Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
| 28. september kl. 17.39 | eyjar.net |
Lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi
Vinnumálastofnun á Suðurlandi hefur lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þess að 59 starfsmönnum Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum.
Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi segir, að atvinnuleysi hafi verið í lágmarki á þessu og síðasta ári og frekar auðvelt fyrir fólk að nálgast störf. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi sé haldið úti lista yfir störf sem auglýst eru til að auðvelda fólki sem er í atvinnuleit að nálgast laus störf. Þá hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi og láta vita af lausum störfum sem unnt sé að benda atvinnuleitendum á.
Vísað er til þess, að í tilkynningu Humarvinnslunnar komi fram að í hönd fari endurskipulagning á starfsemi fyrirtækisins og ljóst megi vera af því að starfsmennirnir verði ekki allir ráðnir aftur til starfa. Uppsagnartími þeirra sé 1-3 mánuðir. Þessir starfsmen séu nú í atvinnuleit og muni Vinnumálastofnun á Suðurlandi aðstoða þá eins og mögulegt er við leit að starfi. Þetta verði gert með reglulegum fundum og með einstaklingsaðstoð. Starfsfólk Ölfushrepps muni einnig aðstoða fólkið við atvinnuleit og muni Vinnumálastofnun vinna náið með hreppnum að þessu verkefni.
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 28. september kl. 14.11 | ruv.is |
Erfiðir tímar framundan
segir Arnar Sigurmundsson
Störfum í sjávarútvegi mun fækka um 1.000 á sjó og landi næstu 6-12 mánuði vegna niðurskurðar Þorskheimilda og afleiðinga þess. Þetta er mat formanns Landssambands fiskvinnslustöðva. Niðurfelling skattheimtu í formi veiðigjalda sé brýn til að bæta það sem unnt sé.
Þriðjungskvótaniðurskurður á þorski, verðmætasta fiskinum, kippir fótunum undan mörgum í fiskvinnslu segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands fiskvinnslustöðva. Hann segir miklar breytingar fram undan. Búa verði sig undir erfiða tíma.
Um 100 starfsmönnum hjá 2 fiskvinnslufyrirtækjum var sagt upp í gær. Hjá Humarvinnslunni i Þorlákshöfn og Eskju á Eskifirði. Þetta er aðeins upphaf þess sem koma skal næstu 6-12 mánuði að dómi Arnars.
Afurðaverðinu er ekki um að kenna. Útflutningsverðmæti í ár verður um 120 milljarðar segir formaður Landssambands fiskvinnslustöðva en næsta ár verði útflutningsverðmætið nær 100 milljörðum.
Aðalfundur Landssambands fiskvinnslustöðva stendur yfir. Í drögum að ályktun fundarins segir að skjótvirkasta aðgerðin til bóta fyrir sjávarútveginn í heild, væri að fella niður veiðigjöld.
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 (breytt kl. 22:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 28. september kl. 11.30 | eyjar.net |
Hjartað slær við höfnina
Vestmannaeyingar fagna afmæli Bæjarbryggjunnar: 100.ára í haust
Fréttablaðið í dag
Um þessar mundir halda Vestmannaeyingar upp á hundrað ára afmæli Bæjarbryggjunnar sem var tekin í notkun árið 1907. Frá náttúrunnar hendi hefur þó verið höfn í Eyjum frá landnámstíma.
Eins og frægt er orðið var fyrsta kirkjan á Íslandi reist við höfnina í Vestmannaeyjum þegar kristnitakan átti sér stað árið 1000. Svo liðu aldirnar og árin og alltaf var útgerð frá Eyjum, enda er þar ein af elstu verstöðvum Norður-Atlantshafs," segir Arnar Sigurmundsson, formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja.
Fyrsta bryggjan var svo reist þegar vélbátar hófu að koma til landsins og til að sinna þeim betur réðist þetta litla sveitarfélag í að byggja hana. Fljótlega fékk hún nafnið Bæjarbryggjan og í ár minnumst við Vestmannaeyingar þessara tímamóta," segir Arnar.
Nokkrum árum síðar, eða árið 1911, var bryggjan stækkuð og endanlega mynd fékk hún árið 1925. Nú er hins vegar verið að vinna í að endurgera þessa aldargömlu bryggju og er stefnt að því að hún fái eins upprunalegt útlit og kostur er enda höfðar slíkt bæði til heima- og ferðamanna.
Höfnin í Vestmannaeyjum hefur alltaf verið talin mjög góð og eftir gosið varð hún enn betri því við það þrengdist innsiglingin. Við höfum um tvo kílómetra af bryggjuplássi en það er svo mikil vegalengd að allir eyjarskeggjar gætu raðað sér upp á bryggjunni og myndað óslitna röð á bryggjukantinum," segir Arnar svolítið stoltur og bætir því við að íbúar eyjarinnar séu rúmlega fjögur þúsund í dag.
Skipum hefur fækkað með árunum, en á móti hafa þau stækkað svo við höfum virkilega þörf fyrir allt þetta pláss og jafnframt góða þjónustu við skipin. Bæði skemmtiferða og farskip. Menningartengd ferðaþjónusta er líka stöðugt að sækja í sig veðrið og í okkar tilfelli er þetta einstakt því það er svo margt við menninguna í Eyjum sem tengist höfninni. Stafkirkjan er til dæmis hérna við höfnina og húsið Landlyst, sem er fyrsta fæðingarstofnunin sem reist var á landinu og svo er náttúrlega umhverfið við höfnina, sem er stórskorið og einstaklega fallegt,"
segir Arnar og tekur um leið fram að daglega sé mikið líf við þessa höfn.
Herjólfur siglir til og frá landi tvisvar sinnum á dag og þá eru ónefnd fiski-, flutninga- og skemmtiferðaskipin. Því er um að gera að búa svo um að hér séu allar aðstæður til fyrirmyndar svo að hafnarlífið haldi áfram að blómstra eins og það hefur gert undanfarnar aldir," segir Vestmannaeyingurinn Arnar Sigurmundsson
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 28. september kl. 08.06 | eyjar.net |
Árni Johnsen alþingismaður
Bæjarstjórn Vestmannaeyja býður fyrirmynd að viðræðugrundvelli
grein í Morgunblaðinu í dag
EF KVÓTASKERÐING stjórnvalda á þorski samkvæmt tillögum Hafrannsóknastofnunar gengur eftir í þrjú ár eins og ætlað er a.m.k. þá nemur skerðing tekna og efnahagsleg áhrif um 10 milljörðum króna aðeins Vestmannaeyjum, þessari stærstu verstöð landsbyggðarinnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja brást skjótt við og lét vinna mjög faglega úttekt á áhrifum skerðingarinnar og bauð síðan upp á viðræður við stjórnvöld til þess að flýta því að gripið yrði til mótvægisaðgerða og óvissa lágmörkuð. Bæjarstjórnin sendi mjög greinargóðar tillögur og hugmyndir til að vinna úr í slíkum viðræðum og þær voru síður en svo kröfuharðar.
Metnaðarfullar og bráðsnjallar hugmyndir
Þessar hugmyndir sem Elliði Vignisson bæjarstjóri kynnti vörðuðu Hafrannsóknastofnun, eflingu Matís ohf. í Eyjum, eflingu Fiskistofu í Eyjum, og uppbyggingu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum. Einnig uppbyggingu þróunarseturs fyrir stafræna framleiðslutækni með tilliti til nýsköpunar í Vestmannaeyjum,uppbyggingu stofnunar Sæmundar fróða í Vestmannaeyjum, rannsókna- og fræðslustofnun um hvaðeina sem lýtur að sjálfbærri þróun og eflingu þverfræðilegs samstarfs og rannsókna innan Háskóla Íslands. Bæjarstjórn vakti athygli á því að Vestmannaeyjar sem stærsti útvegsbær á Íslandi hefur 30% hlutfall íbúa á bak við hvert opinbert starf í Vestmannaeyjum miðað við 14,6% á höfuðborgarsvæðinu. Þarna vilja bæjarstjórnarmenn hnykkja á með réttu.
Bæjarstjórn vill byggja upp miðstöð þorskrannsókna í Vestmannaeyjum í tengslum við rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og veglegur vísir að þessu starfi er á siglingu til árangurs í samvinnu við Háskóla Íslands, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ og Stjörnu-Odda.
Bygging stórskipaaðstöðu getur ekki beðið
Þá vill bæjarstjórn hefja nú þegar uppbyggingu stórskipahafnar í Eyjum, og enduruppbyggingu upptökumannvirkja sem urðu óvirk á síðasta ári þegar skipalyftan brotnaði með skip í sleða. Varðandi stórskipaaðstöðu liggur fyrir að næsta kynslóð flutningaskipa getur ekki nýtt sér þá hafnaraðstöðu sem er í Eyjum og slíkt gengur auðvitað ekki í stærstu verstöð landsins. Ríkisstjórn hefur tekið ákvörðun um að byggja Bakkafjöruhöfn og nýjan Herjólf en eftir stendur að uppfylla mjög afgerandi kosningaloforð um að ljúka forrannsóknum á jarðgangaleiðinni milli lands og Eyja. Fjármálaráðherra, 1. þingamaður Suðurkjördæmis, lofaði fyrir síðustu kosningar að þessu verkefni skyldi lokið, sama gerði núverandi viðskiptaráðherra, svo það er engin ástæða til þess að ætla að fjármálaráðherra hafi ekki forgang um efna loforðið og ljúka þessu verkefni til þess að eyða m.a. endalausri óvissu og kveða niður raddir um stórhættu í Vestmannaeyjum vegna mikillar eldvirknihættu. Kostnað má áætla um 60 milljónir króna. Þá vill bæjarstjórn efla framhaldsskólann í Vestmannaeyjum til muna á góðum grunni hans, og auk þess má nefna eflingu sýslumannsembættis sem gefur ýmsa möguleika, sérhæfingu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, verðbætur í menningarog náttúrufræðihúsi, að bæta við þriðju áætlunarferðinni í flugi og síðast en ekki síst bendir bæjarstjórn Vestmannaeyja á mikilvægi þess að koma til aðstoðar einstökum útgerðum í endurmati á rekstrarforsendum við breyttar aðstæður. Þá telur bæjarstjórn brýna nauðsyn að leggja af byggðakvóta, línuívilnun og skerðing vegna samdráttar í rækju- og skelveiðum verði með öllu aflögð auk þess að veiðileyfagjaldið verði með öllu aflagt og til vara að gjaldið renni í viðkomandi sjóði sveitarfélaga til þess að mæta gríðarlegri tekjuskerðingu.
Þá hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallað um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, fjármagnstekjuskatt og ýmis fleiri atriði.
Grundvallaratriðið er auðvitað að stjórnvöld ræði þessi mál við sveitarfélög landsins. Engar mótvægisaðgerðir eru í raun marktækar áður en til slíkra viðræðna kemur. Fyrst þarf að velja verkefnin, áætla kostnað og forgangsraða, síðan taka af skarið. Vandinn er stór, en verkið þarf að vinna. Þessa vinnu væri hægt að vinna í stærstu dráttum á 6-8 vikum með festu og drifkrafti yfir landið allt með því að nýta stjórnmálamenn frá
Alþingi og sveitarfélögunum til fulls.
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 28. september kl. 07.29 | eyjar.net |
Ný heimasíða ibvfan.is
Ný og glæsileg heimasíða ibvfan opnar í dag, síðan er gerð af vef fyrirtækinu Tónaflóð (http://www.tonaflod.is/). Er þetta mikil búbót fyrir stuðningsmannafélag ÍBV sem einbeitir sér af fótbolta og handbolta og er þetta fréttaveita fyrir stuðningsmenn og konur.
Ibvfan.is stóð fyrir beinum útsendingum í tilraunaskyni á netinu í sumar frá leikjum ÍBV í 1.deild og gekk það vel og unnið er að því að hafa beinar lýsingar í handboltanum í vetur.
Nokkrir fréttamenn munu skrifa pistla og fréttir inn á síðuna þar má nefna.
Sverrir Júlíusson hjá Háköllunum. Gilli Hjartar (Bloggari ) Sigurður Ingi ( fótboltamaður ) Írena Þórarinsdóttir ( Áhugamaður um Fótbolta )
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 (breytt 29.9.2007 kl. 00:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðrik Stefánsson á leið í hjartaþræðingu
Landsliðsmiðherjinn Friðrik Erlendur Stefánsson mun ekki leika með Njarðvíkingum í kvöld í undanúrslitum Poweradebikarkeppninnar í körfuknattleik. Friðrik dvaldi stutt á sjúkrahúsi eftir leik Njarðvíkur og ÍR síðasta sunnudag en hann hefur verið að finna til í hjarta þegar hann hefur verið að leika körfuknattleik.
Friðrik verður ekki með Njarðvíkingum í kvöld þegar liðið mætir Snæfellingum þar sem leikmaðurinn á að fara í hjartaþræðingu á þriðjudag þar sem kannað verður enn frekar hvað ami að. ,,Það hefur verið vesen í hjartalokum hjá mér sem veldur því að hjartað nær ekki að dæla nægilegu blóði til útlimanna. Eftir leikinn gegn ÍR á sunnudag dvaldi ég á sjúkrahúsi sökum þessa, sagði Friðrik í samtali við Víkurfréttir.
,,Ég hef fundið fyrir þessu þegar ég hef verið að spila en það er ekki von á því að ég fari að hníga niður í leik. Engu að síður fékk ég ekki grænt ljós til þess að spila í kvöld. Ég hef verið frá æfingum síðan eftir leikinn gegn ÍR, sagði Friðrik en bætti því við að of snemmt væri að segja til um nákvæmlega hver staða mála væri og að haldbærari upplýsingar væri að vænta að hjartaþræðingu lokinni.
Friðrik verður á bekknum í kvöld og verður Teiti Örlygssyni innan handar svo þeir félagarnir ættu að geta komið fram með illviðráðanlegt leikskipulag enda rúmlega 200 landsleikja reynsla á baki þeirra samanlögð.
Mynd: Gunnar Freyr Steinsson gunni@mikkivefur.is Friðrik situr á gólfi Ljónagryfjunnar á þarsíðustu leiktíð þar sem hann féll í vægt yfirlið í leik Njarðvíkur og ÍR í úrslitakeppninni. Á myndinni er Friðrik sestur upp og er að jafna sig. Friðrik sagði í samtali við Víkurfréttir að á þessum tíma hefði hann ekki áttað sig á því hvað hefði gerst. vf.is
27. september kl. 15.45 | mbl.is |
Friðrik fyrirliði Njarðvíkinga í hjartaaðgerð
Friðrik Stefánsson fyrirliði úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur og miðherji íslenska landsliðsins er á leið í hjartaaðgerð á næstu dögum. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta. Hann mun því ekki leika með Njarðvíkingum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppninnar í kvöld gegn Snæfell.
Ég fer í aðgerð um miðja næstu viku en ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað er að mér. Þetta lýsir sér með þeim hætti að ég fæ mjög öran hjartslátt og síðan líður yfir mig. Ég hélt í fyrstu að þetta væri ofþornun eða eitthvað álíka en eftir leik gegn ÍR um s.l. helgi fór ég á spítala og lét rannsaka þetta betur," sagði Friðrik við mbl.is nú rétt í þessu.
Í kjölfarið fór ég beint í rannsóknir og hjartalæknirinn sem hefur skoðað mig að undanförnu vonast til þess að ég geti farið að spila fljótlega eftir þessa aðgerð," sagði Friðrik í dag en er 31 árs gamall.
Nánar verður rætt við Friðrik í Morgunblaðinu á morgun.
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 (breytt kl. 22:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27. september kl. 14.50 | eyjar.net |
Verslunarballið 2007 í Höllinni 13.október næstkomandi
-Vinir Vors og Blóma leika fyrir dansi.
Það styttist í hið sí vinsæla verslunarball 2007 en það verður haldið í Höllinni þann 13.október næstkomandi. Ekki er langt síðan að verslunarballið var endurvakið og er það orðið fastur liður í skemmtanadagskrá eyjamanna.
Í ár eru það Vinir Vors og Blóma sem leika fyrir dansi og veislustjórn verður í höndum Atla úr Strákunum og Bryndísar Ásmunds. Sæþór Vídó og Arndís Ólöf taka lagið og einnig mun Ingó Idol koma fram.
Verð fyrir mat og ball er 5500 kr.
Ball kr 2500 - húsið opnar á miðnætti.
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28. september kl. 20.21 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
1. deild | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Eyjamenn fögnuðu sigri en sitja eftir með sárt ennið | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því á sama tíma vann Þróttur Reyni Sandgerði 0:4. Eyjamenn enduðu því í fjórða sæti, aðeins einu stigi frá því að komast upp í úrvalsdeild.
Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti í rigningunni á Hásteinsvellinum og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik. Ingi Rafn Ingibergsson kom ÍBV yfir með laglegu marki á 6. mínútu og áfram hélt stórsókn ÍBV áfram. En upp úr þurru jöfnuðu gestirnir metin á 17. mínútu eftir klaufagang í vörn ÍBV. Atli Heimisson sá hins vegar til þess að ÍBV væri yfir í hálfleik þegar hann kom heimamönnum í 2:1 á 33. mínútu. Síðari hálfleikur var svo mun daufari framan af. Fjölnismenn jöfnuðu metin með glæsilegu langskoti á 59. mínútu. Og það var eins og Eyjamenn væru enn að jafna sig því aðeins mínútu síðar komust gestirnir yfir 2:3 eftir að vörn ÍBV opnaðist upp á gátt. En í stað þess að leggja árar í bát blésu Eyjamenn í lúðrana á ný og hófu að sækja af krafti. Fyrirliðinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði metin á 68. mínútu og Ian Jeffs innsiglaði svo sigur ÍBV fjórum mínútum síðar, lokatölur 4:3. Það er í raun grátlegt að ÍBV skuli ekki hafa komist upp í úrvalsdeild því spilamennska liðsins í síðari umferð Íslandsmótsins hefur verið með miklum ágætum og gott betur. Þannig misstigu Eyjamenn sig aðeins einu sinni og það nokkuð illa, gegn Leikni á heimavelli þegar þeir töpuðu 1:2 og segja má að úrvalsdeildarsætið hafi fokið um leið út um gluggann. En níu sigurleikir, eitt jafntefli og einn ósigur í seinni hlutanum er vel ásættanlegt og því hljóta menn að horfa á fyrri hluta mótsins sem sökudólg. Nú þurfa forráðamenn hins vegar að hefja undirbúningsvinnu fyrir næsta tímabil sem fyrst. Flestir leikmanna ÍBV eru með áframhaldandi samning en semja þarf við hina, m.a. Andra Ólafsson. Þá er Ian Jeffs samningsbundinn Örebro þar til eftir næsta tímabil í Svíþjóð. Sænska liðið skipti um þjálfara og sjálfsagt vill Jeffsy reyna fyrir sér hjá nýjum þjálfara í sænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur hins vegar skilað góðu verki fyrir ÍBV og óskandi ef hann yrði áfram. Heimir Hallgrímsson, þjáflari liðsins var að klára fyrsta árið af þriggja ára samningi og vonandi heldur hann áfram með liðið. Lokastaðan:
|
28. september kl. 19.14 | eyjar.net |
ÍBV ekki í úrvalsdeildinni að ári
-enduðu með 44 stig, 1 stigi eftir Þrótti sem fór upp um deild
Þá er fótboltasumarið á enda og það orðið staðreynd að ÍBV verður ekki í Landsbankadeildinni að ári. Það verða Grindavík, Fjölnir og Þróttur sem fara upp um deild.
ÍBV á Hásteinsvelli við Fjölnismenn sem voru fyrir leikinn öruggir upp um deild og því að litlu að keppa fyrir Fjölnismenn nema heiðurinn einn að vinna ÍBV á heimavelli| 28. september kl. 07.17 | eyjar.net |
28. september kl. 10.09 | ||
1. deild karla: | ||
Fjölnismenn mættir til Eyja | ||
| ||
Í dag klukkan 17.15 leikur ÍBV gegn Fjölni í síðasta leik 1. deildar en möguleiki á sæti í úrvalsdeild felst í sigri og að Reynir Sandgerði leggi Þrótt að velli. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og lið verða því að mæta til leiks, ekki er möguleiki að fresta leiknum. Hins vegar er svarta þoka í Vestmannaeyjum eins og er en Fjölnismenn höfðu vaðið fyrir neðan sig og komu í gærkvöldi með Herjólfi og samkvæmt heimildum vefsins var einhver sjóveiki í hópnum.
Hins vegar er dómaraparið enn ekki komið og mun væntanlega koma með fyrri ferð Herjólfs í dag en ekki er útlit fyrir flug. Stuðningsmönnum ÍBV er boðið á leikinn en Glitnir og Fasteign sjá um að stuðningur við ÍBV liðið verður sem bestur. |
Eyjamenn ætla að fjölmenna á leik Reynis og Þróttar
Um hundrað stuðningsmenn ÍBV sem eru búsettir í Reykjavík ætla að fjölmenna á Sparisjóðsvöllinn í Sandgerði í dag og hvetja Reynismenn gegn Þrótti.
Á heimasíðu Sandgerðisbæjar er haft eftir Sverri Júlíusyni í stuðningsmannafélagi ÍBV í Eyjum að 100 manns hafi staðfest þátttöku sína og að tvær rútur muni fara með Eyjamenn á leikinn.
Þróttarar geta með stigi í leiknum tryggt sér sæti í Landsbankadeildinni að ári og því ætla Eyjamenn að styðja Reynismenn í leiknum.
Á sama tíma í dag eða klukkan 17:15 mætir ÍBV liði Fjölnis í Eyjum en Eyjamenn eru þremur stigum á eftir Þrótti og þurfa því að leggja Fjölni og vona að Reynismenn vinni Þrótt.
27. september kl. 10.29 | eyjar.net |
Frítt á völlinn á morgun föstudag
ÍBV - Fjölnir kl 17:15
Á morgun föstudag er síðasti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki ÍBV en það eru Fjölnismenn sem koma í heimsókna til eyja og leika liðin á Hásteinsvelli klukkan 17:15.Fyrr um daginn eða klukkan 15:00 er lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu í Íþróttamiðstöðinni. Eftir lokahófið mun svo Þorkell Sigurjónsson taka fyrstu skóflustunguna að nýju knattspyrnuhúsi.
ÍBV á enn möguleika að komast upp í úrvalsdeild og verða þeir að sigra Fjölni á morgun og vona að Reynir Sandgerði sigri Þrótt. Mikilvægt er að eyjamenn fjölmenni á völlinn á morgun og ætla Glitnir og Fasteign að bjóða frítt á völlinn.
Styðjum strákana í þeirra síðasta heimaleik sumarsins.
ÁFRAM ÍBV
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 27. september kl. 07.09 | eyjar.net |
Aðalfundur Eyverja var haldinn í Ásgarði í gærkvöldi.
Margrét Rós Ingólfsdóttir endurkjörin formaður
Á fundinum var auk þess kosið í trúnaðarstöður flokksins fyrir hönd Eyverja, lög Eyverja samþykkt og fleira. Nýkjörin stjórn Eyverja vill koma því á framfæri að ekkert verður slakað á í starfinu og Eyverjar koma til með að sanna það enn og aftur hversu öflug ungliðahreyfing félagið er.
Ný stjórn Everjar er þannig skipuð:
Margrét Rós Ingólfsdóttir var endurkjörin formaður Eyverja en nýja stjórn Eyverja skipa auk Margrétar, Silja Rós Guðjónsdóttir varaformaður, Sindri Viðarsson gjaldkeri og Ragna Kristín Jónsdóttir ritari. Meðstjórnendur voru kjörnir Bjarni Halldórsson, Bragi Magnússon, Finnbogi Friðfinnsson, Haraldur Pálsson, Helena Björk Þorsteinsdóttir, Leifur Jóhannesson og Óttar Steingrímsson.
Stjórn Eyverja hvetur jafnframt alla þá sem hafa áhuga á því að starfa með félaginu að setja sig í samband við stjórnarmeðlimi
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 26. september kl. 20.30 | eyjar.net |
Íslandsmótið hefst um helgina hjá 8.flokk
Körfubolti
Um helgina hefst íslandsmótið hjá yngri flokkunum. Vilja leikmenn 8.flokks koma skilaboðum áleiðis til allra stuðningsmanna, foreldra, ættingja og vina en þau eru skýr. Vilja þau biðja alla um að láta sjá sig uppí íþróttahúsi um helgina og styðja vel við sitt lið þegar 8.flokkur spilar við fjögur mjög sterk lið í b styrkleikariðli.
Leikjaniðurröðun er eftirfarandi:
Laugardagur 29.september
10:00 Fjölnir - Hamar
11:00 ÍBV - Breiðablik
12:00 Grindavík - Hamar
13:00 Fjölnir - Breiðablik
14:00 ÍBV - Grindavík
Sunnudagur 30.september
09:30 Breiðablik - Hamar
10:30 Fjölnir - Grindavík
11:30 ÍBV - Hamar
12:30 Grindavík - Breiðablik
13:30 ÍBV - Fjölnir
Dægurmál | Föstudagur, 28. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)