Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ekki sama Jón og séra Jón

Enn einn dómur sem er einkennilega ósamræmi við nánast sama brot. Eða er ég svona vitlaus að sjá ekki að það er ekki svo alvarlegt að berja og sparka í konu liggjandi í gólfinu, og það í höfuðið. Sem mér finnst reyndar vera jafn alvarlegt og lemja mann með glerflösku.

Innlent | mbl.is | 12.6.2008 | 16:36

Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hæstiréttur hefur dæmt pólskan karlmann, Robert Olaf Rihter, karlmann í 5 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en maðurinn sló  annan mann ítrekað með glerflösku í höfuð, háls og víðar í líkamann. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða þeim, sem hann réðist á, 790 þúsund krónur í bætur. 

Árásin var gerð á heimili Rihters í Keflavík í nóvember sl. Sá sem fyrir árásinni varð fékk djúp sár í gegnum hálsvöðva, marðist í andliti  og fékk áverka á brjóstkassa, öxl og upphandlegg. Að mati lækna var atlagan lífshættuleg og réði hending því að ekki hlaust bani af.

Hæstiréttur segir að óljóst sé hvað manninum gekk til verksins en honum hlyti að hafa verið ljóst að mannsbani gæti hlotist af árásinni.

Innlent | mbl.is | 13.6.2008 | 13:15

Réðist á sambýliskonu sína

 

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína á heimili þeirra. Þetta gerðist í desember á síðasta ári en maðurinn barði konuna m.a. í höfuðið og sparkaði síðan í hana liggjandi.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 615 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar. 

Fram kemur í dómnum að maðurinn sagðist  ekki muna neitt eftir atburðum næturinnar. Hann hafði verið einn úti að skemmta sér og um nóttina óku lögreglumenn fram á hann á gangi á Glerárgötu á Akureyri og óku honum heim. Sögðu þeir manninn hafa verið mjög ölvaðan og erfiðan í samskiptum.

Í dómnum er haft eftir konunni, að hún hafi verið mjög miður sín eftir þetta og ekki treyst sér til vinnu. Hún hafi fengið kvíða- og grátköst og átt erfitt með svefn.  Hún hafi fengið aðstoð félagsráðgjafa, sem hafi vísað sér til sálfræðings en líðan sín sé misjöfn.  Hún hugsi enn um þetta atvik og líði illa yfir því.

Maðurinn sagðist hafa verið niðurbrotinn eftir þetta.  Hann hafi farið í áfengismeðferð og haldið bindindi eftir það.  Hann sagðist oft hafa reynt að hafa samband við konuna, símleiðis og bréflega, en það hafi ekki tekist og samband þeirra sé óuppgert, tilfinningalega og fjárhagslega.


mbl.is Réðist á sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vedur.is er góður vefur, enn.....

.......samt erum við Stórhöfðafeðgar ekki alveg fullkomlega sáttir við ýmislegt við vefsíðuna vedur.is.

Svo er ég með ansi margar hugmyndir um bætingu á þessum vef. Einsog tildæmis svæðisbudnar viðbótasíður. Enn þá væri til dæmis allt tengt veður á einum tiltekinn stað á einni hliðarsíðu á vedur.is. Svona svipað og ég er að gera á 123.is/DJ_Storhofdi. Enn þar hef ég verið að setja veðurtölur frá Stórhöfða af vedur.is, og líka allt sem er veðurtengt frá Vestmannaeyjum, tildæmis í fjölmiðlum.

Þeir hjá vedur.is birta ljósmynd frá mér í annað sinn á þessu ári. Ætti kannski að fara senda þeim vænan pakka af ljósmyndum síðustu ára. Enn þær telja þúsundir myndir sem tengjast veður.

2008

ismyndanir_1281

 
© Pálmi Freyr Óskarsson
Skýjafar séð frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum 10. mars 2008 um kl. 17:30. Söfnunarbúnaður til mengunarmælinga sést lengst til vinstri.

Veðurstofa Íslands hátt skrifuð meðal þjóðarinnar

12.6.2008

Dagana 5.-13. maí sl. gerði Capacent Gallup könnun á afstöðu þjóðarinnar til átján opinberra stofnana sem eiga í miklum samskiptum eða þjónustu við almenning.

Í átta spurningum könnunarinnar var spurt um ánægju með þjónustu, traust, ímynd og trúverðugleika, viðmót starfsmanna og framsækni stofnunar. Í svörum tæplega 2400 landsmanna kom fram að Veðurstofa Íslands fékk í sjö spurninganna hæstu einkunn þessara átján stofnana og var í öðru sæti í einni þeirra.

Um 90% landsmanna telja stofnunina veita góða eða mjög góða þjónustu og um 75% bera mikið traust til stofnunarinnar en um 3% lítið. Að meðaltali fékk stofnunin 4,1 í einkunn af 5 mögulegum.

Þá kom í ljós að vefur Veðurstofunnar, www.vedur.is, er orðinn helsti upplýsingamiðill hennar en meira en 60% þjóðarinnar nefnir hann sem fyrsta kost þegar hún vill afla sér upplýsinga frá stofnuninni. Hefur engin íslensk stofnun náð viðlíka árangri með miðlun upplýsinga á vefnum en vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefur í almannaþjónustu árið 2007.

Þær stofnanir sem Capacent Gallup valdi til að spyrja um afstöðu til í þessari könnun voru eftirfarandi, auk Veðurstofunnar: Byggðastofnun, Fasteignamat ríkisins, Fjármálaeftirlitið, Hagstofa Íslands, Heilsugæslan, Landspítali Háskólasjúkrahús, Íbúðalánasjóður, Lögreglan, Neytendastofa, Ríkisskattstjóri, Tollstjórinn í Reykjavík, Tryggingastofnun, Umferðarstofa, Umhverfisstofnun, Útlendingastofnun, Vegagerðin og Vinnumálastofnun.
http://vedur.is/um-vi/frettir/2008/nr/1324


mbl.is Landinn ánægður með Veðurstofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi hér?????????

Þetta er meiriháttar einkennileg fyrirkomulag í byggingu fjölbýlishús og akbrautarW00t.

469869


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn enn dómurinn sem .....

.......ég skil ekki.

Það er alvarlega að lemja mann með GLERFLÖSKU enn að nauðga, eða keyra á margföldum löglegum hraða á ökutæki.

Og það heil 5 ár fyrir að lemja mann með GLERflösku, er miklu harðari dómur enn margt annað, einsog nauðgun.


mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu lýta illa út, eða vera aumingi??? Þá skaltu endilega.....

........að fara háma og dæla í þig hassi, kókaíni, maríjúna o.s.f. Og eiga auk þess hættu á að deyja með hverju neysluskammti.

Enn ég kýs frekar að lýta vel út og vera hraustur. Og segji þess vegna NEI við fíkniefnadjöfullinn.

 


mbl.is Maríjúana og kókaín einnig í húsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum dýrum í útrýmingarhættu................

..........og rannsökum líka ólöglegt dráp á Hvítabirni við Þverársfjalli. Enn það allveg skýrt að það er bannað að drepa/skjóta dýr í útrýmingahættu á Íslandi, nema að dýrið ógni fólki. Enn mér virðist Hvítabjörnin ekki vera að ógna fólki þarna viljandi. Heldur virðist það forvitnir íslendingar sem voru að ógna sínu lífi, og jafnframt lífi bjarnarins.

 


mbl.is Hvítabjörninn rannsakaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi mun þessi kostnaður ekki fara......

...........langt framúr kostnaði einsog vanin er hjá íslendingum. Gott dæmi er Grímseyjarferjan, sem fór verulega langt framúr kostnaðaráætlun. Enn enginn bar ábyrgð á því.......

Nú segir orðið á götunni að nýji Herjólfur minnki og minnki..........

Og það kallast víst hjá sumum aukið samgöngubót milli lands og eyja.

Tengdar fréttir - Landeyjahöfn

Innlent | sudurland.is | 23.04.2008 | 20:42

Þorlákshöfn ekki varahöfn fyrir nýjan Herjólf

Innlent | Morgunblaðið | 22.04.2008 | 07:30

Frummatsskýrsla lögð fram og kynnt

Innlent | Morgunblaðið | 22.04.2008 | 05:30

Mælt fyrir frumvarpi um Landeyjahöfn

Innlent | Morgunblaðið | 18.04.2008 | 05:30

Fjármagnskostnaður vegur þungt

Innlent | mbl.is | 17.04.2008 | 14:48

Afhentu ráðherra undirskriftalista

Innlent | mbl.is | 17.04.2008 | 14:36

Tilboð upp á tólf til sextán milljarða

Innlent | mbl.is | 17.04.2008 | 09:28

Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn

Innlent | mbl.is | 16.04.2008 | 14:49

Tilfinningahiti í Eyjum

Innlent | Morgunblaðið | 16.04.2008 | 05:30

Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn

Innlent | Morgunblaðið | 15.04.2008 | 05:30

Ferðir falla niður í 5-9 daga á ári


mbl.is Tilboð í Landeyjahöfn undir kostnaðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband