Nóg framundan hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja

17. júlí kl. 17.49

Nóg framundan hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja

Fyrirtækjamótið og Hjóna- og parakeppnin um helgina

 

 

 

Um helgina lauk Meistaramóti GV og var þátttakan góð en að lokum stóð Gunnar Geir Gústafsson uppi sem sigurvegari í meistaraflokki.  Og það er nóg framundan hjá Golfklúbbnum því um helgina verða tvö mót.  Á föstudaginn verður Hjóna- og parakeppnin og daginn eftir, Fyrirtækjakeppni GV.

 

 

Í Hjóna- og parakeppninni á föstudag verða leiknar tólf holur í tveimur flokkum.  Annað slær og hitt púttar og annað hvert högg slegið.  Ræst verður út á öllum teigum, mótið hefst klukkan 17.00 en mæting er 16.30.

Í Fyrirtækjakeppni GV verður leikið með Texas scramble fyrirkomulaginu, með forgjöf og leika því tveir saman í liði fyrir hvert fyrirtæki.  Verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu skorin og auk þess nándarverðlaun á par 3 holum.  Mótið hefst klukkan 11.30 og verða léttar veitingar að móti loknu.

Skráning í mótin er í Golfskálanum, í síma 481-2363 eða á golf@eyjar.is.  Nánari upplýsingar veitir Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri GV.

 

til baka 

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11556

Það er mikill gróska hjá Golfklúbbinum í Vestmannaeyjum. Stór mót reglulega í gangi í allt sumar....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband