Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Fjórða minnsta úrkoma í aprílmánuði..........

.......á Stórhöfða síðan mælingar hófust þar árið 1921. Enn lokaniðurstaða kl. 09. í dag 30. apríl 2012, er 41,2 mm. (eftir að endurreikna). Sem þýðir að staðarmetið gamla frá 1929 heldur vellið, 29,2 mm. Enn tæpt var það, því þegar 3-4 dagar voru eftir af mánuðinu var staða aprílúrkomu 2012 á Stórhöfða í 22,0 mm. Enn svo kom rigningin........

 Topp 5 minnstu aprílúrkomur á Stórhöfða 1921- 2012:

1.  29,2 mm. 1928

2.  37,5 mm. 1935.

3.  38,7 mm.  1998.

4.  41,2mm.  2012.

5.  47,1 mm. 1950.

Það skýtur nokkuð skökkuð við þar sem einn vetrarmánuðurinn bauð uppá met í mesta mánaðarúrkomu. Svo voru aðrir mánuðir  vetrarsins inná topp 10 mestu mánaðarúrkomu ársins 2012 á Stórhöfða.

 Svo er met í mesta úrkomu haustsins (okt-nóv. 2011), vetrarsins (des.-mar. 2011-12), fyrstu tvo og fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 á Stórhöfða. Enn Veðurstofa Íslands er ekki með það opinberlega, ef þeir þá reikna það út annað borð. Þannig það er bara mín tilfinning þegar ég fór fyrir nokkrum vikum á hundavaði yfir úrkomutölur vetrarsins á Stórhöfða frá 1921 til dagsins í dag.

 

Innlent | Morgunblaðið | 30.4.2012 | 5:30

Spáð sextán stiga hita austanlands

Veðurblíða verður norðanlands en rigning á suðvesturlandi. stækka

Veðurblíða verður norðanlands en rigning á suðvesturlandi. mbl.is/Ernir

Besta veðrið verður á Austur- og Norðausturlandi í dag. Þar er spáð allt að sextán stiga hita og fínu veðri. Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar rigning.

Á morgun er spáð þokkalegu veðri en á miðvikudag á að rigna um allt land áður en norðanátt og kólnandi veður tekur við fram á helgi.

„Tíðarfar hefur verið hagstætt í apríl og ekki vætusamt eins og í vetur. Það hefur verið ágætlega milt en oft næturfrost alveg fram undir mánaðamót. Það hefur hjálpað gróðrinum að það hefur ekki verið frost í jörðu allan mánuðinn," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Sextán stiga hita spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir dómarinn allan..........

 ......sannleikann?

14 klukkutímar frá bjórdrykkju til mikilvægann handaboltaleiks? Sem þýðir að hann neytti bjórs um miðnættið, ef ég man rétt þá byrjaði leikurinn kl.14. Skrítið tímasetning á bjórdrykkju og líka einkennilegt að hafa ekki náð áfengislykt af sér. Hvað gleymdi hann að fara í bað eða sturtu? Og gleymdi hann líka að tannbursta sig?

Íþróttir | Handbolti | mbl | 19.4.2012 | 14:33 | Uppfært 14:59

Dómari í frí vegna bjórdrykkju

Handbolti. stækka

Handbolti. mbl.is

Dómarafnefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið í samráði við Júlíus Sigurjónsson, handknattleiksdómara, að hann taki frí frá dómgæslu út yfirstandandi leiktíð.

Júlíus var ásakaður, af Svavari Vignissyni þjálfari kvennaliðs ÍBV, um að hafa mætt til leiks og dæmt viðureign Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni kvenna á síðasta laugadag angandi af vínlykt. Dómaranefndin segir að þó engin gögn sanni ásakanir Svavars þá sé rétt að Júlíus taki sér hlé frá dómgæslu þar sem framkoma hans hafi ekki verið í anda heilbrigðrar íþróttastefnu segir m.a. í yfirlýsingu sem Dómaranefnda HSÍ sendi frá sér fyrir stundu en Júlíus mun hafa viðurkennt að hafa drukkið bjór kvöldið fyrir leik en hætt 14 tímum áður en umræddur leikur hófst.

Yfirlýsing Dómaranefndar HSÍ:

„Varðar: Ásökun þjálfara ÍBV á hendur dómara í leik Gróttu og ÍBV 14. apríl sl.

Á fundi dómaranefndar í dag var tekið fyrir mál þar sem Júlíus Sigurjónsson var ásakaður af þjálfara ÍBV um að hafa mætt til leiks angandi af áfengi að dæma leik Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni kvenna þann 14. apríl sl.  Eftir að hafa skoðað gögn sem snerta málið þá getur dómaranefnd ekki tekið undir þær ásakanir.

Kvöldið fyrir leik drakk umræddur dómari bjór á opinberum stað og liðu meira en 14 klukkustundir frá því síðasti bjór var drukkin þar til leikur hófst.  

Þrátt fyrir það að ekki hafi fundist áfengislykt af dómaranum þá er framkoma hans ekki í anda heilbrigðrar íþróttastefnu.

Dómaranefnd hefur því ákveðið í samráði við umræddan dómara að hann taki sér frí til loka keppnistímabilsins.

Fyrir hönd dómaranefndar HSÍ
Guðjón L. Sigurðsson, formaður"

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin


mbl.is Dómari í frí vegna bjórdrykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kom ekki á óvart að Svandís........

 .....hafði ekki kjark í sig að alfriða svartfuglinn. Kannski var alfriðun á svartfuglinum harkaleg, og þó.

Enn er ekki kjarni málsins sem er alltaf að gleymast í þessu máli. Það er að komast að því hvað veldur því að fæðuframboðið sé skornu skammti. Finna t.d. út hvort maðurinn sé að veiða of mikið eða of lítið af ákveðnum fiskum. Enn samkvæmt greininni á mbl.is er það ekki nefnt að það sé verið að leggja áherslu á þá hlið máls hjá Umhverfisstofnun. Reyndar veit ég að Nattúrustofnun Suðlands ásamt einhverjum örðum séu að rannsaka það síðustu mánuðum á hraða snigilsins.

Innlent | mbl | 13.4.2012 | 21:22

Veiðitími svartfugla styttur

Svartfuglar í Papey. stækka

Svartfuglar í Papey. mbl.is/Ómar

Umhverfisráðherra hefur stytt veiðitímabil á fimm tegundum svartfugla í vor. Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor.

Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að með styttingu veiðitímans nú sé vonast til að dragi úr afföllum og álagi á stofna svartfugla á þeim tíma sem þeir nálgast land og fara að setjast upp í varpstöðvum.

Vegna hruns svartfuglastofna við Ísland óskaði  umhverfisráðherra eftir tillögum starfshóps um viðbrögð við ástandinu. Meirihluti hópsins lagði til að sett yrði fimm ára bann við veiðum á fimm tegundum svartfugla vegna fækkunar í stofnum þeirra og viðkomubrests á stórum hluta landsins. Minnihlutinn vildi ganga skemur varðandi aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á svartfugla og hyggst ráðherra afla frekari ráðgjafar áður en ákvörðun er tekin um mögulegar  frekari aðgerðir.

Í skýrslunni koma auk þess fram tillögur m.a. um styttingu veiðitíma að hausti, stækkun verndarsvæða við fuglabjörg og bætta skráningu á sjódrukknuðum fuglum í netum.

Ákveðið hefur verið að bæta vöktun allra svartfuglastofna á komandi árum og hefur umhverfisráðuneytið nú nýlega fengið tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands þar að lútandi. Ráðherra hefur að öðru leyti ekki tekið afstöðu til tillagna starfshópsins, en mun gera það tímanlega áður en veiðitímabil á að hefjast að nýju 1. september í haust.

Starfshópurinn lagði loks til að ákvæðum um hlunnindaveiðar utan hefðbundins veiðitíma yrði breytt til að auka heimildir ráðherra til reglusetningar þar ef þörf krefði. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir Alþingi.

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Veiðitími svartfugla styttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið að "úti"leikmenn meiga ..........

......tækla hvern annan án þess svo mikið sem fá gula spjaldið fyrir. Skil reyndar ekki tilganginn í tækla. Því er þetta bæði slysahætta og tímaeyðsla.

Hvernig datt einhverjum hug að markmaður skuli fá rautt spjald fyrir að setja hendur á boltann. Enn þar sem markmaðurinn var svo óheppinn að fara í fætur hans þá er auðvitað réttlætanlegt að dæma víti. Enn svo er spurning hvort sóknarmaðurinn var ekki með leikaraskap.

Enn ef markmaður hefur verið svo heimskur að fara með fætur á undan sér eða misst sóknarmanninn fram hjá sér og felld hann eftirá þá ætti spjald vera réttlættanlegt með vítinu.

Eina ráðið hjá markmanni til að forðast vandræði maður á móti manni er að taka sér sæti fyrir framan sóknarmanninn með hendur nirði og bíða. Þannig minkar maður sjónarsvið sóknarmannsins. Og markmaðurinn verður þá líka að vera tilbúinn að sóknarmaðurinn fari til hliðar. Þá helst til hliðar (niður í endalínuna) þar sóknarmaður eigi helst möguleika að gefa fyrir markið. Þetta lærir maður svo sem líka í körfuboltanum.

Þetta lærði af pólskum þjálfara fyrir 15 árum, þegar ég var markmaður. Enn þessi þjálfari lagði mikið uppá markmannsþjálfun.

Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 12.4.2012 | 15:47 | Uppfært 16:23

Doni í eins leiks bann

Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. stækka

Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. AFP

Liverpool varð ekki ágengt í áfrýjun sinni til enska knattspyrnusambandsins en það áfrýjaði rauða spjaldinu sem brasilíski markvörðurinn Alexander Doni fékk að líta í leik Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók áfrýjun Liverpool fyrir í dag og vísaði henni frá sem þýðir að Doni verður í banni þegar Liverpool mætir Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn.

Þar sem Pepe Reina tekur einnig út leikbann mun Brad Jones verja mark Liverpool-liðsins.

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Doni í eins leiks bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmm........ber lögreglan ábyrgð á þessari......

............frétt?????

Einhvað virðist fallbeygingin fara í forgörðum á nafninu hennar. Svo eftir smá rannsóknarvinnu fá sé ég að það hefur gleymst háið i nafninu hennar.

Enn vonandi kemur hún þurr og heil af djamminu.

  Innlent | mbl | 9.4.2012 | 17:50 | Uppfært 18:35 Upplestur á frétt

Lýst eftir stúlku

Ester Björg Ragnarsdóttir stækka

Ester Björg Ragnarsdóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 16 ára stúlku, Ester Björg Ragnarsdóttur, sem fór frá heimili sínu í Breiðholti á skírdag, þann 5. apríl s.l. Ekkert er vitað um hvar hún er nú niðurkomin.

Ester er um 170 cm á hæð, um 55-58 kg. á þyngd, grannvaxin með dökkt stutt hár og með blá augu. Síðast er vitað var þá var hún klædd í hvíta dúnúlpu og galla stuttbuxur en ekki er vitað með frekari klæðnað.  

Þeir sem hafa orðið varir við eða vita um ferðir  Esterar B. Ragnarsdóttur frá 5. apríl s.l. , eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
mbl.is Lýst eftir stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljið gjörið svo vel að kalla þetta EKKI....

.............VEÐURFRÉTTIR!!!!!!!!!!!!!!!!!

Vegna þess að veðurtíminn er 98-100% veðurspá. Og helmingur þess er að segja manni hvernig veðrið verður næstu daga í Evrópu. Og einhvernhluta vegna er lika sagt hvernig veðrið verður í Amerríku.W00t Eins og það skipti íslendingua einhvað, nema fyrir þá örfáu  sem eru að fara þangað.

 

Enn flott skemmtiefni í boði tæknimistaka Ríkissjónvarpsins.



Innlent | mbl | 8.4.2012 | 21:37 Upplestur á frétt

Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli

Hinn glaðbeitti Einar Magnús Einarsson slær á létta strengi í veðurfréttum kvöldsins. stækka

Hinn glaðbeitti Einar Magnús Einarsson slær á létta strengi í veðurfréttum kvöldsins. Af vef RÚV

Í veðurfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld kom upp nokkuð sérstakt atvik þar sem veðurfréttamaðurinn, Einar Magnús Einarsson, fipast í miðjum fréttatíma, afsakið hlé merki kemur á skjáinn áður en veðurfréttatíminn, í heild, er sýndur aftur en þá án þess að Einar fipist. Fjölmargir hafa deilt veðurfréttatímanum á Facebook en hann má sjá í heild á vef RÚV.

Veðurfréttatími kvöldsins var eins og oft áður tekinn upp fyrirfram. Svo virðist því sem í loftið hafi farið öll upptakan, en ekki sá kafli þar sem Einar Magnús flytur veðurfréttirnar í heild.

Aðdragandinn er sá að Einar er að segja frá því að slæmt ferðaveður verði á landinu. Svo kemur hik á hann og hann stoppar, veifar hendinni að hermanna sið og brosir. Fréttatíminn er svo í kjölfarið sýndur í heild.

Ekki náðist í Einar Magnús við vinnslu fréttarinnar.

7 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

mbl.is Veðurfréttamaður RÚV vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kemur sér vel fyrir kvótafrúna ......

......Guðbjörgu að vera eigandi Morgunblaðsins til að reka harðan áróður gegn kvótafrumvarpinu.

Hvað ætli Sigurgeir fái í tímaaup????????

 

Innlent | Morgunblaðið | 2.4.2012 | 5:30

Mikið tap með veiðigjaldi

Veiðigjald eins og lagt er til hefði þurrkað upp allan hagnað útgerðar á árunum 2000-2010 ... stækka

Veiðigjald eins og lagt er til hefði þurrkað upp allan hagnað útgerðar á árunum 2000-2010 og snúið hagnaði í tap. mbl.is/RAX

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, yfirleitt kallaður Binni í Vinnslustöðinni, segir að hefði hér verið veiðigjald, eins og gerð er tillaga um í nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra, þá hefði verið bullandi tap á íslenskri útgerð á árunum 2000-2010, að báðum árunum meðtöldum.

Hann kveðst standa við orð sín um að til standi að þjóðnýta útgerðina með skattlagningu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Binni, að hagnaður útgerðarinnar á árunum 2000 til 2010, samkvæmt tölum Hagstofunnar, hafi verið samtals rétt tæpir 50 milljarðar eftir tekjuskatt. Á sömu árum borgaði útgerðin alls rúma 10 milljarða í tekjuskatt. Hann setti inn veiðigjald eins og lagt er til að tekið verði upp og á fyrrgreindu árabili hefði það numið 130 milljörðum króna. Með því hefði tap á útgerð verið samtals 70 milljarðar króna fyrir skatta á árunum 2000 til 2010. Þar til viðbótar kæmu svo áhrif af nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða, þar á meðal kvóti sem eigi að taka af útgerðarfyrirtækjum og færa öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir

Tengdar fréttir - Kvótafrumvarp

Boðar ríkisstyrki

31.3. „Það er mín skoðun að landsbyggðin eigi að reisa sína baráttu á þeim grunni að hún eigi rétt á sinni hlutdeild í sameiginlegu aflafé til þess að henni sé tryggð góð þjónusta og búsetuskilyrði. Það er nú einmitt meiningin að sveitarfélögin... fái hlutdeild í þeim tekjum sem þetta skilar." Meira » Fleiri fréttir » 1 blogg um fréttina »
mbl.is Mikið tap með veiðigjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband