frfer

Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.6.2011 | 21:15 | Uppfært 21:58

Þórsarar lögðu Eyjamenn

David Disztl fagnar eftir að hann kom Þórsurum yfir snemma leiks gegn ÍBV í kvöld. stækka

David Disztl fagnar eftir að hann kom Þórsurum yfir snemma leiks gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Skapti

mbl.is Andri Yrkill Valsson, sport@mbl.is

Þór sigraði ÍBV, 2:1, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld og eru nýliðarnir þá komnir með 6 stig í deildinni en Eyjamönnum mistókst að komast í efsta sætið.

Mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Dávid Disztl og Sveinn Elías Jónsson komu Þór í 2:0 en Ian Jeffs minnkaði muninn fyrir Eyjamenn sem eru áfram með 13 stig.

Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson

Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi Guðmundsson

Völlur: Þórsvöllur

Leikur hefst
7. júní 2011 19:15

Aðstæður

Dómari: Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sverrir Gunnar Pálmason

90Leik lokið
Frábær baráttusigur Þórsara staðreynd!
90Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá
+1. Prjónaði sig inn á teiginn en skotið framhjá
90
Leiktíminn runninn út. Óvíst hvað miklu er bætt við
88
Gunnar Már var felldur á vítateig ÍBV, hefði alveg mátt dæma víti á þetta
87Rasmus Christiansen (ÍBV) á skot framhjá
86ÍBV fær hornspyrnu
Nauðvörn hjá Þórsurum
86
Þetta verða spennandi lokamínútur. ÍBV hefur öll völd á vellinum
84ÍBV fær hornspyrnu
Rajkovic grípur boltann
83ÍBV fær hornspyrnu
83Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá
Enn er mikið klafs á teignum eftir hornspyrnu ÍBV. Nú barst boltinn á Þórarinn sem hitti þó ekki markið
82ÍBV fær hornspyrnu
82Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot framhjá
81Janez Vrenko (Þór) fær gult spjald
Fyrir að tefja
80Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið
Bryan Hughes með góðan bolta innfyrir vörn Þórs á Sytnik sem var í þröngu færi en náði þó fínu skoti sem Rajkovic varði vel
78ÍBV fær hornspyrnu
77Alexander Már Hallgrímsson (Þór) kemur inn á
77Aleksandar Linta (Þór) fer af velli
77Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á
77Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á
77Finnur Ólafsson (ÍBV) fer af velli
77Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli
76ÍBV fær hornspyrnu
76Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Boltinn barst til Andra á teignum sem var í þröngu færi og Rajkovic varði vel í horn
72Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá
Var í þröngu færi vinstra megin í teignum og skotið rataði ekki á markið
69Srdjan Rajkovic (Þór) fær gult spjald
Fyrir kjaftbrúk
69Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær gult spjald
Fyrir uppsafnað kjaftbrúk
68Gunnar Már Guðmundsson (Þór) fær gult spjald
66Finnur Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald
66Pétur Heiðar Kristjánsson (Þór) kemur inn á
66Dávid Disztl (Þór) fer af velli
65Bryan Hughes (ÍBV) á skot sem er varið
Rajkovic náði ekki að halda boltanum en varnarmenn Þórs bjarga
64Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á
64Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli
64Matt Garner (ÍBV) á skot framhjá
Hann var aleinn vinstra megin í teignum en hitti ekki markið í upplögðu færi
63Rasmus Christiansen (ÍBV) á skalla sem er varinn
Fín hornspyrna inn á teiginn og Rasmus nær góðum skalla á markið en Rajkovic varði meistaralega!
63ÍBV fær hornspyrnu
61Sigurður M. Kristjánsson (Þór) kemur inn á
61Sveinn Elías Jónsson (Þór) fer af velli
59Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
Boltinn barst út í teiginn þar sem Arnór tók boltann á lofti en hitti ekki markið
54Kelvin Mellor (ÍBV) á skot framhjá
Fín rispa upp hægri kantinn, kemst framhjá varnarmanni og á fínt skot rétt utan teigs sem ratar þó ekki á markið
53ÍBV fær hornspyrnu
Rajkovic grípur boltann auðveldlega
52ÍBV fær hornspyrnu
Fín hornspyrna inn á teiginn og eftir nokkurt klafs bjarga Þórsarar nánast á marklínu!
52Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
Gott skot fyrir utan sem Rajkovic varði vel
51Dávid Disztl (Þór) á skalla sem fer framhjá
Atli Sigurjónsson með fína aukaspyrnu beint á kollinn á Disztl sem nær ekki að hitta á markið
50Þór fær hornspyrnu
50Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið
Fín sending inn á teiginn þar sem Gunnar Már er aleinn á stönginni en Guðjón Orri nær að pota boltanum í burtu á síðustu stundu.
46Leikur hafinn
45Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur hér fyrir norðan. Leikurinn hefur verið stórskemmtilegur fyrir augað en þrátt fyrir fínar rispur geta Þórsarar talist heppnir að vera yfir
45Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
+1
45ÍBV fær hornspyrnu
+1
45Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið
+1. Ian Jeffs með frábæra sendingu á Andra sem var kominn einn í gegn en fyrirliðinn Þorsteinn Ingason bjargaði á síðustu stundu með stórbrotinni tæklingu
40Þór fær hornspyrnu
39ÍBV fær hornspyrnu
37MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar
Fín hornspyrna Tryggva Guðmundssonar inn á teiginn og eftir mikið klafs á teignum nær Ian Jeffs að koma boltanum í netið
37ÍBV fær hornspyrnu
36Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot sem er varið
Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigslínuna. Eiður Aron með fínt skot sem Rajkovic varði frábærlega í horn
34Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá
31MARK! Sveinn Elías Jónsson (Þór) skorar
Þórsarar voru fljótir fram eftir hornspyrnu ÍBV. Gunnar Már hljóp upp hægri kantinn og sendi frábæra sendingu á Svein Elías sem var kominn í nokkuð þrönga stöðu en kláraði færið mjög vel.
30ÍBV fær hornspyrnu
27Atli Sigurjónsson (Þór) á skot framhjá
26
Gestirnir sækja hart á óstöðuga vörn Þórs og hefur nokkrum sinnum mátt litlu muna að boltinn endi í netinu.
23Sveinn Elías Jónsson (Þór) fær gult spjald
Sveinn Elías var alltof seinn og keyrir inn í Guðjón Orra í marki ÍBV sem var fyrir löngu búnn að ná valdi á boltanum.
21Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skalla sem er varinn
Tryggvi með ágætan skalla af markteig eftir fína fyrirgjöf en Rajkovic var vel á verði.
19Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið
Skot í þröngu færi sem Rajkovic varði út í teiginn og að lokum rann sóknin út í sandinn
16
Eftir hornspyrnuna náði Gunnar Már Guðmundsson að koma boltanum í netið eftir nokkurt klafs í teignum en hann var dæmdur brotlegur og markið stendur því ekki.
16Þór fær hornspyrnu
15Þór fær hornspyrnu
Gestirnir hreinsa afturfyrir
14Matt Garner (ÍBV) á skot sem er varið
Aukaspyrna frá hægri kanti sem fer yfir alla í teignum og beint í fangið á Rajkovic í markinu.
13ÍBV fær hornspyrnu
13
Eftir að Þórsarar komust yfir hefur leikurinn verið eign Eyjamanna.
5MARK! Dávid Disztl (Þór) skorar
Góð pressa Þórsara í upphafi skilar marki! Ingi Freyr Hilmarsson átti fína sendingu af vinstri kanti beint á Disztl sem á lúmskan skalla yfir Guðjón Orra í markinu.
2Ármann Pétur Ævarsson (Þór) á skot framhjá
1Þór fær hornspyrnu
1Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið
Guðjón Orri varði lúmskt skot Gunnars í horn
1Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja í norðurátt að Þórsheimilinu
0
Mikið hefur verið fjallað um meint agabrot hjá þremur leikmönnum Þórs en þeir Atli Jens Albertsson, Jóhann Helgi Hannesson og Kristján Páll Hannesson eru ekki í leikmannahópnum. Ekki geta meiðsli sett strik í reikninginn þar sem þeir eru þrír saman í léttri upphitun.
0
Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi Guðmundsson
0
Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson
0
Einn og sami leikmaður hefur ekki oft gert 5 mörk í leik í efstu deild. Það gerðist þó í viðureign ÍBV og Þórs í Vestmannaeyjum árið 1994. Þá skoraði Sumarliði Árnason 5 mörk í 6:1 sigri Eyjamanna.
0
Þór og ÍBV hafa mæst 18 sinnum í efstu deild frá 1977. ÍBV hefur unnið 9 af þessum leikjum en Þór aðeins 4. Þórsarar unnu báða leiki liðanna árið 1992 en eftir það hafa liðin gert 4 jafntefli og ÍBV unnið tvívegis í sex viðureignum.
0
Þrjár síðustu viðureignir Þórs og ÍBV í efstu deild á Akureyri hafa endað með jafntefli. Síðast mættust liðin 2002 þegar Jóhann Þórhallsson, núverandi Fylkismaður, skoraði fyrir Þór en Tómas Ingi Tómasson, núverandi þjálfari HK, skoraði fyrir Eyjamenn og leikurinn endaði 1:1.
0
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki en Þórsarar eru í 11. og næstneðsta sæti með 3 stig eftir 5 leiki. Þór á enn til góða heimaleik gegn FH úr 5. umferðinni.


Mörk

ÍBV - Ian Jeffs (37 mín.)
Þór - Sveinn Elías Jónsson (31 mín.)
Þór - Dávid Disztl (5 mín.)

Áminningar

Janez Vrenko (Þór) (81 mín.)
Srdjan Rajkovic (Þór) (69 mín.)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) (69 mín.)
Gunnar Már Guðmundsson (Þór) (68 mín.)
Finnur Ólafsson (ÍBV) (66 mín.)
Sveinn Elías Jónsson (Þór) (23 mín.)

Skot á mark

ÍBV 11
Þór 4

Skot framhjá

ÍBV 9
Þór 4

Hornspyrnur

ÍBV 14
Þór 5

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/06/07/thorsarar_logdu_eyjamenn/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband