Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Uppgjörð met-hvassvirðis og lágþrýstings í júlí um helgina frá Veðurstofu

loftvog-a-storhofda Það virðist einhvað togast á hjá Veðurstofunni hvernig á skera endanlega úr um hvað er raunverulega metið. Þeir virðast treysta hélst á á lestur Veðurathugunarmanna á kvikasilfursloftvog á 3ja tíma fresti frekar enn hið unga kerfi sjálfvirka loftvoga (sjálfvirka veðurstöðva), sem skráðir allan sólarhringinn, enn skilar gögnum á klukkutímafresti. Sem skýtur skökku við þar sem sjálfvirkum veðurstöðvum mun fjölga enn Veðurathugunarmönnum hríðfækkandi. Þannig að metum sem Veðurstofan mun treysta á í framtíðinni fer ört fækkandi. Eins eru þeir ekki að treysta á vindmælana ef þeir eru nýlegir eins og í þessu tilviki Surtsey. Sem setti stöðvarmet í vindhviðu, enn þar sem hún er nýlega uppsett árið 2009(?) þá finnst Veðurstofa það ekki vera met. Mundu ykkur ekki finnast skrýtið ef einhver setur á legg nýja íþróttagrein, og met væru ekki skráð met fyrr enn eftir 7 ár?

 

Kvikasilfursloftvogarnar á Stórhöfða og Kirkjubæjarklaustur virðist vera að deila opinberalega metinu saman eins og er, 972,8 hpa.

Enn lægsti loftþrýstingur í júlímánuð á Íslandi á sjálfvirkum veðurstöðvum, er 972,4 hpa. á sjálfvirku loftvoginni á Stórhöfða.

Þess má líka geta að 10 mín. meðalvindur á Stórhöfða á laugardagskvöld var sennilega 3. mesti í júlímánuð. Og vindhviðan einhvað álíka. Enn vindhraði er skráður meiri árið 1963 og 1968. Enn þá var tæknin við að mæla vind ekkert sérstaklega góð. Allavega árið 1963.

Athugið vegna galla álestursskjás vindhraða á Stórhöfða fyrir Veðurathugunarmann og því sem sjálfvirki sendi svo sömu gögn. Þá er mesti 10 mín. meðalvindhraði á álestursskjá 31,4 m/s. enn ekki 30,9 m/s. Verst að maður er búinn að bíða í mörg ár að þetta sé lagað eða fá því úrskurða hvort er réttara. 

 Hér er grein frá Vedur.is:

Nýtt lágþrýstimet í júlímánuði

Meir en aldargamalt met fellur

23.7.2012

Sunnudaginn 22. júlí 2012 kom mjög djúp og víðáttumikil lægð upp að suðurströndinni. Þrýstingur í lægðarmiðju var óvenju lágur miðað við árstíma og um kvöldið mældist hann lægri heldur en áður er vitað um í júlímánuði.

Lágur þrýstingur

Lægsti þrýstingurinn mældist á sjálfvirku stöðinni á Stórhöfða í Vestmannaaeyjum, 972,4 hPa frá kl. 21:30 til 22:30. Á mönnuðu stöðinni á sama stað var lægst lesið í athugun kl. 21, 972,8 hPa. Á nokkrum sjálfvirkum stöðvum fór þrýstingur ámóta neðarlega. Í Grindavík kl. 18:10 (972,7 hPa), í Vestmannaeyjabæ kl. 21:30 til 22:40 (973,0 hPa), í Surtsey kl. 21:40 (972,7 hPa) og í Önundarhorni kl. 23:40 (972,6 hPa). Loftvog mældist 972,8 hPa á Kirkjubæjarklaustri kl. 3 aðfaranótt 23. júlí.

Allar tölurnar eru leiðréttar til sjávarmáls. Þar sem stöðvarnar á Stórhöfða eru í um 120 metra hæð er óvissa í þeirri leiðréttingu meiri heldur en á hinum stöðvunum. Þar til næsta kvörðun fer fram á sjálfvirku mælunum á stöðvunum telst lágþrýstimet júlímánaðar 972,8 hPa - mælt á Stórhöfða kl. 21, þann 22. júlí og á Kirkjubæjarklaustri kl. 3 þann 23. júlí.

Gamla metið var sett í Stykkishólmi þann 18. júlí 1901 og var 974,1 hPa, tvisvar síðar, þann 19. júlí 1923 varð þrýstingur ámóta lágur - einnig í Stykkishólmi og 11. júlí 1912 í Reykjavík. Hafa ætti í huga að á þessum árum var aðeins mælt þrisvar á dag. Þéttari mælingar hefðu e.t.v. skilað lítillega lægri þrýstitölum.

Hvassviðri 

Talsvert hvassviðri fór á undan lægðinni nú en hvassast var um sólarhring áður en sjálf lægðarmiðjan kom að landinu. Vindhraðamet fyrir júlí voru sett á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem starfað hafa meira en fimm ár. Nýju 10-mínútna metin eru (tölur í m/s):

stöðbyrjarmetármándagurklstvindhrNAFN
6015200220127212119,1Vestmannaeyjabær
6017200420127212130,9Stórhöfði sjálfvirk stöð
6222200020127212118,1Sámsstaðir
6546200520127212424,8Vatnsfell

Og hviðumetin (m/s):

stöðbyrjarmetármándagurklstvindhrNAFN
2641200520127231027,8Seljalandsdalur - skíðaskáli
264219992012722326,8Ísafjörður sjálfvirk stöð
6015200220127212131,8Vestmannaeyjabær
6546200520127212333,3Vatnsfell

Hviðumet fyrir júlí voru sett á tveimur vegagerðarstöðvum sem starfað hafa í meir en sjö ár:

stöðbyrjarmetármándagurklstvindhrNAFN
36127200220127212139,5Hvammur
36519200220127212426,3Gullfoss

 

 

 Innlent | mbl | 23.7.2012 | 13:38 Upplestur á frétt

Nýtt lágþrýstimet í júlí

stækka

mbl.is/Kristinn

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir ljóst að gamalt lágþrýstimet júlímánaðar á Íslandi hafi verið slegið í gær. Gamla metið, sem var sett í Stykkishólmi árið 1901, var 974,1 hPa en nýja hafi verið á bilinu 972-973 hPa. „Ekki er munurinn mikill - en samt," skrifar Trausti á bloggsíðu sína.

„En í framhaldi af þessu vaknar sú spurning hversu langt niður loftþrýstingur getur farið niður í júlímánuði. Greiningar reiknimiðstöðva benda til þess að þrýstingur í þessari lægð hafi lægstur orðið um 966 hPa - en hún er nú farin að grynnast. Hún hefði auðvitað getað orðið svona djúp yfir íslenskri veðurstöð," skrifar Trausti ennfremur.

Nánar á bloggsíðu Trausta.

2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Nýtt lágþrýstimet í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá lagfæring sem kemur fram á MBL.is.

loftvog-a-storhofdaÞar sem blaðamaður Morgunblaðsins/MBL.is nái ekki að taka símaviðtal við Veðurfræðing Veðurstofu Íslands vegna anna seint í gærkvöldið, sennilega vegna manneklu. Þá var hringt beint í gemsann minn og ég spurður spjörunum úr, ásamt því að blaðamaður studdist við tvennar bloggsíður minnar. Og þar sem ég er bara "lítill" Veðurathugunarmaður, þá hef afar takmörku gögn í höndunum, og því er erfitt að staðfesta hlutina svo þeir verði rétt. Eða þá hvernig opinberar reglur Veðurstofurnar um löggild met eru úrskurðu á milli mannaða athugunar og sjálfvirka veðurmæla.

Þannig að allar vitleysur í þessari grein eru á mína ábyrgð. Takk kærlega fyrir það Veðurfræðingar........... Tounge

T.d. birtist hér á mbl.is að loftþrýstingur á sjálfvirka loftvogsmælinum á Stórhöfða sé óstaðfestur 972,4 hpa. kl.22. Rétta er að hann fór í þessa tölu, enn er óstaðfest sem opinbert met. Hinsvegar er sennilegt að 972,4 hpa .verði talið júlímánaðarmet sjálfvirka mæla á Íslandi.

Svo kom þetta í Morgunblaðinu:

Vindmet á Stórhöfða í júlí

Vindur hefur ekki mælst meiri á sjálfvirku stöðvunum á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ í júlí heldur en á laugardagskvöldið, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði á bloggi sínu (trj.blog.is).

Að sögn Veðurstofunnar mældist 37,1 m/s hviða klukkan 21 á Stórhöfða en vindur var 30,9 m/s. Í Vestmannaeyjabæ var vindur kl. 21 19,1 m/s en 31,8 m/s hviða mældist þar. Mesti vindur í júlí á Stórhöfða í veðurskeyti fram að því var 35 m/s þann 21. júlí 1963. Rétt fyrir klukkan 21 á laugardagskvöld mældist tæplega 40 m/s hviða á stöð Vegagerðarinnar í Hvammi undir Eyjafjöllum.

Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum mældist 70,2 mm á laugardag en á sama tíma rigndi einungis 2,3 mm í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fjöllin skýldu því borgarbúum.

Þarna á að vera júlí-mánaðarmet sjálfvirka vindmæla Stórhöfða (2004-2012), Vestm.bæjar (200?-2012) var stövarmet júlí-mánaðar bæði 10 mín. meðalvindhraði og í mestu vindhviðu. Enn Surtseyj (2009?-2012) setti bara stöðvarmet í vindhviðu þar.

10 mín. meðalvindhraði á laugardaginn á Stórhöfða er allavega sá 3. mesti í júlí á stöðinni. Sá mesti var árið 1963 35 m/s. á mjög frumstæðum mælitækjum sem ég kann ekki skil á. Og svo er það 34 m/s. á síritinda vindælir árið 1968.

Svo er mesta vindhviða júlimánaðar á Stórhöfða 43 m/s. árið 1969. Enn veit ekki hvað mikið það var 1963, ef það var þá hægt að mæla það með þessum frumstæðum mælitækjum. 

 

Innlent | Morgunblaðið | 23.7.2012 | 5:30

Veðurmet í júlí á Stórhöfða

Vindasamt getur orðið á Stórhöfða. stækka

Vindasamt getur orðið á Stórhöfða. mbl.is

Loftþrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist 972,8 hPa á kvikasilfursloftvog klukkan 21 í gærkvöldi. Hefur loftþrýstingur aldrei mælst jafn lágur í júlímánuði. Sjálfvirkur mælir sýndi 972,4 hPa klukkan 22. Tölurnar eru óstaðfestar.

Fyrra loftþrýstingsmet í júlí var sett í Stykkishólmi 18. júlí 1901, 974,1 hPa, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurfar helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Djúpa lægðin sem gekk yfir landið um helgina olli því að vindamet júlímánaðar var einnig slegið á Stórhöfða á laugardagskvöldið var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Veðurmet í júlí á Stórhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já metið um minnsta loftþrýsting í júlí á Íslandi er fallið hérna á Stórhöfða

 loftvog-a-storhofda

Lægsti  loftþrýstingur í Vestmannaeyjum/á Íslandi(?) 22.07.2012:

Stórhöfði 972,3 hpa. kl.22. (kvikasilfursmælir). Mjög óstaðfest að þetta sé endalegt met þar sem kvikasilfursmælingar eru fræmkvæmdar á 3ja klukkutíma fresti enn sjálfvirku klukkutíma fresti. Og því líklegt að sjálfvirki hefur vinninginn. Enn hinsvegar er búið að  vera stillt veður og því ekki ólíklegt að skekkjumörkinn séu -0,1 minna á kvikasilfursmælinum enn sjálfvirka. Enn endanlega útskurður dæma Veðurfræðingarnir á V.Í. Þar sem Trausti Jónson er sennilega yfirdómari. Hinsvegar er alveg öruggt að 111 ára met Stykkilshólms um lægsta loftþrýsting í júlí á Íslandi er fallið. Og eins og er er mestar líkur á að það verði sjálfvirki loftvogsmælirinn sem hreppir hnóssið, 972,4. Enn það getur hugsanlega verið líka að það sé einhvað minna í nágrenni Vestmanneyjar.

Stórhöfði     972,8 hpa. kl.21. (kvikasilfursloftvog)(Einar Sveinbjörnsson Veðurfræðingur staðfestir að þetta sé metið)

Stórhöfði     972,4 hpa. kl.22. (sjálfvirki).

Vestm.bær  973,0 hpa kl.22. 

Surtsey       972,8 hpa. kl.22.

Trausti Jónsson Veðurfræðingur um metið.

Mynd af loftvoginni meiga allir nota ef nafn mitt er nefnd (Pálmi Freyr Óskarsson).

(Loka)Uppfært kl.1:50.

Innlent | mbl | 22.7.2012 | 11:52 | Uppfært 13:05 Upplestur á frétt

Fellur metið í kvöld?

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. stækka

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að lægðin sem er að ganga yfir landið sé með þeim dýpstu sem sést hafi í júlímánuði. Hann telur líklegt að loftþrýstingsmetið, sem er frá árinu 1901, muni falla síðar í dag eða í kvöld.

Hann segir á bloggi sínu að hann hafi fylgst vel með lægðinni í gær, og að SA-strengurinn sem kom á undan skilunum hafi verið líkari því sem gerist í haustlægðum en að sumri til. Vindhraði hafi verið að jafnaði mun meiri í um 1.000-1.500 metra hæð en við yfirborð jarðar eða um 20-25 m/s á móti 8-12 m/s. Hins vegar hafi á stöku stað mælst hraðari vindur, einkum á sunnanverðu landinu, og nefnir hann að mesta vindhviðan hafi verið við Hvamm undir Eyjafjöllum þar sem vindhraðinn var um 40 m/s. 

Einar veltir fyrir sér hverju sætir, og segir hugsanlegt að við þær aðstæður um miðsumar þegar tiltölulega hlýtt er við yfirborð og mjög hlýtt í miðlægum loftlögum nái vindur síður að slá sér niður til yfirborðsins en fljóti að mestu yfir landið. Hins vegar vanti reynslu á svona aðstæður að sumri til til þess að hægt sé að fullyrða um þetta.

Einar segir að lokum: „Það breytir þó því ekki að lægðin er með þeim allra dýpstu sem sést hafa hér við land í háa herrans tíð í júlí (en þætti hins vegar ekkert merkileg um mánaðamótin ágúst/september). Afar líklegt má telja að loftþrýstingsmetið frá 1901 falli síðar í dag eða í kvöld. 974,1 hPa mælsist í Stykkishólmi 18. júlí það ár. Sennilega fer þrýstingur niður í 971-972 hPa á Stórhöfða eftir því sem lægðarmiðjan sjálf nálgast, en hún er aðeins farin að grynnast eftir að hafa náð mestu dýpt snemma í morgun."

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Fellur metið í kvöld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið í Vestmannaeyjum 22.07.2012:

Staða júli-úrkomu 2012 á Stórhöfða 21. júlí kl.18 er 18,1 mm. Þannig að gamla júlí-mánaðarúrkoman frá 1930 heldur velli.

Mesti 10 mín. meðalvindhraði í Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði      31,4 m/s. kl.22. (ASA-átt).
Vestm.bær  19,1 m/s. kl.21. (ASA-átt).
Surtsey       18,9 m/s. kl.21. (A-átt)

Mesta 10 mín. meðalvindhraði á Stórhöfða í júli-mánuði síðan síritandi vindmælir var settur upp árið 1968 og svo sjálfvirkur vindmælir árið 2004, er 34 m/s. og vindhviða upp  í 43 m/s. þann 30. júlí. 1969. (Enn það getur verið að það sé til meiri vindhraði þar sem maður þarf sjálfur að leita af þessum upplýsingum).

Sennilega er búið að bæta stöðvar-vindhraðamet í júlímánaðar á sjálfvirkum mælum Stórhöfða, Vestm.bæjar og Surtsey sem spannar til ársins 2004?.


Mesta vindhviða íi Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði        36,6 m/s. kl.21. (ASA-átt).
Vestm.bær     31,8 m/s. kl.20. (ASA-átt).
Surtsey          25,9 m/s. kl.20. (ASA-átt).

Lægsti loftþrýstingur í Vestmannaeyjum 21.07.2012:
Stórhöfði 985,8 hpa kl. 21.

Mesta 10 mín. meðalvindhraði á Íslandi 21.07.2012:
Stórhöfði

Mesta vindhviða á Íslandi 21.07.2012:
(V.Í. hefur ekki metnað til að segja frá því).

Lægsti loftþrýstingur á Íslandi 21.07.21012:
(V.Í. hefur ekki metnað til að segja frá því).

Uppfært kl.21:45 í gærkveldið. Á eftir að bæta í þetta seinna í kvöld.

Skrítinn þessi frétt hérna á mbl.is um að mesti vindur hefur verið í Hvammi enn ekki á Stórhöfða.

 

Innlent | mbl | 22.7.2012 | 13:06 | Uppfært 15:00 Upplestur á frétt

Rigndi mest í Bláfjöllum

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. stækka

Úrkomuspá fyrir kvöldið í kvöld, sunnudaginn 22. júlí. www.vedur.is

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands rigndi mest í Bláfjöllum í gær, en sólarhringsúrkoma þar nam 70,2 mm. Má segja að Bláfjöll hafi tekið skellinn af Reykjavík, því úrkoma þar á sama tíma var einungis um 2,3 mm. 

Vindur náði hámarki á landinu á milli átta og níu í gærkvöldi. Meðalvindhraði var mestur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar var hann 31 m/s, og náðu vindhviður þar mest um 35 m/s. Hvassast var hins vegar í Hvammi undir Eyjafjöllum, en einstakar vindhviður þar náðu upp í 40 m/s. Þó var meðalvindhraði þar einungis á bilinu 18-19 m/s.

Í dag verður SA-átt, milt og væta um mestallt landið, líklega mest á Suðausturlandi en minnst norðaustanlands. Á morgun er gert ráð fyrir norðanátt og kólnar þá fyrir norðan, með stífum vindi á Norðvesturlandi en léttir til sunnanlands. Á þriðjudaginn er svo gert ráð fyrir góðviðri um allt landið, enda hafi lægðin þá gengið alveg hjá.

1 blogg um fréttina »

 


mbl.is Rigndi mest í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband