Mörk
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (90 mín.)Áminningar
Samuel Tillen (Fram) (69 mín.)Kristján Hauksson (Fram) (60 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (50 mín.)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (42 mín.)
Almarr Ormarsson (Fram) (20 mín.)
Skot á mark
Fram 1ÍBV 9
Skot framhjá
Fram 4ÍBV 6
Hornspyrnur
Fram 3ÍBV 7
2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Aðstæður Dómari: Þorvaldur Árnason |
90 | Eyjamenn fagna vel og innilega enda stóð sigurinn eins tæpt og frekast getur orðið. Tryggvi Guðmundsson, einn leikreyndasti leikmaður Íslandsmótsins tryggði sínu liði þrjú stig í dag. Framarar mega vera ósáttir enda benti allt til þess að þeir myndi ná í eitt stig í það minnsta. Lokatölur 1-0 fyrir ÍBV. | |
90 | Leik lokið Framarar rétt náðu að taka miðju og Þorvaldur dómari flautaði til leiksloka. | |
90 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar 1-0 Tryggvi Guðmundsson fylgdi eftir skoti Þórarins Inga Valdimarssonar og skoraði úr þröngu færi úr markteig. Leikklukkan sýndi nákvæmlega 93 mínútur þegar boltinn fór í netið. | |
90 | Venjulegur leiktími er liðinn og verða þrjár mínútur í uppbótartíma. | |
90 | Jordan Connerton, sóknarmaður ÍBV virtist vera að sleppa í gegnum vörn Framara eftir glæsilega stungusendingu Tryggva Guðmundssonar. En Connerton féll við og var engu líkara en að Jón Guðni Fjóluson hefði farið aftan í hann. En Þorvaldur Árnason, dómari dæmdi ekkert, umdeilt. | |
89 | Liðin skiptust á að sækja síðustu mínútuna. Eyjamenn voru í þungri sókn en upp úr henni komust Framarar í skyndisókn, fjórir gegn þremur en Hlynur Atli Magnússon fór illa að ráði sínu í upplögðu færi fyrir Framara. | |
87 | Fram fær hornspyrnu | |
86 | Jón Guðni Fjóluson (Fram) á skot framhjá Framarar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Jón Guðni ákvað að láta vaða en skotið var arfaslakt og langt framhjá. | |
83 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
83 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
82 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Ágætis skot hjá Þórarni af löngu færi en naumlega framhjá. | |
80 | Kelvin Mellor (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
80 | Fram fær hornspyrnu | |
80 | Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) á skot framhjá Þung sókn Framara endaði með því að Jón Gunnar fékk boltann inn í vítateig og lét vaða á markið. Boltinn fór í hliðarnetið en hafði viðkomu í varnarmanni. | |
69 | Jordan Connerton (ÍBV) kemur inn á | |
69 | Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli | |
69 | Samuel Tillen (Fram) fær gult spjald Braut á Arnóri Eyvari, nett pirraður Tillen. | |
67 | ÍBV fær hornspyrnu | |
67 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Frábært upphlaup hjá Eyjamönnum endaði með því að bakvörðurinn Arnór Eyvar Ólafsson sendi laglega stungusendingu inn á Þórarinn Inga sem skaut að marki en Ögmundur varði meistaralega í horn. | |
67 | Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) á skot framhjá Kristinn Ingi reyndi skot af mjög löngu færi og boltinn fór vel framhjá. | |
65 | Hlynur Atli Magnússon (Fram) kemur inn á | |
65 | Almarr Ormarsson (Fram) fer af velli | |
63 | Framarar hafa ekki sýnt neina tilburði í þá átt að nýta sér sterkan meðvind á Hásteinsvellinum. Þeir reyna mikið af löngum sendingum fram völlinn sem varnarmenn ÍBV eru ekki í miklum vandræðum með. Í raun hafa Eyjamenn verið mun beittari gegn vindinum það sem af er síðari hálfleiks og líklegri til að skora þegar þetta er skrifað. | |
60 | Kristján Hauksson (Fram) fær gult spjald Kristján braut á Denis Sytnik sem var við það að sleppa í gegn. Skynsamlegt brot og Kristján fær réttilega gula spjaldið. | |
58 | Guðmundur Magnússon (Fram) kemur inn á | |
58 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) fer af velli | |
58 | ÍBV fær hornspyrnu | |
58 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Andri með skot í varnarmann og yfir markið. Eyjamenn fá horn. | |
57 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot í stöng Eftir frekar rólegar mínútur var Tryggva farið að leiðast þófið. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig og skaut að marki en boltinn small í stönginni. Ian Jeffs fylgdi eftir og féll við eftir viðskipti sín við Jón Guðna Fjóluson en réttilega ekkert dæmt. | |
50 | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Andri braut á Arnari Gunnlaugssyni við miðlínuna, frekar saklaust brot og gult spjald full mikil refsing. | |
47 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Þórarinn Ingi átti ágæta fyrirgjöf þar sem Sytnik hafði betur gegn Kristjáni Haukssyni, varnarmanni Framara en Úkraínumaðurinn náði lúmsku skoti að marki. Boltinn rúllaði hins vegar meðfram marklínunni og enginn Eyjamaður náði að reka smiðshöggið á annars ágæta sókn. | |
46 | Leikur hafinn Eyjamenn byrja með boltann og leika nú gegn vindi. | |
45 | Eyjamenn hljóta að vera svekktir með fyrri hálfleikinn enda léku þeir undan sterkum vindinum. Þeir byrjuðu ágætlega og sóttu talsvert fyrstu mínúturnar en smá saman náðu Framarar að vinna sig inn í leikinn. Þegar upp var staðið voru Framarar nærri því að skora en Eyjamenn. Besta færið fékk Almarr Ormarsson á 20. mínútu en Albert Sævarsson, markvörður ÍBV varði meistaralega. Hinu megin varði Ögmundur Kristinsson glæsilega þegar Tonny Mawejje átti þrumuskot af löngu færi en Ögmundur, sem á aðeins fjóra leiki að baki með meistaraflokki Fram, er að standa sig vel í dag. | |
45 | Hálfleikur Þremur mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins hefur flautað til leikhlés. Staðan 0-0 á Hásteinsvellinum. | |
45 | Nú er venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik lokið á Hásteinsvelli og aðeins viðbótartími eftir. | |
45 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Skyndisókn hjá Eyjamönnum. Þórarinn Ingi lék inn í vítateig og skaut að marki en beint á Ögmund sem þorði ekki annað en að slá boltann í burtu þótt hann hefði sjálfsagt getað gripið hann. | |
43 | Fram fær hornspyrnu Fyrsta hornspyrna Framara sem eru enn manni færri eftir að Halldór Hermann meiddist. | |
42 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald Eiður Aron má teljast heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið eftir full glannalega tæklingu á Halldóri Hermanni Jónssyni. Eiður fékk gula spjaldið en Halldór er studdur af leikvelli. | |
40 | Tryggvi Guðmundsson sýndi skemmtileg tilþrif í baráttunni við Kristján Hauksson, fyrirliða Fram. Kristján féll við og boltinn lá á milli lappanna á honum. Tryggvi tók boltann á milli eigin lappa og hoppaði með hann yfir Kristján. | |
35 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Ágætis samspil Eyjamanna endaði með því að Tryggvi Guðmundsson lagði boltann á Ian Jeffs sem reyndi hnitmiðað skot utan teigs en Ögmundur varði örugglega. | |
31 | ÍBV fær hornspyrnu | |
31 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Úgandamaðurinn Tonny Mawejje fékk boltann óvænt frá varnarmönnum Fram, líklega eina 25 metra frá marki. Hann lét vaða en Ögmundur sló boltann yfir slánna. | |
29 | Lítið að gerast þessar síðustu mínútur. Framarar hafa unnið sig inn í leikinn en þeirra hlutskipti í fyrri hálfleik til þessa hefur fyrst og fremst verið að verjast. Það hafa þeir hins vegar gert ágætlega en boltinn er aðallega á miðjusvæðinu þessa stundina. | |
24 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Aftur reynir Sytnik skot utan teigs og aftur skýtur hann framhjá. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) fær gult spjald Almarr sótti full ákaft í Albert Sævarsson, markvörð ÍBV eftir að hann missti boltann frá sér og sparkaði í höfuðið á Alberti. Almarr fékk að launum gula spjaldið og Albert harkaði af sér. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) á skot sem er varið Frábær skyndsókn Framara. Miðjumaðurinn Kristinn Ingi stakk sér inn fyrir vörn ÍBV og var kominn einn í gegn. Hann sendi boltann til hliðar þar sem Almarr kom aðvífandi og lét vaða en Albert varði meistaralega. Albert missti reyndar boltann frá sér en náði honum aftur á síðustu stundu. | |
18 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn unnu boltann á miðjunni, Sytnik geystist fram með boltann og lét á endanum vaða á markið en vel framhjá. Leikmenn virðast vera í erfiðleikum með að stilla miðið. | |
16 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) á skot framhjá Fyrsta markskot Framara í leiknum. Þeir náðu ágætis sókn, léku vel sín á milli þar til Hjálmar Þórarinsson fékk boltann við hægra vítateigshornið. Fyrsta snerting Hjálmars var slæm og skotið ennþá verra, fór langt framhjá. | |
12 | Eyjamenn hafa öll völd á vellinum fyrstu mínúturnar og í raun hafa Framarar aðeins einu sinni komist í álitlega sókn. Gestirnir úr Safamýrinni virðast vera í erfiðleikum með að hemja boltann á móti sterkum vindinum. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu Þriðja hornspyrna Eyjamanna á stuttum tíma. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu | |
10 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar, átti Þórarinn Ingi skot að marki og Eyjamenn vildu meina að boltinn hefið verið inni en Þorvaldur Árnason dómari var ekki á sama máli. | |
9 | ÍBV fær hornspyrnu | |
5 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Ögmundur sparkaði frá marki, beint á Tryggva sem reyndi skot í fyrstu snertingu en boltinn fór hátt yfir. | |
3 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Þórarinn Ingi elti boltann upp við hægri vítateigslínuna og sendi háan bolta fyrir. Vindurinn greip boltann og Ögmundur Kristinsson, markvörður Framara náði að slá boltann frá. | |
2 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Fyrsta hálffæri Íslandsmótsins. Tonny Mawejje tók spyrnuna og sendi á fjærstöng þar sem Andri Ólafsson náði að skalla boltann í átt að marki en skallinn var slappur og fór langt framhjá. | |
1 | ÍBV fær hornspyrnu Eyjamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. | |
1 | Leikur hafinn Framarar hefja leik og spila á móti vindi, til austurs í átt að bænum. | |
0 | Veðrið virðist draga úr stuðningsmönnum ÍBV því stúkan er frekar fámenn, nú þegar leikmenn ganga inn á völlinn. Gera má ráð fyrir því að það bætist í hana þegar líður á. | |
0 | Talsverð umræða hefur verið um knattspyrnuvellina að undanförnu og ástand þeirra í upphafi Íslandsmótsins. Hásteinsvöllur er yfirleitt með þeim fyrstu til að verða leikhæfur og engin undantekning á því í ár því völlurinn lítur mjög vel út. Hins vegar gæti rokið sett strik í reikninginn í dag því austan vindurinn stendur beint á annað markið. | |
0 | Tryggva Guðmundssyni, leikmanni ÍBV vantar nú aðeins tíu mörk til að slá markamet Inga Björns Albertssonar. Ingi Björn skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum ferli en Tryggvi hefur nú skorað 116. Síðasta sumar skoraði Tryggvi níu mörk fyrir ÍBV en Tryggvi lék um sjö ára skeið í Noregi. Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliði Eyjamanna í dag. | |
0 | Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson. Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson. Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor. | |
0 | ÍBV og Fram léku í sama riðli í Lengjubikarnum og mættust á Framvellinum í byrjun apríl. Þá höfðu Eyjamenn betur 1-3 en Almarr Ormarsson kom Fram yfir í upphafi leiks. En Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum þeirra Denis Sytnik, Tryggva Guðmundssonar og Matt Garner en öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. | |
0 | Fram vann síðast leik í Eyjum árið 2002. Frá þeim tíma hefur ÍBV unnið þrjár viðureignir liðanna á Hásteinsvelli og tveimur hefur lyktað með jafntefli. Markatalan er 10:2 fyrir ÍBV í þessum leikjum. | |
0 | ÍBV endaði í 3. sæti og Fram í 5. sæti á Íslandsmótinu 2010. Þau unnu hvort annað á heimavelli, ÍBV sigraði 1:0 í Eyjum þar sem Danien Warlem skoraði og Fram vann 2:0 á Laugardalsvelli þar sem Tómas Leifsson og Ívar Björnsson skoruðu. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.