komin til Vestmannaeyjar

48a865211127941fa9148be302f2c66e_sighvatur_bjarnasonve

28. október kl. 14.30

 

Fyrsta síldin kom til Vestmannaeyja í gær

Sighvatur Bjarnason VE landaði um 900 tonnum í Vinnslustöðinni

 
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Fyrsta síld haustsins kom til Vestmannaeyja í gær með Sighvati Bjarnasyni VE-81. Skipið kom með rúm níu hundruð tonn sem fengust í þremur köstum á föstudaginn. Sighvatur fiskaði við Grundarfjörð. Jón Norðfjörð skipstjóri segir ferðina frá Grundarfirði til Eyja yfirleitt vera um fjórtán tíma stím. Sökum leiðindaveðurs hafi þeir hins vegar mátt sigla í sólarhring.

„En ég held það sé nú allt í lagi með fiskinn og við erum að taka hann upp núna.

Hann segir undarlegt að sjá fiskinn langt inni í Grundarfirði, hann hafi veitt í mörg ár en ekki þarna. „Þetta er ekkert venjulegt, ég hef aldrei séð hann áður svona inni í firðinum. Ég veit ekki til þess að menn hafi verið að veiða þarna fyrr en í fyrravetur. Þetta er einhver alveg ný staða," segir hann.

Jón vill ekki giska á hverju sæti að síldin sé á þessum slóðum, en dettur helst í hug að hitastig sjávar hafi rekið hana þangað.  „En hún er svo skrýtin þessi síld, hún fer sínar eigin leiðir og tekur alls kyns útúrdúra!"

Afli helgarinnar er, að mati Jóns, „prýðisgóð millisíld. Hún er nú ekki stórsíld eins og sú norska, en þetta er svona 250 til 300 gramma síld."
Á Sighvati Bjarnasyni eru þrettán menn í áhöfn og verða þeir í landi fram á mánudag, þegar búið verður að landa.

„Já, við löndum og förum svo aftur að leita að síld. Ég veit ekki hvort við förum aftur til Grundarfjarðar en það er búið að spá góðu veðri þannig að við leitum líklega eitthvað í kringum Vestmannaeyjar líka."
Nokkur loðnu- og kolmunnaskip hafi verið að veiðum í Grundarfirði í gær og þokkalegt veður þar.

www.visir.is greindi frá


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband