Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Vill heilbrigðisþjónustu til sveitafélaga

2630a9d3ba6eae4cb9e3b5707ff298c1_Hjalti-Tor_005

25. september kl. 06.32 | mbl.is |

Eru eyjamenn sammála?

Vill heilbrigðisþjónustu til sveitarfélaga

Blaðið í dag

„Ég held að til lengri tíma sé betra ef sveitafélögin taka að minnsta kosti við hluta af heilbrigðisþjónustunni og að það verði gert með sama hætti og gert var með grunnskólana. Að málaflokkurinn sé fluttur yfir og einhverjir tekjustofnar með," segir Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Hornafjarðar.

Ríkisendurskoðun skilaði í byrjun þessa mánaðar niðurstöðum stjórnsýsluúttektar sinnar á þjónustusamningi sem er í gildi milli sveitarfélagsins og heilbrigðisráðuneytisins um heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Þar kom fram að stofnunin teldi ekki endilega að samningurinn þjónaði fjárhagslegum hagsmunum ríkisins betur en ef það sæi sjálft um reksturinn. Veigamesta aðfinnsla Ríkisendurskoðanda sneri að gæðaeftirliti sem hann taldi ábótavant.

Hjalti segir þó ráðuneytið einnig bera ákveðnar skyldur í þeim efnum. „Við erum til dæmis með annan samning við félagsmálaráðuneytið um málefni fatlaðra þar sem þeir leggja fram ákveðið gæðamódel sem við eigum að vinna eftir. Það væri mjög eðlilegt ef heilbrigðisráðuneytið gerði slíkt hið sama til að mæla gæði þjónustunnar alls staðar með sambærilegum hætti. Með þessu er ég ekki að bera blak af okkur fyrir að hafa ekki sett okkur gæða og þjónustumarkmið. En ríkisendurskoðandi segir beinlínis að ráðuneytið hafi ekkert skipt sér að þessu."

 Nánar í Blaðinu í dag

Tjáðu þig um málið á www.eyjar.net/spjall


Handbolti: ÍBV-Stjarnan

 157fc2960b9c88d58e2908e4bc9739c8_ibv_leifurjohannesson

 

N1-deildin:

Garðbæingar of sterkir fyrir ÍBV

Unnu sex marka sigur 31:37

 

Meistaraefnin í Stjörnunni reyndust ofjarlar ÍBV í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum.  Leikmenn ÍBV stóðu sig reyndar ágætlega á köflum en þess á milli fóru þeir afar illa með dauðafæri, klúðruðu m.a. fjórum vítaskotum og hefðu í raun getað veitt meiri mótspyrnu er raunin varð.  Gestirnir gátu leyft sér að hvíla nokkra leikmenn þegar leið á leikinn en sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu.  Lokatölur urðu 31:37 eftir að staðan í hálfleik var 11:18.

Eins og áður sagði voru Garðbæingar einfaldlega of sterkir fyrir ÍBV og ljóst að liðið, sem er afar vel mannað, á alla möguleika á að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.  Eins og við var að búast mun ÍBV hins vegar berjast í neðri hluta deildarinnar, gegn Aftureldingu og Akureyri en hin liðin fimm virðast vera sterkari en þau þrjú.  ÍBV hefur nú leikið þrjá leiki, þar af tvo heimaleiki og tapað þeim öllum en næsti leikur liðsins er gegn Aftureldingu á útivelli.

Engu að síður áttu Eyjamenn ágæta spretti, breyttu m.a. stöðunni úr 17:26 í 21:26 en komust ekki lengra en það.  Það er hins vegar hvimleitt á handboltaleikjum hversu áhrifamiklir dómarar eru.  Þannig höfðu dómarar leiksins í kvöld, þeir Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson öll tök á því að láta leikinn fljóta vel enda langt í frá að vera slagsmálaleikur.  Sextán brottvísanir í leiknum, átta á hvort lið er helmingi of mikið miðað við gang leiksins.  Sumir brottrekstrarnir voru hreint óskiljanlegir og engu líkara en að slakir dómarar hafi einfaldlega ekki viljað hafa ákveðna leikmenn inni á vellinum.  Vonandi sjáum við sem minnst af svona frammistöðu sem bitnaði eingöngu á leiknum og liðunum báðum.

Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 10, Sindri Haraldsson 7, Zilvinar Grieze 6, Nikolaj Kulikov 3, Grétar Eyþórsson 2, Eyþór Björgvinsson 2, Leifur Jóhannesson 1.
Varin skot: Friðrik Þór Sigmarsson 12/2, Kolbeinn Arnarson 6.

25. sep

25. september kl. 08.07

N1-deildin:

Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í heimsókn í kvöld

 

 

Í kvöld, klukkan 19.00 leikur karlalið ÍBV annan heimaleik sinn á Íslandsmótinu þegar Stjarnan kemur í heimsókn.  Stjörnunni var fyrir tímabilið spáð sigri í N1-deildinni á meðan ÍBV var spáð neðsta sætinu og því mætti sjá fyrir sér að Golíat heimsæki Davíð.

Eyjamenn voru í raun aðeins hársbreidd frá því að vinna Fram í fyrsta leiknum en ÍBV tapaði svo illa fyrir Haukum um helgina með sextán marka mun.  Það verður því fróðlegt að sjá hvort Eyjamenn náði að stríða Íslandsmeistaraefnunum úr Garðabænum í kvöld.

tember kl. 06.03 | ibv.is |

Stjörnur í Eyjum.

Eyjamenn taka á móti stjörnum prýddu handknattleiksliði Garðbæinga á morgun í N1 deildinni. Leikurinn hefst kl. 19.00. Þar gefst Vestmannaeyingum tækifæri á að sjá liðið, sem spáð er falli annars vegar, og hins vegar liðið, sem spáð er Íslandsmeistaratitli.

Handknattleiksunnendur eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja, og mæta í Íþróttahúsið. Leikurinn er mikill prófsteinn á ÍBV liðið, sem steinlá í síðasta leik gegn Haukum. Það er eitthvað, sem strákarnir okkar vilja ekki að endurtaki sig.


Nýr samningur um flug milli lands og Eyja

7c06edb667cfa48b6e33e7b1e07fc45f_Vestmannaeyjaflugvollur_caa

24. september kl. 16.21

Nýr samningur um flug til Eyja:

Þrjár ferðir á dag yfir sumarið

-og aukaferð á föstudögum

 

Gert er ráð fyrir þremur flugferðum á dag, fimm til sex daga vikunnar yfir sumartímann, milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, í nýjum samningi Vegagerðarinnar og Flugfélags Íslands, sem nú er í burðarliðnum. Núgildandi samningur um flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja rennur út í lok október og nýr samningur tekur gildi frá og með 1. nóvember.

 

Þá mun nýr samningur ennfremur gera ráð fyrir þremur ferðum á föstudögum allt árið og standa vonir til að það fyrirkomulag taki gildi strax með nýjum samningi, hinn 1. nóvember.

Að sögn Kristínar Jóhannsdóttur, markaðsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar, hefur af hálfu bæjarins einnig verið farið fram á að flugáætlun verði breytt, til dæmis þannig að farið yrði af stað fyrr á morgnana, og er það mál til vinnslu.


Sigurður Vilhelmsson skrifar:

daf9d60e8fd8db20b6186f93febceb07_sigurdur_vilhelm

24. september kl. 15.45

Sigurður Vilhelmsson skrifar:

Bærinn tekur frumkvæði í uppbyggingu Setursins

 

 

Í tillögum þeim er bæjarstjórn Vestmannaeyja lagði fram um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar í þorskkvóta kennir ýmissa grasa. Tillögurnar eru um margt metnaðarfullar og sýna að bæjaryfirvöld eru reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að draga úr því höggi sem sveitarfélagið verður fyrir. Því eru það nokkur vonbrigði að ríkisstjórnin skuli skella skollaeyrum við flestu því sem lagt er fram í tillögum bæjarins.

Eitt er það þó sem vekur nokkra athygli og það eru nýstárlegar aðferðir bæjarstjórnar við að fá ráðherra menntamála til samstarfs um uppbyggingu Rannsókna- og fræðasetursins. Bæjaryfirvöld eru greinilega búin að gefast upp á að bíða eftir ríkinu í þeim efnum og fer fram á að fá að fjármagna uppbygginguna úr bæjarsjóði. Bærinn býðst til þess að kaupa húsnæði ÁTVR á neðstu hæð Setursins og í framhaldinu afganginn af Hvíta húsinu af Háskóla Íslands. Eina skilyrðið er að fjármunirnir sem bærinn greiðir fyrir húseignina fari í uppbyggingu setursins.

Það er orðið löngu tímabært að gera gangskör í því að byggja upp starfsemina í Setrinu. Einmenningsútibú eru engan veginn til þess fallin að byggja upp það þekkingarsamfélag sem þarf til að halda úti öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi. Of lengi hefur verið beðið eftir því að menntamálaráðuneytið leggi sitt lóð á vogarskálarnar. Það er tímabært að bærinn taki frumkvæðið. Það þarf ekki að bíða lengur. Elliði þarf bara að gera Þorgerði tilboð sem hún getur ekki hafnað.

Greinin birtist á www.framsoknarbladid.is


Vestmannaeyjarbær efnir til sammkeppni um hönnun á menningahúsi

d7bb7c38b1eb4ff553ad660c18a28cf3_menningarhus_stadur 

24. september kl. 15.21

Vestmannaeyjabær:

Samkeppni um hönnun menningarhúss

 

 
Ráðgert er að nýtt menningarhús rísi við núverandi Safnahús í Vestmannaeyjum

Ráðgert er að efnt verði til samkeppni meðal arkitekta um hönnun menningarhúss í Vestmannaeyjum, sem rísa mun á lóðinni milli Safnahússins og Alþýðuhússins. Stýrihópur á vegum bæjarins og menntamálaráðuneytisins sem vinnur að málinu telur að rekstri nýs menningarhúss verði best fyrir komið í tengslum við rekstur Safnahússins.

Jafnframt verður rekstur Safnahússins tekinn til gagngerrar endurskoðunar. Vinna stendur nú yfir við að skilgreina þá menningar- og safnastarfsemi sem fara á fram í húsunum og áætla stærð væntanlegs menningarhúss með hliðsjón af því.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að í þessum efnum verði ekki tjaldað til einnar nætur; menningarhús verði að endurspegla metnað og kraft og þá virðingu sem Vestmannaeyingar beri fyrir sögunni og sérkennum Eyjanna, bæði náttúru og mannlífs. Nánar er fjallað um málið í viðtali við Elliða sem birtist í Vaktinni síðastliðinn föstudag og hægt er að lesa hér á www.sudurland.is/eyjafrettir.


Gunnar Heiðar skoraði í 2-0 sigri Valerenga

fb49fee80a930c593c98e353a4e61436_IMG_7200

24. september kl. 19.01 | mbl.is |

Gunnar Heiðar skoraði í 2:0-sigri Vålerenga

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrir norska liðið Vålerenga í 2:0-sigri liðsins gegn Fredrikstad í lokaleik 21. umferðar úrvalsdeildarinnar í Noregi. Gunnar skoraði á 10. mínútu með skoti af stuttu færi en fyrra markið skoraði Dan Thomassen eftir aðeins 48 sekúndur.

Þetta er fyrsta markið sem Gunnar skorar fyrir Vålerenga frá því hann var lánaður til félagsins frá Hannover í Þýskalandi. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Garðar Jóhannsson kom ekki við sögu í liði Fredrikstad í leiknum Vålerenga er í 7. sæti deildarinnar með 30 stig, 15 stigum á eftir Brann, sem er í efsta sæti. Fredrikstad er í 8. sæti með 29 stig.


Getraunastarfið hafið

| 24. september kl. 16.03 | ibv.is |

Getraunastarfið hafið

Þáttökugjald er kr 5.000

Jæja góðir hálsar þá er getraunastarfið hafið og fór fyrsta vika í hópaleik haustsins fram um helgina og var árangur þokkalegur. Eftir fyrstu vikuna þykir liðið Pint of Foster's líklegast til að standa uppi sem sigurvegari, en það er en langt og strangt getraunahaust framundan og því getur ýmiselgt gerst. Spilaðar verða 12 vikur og mega menn þurrka út 2 verstu vikurnar, svona til að halda haus segja þeir er þessu stjórna. Menn geta þess vegna en skráð sig til leiks en missi þá bara út eina röð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig til leiks. Þátttökugjald er kr. 5.000.

Stefnt er á að hafa opið næst komandi föstudag bæði fyrir leik ÍBV og Fjölnis og eins í hálfleik, en svo opnar að sjálfsögðu klukkan 10 á laugardagsmorgunin og þá geta menn komið og hlustað á viskubrunninn Örn Hilmis valta yfir hvern þann sem ekki segir að Arsenal sé yfirburðalið.

og svo þetta:

Leikurinn verður að flestu leiti með hefðbundnu sniði, en eftir miklar vangaveltur höfum við
ákveðið að hafa leikinn í 12 vikur (líkur 8.des 2007) og telja 10 bestu vikurnar, þannig að
þó að eitthvað klikki hjá typpurum þá geta þeir huggað sig við að geta hent út tveimur lökum vikum.

Vinningar verða eftirfarandi:
1.sæti 40% af innkomu hópaleiksins
2.sæti 25% af innkomu hópaleiksins
3.sæti 15% af innkomu hópaleiksins
Stöðuna verður svo að finna undir linknum fótbolti á forsíðu og svo þar undir er annar hnappur er á stendur Getraunir 900

Hægt er að sjá stöðuna á ibv.is

 

Nú, ekki hef ég tippað mjög lengi. Og efast ég geri það núna...


Herjólfur stopp vegna viðhalds

290d0322b3112a22eb8f9c760058bcaa_IMG_6100

| 24. september kl. 07.34 | eyjar.net |

Stoppdagar Herjólfs

25. september verður viðhaldsdagur Herjólfs og munu siglingar falla niður þennan dag.

Forsvarsmenn Herjólfs vona að þetta valdi ekki mikilli röskun fyrir viðskiptavini.

Ef það væri tveir Herjólfar sem mundu ganga á móti hvor örðu, þá mundi þetta ekki valda eins mikla röskun..


Lundaballið nálgast

d9ee4a1203de7740e7e618c6e8c6fd66_lundaball

23. september kl. 21.06

 

Lundaballið nálgast

 

 

Þrátt fyrir að lundaveiði hafi ekki verið með besta móti sumar, veiðimenn hafi haft háfinn sinn í bóli, meira eða minna allan lundaveiðitímann, verður ekki slegið slöku við á lundaballinu. Það verður haldið um næstu helgi í Höllinni. Að þessu sinni eru það Elliðaeyingar sem sjá um ballið.

 

Úteyjarfélögin sjö, halda lundaballið til skiptist og er farið eftir nöfnum eyjanna í stafrófsröð. Á síðasta ári stóð Veiðifélag Brandsins fyrir lundaballinu, nú er röðin sem sagt komin að stærstu eynni, Elliðaey. Eyjafrettir hafa spurnir af geysimiklum undirbúningi Elliðaeyinga, þar verður ekkert til sparað að gera þessa miklu hátíð sem glæsilegasta og að sjálfsögðu þá bestu frá upphafi.


Þetta endalausa dekur við Vestfirðinga

436e5ee4566c1476482042e202f2b2e6_ekkert-slor

23. september kl. 20.50

 

Þetta endalausa dekur við Vestfirðinga

- Sigursveinn Þórðarson bloggar um niðurskurð þorskveiðiheimilda og mótvægisaðgerðirnar

 

Þetta endalausa dekur við Vestfirðinga er orðið þjóðinni til skammar. Ég hef svo sem bent á það áður, en grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu í morgun vakti mig til umhugsunar um kvótaaðstoðina sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku. Ég er ekki hissa á að Grindvíkingar séu ósáttir. Það er ekki minnst á þá í tillögum ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að það sé það bæjarfélag sem missir flest tonninn.

 

Grindvíkingar tapa fleiri tonnum en öll sveitarfélög á Vestfjörðum til SAMANS !!!

Og hvernig skipta Árni Matt og félagar milljörðunum til að mæta kvótaskerðingu?

Jú, 660 milljónir fara vestur á firði. Það þýðir að verðmatið á tonninu fyrir vestan er: 114.703 krónur. Kvótaskerðingin nemur 5.754 tonnum. Verst fer Bolungarvík en skerðingin þar er 1.169 tonn.

Grindvíkingar missa flest þorsktonninn, útgerðarfyrirtæki þar eru 5.965 tonnum fátækari eftir skerðingu þorskaflans. Og tillögurnar sem snúa að Grindvíkingum?  Ekki ein einasta, nada, núll og nix.

Við Eyjamenn erum í þriðja sæti yfir þær byggðir sem missa mest. 3.911 tonn. Aðeins Grindavík og Akureyri tapa fleiri tonnum. Og tillögurnar sem snúa að Vestmannaeyjum eru fjórar, samtals 99 milljónir á næstu þremur árum. 25.313 krónur tonnið...

Ef við lítum á kjördæmi fjármáláráðherrans þá nemur skerðingin 15.578 tonnum. Alls fara 303,5 milljónir í kjördæmið. Því er ríkisstjórn Íslands að meta tonnið á 19.483 krónur í Suðurkjördæmi.

Byggðir allt í kringum landið verða fyrir tekjuskerðingu vegna kvótaskerðingar. Mismiklum að sjálfsögðu en fyrr nú má aldeilis fyrr vera ósamræmið!!

Enn eina ferðina er skotið á Vestfjarðaraðstoð. Ég spyr mig hvort þingmenn og ráðherrar séu svo fastir í gamla tímanum að þeir haldi enn að útgerð sé öflug á Vestfjörðum. Halló, vakna !! Vestfirðingar eru fyrir löngu búnir að selja frá sér meirihluta kvótans...

Margar tillögur snúast um allt landið og vitaskuld gæti skiptingin þar orðið sú að mikið færi á Suðurnesin eða austur á Hornafjörð sem verður líka illa úti. En ekki skal gleyma stöðum eins og Garði, Rif, Dalvík og Skagaströnd. Það er hvergi minnst á þessa staði í tillögunum.

Til gamans er hér listi yfir þau 20 sveitarfélög sem verst verða fyrir skerðingu þorskkvótans:

 

1

Grindavík

5965 tonn

2

Akureyri

4621 tonn

3

Vestmannaeyjar

3911 tonn

4

Reykjavík

2525 tonn

5

Hornafjörður

2052 tonn

6

Rif

1866 tonn

7

Dalvík

1778 tonn

8

Skagaströnd

1623 tonn

9

Ólafsfjörður

1552 tonn

10

Akranes

1529 tonn

11

Ólafsvík

1467 tonn

12

Grundarfjörður

1443 tonn

13

Bolungarvík

1169 tonn

14

Garður

1076 tonn

15

Hafnarfjörður

1063 tonn

16

Ísafjörður

958 tonn

17

Grenivík

913 tonn

18

Grímsey

852 tonn

19

Stykkishólmur

821 tonn

20

Hnífsdalur

819 tonn

TölurnarfékkéghjáFiskistofuogupplýsingarumverkefniíMorgunblaðinu. 

ÉglétExceleiknaþettaalltútyrirmig,þannigaðefþiðeruðeitthvaðósátt(irviðútreikningannamína,þátaliðviðBillGates.Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband