Arnar Sigurmundsson segir að það séu erfðir tímar framundan

dbd6b5585940e207be4e3442f0477cc2_fiskvinnsla

| 28. september kl. 14.11 | ruv.is |

Erfiðir tímar framundan

segir Arnar Sigurmundsson

Störfum í sjávarútvegi mun fækka um 1.000 á sjó og landi næstu 6-12 mánuði vegna niðurskurðar Þorskheimilda og afleiðinga þess. Þetta er mat formanns Landssambands fiskvinnslustöðva. Niðurfelling skattheimtu í formi veiðigjalda sé brýn til að bæta það sem unnt sé.

Þriðjungskvótaniðurskurður á þorski, verðmætasta fiskinum, kippir fótunum undan mörgum í fiskvinnslu segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands fiskvinnslustöðva. Hann segir miklar breytingar fram undan. Búa verði sig undir erfiða tíma.

Um 100 starfsmönnum hjá 2 fiskvinnslufyrirtækjum var sagt upp í gær. Hjá Humarvinnslunni i Þorlákshöfn og Eskju á Eskifirði. Þetta er aðeins upphaf þess sem koma skal næstu 6-12 mánuði að dómi Arnars.

Afurðaverðinu er ekki um að kenna. Útflutningsverðmæti í ár verður um 120 milljarðar segir formaður Landssambands fiskvinnslustöðva en næsta ár verði útflutningsverðmætið nær 100 milljörðum.

Aðalfundur Landssambands fiskvinnslustöðva stendur yfir. Í drögum að ályktun fundarins segir að skjótvirkasta aðgerðin til bóta fyrir sjávarútveginn í heild, væri að fella niður veiðigjöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband