eyj

Laugardaginn 22. janúar kl. 00.06

Fyrsti landsleikurinn 37 ára

Fyrsti landsleikurinn 37 ára „Okkur var hent út í djúpu laugina og út í óvissuna því við vissum ekki hvað við vorum að fara út í," sagði Albert Sævarsson markvörður Eyjamanna, sem stóð í markinu í fyrsta landsleik Íslands í innifótbolta sem fram fór gegn Lettum að Ásvöllum í kvöld. Meira
Laugardaginn 22. janúar kl. 00.03

ÍBV marði Gróttu

- ÍBV einu stigi frá Fylki sem er í fjórða sæti

ÍBV marði Gróttu ÍBV gerði góða ferð upp á land og vann Gróttu með einu marki 22:23 í N1-deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 9:12 ÍBV í vil. Leikurinn var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna en Grótta hefði með sigri getað komið sér nær Haukum en þær eru sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, 4 stigum á eftir Haukum. Meira
Föstudaginn 21. janúar kl. 20.58
Futsal:

Þórarinn Ingi með tvö í tapleik gegn Lettum

- Ísland tapaði fyrsta landsleik sínum

Þórarinn Ingi með tvö í tapleik gegn Lettum Íþróttamaður ársins 2010 í Vestmannaeyjum, Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4:5 tapi Íslands gegn Lettum í forkeppni Evrópumótsins en riðill Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina.  Leikurinn var jafnframt fyrsti landsleikur Íslands í Futsal en fimm leikmenn frá ÍBV tóku þátt í leiknum. Meira

Föstudaginn 21. janúar kl. 20.27
Knattspyrna:

Hermann og félagar í fésbókarbann

- Líklega ekki mikið vandamál hjá Eyjamanninum

Hermann og félagar í fésbókarbann Á mbl.is er sagt frá því að Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson og félagar hans í enska 1. deildarliðinu Portsmouth, hefur verið hótað sektum ef þeir nota samskiptavefina Twitter og Facebook til að skýra frá einhverju sem tengist félaginu.  Stjóri liðsins, Steve Cotterill segir að mönnum væri nær að eyða minnit íma í tölvum og meiri tíma í að æfa sig.  Þeir sem til þekkja, vita að litlar líkur eru á því að Hermann fái sekt fyrir of mikla tölvunotkum. Meira
Föstudaginn 21. janúar kl. 15.31
Körfubolti:

Mikilvægur leikur hjá Eyjamönnum á sunnudag

- Taka á móti HK, sem er eina liðið sem hefur unni ÍBV í Íslandsmótinu

Mikilvægur leikur hjá Eyjamönnum á sunnudag Á sunnudaginn klukkan 12:30 leikur ÍBV afar mikilvægan leik í B-riðli 2. deildar í Íslandsmótinu í körfubolta.  Þá kemur lið HK í heimsókn en HK hefur unnið alla sína leiki og ÍBV hefur aðeins tapað einum leik, einmitt á útivelli gegn HK.  Það má því segja að leikurinn sé hálfgerður úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.  Jón Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV býst við erfiðum leik en er sannfærður um að ÍBV geti unnið leikinn. Meira
Föstudaginn 21. janúar kl. 12.13

Smári hjálpar til í Túnis

Smári hjálpar til í Túnis Smári McCarthy er íslenskur áhugamaður um skoðana- og tjáningarfrelsi. Á undanförnum árum hefur hann sótt ráðstefnur um tjáningarfrelsi og þar komst hann í kynni við skoðanabræður sína frá Túnis. Það var svo hinn 17. desember sem áhugi Smára á Túnis var endurvakinn, þegar Mohamed Bouazizi, 26 ára götusölumaður, kveikti í sjálfum sér til að vekja athygli á skoðanakúgun og slæmum stjórnarháttum í Túnis. Meira
Föstudaginn 21. janúar kl. 07.33
Eignarhaldsfélagið Fasteign - Reynt að ná hagstæðri lendingu:

Sveitarfélögin yfirtaki lán á eignum á sínu svæði

- Þýðir lægri greiðslur - Viðhaldskostnaður bætist við

Sveitarfélögin yfirtaki lán á eignum á sínu svæði Eignarhaldsfélagið Fasteign er í eigu ellefu sveitarfélaga, þar með talið Vestmannaeyjabæjar og Ís­landsbanka en Miðengi, sem er eignarhaldsfélag bankans, fer með hlut banka í félaginu, auk nokkurra annarra fjármálafyrirtækja og loks Hástoða sem er félag í eigu Há­skólans í Reykja­vík. Sérstaða félagsins er að eig­endur eru jafnframt leigjendur en nú eru uppi hugmyndir um að sveitarfélög leysi til sín eignir sem þau lögðu inn í félagið eða hafa verið byggðar af félaginu með því að yfirtaka þau lán sem á þeim hvíla. Meira

Eldri fréttir

21. janúar kl.14:51 | eyjar.net

Endanleg ákvörðun er skipstjórans

Að gefnu tilefni ítrekar Vegagerðin að endanleg ákvörðun um hvort siglt sé til Landeyjahafnar er alfarið í höndum skipstjóra Herjólfs. 

Fréttir

21. janúar kl.13:30 | eyjar.net

Gamli Dala-Rafn í pottinn

"Sjagaklettur skal høggast upp"

Færeyski skuttogarinn Sjagaklettur verður brátt sendur til Danmerkur þar sem hann verður rifinn niður í brotajárn. Margir íslenskir sjómenn þekkja þetta skip því það var gert út frá Íslandi um langt árabil, hét síðast Dala-Rafn VE-508.  21. janúar kl.04:22 | ibvsport.is

Þórarinn Ingi valinn íþróttamaður Vestmannaeyja

Óskar Óskarsson valinn Íþróttamaður æskunnar

Nú rétt í þessu var að ljúka útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja. Það var knattspyrnumaðurinn knái Þórarinn Ingi Valdimarsson sem að varð fyrir valinu. Þá var Óskar Óskarsson valinn íþróttamaður æskunnar. Óskar er einn efnilegasti knattspyrnumaður ÍBV

 

. 20. janúar kl.13:30 | eyjar.net

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 30. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband