Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Helgin sem var að líða
Flotbauja losnaði frá festingum sínum
Pysjur enn að finnast
Átakaveður var í Vestmannaeyjum á laugardag, svo slæmt var veðrið að flotbaujann við sem liggur við Skansinn losnaði og liggur á þurru í skansfjörunni. Sjófarendur þurfa ei að óttast því lýsing frá Listaverki Gríms Marinó lýsir þeim veginn.Þó svo komið sé í miðjan september eru lundapysjurnar enn að enda, krökkum til mikillar og gleði og eru pysjurnar óvenjulengi á ferli í ár, þessar ungu dömur voru einmitt á leiðinni inn á Eiði að sleppa þessum tveimur vel gerðu pysjum.
Vestmannaeyingum fjölgaði um 2 um helgina þegar tvær andanefju komu sér vel fyrir í Friðarhöfn og ekki var annað að sjá en að þær hafi unað sér vel þar.
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 (breytt kl. 04:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt tölvusnið myndtæki
Í gærmorgun var tekið í notkun tölvusnið myndatæki hjá Heilbrigðis stofnun Vestmannaeyja, tveir sjúklingar voru mættir til myndatöku í tækinu.Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir röntgentæknir stjórnaði tækjum og tólum og allt gekk vel með myndatöku Þorkels, næst kom Valgerður og vel gekk með hana, en auk myndatökunnar þurfti að sprauta litarefni inn í hana þegar myndirnar voru teknar.
Tölvusnið myndatækið er beintengt til Reykjavíkur og þar eru röntgenlænknar sem lesa úr myndunum, fyrsta bráðabirgða niðurstaða kom úr Reykjavík 1 klst. eftir að myndirnar voru teknar af Valgerði.
Læknar hér í Eyjum geta lesið úr myndunum t.d. ef um beinbrot er að ræða, en í flóknari myndatökum er lesið úr myndunum í Reykjavík.
Í báðum þessum myndatökum hefðu sjúklingar orðið að fara til Reykjavíkur til myndatöku hefði þetta tæki ekki verið á staðnum, þetta tæki er góð viðbót fyrir sjúkrahúsið og á eftir að vera mikill sparnaður fyrir íbúa þessa byggðarlags.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 16. september kl. 18.29 | visir.is | Hvalir vekja athygli í VestmannaeyjahöfnÓvanalegrar hvalagengdar hefur orðið vart í höfninni í Vestmannaeyjum. Tvær ólíkar hvalategundir virðast hafa tekið sér bólfestu um stund í innsta hluta hafnarinnar. Hvalirnir hafa vakið mikla athygli hjá bæjarbúum og hefur fjöldi manna lagt leið sína niður á bryggju.Bæði er það að sjá tvær hvalategundir í þetta nánu samfélagi og svo hitt að önnur tegundin er væntanlega djúpsjávarhvalur sem getur kafað álíka djúpt og búrhvalur en hin tegunin er skíðishvalur sem lifir á grunnsævi. Fólk safnaðist saman á bryggjunni til þess að skoða og mynda hvalina, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til slíkra hluta. Menn telja líklegustu skýringuna þá að hvalirnir hafi lennt í hafvillum og villst inn í höfnina, en það mætti líka spyrja hvort þessa hvalagengd megi túlka sem jákvætt merki varðandi marslið. |
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15. september kl. 13.33 | ||
| ||
Leik ÍBV og Grindavíkur frestað | ||
Leikið á morgun en óljóst með leiktíma | ||
Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest. Síðar í dag fer svo fram handboltaleikur milli ÍBV og Fram í N1-deildinni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort fresta eigi þeim leik en um leið og þær upplýsingar liggja fyrir verður greint frá því hér á www.sudurland.is/eyjafrettir og sömuleiðis með nýjan leiktíma í knattspyrnuleiknum.
|
15. september kl. 14.32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Báðum leikjunum frestað | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Á sama tíma á morgun | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Nú er komið í ljós að bæði knattspyrnu- og handboltaleik sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Í knattspyrnunni átti ÍBV að leika gegn Grindavík en í handboltanum átti ÍBV að spila gegn Fram í fyrsta leik Íslandsmótsins. Báðir leikirnir munu hins vegar fara fram á morgun, á sama tíma. Þannig hefst hinn mikilvægur leikur í knattspyrnunni klukkan 14.00 en handboltaleikurinn klukkan 17.00. Eins og áður hefur komið fram er stuðningsmönnum ÍBV boðið á leikina báða af nokkrum fyrirtækjum í Eyjum og stendur það tilboð að sjálfsögðu áfram. Forráðamenn liðanna hvetja stuðningsmenn ÍBV að fjölmenna á leikina báða, nú er engin afsökun enda frítt inn.
|
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS
Eyjamaðurinn Skapti Örn Ólafsson var kosinn í stjórn fyrir suðurkjördæmi.
Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna með 90,5 prósent atkvæða á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði í dag. Alls greiddu 171 ungir sjálfstæðismenn atkvæði á þinginu og hlaut Þórlindur 152 atkvæði.
Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður og hlaut hann 129 atkvæði.
Sjálfkjörið var í öll stjórnarsæti. 26 taka sæti í stjórn og 15 í varastjórn. Þá var í gær samþykkt sú breyting á lögum S.u.s. að formenn kjördæmasamtaka, eða fulltrúar stjórna þeirra, hafa sæti í stjórn sambandsins.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. deildin: ÍBV sigraði Grindavík
- www.gras.is
ÍBV - Grindavík 2-10-1 Paul McShane
1-1 Ian Jeffs
2-1 Ian Jeffs
ÍBV á enn möguleika á að komast upp í Landsbankadeild karla eftir góðan 2-1 sigur á Grindavík í eyjum í dag. Paul McShane kom Grindvíkingum yfir en 2 mörk frá Ian Jeffs tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. Eftir sigurinn eru Eyjamenn aðeins þrem stigum á eftir Grindavík sem að situr í þriðja sæti með 41 stig.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðbundinn veðurspá úr Brandinum
- veðrið í úteyjum við Heimaey
Engin þjóð er eins upptekin af veðri og sú íslenska og á mörgum heimilum má heyra saumnál detta þegar veðurfréttir eru í sjónvarpi eða útvarpi. Stórhöfði í Vestmannaeyjum er líklega sú veðurstöð á Íslandi og þó víðar væri leitað sem fær hvað flesta metra á sekúndu í gegnum sitt kerfi.En Norðmenn hafa líka áhuga á veðri og eru þeir búnir að útbúa staðbundnar veðurspár fyrir 7 milljónir punkta í heiminum og eru Vestmannaeyjar og Surtsey eru að sjálfsögðu meðal þessara punkta.
En það eru staðir í Vestmannaeyjum þar sem veðráttan er mikið til umræðu enda veðrið helsti áhrifavaldur á veiði. En það eru úteyjarnar við Vestmannaeyjar. Nú er hægt að sjá staðbundna veðurspá t.d. fyrir Brandinn, Bjarnarey, Elliðaey, Suðurey og Hellisey.
En Norðmönnum þótti ekki taka því að gefa upp staðbundna spá fyrir Álsey.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir Ketils Bónda opna dansskóla í eyjum
- laugardags slúður
Óstaðfestar heimildir úr vinnuskúr Steina og Olla gefa það til kynna að félagsskapurinn Vinir Ketils Bónda hafi sótt um styrk hjá Vaxtarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands vegna reksturs á Dansskóla Ketils Bónda.
Félagar Ketils Bónda hafa undanfarið verið að skoða húsnæði undir starfsemi sína sögur herma að þeir félagar horfi hýru auga til húsnæðis Betel safnaðarins við Faxastíg.
Helgi Ólafsson forseti Vinir Ketils Bónda verður skólastjóri dansskólans.
Helstu dansar sem kenndir verða eru Forseta dansinn, Mjaðmahnykkir HKE, Bóndadansinn, Journey - línan og Magadans,
Sýnishorn af dönsunum eru hér að neðan:
Forsetadansinn:
Mjaðmahnykkir:
Bóndadansinn:
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 21:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu
Hnefaleikafélag Vestmannaeyja hefur fengið framtíðar húsnæði undir æfingar sínar en félagið hefur verið á "götunni" undanfarna mánuði eftir að það missti síðasta æfingarhúsnæði. Hnefaleikafélagið hefur nú fengið til afnota aðstöðu á efstu hæð í Félagsheimilinu.Hnefaleikafélagið er ungt en öflugt félag og mun þessi nýja aðstaða þeirra efla félagið til muna. Félagið fékk að gjöf frá Guðmundi Arasyni og fjölskyldu æfingahring og annan útbúnað til iðkunar á hnefaleikum en Guðmundur var búsettur í Vestmannaeyjum sem krakki. Guðmundur var Íslandsmeistari í hnefaleikum 1943 og keppti meðal annars við margfaldan ólympíumeistara í hnefaleikum.
Sæþór Ólafur Pétursson varð Íslandsmeistari í hnefaleikum á síðasta ári og varð hann valinn Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 2006. Þessi árangur Sæþór er frábær þegar litið er á þá umgjörð og aðstöðu sem hnefaleikafélagið hafði til umráða á síðasta ári.
Æfingar í hjá hnefaleikafélaginu verða alla daga nema föstudaga frá 17:00 - 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir, bæði stelpur og strákar.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu
Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.Þá telur stjórnin ennfremur að lítil sem engin velta sé með hlutabréf í félaginu og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna beins og óbeins kostnaðar sem félagið beri vegna skráningar hluta þess á
skipulagðan verðbréfamarkað þjóni hún því litlum tilgangi fyrir
hluthafa félagsins.
Eyjamenn, sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fer fyrir á um fimmtíu prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni en Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi, á um 32 prósent í félaginu.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)