Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
20. september kl. 11.26 | ||
| ||
Bændaglíman 2007 á laugardag | ||
| ||
Þessir eitt sinn stórefnilegu piltar en nú stórbændur hafa ákveðið af mikilli hógværð að gefa kost á sér sem bændur GV árið 2007. Þegar þeir á annað borð gáfu færi á sér í þennan leik alþýðumanna voru þeir klárlega þeir einu sem til greina komu enda hlaðnir miklum kostum. Sérstaklega eru það miklir golf- og leiðtogahæfileikar sem leitað var eftir og þar eru þeir félagar í yfirburða stöðu.
Þeir félagar óska því eftir nætveru þinni ágæti golfari næstkomandi laugardag og er mæting í golfskála kl. 13.30. þar sem þeir stórbændur munu velja lið sín. Þeir hafa af stórmennsku sinni ákveðið að innheimta aðeins krónur 2000 í jarðarskatt (flatarskatt) af keppendum sínum að fornum sið. Það lið sem mun lúta í gras mun þurfa að ganga beina í veislu að leik loknum. Skráning er á vefsíðu golf.is eða hjá bústýrunni að Torfmýrarvegi, þar eða í síma 481-2363. Fréttatilkynning |
Dægurmál | Föstudagur, 21. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20. september kl. 16.41 | ||
| ||
Breskur leigubíll á götum Eyjanna | ||
| ||
Breskur leigubíll, sömu tegundar og þekktir eru um allt Bretland, verður á ferðinni um götur Vestmannaeyja um helgina. Bíllinn er þó ekki svartur á litinn eins og tíðkast í Bretlandi heldur rauður, enda er heimsókn þessa óvenjulega bíls hluti af kynningarátaki Vodafone í Vestmannaeyjum um helgina.
Bíllinn verður á ferð um allan bæ en hægt verður að skoða hann nánar við verslunina Eyjatölvur á laugardag. Verslunin er umboðsaðili fyrir vörur og þjónustu Vodafone í bænum og þar verður mikið um að vera á laugardaginn, þegar Eyjatölvudagurinn verður haldinn með uppákomum af ýmsu tagi og leikjum þar sem góð verðlaun verða í boði.
Vestmannaeyingum hefur um árabil staðið fjölbreytt fjarskiptaþjónusta til boða hjá Vodafone; GSM þjónusta, heimasíma- og netþjónusta. Nú hefur Vodafone aukið enn þjónustuna, því héðan í frá þurfa viðskiptavinir Vodafone í Eyjum ekki að greiða mánaðargjald af heimasímanum til Símans líkt og hingað til heldur geta þeir greitt fyrir alla sína fjarskiptaþjónustu með einföldum hætti hjá Vodafone.
Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp. GSM dreifikerfi Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim. (Frétt frá Vodafone |
Dægurmál | Föstudagur, 21. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framsóknarblaðið
Hvar er stóri pakkinn Lúðvík ?
Í fréttum ríkisútvarpsins laugardaginn 14. júlí var viðtal við Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar og starfsbróður Árna Johnsen í stjórnarliðinu. Þar fullyrti Lúðvík að vatnaskil yrðu í samgöngumálum Vestmannaeyja á næstunni og vænta mætti stórfrétta um leið og gangaskýrslan svokallaða yrði lögð fram.Lúðvík sagði að "þá muni verða kynntur sko, stór pakki til leiks þannig að það verða miklar áherslur lagðar á samgöngur við Vestmannaeyjar áfram sem hingað til. [...] Við munum sjá vatnaskil í samgöngum til Vestmannaeyja..."
Ritstjóri gerir sér reyndar grein fyrir því að Lúðvík hefur aldrei viljað kenna sig við svokallaða karamellupólitík, en 15 aukaferðir með Herjólfi ná því varla að teljast karamella, hvað þá "stór pakki" eða "vatnaskil".
Það skyldi þó aldrei vera að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum í fyrra og útreiðin í prófkjöri Samfylkingarinnar hafi haft meiri áhrif á stöðu Lúðvíks innan Samfylkingarinnar en menn gerðu sér grein fyrir í fyrstu. Að minnsta kosti virðist hann hafa álíka mikil áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar og Árni Johnsen, starfsbróðir hans.
Og embætti þingflokksformanns er varla svipur hjá sjón frá því þegar prímus mótor Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson gegndi því. Það var a.m.k. eitthvað að marka það sem hann sagði. Á meðan bíðum við Eyjamenn enn eftir "vatnaskilum" í samgöngumálum.
Dægurmál | Föstudagur, 21. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Körfubolti
3 úr 92' árganginum í landsliðsúrtak
-Uppbyggingarstarf körfuboltans farið að skila sér
Laugardaginn 22.september og sunnudaginn 23.september næstkomandi mun fara fram landsliðsúrtak fyrir drengi fædda 1992. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík.
Þrír leikmenn frá okkur voru valdir í þennan 30 manna æfingahóp en það eru þeir Kristján Tómasson, Ólafur Sigurðsson og Teitur Guðbjörnsson. Óskum við þeim góðs gengis og vonandi að þeir standi sig vel og verði okkar félagi til sóma.
Eftir úrtöku verður valinn æfingahópur sem mun taka þátt í undirbúning fyrir Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Solna í Svíþjóð dagana 30.apríl til 4.maí 2008.
Fleirri fréttir af körfuboltanum er hægt að sjá á www.ibv.is/karfa
Dægurmál | Föstudagur, 21. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margrét Lára valin best
Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna.Besti þjálfarinn var valinn Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals.
Þá var einnig lið umferðanna valið en eftirfarandi leikmenn skipa það:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.
Varnarmenn: Alicia Wilson, KR - Ásta Árnadóttir, Val - Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.
Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR - Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki - Hólmfríður Magnúsdóttir, KR - Katrín Jónsdóttir, Val - Málfríður Sigurðardóttir, Val.
Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val - Olga Færseth, KR.
Landsbankinn, verðlaunaði einnig besta stuðningsmannahópinn. Þar urðu stuðningsmenn Vals fyrir Valinu og fengu að launum eitt hundrað þúsund krónur sem rennur til yngri flokka starfs félagsins.
Valur varð Íslandsmeistari kvenna eftir harða baráttu við KR í allt sumar. KR komst þó í bikarúrslitin og mætir þar Keflvíkingum um næstu helgi.
Dægurmál | Fimmtudagur, 20. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18. september kl. 13.38 |
|
Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu |
|
18. september kl. 13.38 | ||||
| ||||
Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu | ||||
| ||||
Nokkuð harður árekstur fjögurra bíla varð á Strembugötu við Höllina í hádeginu í dag. Áreksturinn varð með þeim hætti að þremur bílanna hafði verið lagt við vegarkantinn þegar sá fjórði skall aftan á aftasta bílnum. Sá flaug áfram á næsta bíl fyrir framan, sem svo aftur skall á fremsta bílnum. Einhver meiðsli voru á fólki en ekki er vitað hversu alvarleg þau eru. Öll komu þau sér sjálf á Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum |
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18. september kl. 11.45 | ||||
| ||||
Toyota styrkir landssöfnun Kiwanis | ||||
auk Sparisjóðanna á Íslandi, Olís og Bónus. | ||||
Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus verða bakhjarlar landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum. Ágóði af landssöfnununum hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúkum. Tilgangurinn er að vekja þjóðina til umhugsunar um málefni geðsjúkra og safna fé til þess að styðja við endurhæfingu þeirra. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál. Ágóði landssöfnunarinnar að þessu sinni rennur til þriggja málefna; Geðhjálpar, BUGL og Forma. Gengið verður í hús um land allt, sölumenn verða við verslanamiðstöðvar og aðra fjölfarna staði, auk þess sem leitað er til fyrirtækja um stuðning. K-lykillinn verður ennfremur til sölu í öllum verslunum Bónuss og á þjónustustöðvum Olís. Þá verður hægt að leggja inn á reikning söfnunarinnar; 1100-26-55000, kennitala 640173-0179. Sparisjóðirnir á Íslandi eru fjárvörsluaðili söfnunarinnar og hægt verður að leggja málefninu lið með því að fara inn á heimabanka sparisjóðanna og millifæra. Geðhjálp mun við ráðstöfun síns hluta söfnunarfjárins beina sjónum sérstaklega að ungu fólki á aldrinum 12-25 ára sem á við geðraskanir að etja. Ætlunin er að efla, styrkja og samþætta þau úrræði sem víða eru í boði en eru ekki sem skyldi sýnileg eða aðgengileg, jafnframt því sem leitast verður við að finna úrræði þar sem á skortir. Meðal annars verður komið á fót athvörfum fyrir þá einstaklinga sem einangrast hafa félagslega í samfélaginu vegna geðraskana og haldið áfram að byggja upp sjálfshjálparhópa um allt land. BUGL hyggst nýta sinn hluta söfnunarfjárins til verkefna sem gera legudeildarsjúklingum kleift að fá þjálfun og afþreyingu utan deildarinnar. M.a. á að endurnýja útileikaðstöðu og auðvelda skjólstæðingum BUGL með ýmsu móti að fá holla hreyfingu og stunda uppbyggilega tómstundaiðju. Forma mun nýta styrkinn til að efla ráðgjafastarfsemi sína um land allt svo átröskunarsjúklingar eigi auðveldara með að leita sér hjálpar. Einnig verður komið á fót skipulegri forvarnafræðslu í 8. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla til að sporna við fjölgun átröskunarsjúklinga. Fréttatilkynning |
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara
Bergur VE var með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara eða 152 kr/kg. Þórunn Sveinsdóttir VE kom þar rétt á eftir með 151 kr/kg samkvæmt samantekt Fiskifrétta.Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu.
Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í nýjustu Fiskifréttum en hún er unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti skipa og báta á árinu 2006. Næstur á eftir Tjaldi í bátaflokknum er Glófaxi VE með 176 kr/kg meðalverð.
Í flokki frystitogara skilaði Guðmundur í Nesi RE hæsta meðalverði eða 227 krónur á kílóið, en hann er að heita má eingöngu gerður út á grálúðu árið um kring. Næst á eftir honum kom Mánaberg ÓF með 164 kr/kg meðalverð.
Í flokki ísfisktogara er Bergur VE efstur með 152 kr/kg meðalverð og önnur er Þórunn Sveinsdóttir VE með 151 kr/kg.
Í flokki uppsjávarveiðiskipa er Þorsteinn ÞH með 49 kr/kg meðalverð en taka þarf fram að hann var að hluta á bolfiskveiðum á árinu. Í öðru sæti er Engey RE með 30 kr/kg og Hákon EA í því þriðja með 28 kr/kg meðalverð.
Í flokki 50 krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2006 var Ólafur HF með hæst meðalverð eða 181 kr/kg og önnur varð Happadís GK með 179 kr/kg.
Í flokki þeirra 25 smábáta á aflamarki sem skiluðu mestu aflaverðmæti var Keilir II AK með hæst meðalverð eða 221 kr/kg og Hafnartindur SH næst á eftir með 218 kr/kg meðalverð.
Vart þarf að taka fram að meðalverð fer að stærstum hluta eftir því hver aflasamsetning viðkomandi skips er og hvernig aflanum er ráðstafað. Meðalverð í bátaflokkunum hér að ofan einskorðast við þá báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti og ljóst er að ýmsir aðrir bátar hafa fengið hærra meðalverð fyrir lítill afla, t.d. þeir sem stundað hafa lúðuveiðar.
www.skip.is greindi frá
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara
Bergur VE var með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara eða 152 kr/kg. Þórunn Sveinsdóttir VE kom þar rétt á eftir með 151 kr/kg samkvæmt samantekt Fiskifrétta.Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu.
Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í nýjustu Fiskifréttum en hún er unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti skipa og báta á árinu 2006. Næstur á eftir Tjaldi í bátaflokknum er Glófaxi VE með 176 kr/kg meðalverð.
Í flokki frystitogara skilaði Guðmundur í Nesi RE hæsta meðalverði eða 227 krónur á kílóið, en hann er að heita má eingöngu gerður út á grálúðu árið um kring. Næst á eftir honum kom Mánaberg ÓF með 164 kr/kg meðalverð.
Í flokki ísfisktogara er Bergur VE efstur með 152 kr/kg meðalverð og önnur er Þórunn Sveinsdóttir VE með 151 kr/kg.
Í flokki uppsjávarveiðiskipa er Þorsteinn ÞH með 49 kr/kg meðalverð en taka þarf fram að hann var að hluta á bolfiskveiðum á árinu. Í öðru sæti er Engey RE með 30 kr/kg og Hákon EA í því þriðja með 28 kr/kg meðalverð.
Í flokki 50 krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2006 var Ólafur HF með hæst meðalverð eða 181 kr/kg og önnur varð Happadís GK með 179 kr/kg.
Í flokki þeirra 25 smábáta á aflamarki sem skiluðu mestu aflaverðmæti var Keilir II AK með hæst meðalverð eða 221 kr/kg og Hafnartindur SH næst á eftir með 218 kr/kg meðalverð.
Vart þarf að taka fram að meðalverð fer að stærstum hluta eftir því hver aflasamsetning viðkomandi skips er og hvernig aflanum er ráðstafað. Meðalverð í bátaflokkunum hér að ofan einskorðast við þá báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti og ljóst er að ýmsir aðrir bátar hafa fengið hærra meðalverð fyrir lítill afla, t.d. þeir sem stundað hafa lúðuveiðar.
www.skip.is greindi frá
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 (breytt kl. 23:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks
Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.Um 55 manns hjá Arctic Trucks í þremur löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir áhugamenn um jeppa og hefur að markmiði að auka notagildi fjórhjóladrifinna bifreiða .
Magnús Kristinsson, sem er aðaleigandi Toyota á Íslandi, segir kaupin í Arctic Trucks fela í sér tækifæri til að styðja enn frekar við þær fyrirætlanir sínar að sækja á erlenda bílamarkaði.
Dægurmál | Þriðjudagur, 18. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)