Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja
B-982. mál á 118. fundi, 139. löggjafarþingi, 05.05.2011. Öll umræðan Horfa á alla umræðuna11:03 Flm. (Árni Johnsen) Horfa Lesa 11:09 Ögmundur Jónasson Horfa Lesa 11:14 Eygló Harðardóttir Horfa Lesa 11:16 Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfa Lesa 11:19 Þór Saari Horfa Lesa 11:21 Íris Róbertsdóttir Horfa Lesa 11:23 Björn Valur Gíslason Horfa Lesa 11:26 Eygló Harðardóttir Horfa Lesa 11:28 Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfa Lesa 11:30 Flm. (Árni Johnsen) Horfa Lesa 11:33 Ögmundur Jónasson Horfa Lesa
Árni Johnsen (S):
Virðulegi forseti. Í samgöngumálum skiptir stöðugleiki öllu máli, stöðugleiki í tíðni ferða og þjónustu. Það er lykilatriði. Hitt er ekki samgöngur, hitt er áhugamannaaðferðir.
Landeyjahöfn sem menn höfðu miklar væntingar til lofar góðu en hefur verið erfið í fæðingu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt en það er ekki að öllu leyti ásættanlegt að ekki hafi verið brugðist betur við ýmsum þáttum er lúta að þessu mannvirki. Við skulum muna að samgöngum við Vestmannaeyjar, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins um áratugaskeið, hefur farið aftur svo nemur líklega 50-60 árum. Það þætti ekki boðlegt á höfuðborgarsvæðinu, hæstv. innanríkisráðherra. Þess vegna þarf að kljást við þennan vanda eins og annars staðar af fullri ábyrgð. Til að mynda var flugþjónusta við Vestmannaeyjar skorin niður af fyrrverandi hæstv. samgönguráðherra Kristjáni Möller á einni nóttu þótt tugþúsundir ferðamanna færu flugleiðis til Vestmannaeyja. Þetta er flókið mál en ekki það flókið að menn geti ekki ráðið við það ef þeir ganga til verka eins og vanir menn.
Það er engin spurning, virðulegi forseti, að þau dæluskip sem hafa verið í Landeyjahöfn ráða ekki við aðstæðurnar þar vegna sjólags. Það hefur vissulega verið erfitt sjólag í vetur en engu að síður eru þarna þröskuldar sem verður að taka á, annaðhvort að leggja drög að nýju dæluskipi sem kostar ekkert stórkostlega mikið, sem gæti þá sinnt fleiri þáttum í höfnum landsins, eða bregðast við á annan hátt. Það er þó jákvætt að sandburður að Landeyjahöfn hefur minnkað um nær 95%, þ.e. gosefnin sem fylgdu Eyjafjallagosinu eru að sigla út úr hafnarmynninu, út úr fjörunum sem þau runnu fram í. Nú er farið að renna í ákveðna átt eins og er hefðbundin aðstaða við Landeyjahöfn og hegðun sjávar og sands. Engu að síður er vandinn á borðinu.
Það þarf að taka miklu fastar á í þessum efnum. Það þarf að hefja nú þegar undirbúning að smíði nýrrar ferju. Það er ekki tímabært að taka ákvörðun um það en það er hægt að hefja undirbúning nú þegar og kanna og fylgjast með öllum möguleikum þannig að það tefji ekki þegar þar að kemur, hugsanlega í árslok eða þar um bil. Það verður hægt að taka ákvörðun um það þegar reynslan hefur talað. En þetta má ekki bíða, það verður að skoða möguleika á heflun á hafsbotni sem er aðferð sem þekkist víða erlendis. Það mál er í biðstöðu en frekar ættu menn að skoða núna fastan dælubúnað í hafnarmynninu sem væri hægt að byggja á sumri komanda. Hvort hann kostar plús eða mínus 300 milljónir skal ég ekki segja fullkomlega, en þetta er dæmið sem gæti leyst af dæluskip í Landeyjahöfn. Vandinn við dælingar þar er meðal annars sá að höfnin er svo lítil og erfitt að fá skip til að athafna sig þar við erfiðar aðstæður. Það verður að taka af skarið með þetta, það verður að tryggja smábátaaðastöðuna sem vantar, það kemur um leið og menn fara að ráða við þetta vandamál við höfnina. Það þarf að gera aðstöðu um leið fyrir björgunarsveitir og tryggja þannig að þetta verði höfn í notkun árið um kring. Annað er ekki boðlegt. Það kynni að mega takmarka smábátaferðir yfir háveturinn en ekki að öðru leyti.
Um þetta vil ég spyrja hæstv. innanríkisráðherra: Hver verða næstu skref hans í þessu máli til að leysa þarna vanda (Forseti hringir.) sem má ekki bíða?
innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):
Hæstv. forseti. Margt hefur tekist vel varðandi Landeyjahöfn og allir viðurkenna að hún er gríðarleg samgöngubót og hefur orðið lífinu í Vestmannaeyjum mikil lyftistöng (Gripið fram í.) þegar vel hefur tekist til. Sumt hefur farið úrskeiðis og nú beinum við sjónum okkar að því sem úrskeiðis hefur farið, og þá segi ég: Við þurfum að greina vel á milli þess sem hefur verið í okkar valdi að laga og hins sem við höfum ekki ráðið við. Hér þurfum við að vera sanngjörn vegna þess að við komumst ekkert áleiðis með því að kveða upp þunga dóma yfir mönnum þegar um er að ræða mál sem þeir hafa ekki ráðið við.
Það er staðreynd að með gosi í Eyjafjallajökli og tilheyrandi sandburði niður Markarfljót til sjávar skapaðist ójafnvægi á ströndinni við Landeyjahöfn. Um 2 milljónir rúmmetra af gosefnum hafa komið niður fljótið frá gosi og fram á haustið 2010 og þetta efni myndaði sandöldur sem hamlað hafa siglingu Herjólfs um Landeyjahöfn. Þetta er staðreynd sem við ráðum ekkert við.
Siglingastofnun Íslands bauð í fyrrahaust út viðhaldsdýpkun á ströndinni við Landeyjahöfn og samdi við Íslenska gámafélagið þann 11. febrúar um að taka verkið að sér. Þetta var samningur til þriggja ára og nam heildarupphæð hans 294,9 millj. kr. Gámafélagið hefur notað sanddæluskipið Skandia til þessa verks.
Meginerfiðleikarnir sem við hefur verið að stríða hafa orðið til af mjög rysjóttu veðurfari. Erfiðleikarnir tengjast því hversu fáir dagar hafa gefist til dýpkunar en til að unnt sé að dýpka í höfninni þarf ölduhæð að vera undir tiltekinni hæð sem nemur 2 metrum. Í meðalárferði í febrúar gefast 14 dagar fyrir Skandia að dýpka. Í febrúar í ár reyndust þeir vera fjórir, þetta er bara veðurfarið. Í meðalárferði gefast 17 dagar í mars fyrir Skandia að dýpka, í mars í ár reyndust þeir vera 13. Í meðalárferði gefst 21 dagur í apríl fyrir Skandia að dýpka, í apríl í ár reyndust þeir vera fimm. Þetta eru bara staðreyndir og við semjum ekki við náttúruöflin um þetta. Við vildum að þetta hefði verið á annan veg, en þetta er veruleikinn sem við blasir.
Þá er spurningin hvernig við glímum við hann. Eitt af því sem gert hefur verið er að reisa varnargarð við Markarfljót sem mun hafa þau áhrif til framtíðar að framburður úr fljótinu leitar frekar austur frá höfninni og lokar höfninni síður.
Það eru ýmsir aðrir þættir sem hér koma til og hv. þingmaður hefur vakið máls á. Hann teflir fram hugmynd um að komið verði upp föstum dælubúnaði svo dæmi sé tekið. Þetta er hugmynd sem fulltrúar Siglingastofnunar hafa einnig sett fram. Þetta mundi að öllum líkindum kosta á bilinu 400-1.000 millj. kr. eftir því hvaða búnaður yrði notaður og athygli okkar í ráðuneytinu hefur verið vakin á því að þetta er að vissu leyti líka tilraunaverkefni. Við getum ekki sagt fyrir um það á afdráttarlausan hátt hverjar niðurstöðurnar yrðu. Þar erum við kannski komin að þungamiðjunni í þessu máli. Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur en við verðum og erum nauðbeygð til að gefa málinu tíma. Við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni og taka síðan mið af því. Ég vísaði í staðreyndir um frávik frá hinu hefðbundna í náttúrunni hvað varðar vindáttir og rysjótt veðurfar að ógleymdu að sjálfsögðu gosinu (Forseti hringir.) sem var þarna afgerandi. Ég mun svara spurningum hv. þingmanns nánar þegar ég kem í síðari ræðu.
Eygló Harðardóttir (F):
Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að Landeyjahöfnin hafi ekki verið mikið opin sýndi hún svo sannarlega á mjög stuttum tíma hversu miklu máli hún skiptir fyrir Vestmannaeyinga, fyrir Suðurlandið allt og í raun og veru alla Íslendinga. Þess vegna hafa það verið mjög sár vonbrigði, ekki hvað síst í Vestmannaeyjum, hve erfiðlega hefur gengið að halda höfninni opinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, benti í grein á að Landeyjahöfnin er ekki fullbyggð, verkefninu er ekki lokið. Því verður ekki lokið fyrr en hægt verður að standa við það loforð að höfnin sé framtíðarlausn í samgöngumálum Vestmannaeyinga og að tryggðar séu öruggar ferðir með einungis 5-10% frátöfum. Þetta var sagt í upphafi, þessu trúðum við og þetta er það sem þarf að standa við.
Það er ýmislegt sem hefur farið úrskeiðis. Eins og hæstv. ráðherra fór í gegnum má svo sem segja að svo virðist sem menn hafi ekki reiknað með eldgosi. En ég verð hins vegar að segja að það er mjög einkennilegt vegna þess að það hefur sýnt sig margítrekað að Suðurlandið er eitt af virkustu svæðunum hvað varðar eldgos, bæði í Vestmannaeyjum sjálfum og síðan hafa verið skipulagðar ýmsar æfingar til að bregðast við eldgosum á þessu svæði í Rangárvallasýslu.
Það má líka benda á sögulega staðreynd sem Siglingastofnun og ráðuneytið hefðu þurft að hafa í huga á sínum tíma. Dráttarskip var staðsett í Vestmannaeyjum fyrir gos sem mér skilst að hafi nánast daglega mokað þegar það var opið þar inn. Það hefur alltaf verið mikill sandur undir suðurströndinni, þetta er sandströnd. Ég hef töluverðar áhyggjur af því (Forseti hringir.) að ráðherrann taki ekki bara af skarið og segi að það eigi að setja upp varanlegan dælubúnað í hafnarmynninu strax vegna þess að þetta eru aðstæður sem fara ekkert í burtu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):
Virðulegur forseti. Sá sem hér stendur flýgur oft á milli Norðausturlands og Reykjavíkur og eitt sinn var við hliðina á mér kona, búsett á Akureyri, sem var á leið til sinna heimaslóða, Vestmannaeyja, á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík. Hún sagði við mig: Hvað bíður mín í Reykjavík? Ég þarf að taka leigubíl frá flugstöðinni og aka með þeim leigubíl yfir á Hótel Loftleiðir og taka þar flugvél með Flugfélaginu Örnum til Vestmannaeyja. Með öðrum orðum þessi kona þurfti að taka leigubíl á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík-Eyjar.
Þetta er dæmi um samgöngumáta sem margir úti á landi þurfa að búa við. Þegar kemur að samgöngumálum skiptast landsmenn að mörgu leyti í tvö horn um það sem þeir fá fyrir skattpeningana sína. Sumir njóta ríkulegrar þjónustu í samgöngumálum, aðrir mun lakari. Svo hefur verið um Vestmannaeyinga um langt árabil.
Það mundi sennilega aldrei líðast að Norðlendingar væru lokaðir inni vegna þess að Holtavörðuheiðin væri ekki rudd reglulega og væri jafnvel ekki rudd og það kæmi jafnvel til greina að hætta vetrarþjónustu á heiðum sem Holtavörðuheiði. Það kæmi einfaldlega ekki til greina. En það virðist sem það komi að einhverju leyti til greina að Vestmannaeyingar búi við minni þjónustu hvað samgöngur varðar og það ber að leiðrétta.
Auðvitað er það svo og kom fram í máli hæstv. ráðherra áðan að landsmenn hafa verið óheppnir með veðurlag í vetur og til þess ber að horfa þegar að endurbótum á Landeyjahöfn kemur. Við skulum vona að með öllum ráðum verði reynt að kippa þessu í liðinn á komandi vikum og mánuðum og að Vestmannaeyingar geti notið þessara (Forseti hringir.) mestu samgöngubóta í sögu Eyjanna frá upphafi.
Þór Saari (Hr):Virðulegur forseti. Eins og fram hefur komið í þessari umræðu um Landeyjahöfn og þá merku og mikilvægu framkvæmd er það ekki á hreinu hvort um mistök var að ræða eða ekki. Það mun einfaldlega koma í ljós með tímanum hvort hér er eingöngu um að ræða gosefnavanda eða ekki. Það er svolítið hlálegt að fylgjast með fréttum af því að sjálft sanddæluskipið situr fast í sandinum og getur ekki athafnað sig og ég tel að menn hefðu á upphafsstigum verksins e.t.v. átt að vanda sig betur. Menn virðast ekki vita enn þá hvort hér er um varanlegt vandamál að ræða eða ekki.
Þetta þarf skoðunar við, það þarf að gera úttekt á því hvað fór úrskeiðis. Þetta var framkvæmd upp á milljarða króna af skattfé almennings og ef gerð hafa verið mistök við hönnun hafnarinnar og staðsetningu þarf einfaldlega að koma í ljós hvort það var óskhyggja sem réði för við þessa framkvæmd eða hyggjuvit. Eins og ég sagði áðan er það ekki alveg á hreinu.
Landeyjahöfn er að sjálfsögðu og á að vera hluti af almennri forgangsröðun í samgöngum og hún er þörf framkvæmd. Það er brýnt fyrir Vestmannaeyinga að geta komist upp á land og geta komist heim til sín aftur samdægurs ef á þarf að halda eins og með okkur hin sem viljum heimsækja Eyjar og viljum kannski ekki dvelja þar of lengi að eiga möguleika á því að fara til baka samdægurs.
Þetta snýr hins vegar líka að mikilvægi samgangna annars staðar á landinu og við verðum að forgangsraða í réttri röð. Það eru svæði sem búa við mjög slæmar samgöngur líka. Það þarf að samræma samgöngur á suðvesturhorninu í samræmi við 20/20 áætlunina, tryggja þarf greiðar ferðir yfir Breiðafjörð árið um kring með ferjusiglingum og tryggja þarf betri vegasamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum og tengingar þess svæðis við byggðirnar fyrir norðan. Þetta eiga að vera þau forgangsatriði sem við leggjum áherslu á en ekki einhverjar ævintýralegar nýframkvæmdir sem (Forseti hringir.) virðast oftar en ekki vera settar í gang af óskhyggju einni saman.
Íris Róbertsdóttir (S):
Virðulegi forseti. Grundvallaratriði í þessu máli öllu er að Vestmannaeyingar sitja nú uppi með mun verri samgöngur en áður en ráðist var í þær miklu samgöngubætur sem Landeyjahöfn átti að vera og felast í Landeyjahöfn. Þetta eru góðar samgöngur þegar þær virka.
Ofan á lokun hafnarinnar bætist að ríkisstyrkt áætlunarflug var aflagt, reglubundnu flugi á Bakkaflugvöll var hætt og þjónusta Herjólfs á Þorlákshafnarleiðinni er mun verri en áður. Við þessu ófremdarástandi verða samgönguyfirvöld að bregðast með miklu ákveðnari og skilvirkari hætti en verið hefur til þessa.
Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá hæstv. innanríkisráðherra að hann ræður ekki við náttúruöflin en hann hefur heilmikið um það að segja hvernig brugðist er við þeim og lifað með þeim. Lífið í landinu í gegnum aldirnar hefur einmitt að mestu gengið út á slíka aðlögunarhæfni en ekki uppgjöf.
Hér eru ekki bara í húfi þær almennu forsendur fyrir byggð, og mér liggur við að segja mannréttindi, sem felast í viðunandi samgöngum. Ýmsir aðilar í Vestmannaeyjum treystu á þau fyrirheit sem gefin voru um bættar samgöngur og fjárfestu í þeim greinum sem helst áttu að dafna vegna þeirra, svo sem ferðaþjónustu og veitingarekstri. Allt þetta er í uppnámi.
Virðulegi forseti. Stjórnvöld verða einfaldlega að svara þeim spurningum sem brenna á fólki og marka einhverja stefnu sem mark er á takandi. Á að sjá til þess að Landeyjahöfn haldist opin árið um kring eða er henni ætlað að vera bara einhvers konar sumarhöfn? Verða styrkir til reglubundins áætlunarflugs til Eyja teknir upp að nýju í ljósi aðstæðna? Þessum spurningum þarf að svara, hæstv. innanríkisráðherra, og best er að svarið verði það svar sem lofað var í upphafi: Já, við ætlum að sjá til þess að höfnin haldist opin árið um kring, já, framkvæmdin verður kláruð, (Forseti hringir.) já, það á að fara að leggja í að smíða nýjan Herjólf.
Björn Valur Gíslason (Vg):
Virðulegi forseti. Á vef Siglingastofnunar er eftirfarandi um mögulegar lausnir vegna Landeyjahafnar, með leyfi forseta:
"Efnahagsástandið á Íslandi hefur nú sett smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í uppnám og hefur ráðuneyti samgöngumála fallið frá því að ferja verði keypt á meðan gjaldeyriskreppa ríkir hér á landi. Málið verður tekið upp að nýju þegar betur árar í fjármálum þjóðarinnar "
Síðan segir, með leyfi forseta:
"Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætlaðar 5-10% af tímanum" - þ.e. siglingar til Landeyjahafnar - "og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki ásættanlegur kostur. Því er ætlunin að hefja leit að leiguferju þar sem frátafir væru svipaðar eins og upphaflega var lagt af stað með, 3%. Ef sú leit skilar ekki viðunandi árangri verður reynt að nota gamla Herjólf. Til að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir mundi hann sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara."
Þetta rifja ég hér upp, virðulegi forseti, vegna þess að að stórum hluta var þetta fyrirséð vandamál. Það lá fyrir á þessum tíma. Þetta er frétt frá 19. nóvember árið 2008, þetta er ekki ný frétt. Þetta var birt á vef Siglingastofnunar þegar sú ákvörðun var tekin að fresta byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þetta var fyrirsjáanlegt vandamál að talsverðum hluta til þó að erfiðleikarnir hafi vissulega orðið meiri en gert var ráð fyrir á þessum tíma, m.a. vegna ýmissa aðstæðna sem hér hafa verið nefndar, eldgos og fleira í þeim dúr. Það voru efasemdir líka á þinginu um þessar framkvæmdir og margar í þessa veru, að það yrði illsiglanlegt í þessa höfn yfir vetrarmánuðina samkvæmt þeim sem til þekktu.
Ég held að við ættum samt sem áður ekki að afskrifa Landeyjahöfn hér og nú þegar ekki er einu sinni ár liðið frá því að höfnin var opnuð. Það er langur vegur frá því að við eigum að afskrifa þessa góðu samgöngubót, sem hún er. Þetta er og verður góð og (Forseti hringir.) mikilvæg samgöngubót, ekki bara fyrir Vestmannaeyjar heldur fyrir landið allt. Við eigum ekki að hrökkva af hjörunum þó að byrjunarerfiðleikarnir séu meiri en við gerðum ráð fyrir.
Eygló Harðardóttir (F):
Virðulegi forseti. Í framhaldi af fyrri ræðu mundi ég vilja beina fyrirspurn til hæstv. ráðherra og ég vonast til að hann geti svarað henni í lokaorðum sínum: Er ætlunin að framlengja samninginn við Íslenska gámafélagið um dýpkun Landeyjahafnar eða ekki?
Það kemur fram í frétt á RÚV að hæstv. ráðherra hafi bent á að það hafi verið ákveðið skipulags- og reynsluleysi hjá verktakanum og að skipið hafi ekki haft afkastamikinn dælubúnað. Það er náttúrlega mjög alvarlegt ef það hefur legið fyrir nánast þegar samningurinn var gerður að það væri ekki mikil reynsla af því að standa í svona sandmokstri eins og skipinu var ætlað að gera með samningnum, og líka að skipið væri svona gamalt og hefði svona litla vél eða litla afkastagetu þegar skrifað var undir samninginn. Ég held að það sé mikilvægt að fá svör við þessu.
Síðan vildi ég ítreka að mér finnst það aðalatriði að við leggjum áherslu á að tryggja að Landeyjahöfnin sé opin allt árið. Það er hins vegar líka nauðsynlegt að vera með viðbragðsáætlun þegar aðstæður eru þannig að það er ekki hægt. Þá er algjörlega óásættanlegt að við Eyjamenn þurfum að búa við það að þjónustan sé lakari, við erum að borga meira fyrir lakari þjónustu um borð. Starfsfólki hefur verið fækkað, öll þjónustan hefur dregist saman. Það skiptir mjög miklu máli að ekki sé verið að bjóða upp á lakari aðstæður þegar okkur hefur verið lofað betri samgöngum.
Ég vil líka benda á, og það kom fram hér í ræðu hv. þm. Björns Vals Gíslasonar, að talað var um að leigja nýja ferju. Ég veit ekki til þess að neitt sé byrjað að skoða það (Forseti hringir.) þó að við höfum lagt það til hliðar að smíða nýja ferju.
Að lokum vil ég hins vegar taka fram að Flugfélagið Ernir hafa staðið sig (Forseti hringir.) mjög vel í flugi og það ber að þakka.
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):
Virðulegi forseti. Auðvitað snúast samgöngumál um mannréttindi, að komast örugglega leiðar sinnar. Þessi mannréttindi eru að mörgu leyti brotin víða um land vegna þess að menn, konur og börn eiga í erfiðleikum með að komast að þeirri þjónustu sem kannski aðrir landsmenn telja vera sjálfgefna og eðlilega í námunda við heimili sín. Vestmannaeyingar búa við þetta, þeir þurfa auðvitað að sækja margvíslega og brýna þjónustu upp á land, sem svo heitir, og má þar nefna sjúkrahúsþjónustu og námsþjónustu margvíslega. Þess vegna er mjög brýnt að þessari mikla samgöngubót, sem Landeyjahöfn er og vonandi verður, verði komið í lag á sem stystum tíma.
Ég tel að hæstv. ráðherra muni beita sér með eðlilegum hætti í því máli og ég heyri á mæli hæstv. ráðherra að hann mun leita allra leiða til þess að hafa þessa glæsilegu höfn opna eins oft og mögulegt er. Ég vil hins vegar beina því til hæstv. ráðherra að þjónusta í þessari höfn verði ekki einvörðungu fyrir Herjólf heldur líka aðra ferðamannabáta og skemmtibáta, ef svo ber undir, því að þessi höfn á að geta rúmað eins víðtæka ferðaþjónustu og nokkur kostur er Vestmannaeyingum (Forseti hringir.) og þeirra litla hagkerfi til heilla
Árni Johnsen (S):
Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þær umræður sem hér hafa átt sér stað. Ég vil þó minna á að ef við hefðum ekki haft hrædda ráðamenn hjá þjóðinni fyrir nokkrum árum, þegar tekin var ákvörðun um Landeyjahöfn, væri núna verið að ljúka við gerð jarðganga á milli lands og Eyja. Þar þarf ekki að berjast við náttúruöflin. Þetta skulu menn hafa í huga. Það kemur tími fyrir það síðar.
Landeyjahöfn er vandamál og þó að hæstv. ráðherra segist ekki geta samið við náttúruöflin er það ekki alls kostar rétt vegna þess að reynslan hefur sýnt að menn sem þekkja á náttúruöflin og hafa barist við þau áratugum og öldum saman, hafa náð að virkja þau bæði til lands og sjávar. Reynsla sjómanna, reynsla þeirra sem búa við sjávarsíðuna er á þann veg. Þess vegna þarf að bregðast við þannig að vandamálið sem Landeyjahöfn er í dag verði ekki viðvarandi heldur aðeins til skamms tíma. En þá þarf að hefjast handa, hæstv. ráðherra, og vera ekki að bíða og bíða. Við vitum að sandburðurinn frá Eyjafjallagosinu hefur minnkað um 95%. Þetta er því að komast í eðlilegar aðstæður en samt sem áður þarf að bregðast við.
Sandburðurinn að siglingunni, að hafnarmynninu, verður við 2,5 metra ölduhæð og þar þarf að vera hægt að grípa inn í. Þau skip sem nú eru til staðar ráða ekki við það og þá þarf að bregðast við með öðrum hætti. Fastur dælubúnaður á sjávarbotni í innsiglingunni væri eins og fast dæluskip og gæti alltaf unnið fram fyrir sig. Það er röng tala að þetta kosti 400-1.000 milljónir kr. Rétt tala er 300-400 milljónir hámark eins og nánast er búið að semja um (Forseti hringir.) við dæluskipið Skandiu. Þetta eru hlutir (Forseti hringir.) sem ég vil vekja athygli á, það verður að bregðast við, það verður að koma fluginu af stað aftur með þeim hætti sem var og horfast í augu við að þetta er vandamál sem menn verða að leysa með því að taka fast og ákveðið á því.
innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):
Hæstv. forseti. Í þessari umræðu, sem að mörgu leyti hefur verið góð, hafa talað margir þingmenn sem sjálfir búa á landsbyggðinni og sem búa í Vestmannaeyjum og málið brennur á. Ég skil mjög vel að þeim sé mikið niðri fyrir, skil það mjög vel og virði það.
En ég spyr á móti hvort ekki sé eðlilegt að menn kappkosti hér í þessum sal, þar sem við förum með löggjafarvaldið og fjárveitingavaldið, að vera pínulítið sanngjarnir og raunsæir í málflutningi sínum. Spurt er hvort einhver uppgjöf sé uppi. Nei, það er engin uppgjöf. Við ætlum hins vegar að fara fram af fullu raunsæi í málinu og ég er að benda á þætti sem við höfum ekki ráðið við og á hvern hátt við erum að bregðast við þannig að úrbætur náist.
Einn hv. þingmaður talar um að við hefðum átt að gera ráð fyrir gosi í útreikningum vegna þess að Ísland sé eldgosaland, eldfjallaland. Hvernig gátum við vitað þetta? Hvernig gátum við vitað að veðurfar yrði nú rysjóttara en verið hefur um langt skeið, að sandburður yrði með öðrum hætti en verið hefur?
Ég segi því: Við eigum að fara að öllu með gát og af fullri yfirvegun en ekki ráðast í einhverjar miklar handahófskenndar fjárfestingar nánast byggðar á duttlungum og með því að reka puttann upp í loftið.
Við eigum von á því að fá yfirgripsmikla skýrslu frá Siglingamálastofnun um miðjan maímánuð. (Forseti hringir.) Þegar hún liggur fyrir hef ég ákveðið að boða til fundar í Vestmannaeyjum með öllum hlutaðeigandi aðilum og öllum sem að málum koma, (Forseti hringir.) einnig Vegagerðinni, Eimskipafélaginu og öðrum þeim sem sjá Vestmannaeyingum fyrir þjónustu. Ég vænti þess að þá muni þingmenn af svæðinu einnig mæta og við getum átt gagnlega og góða umræðu. Ég er sannfærður (Forseti hringir.) um að það sama vakir fyrir okkur öllum, að tryggja traustar og góðar samgöngur við Vestmannaeyjar.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20110505T110329&end=20110505T113614
Dægurmál | Föstudagur, 6. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórfurðulegt viðhorf Páls Scheving, formanns "Þjóðhátíðarnefndar", til nauðgana og Stígamóta hefur vakið verðskuldað umtal og dregið athygli almennings að þeim hugsunarhætti sem ræður ríkjum meðal skipuleggjenda fylleríissamkomu sem haldin er hverja verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Páll hélt því fram á borgarafundi í Vestmannaeyjum að nærvera Stígamóta á þessari "Þjóðhátíð" gæti með einhverjum hætti fjölgað nauðgunum á hátiðinni, eða gert þær alvarlegri. DV:
Páll [sagði] að nærvera samtakanna á Þjóðhátíð í Eyjum magnaði upp þann vanda sem nauðganir eru á útihátíðinni. Páll var á fundinum spurður hvers vegna Stígamót hefðu ekki aðstöðu á þjóðhátíðarsvæðinu.
Það er þannig að þar sem þær hafa birst er eins og vandamálið hafi stækkað. Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og það reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt. Vandamálin eru alltaf miklu fleiri og stærri þegar Stígamót eru á staðnum," sagði hann.
Heimskulegri ummæli um kynferðisbrot hef ég ekki lesið lengi. Og maðurinn er svo forhertur í heimsku sinni að hann lýsir því keikur yfir að það barasta hvarfli ekki að sér að biðjast afsökunar. Slík afsökunarbeiðni væri hreinlega svik við allt samfélag Vestmannaeyja. Í samtali við DV segir Páll Scheving:
Ég get ekki vikið frá bæjarbúum og þjóðhátíðinni sem slíkri og beðist afsökunar eins og krafan er allstaðar án þess að það sé skoðað hvað er að baki ummælunum.
Og hvað býr að baki þessum ummælum? Eyjafréttir hafa tekið málið og forsögu þess saman, og virðast þeirrar skoðunar að það sé aumingja Páll sem sé fórnarlambið:
Þessi ummæli Páls, sem situr eftir ærulaus fyrir það eitt að segja sannleikann...
Hvorki meira né minna! Og hver er sannleikurinn í þessu máli, að mati Ómars Garðarssonar, ritstjóra Eyjafrétta? Næsta setning á undan er þessi tilvitnun í Pál Scheving:
Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og þau reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt.
Semsagt: Páll segir að Stígamót leitist beinlínis við að fjölga nauðgunum og gera kynferðisbrot alvarlegri. Væntanlega með því að ljúga upp nauðgunum? Hvetja konur til að saka saklausa menn um að nauðga sér? Eða með því að hvetja karlmenn til að nauðga konum? Það kemur ekki fram, en Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, er engu að síður þeirrar skoðunar að Páll hafi sagt "sannleikann" um lygaáróður Stígamóta...
Ef langhundur ritstjóra Eyjafrétta um þetta mál er lesinn sést að rót vandans er sá að fyrir 17 árum síðan vöktu Stígamót athygli á því að nauðganir væru alvarlegra vandamál á fylleríishátí Eyjamanna en fólk gerði sér grein fyrir. Tölur Stígamótakvenna um fjölda nauðgana stemmdu ekki við tölur sem lögregla hafði og Eyjamönnum varð ægilega misboðið að Stígamótakonur drægju of dökka mynd af nauðgunum á þeirra árlegu fylleríishátíð. Og einhvernveginn virðist þetta mál hafa grafið þannig í Páli, sem líkt og ritstjóri Eyjafrétta (og að hans sögn aðrir Eyjabúar) ákvað að taka þessu starfi Stígamóta sem einhverskonar árás á Vestmannaeyjar. Páll er þeirrar skoðunar að það hafi "skaðað hátíðina" að Stígamót skyldu vilja vekja athygli á nauðgunum á útihátíðum. Rök Páls eru síðan þau að opinberar tölur lögreglu um fjölda nauðgana væru lægri en þær sem Stígamót talaði um. Stígamót hafi með einhverskonar móðursýki blásið upp vandamál sem ekki hafi verið til staðar, magnað það upp og ýkt.
Þetta mál veitir okkur athyglisverða innsýn í hugarheim þeirra manna sem standa að útihátíðahöldum í Eyjum. Það er almennt viðurkennt að það kemst ekki nema brot af nauðgunum eða kynferðisbrotum upp á yfirborðið - konur og stúlkur tilkynna oft ekki kynferðisárásir og nauðganir. Fyrir því geta verið margar ástæður. Meðal annars að ríkjandi viðhorf í samfélaginu hefur til skamms tíma verið að véfengja slíkar sögur, telja þær spretta af móðursýki eða ímyndunarveiki. Það er líka almennt viðurkenndur sannleikur að þessi viðhorf voru margfalt stækari fyrir örfáum árum og áratugum.
Og því er það er merkilegt að sjá að enn þann dag í dag er þetta viðhorf formanns þjóðhátíðarnefndar.
Það er ekki ýkja langt síðan Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, lýsti því yfir að magar konur sem væri nauðgað gætiu nú kannski barasta kennt sjálfum sér um. DV:
"Það er líka annað í þessu að það er alltaf undir hverjum og einum komið að vera meðvitaður um það að ef þeir drekka mikið, taka lyf eða fíkniefni þá getur ýmislegt gerst. Vandamálið felst meðal annars í því að fólk leitar ekki inn á við og sér ekki að það er að setja sjálft sig í hættu með drykkju og dópneyslu. Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér".
Stúlkur sem er nauðgað á útihátíðum eru yfirleitt drukknar - og þær hafa óneitanlega sjálfar komið sér í þær aðstæður þar sem þeim er nauðgað. Og þeim mætir þetta viðhorf frá lögregluyfirvöldum: að þær geti nú sjálfum sér um kennt, að vera kannski að hanga dauðadrukknar með einhverjum mönnum sem þær asnast til að treysta, eða jafnvel að drepast áfengisdauða í tjaldi hjá einhverjum strákum. Og þær skammast sín, og "líta í eigin barm" og ákveða að "bera ábyrgð á sjálfum sér". Og svo mæta þeim menn eins og Páll Scheving sem er þeirrar skoðunar að tal um nauðganir sé einhverskonar kellingamóðursýki. Er þá að furða að nauðganir séu fleiri en þær sem komi á borð lögreglu?
Það er líka merkilegt að árið 2011 er furðu víða og á ólíklegustu stöðum í röðum miðaldra karldurga í íslenskri embættismannastétt hægt að finna makalaus og úrelt viðhorf til kynferðisofbeldis og nauðgana. Og þá hlýtur maður spyrja sig: Fyrst ástandið er svona árið 2011, eftir áralanga umræðu um nauðganir, hvernig var ástandið það þá fyrir áratug síðan? Eða 17 árum? Hverskonar hugsunarháttur afneitunar og nauðgaradekurs mætti Stígamótakonum í Vestmannaeyjum árið 1994 ef framámenn þar í bæ hafa svona viðhorf enn þann dag í dag?
Og hvað rekur Pál Scheving til að vera að rifja það upp fyrir okkur að fyrir 17 árum hafi Vestmannaeyingar og aðstandendur "Þjóðhátíðar" í Vestmannaeyjum ákveðið að fara í einhverskonar stríð við Stígamót fyrir að hafa lýst kynferðisafbrot á hátíðinni með of svörtum hætti, og svo að bíta höfuðið af skömminni með að lýsa því yfir að hann hafi enn þann dag í dag sömu skoðun: Að vandamálið sé ekki að stúlkum sé nauðgað á útihátíðum, heldur að það séu einhverjar konur að gera veður yfir þessum nauðgunum?!
Það er líka forvitnilegt að velta því fyrir sér hvort hafi skaðað orðstír árlegrar fylleríishátíðar Vestmannaeyja meira, Stígamót eða Páll Scheving.
Fært inn 5. maí, 2011 undir heimska og fáfræði, skítlegt innræti, Íslensk stjórnmál.
Ummæli: 1 | Facebook
Dægurmál | Fimmtudagur, 5. maí 2011 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mörk
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (90 mín.)Áminningar
Samuel Tillen (Fram) (69 mín.)Kristján Hauksson (Fram) (60 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (50 mín.)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (42 mín.)
Almarr Ormarsson (Fram) (20 mín.)
Skot á mark
Fram 1ÍBV 9
Skot framhjá
Fram 4ÍBV 6
Hornspyrnur
Fram 3ÍBV 7
2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Aðstæður Dómari: Þorvaldur Árnason |
90 | Eyjamenn fagna vel og innilega enda stóð sigurinn eins tæpt og frekast getur orðið. Tryggvi Guðmundsson, einn leikreyndasti leikmaður Íslandsmótsins tryggði sínu liði þrjú stig í dag. Framarar mega vera ósáttir enda benti allt til þess að þeir myndi ná í eitt stig í það minnsta. Lokatölur 1-0 fyrir ÍBV. | |
90 | Leik lokið Framarar rétt náðu að taka miðju og Þorvaldur dómari flautaði til leiksloka. | |
90 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar 1-0 Tryggvi Guðmundsson fylgdi eftir skoti Þórarins Inga Valdimarssonar og skoraði úr þröngu færi úr markteig. Leikklukkan sýndi nákvæmlega 93 mínútur þegar boltinn fór í netið. | |
90 | Venjulegur leiktími er liðinn og verða þrjár mínútur í uppbótartíma. | |
90 | Jordan Connerton, sóknarmaður ÍBV virtist vera að sleppa í gegnum vörn Framara eftir glæsilega stungusendingu Tryggva Guðmundssonar. En Connerton féll við og var engu líkara en að Jón Guðni Fjóluson hefði farið aftan í hann. En Þorvaldur Árnason, dómari dæmdi ekkert, umdeilt. | |
89 | Liðin skiptust á að sækja síðustu mínútuna. Eyjamenn voru í þungri sókn en upp úr henni komust Framarar í skyndisókn, fjórir gegn þremur en Hlynur Atli Magnússon fór illa að ráði sínu í upplögðu færi fyrir Framara. | |
87 | Fram fær hornspyrnu | |
86 | Jón Guðni Fjóluson (Fram) á skot framhjá Framarar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Jón Guðni ákvað að láta vaða en skotið var arfaslakt og langt framhjá. | |
83 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
83 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
82 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Ágætis skot hjá Þórarni af löngu færi en naumlega framhjá. | |
80 | Kelvin Mellor (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
80 | Fram fær hornspyrnu | |
80 | Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) á skot framhjá Þung sókn Framara endaði með því að Jón Gunnar fékk boltann inn í vítateig og lét vaða á markið. Boltinn fór í hliðarnetið en hafði viðkomu í varnarmanni. | |
69 | Jordan Connerton (ÍBV) kemur inn á | |
69 | Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli | |
69 | Samuel Tillen (Fram) fær gult spjald Braut á Arnóri Eyvari, nett pirraður Tillen. | |
67 | ÍBV fær hornspyrnu | |
67 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Frábært upphlaup hjá Eyjamönnum endaði með því að bakvörðurinn Arnór Eyvar Ólafsson sendi laglega stungusendingu inn á Þórarinn Inga sem skaut að marki en Ögmundur varði meistaralega í horn. | |
67 | Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) á skot framhjá Kristinn Ingi reyndi skot af mjög löngu færi og boltinn fór vel framhjá. | |
65 | Hlynur Atli Magnússon (Fram) kemur inn á | |
65 | Almarr Ormarsson (Fram) fer af velli | |
63 | Framarar hafa ekki sýnt neina tilburði í þá átt að nýta sér sterkan meðvind á Hásteinsvellinum. Þeir reyna mikið af löngum sendingum fram völlinn sem varnarmenn ÍBV eru ekki í miklum vandræðum með. Í raun hafa Eyjamenn verið mun beittari gegn vindinum það sem af er síðari hálfleiks og líklegri til að skora þegar þetta er skrifað. | |
60 | Kristján Hauksson (Fram) fær gult spjald Kristján braut á Denis Sytnik sem var við það að sleppa í gegn. Skynsamlegt brot og Kristján fær réttilega gula spjaldið. | |
58 | Guðmundur Magnússon (Fram) kemur inn á | |
58 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) fer af velli | |
58 | ÍBV fær hornspyrnu | |
58 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Andri með skot í varnarmann og yfir markið. Eyjamenn fá horn. | |
57 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot í stöng Eftir frekar rólegar mínútur var Tryggva farið að leiðast þófið. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig og skaut að marki en boltinn small í stönginni. Ian Jeffs fylgdi eftir og féll við eftir viðskipti sín við Jón Guðna Fjóluson en réttilega ekkert dæmt. | |
50 | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Andri braut á Arnari Gunnlaugssyni við miðlínuna, frekar saklaust brot og gult spjald full mikil refsing. | |
47 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Þórarinn Ingi átti ágæta fyrirgjöf þar sem Sytnik hafði betur gegn Kristjáni Haukssyni, varnarmanni Framara en Úkraínumaðurinn náði lúmsku skoti að marki. Boltinn rúllaði hins vegar meðfram marklínunni og enginn Eyjamaður náði að reka smiðshöggið á annars ágæta sókn. | |
46 | Leikur hafinn Eyjamenn byrja með boltann og leika nú gegn vindi. | |
45 | Eyjamenn hljóta að vera svekktir með fyrri hálfleikinn enda léku þeir undan sterkum vindinum. Þeir byrjuðu ágætlega og sóttu talsvert fyrstu mínúturnar en smá saman náðu Framarar að vinna sig inn í leikinn. Þegar upp var staðið voru Framarar nærri því að skora en Eyjamenn. Besta færið fékk Almarr Ormarsson á 20. mínútu en Albert Sævarsson, markvörður ÍBV varði meistaralega. Hinu megin varði Ögmundur Kristinsson glæsilega þegar Tonny Mawejje átti þrumuskot af löngu færi en Ögmundur, sem á aðeins fjóra leiki að baki með meistaraflokki Fram, er að standa sig vel í dag. | |
45 | Hálfleikur Þremur mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins hefur flautað til leikhlés. Staðan 0-0 á Hásteinsvellinum. | |
45 | Nú er venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik lokið á Hásteinsvelli og aðeins viðbótartími eftir. | |
45 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Skyndisókn hjá Eyjamönnum. Þórarinn Ingi lék inn í vítateig og skaut að marki en beint á Ögmund sem þorði ekki annað en að slá boltann í burtu þótt hann hefði sjálfsagt getað gripið hann. | |
43 | Fram fær hornspyrnu Fyrsta hornspyrna Framara sem eru enn manni færri eftir að Halldór Hermann meiddist. | |
42 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald Eiður Aron má teljast heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið eftir full glannalega tæklingu á Halldóri Hermanni Jónssyni. Eiður fékk gula spjaldið en Halldór er studdur af leikvelli. | |
40 | Tryggvi Guðmundsson sýndi skemmtileg tilþrif í baráttunni við Kristján Hauksson, fyrirliða Fram. Kristján féll við og boltinn lá á milli lappanna á honum. Tryggvi tók boltann á milli eigin lappa og hoppaði með hann yfir Kristján. | |
35 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Ágætis samspil Eyjamanna endaði með því að Tryggvi Guðmundsson lagði boltann á Ian Jeffs sem reyndi hnitmiðað skot utan teigs en Ögmundur varði örugglega. | |
31 | ÍBV fær hornspyrnu | |
31 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Úgandamaðurinn Tonny Mawejje fékk boltann óvænt frá varnarmönnum Fram, líklega eina 25 metra frá marki. Hann lét vaða en Ögmundur sló boltann yfir slánna. | |
29 | Lítið að gerast þessar síðustu mínútur. Framarar hafa unnið sig inn í leikinn en þeirra hlutskipti í fyrri hálfleik til þessa hefur fyrst og fremst verið að verjast. Það hafa þeir hins vegar gert ágætlega en boltinn er aðallega á miðjusvæðinu þessa stundina. | |
24 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Aftur reynir Sytnik skot utan teigs og aftur skýtur hann framhjá. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) fær gult spjald Almarr sótti full ákaft í Albert Sævarsson, markvörð ÍBV eftir að hann missti boltann frá sér og sparkaði í höfuðið á Alberti. Almarr fékk að launum gula spjaldið og Albert harkaði af sér. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) á skot sem er varið Frábær skyndsókn Framara. Miðjumaðurinn Kristinn Ingi stakk sér inn fyrir vörn ÍBV og var kominn einn í gegn. Hann sendi boltann til hliðar þar sem Almarr kom aðvífandi og lét vaða en Albert varði meistaralega. Albert missti reyndar boltann frá sér en náði honum aftur á síðustu stundu. | |
18 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn unnu boltann á miðjunni, Sytnik geystist fram með boltann og lét á endanum vaða á markið en vel framhjá. Leikmenn virðast vera í erfiðleikum með að stilla miðið. | |
16 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) á skot framhjá Fyrsta markskot Framara í leiknum. Þeir náðu ágætis sókn, léku vel sín á milli þar til Hjálmar Þórarinsson fékk boltann við hægra vítateigshornið. Fyrsta snerting Hjálmars var slæm og skotið ennþá verra, fór langt framhjá. | |
12 | Eyjamenn hafa öll völd á vellinum fyrstu mínúturnar og í raun hafa Framarar aðeins einu sinni komist í álitlega sókn. Gestirnir úr Safamýrinni virðast vera í erfiðleikum með að hemja boltann á móti sterkum vindinum. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu Þriðja hornspyrna Eyjamanna á stuttum tíma. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu | |
10 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar, átti Þórarinn Ingi skot að marki og Eyjamenn vildu meina að boltinn hefið verið inni en Þorvaldur Árnason dómari var ekki á sama máli. | |
9 | ÍBV fær hornspyrnu | |
5 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Ögmundur sparkaði frá marki, beint á Tryggva sem reyndi skot í fyrstu snertingu en boltinn fór hátt yfir. | |
3 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Þórarinn Ingi elti boltann upp við hægri vítateigslínuna og sendi háan bolta fyrir. Vindurinn greip boltann og Ögmundur Kristinsson, markvörður Framara náði að slá boltann frá. | |
2 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Fyrsta hálffæri Íslandsmótsins. Tonny Mawejje tók spyrnuna og sendi á fjærstöng þar sem Andri Ólafsson náði að skalla boltann í átt að marki en skallinn var slappur og fór langt framhjá. | |
1 | ÍBV fær hornspyrnu Eyjamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. | |
1 | Leikur hafinn Framarar hefja leik og spila á móti vindi, til austurs í átt að bænum. | |
0 | Veðrið virðist draga úr stuðningsmönnum ÍBV því stúkan er frekar fámenn, nú þegar leikmenn ganga inn á völlinn. Gera má ráð fyrir því að það bætist í hana þegar líður á. | |
0 | Talsverð umræða hefur verið um knattspyrnuvellina að undanförnu og ástand þeirra í upphafi Íslandsmótsins. Hásteinsvöllur er yfirleitt með þeim fyrstu til að verða leikhæfur og engin undantekning á því í ár því völlurinn lítur mjög vel út. Hins vegar gæti rokið sett strik í reikninginn í dag því austan vindurinn stendur beint á annað markið. | |
0 | Tryggva Guðmundssyni, leikmanni ÍBV vantar nú aðeins tíu mörk til að slá markamet Inga Björns Albertssonar. Ingi Björn skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum ferli en Tryggvi hefur nú skorað 116. Síðasta sumar skoraði Tryggvi níu mörk fyrir ÍBV en Tryggvi lék um sjö ára skeið í Noregi. Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliði Eyjamanna í dag. | |
0 | Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson. Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson. Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor. | |
0 | ÍBV og Fram léku í sama riðli í Lengjubikarnum og mættust á Framvellinum í byrjun apríl. Þá höfðu Eyjamenn betur 1-3 en Almarr Ormarsson kom Fram yfir í upphafi leiks. En Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum þeirra Denis Sytnik, Tryggva Guðmundssonar og Matt Garner en öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. | |
0 | Fram vann síðast leik í Eyjum árið 2002. Frá þeim tíma hefur ÍBV unnið þrjár viðureignir liðanna á Hásteinsvelli og tveimur hefur lyktað með jafntefli. Markatalan er 10:2 fyrir ÍBV í þessum leikjum. | |
0 | ÍBV endaði í 3. sæti og Fram í 5. sæti á Íslandsmótinu 2010. Þau unnu hvort annað á heimavelli, ÍBV sigraði 1:0 í Eyjum þar sem Danien Warlem skoraði og Fram vann 2:0 á Laugardalsvelli þar sem Tómas Leifsson og Ívar Björnsson skoruðu. |
Dægurmál | Þriðjudagur, 3. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umfjöllun: Tryggvi stal senunni
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV. Mynd/Vilhelm Horfa á myndskeið með fréttHenry Birgir Gunnarsson í Vestmannaeyjum skrifar:
Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar.
Mark Tryggva kom þegar uppbótartími var nánast liðinn og fátt virtist geta komið í veg fyrir jafntefli. Þá skoraði Tryggvi smekklegt mark úr þröngri stöðu.
Leikurinn var annars lítið fyrir augað. Strekkingsvindur á annað markið setti stórt strik í reikninginn og það var afar erfitt að spila góða knattspyrnu í slíku veðri.
Eyjamenn virtust þó kunna betur á vindinn þó svo þeim hefði ekki tekist að skapa nóg af opnum færum er þeir voru með vindinn í bakið. Fram kunni það aftur á móti alls ekki og var ótrúlegt að fylgjast með leikmönnum liðsins negla háum boltum fram í vindinum. Allar slíkar glórulausar spyrnur fóru út í veður og vind.
ÍBV lék betur gegn vindinum, skapaði betri færi og var beittari aðilinn. Úrslitin því alls ekki ósanngjörn.
ÍBV-Fram 1-0
Áhorfendur: 715
Dómari: Þorvaldur Árnason 6.
Skot (á mark): 14-7 (6-3)
Varin skot: Albert 3 - Ögmundur 4
Horn: 7-3
Aukaspyrnur fengnar: 13-14
Rangstöður: 1-0
ÍBV (4-4-2)
Albert Sævarsson 6
Arnór Eyvar Ólafsson 6
(80., Kelvin Mellor -)
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 6
Matt Garner 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 6
Andri Ólafsson 6
Tony Mawejje 5
Ian David Jeffs 3
(82., Guðmundur Þórarinsson -)
Tryggvi Guðmundsson 6
Denis Sytnik 4
(69., Jordan Connerton 4)
Fram (4-3-3)
Ögmundur Kristinsson 7 - Maður leiksins
Jón Orri Ólafsson 5
Jón Guðni Fjóluson 6
Kristján Hauksson 5
Sam Tillen 4
Jón Gunnar Eysteinsson 5
Halldór Hermann Jónsson 6
Arnar Gunnlaugsson 5
Kristinn Ingi Halldórsson 5
Almarr Ormarsson 3
(65., Hlynur Atli Magnússon 4)
Hjálmar Þórarinsson 4
(58., Guðmundur Magnússon 3)
Fyrst birt: 02. maí. 2011 16:39
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 0 FramMörk | ||
'93 | Tryggvi Guðmundsson |
Opna i sér glugga » 03. Maí 04:15 | |||
'94 | Leik Lokið - sanngjarn sigur ÍBV með dramatísku sigurmarki. | ||
'93 | Þórarinn Ingi Valdimarsson gaf stoðsendingu | ||
'93 | Tryggvi Guðmundsson skoraði mark - Ótrúlegt mark þegar 3 sek voru eftir af uppbótartíma. Tryggvi í þröngu færi en setti hann í stöng og inn. Smekklega gert. | 1-0 | |
'90 | 3 mín bætt við | ||
'86 | ÍBV bjargar á línu eftir hornspyrnu Fram. | ||
'82 | Ian David Jeffs út / Guðmundur Þórarinsson inn - Selfyssingurinn að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í efstu deild. | ||
'80 | Arnór Eyvar Ólafsson út / Kelvin Mellor inn - Ágætur leikur hjá Arnóri. | ||
'74 | "Ertu að reyna að fiska mig út af? hvað er að þér," öskrar Tryggvi Guðmundsson á Sam Tillen sem skellti sér í grasið. Vaktin veit ekki hvort Tillen skildi lesturinn frá Tryggva. | ||
'69 | Denis Sytnik út / Jordan Connerton inn - annar strákanna frá Crewe. | ||
'69 | Sam Tillen fékk gult spjald | ||
'67 | Þórarinn komst í gott færi en Ögmundur varði vel. Flottur leikur hjá stráknum. | ||
'66 | Þorvaldur reynir að hressa upp á sóknarleik sinna manna og veitir ekki af. Almarr og Hjálmar voru arfaslakir. | ||
'65 | Almarr Ormarsson út / Hlynur Atli Magnússon inn | ||
'62 | Framarar virðast ekkert kunna að spila með vindinn í bakið. ÍBV líklegra. | ||
'60 | Kristján Hauksson fékk gult spjald - sparkaði Mawejje niður. Réttur dómur hjá Þorvaldi. | ||
'58 | Hjálmar Þórarinsson út / Guðmundur Magnússon inn | ||
'56 | Tryggvi með skot í stöng. Óvænt hætta. | ||
'55 | Boltinn fýkur enda á milli. Ekki heil brú í leik liðanna sem stendur. | ||
'50 | Andri Ólafsson fékk gult spjald - frekar ódýrt spjald. | ||
'47 | Sytnik kemst í ákjósanlegt færi en skotið ekki nógu gott. Vantar svolítið upp á hjá honum í dag. | ||
'46 | Seinni hálfleikur hefst | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - ÍBV betri en gekk illa að skapa almennileg færi. Fram fékk besta færi leiksins og fær vindinn í bakið í seinni hálfleik. Það gæti breytt ýmsu. | ||
'44 | Halldór Hermann gekk af sér meiðslin og kemur aftur inn. | ||
'42 | Eiður Aron Sigurbjörnsson fékk gult spjald - braut illa á Halldóri Hermanni. Þorvaldur vildi meira en gult. Halldór liggur óvígur eftir. | ||
'39 | Eyjamenn vaða í hálffærum en betur má ef duga skal. | ||
'30 | Tony Mawejje með þrumufleyg af 35 metra færi sem Ögmundur slær yfir. | ||
'27 | Hinn ungi og efnilegi markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, er að spila sinn fyrsta Pepsi-deildarleik. Hann hefur þurft að vera á tánum hingað til og lítur vel út. | ||
'25 | Framarar hafa verið að hressast síðustu mínútur. Leikurinn að opnast meira. Hlýtur að koma mark í þetta bráðum. | ||
'20 | Almarr Ormarsson fékk gult spjald - fyrir að sparka í Albert þar sem hann lá á vellinum. Einhverjir vildu sjá rautt. | ||
'20 | Halldór Hermann kemst í dauðafæri fyrir Fram. Lætur Albert verja en nær frákasti. Aftur ver Albert. Vel gert hjá Alberti. | ||
'15 | Fyrsta skot Framara. Það dreif ekki á markið. Vindurinn hafði betur. 1-0 þar. | ||
'14 | Einstefna að marki Fram og hætta við mark Framara eftir hornspyrnur. Eyjamenn kunna greinilega betur á vindinn. | ||
'8 | Leikmönnum gengur illa að beisla vindinn á upphafsmínútunum. ÍBV stýrir umferðinni en Fram getur vart hlaupið gegn vindinum. | ||
'2 | Eyjamenn eru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. | ||
'1 | Leikurinn hafinn | ||
'0 | Star Wars-lagið er spilað þegar liðin ganga til leiks. Nýbreytni hjá Eyjamönnum. Ballið er að byrja. | ||
'0 | Það eru um 100 áhorfendur mættir í stúkuna fimm mínútum fyrir leik. Heimamenn keppast um að koma bílum sínum fyrir og meðal annars lengst upp í fjalli. Þar verður væntanlega flautað með látum. | ||
'0 | Gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson er í byrjunarliði Fram. Á greinilega nóg eftir. Fátt kemur á óvart í liðsvali þjálfaranna. | ||
'0 | Það er ansi hvasst í Eyjum í dag. Það strekkingsvindur á markið sem stendur nær Herjólfsdal. Vindurinn gæti klárlega haft áhrif á þennan leik. Hann var svo sterkur að blaðamaður Boltavaktarinnar mátti þakka fyrir að fjúka ekki á haf út er hann lék golf í morgun. | ||
'0 | Hásteinsvöllur lítur virkilega vel út. Er nánast grænn en þó gulur með köflum. Ekkert til að kvarta yfir. Völlurinn var mjög blautur og þungur í gær en sól og hiti í dag hefur þurrkað hann mikið. Það er því ekki hægt að kvarta yfir vellinum. | ||
'0 | Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er búin að koma sér vel fyrir í bláa skúrnum í Eyjum og verður með puttann á púlsinum í opnunarleik Íslandsmótsins. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik ÍBV og Fram lýst. |
Liðin:
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 7 - Albert Sævarsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 15 - Tony Mawejje
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 21 - Denis Sytnik
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 1 - Abel Dhaira
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 4 - Finnur Ólafsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 16 - Jordan Connerton
- 18 - Kelvin Mellor
- Fram
- 1 - Ögmundur Kristinsson
- 4 - Kristján Hauksson
- 5 - Kristinn Ingi Halldórsson
- 6 - Halldór Hermann Jónsson
- 8 - Jón Gunnar Eysteinsson
- 9 - Sam Tillen
- 10 - Hjálmar Þórarinsson
- 11 - Almarr Ormarsson
- 13 - Arnar Gunnlaugsson
- 23 - Jón Guðni Fjóluson
- 26 - Jón Orri Ólafsson
- Varamenn
- 14 - Hlynur Atli Magnússon
- 16 - Andri Júlíusson
- 19 - Orri Gunnarsson
- 21 - Guðmundur Magnússon
- 24 - Tómas Leifsson
- 29 - Mark Redshaw
- 30 - Denis Cardaklija
- Dómarar
- Sigurður Óli Þórleifsson
- Þorvaldur Árnason
- Andri Vigfússon
Tengdar greinar: |
Aðgerðir
Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 2.5.2011 | 19:59 | Uppfært 20:29 Upplestur á fréttTryggvi skoraði á síðustu stundu
Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV sigur með marki á síðustu mínútu gegn Fram á Hásteinsvelli í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar
Júlíus G. Ingason, sport@mbl.isTryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV þrjú stig úr leiknum við Fram í upphafsumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0.
Tryggvi skoraði sigurmarkið þegar rétt tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma leiksins á Hásteinsvelli.
Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik er þeir léku undan vindi en náðu ekki að skora. Frömurum tókst ekki að nýta sér byrinn í síðari hálfleik og einkenndist leikur liðsins á köflum nokkuð af lang- og háspyrnum.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson.
Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor.
Dægurmál | Þriðjudagur, 3. maí 2011 (breytt kl. 04:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)