Breskur leigubíll á götum Eyjanna

e67457426aa65750dd19068692cae257_leigubill

20. september kl. 16.41

 

Breskur leigubíll á götum Eyjanna

 

 

Breskur leigubíll, sömu tegundar og þekktir eru um allt Bretland, verður á ferðinni um götur Vestmannaeyja um helgina.  Bíllinn er þó ekki svartur á litinn eins og tíðkast í Bretlandi heldur rauður, enda er heimsókn þessa óvenjulega bíls hluti af kynningarátaki Vodafone í Vestmannaeyjum um helgina.

 

Bíllinn verður á ferð um allan bæ en hægt verður að skoða hann nánar við verslunina Eyjatölvur á laugardag. Verslunin er umboðsaðili fyrir vörur og þjónustu Vodafone í bænum og þar verður mikið um að vera á laugardaginn, þegar Eyjatölvudagurinn verður haldinn með uppákomum af ýmsu tagi og leikjum þar sem góð verðlaun verða í boði.

 

Vestmannaeyingum hefur um árabil staðið fjölbreytt fjarskiptaþjónusta til boða hjá Vodafone; GSM þjónusta, heimasíma- og netþjónusta. Nú hefur Vodafone aukið enn þjónustuna, því héðan í frá þurfa viðskiptavinir Vodafone í Eyjum ekki að greiða mánaðargjald af heimasímanum til Símans líkt og hingað til heldur geta þeir greitt fyrir alla sína fjarskiptaþjónustu með einföldum hætti hjá Vodafone.

 

Vodafone á Íslandi er fjarskiptafyrirtæki í eigu Teymis hf. sem skráð er í Kauphöll Íslands. Starfsmenn Vodafone eru um 350 talsins og þjónusta viðskiptavini á heimilum og hjá fyrirtækjum um land allt með farsíma, síma, nettengingar og sjónvarp.  GSM dreifikerfi Vodafone nær til 98% landsmanna og með samstarfi við Vodafone Group, eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi, er viðskiptavinum Vodafone tryggð örugg farsímaþjónusta um allan heim.

(Frétt frá Vodafone


Hvað er pakkinn stór Lúðvík ?

| 20. september kl. 13.02 | eyjar.net |

Framsóknarblaðið

Hvar er stóri pakkinn Lúðvík ?

Í fréttum ríkisútvarpsins laugardaginn 14. júlí var viðtal við Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar og starfsbróður Árna Johnsen í stjórnarliðinu. Þar fullyrti Lúðvík að vatnaskil yrðu í samgöngumálum Vestmannaeyja á næstunni og vænta mætti stórfrétta um leið og gangaskýrslan svokallaða yrði lögð fram.

Lúðvík sagði að "þá muni verða kynntur sko, stór pakki til leiks þannig að það verða miklar áherslur lagðar á samgöngur við Vestmannaeyjar áfram sem hingað til. [...] Við munum sjá vatnaskil í samgöngum til Vestmannaeyja..."

Ritstjóri gerir sér reyndar grein fyrir því að Lúðvík hefur aldrei viljað kenna sig við svokallaða karamellupólitík, en 15 aukaferðir með Herjólfi ná því varla að teljast karamella, hvað þá "stór pakki" eða "vatnaskil".

Það skyldi þó aldrei vera að úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum í fyrra og útreiðin í prófkjöri Samfylkingarinnar hafi haft meiri áhrif á stöðu Lúðvíks innan Samfylkingarinnar en menn gerðu sér grein fyrir í fyrstu. Að minnsta kosti virðist hann hafa álíka mikil áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar og Árni Johnsen, starfsbróðir hans.

Og embætti þingflokksformanns er varla svipur hjá sjón frá því þegar prímus mótor Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson gegndi því. Það var a.m.k. eitthvað að marka það sem hann sagði. Á meðan bíðum við Eyjamenn enn eftir "vatnaskilum" í samgöngumálum.


Þrír úr árgangi 92' hjá ÍBV í körfu í landsliðsúrtaki

| 20. september kl. 11.19 | ibv.is |

Körfubolti

3 úr 92' árganginum í landsliðsúrtak

-Uppbyggingarstarf körfuboltans farið að skila sér

Laugardaginn 22.september og sunnudaginn 23.september næstkomandi mun fara fram landsliðsúrtak fyrir drengi fædda 1992. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík.

Þrír leikmenn frá okkur voru valdir í þennan 30 manna æfingahóp en það eru þeir Kristján Tómasson, Ólafur Sigurðsson og Teitur Guðbjörnsson. Óskum við þeim góðs gengis og vonandi að þeir standi sig vel og verði okkar félagi til sóma.

Eftir úrtöku verður valinn æfingahópur sem mun taka þátt í undirbúning fyrir Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Solna í Svíþjóð dagana 30.apríl til 4.maí 2008.

Fleirri fréttir af körfuboltanum er hægt að sjá á www.ibv.is/karfa


Margrét Lára valin best

| 19. september kl. 12.14 | visir.is |

Margrét Lára valin best

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna.

Besti þjálfarinn var valinn Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals.  

Þá var einnig lið umferðanna valið en eftirfarandi leikmenn skipa það:  

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.  

Varnarmenn: Alicia Wilson, KR - Ásta Árnadóttir, Val - Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.  

Miðvallarleikmenn: Edda Garðarsdóttir, KR - Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki - Hólmfríður Magnúsdóttir, KR - Katrín Jónsdóttir, Val - Málfríður Sigurðardóttir, Val.  

Sóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val - Olga Færseth, KR.  

Landsbankinn, verðlaunaði einnig besta stuðningsmannahópinn. Þar urðu stuðningsmenn Vals fyrir Valinu og fengu að launum eitt hundrað þúsund krónur sem rennur til yngri flokka starfs félagsins.  

Valur varð Íslandsmeistari kvenna eftir harða baráttu við KR í allt sumar. KR komst þó í bikarúrslitin og mætir þar Keflvíkingum um næstu helgi.


Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu

18. september kl. 13.38

 

Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu

 

ef8c0cc5c9c53bc6a62079a814795f77_arekstur_oskarpetur

18. september kl. 13.38

 

Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu

 

 
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson

Nokkuð harður árekstur fjögurra bíla varð á Strembugötu við Höllina í hádeginu í dag.  Áreksturinn varð með þeim hætti að þremur bílanna hafði verið lagt við vegarkantinn þegar sá fjórði skall aftan á aftasta bílnum.  Sá flaug áfram á næsta bíl fyrir framan, sem svo aftur skall á fremsta bílnum.

Einhver meiðsli voru á fólki en ekki er vitað hversu alvarleg þau eru.  Öll komu þau sér sjálf á Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum


Toyota styrkir landsöfnun Kiwanis

18. september kl. 11.45

 

Toyota styrkir landssöfnun Kiwanis

auk Sparisjóðanna á Íslandi, Olís og Bónus.

 

Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus verða bakhjarlar landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum.

Ágóði af landssöfnununum hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúkum. Tilgangurinn er að vekja þjóðina til umhugsunar um málefni geðsjúkra og safna fé til þess að styðja við endurhæfingu þeirra. Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál.

Ágóði landssöfnunarinnar að þessu sinni rennur til þriggja málefna; Geðhjálpar, BUGL og Forma. Gengið verður í hús um land allt, sölumenn verða við verslanamiðstöðvar og aðra fjölfarna staði, auk þess sem leitað er til fyrirtækja um stuðning. K-lykillinn verður ennfremur til sölu í öllum verslunum Bónuss og á þjónustustöðvum Olís. Þá verður hægt að leggja inn á reikning söfnunarinnar; 1100-26-55000, kennitala 640173-0179. Sparisjóðirnir á Íslandi eru fjárvörsluaðili söfnunarinnar og hægt verður að leggja málefninu lið með því að fara inn á heimabanka sparisjóðanna og millifæra.

Geðhjálp mun við ráðstöfun síns hluta söfnunarfjárins beina sjónum sérstaklega að ungu fólki á aldrinum 12-25 ára sem á við geðraskanir að etja. Ætlunin er að efla, styrkja og samþætta þau úrræði sem víða eru í boði en eru ekki sem skyldi sýnileg eða aðgengileg, jafnframt því sem leitast verður við að finna úrræði þar sem á skortir. Meðal annars verður komið á fót athvörfum fyrir þá einstaklinga sem einangrast hafa félagslega í samfélaginu vegna geðraskana og haldið áfram að byggja upp sjálfshjálparhópa um allt land.

BUGL hyggst nýta sinn hluta söfnunarfjárins til verkefna sem gera legudeildarsjúklingum kleift að fá þjálfun og afþreyingu utan deildarinnar. M.a. á að endurnýja útileikaðstöðu og auðvelda skjólstæðingum BUGL með ýmsu móti að fá holla hreyfingu og stunda uppbyggilega tómstundaiðju.

Forma mun nýta styrkinn til að efla ráðgjafastarfsemi sína um land allt svo átröskunarsjúklingar eigi auðveldara með að leita sér hjálpar. Einnig verður komið á fót skipulegri forvarnafræðslu í 8. bekk grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla til að sporna við fjölgun átröskunarsjúklinga.

Fréttatilkynning


Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara

18. september kl. 13.39 | vaktin.net |

Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara

Bergur VE var með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara eða 152 kr/kg. Þórunn Sveinsdóttir VE kom þar rétt á eftir með 151 kr/kg samkvæmt samantekt Fiskifrétta.

Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu.

Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í nýjustu Fiskifréttum en hún er unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti skipa og báta á árinu 2006. Næstur á eftir Tjaldi í bátaflokknum er Glófaxi VE með 176 kr/kg meðalverð.

Í flokki frystitogara skilaði Guðmundur í Nesi RE hæsta meðalverði eða 227 krónur á kílóið, en hann er að heita má eingöngu gerður út á grálúðu árið um kring. Næst á eftir honum kom Mánaberg ÓF með 164 kr/kg meðalverð.

Í flokki ísfisktogara er Bergur VE efstur með 152 kr/kg meðalverð og önnur er Þórunn Sveinsdóttir VE með 151 kr/kg.

Í flokki uppsjávarveiðiskipa er Þorsteinn ÞH með 49 kr/kg meðalverð en taka þarf fram að hann var að hluta á bolfiskveiðum á árinu. Í öðru sæti er Engey RE með 30 kr/kg og Hákon EA í því þriðja með 28 kr/kg meðalverð.

Í flokki 50 krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2006 var Ólafur HF með hæst meðalverð eða 181 kr/kg og önnur varð Happadís GK með 179 kr/kg.

Í flokki þeirra 25 smábáta á aflamarki sem skiluðu mestu aflaverðmæti var Keilir II AK með hæst meðalverð eða 221 kr/kg og Hafnartindur SH næst á eftir með 218 kr/kg meðalverð.

Vart þarf að taka fram að meðalverð fer að stærstum hluta eftir því hver aflasamsetning viðkomandi skips er og hvernig aflanum er ráðstafað. Meðalverð í bátaflokkunum hér að ofan einskorðast við þá báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti og ljóst er að ýmsir aðrir bátar hafa fengið hærra meðalverð fyrir lítill afla, t.d. þeir sem stundað hafa lúðuveiðar.

www.skip.is greindi frá


Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara

18. september kl. 13.39 | vaktin.net |

Bergur VE með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara

Bergur VE var með hæsta meðalverð í flokki ísfisktogara eða 152 kr/kg. Þórunn Sveinsdóttir VE kom þar rétt á eftir með 151 kr/kg samkvæmt samantekt Fiskifrétta.

Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu.

Þetta kemur fram í samantekt sem birt er í nýjustu Fiskifréttum en hún er unnin upp úr gögnum Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti skipa og báta á árinu 2006. Næstur á eftir Tjaldi í bátaflokknum er Glófaxi VE með 176 kr/kg meðalverð.

Í flokki frystitogara skilaði Guðmundur í Nesi RE hæsta meðalverði eða 227 krónur á kílóið, en hann er að heita má eingöngu gerður út á grálúðu árið um kring. Næst á eftir honum kom Mánaberg ÓF með 164 kr/kg meðalverð.

Í flokki ísfisktogara er Bergur VE efstur með 152 kr/kg meðalverð og önnur er Þórunn Sveinsdóttir VE með 151 kr/kg.

Í flokki uppsjávarveiðiskipa er Þorsteinn ÞH með 49 kr/kg meðalverð en taka þarf fram að hann var að hluta á bolfiskveiðum á árinu. Í öðru sæti er Engey RE með 30 kr/kg og Hákon EA í því þriðja með 28 kr/kg meðalverð.

Í flokki 50 krókaaflamarksbáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti á árinu 2006 var Ólafur HF með hæst meðalverð eða 181 kr/kg og önnur varð Happadís GK með 179 kr/kg.

Í flokki þeirra 25 smábáta á aflamarki sem skiluðu mestu aflaverðmæti var Keilir II AK með hæst meðalverð eða 221 kr/kg og Hafnartindur SH næst á eftir með 218 kr/kg meðalverð.

Vart þarf að taka fram að meðalverð fer að stærstum hluta eftir því hver aflasamsetning viðkomandi skips er og hvernig aflanum er ráðstafað. Meðalverð í bátaflokkunum hér að ofan einskorðast við þá báta sem skiluðu mestu aflaverðmæti og ljóst er að ýmsir aðrir bátar hafa fengið hærra meðalverð fyrir lítill afla, t.d. þeir sem stundað hafa lúðuveiðar.

www.skip.is greindi frá


MK kaupir 40% hlut í Artic Trucks

18. september kl. 17.51 | visir.is |

Magnús Kristinsson kaupir 40% hlut í Arctic Trucks

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu.

Um 55 manns hjá Arctic Trucks í þremur löndum. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir áhugamenn um jeppa og hefur að markmiði að auka notagildi fjórhjóladrifinna bifreiða .

Magnús Kristinsson, sem er aðaleigandi Toyota á Íslandi, segir kaupin í Arctic Trucks fela í sér tækifæri til að styðja enn frekar við þær fyrirætlanir sínar að sækja á erlenda bílamarkaði.


Helstu verkefni eyjalögguna frá 10. - 17. sept. 2007

| 18. september kl. 17.32 | eyjar.net |

Helstu verkefni lögreglu frá 10. til 17. september 2007

-stoppuðu "unglingapartý"

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í sl. viku og um helgina við hefðbundið eftirlit og aðstoð við borgarana.

Að venju hafði lögreglan eftirlit með veitingastöðum bæjarins og þurfti í einu tilviki að hafa afskipti af aðila sem ekki hafði aldur til að vera inn á einum af veitingastöðunum. Þá var lögreglan kölluð til vegna svokallaðs "unglingapartýs" og var ungmennum sem þar voru vísað út og til síns heima.

Tvö eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu var um að ræða skemmdir á ljósi í porti við Vinnslustöðina að kvöldi 12. september sl. Voru þarna að verki tveir ungir drengir og telst málið að mestu upplýst. Í hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við Hásteinsveg 41. Ekki er vitað hverjir voru að verki í því tilviki en lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur að hafa samband.

Einungis einn ökumaður var kærður fyrir brot á umferðarlögum en um var að ræða ungan dreng sem ekki hafði réttindi til að aka léttu bifhjóli, jafnframt sem hann var að reiða farþega á hjólinu, en slíkt er óheimilt á léttu bifhjóli


Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum

18. september kl. 10.29 | visir.is |

Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum

Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja.

Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið.

"Það eru tvö skilyrði fyrir því að gerast meðlimur í Drullusokkunum," segir Tryggvi. "Í fyrsta lagi þarf viðkomandi að eiga mótorhjól og í öðru lagi verður hann að hafa átt heima í Vestmannaeyjum einhvern hluta æfinnar."

Það liggur ljóst fyrir að hluti meðlima býr nú á "Norðureyjunni" en Tryggvi segir að sérstakt embætti innan klúbbsins, Íslandsjarlinn, sjá um málefni þeirra. Núverandi Íslandsjarl er Steini Tótu. Hinn þekkti Vestmannaeyingur Árni Johnsen er ekki meðlimur sem stendur þar sem nokkuð er síðan hann seldi mótorhjól sitt. "Ef Árni kaupir hjól á ný gerum við hann að heiðursfélaga um leið," segir Tryggvi. "Árni er okkar maður í Eyjum."


Árni johnsen skrifar um mótvægisaðgerðirnar

18. september kl. 10.24 | eyjar.net |

Jafngildir 200 milljarða tekjutapi á höfuðborgarsvæðinu

Árni Johnsen skrifar

ÞAÐ er alveg klárt og kvitt að þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við kvótaskerðingu á þorski eru ekki boðlegar og þær eru því miður nánast dónaskapur og lítilsvirðing við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Stokka verður spilin upp á nýtt og gera úttekt á málinu í samráði við sveitarfélögin, útvegsmenn og verkafólk.

 Það duga engin vettlingatök í þessum efnum eða úthlutun á einhverjum ruðum til sveitarfélaga, nánast með geðþóttaákvörðunum eins og virðist vera. Menn verða að gera sér grein fyrir því að málið er það alvarlegasta sem komið hefur upp á Íslandi í manna minnum.

Samsvarar 200 milljarða tekjuskerðingu
Menn verða að gera sér grein fyrir því að skerðing í þessum dúr aðeins í Grindavík, Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði þýðir það sama og um væri að ræða um 200 milljarða tekjuskerðingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Aðeins í þremur kvótahæstu verstöðvunum í þorski í Suðurkjördæmi, sem um leið eru í hópi 6 efstu verstöðva yfir landið, þá nemur skerðing í 3 ár yfir 10 milljörðum króna í tekjum og drift á ári og margfeldisáhrifin í sjávarplássunum eru margfalt meiri til hins verra en í umhverfi höfuðborgarinnar vegna fábreytni í atvinnu.

Gríðarlegur niðurskurður en augunum lokað
Þá er ótrúleg lítilsvirðing til dæmis við Grindavík að taka ekki á þróun þar af festu og myndarskap. Maður er nú orðinn alllangþreyttur á Vestfjarðaþulunni í þessu kvótadæmi öllu, að engir þjáist nema þeir. Vestfirðingar eiga allt gott skilið, en það eru fleiri sjávarþorp á Íslandi en á Vestfjörðum en það er óboðlegt að setja til að mynda 600 milljónir króna í atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum en jafnvirði tyggigúmmípakka til Grindavíkur þó ekki væri nema í ljósi þess að 6000 tonna niðurskurður á þorskkvóta Grindvíkinga , úr 18.300 tonnum í 12.300, slagar upp í allan þorsk sem Vestfirðingar veiða á ári, ég undirstrika, bara að niðurskurðurinn hjá Grindvíkingum er svona mikill, og tekjumissir Grindavíkur á þremur árum og efnahagsleg áhrif verða nær 15 milljörðum króna, 15 milljörðum króna og svo eru menn að útdeila þeim einhverjum milljónum í umslagi í stað þess að taka upp viðræður um það hvað sé til ráða. Grindvíkingar hafa ýmsar hugmyndir bæði í nýsköpun, heilsugæslu og fleiri þáttum. Boðaðar mótvægisaðgerðir eru ekki einu sinni vasaútgáfa af því sem þarf að gera. Hið sama á við um mörg sjávarpláss á landinu, því áfallið dynur yfir í febrúar - mars þegar bátarnir koma til hafnar kvótalausir og verða bundnir unnvörpum fram á haust og tugir útgerðarmanna munu hætta. Til dæmis þetta atriði hefur ekkert verið skoðað. Svo dettur mönnum í hug að halda veiðileyfagjaldinu til streitu, gegn öllum mótrökum því veiðileyfagjaldið er hengingaról fyrir landsbyggðina fyrst og fremst, halda áfram ruglinu með byggðakvótann og ég veit ekki hvað og hvað. Það er eins og menn haldi að bátaeign landsmanna sé skuldlaus. Skuldirnar eru gríðarlegar. Það myndi eitthvað hvína í höfuðborgarbúum ef þeir sætu uppi með 70 milljarða tekjuskerðingu á einu ári. Þarna liggur alvara málsins.

Bullandi skakkaföll
Í Vestmannaeyjum nemur niðurskurðurinn um 4.000 tonnum með meðafla þannig að skerðingin þar og efnahagsleg áhrif eru um 10 milljarðar króna. Af 79 sveitarfélögum á landinu öllu eru Vestmannaeyjar kvótaríkasta sveitarfélagið þegar horft er til heildarkvóta í þorskígildum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja reið á vaðið og bauð stjórnvöldum viðræður um möguleika og aðgerðir til að bregðast við, en svarið var tölvupóstur upp á nokkrar millur, brandari miðað við eðli málsins. Í Höfn í Hornafirði er skerðingin um 2.500 tonn en varanlegur kvóti í stað 2000 tonna myndi kosta um 6 milljarða. Heildaráhrifin á Höfn eru því um 5-6 milljarðar í heild á þremur árum, gríðarlegt áfall fyrir um 2000 manna byggð og ljóst að þeir þurfa að draga saman, líklega með fækkun báta. Það þarf miklu meira en stuðning við Vatnajökulsþjóðgarð til að bregðast við þar og það þarf að byrja á því að ræða við heimamenn í fullri alvöru. Það eru skerðingar í Þorlákshöfn og Sandgerði og í Garðinum er skerðingin hátt í 2000 tonn og þar af 1400 tonn aðeins hjá Nesfiski þannig að heildarskerðingin er 4-5 milljarðar á þremur árum ef menn bæta ekki ráð sitt með nýjum ákvörðunum. Höfuðvandamálið er að módel Hafrannsóknastofnunar er mjög götótt og þess vegna þarf að setja nýjan hrygg í málið. Ríkisstjórnin á að hafa fulla burði til þess.

Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

18. september kl. 17.35 | eyjar.net |

Framsóknarblaðið

Er Johnsen utan vallar ?

-Sigurður E. Vilhelmsson skrifar

Árni Johnsen fer mikinn í grein í Morgunblaðinu í dag.  Þar segir hann að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar (sem hann styður), séu dónaskapur og lítilsvirðing við landsbyggðina.  Hann finnur aðgerðunum allt til foráttu og notar sinn alþekkta ritstíl og orðaval til að hrauna yfir samflokksmenn sína í ríkisstjórninni.

Johnsen kemur að vísu ekki með neinar tillögur um hvað hann hefði viljað gera öðruvísi heldur segir bara að "stokka verði spilin upp á nýtt", "gera úttekt á málinu", "taka á af festu og myndarskap" og "setja nýjan hrygg í málið", hvað svo sem það nú þýðir.

Það sem er kannski merkilegast við þessa grein Johnsens er að í henni kristallast það sem bent var á í aðdraganda alþingiskosninganna. Johnsen er einangraður í eigin þingflokki, rúinn völdum og áhrifum. Hann hefur engin áhrif á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar og hefur ekkert að segja um málefni Vestmannaeyja.

Hann er ekki einusinni samstíga meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, sem halda vart vatni yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hvetja hana til að halda áfram á sömu braut.

Svo notað sé íþróttamál má segja að Johnsen hafi verið settur út úr liðinu og ekki bara það. Hann er ekki á bekknum og ekki einu sinni uppi í stúku. Hann virðist bara vera víðsfjarri vellinum í einhverjum allt öðrum leik.

http://framsoknarbladid.blog.is/blog/framsoknarbladid/


Bæjarstjórn Vestmannaeyjar:


| 17. september kl. 17.01 | vaktin.net |

Útivistarsvæði við Íþróttamiðstöðina

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við Íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní vorið 2008.

Tillögum og kostnaðaráætlun skal skila til bæjarráðs eigi síðar en 15. desember 2007 og skulu þær taka mið af skýrslu starfshóps MTV dagsettri 28. des 2004. Eins og þar kemur fram skal horft til þess að framkvæmdin endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja og gagnist sérstaklega börnum og barnafjölskyldum og verði eftirsótt af heimafólki jafnt sem ferðamönnum.

17. september kl. 17.03 | vaktin.net |

Knattspyrnuhús árið 2008

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008.

Í samræmi við skýrslu MTV dagsettri 28. ágúst ber að reisa húsið vestan við Týsheimilið og nýta aðstöðu sem þar er svo sem salerni og sturtur. Bæjarstjórn telur ennfremur að í samræmi við skýrsluna skuli horft til byggingar sambærilegri þeirri, sem verið er að byggja í Grindavík hvað varðar aðstöðu, stærð og efnisval (varanlegt efni) en kostnaður vegna þess húss er um 210 milljónir.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki og bera slíkt tilboð saman við aðrar leiðir við fjármögnun. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði."


Biðröð á klósettið hjá landsliðinu

17. september kl. 14.53 | vaktin.net |

Biðröð á klósettið hjá landsliðinu

Á blogginu sínu á visir.is segir Hermann Hreiðarsson frá raunum sínum þegar hann og sumir félaga hans í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fengu magakveisu, daginn fyrir leikinn við Norður-Íra í síðustu viku.

"Ég var einn af þeim sem fékk magapestina. Ég fann að það var einhver hundur í mér þegar ég vaknaði á þriðjudagsmorguninn enda var ég bara á klósettinu fram að æfingu sem hófst klukkan tíu. Klósettferðirnar hættu reyndar ekkert þá og héldu áfram eftir æfinguna."

Smelltu hér til að lesa bloggið hans Hermanns.


Margrét Lára skoraði þrennu þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

17. september kl. 23.40

 

Margrét Lára skoraði þrennu þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Eyjastúlkan skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum

 

Valur tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en lykillinn að sigri Vals í sumar er án efa frábær spilamennska Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur.  Margrét gerði sér lítið fyrir og bætti eigið markamet í Íslandsmótinu um fjögur mörk, skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum.  Valur burstaði Þór/KA í kvöld 10:0 og skoraði Margrét þrennu í leiknum.

Margrét hefur auk þess verið duglega að leggja upp mörk fyrir félaga sína og í heild hefur hún átt frábært tímabil.  Hún er klárlega besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í sumar og auk þess markahæst þannig að segja má að tímabilið sé fullkomið hjá þessari frábæru knattspyrnukonu.


Sigurður Ari Skoraði tíu mörk í fyrsta leik þegar Elverum vann Bodo

17. september kl. 23.33

 

Sigurður Ari skoraði tíu mörk í fyrsta leik

Elverum vann Bodö

 

Sigurður Ari Stefánsson byrjaði leiktímabilið hjá norska handknattleiksliðið Elverum af miklum krafti þegar liðið lagði Bodö á útivelli 31:33 í norsku úrvalsdeildinni á laugardag. Sigurður Ari gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum og var markahæstur Elverum.

Hjá liðinu eru einnig þeir Ingimundur Ingimundarson og Samúel Ívar Árnason, sem eitt sinn lék með ÍBV og þjálfari liðsins er Axel Stefánsson. Næsti leikur Elverum er á sunnudaginn gegn Sandefjord á heimavelli


Bótakröfu á hendur tveimur olíufélögum vísað frá

17. september kl. 17.04 | mbl.is |

Bótakröfu á hendur tveimur olíufélögum vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá bótakröfu útgerðarfélagsins Dala-Rafns í Vestmanneyjum á hendur Keri og Olís, vegna ólöglegs samráðs félaganna við sölu á eldsneyti. Ekki er hins vegar vísað frá máli Dala-Rafns gegn Skeljungi.

Dala-Rafn taldi að olíufélögin þrjú bæru ábyrgð á tjóni, sem útgerðin hefði orðið fyrir á árunum 1996-2001 vegna missis hagnaðar. Segir í dómnum, að grundvöllur málatilbúnaðarins sé nægilega skýr að því leyti að ljóst er að hann byggi á því að með ólögmætu samráði, sem náð hafi til alls olíumarkaðarins á Íslandi, hafi olíufélögunum tekist að halda olíuverði hærra en ef eðlilegar samkeppnisaðstæður og verðmyndun hefði ríkt á olíumarkaðinum á Íslandi.

Aðalbótakrafa Dala-Rafns hljóðaði upp á tæplega 8,4 milljónir króna og byggðist á samanburði við olíumarkaðinn í Færeyjum. Dómurinn segir, að engin gögn liggi fyrir um verð eða aðstæður í Færeyjum en úr því kunni að verða bætt við meðferð málsins.

Til vara krafðist Dala-Rafn 2,4 milljóna króna í bætur og byggðist sú krafa á sömu kostnaðar- eða framlegðaraðferð og samkeppnisráð notaði við ákvörðun stjórnvaldssekta sem olíufélögin voru beitt.

Dómurinn segir, að kröfur Dala-Rafns séu rökstuddar með útreikningum, sem miði við kaup félagsins og verð hjá Skeljungi. Fyrirtækið hafi átt viðskipti við olíufélögin öll en mismikil að fjárhæðum og eftir tegundum eldsneytis. Ætti að vera unnt að aðgreina viðskiptin og þá hugsanlegt tjón.

Þá segir dómurinn, að ekkert liggi fyrir um að tjón fyrirtækisins hefði orðið það sama hvort sem það hefði verið í viðskiptum við Skeljung eða hin félögin. Því sé óljóst af málatilbúnaði Dala-Rafns hvort fyrir hendi sé skilyrði sameiginlegrar ábyrgðar af hálfu olíufélaganna þriggja um að þau hafi valdið sama tjóni og Skeljungur þannig að um óskipta ábyrgð þeirra gæti verið að ræða. Er kröfum á hendur Keri og Olís því vísað frá vegna vanreifunar.

17. september kl. 18.14

 

Kröfu Dala Rafns vísað frá í héraðsdómi Reykjavíkur

stefndi olíufélögunum fyrir samráð

 

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu á hendur Olís og Kers áður Esso, um bætur vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Útgerðin Dala-Rafn frá Vestmannaeyjum stefndi olíufélögunum tveimur og Skeljungi, vegna samráðsins.

Dala-Rafn keypti skipagasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Samkeppniyfirvöld sektuðu olíufélögin fyrir ólöglegt samráð á þessum tíma.

 

Dala-Rafn keypti skipa-gasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Dómurinn segir að það ætti að vera hægt að aðgreina viðskiptin og hugsanlegt tjón. Þá liggi ekkert fyrir um það hvort tjón Dala-Rafns hefði orðið það sama, hefði hann bara skipt við Skeljung eða hin félögin einnig. Dómurinn telur óljóst af málatilbúnaði Dala-Rafns hvort skilyrði séu fyrir sameiginlegri ábyrgð olíufélaganna og vísar því frá dómi kröfu á hendur tveimur þeirra.

 

www.ruv.is greindi frá.


| 17. september kl. 16.57 | visir.is |

Frávísunarkrafa olíufélaganna samþykkt

Máli útgerðarfélagsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum á hendur Keri og Olíuverslun Íslands var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður útgerðarfélagsins segir úrskurðinn koma mjög á óvart og býst við að hann verði kærður til Hæstaréttar. Skeljungur fór ekki fram á frávísun í málinu, heldur sýknu, en óljóst er hvort málið heldur áfram gegn félaginu.

Krafa olíufélaganna um frávísun var byggð á óskýrum málatilbúnaði, óljósri aðkomu félaganna og að kröfur hafi verið ódómtækar.

Telma Halldórsdóttir einn lögmanna Kers telur niðurstöðuna rétta. Málinu sé vísað frá þar sem það sé vanreifað.

Hlynur Halldórsson lögmaður Dala-Rafns segir niðurstöðuna afar sérkennilega. Ákvörðun um framhald verði tekin eftir fund með skjólstæðingi hans.

Hörður Felix Harðarson lögmaður Skeljungs telur forsendur úrskurðarins óljósar og segir að svo virðist sem dómari meti það þannig að um sé að ræða vanreifun sem varði upplýsingar sem snúi fyrst og fremst að þessum tveimur félögum.

Mál útgerðarfélagsins Dala-Rafns gegn olíufélögunum var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur 12. júní. Mál útgerðarfélagsins byggir á að samráð olíufélaganna frá árinu 1993 til og með meginhluta ársins 2001 hafi valdið útgerðinni tjóni. Dala-Rafn krefst skaðabóta vegna samráðsins á þessum tíma, en á tímabilinu voru olíukaup útgerðarfélagsins að meðaltali um 10,5 prósent af heildarrekstrarkostnaði.

Lögmenn Olís og Kers kröfðust þess að málinu yrði vísað frá. Þetta er fyrsta héraðsdómsmál útgerðarfélags á hendur olíufélögunum vegna samráðs þeirra og nemur aðalkrafa félagsins um 8,3 milljónum króna.

Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers. Eyvindur Sveinn Sólnes lögmaður Olíuverslunar Íslands

Áður hafði Sigurði Hreinssyni verið dæmdar 15 þúsund krónur í skaðabætur í Héraðsdómi í máli hans gegn Keri. Reykjavíkurborg hafði einnig verið dæmd 78 milljónir króna í bætur vegna skaða sem Strætó varð fyrir af völdum samráðs félaganna. Bæði málin bíða nú meðferðar hjá Hæstarétti. Um 200 einstaklingar og minni fyrirtæki bíða niðurstöðu í máli Sigurðar með það fyrir augum að höfða mál vegna samráðsins.

Mál Olíufélaganna gegn samkeppniseftirlitinu bíður einnig úrskurðar Hæstaréttar vegna ágreinings um að dómkvaddir skuli matsmenn að beiðni eftirlitsins. Þangað til úrskurður fæst getur efnismeðferð ekki hafist.


Hvalasmölun gekk vel

17. september kl. 14.27 | sudurland.is |

Hvalasmölun gekk vel

Hvalirnir búnir að vera fastir í 2 sólarhringa

morgun hófust björgunaraðgerðir í höfninni en þar höfðu tveir hvalir verið fastir síðustu tvo sólarhringa. Kallað var til björgunarbátsins Þórs auk Lóðsins, hafnsögubátsins í Vestmannaeyjum og auk þess tóku fimm aðrir smábátar þátt í aðgerðinni. Smölunin hófst rétt fyrir níu í morgun og um hálf ellefu syntu hvalirnir út úr hafnarmynninu.

Fjöldi manns fylgdist með aðgerðunum, m.a. nokkuð stór hópur skólabarna og virðist því lítið hafa farið fyrir skólastarfi í morgun, sem eðlilegt er. Aðgerðin var í heild mjög vel heppnuð, erfiðast var að koma dýrunum af stað úr Pyttinum, eða innst í höfninni. En um leið og dýrin tóku rétta stefnu þurfti einungis að stýra þeim í rétta átt. Tvívegis stoppuðu þeir á leiðinni út, annars vegar þar sem Herjólfur leggur að bryggju og hins vegar við Skanssvæðið en að lokum tókst að stýra dýrunum í rétta átt og út úr höfninni.

17. september kl. 14.45 | vaktin.net |

Hvölunum smalað úr höfninni

Nú í morgun var farið í það að koma hvölunum tveimur sem verið hafa í Vestmannaeyjahöfn um helgina, út úr höfninni. Menn höfðu áhyggjur af því að þeir gætu drepist ef þeir fengju ekki frelsi aftur. Til þess að smala þeim úr höfninni voru notaðir fimm bátar, en þeir eru hafnsögubáturinn Lóðsinn, björgunarbáturinn Þór, trillurnar Marvin, Ystiklettur og Lubba.

Bátarnir keyrðu skrúfur sínar hratt fram og aftur þar til að hvalirnir fóru af stað, það gekk treglega fyrst og virtust hvalirnir hafa gaman af rótinu sem skrúfurnar framkölluðu, en svo létu þeir undan og syntu af stað. Ekki syntu þeir beint út heldur fóru þeir skrykkjótt út. Til þess að komast út úr höfninni þarf að fara norður fyrir suður hafnargarðinn, en hvalirnir fóru alveg innst við garðinn þar sem Stafkirkjan er, engu líkara en þeir vildu fara í kirkju áður en þeir færu, en á endanum fóru þeir út úr höfninni og syntu frjálsir á vit ævintýranna.
 
Margir komu niður á höfn til þess að fylgjast með þegar hvalirnir voru að fara, tam. voru allir nemendur úr 6. 7. og 8. bekkjum Barnaskóla Vestmannaeyja gefið frí frá kennslu til þess að fylgjast með.

Texti: Óskar P. Friðriksson


Golf: Árlega GOS mótinu lokið

17. september kl. 10.22 | eyjar.net |

Golf

Árlega GOS mótinu lokið

-Golfmót opinberra starfsmanna í Eyjum

Hið árlega GOS mót, Golfmót Opinberra Starfsmanna í Eyjum, fór fram sl. föstudag á golfvelli GV.

Keppt var með Texas scramble fyrirkomulagi.

Keppendur komu frá nokkrum ríkisstofnunum í Eyjum, s.s. sýslumanninum, lögreglu, Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Úrslit urðu sem hér segir

1. sætir Sigfríð Björgvinsdóttir og Gunnlaugur Grettisson, 43 högg

1. sæti Svavar Vignisson, Guðni Hjörleifsson og Hallgrímur Njálsson, 43 högg

2. sæti Karl Gauti Hjaltason og Gunnar Kr. Gunnarsson, 45 högg

3. sæti Heiðar Hinriksson og Egill Arngrímsson, 46 högg

Fæst pútt Svavar Vignisson, Guðni Hjörleifsson og Hallgrímur Njálsson, 12 putt


Helgin sem var að líða

Helgin sem var að líða

Flotbauja losnaði frá festingum sínum

Pysjur enn að finnast

Átakaveður var í Vestmannaeyjum á laugardag, svo slæmt var veðrið að flotbaujann við sem liggur við Skansinn losnaði og liggur á þurru í skansfjörunni. Sjófarendur þurfa ei að óttast því lýsing frá Listaverki Gríms Marinó lýsir þeim veginn.

Þó svo komið sé í miðjan september eru lundapysjurnar enn að enda, krökkum til mikillar og gleði og eru pysjurnar óvenjulengi á ferli í ár, þessar ungu dömur voru einmitt á leiðinni inn á Eiði að sleppa þessum tveimur vel gerðu pysjum.

Vestmannaeyingum fjölgaði um 2 um helgina þegar tvær andanefju komu sér vel fyrir í Friðarhöfn og ekki var annað að sjá en að þær hafi unað sér vel þar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband