Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. september 2007
-stoppuðu "unglingapartý"
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í sl. viku og um helgina við hefðbundið eftirlit og aðstoð við borgarana.
Að venju hafði lögreglan eftirlit með veitingastöðum bæjarins og þurfti í einu tilviki að hafa afskipti af aðila sem ekki hafði aldur til að vera inn á einum af veitingastöðunum. Þá var lögreglan kölluð til vegna svokallaðs "unglingapartýs" og var ungmennum sem þar voru vísað út og til síns heima.
Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var um að ræða skemmdir á ljósi í porti við Vinnslustöðina að kvöldi 12. september sl. Voru þarna að verki tveir ungir drengir og telst málið að mestu upplýst. Í hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við Hásteinsveg 41. Ekki er vitað hverjir voru að verki í því tilviki en lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur að hafa samband.
Einungis einn ökumaður var kærður fyrir brot á umferðarlögum en um var að ræða ungan dreng sem ekki hafði réttindi til að aka léttu bifhjóli, jafnframt sem hann var að reiða farþega á hjólinu, en slíkt er óheimilt á léttu bifhjóli
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 (breytt kl. 23:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum
Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja.Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið.
"Það eru tvö skilyrði fyrir því að gerast meðlimur í Drullusokkunum," segir Tryggvi. "Í fyrsta lagi þarf viðkomandi að eiga mótorhjól og í öðru lagi verður hann að hafa átt heima í Vestmannaeyjum einhvern hluta æfinnar."
Það liggur ljóst fyrir að hluti meðlima býr nú á "Norðureyjunni" en Tryggvi segir að sérstakt embætti innan klúbbsins, Íslandsjarlinn, sjá um málefni þeirra. Núverandi Íslandsjarl er Steini Tótu. Hinn þekkti Vestmannaeyingur Árni Johnsen er ekki meðlimur sem stendur þar sem nokkuð er síðan hann seldi mótorhjól sitt. "Ef Árni kaupir hjól á ný gerum við hann að heiðursfélaga um leið," segir Tryggvi. "Árni er okkar maður í Eyjum."
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jafngildir 200 milljarða tekjutapi á höfuðborgarsvæðinu
Árni Johnsen skrifar
ÞAÐ er alveg klárt og kvitt að þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við kvótaskerðingu á þorski eru ekki boðlegar og þær eru því miður nánast dónaskapur og lítilsvirðing við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Stokka verður spilin upp á nýtt og gera úttekt á málinu í samráði við sveitarfélögin, útvegsmenn og verkafólk.Það duga engin vettlingatök í þessum efnum eða úthlutun á einhverjum ruðum til sveitarfélaga, nánast með geðþóttaákvörðunum eins og virðist vera. Menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum.
Samsvarar 200 milljarða tekjuskerðingu
Menn verða að gera sér grein fyrir því að skerðing í þessum dúr aðeins í Grindavík, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði þýðir það sama og um væri að ræða um 200 milljarða tekjuskerðingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Aðeins í þremur kvótahæstu verstöðvunum í þorski í Suðurkjördæmi, sem um leið eru í hópi 6 efstu verstöðva yfir landið, þá nemur skerðing í 3 ár yfir 10 milljörðum króna í tekjum og drift á ári og margfeldisáhrifin í sjávarplássunum eru margfalt meiri til hins verra en í umhverfi höfuðborgarinnar vegna fábreytni í atvinnu.
Gríðarlegur niðurskurður en augunum lokað
Þá er ótrúleg lítilsvirðing til dæmis við Grindavík að taka ekki á þróun þar af festu og myndarskap. Maður er nú orðinn alllangþreyttur á Vestfjarðaþulunni í þessu kvótadæmi öllu, að engir þjáist nema þeir. Vestfirðingar eiga allt gott skilið, en það eru fleiri sjávarþorp á Íslandi en á Vestfjörðum en það er óboðlegt að setja til að mynda 600 milljónir króna í atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum en jafnvirði tyggigúmmípakka til Grindavíkur þó ekki væri nema í ljósi þess að 6000 tonna niðurskurður á þorskkvóta Grindvíkinga , úr 18.300 tonnum í 12.300, slagar upp í allan þorsk sem Vestfirðingar veiða á ári, ég undirstrika, bara að niðurskurðurinn hjá Grindvíkingum er svona mikill, og tekjumissir Grindavíkur á þremur árum og efnahagsleg áhrif verða nær 15 milljörðum króna, 15 milljörðum króna og svo eru menn að útdeila þeim einhverjum milljónum í umslagi í stað þess að taka upp viðræður um það hvað sé til ráða. Grindvíkingar hafa ýmsar hugmyndir bæði í nýsköpun, heilsugæslu og fleiri þáttum. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ekki einu sinni vasaútgáfa af því sem þarf að gera. Hið sama á við um mörg sjávarpláss á landinu, því áfallið dynur yfir í febrúar - mars þegar bátarnir koma til hafnar kvótalausir og verða bundnir unnvörpum fram á haust og tugir útgerðarmanna munu hætta. Til dæmis þetta atriði hefur ekkert verið skoðað. Svo dettur mönnum í hug að halda veiðileyfagjaldinu til streitu, gegn öllum mótrökum því veiðileyfagjaldið er hengingaról fyrir landsbyggðina fyrst og fremst, halda áfram ruglinu með byggðakvótann og ég veit ekki hvað og hvað. Það er eins og menn haldi að bátaeign landsmanna sé skuldlaus. Skuldirnar eru gríðarlegar. Það myndi eitthvað hvína í höfuðborgarbúum ef þeir sætu uppi með 70 milljarða tekjuskerðingu á einu ári. Þarna liggur alvara málsins.
Bullandi skakkaföll
Í Vestmannaeyjum nemur niðurskurðurinn um 4.000 tonnum með meðafla þannig að skerðingin þar og efnahagsleg áhrif eru um 10 milljarðar króna. Af 79 sveitarfélögum á landinu öllu eru Vestmannaeyjar kvótaríkasta sveitarfélagið þegar horft er til heildarkvóta í þorskígildum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja reið á vaðið og bauð stjórnvöldum viðræður um möguleika og aðgerðir til að bregðast við, en svarið var tölvupóstur upp á nokkrar millur, brandari miðað við eðli málsins. Í Höfn í Hornafirði er skerðingin um 2.500 tonn en varanlegur kvóti í stað 2000 tonna myndi kosta um 6 milljarða. Heildaráhrifin á Höfn eru því um 5-6 milljarðar í heild á þremur árum, gríðarlegt áfall fyrir um 2000 manna byggð og ljóst að þeir þurfa að draga saman, líklega með fækkun báta. Það þarf miklu meira en stuðning við Vatnajökulsþjóðgarð til að bregðast við þar og það þarf að byrja á því að ræða við heimamenn í fullri alvöru. Það eru skerðingar í Þorlákshöfn og Sandgerði og í Garðinum er skerðingin hátt í 2000 tonn og þar af 1400 tonn aðeins hjá Nesfiski þannig að heildarskerðingin er 4-5 milljarðar á þremur árum ef menn bæta ekki ráð sitt með nýjum ákvörðunum. Höfuðvandamálið er að módel Hafrannsóknastofnunar er mjög götótt og þess vegna þarf að setja nýjan hrygg í málið. Ríkisstjórnin á að hafa fulla burði til þess.
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
18. september kl. 17.35 | eyjar.net |
Framsóknarblaðið
Er Johnsen utan vallar ?
-Sigurður E. Vilhelmsson skrifar
Árni Johnsen fer mikinn í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar (sem hann styður), séu dónaskapur og lítilsvirðing við landsbyggðina. Hann finnur aðgerðunum allt til foráttu og notar sinn alþekkta ritstíl og orðaval til að hrauna yfir samflokksmenn sína í ríkisstjórninni.
Johnsen kemur að vísu ekki með neinar tillögur um hvað hann hefði viljað gera öðruvísi heldur segir bara að "stokka verði spilin upp á nýtt", "gera úttekt á málinu", "taka á af festu og myndarskap" og "setja nýjan hrygg í málið", hvað svo sem það nú þýðir.
Það sem er kannski merkilegast við þessa grein Johnsens er að í henni kristallast það sem bent var á í aðdraganda alþingiskosninganna. Johnsen er einangraður í eigin þingflokki, rúinn völdum og áhrifum. Hann hefur engin áhrif á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar og hefur ekkert að segja um málefni Vestmannaeyja.
Hann er ekki einusinni samstíga meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, sem halda vart vatni yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hvetja hana til að halda áfram á sömu braut.
Svo notað sé íþróttamál má segja að Johnsen hafi verið settur út úr liðinu og ekki bara það. Hann er ekki á bekknum og ekki einu sinni uppi í stúku. Hann virðist bara vera víðsfjarri vellinum í einhverjum allt öðrum leik.
http://framsoknarbladid.blog.is/blog/framsoknarbladid/
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 17. september kl. 17.01 | vaktin.net |
Útivistarsvæði við Íþróttamiðstöðina
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við Íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní vorið 2008.Tillögum og kostnaðaráætlun skal skila til bæjarráðs eigi síðar en 15. desember 2007 og skulu þær taka mið af skýrslu starfshóps MTV dagsettri 28. des 2004. Eins og þar kemur fram skal horft til þess að framkvæmdin endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja og gagnist sérstaklega börnum og barnafjölskyldum og verði eftirsótt af heimafólki jafnt sem ferðamönnum.
17. september kl. 17.03 | vaktin.net |
Knattspyrnuhús árið 2008
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008.
Í samræmi við skýrslu MTV dagsettri 28. ágúst ber að reisa húsið vestan við Týsheimilið og nýta aðstöðu sem þar er svo sem salerni og sturtur. Bæjarstjórn telur ennfremur að í samræmi við skýrsluna skuli horft til byggingar sambærilegri þeirri, sem verið er að byggja í Grindavík hvað varðar aðstöðu, stærð og efnisval (varanlegt efni) en kostnaður vegna þess húss er um 210 milljónir.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki og bera slíkt tilboð saman við aðrar leiðir við fjármögnun. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði."
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biðröð á klósettið hjá landsliðinu
Á blogginu sínu á visir.is segir Hermann Hreiðarsson frá raunum sínum þegar hann og sumir félaga hans í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fengu magakveisu, daginn fyrir leikinn við Norður-Íra í síðustu viku."Ég var einn af þeim sem fékk magapestina. Ég fann að það var einhver hundur í mér þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn enda var ég bara á klósettinu fram að æfingu sem hófst klukkan tíu. Klósettferðirnar hættu reyndar ekkert þá og héldu áfram eftir æfinguna."
Smelltu hér til að lesa bloggið hans Hermanns.
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17. september kl. 23.40 | ||||
| ||||
Margrét Lára skoraði þrennu þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn | ||||
Eyjastúlkan skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum | ||||
Valur tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en lykillinn að sigri Vals í sumar er án efa frábær spilamennska Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét gerði sér lítið fyrir og bætti eigið markamet í Íslandsmótinu um fjögur mörk, skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum. Valur burstaði Þór/KA í kvöld 10:0 og skoraði Margrét þrennu í leiknum. Margrét hefur auk þess verið duglega að leggja upp mörk fyrir félaga sína og í heild hefur hún átt frábært tímabil. Hún er klárlega besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í sumar og auk þess markahæst þannig að segja má að tímabilið sé fullkomið hjá þessari frábæru knattspyrnukonu. |
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17. september kl. 23.33 | ||||
| ||||
Sigurður Ari skoraði tíu mörk í fyrsta leik | ||||
Elverum vann Bodö | ||||
Sigurður Ari Stefánsson byrjaði leiktímabilið hjá norska handknattleiksliðið Elverum af miklum krafti þegar liðið lagði Bodö á útivelli 31:33 í norsku úrvalsdeildinni á laugardag. Sigurður Ari gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum og var markahæstur Elverum. Hjá liðinu eru einnig þeir Ingimundur Ingimundarson og Samúel Ívar Árnason, sem eitt sinn lék með ÍBV og þjálfari liðsins er Axel Stefánsson. Næsti leikur Elverum er á sunnudaginn gegn Sandefjord á heimavelli |
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bótakröfu á hendur tveimur olíufélögum vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá bótakröfu útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmanneyjum á hendur Keri og Olís, vegna ólöglegs samráðs félaganna við sölu á eldsneyti. Ekki er hins vegar vísað frá máli Dala-Rafns gegn Skeljungi.
Dala-Rafn taldi að olíufélögin þrjú bæru ábyrgð á tjóni, sem útgerðin hefði orðið fyrir á árunum 1996-2001 vegna missis hagnaðar. Segir í dómnum, að grundvöllur málatilbúnaðarins sé nægilega skýr að því leyti að ljóst er að hann byggi á því að með ólögmætu samráði, sem náð hafi til alls olíumarkaðarins á Íslandi, hafi olíufélögunum tekist að halda olíuverði hærra en ef eðlilegar samkeppnisaðstæður og verðmyndun hefði ríkt á olíumarkaðinum á Íslandi.
Aðalbótakrafa Dala-Rafns hljóðaði upp á tæplega 8,4 milljónir króna og byggðist á samanburði við olíumarkaðinn í Færeyjum. Dómurinn segir, að engin gögn liggi fyrir um verð eða aðstæður í Færeyjum en úr því kunni að verða bætt við meðferð málsins.
Til vara krafðist Dala-Rafn 2,4 milljóna króna í bætur og byggðist sú krafa á sömu kostnaðar- eða framlegðaraðferð og samkeppnisráð notaði við ákvörðun stjórnvaldssekta sem olíufélögin voru beitt.
Dómurinn segir, að kröfur Dala-Rafns séu rökstuddar með útreikningum, sem miði við kaup félagsins og verð hjá Skeljungi. Fyrirtækið hafi átt viðskipti við olíufélögin öll en mismikil að fjárhæðum og eftir tegundum eldsneytis. Ætti að vera unnt að aðgreina viðskiptin og þá hugsanlegt tjón.
Þá segir dómurinn, að ekkert liggi fyrir um að tjón fyrirtækisins hefði orðið það sama hvort sem það hefði verið í viðskiptum við Skeljung eða hin félögin. Því sé óljóst af málatilbúnaði Dala-Rafns hvort fyrir hendi sé skilyrði sameiginlegrar ábyrgðar af hálfu olíufélaganna þriggja um að þau hafi valdið sama tjóni og Skeljungur þannig að um óskipta ábyrgð þeirra gæti verið að ræða. Er kröfum á hendur Keri og Olís því vísað frá vegna vanreifunar.
17. september kl. 18.14 | ||
| ||
Kröfu Dala Rafns vísað frá í héraðsdómi Reykjavíkur | ||
stefndi olíufélögunum fyrir samráð | ||
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu á hendur Olís og Kers áður Esso, um bætur vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Útgerðin Dala-Rafn frá Vestmannaeyjum stefndi olíufélögunum tveimur og Skeljungi, vegna samráðsins. Dala-Rafn keypti skipagasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Samkeppniyfirvöld sektuðu olíufélögin fyrir ólöglegt samráð á þessum tíma.
Dala-Rafn keypti skipa-gasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Dómurinn segir að það ætti að vera hægt að aðgreina viðskiptin og hugsanlegt tjón. Þá liggi ekkert fyrir um það hvort tjón Dala-Rafns hefði orðið það sama, hefði hann bara skipt við Skeljung eða hin félögin einnig. Dómurinn telur óljóst af málatilbúnaði Dala-Rafns hvort skilyrði séu fyrir sameiginlegri ábyrgð olíufélaganna og vísar því frá dómi kröfu á hendur tveimur þeirra.
www.ruv.is greindi frá.
Frávísunarkrafa olíufélaganna samþykktMáli útgerðarfélagsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum á hendur Keri og Olíuverslun Íslands var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður útgerðarfélagsins segir úrskurðinn koma mjög á óvart og býst við að hann verði kærður til Hæstaréttar. Skeljungur fór ekki fram á frávísun í málinu, heldur sýknu, en óljóst er hvort málið heldur áfram gegn félaginu. Krafa olíufélaganna um frávísun var byggð á óskýrum málatilbúnaði, óljósri aðkomu félaganna og að kröfur hafi verið ódómtækar. Telma Halldórsdóttir einn lögmanna Kers telur niðurstöðuna rétta. Málinu sé vísað frá þar sem það sé vanreifað. Hlynur Halldórsson lögmaður Dala-Rafns segir niðurstöðuna afar sérkennilega. Ákvörðun um framhald verði tekin eftir fund með skjólstæðingi hans. Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs telur forsendur úrskurðarins óljósar og segir að svo virðist sem dómari meti það þannig að um sé að ræða vanreifun sem varði upplýsingar sem snúi fyrst og fremst að þessum tveimur félögum. Mál útgerðarfélagsins Dala-Rafns gegn olíufélögunum var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 12. júní. Mál útgerðarfélagsins byggir á að samráð olíufélaganna frá árinu 1993 til og með meginhluta ársins 2001 hafi valdið útgerðinni tjóni. Dala-Rafn krefst skaðabóta vegna samráðsins á þessum tíma, en á tímabilinu voru olíukaup útgerðarfélagsins að meðaltali um 10,5 prósent af heildarrekstrarkostnaði. Lögmenn Olís og Kers kröfðust þess að málinu yrði vísað frá. Þetta er fyrsta héraðsdómsmál útgerðarfélags á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra og nemur aðalkrafa félagsins um 8,3 milljónum króna. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers. Eyvindur Sveinn Sólnes lögmaður Olíuverslunar Íslands Áður hafði Sigurði Hreinssyni verið dæmdar 15 þúsund krónur í skaðabætur í Héraðsdómi í máli hans gegn Keri. Reykjavíkurborg hafði einnig verið dæmd 78 milljónir króna í bætur vegna skaða sem Strætó varð fyrir af völdum samráðs félaganna. Bæði málin bíða nú meðferðar hjá Hæstarétti. Um 200 einstaklingar og minni fyrirtæki bíða niðurstöðu í máli Sigurðar með það fyrir augum að höfða mál vegna samráðsins. Mál Olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu bíður einnig úrskurðar Hæstaréttar vegna ágreinings um að dómkvaddir skuli matsmenn að beiðni eftirlitsins. Þangað til úrskurður fæst getur efnismeðferð ekki hafist. |
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 (breytt kl. 05:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalasmölun gekk vel
Hvalirnir búnir að vera fastir í 2 sólarhringa
morgun hófust björgunaraðgerðir í höfninni en þar höfðu tveir hvalir verið fastir síðustu tvo sólarhringa. Kallað var til björgunarbátsins Þórs auk Lóðsins, hafnsögubátsins í Vestmannaeyjum og auk þess tóku fimm aðrir smábátar þátt í aðgerðinni. Smölunin hófst rétt fyrir níu í morgun og um hálf ellefu syntu hvalirnir út úr hafnarmynninu.Fjöldi manns fylgdist með aðgerðunum, m.a. nokkuð stór hópur skólabarna og virðist því lítið hafa farið fyrir skólastarfi í morgun, sem eðlilegt er. Aðgerðin var í heild mjög vel heppnuð, erfiðast var að koma dýrunum af stað úr Pyttinum, eða innst í höfninni. En um leið og dýrin tóku rétta stefnu þurfti einungis að stýra þeim í rétta átt. Tvívegis stoppuðu þeir á leiðinni út, annars vegar þar sem Herjólfur leggur að bryggju og hins vegar við Skanssvæðið en að lokum tókst að stýra dýrunum í rétta átt og út úr höfninni.
17. september kl. 14.45 | vaktin.net |
Hvölunum smalað úr höfninni
Nú í morgun var farið í það að koma hvölunum tveimur sem verið hafa í Vestmannaeyjahöfn um helgina, út úr höfninni. Menn höfðu áhyggjur af því að þeir gætu drepist ef þeir fengju ekki frelsi aftur. Til þess að smala þeim úr höfninni voru notaðir fimm bátar, en þeir eru hafnsögubáturinn Lóðsinn, björgunarbáturinn Þór, trillurnar Marvin, Ystiklettur og Lubba.
Bátarnir keyrðu skrúfur sínar hratt fram og aftur þar til að hvalirnir fóru af stað, það gekk treglega fyrst og virtust hvalirnir hafa gaman af rótinu sem skrúfurnar framkölluðu, en svo létu þeir undan og syntu af stað. Ekki syntu þeir beint út heldur fóru þeir skrykkjótt út. Til þess að komast út úr höfninni þarf að fara norður fyrir suður hafnargarðinn, en hvalirnir fóru alveg innst við garðinn þar sem Stafkirkjan er, engu líkara en þeir vildu fara í kirkju áður en þeir færu, en á endanum fóru þeir út úr höfninni og syntu frjálsir á vit ævintýranna.
Margir komu niður á höfn til þess að fylgjast með þegar hvalirnir voru að fara, tam. voru allir nemendur úr 6. 7. og 8. bekkjum Barnaskóla Vestmannaeyja gefið frí frá kennslu til þess að fylgjast með.
Texti: Óskar P. Friðriksson
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 (breytt kl. 05:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golf
Árlega GOS mótinu lokið
-Golfmót opinberra starfsmanna í Eyjum
Hið árlega GOS mót, Golfmót Opinberra Starfsmanna í Eyjum, fór fram sl. föstudag á golfvelli GV.
Keppt var með Texas scramble fyrirkomulagi.
Keppendur komu frá nokkrum ríkisstofnunum í Eyjum, s.s. sýslumanninum, lögreglu, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Úrslit urðu sem hér segir
1. sætir Sigfríð Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Grettisson, 43 högg
1. sæti Svavar Vignisson, Guðni Hjörleifsson og Hallgrímur Njálsson, 43 högg
2. sæti Karl Gauti Hjaltason og Gunnar Kr. Gunnarsson, 45 högg
3. sæti Heiðar Hinriksson og Egill Arngrímsson, 46 högg
Fæst pútt Svavar Vignisson, Guðni Hjörleifsson og Hallgrímur Njálsson, 12 putt
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)