Nýtt tölvusnið myndtæki
Í gærmorgun var tekið í notkun tölvusnið myndatæki hjá Heilbrigðis stofnun Vestmannaeyja, tveir sjúklingar voru mættir til myndatöku í tækinu.Aðalbjörg Skarphéðinsdóttir röntgentæknir stjórnaði tækjum og tólum og allt gekk vel með myndatöku Þorkels, næst kom Valgerður og vel gekk með hana, en auk myndatökunnar þurfti að sprauta litarefni inn í hana þegar myndirnar voru teknar.
Tölvusnið myndatækið er beintengt til Reykjavíkur og þar eru röntgenlænknar sem lesa úr myndunum, fyrsta bráðabirgða niðurstaða kom úr Reykjavík 1 klst. eftir að myndirnar voru teknar af Valgerði.
Læknar hér í Eyjum geta lesið úr myndunum t.d. ef um beinbrot er að ræða, en í flóknari myndatökum er lesið úr myndunum í Reykjavík.
Í báðum þessum myndatökum hefðu sjúklingar orðið að fara til Reykjavíkur til myndatöku hefði þetta tæki ekki verið á staðnum, þetta tæki er góð viðbót fyrir sjúkrahúsið og á eftir að vera mikill sparnaður fyrir íbúa þessa byggðarlags.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 16. september kl. 18.29 | visir.is | Hvalir vekja athygli í VestmannaeyjahöfnÓvanalegrar hvalagengdar hefur orðið vart í höfninni í Vestmannaeyjum. Tvær ólíkar hvalategundir virðast hafa tekið sér bólfestu um stund í innsta hluta hafnarinnar. Hvalirnir hafa vakið mikla athygli hjá bæjarbúum og hefur fjöldi manna lagt leið sína niður á bryggju.Bæði er það að sjá tvær hvalategundir í þetta nánu samfélagi og svo hitt að önnur tegundin er væntanlega djúpsjávarhvalur sem getur kafað álíka djúpt og búrhvalur en hin tegunin er skíðishvalur sem lifir á grunnsævi. Fólk safnaðist saman á bryggjunni til þess að skoða og mynda hvalina, enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til slíkra hluta. Menn telja líklegustu skýringuna þá að hvalirnir hafi lennt í hafvillum og villst inn í höfnina, en það mætti líka spyrja hvort þessa hvalagengd megi túlka sem jákvætt merki varðandi marslið. |
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15. september kl. 13.33 | ||
| ||
Leik ÍBV og Grindavíkur frestað | ||
Leikið á morgun en óljóst með leiktíma | ||
Leik ÍBV og Grindavíkur í 1. deild karla í knattspyrnu, sem átti að hefjast núna klukkan 14.00 hefur verið frestað til morguns. Ekki hefur verið flugfært milli lands og Eyja í dag eða í morgun og enn er ófært. Líklegt er að leikurinn verði á sama tíma á morgun en það hefur ekki fengist staðfest. Síðar í dag fer svo fram handboltaleikur milli ÍBV og Fram í N1-deildinni. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort fresta eigi þeim leik en um leið og þær upplýsingar liggja fyrir verður greint frá því hér á www.sudurland.is/eyjafrettir og sömuleiðis með nýjan leiktíma í knattspyrnuleiknum.
|
15. september kl. 14.32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Báðum leikjunum frestað | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Á sama tíma á morgun | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Nú er komið í ljós að bæði knattspyrnu- og handboltaleik sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Í knattspyrnunni átti ÍBV að leika gegn Grindavík en í handboltanum átti ÍBV að spila gegn Fram í fyrsta leik Íslandsmótsins. Báðir leikirnir munu hins vegar fara fram á morgun, á sama tíma. Þannig hefst hinn mikilvægur leikur í knattspyrnunni klukkan 14.00 en handboltaleikurinn klukkan 17.00. Eins og áður hefur komið fram er stuðningsmönnum ÍBV boðið á leikina báða af nokkrum fyrirtækjum í Eyjum og stendur það tilboð að sjálfsögðu áfram. Forráðamenn liðanna hvetja stuðningsmenn ÍBV að fjölmenna á leikina báða, nú er engin afsökun enda frítt inn.
|
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þórlindur Kjartansson nýkjörinn formaður SUS
Eyjamaðurinn Skapti Örn Ólafsson var kosinn í stjórn fyrir suðurkjördæmi.
Þórlindur Kjartansson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna með 90,5 prósent atkvæða á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði í dag. Alls greiddu 171 ungir sjálfstæðismenn atkvæði á þinginu og hlaut Þórlindur 152 atkvæði.
Teitur Björn Einarsson var kjörinn fyrsti varaformaður og hlaut hann 129 atkvæði.
Sjálfkjörið var í öll stjórnarsæti. 26 taka sæti í stjórn og 15 í varastjórn. Þá var í gær samþykkt sú breyting á lögum S.u.s. að formenn kjördæmasamtaka, eða fulltrúar stjórna þeirra, hafa sæti í stjórn sambandsins.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 21:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. deildin: ÍBV sigraði Grindavík
- www.gras.is
ÍBV - Grindavík 2-10-1 Paul McShane
1-1 Ian Jeffs
2-1 Ian Jeffs
ÍBV á enn möguleika á að komast upp í Landsbankadeild karla eftir góðan 2-1 sigur á Grindavík í eyjum í dag. Paul McShane kom Grindvíkingum yfir en 2 mörk frá Ian Jeffs tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur. Eftir sigurinn eru Eyjamenn aðeins þrem stigum á eftir Grindavík sem að situr í þriðja sæti með 41 stig.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staðbundinn veðurspá úr Brandinum
- veðrið í úteyjum við Heimaey
Engin þjóð er eins upptekin af veðri og sú íslenska og á mörgum heimilum má heyra saumnál detta þegar veðurfréttir eru í sjónvarpi eða útvarpi. Stórhöfði í Vestmannaeyjum er líklega sú veðurstöð á Íslandi og þó víðar væri leitað sem fær hvað flesta metra á sekúndu í gegnum sitt kerfi.En Norðmenn hafa líka áhuga á veðri og eru þeir búnir að útbúa staðbundnar veðurspár fyrir 7 milljónir punkta í heiminum og eru Vestmannaeyjar og Surtsey eru að sjálfsögðu meðal þessara punkta.
En það eru staðir í Vestmannaeyjum þar sem veðráttan er mikið til umræðu enda veðrið helsti áhrifavaldur á veiði. En það eru úteyjarnar við Vestmannaeyjar. Nú er hægt að sjá staðbundna veðurspá t.d. fyrir Brandinn, Bjarnarey, Elliðaey, Suðurey og Hellisey.
En Norðmönnum þótti ekki taka því að gefa upp staðbundna spá fyrir Álsey.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir Ketils Bónda opna dansskóla í eyjum
- laugardags slúður
Óstaðfestar heimildir úr vinnuskúr Steina og Olla gefa það til kynna að félagsskapurinn Vinir Ketils Bónda hafi sótt um styrk hjá Vaxtarsamningi Vestmannaeyja og Suðurlands vegna reksturs á Dansskóla Ketils Bónda.
Félagar Ketils Bónda hafa undanfarið verið að skoða húsnæði undir starfsemi sína sögur herma að þeir félagar horfi hýru auga til húsnæðis Betel safnaðarins við Faxastíg.
Helgi Ólafsson forseti Vinir Ketils Bónda verður skólastjóri dansskólans.
Helstu dansar sem kenndir verða eru Forseta dansinn, Mjaðmahnykkir HKE, Bóndadansinn, Journey - línan og Magadans,
Sýnishorn af dönsunum eru hér að neðan:
Forsetadansinn:
Mjaðmahnykkir:
Bóndadansinn:
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 (breytt kl. 21:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hnefaleikafélagið fær aðstöðu í Félagsheimilinu
Hnefaleikafélag Vestmannaeyja hefur fengið framtíðar húsnæði undir æfingar sínar en félagið hefur verið á "götunni" undanfarna mánuði eftir að það missti síðasta æfingarhúsnæði. Hnefaleikafélagið hefur nú fengið til afnota aðstöðu á efstu hæð í Félagsheimilinu.Hnefaleikafélagið er ungt en öflugt félag og mun þessi nýja aðstaða þeirra efla félagið til muna. Félagið fékk að gjöf frá Guðmundi Arasyni og fjölskyldu æfingahring og annan útbúnað til iðkunar á hnefaleikum en Guðmundur var búsettur í Vestmannaeyjum sem krakki. Guðmundur var Íslandsmeistari í hnefaleikum 1943 og keppti meðal annars við margfaldan ólympíumeistara í hnefaleikum.
Sæþór Ólafur Pétursson varð Íslandsmeistari í hnefaleikum á síðasta ári og varð hann valinn Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 2006. Þessi árangur Sæþór er frábær þegar litið er á þá umgjörð og aðstöðu sem hnefaleikafélagið hafði til umráða á síðasta ári.
Æfingar í hjá hnefaleikafélaginu verða alla daga nema föstudaga frá 17:00 - 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir, bæði stelpur og strákar.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnslustöðin óskar eftir afskráningu
Stjórn Vinnslustöðvarinnar telur félagið ekki uppfylla lengur skráningarskilyrði um fjölda hluthafa og dreifða eignaraðild og hefur farið þess á leit við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin af markaði. Afskráningin var samþykkti á stjórnarfundi Vinnslustöðvarinnar í gær.Þá telur stjórnin ennfremur að lítil sem engin velta sé með hlutabréf í félaginu og ekki útlit fyrir að hún muni aukast. Vegna beins og óbeins kostnaðar sem félagið beri vegna skráningar hluta þess á
skipulagðan verðbréfamarkað þjóni hún því litlum tilgangi fyrir
hluthafa félagsins.
Eyjamenn, sem Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fer fyrir á um fimmtíu prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni en Stilla, félag í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi, á um 32 prósent í félaginu.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vill afnema veiðigjald af útgerðum
Elliði Vignisson í Vestmannaeyjum vill afnema veiðileyfagjald af útgerðum. Sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða um 120 milljónir á ári í veiðileyfagjald. Hann segir það ekki rétt af ríkisstjórninni að lofa einhverjum mótvægisaðgerðum og innheimta á sama tíma sértækan skatt af sjávarútvegsfyrirtækjum.Elliði segir að hagkerfi Vestmannaeyja verði fyrir 3,6 milljarða króna tapi vegna niðurskurðar á þorskvóta.
Mótvægisaðgerðir ríkissjórnarinnar skili sveitarfélaginu á milli 40 og 50 milljónum króna. Elliði segist ánægður með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar eins og þau snúa að sveitarfélaginu og telur þær vita á gott.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jói Listó með glæsilegt myndsafn á heimsíðu sinni.
Listamaðurinn Jóhann Jónsson eða Jói Listó eins og hann er oftast kallaður hefur komið sér upp vefsíðu sem inniheldur stórt og glæsilegt ljósmyndasafn.
Á síðunni flokkar Jói myndirnar niður í flokka eins og t.d. gamlar þjóðhátíðarmyndir, myndir frá gosinu 1973 og fuglar.
Einnig er á síðunni að finna flokka sem Jói kallar spéland en þar hefur Jói gefur stjórnmálamönnum örlitla andlitslyfingu
Slóðin á síðuna er www.123.is/listo
Dægurmál | Sunnudagur, 16. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13. september kl. 15.04 | ||||
Nýjum Dala-Rafni VE 508 hleypt af stokkunum og gefið nafn: | ||||
Sá fimmti með sama nafni | ||||
-en fyrsta nýsmíði útgerðarinnar - Tilbúinn fyrir áramót | ||||
Nýju skipi Þórðar Rafns Sigurðssonar og Ingu Eymundsdóttur, Dala-Rafni VE 508, var gefið nafn á föstudaginn. Þetta gerðist í kjölfar þess að báturinn var sjósettur í skipasmíðastöð í Gdansk í Póllandi þar sem hann var smíðaður. Þetta er fjórði báturinn sömu gerðar sem þarna er smíðaður og sá þriðji sem Eyjamenn láta smíða fyrir sig.
Það kom í hlut Ingu að brjóta kampavínsflöskuna á byrðingi skipsins um leið og hún gaf því nafnið Dala-Rafn VE. Smíði Dala-Rafns gengur vel og áætlað er að hann komi til Eyja um miðjan desember. Skipið er byggt eftir sömu teikningu og Vestmannaey VE og Bergey VE sem komu fyrr á þessu ári og hafa reynst vel. |
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 07:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13. september kl. 14.47 | |
Ég held að best sé að gera eins og FH-ingar, segir Magnús Bragason á bloggsíðu sinni | |
Lána Eyjamenn út og suður og geta svo kallað þá heim | |
- svo er bannað vera að vera á móti | |
"Ég kíkti inn á bloggið hjá Kjartani Vídó áðan. Góður strákur Kjartan enda af góðu fólki kominn. Ég hefði viljað sjá hann halda áfram í handboltanum, hann var mikið efni", segir Magnús Bragason. "Kjartan segir þannig frá sjálfum sér að hann sé "Eyjamaður í húð og hár". En hann býr ekki hérna. Hvenær byrjar maður á að vera Eyjamaður og hvenær hættir maður því? Er þetta eitthvað, sem maður ákveður sjálfur. Verðum við svaka Eyjamenn, þegar við verðum öll flutt til Reykjavíkur".
Ég held að það sé best að gera þetta eins og FH ingarnir gera. Þú ert í FH og svo lána þeir mann út og suður, en geta alltaf kallað mann heim, ef þeir þurfa. Og þér er bannað að vera á móti FH. Ekki það að ég veit að Kjartan er góður sendifulltrúi Vestmannaeyja, hvar sem hann er, Guð blessi hann. |
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynslusaga ungs eyjamanns úr Reykjavík
Skutl í Mjódd
Bróðir minn lenti í nokkuð skondnu atviki í rvk-inni í gær. Nýfluttur til rvk og veit kannski ekki alveg hvernig allt funkerar hérna en ég fullvissaði hann nú um að það sem hann lenti í, í gær væri nú ekki daglegt brauð.Það var þannig að hann var að keyra í Kópavoginum á leiðinni með TV-ið í viðgerð fyrir stóru systur og var stopp á rauðu ljósi þegar sextugur kínverji hoppar inn í bílinn og bendir út í loftið og segir " mjooodd mjoddd....eg missas strætó þú skutla" eftir nokkrar endurtekningar fattaði Óli að hann væri að biðja hann um að skutla sér í mjóddina.
Kínverjinn var voða spenntur yfir sjónvarpinu í aftursætinu og sagði "þú selja sjónvarp. ég kaupa. sjónvarp bilað?"
"já nei nei ég er nú bara að fara með það í viðgerð fyrir systur mína. "
Svo voru þeir nánast komnir að mjóddinni og stopp aftur á rauðu ljósi þegar kínverjinn hoppar aftur út og kveður með orðunum "ég fara hér. Takk fyrir skutl
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13. septe
13. september kl. 23.31 | ||
Kvennaknattspyrna: | ||
Margrét Lára sló eigið markamet | ||
hefur skorað 35 mörk í aðeins fimmtán leikjum | ||
Margrét Lára Viðarsdóttir bætti í kvöld eigið markamet í Landsbankadeildinni þegar hún skoraði fjórða og síðasta mark Vals gegn KR í leik sem flestir telja úrslitaleik Íslandsmótsins. Með sigrinum stendur Valsliðið með pálmann í höndunum. Margrét skoraði tvö mörk í leiknum og hefur því skorað alls 35 mörk í sumar í aðeins 15 leikjum. Hreint magnaður árangur hjá þessari frábæru knattspyrnukonu. Eins og áður sagði eru Valsstúlkur með pálmann í höndunum þegar aðeins ein umferð er eftir en Valur er með þriggja stiga forystu á KR og auk þess er Valur með 78:7 en KR "aðeins" 69:17. Valur þarf því að tapa á heimavelli í síðustu umferð gegn Þór/KA en flestir eru sammála um að leikurinn verði nánast formsatriði fyrir sterkt Valslið. til baka |
Margrét Lára bætti markametið í 4:2-sigri Vals gegn KR
Valur sigraði KR, 4:2, í Landsbankadeild kvenna í dag og er Valur nánast búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur er með 43 stig en KR 40 en markatala Vals er mun betri. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum og hefur hún skorað 35 mörk í deildinni og bætti hún þar með markametið sem hún setti sjálf í fyrra. Aðrir leikir kvöldsins eru: Fjölnir - Breiðablik, Fylkir - Keflavík og Þór/KA - ÍR. Fylgst var með gangi mála í leik KR og Vals í textalýsingu á mbl.is.90. mín. Egill Már Markússon dómari blæs í flautu sína. Leiknum er lokið og Valur er með 43 stig en KR 40.
90 2:4 Margrét Lára Viðarsdóttir skorar fjórða mark Vals eftir skyndisókn. Þetta er 35. mark hennar í Landsbankadeildinni og bætti hún markametið sem hún setti í fyrra þar sem hún skoraði 34 mörk.
74. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir skallar yfir mark Vals eftir hornspyrnu KR-inga.
72. mín. Guðný Björk Óðinsdóttir leikmaður Vals náði ekki að skalla að marki KR af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Margréti Láru Viðarsdóttur.
66. mín. 2:3 Hrefna Jóhannesdóttir var ekki lengi að laga stöðuna fyrir KR en hún stakk sér inn fyrir flata vörn Vals og skoraði annað mark sitt í leiknum.
65. mín. 1:3 Varamaðurinn Dagný Brynjarsdóttir skorar fyrir Val eftir laglega sókn Vals. Dagný kom inná sem varamaður skömmu áður.
57. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir á gott skot framhjá úr opnu færi. KR er mun sterkara þessa stundina.
56. mín. Edda Garðarsdóttir tók aukaspyrnu af löngu færi og þrumaði boltanum í þverslá Valsmarksins. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir fékk síðan boltann í vítateignum en skot hennar fór yfir.
Síðari hálfleikur er byrjaður. KR er með vindinn í bakið en það er mjög hvasst en þurrt í Frostaskjólinu.
Fyrri hálfleik er lokið, staðan er 2:1-fyrir Val gegn KR.
42. mín. Valsliðið fékk tvö fín færi á sömu mínútunni. Málfríður Erna Sigurðardóttir þrumaði boltanum í þverslánna og skömmu síðar komst Margrét Lára í opið færi en Íris markvörður KR varði vel.
38. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður KR kemst í gott færi en skot hennar fer yfir markið. Ásta Árnadóttir leikmaður Vals fékk gult spjald skömmu síðar.
33. mín. 1:2 Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val skorar eftir langt útspark markvarðar. Margrét slapp inn fyrir flata vörn KR og átti ekki í erfiðleikum með að skora framhjá Írisi markverði.
27. mín. Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR fær gult spjald fyrir brot.
26. mín. 1:1 Katrín Jónsdóttir jafnar fyrir Val. Rakel Logadóttir fékk sendingu upp hægri kantinn og sendi hún boltann út í vítateiginn þar sem Katrín var mætt og þrumaði hún boltanum í markið.
24. mín. Agnes Þóra Árnadóttir leikmaður KR varði skot á marklínu en það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem átti skotið.
21. mín. Rakel Logadóttir fær fínt færi en nær ekki skoti að marki eftir að Íris markvörður KR hafði misst af boltanum eftir úthlaup í vítateignum.
13. mín. Rakel Logadóttir komst ein inn fyrir vörn KR en Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður KR varði vel.
7. mín. 1:0 Hrefna Jóhannesdóttir skorar fyrir KR eftir snarpa sókn. Boltinn barst til Hrefnu þar sem hún lá í grasinu við vítapunktinn í vítateig Vals og náði hún að skjóta boltanum í autt markið - sitjandi.
4. mín. Olga Færseth skalla yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Hólmfríði Magnúsdóttur.
Byrjunarlið KR: Íris Dögg Gunnarsdóttir - Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Olga Færseth, Edda Garðarsdóttir, Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg, Hólmfríður Magnúsdóttir, Alicia Maxine Wilson, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Agnes Þóra Árnadóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir, Embla Sigríður Grétarsdóttir.
Byrjunarlið Vals: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ásta Árnadóttir, Vanja Stefanovic, Rakel Logadóttir, Katrín Jónsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir.
Og vonandi sér maður þið einhverju stærra liði enn Val. Því þú ert greinlega mörgum númerum of stór á íslandi:
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 07:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiskistofa gefur út síldveiðileyfi í norskri lögsögu
-Af www.skip.is
Í ljósi þess að í byrjun árs tókust samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa íslensk skip fengið leyfi til síldveiða innan norskrar lögsögu. Að kröfu Norðmanna geta aðeins 15 íslensk skip fengið leyfi til veiða á hverjum tíma. Alls eru veiðiheimildir íslenskra skipa innan norskrar lögsögu 34.560 tonn og er skipunum heimilt að veiða fyrir norðan 62°N og utan 12 sml. frá grunnlínum.Eftirtalin skip hafa fengið leyfi: Aðalsteinn Jónsson SU, Hákon EA, Lundey NS, Faxi RE, Ingunn AK, Vilhelm Þorsteinsson EA, Margrét EA, Huginn VE, Bjarni Ólafsson AK, Börkur NK, Guðmundur VE, Álsey VE, Þorsteinn ÞH, Sighvatur Bjarnason VE, Kap VE
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handbolti og fótbolti
FRÍTT Á VÖLLINN
Fjölmennun á völlinn og styðjum við bakið á strákunum.
Á laugardaginn n.k. verða tveir stórleikir á vegum félagsins. Fyrri leikurinn er kl. 14.00 og er á Hásteinsvelli en þá fá eyjamenn Grindvíkinga í heimsókn. Er um gríðarlegan mikilvægan leik að ræða og verður ÍBV að vinna sinn leik.
Hins vegar er það fyrstu leikur meistaraflokksliðs ÍBV í handbolta í N1-deildinni en þeir taka á móti Frömurum og hefst leikurinn kl. 17.00 og er í Íþróttahúsinu. Gaman verður að fylgjast með peyjunum okkar í þessum fyrsta leik.
Hins vegar er það fyrstu leikur meistaraflokksliðs ÍBV í handbolta í N1-deildinni en þeir taka á móti Frömurum og hefst leikurinn kl. 17.00 og er í Íþróttahúsinu. Gaman verður að fylgjast með peyjunum okkar í þessum fyrsta leik.
Nokkur góð fyrirtæki hér í bænum hafa ákveðið að bjóða bæjarbúum á baða leikina en þessi fyrirtæki eru: Fiskverkun VE, Godthaab í Nöf, N1, Ísfélagið, Vinnslustöðin Sparisjóði Vestmannaeyja og Glitnir.
Viljum við þakka þessum frábæru fyrirtækjum fyrir þennan stuðning og nú er bara að fjölmenna á völlinn.
Nú er að duga eða drepast fyrir knattspyrnuliði ÍBV.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir frá landsleiknum
Hermann og Gunnar með vírus á leikdegi.
Ísland - Norður Írland
Í gærkvöldi áttust við á Laugardalsvelli landsliðs Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári í Sviss og Austurríki en leikurinn endaði með sigri Íslands 2-1.
En fyrir leikinn í gær var ekki víst hvaða leikmenn landsliðsins hefðu heilsu til að spila þennan mikilvæga leik. Nokkrir leikmenn liðsins höfðu fengið vírus sem olli magakveisu og hita. Byrjunarlið Íslands var ekki tilkynnt fyrr en klukkutíma fyrir leik sökum þessa.
Hermann og Gunnar Heiðar fengu báðir snert af vírusnum og sagði Gunnar Heiðar í samtali við www.eyjar.net að hann hefði átt erfitt með að halda út upphitunina fyrir leik sökum þreytu af völdum vírussins. En það virtist ekki hrjá Gunnari né Hermanni í leiknum að þeir hafi verið með magakveisu fyrr um daginn en báðir skiluðu sínu og vel það.
Slæmt mál að fá virus á leikdegi. Enn þetta reddaðist hjá eyjapeyjunum. Hemmi var t.d. um allan völl allan tímann.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 05:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eftir Elliða Vignisson bæjarstóra
Myndaleg fyrstu skref mótvægisaðgerða
Skjöldurinn er þó enn skörðóttur
Fyrstu skrefin í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar eru tekin af myndug skap. Ég tel að ríkisstjórn hafi með þeim markað ákveðna stefnu og á von á því að innan skamms verði næstu skref stigin. Hvað varðar sértækar aðgerðir til styrktar Vestmannaeyjum þá bera þar hæst 20 milljóna styrkur til rannsókna- og fræðasetursins, framlag til eflingar framhaldsskólans og tvö störf hjá Nýsköpunarstofu Íslands.Þá koma áframhaldandi samningar við Flugfélag Íslands til með að styrkja ferðþjónustu hér í Eyjum og þá ekki síst það að bæta 3. ferðinni við yfir sumartímann. Hinsvegar er öllum ljóst að fleiri sértækar aðgerðir verða að koma til ef á einhvern hátt á að bæta þau skörð er sett voru í skjöld okkar Eyjamanna með því að skerða hér efnahag um 3.6 milljarða á ári. Um leið og ég hrósa stjórnvöldum fyrir fyrstu skrefin þá myndi ég vilja að ríkisstjórn Íslands taki fastar á vanda sjávarútvegsins td. með því að fella veiðigjald alveg niður auk þess sem enn hefur ekkert verið minnst á breytingar á þeim misrétti sem felst í byggðarkvóta. Þá þarf að stórefla þorskrannsóknir og tilboð Vestmannaeyjabæjar og atvinnulífsins hér um að leiða það starf og greiða að hluta stendur enn. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld þiggi þá útréttu hönd. Ég hef í aðdraganda þessara ákvarðana verið í góðu samstarfi við Árna Matthisen og Össur Skaprhéðinsson auk flestra þingmanna sunnlendinga. Slíkt samstarf er forsenda árangurs og við leggjum mikið upp úr áframhaldandi samstarfi og viljum áfram leiða starf varðandi þær mótvægisaðgerðir er snúa að Vestmannaeyjum. Það sem nú hefur verið tilkynnt er sem sagt gott skref í rétta átt en skjöldurinn er enn skörðóttur og því ætlum við að breyta.
Gott ef satt er.
| 12. september kl. 23.25 | ruv.is |
Ósátt með mótvægisaðgerðir
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu ekki gagnast þeim sem helst þurfa á þeim að halda. Þetta segir Grétar Mar Jónsson þingmaður frjálslynda flokksins. Hann segir ekki hægt að tala um verulegar mótvægisaðgerðir án þess að þær feli í sér grundvallarbreytingar á núverandi kerfi.Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru síður en svo sáttir við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til þess að mæta skerðingu á þorskkvóta. Grétar Mar segir aðgerðirnar einfallega ekki nógu markvissar. Hann óttast að þær muni ekki gagnast smærri byggðarlögum og fyrirtækjum á landsbyggðinni sem verða af miklum tekjum við skerðinguna. Hann hefði frekar viljað sjá aðgerðir sem fælu í sér grundvallarbreytingar í greininni.
| 13. september kl. 13.17 | vaktin.net |
Stóraukin ríkisútgjöld, ávísun á verðbólgu
- Jón Magnússon skrifar
Ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sína um að stórauka ríkisútgjöld. Útgjaldaaukninguna kallar ríkisstjórnin mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskafla. Þetta er rangt.
Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki kannað hvaða þörf var á mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar á þorskafla og hverjir töpuðu vegna þess.
Í öðru lagi vegna skorts á þarfagreiningu þá eru meintar mótvægisaðgerðir ómarkvissar.
Í þriðja lagi þá er verið að leggja til gæluverkefna að hluta og hins vegar ávísa fjármunum sem óhjákvæmilegt var að gera en á vitlausum tíma í mörgum tilvikum.
Í fjórða lagi eru ýmis góð og gagnleg verkefni sem leggja á fjármuni til annað væri óeðlilegt þegar rúmir 10 milljarðar eru greiddir úr ríkissjóði. Þessi verkefni eru þó flest þess eðlis að það var ástæða til að bíða með þau meðan ofurþensla er á almenna markaðnum.
Í fimmta lagi koma til landsins 1200 innflytjendur á mánuði til að vinna eða um 15.000 síðustu 12 mánuði. Samt sem áður kalla fyrirtækin enn á meira vinnuafl. Það liggur því ljóst fyrir að ekki var þörf á að fjölga störfum í ofhituðu hagkerfi.
Í sjötta lagi þá er aðgerðum ekki beint til þeirra sem verða fyrir tekjusamdrætti vegna skerðingar þorskvóta.
Í áttunda lagi þá veldur svona mikil útgjaldaaukning úr ríkissjóði aukinni verðbólgu. Ríkisstjórn og Seðlabanki vinna því greinilega ekki saman.
Í níunda lagi þá hafa útgerðarmenn haldið því fram að vegna gjafakvótakerfisins þá hafi hagræðing og framlegð aukist gríðarlega mikið í sjávarútvegi. Fyrirtækin ættu því að geta tekið skammvinnum tímabundnum samdrætti án aðstoðar ríkisvaldsins með sama hætti og önnur fyrirtæki þurfa að gera verði samdráttur hjá þeim. Í því sambandi má minna á að boðaður samdráttur í þorskafla er til þess skv því sem ríkisstjórnin segir að þorskafli verði mun meiri á næsta ári og næstu árum. Aðgerðir hvað fyrirtækin í sjávarútvegi varðar voru því óþarfar miðað við það sem útgerðarmenn og ríkisstjórn hafa haldið fram.
Í tíunda lagi þá á velferðarkerfi að vera fyrir fólk en hvorki fyrir fyrirtæki eða sveitarfélög. Einu mótvægisaðgerðirnar sem þörf gat verið á snéri því að einstaklingum, fólki sem kunni að verða fyrir tekjusamdrætti en ekkert í tillögum ríkisstjórnarinnar snýr að því.
Með eyðslustefnu sinni sem minnir á gamaldags þrautreynda byggðastefnu 9 áratugarins á síðustu öld er ríkisstjórnin að kynda verðbólgubál, auka þrýsting á gengisfellingu krónunnar og auka ríkisútgjöld til muna. Reikna má með eftir þess aðgerð að opinber útgjöld á Íslandi muni nema um helmingi af þjóðarframleiðslu.
Skyldu forsætis- mennta og fjármálaráðherra vera búnir að taka fram söngkverið hennar Ingibjargar Sólrúnar þar sem er að finna ljóðið "Sovét ísland óskalandið hvenær kemur þú.?
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 07:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í bann fyrir að vera giftur
Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, verður í banni í næsta landsleik, á móti Lettum á Laugardalsvelli laugardaginn 13. október.
Hermann fékk gult spjald þegar hann hugðist taka innkast út við hliðarlínu skammt frá hornfánanum vinstra megin. Fáir skildu hvers vegna dómarinn sýndi honum gula spjaldið enda virtist ekkert vera um að vera nema hvað hann bjó sig undir að taka innkastið.
Ég fékk spjaldið fyrir að vera með giftingarhringinn á mér og nú verð ég í banni í næsta leik fyrir að vera giftur," sagði Hermann eftir leikinn, en hann fékk gula spjaldið á 65. mínútu leiksins.
Núna er ég alltaf vera sannfærðari að reglurnar í handbolta og fótbolta séu oft meingallaðar.
Enn mín óvænta reynsla í körfuknattleik fyrir 13 árum (þá 20 ára). Hefur sýnt mér hvað reglurnar þar eru miklu betri enn í handkn.leik eða knattsp.
Til dæmis þegar leikmaður körfuknattleik er með einhvað einsog hring, eyrna/lokk eða hálsmenn. þá stöðvar dómarinn leikinn og býður leikmanninn að fjarlægja eða hylja með plástur án einhverjar refsingar. Sem mér þykir miklu sniðugra enn að beita svona þunga refsingu einsog skólabróðir minn fékk. Sem ég skil reyndar ekki þar sem ég hélt að giftingahringur sé mjög heilagt að vera sem mest á fingrinum. Vegna þess að giftingarhringur er innsigli hjá karli og konu. Og ef þú tekur hann af þér þá ertu að rifta samninginn við svokallaðan Guð. Eða er ég kannski að rugla?
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 05:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)