Ekki sama Jón og séra Jón

Enn einn dómur sem er einkennilega ósamræmi við nánast sama brot. Eða er ég svona vitlaus að sjá ekki að það er ekki svo alvarlegt að berja og sparka í konu liggjandi í gólfinu, og það í höfuðið. Sem mér finnst reyndar vera jafn alvarlegt og lemja mann með glerflösku.

Innlent | mbl.is | 12.6.2008 | 16:36

Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hæstiréttur hefur dæmt pólskan karlmann, Robert Olaf Rihter, karlmann í 5 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en maðurinn sló  annan mann ítrekað með glerflösku í höfuð, háls og víðar í líkamann. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða þeim, sem hann réðist á, 790 þúsund krónur í bætur. 

Árásin var gerð á heimili Rihters í Keflavík í nóvember sl. Sá sem fyrir árásinni varð fékk djúp sár í gegnum hálsvöðva, marðist í andliti  og fékk áverka á brjóstkassa, öxl og upphandlegg. Að mati lækna var atlagan lífshættuleg og réði hending því að ekki hlaust bani af.

Hæstiréttur segir að óljóst sé hvað manninum gekk til verksins en honum hlyti að hafa verið ljóst að mannsbani gæti hlotist af árásinni.

Innlent | mbl.is | 13.6.2008 | 13:15

Réðist á sambýliskonu sína

 

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína á heimili þeirra. Þetta gerðist í desember á síðasta ári en maðurinn barði konuna m.a. í höfuðið og sparkaði síðan í hana liggjandi.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 615 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar. 

Fram kemur í dómnum að maðurinn sagðist  ekki muna neitt eftir atburðum næturinnar. Hann hafði verið einn úti að skemmta sér og um nóttina óku lögreglumenn fram á hann á gangi á Glerárgötu á Akureyri og óku honum heim. Sögðu þeir manninn hafa verið mjög ölvaðan og erfiðan í samskiptum.

Í dómnum er haft eftir konunni, að hún hafi verið mjög miður sín eftir þetta og ekki treyst sér til vinnu. Hún hafi fengið kvíða- og grátköst og átt erfitt með svefn.  Hún hafi fengið aðstoð félagsráðgjafa, sem hafi vísað sér til sálfræðings en líðan sín sé misjöfn.  Hún hugsi enn um þetta atvik og líði illa yfir því.

Maðurinn sagðist hafa verið niðurbrotinn eftir þetta.  Hann hafi farið í áfengismeðferð og haldið bindindi eftir það.  Hann sagðist oft hafa reynt að hafa samband við konuna, símleiðis og bréflega, en það hafi ekki tekist og samband þeirra sé óuppgert, tilfinningalega og fjárhagslega.


mbl.is Réðist á sambýliskonu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli lykilorðið sé ekki "glerflaska" í fyrri dómnum.  Augljós stigsmunur.

Blahh (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Sæll, Blahh.

Ekki finnst mér það vera svo mikið stigsmunur........

Pálmi Freyr Óskarsson, 14.6.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband