Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

16 marka tap hjá m.fl. ÍBV í handbolta

b617b489eb934b69b5298f53245382c7_ibv_2007_2008

22. september kl. 19.34

N1-deildin:

Sextán marka tap á Ásvöllum

 

 

Eyjamenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Haukum í dag en eins og áður sagði er að finna þrjá Eyjamenn í liði Hauka, sem svo sannarlega væri gott að hafa í "rétta" liðinu í vetur.  Lokatölur leiksins urðu 37:21, eða sextán marka tap hjá ÍBV í öðrum leik liðsins.  Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Nikolaj Kulikov, rússneski línumaðurinn sem lék sinn fyrsta leik með ÍBV og fyrirliðinn Sigurður Bragason með fimm mörk hvor.

Önnur úrslit dagsins í N1-deildinni voru: Afturelding-HK 24:28, Akureyri-Fram 26:30.

Næsti leikur ÍBV er næstkomandi þriðjudag þegar liðið tekur á móti stórliði Stjörnunnar og hefst leikurinn klukkan 19.00.

Staðan:
1. Haukar 2 2 0 0 60:41 4
2. Fram 2 2 0 0 62:55 4
3. Stjarnan 2 2 0 0 53:47 4
4. HK 2 1 0 1 53:50 2
5. Akureyri 2 1 0 1 55:53 2
6. Valur 2 0 0 2 42:50 0
7. Afturelding 2 0 0 2 47:57 0
8. ÍBV 2 0 0 2 50:69 0


Vestmannaeyjahöfn uppbygging og framkvæmdir í heila öld

50f419c8fb9706d39112be556052bf3f_vestmannaeyjar_hofn

22. september kl. 12.55 | vaktin.net |

Vestmannaeyjahöfn uppbygging og framkvæmdir í heila öld

Í gær var haldin á Kaffi kró hátíðarfundur hjá Framkvæmda- og hafnarráði í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjahafnar. Vestmannaeyjahöfn hefur verið til frá landnámstíma en elsti hluti Vestmannaeyjahafnar er 100 ára um þessar mundir, það er Bæjarbryggjan sem tekin var í notkun 1907, bryggjan var stækkuð 1911 og var komin í þá mynd sem við þekkjum hana í dag árið 1925, eins og áður hefur verið greint frá á vaktin.net er verið að endurgera bryggjuna núna.

Aðrar bryggjur sem komnar voru fyrir Bæjarbryggjuna s.s. Edinborgarbryggja og Stokhellubryggja eru horfnar og búið að byggja yfir þær, þannig að elsti sýnilegi hluti hafnarinnar er 100 ára.
 
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir fulltrúi í Framkvæmda- og hafnarráði skar fyrstu sneiðina af afmælistertunni, en hún er eina konan í ráðinu.
 
Arnar Sigurmundsson formaður Framkvæmdar- og hafnarráðs tók á móti gestum á hátíðarfundinn, hann flutti erindi um höfnina og með ræðu hans voru sýndar myndir með. Arnar sagði að brýnasta mál hafnarinnar nú væri uppbygging Skipalyftunar og stórskipahöfn því næsta kynslóð skipa kæmust ekki inn í Vestmannaeyjahöfn eins og hún er í dag.
 
Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri kom í heimsókn til Eyja og var á hátíðarfundinum, hann færði Arnari gamlar teikningar af Vestmannaeyjahöfn, frá þeim tímum er verið var að byggja hafnargarðana.
 
Elliði Vignisson bæjarstjóri flutti erindi, hann sagði að höfnin væri í raun aldrei tilbúin og væri alltaf að þróast. Hann tók undir Arnars um að brýnustu verkefni Vestmannaeyjahafnar væru uppbygging Skipalyftunar og stórskipahöfn.
 
Í dag er viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn um 2100 metrar, sem gera um 50 sm. á hvern íbúa Vestmannaeyjabæjar.

Mynd og texti: Óskar P. Friðriksson

Mynd tekin úr flugvél Flugfélags Vestmannaeyja


Nauðgun kærð í Vestmannaeyjum

8256d6a60da182afb266754123e4b040_IMG_6591

| 23. september kl. 16.36 | visir.is |

Kærði nauðgun til lögreglunnar

Kona á fertugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Fljótlega beindist grunur að erlendum ríkisborgara. Lögreglan á Selfossi handtók hann að kvöldi sama dags. Maðurinn hafði farið frá Vestmannaeyjum með Herjólfi síðdegis á laugardag.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er nú í haldi lögreglunnar á Selfossi. Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum.

23. september kl. 21.27 | mbl.is |

Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem var handtekinn vegna nauðgunarkæru

Maður sem var handtekinn í gærkvöldi af lögreglunni á Selfossi vegna nauðgunarkæru konu á fertugsaldri í Vestmannaeyjum í gærmorgun var í kvöld sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi. Rannsókn málsins heldur áfram og hefur hinn kærði verið boðaður til frekari yfirheyrslu á morgun. Unnið er að skýrslutöku af vitnum og beðið niðurstöðu rannsókna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Við rannsókn málsins bárust böndin að manninum og var hann handtekinn af lögreglunni á Selfossi, að beiðni lögreglunnar í Vestmannaeyjum, en maðurinn hafði farið frá Vestmannaeyjum með Herjólfi síðdegis í gær


Æfingaleikir í körfunni hjá ÍBV gegn UMFH

b4761716632b7d866ced0e3fcdeb4601_ibvkarfa.php

| 23. september kl. 11.25 | ibv.is |

Körfubolti

Nóg að gerast

-Yngri flokkarnir kepptu við Flúðir

Um helgina voru æfinga / vináttuleikir við UMFH sem eru frá Flúðum. Komu hingað 17 leikmenn og 2 þjálfarar. Voru þetta kurteisir krakkar og nokkrir efnilegir í þeirra herbúðum en þar má helst nefna 2 leikmenn 10.flokks en það eru stelpur sem spiluðu með strákunum. Stóðu þær sig mjög vel og eiga framtíðina fyrir sér.

Föstudagur:
Minnibolti: ÍBV - UMFH 86-27 (45-12)

Góður leikur hjá öllum leikmönnum ÍBV þar sem allir spiluðu mikið og nánast allir náðu að skora. Voru þeir að spila við sjö minnibolta stráka og fimm úr 7.flokk hjá Hrunamönnum. Virtist það engu breyta og var góð stemmning í hópnum.

Stigaskor: Siggi 18, Aron V 16, Kristberg 16, Geir 12, Haffi 8, Ársæll 4, Lalli 4, Tryggvi 4, Devon 2, Kristján 2

8.flokkur ÍBV - 10.flokkur UMFH 20-42 (6-27)


Okkar leikmenn voru frekar smeykir við tvo stærri leikmenn Hrunamanna og vantaði bókstaflega kjark og alla baráttu. Boltinn gekk illa á milli manna, tókum léleg skot og vorum ragir í öllum aðgerðum. Skánaði þetta þó aðeins í seinni hálfleik og þá helst þegar þeir settu stóru leikmenn sína á bekkinn. Sigrún spilaði best hjá okkur og var eini leikmaðurinn með lífsmarki allan leikinn.

Stigaskor: Sigrún 4, Tómas 4, Bryngeir 3, Halldór 3, Árni 2, Sindri 2, Jói 2.

9.flokkur ÍBV - 10.flokkur ÍBV 37-48 (17-24)

Jafnræði með liðunum en í lið 10.flokks vantaði þá Óla, Kristján og Ársæl. Hjá 9.flokk stóð Blómi sig best og Hlynur byrjaði leikinn vel en í liði 10.flokks var Teitur að hitta vel.

Stigaskor: Blómi 18, Hlynur 9, Erlingur 6, Daði 2, Ari 1, Alex 1, Gulli 0. - Teitur 27, Heiðar 8, Guffi 8, Einar 3, Hjálmar 2, Teddi 0.

 Laugardagur:
Minnibolti yngri ÍBV - Minnibolti UMFH 51-24 (27-14)


Glæsilegur sigur og var það leikgleðin sem var mjög áberandi. Í okkar herbúðum voru einnig tveir peyjar í 2. og 3.bekk og stóðu þeir sig vel eins og allir leikmenn liðsins. Hefði sigurinn getað verið mun stærri ef við hefðum nýtt stuttu skotin betur og vandað sendingarnar en það kemur bara næst. Núna er bara um að gera að mæta vel á æfingar og æfa enn betur og hlusta vel. Eins og áður sagði voru allir leikmenn liðsins duglegir og stóðu sig vel en ég verð þó að nefna Devon Már sem er nýbyrjaður að æfa en hann stal hátt í 20 boltum (er það alls ekki ýkt) og það í einum og sama leiknum! Geri aðrir betur! Einnig stóð Viktoría sig mjög vel en hún er aðeins ein af örfáum stelpum sem æfir körfu hjá okkur.


Stigaskor: Ársæll 14, Devon 13, Kristján 8, Arnar Geir 6, Viktoría 4, Benjamín 4, Ólafur 2.

9. og 10.flokkur: ÍBV - UMFH 45-24 (20-15)

Að mæta í leik og vera fyrirfram búinn að vinna hann er ekki gott. Að halda að maður þurfi ekki að taka á því og hafa fyrir hlutunum er rangt! Þannig voru okkar leikmenn mættir til leiks í þennan leik en þeir voru fyrirfram búnir að vinna og héldu að þeir gætu bara leikið sér og fíflast allan leikinn og unnið þannig. Var þetta jafn leikur í fyrri hálfleik vegna kæruleysis og var algjört metnaðarleysi hjá okkar liði. Breyttist það aðeins í seinni hálfleik en Alex og Hlynur sýndu góð tilþrif og börðust eins og ljón og sigurinn 21 stigs munur. Þurfa leikmenn að sparka fast í rassinn á sjálfum sér og líta í eigin barm og breyta hugsunarháttinum frá a-ö. Ef við ætlum að komast í A riðil í báðum flokkunum þá þurfa menn að opna augun og fara taka almennilega á því - sama við hvaða lið við erum að spila. Það vantar ekki hæfileikana en eins og áður segir þá kemur þetta ekki að sjálfu sér.

Stigaskor: Alexander 16, Hlynur 9, Heiðar 4, Erlingur 4, Daði 4, Elvar 2, Einar 2, Guffi 2, Teitur 2.

Minnibolti ÍBV - 7.flokkur UMFH 74-40 (34-20)

Í liði Hrunamanna voru eins og í leiknum í gær blanda af minnibolta og 7.flokk en í dag bættist við einn drengur úr 9.flokknum hjá þeim. Breytti það ekki miklu fyrir okkur þó svo að jafnræði hafi verið með liðunum til að byrja með en við höfðum bara gott af því. Hittnin var þokkaleg og sáust nokkur góð tilþrif hjá báðum liðum. Góður sigur og gaman að sjá peyjana á vellinum.

Stigaskor: Aron 20, Siggi 13, Geir 12, Valli 10, Kristberg 6, Tryggvi 5, Haffi 4, Devon 2, Kristján 2.

8.flokkur ÍBV - Minnibolti ÍBV 45-30 (24-18) (aukaleikur)

Aukaleikur þar sem spilað var á stærri körfunum og voru einungis spilaðir 3 leikhlutar. Nokkuð jafn leikur á köflum en 8.flokkurinn vann eðlilega enda mun stærri og líkamlega sterkari. Fengu allir að spila og var ágætis barátta. Í minniboltann vantaði Haffa, Geir og Aron spilaði lítið.

Stigaskor: Gísli 11, Halldór 10, Jón Þór 6, Sindri 6, Jói 4, Bryngeir 4, Árni 4. Tómas 0, Sigrún 0. - Kristberg 8, Valli 5, Devon 5, Siggi 4, Ársæll 4, Tryggvi 2, Aron 2, Lalli 0, Kristján 0.

 

 

Hægt er að fylgjast með körfunni á ibv.is/karfa


Upptökustudíó að opna í Vestmannaeyjum

m

e7b9504113fff0e7fef4022bb340c2d8_studio

22. september kl. 19.09 | eyjar.net |

Upptökustúdíó að opna í Vestmannaeyjum

-Frumkvöðlastarfsemi á hæsta stigi

Nýlega festi ljósa- og hljóðkerfaleigan Span kaup á fasteign í Vestmannaeyjum með þeim tilgangi að opna hér fullkomið upptökuver (stúdíó), www.eyjar.net er að sjálfsögðu komið í málið og mun birta viðtal við þessa frumkvöðla sem standa að þessu krefjandi verkefni.

Upptökuverið mun án efa vera vítamínsprauta fyrir tónlistarfólk í Vestmannaeyjum og gefa þeim fjölmörgu efnilegu tónlistamönnum sem koma frá Eyjum tækifæri til að koma sínu efni á frekara framfæri.

Árni Óli Ólafsson er framkvæmdastjóri ljósa -og hljóðkerfaleigunni Span og mun viðtal við hann birtast snemma mánudagsmorguns á eyjar.net

Eyjar.net finnst þetta frábært og lofsvert framtak og vonar svo sannarlega að þetta gangi upp hjá þeim.

Hvað finnst þér um málið ? Segðu okkur þína skoðun á spjallinu okkar .


ÍBV á enn möguleika eftir sigur á Þrótt

 

22. september kl. 18.02 | mbl.is |

Fótbolti

IBV á enn möguleika

-Unnu Þrótt 2-1 á útivelli

Fjölnir og Grindavík eru kominn upp í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þó ein umferð sé enn eftir af 1. deildinni. Bæði lið unnu sína leiki í dag og tryggðu sæti sitt í efstu deild. Njarðvík bjagaði sér af hættusvæðinu með góðum sigri á Fjarðabyggð. Eyjamenn eygja enn von um sæti í efstu deild en þurfa þá að vinna Fjölni í síðustu umferðinni og treysta á að Reynir vinni Þrótt.

Baráttan á botnin er líka spennandi því þar er Reynir með 16 stig en KA með 19 eftir að hafa lagt Leikni með marki á síðustu andartökum leiksins í dag. Reynismenn eru því líklegastir til að falla en þeir eiga Þrótt í síðustu umferð á meðan KA mætir Þór og freistar þess að komast upp fyrir nágranna sína.

Eins og staðan er núna í leikjum næst síðustu umferða 1. deildar karla í knattspyrnu eru Grindavík og Fjölnir að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Liðin eru bæði að vinna sína leiki og tryggja sér með því sætið meðal þeirra bestur. Eyjamenn eru að vinna Þrótt og verða við það þremur stigum á eftir Þrótturum og eygja því enn von um sæti í efstu deild.

Staðan í leikjum 1. deildar þegar hálfleikur er kominn er þannig að ÍBV er 2:0 yfir á móti Þrótti, Grindavík 1:0 yfir á móti Reyni, Fjölnir 1:0 yfir á móti Þór, Njarðvík 2:ö yfir á móti Fjarðabyggð en markalaust er í leikjum víkings og Stjörnunnar og KA og Leiknis.

Þrjú mörk eru komin á upphafsmínútum í leikjum 1. deildar í knattspyrnu. Fjölnir er 1:0 yfir á móti Þór, ÍBV er 1:0 yfir í Laugardalnum þar sem þeir leika við Þrótt og Njarðvík er 1:0 yfir á móti Fjarðabyggð. Við fylgjumst með gangi mála í næst síðustu umferð deildarinnar.

Úrslit leikjanna í dag:br> Þróttur - ÍBV 1:2
Grindavík - Reynir 6:0
Fjölnir - Þór 2:0
Njarðvík - Fjarðabyggð 3:0
Víkingur Ó - Stjarnan 0:0
KA - Leiknir 1:0

 


Styrktarreikningur opnaður fyrir Þorstein Elías

22. september kl. 14.03 | eyjar.net |

Styrktarreikningur opnaður fyrir Þorstein Elías Þorsteinsson

eyjar.net barst eftirfarandi póstur, þar sem kemur fram að opnaður hefur verið reikningur fyrir Þorstein Elías Þorsteinsson og unnustu hans, Hrefnu Haraldsdóttur en Þorsteinn glímir við afar erfið og lífshættuleg veikindi.

Þeir sem vilja styrkja þau geta lagt inn fjárhæð á reikning 104449, höfuðbók 14, banki 0582 (582 - 14 - 104449) og kennitala 280480-4449. Bréf vinahópsins sem opnaði reikninginn má lesa hér að neðan.

 

Við vinir Hrefnu og Þorsteins ákváðum að stofna reikning til styrktar þeim á þessum erfiðu tímum. Við bíðum enn og vonumst eftir að sjá kraftaverkið gerast og lifum í þeirri trú að það gerist. Um leið og mig langar til að biðja ykkur að taka frá stutta stund til þess að biðja fyrir Þorsteini og fjölskyldu hans þá ætla ég að senda ykkur reikningsnúmerið sem við vinir hans og Hrefnu höfum ákveðið að opna á Hrefnu nafni- kt.280480-4449, banki 0582, hb 14 reikningur númer 104449.

Með fyrirfram þökk. Kærleikskveðjur fyrir hönd vinahópsins


Stórleikur hjá m.fl. ÍBV um helgina

nn

6e3773ee4fea9b993fccaa99d8ac4c98_palli

21. september kl. 21.31 | ibv.is |

Stórleikur í laugardalnum á Laugardag

- Páll Hjarðar spilar sinn 100. leik fyrir ÍBV

Á morgun dregur verulega til tíðinda í baráttu ÍBV á toppi 1. deildar er liði leikur gegn Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þá gæti endanlega ráðist hvort um raunverulegan möguleika sé að ræða hjá liðinu að komast í Landsbankadeildina aftur.

Strákarnir hafa verið að standa sig vel í undanförnum leikjum og unnu góðan sigur á Grindvíkingum, sem vermt hafa toppsætið í nær allt sumar. Það verður þó það skarð fyrir skyldi í liði ÍBV að þeir Atli Heimisson og Yngvi Borgþórsson verða í leikbanni. Möguleikar ÍBV felast nær eingöngu í sigri í leiknum og að Fjölnir tapi stigum á heimavelli gegn Þór frá Akureyri á sama tíma. Sendum við Þórsurum að sjálfsögðu baráttukveðjur.

Páll Þorvaldur Hjarðar mun leika sinn 100. leik með liði ÍBV á morgun og vonandi verður sá leikur eftirminnilegur fyrir jákvæðar sakir. Óskum við Páli innilega til hamingju með áfangann. Af þesssu tilefni birtum við mynd af kappanum í góðum félagsskap þeirra Jonah og Chris.

Eru allir stuðningsmenn ÍBV og allir sem vettlingi geta valdið, beðnir um að koma og styðja ÍBV á Valbjarnarvelli á morgun kl. 13:30 þar sem ÍBV mun einnig birtast í búningum sem ekki hafa sést áður. Sjón er sögu ríkari.

Áfram ÍBV !


Guðbjörg með 3 mörk í 25-24 sigri Esbjerg

 

287070fd341187bacd82128a066b4e92_g-fox

21. september kl. 07.08 | eyjar.net |

Guðbjörg með 3 mörk

í 25-24 sigri á Esbjerg í gær

Danska handknattleiksliðið Frederikshavn Foxs, sem Guðbjörg Guðmannsdóttir leikur með, vann Esbjerg á útiveli 25-24 í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Guðbjörg skoraði 3 mörk í leiknum og spilaði reyndar bara í seinni hálfleik en skoraði öll mörkin á mikilvægum stundum í leiknum.

 

Frederikshavn Fox hefur verið að finna sig í deildinni enda nýkominn í úrvalsdeildinna og var þetta þeirra fyrsti sigur, en liðið er í 9. sæti með 2 stig eftir 4 leiki.


Eigum að geta slegið þetta lið

 

f00d3f52c36366b841b92155b613e438_BRITAIN_SOCCER_EURO_148512c

21. september kl. 06.35 | eyjar.net |

Eigum að geta slegið þetta lið út

-Segir Gunnar Heiðar í viðtali við gras.is

Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður Valerenga kom inná sem varamaður í Evrópuleiknum við Austria Vín í kvöld en var þetta fyrrileikurinn sem fór fram í Austurríki. Gras.is sló á þráðinn til Gunnars eftir leikinn og er hann bjartsýn að sitt lið geti farið áfram þrátt fyrir 2-0 tap.

,, Við vorum ekkert að skapa okkur í fyrrihálfleik en komum mun sterkari til leiks í þeim seinni og vorum óheppnir að ná ekki að skora. Við lendum 1-0 undir í hálfleik og svo fá þeir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig í seinnihálfleik, þegar einn leikmanna þeirra lætur sig detta á ótrúlega hátt en þessi skoski dómari ætti að vita betur. Þeir taka þessa aukaspyrnu sem fer í vegginn og Árni Gautur kominn í hitt hornið. Svona skítamark eins og maður segir.

Ég tel að það hafi ekki verið nein munur á þessum liðum og við eigum að geta náð þessu heima í Noregi. Ég sjálfur er allur að koma til og hef leikið núna þrjá leiki og ég er farinn að þekkja inná strákanna og þeir á mig. Ég er farinn að finna mig betur og betur en þetta tekur tíma en ég er mjög bjartsýn fyrir seinnileikinn og við eigum að geta slegið þetta lið út," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við Gras.is .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband