Ákærður fyrir ólöglegar kvikmyndasýningar
braut höfundaréttarlög
Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeyjum hefur verið lögsóttur fyrir að sýna gestum veitingastaðarins í nokkur skipti mynd Heiðars Marteinssonar Uppbyggingin - Eldgosið í Heimaey" sumarið 2004.Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sýnt myndina The Heimaey eruption, Iceland 1973" eftir Alan V. Morgan á Krónni í nokkur skipti á árinu 2005. Maðurinn er ákærður fyrir brot á höfundarlögum.
Æ,æ, hvernig er hægt að ákærða svona góðhjartað fólk einsog eigundir Kaffi Kró eru?
Enn lög eru lög. Ef maður brýtur þau, þá skiptir ekki máli hvort maður sé góðhjartaður.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæjarstjórnarfundur
3 stór mál tekinn fyrir á morgun
-Tillögurnar lagðar fram í nafni bæjarstjórnar en ekki einstakra flokka
Á bæjarstjórnarfundi á morgun verða tekinn fyrir 3 mjög stór mál fyrir Vestmannaeyjar og þau innihalda meðal annars; nýtt útivistarsvæði, knattspyrnuhús og lækkun á leiksskólargjöldum. Hægt er að lesa tillögurnar í heild sinni hér að neðan.1. Mál
Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja nýtt útivistarsvæði við íþróttamiðstöð með það fyrir augum að hægt verði að taka slíka aðstöðu í gagnið 1. júní árið vorið 2008. Tillögum og kostnaðaráætlun skal skila til bæjarráðs eigi síðar en 15. desember og skulu þær taka mið af skýrslu starfshóps MTV dagsettri 28. des 2004. Eins og þar kemur fram skal horft til þess að framkvæmdin endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja og gagnist sérstaklega börnum og barnafjölskyldum og verði eftirsótt af heimafólki jafnt sem ferðamönnum.
2. mál
"Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfis og framkvæmdasviði að leita hagkvæmustu leiða til að byggja knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum með það fyrir augum að það verði tekið í gagnið árið 2008. Í samræmi við skýrslu MTV dagsettri 28. ágúst ber að reisa húsið vestan við Týsheimilið og nýta aðstöðu sem þar er svo sem salerni og sturtur. Bæjarstjórn telur enn fremur að í samræmi við skýrsluna skuli horft til byggingar sambærilegri við þá sem verið er að byggja í Grindavík hvað varðar aðstöðu, stærð og efnisval (varanlegt efni) en kostnaður vegna þess húss er um 210 milljónir.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um möguleika á byggingu knattspyrnuhússins, þar sem Vestmannaeyjabær verði leigutaki og bera slíkt tilboð saman við aðrar leiðir við fjármögnun. Samhliða því verði gengið til samninga við ÍBV - íþróttafélag um rekstur hússins og þátttöku félagsins í húsaleigukostnaði ásamt öðrum rekstrarkostnaði."
3. mál
Leikskólagjöld og þjónusta Vetmannaeyjabæjar
Bæjarstjórn fagnar og tekur heilshugar undir þær breytingar á gjaldskrá leikskóla sem samþykktar hafa verið í skólamálaráði. Þar kemur fram að grunngjald gjaldskrár lækkar um 18,3% og fer Vestmannayjabær þar með úr því að vera með dýrustu þjónustu á landinu og niður fyrir landsmeðaltal. Þá tekur bæjarstjórn undir þá ályktun skólamálaráðs að þessi lækkun leikskólagjalda er fyrst og fremst möguleg vegna þeirra hagræðinga í rekstri málaflokksins sem náðst hafa á árinu. Starfsfólk leikskólana og fjölskyldu- og fræðslusviðs hefur staðið sig með miklum sóma í þeim aðgerðum sem náðst hafa í hagræðingu.
Markmið Vestmannaeyjabæar mun áfram verða að stuðla að bættum haga barna og barnafjölskylda í Vestmannaeyjum
Spennandi verður að sjá hvernig íhaldið kemst frá þessum fundi.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki líklegt að komi til fjöldaatvinnuleysis á næstu mánuðum
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir, að samtals verði varið 10,5 milljörðum króna til mótvægisaðgerða á næstu tveimur fiskveiðiárum vegna niðurskurðar þorskkvóta. Ekki eru í þessari tölu framlög til vísindaverkefna. 6,5 milljarðar eru nýtt fjármagn en rúmir 4 miljarðar eru flýting á framkvæmdum.Árni sagði að það væri mat ríkisstjórnarinnar, eftir að hafa ráðfært sig við Byggðastofnun og atvinnuþróunarstofnanir, að sé sé líklegt að komi til fjöldaatvinnuleysis í sjávarútvegi á næstu mánuðum. Fyrirtæki muni í lengstu lög forðast uppsagnir og halda að sér höndum fram yfir áramót. Sagði Árni að fyrirtæki muni líklega halda skipum lengur í höfn að vori og taka lengri sumarstopp. Því sé áhersla lögð á sveitarfélög, þar sem yfir 10% af vinnuafli eru í sjávarútvegi og þar sem hagvaxtar hefur ekki notið.
Árni sagði, að það flækti málið, að sums staðar þar sem áhrif af aflaheimildarskerðingunni eru mikil, komi aðrir hlutir á móti.
Árni sagði, að um væri bæði beinar aðgerðir, sem koma til framkvæmda strax og aðgerðir sem koma til framkvæmda á lengri tíma. Árni nefndi m.a. að skuldum yrði létt af Byggðastofnun, vegaframkvæmdum verði flýtt sem og framkvæmdum við Akureyrarflugvöll. Þá verður raforkukerfið styrkt, veiðigjald fellt niður og framlög til vísindarannsókna aukin.
Gott ef satt er.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stoppuðu þyrlupall milljarðamærings
Þetta er allt saman hrokkið í réttan gír þannig að menn fara að settum lögum og reglum," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, um það er skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu kom í gær í veg fyrir steypuvinnu við þyrlupall hjá frístundahúsi milljarðamæringsins Magnúsar Kristinssonar.Magnús, sem er útgerðarmaður og eigandi Toyota-umboðsins með meiru, á sem kunnugt er þyrlu sem hann notar gjarnan til ferða sinna milli landshluta. Sérstaklega er þekkt að Magnús fer með þyrlu sinni milli lands og Vestmannaeyja og segist hafa fest kaup á vélinni vegna óáreiðanlegra flugsamgangna þar á milli.
Magnús á húsið Sólbrekku í Reykholti. Eigninni tilheyrir um tveggja hektara lóð og tíu hektarar af ræktunarlandi. Magnús mun hafa fengið leyfi Flugmálastjórnar til að lenda þyrlunni við Sólbrekku og hefur iðulega gert það og flykkjast þá Reykhyltingar gjarnan út í glugga til að sjá ferlíkinu" bregða fyrir eins og ein nágrannakonan orðar það. Í gærmorgun voru mættir þangað steypubílar til að steypa upp stóran og upphitaðan þyrlupall. Magnúsi hafði hins vegar láðst að sækja um leyfi til sveitarstjórnarinnar fyrir byggingu pallsins. Sólbrekka er innan skilgreinds þéttbýlis í Reykholti.
Ég er staddur erlendis og veit bara ekkert um þetta mál," segir Magnús aðspurður um framkvæmdirnar við pallinn.
Valtýr sveitarstjóri segir steypt plön á borð við þyrlupall háð ákvæðum skipulags- og byggingarmála.
Menn voru kannski ekki alveg klárir á því hvar þeir stóðu en það er búið að gera mönnum ljóst að öll mannvirki eru leyfisskyld," segir sveitarstjórinn sem segir skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu hafa strax í gær rætt við Magnús sem hygðist ætla í réttan farveg með pallinn.
Valtýr segist sjálfur ekki geta svarað því hvort leyfi verði veitt fyrir þyrlupallinum.
Þetta er leyfisskyld framkvæmd. Ef þyrlupallur er innan þéttbýlis þarf hann að fara í deiliskipulag. Þetta er hlutur sem verður einfaldlega að fá málefnalega umfjöllun á réttum stöðum," segir sveitarstjórinn.
Vonandi að það sé ekki mikiið um fuglalífi þarna sem þyrlupallurinn er.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 01:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stungusending inn í framtíðina
-Jón Óskar Þórhallsson skrifar um knattspyrnuhús
Eftir því sem umræða um knattspyrnuhús í Vestmannaeyjum hefur dregist á langinn, og framkvæmdir í þá veru sömuleiðis, hef ég gert mér betur og betur í hugarlund áhrif þess að gera ekki neitt til lengri tíma. En það yljar mér meira og mér finnst mun skemmtilegra að velta fyrir mér, hvað ef menn nú bara drífa sig og reisa eitt slíkt ?Að gera ekki neitt er ekki í anda þess sóknarhugar sem Eyjamenn hafa í gegnum tíðina staðið fyrir og hafa viljað standa fyrir, já og vonandi vilja enn. Eyjamenn hafa verið framsýnir, sýnt dugnað og djörfungarhug.
Ég trúi því að sá sóknarhugur sem maður hefur fundið fyrir hjá núverandi bæjarstjórn, á hinum ýmsu sviðum, muni verða til þess að hún muni verða bandamaður knattspyrnunnar áður en langt um lýkur þó verður að segjast að maður er orðinn langeygur eftir þeim viðburði. Merki ÍBV hefur oftar en ekki verið öflugur boðberi þess sóknarhugar sem ég vitna í og er ég þess fullviss að á velgengnistímum hafi velgengni félagsins, sérstaklega 1997 og 1998 á knattspyrnuvellinum, smitað jákvætt í allt bæjarlífið í Vestmannaeyjum.
Ég trúi því að menntaðir sálfræðingar myndu staðfesta þetta eftir litlar rannsóknir, jafnvel þótt þeir séu ekki starfandi sem slíkir. Líklega sjá þeir ljósið nú þegar og leita leiða til að gera það sem gera þarf til að efla íþróttastarfið hjá ÍBV. Tel ég brýnasta verkefnið nú, vera að byggja knattspyrnuhús til þess að við sýnum sóknarhuginn sem við viljum standa fyrir og að við ætlum að standa jafnfætis eða framar þeim félögum sem við viljum helst bara okkur saman við.
Það eru kappsmiklir krakkar hjá ÍBV og það skín af þeim hvar sem þeir koma og baráttuandinn alltaf til staðar. Maður verður alltaf stoltur af þeim al-hvítum á mótum þar sem maður rekst á þá. Þeir eiga svo mikið skilið.
Hvatning frá hálfu bæjarfélagsins alls gæti verið vítamínsprautan sem kemur þeim á toppinn. Þá á ég ekki bara við bæjarstjórn, heldur alla þá sem áhrif geta haft á framgang málsins og vil ég afþakka að húsið verði framar pólitískt bitbein. Þetta er hagsmunamál okkar allra ef grannt er skoðað og þakkarvert þeim sem gerir að veruleika.
Ég er þess sannfærður að við munum með tímanum eignast lið í fremstu röð með viðvarandi hætti ef úrbætur verði gerðar í vetraraðstöðu og þegar að er gáð, er fátt annað en knattspyrnuhús sem kemur til greina. "Boltinn" er hjá ráðamönnum og tel ég að þeir standi frammi fyrir mjög góðu tækifæri til að senda öllum Eyjamönnum góða "stungusendingu" inn í framtíðina með byggingu knattspyrnuhúss.
Áfram ÍBV !
Tjáðu þig um málefnið á http://www.eyjar.net/spjall/viewtopic.php?p=105#105
Tekið af eyjar.net sem hefur snnilega tekið það á http://jonki.blog.is
Mikið væri það gott ef þetta hús mundi einhvertíman rísa. Enn það kostar peninga að reisa svona hús.
Reyndar gengur ekki að bjóða upp á íþróttahús sem er nú fyrir eru. Einsog gamla íþróttahúsið, sem er í slæmu ástandi. Enn gólfið þar er svo hart og slitið að menn eru með ýmisleg meiðsli í gangi samsvara því.
Svo er sundlauginn okkar alltof lítil miða við það sem er að gerast í höfuðborgarsvæðinu. Sem er töluvert afturför hjá okkur Eyjamönnum. Enn þegar sundlauginn okkar var byggð fyrir 30 árum var hún langstærsta og besta sundlaug á Íslandi. Enn í dag er hún það ekki, þótt vatnið sé það hraðasta enn.
Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 01:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gilli Foster með vinsælustu bloggurum landsins.
- 6.sæti á blogglista mbl.is
Gísli Hjartarson eða Gísli Foster eins og hann er kallaður daglega er í 6.sæti yfir vinsælustu bloggara mbl.is. Gísli Foster sem heldur úti bloggsíðunum www.fosterinn.net og http://fosterinn.blog.is hefur skoðanir á öllum mögulegum hlutum. Ekkert er Gísla heilagt þegar viðkemur blogginu hans.www.eyjar.net heyrðu í Gísla og spurðu hann út í þessa velgengni:
Nú ertu kominn í 6.sætið yfir vinsælustu bloggara mbl.is stefnirðu hærra upp listann?
Þessi staða hefur komið mér gjörsamlega í opna skjöldu. Hvað veldur því að ég fæ allar þessar heimsóknir veit ég ekki, það verða í raun aðrir að segja þér af hverju fólk kíkir við. En þetta er ágætis afþreying og gaman ef fólk sýnir því áhuga. Stefnan var upphaflega sett á það í vor af mér og félaga mínum Jóni Óskari ( http://jonki.blog.is ) að reyna að komast inn á topp 10 í eins og eitt skipti og það tókst hjá okkur, og líka Kjartani Vídó, og þá sló maður slöku við en svo ákvað ég að fara að blogga aftur eftir sumarfrí og það hefur bara greinilega kveikt í lýðnum, því þetta er ótrúlegur fjöldi sem kíkir við.
Fer mikill tími í að blogga á hverjum degi?
Ekkert hrikalega mikill, en það er misjafnt, hugsa að stundum þegar mikið er í þetta lagt að maður fórni kannski 90 mínútum í þetta á dag kannski upp í 120 mínútur - en þetta er ekkert meir tími en fer í að horfa á leik í sjónvarpinu - fólk virðist líka hafa gaman af þessu og ég rukka ekkert 365 miðla gjald fyrir lesturinn.
Nú bloggarðu um fjölda málefna, allt frá íþróttum, stjórnmálum, Britney Spears og upp í Lotto, hvað er skemmtilegast að blogga um?
Öll málefni geta gefið tilefni til þess að maður læði inn pistli, en þeir eru æði misjafnir skal ég segja þér allt frá einni línu og upp í hálfgerða ritgerð. En auðvitað eru sum málefni manni hjartfólgnari en önnur. Anna Nicole Smith og hennar málefni hafa skorað vel hjá mér, íþróttir (allar greinar meira að segja Formúla sem ég er engin sérstakur áhugamaður um), eins hefur George Bush á köflum fengið pistla enda undarlegur fýr þar á ferð. Annars má kannski segja að maður tjái sig um allt mögulegt og oft fer það eftir því hversu góðu skapi maður er í hvaða málefni maður leggur lið hverju sinni.
Sennilegast er skemmtilegast að sjá hvað fólk nennir að blogga um tölurnar í lottó-inu - eins áhugavert og það kann að hljóma, ég setti mér það markmið á sínum tíma að setja alltaf koment á lottó-tölurnar en svo um daginn þegar ég ætlaði að gera það þá vissi ég ekkert hvað ég átti að segja og sleppti því.
Eru lesendur blogsins mikið að kommenta á skrif þín?
Það hefur aukist og það er með það rétt eins og skrif mín að það er misjafnlega g'áfulegt sem sett er fram
www.eyjar.net óskar Gilla til hamingju með árangurinn
Ég hef fylgst grannt með gengið blog.is-síðunni minni og árangri minni þar. Sem er búið að sveiflast ansi mikið óháð því sem teljarinn segir.
Lengst ef ég komist í 91. sæti. Enn datt þar svo inná topp 300. Svo næsta vika fór ég útaf topp 400. Enn sv datt ég inná topp 300 og hef verið þar nokkuð stöðugur lengi.
Ég vil að þeir hjá mbl.is breyti eða lagi teljarann hjá sér. Og leggi meira áherslur á heimsókn (enn ekki féttingar) á dag, enn ekki í 7 daga.
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Milljónir króna tapast á meðan ný skipalyfta er ekki komin í gagnið
- ný lyfta föst í kerfinu
Í slippnum í Reykjavík má sjá hvar Kap VE og Þórunn Sveinsdóttir VE eru í lagfæringu og er það Slippurinn í Reykjavík sem sér um verkið.Kap VE er of stórt skip fyrir gömlu skipalyftuna en verkið sem unnið er á Þórunni Sveinsdóttur hefði Skipalyftan í eyjum getað tekið að sér.
Í samtali við Stefán Jónsson verkstjóra í Skipalyftunni kom fram að Skipalyftan hefði orðið af tugum milljóna króna eftir að lyftan hrundi og beðið væri eftir svari frá Brussel til að geta gengið frá fjármögnun á nýrri lyftu.
Stefán tók fram að Vestmannaeyjabær hefði staðið sig vel í þessu máli og bærinn hefði reynt að ýta eftir svörum en málið væri komið inn í kerfið og það tæki langan tíma að fá svar og niðurstöðu.
Í sumar hafa 25 starfsmenn unnið í Skipalyftunni sem er lágmarks starfsmannafjöldi en verkefnastaðan hefur verið góð í sumar enda skiptafloti eyjamanna að stækka undanfarið og einnig hefur Skipalyftan unnið við endurbætur á FES-inu í sumar.
Enn í dag eigum við engan. Sem er bara til skammar fyrir bæjarfélag einsog Vestmannaeyjar. Að ekki sé hægt að koma með viðunandi stærð af skipalyftu vegna sístækkandi skipa er alvarlegt mál.
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Herjólfi seinkar vegna bilunar
Áætlun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs seinkar í dag vegna bilunar, heimildir www.eyjar.net gefa til kynna að um minniháttar bilun sé að ræða í annari aðalvéla Herjólfs og að Herjólfur hafi siglt milli lands og eyja í gær á mun lengri tíma en vant er sökum þessara bilunar.
Siglt verður allar ferðir milli lands og eyja í dag og er skipið nú á leið til Þorlákshafnar og er gert ráð fyrir því að Herjólfur komi þangað um 12:30.
Afgreiðsla Herjólfs gefur upplýsingar um ferðir skipsins í síma 481-2800 til klukkan 16:00 og lengur ef að mikil töf verður á ferðum skipsins.
Það væri betra að hafa tvo Herjólfa sem fara á móti hvor örðum. Svo ef annar bilar eða þarf að fara í viðhald. Þá verður alltaf hinn til taks.
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10. september kl. 17.29 | ||
Er á því að veiðin skipti ekki miklu: | ||
Allir sem veiddu lunda í Eyjum í sumar drógu úr veiðinni | ||
- af bloggsíðu Magnúsar Bragasonar | ||
Sumir menn eru svartsýnni en aðrir og sjá ekkert nema svartnættið framundan. Dæmi um það er hvað mönnum fannst um lundastofninn. Hann væri bara hruninn og staðan með pysjuna í ár væri þannig að þær fáu sem myndu lifa það af að komast út úr holu yrðu svo ræfilslegar að þær myndu drepast fljótt. Það var haldinn fundur fyrr í sumar þar sem komu nokkrir úr Bjargveiðifélaginu, sem nota bene er bara félag þeirra sem eru í úteyjarfélögunum. Ekki voru boðaðir á þennan fund menn sem eru að veiða utan þeirra, sem eru þó nokkrir. Þeir sem voru á þessum fundi ákváðu að draga skyldi úr veiðinni. Sumir túlkuðu það sem svo að menn ættu bara að veiða sér í soðið.
Ég hef puttann sennilega mest á púlsinum varðandi veiði manna í sumar og ég get staðfest það að allir þeir sem veiða hér í Vestmannaeyjum drógu úr veiðinni. Ystaklettsmenn hafa t.d. fengið óverðskuldaða umræðu um sína veiði, því ég er viss um það voru þeir sem mest drógu úr henni. Það var gott hjá mönnum að sína ábyrgð í þessu máli. En ég er á því að veiðin skipti ekki miklu. Það er hins vegar nauðsynlegt að menn rannsaki alla þætti í kringum lundann og getur það jafnvel skýrt margt annað eins og það sem er að gerast í hafinu hér í kring. Einn benti mér á það í pottinum í gær að hann hefði verið í göngu upp á Heimakletti og sá þar nokkrar dauðar pysjur sem hann taldi að hefðu verið drepnar af villiketti. Pysjan er byrjuð að fljúga úr holu sinni og er mikið af henni. Hún er líka vel haldin. Á þeirri skoðun eru menn, sem vel til þekkja, t.d. Kristján Egilsson og Gísli Óskarsson. Gísli kom með þá skýringu að þetta ástand sem var í fyrra og árið áður mætti tengja jarðhræringum í Mýrdalsjökli. Já margt getur haft áhrif og allavega skulu menn ekki alhæfa og síst af öllu að dæma aðra. Því "dæmið ekki svo þú verðir ekki sjálfur dæmdur" |
tekið af eyjafrettir.is sem tók þetta af maggibraga.blog.is
Sumir sem eru tengdir lundaveiði finna alltaf einhvað fáránlegt i hug til að réttlæta aframhaldandi lundaveiði. Þó að lundastofnin sé í afar viðkvæmu ástandi.
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10. september kl. 08.38 | |||
| |||
Hermann kominn með 74 landsleiki | |||
| |||
Hermann Hreiðarsson, sem var fyrirliði Íslands gegn Spánverjum, lék sinn 72. landsleik og komst með því í 5.-6. sætið yfir leikjahæstu landsliðsmenn frá upphafi, að hlið Ólafs Þórðarsonar. Hermann á möguleika á að komast í þriðja sætið áður en þetta ár er úti því Birkir Kristinsson, sem er þriðji, er með 74 leiki og Arnór Guðjohnsen er fjórði með 73 leiki. Öllu lengra er í Rúnar Kristinsson, með 104 leiki, og Guðna Bergsson, sem er annar leikjahæstur með 80 leiki. Morgunblaðið greindi frá TEKIÐ AF eyjafrettir.is Gaman að fylgjast með Hemma skólabróður og æfingabróður hjá knattsp.félagi Tý. Bara verst hvað hann er búinn að vera óheppinn í enska boltanum. |
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
09. september kl. 17.47 | ||||
Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák lauk í dag í Svíþjóð | ||||
Eyjapeyjar hálfum vinningi frá Norðurlandameistaratitli | ||||
silfuverðlaun glæsilegur árangur hjá Grunnskóla Vestmannaeyja | ||||
Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var aðeins hálfum vinningi frá sigri á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í dag í Örsundsbro í Svíþjóð. Eyjapeyjar hafa teflt mjög vel í mótinu og voru í öðru sæti fyrir síðasta keppnisdaginn. Lokaumferðin var svo mjög spennandi en þegar yfir lauk endaði Grunnskóli Vestmannaeyja með 13,5 vinninga en heimamenn frá Örsundbro 14. Í síðustu umferð unnu strákarnir sannkallaðan stórsigur á annarri sænskri sveit frá Mälarhöjdens 3,5:0,5. Áður höfðu Eyjapeyjarnir gert jafntefli gegn nýkrýndum Norðurlandameisturum frá Örsundsbro, 2:2 og því ljóst að ekki munar miklu á sveitunum tveimur. Sveit Eyjamanna skipa þeir Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason, Sindri Freyr Guðjónsson, Hallgrímur Júlíusson og varamaður var Kristófer Gautason. Strákarnir voru í góðum höndum á meðan mótinu stóð en Eyjamaðurinn Helgi Ólafsson, stórmeistari var liðsstjóri Eyjasveitarinnar. Silfurverðlaun á Norðurlandamótinu er hins vegar stórglæsilegur árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum og ljóst að framtíðin er þeirra ef vel er haldið á spilunum. Lokastaðan í mótinu varð þessi: tekið af eyjafrettir.is Alltaf gaman að sjá þegar okkur eyjamönnum gengur vel í íþróttum. Til hamingu með þenna árang strákar. |
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
05. september kl. 13.12 | ||
Kvennaknattspyrna: | ||
Ætla að tefla fram meistaraflokki kvenna næsta sumar | ||
| ||
Nú er búið að ákveða það innan vébanda ÍBV-íþróttafélags að teflt skuli fram knattspyrnuliði kvenna næsta sumar. Búið er að skipa knattspyrnuráð kvenna en það skipa Sigþóra Guðmundsdóttir, sem er formaður, Ingibjörg Finnbogadóttir gjaldkeri, Hrönn Harðardóttir varaformaður og meðstjórnendur eru þau Ólafur Tryggvason, Júlía Tryggvadóttir og Ragna Garðarsdóttir. Þá hefur Jón Ólafur Daníelsson verið ráðinn þjálfari meistaraflokks en hann þjálfar sömuleiðis 2. flokk kvenna. Liðið mun leika í 1. deild sem er næst efsta deild Íslandsmótsins. Þar er leikið í riðlum. Jón Ólafur var á sínum tíma ráðinn til ÍBV til að koma kvenna-knattspyrnunni aftur á koppinn en 2. flokkur félagsins vann sér sæti í efstu deild að nýju undir hans stjórn. Jón segist hafa metið stöðuna nokkuð góða í kvennaboltanum í Eyjum þegar hann tók að sér verkefnið. Ég sá ágæta möguleika hér á að byggja upp kvenna-knattspyrnuna. Ég vissi að það myndu einhverjar stelpur hætta en það voru samt sem áður eftir sterkir karakterar sem vildu leggja mikið á sig. Það hættu mjög hæfileikaríkar stelpur en hæfileikaríkar og viljugar stelpur héldu áfram. Það kom mér að mörgu leyti á óvart hvað þessar stelpur sem héldu áfram eru sterkir karakterar og á því munum við byggja." Nú var enginn meistaraflokkur eða 2. flokkur sumarið 2006. Var ekkert erfitt að fara af stað aftur með 2. flokk nú í sumar? Eldri stelpur snúa aftur tekið af eyjafrettir.is Frábært að sjá þær aftur. Eina sem vantar er Margrét Lára. Kannski getur Magnús Kristins keypt hana til heimahagana aftur. Enn reyndar á hún Margrét Lára á ekki heima í knattspyrnunni á Íslandi. Svo miklir yfirburðir hefur hún með íslensku liði. |
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 (breytt kl. 19:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
05. september kl. 11.38 | ||
| ||
Pysjurnar að koma | ||
- Pysjueftirlitið biður um að komið verði með pysjurnar í vigtun | ||
Svo virðist sem lundapysjurnar séu að yfirgefa holurnar þessa dagana. Þær eru talsvert seinna á ferðinni en í meðalári en þær pysjur sem hafa verið vigtaðar og mældar á Fiskasafninu hafa verið í nokkuð góðu ástandi. Þær eru talsvert þyngri en pysjurnar sem voru að finnast í fyrra og ekki er mikið um dúnaðar pysjur. Ástandið virðist því vera betra en það var í fyrra og betra en óttast var.
Lundinn hefur sést vera að bera síli í holurnar síðustu vikur og hugsanlega hefur það orðið til þess að þær pysjur sem enn voru á lífi hafi náð að braggast.Ef heldur áfram sem horfir ætti næsta helgi að geta orðið mjög góð fyrir pysjusöfnun. Bæði hefur pysjunum verið að fjölga jafnt og þétt auk þess sem veðurspáin er góð. Pysjueftirlitið biður alla að koma með pysjurnar í vigtun og mælingu á Fiskasafnið en þannig fást upplýsingar um ástand þeirra. Fiskasafnið er opið alla daga frá kl.11 til kl.17 og mun starfsmaður frá Setrinu vera við mælingar á pysjum kl.15-17 virka daga og kl.11-14 um helgar tekið af eyjafrettir.is |
9.9.2007
Til þess að halda lundastofninum í góðu og eðlilegu ástandi þurfa þær hélst að fara af stað uppúr mánaðarmótum júlí/ágúst vegna þess að það er meiri líkur á góðu og hægstæðari veðurlagi útá sjónum.
Hér að neðan er ein af lundapysjunum mínum sem fá langbestu meðferðina og ég set ekki einusinni gæsalappir á langbestu. Vegna þess að þær fá 5 stjörnu hótelgistingu. Þar sem ég set þær í hólfaðan kassa svo viðkvæmar fjaðrir skemmast ekki. Ef fjaðrir eru skemmdar þ.a.s ef fjaðrir eru ekkii rennisléttar þá er hætta á að þær blotni og verði kalt og þar af leiðindi drepast þær.
Svo fá þær hjá mér besta flugvöll á Heimaey nefnilega Stórhöfða. Og hvers vegna segji ég það?
Nú þær eru á suðvesturleið til Nýfundnaland sem þær mun svo dvelja í 2 ár áður enn þær koma aftur heim. Þannig að Stórhöfði er í góðri stefnu þangað og ekki skemmir að þær ná góðri flugi útá haf. Þarafleiðandi minnkar hættan á að pysjan verður drepinn af ránfugli.
Í kvöld var komið með skrofu til okkar til merkingar. Og er það einn mest spennandi íslenski fugl sem er merktur hér hjá okkur feðgum á Stórhöfða. Þar sem hann ferðast á nóttinni til að fela sig fyrir ránfuglum. Og svo er hann líka mjög langtförull fugl.
Enn til að kynnast þessum fugl þurfum við að merkja milklu meira af þessum fugli. Enn faðir minn er búinn að merkja á sínu 50 ára ferli aðeins um 70 skrofur. Þess vegna þykir okkur afar vænt um að fá skrofur til merkingar.
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
| 10. september kl. 18.40 | vaktin.net |
Framkvæmdir við flugvöllinn
Nú eru í gangi framkvæmdir við flugvöllinn í Vestmannaeyjum og eru þær til þess að uppfylla alþjóðareglur. Að sögn Ingibergs Einarssonar flugvallarstjóra, er verið að breikka öryggissvæði á suðurenda norður-suður brautinni, það þarf líka að gera þá framkvæmd við norðurendann og vesturendann á austur-vestur brautinni.
Setja á upp leiðarljós frá vesturenda brautar, sem verða á sex staurum alveg vestur á Hamar vestast á Heimaey, einnig á að setja upp ný aðflugs hallaljós við flugvöllinn.
Við austurenda austur-vestur brautina er verið að grafa fyrir göngustíg, göngustígurinn verður 1,2 metra niður fyrir flugbraut og girðing verður brautarmegin.
Í gangi er fyrsti áfangi af fjórum og að framkvæmdum loknum ætti flug til Vestmannaeyja að vera öruggara og hægt að fljúga við verri skilyrði en nú eru í dag.
Mynd og texti: Óskar P. Friðriksson
Staðsetning flugvallarins átti frekar að vera vestar á Heimaey til að losna við Sæfellið og þokuna sem fellið veldur.
![]() |
Fimmtíu og þrír brutu gegn lögreglusamþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fylgni milli pysjuþyngdar og Kötlu
Ég lít svo á að lundinn sé sýnilegt mælitæki á ástand hafsins. Afkoma lundans endurspeglar ástand stofnanna sem hann nærist á," segir Gísli Óskarsson, líffræðikennari í Vestmannaeyjum.Gísli hefur í ellefu ár vigtað lundapysjur þegar þær birtast á haustin í Vestmannaeyjum. Hann hefur sett niðurstöður sínar í súlurit og borið saman við upplýsingar frá Veðurstofu Íslands.
Hann vinnur út frá tilgátunni um að fylgni sé milli meðalþyngdar pysjanna og óróa í Kötlu í Mýrdalsjökli. Það virðist vera sem meðalþyngd pysjanna minnki þegar jarðskjálftaórói er í vestanverðum Mýrdalsjökli, en aukist svo aftur árið eftir að óróinn minnkar," segir hann.
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar Íslands sýni að lundinn sunnanlands nærist nær eingöngu á marsílum.
Árið 2002 var ágætis ár hjá lundanum en 2003 til 2005 sígur stöðugt á ógæfuhliðina og pysjurnar verða ræfilslegar. Þegar ég fór að grafast fyrir um orsakir sá ég hjá Veðurstofunni að það var stöðugur órói í Mýrdalsjökli á þessum tíma," segir Gísli.
Árið 2005 hafi lundi í Ingólfshöfða verið nokkuð digur en afar magur í Eyjum og í Vík í Mýrdal. Síðan minnkar óróinn árið 2006 og þá fara pysjurnar að þyngjast. Í ár eru þær mjög vel haldnar," segir hann.
Hugsanleg skýring, segir Gísli og undirstrikar að þetta sé einungis tilgáta, gæti verið sú að í meiri virkni opnist sprungur á hafsbotni og koltvísýringur komi upp í gegnum þær.
Koltvísýringurinn breytist svo í kolsýru í vatninu. Þar sem egg marsílisins eru botnlæg verða skilyrði til klaks mjög slæm og sílin yfirgefa líklega svæðið," segir Gísli. Þar með verði fæðuframboð lítið í sjónum.
Gísli bendir á að fleiri stofnar sæki í sílin en lundar. Stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun mættu því taka málið til rannsóknar.
Hehe....ein enn sérkennileg kenning á hruni í lundastofninum í Vestmannaeyjum.
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Berglind Ómarsdóttir klæðskeri ársins
Um helgina var haldið í Laugadalshöllinni Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins - The Icelandic Skills Competition.
Berglind Ómarsdóttir klæðskeri fékk eftirfarandi viðurkenningar:
Klæðskeri ársins 2007
Var í tískuteymi ársins 2007
Viðurkenningu úr minningarsjóði Indriða Guðmundssonar klæðskera.
Það má segja að Berglind hafi fengið fullt hús að þessu sinni, og er þetta mikil viðurkenning fyrir það starf sem Berglind hefur unnið að síðustu ár.
Gott hjá henni. Til hamingju með þett.
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 (breytt kl. 20:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opna skoska 2007 hjá golfklúbbnum
Í gær sunnudag var keppt um The Schofield quake sem að eyjavinurinn Stephan Schofield gaf gólfklúbbnum í tilefni mótsins. Félagar í GV hafa farið í golfferðir til Skotlands í tvo skipti og nú var ákveðið að flytja skosku stemmninguna til eyja.
GV fékk sekkjapípuleikarann Edwart Wighton frá Dundee til að koma til eyja og leika fyrir keppendur og aðra gesti.
Voru golfarar flestir klæddir í viðeigandi skoskan klæðnað til að mynda enn meiri stemningu í kringum mótið.
Það var svo Ingvi Geir Skarphéðinsson sem sigraði Opna skoska með 41 punkt, í 2.sæti var Arnsteinn Ingi með 37 punkta í 3.sæti var svo Ágúst Ómar einnig með 37 punkta.
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
03. september kl. 16.08 | ||||||||||||||||
Lögregla: | ||||||||||||||||
Ógnaði gestum með hnífi og braut rúðu í vitlausu húsi | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Meðal annars var lögreglan kölluð út rétt um miðnótt laugardags en þá hafði maður ógnað fólki með hnífi og brotið rúðu. Gaf maðurinn þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans og gestanna. Til að verja sig hafi hann gripið hníf og hafi mennirnir þá farið. Hann hafi síðan ætlað að fara og ræða við annan þessara manna og farið, að hann taldi, að heimili hans en farið húsavilt og braut rúðu hjá fólki sem enga sök átti í málinu. Maðurinn viðurkenndi brot sitt og var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.
|
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 (breytt kl. 20:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
03. september kl. 08.18 | ||
| ||
Gunnar Heiðar fær ekki háa einkunn eftir fyrsta leikinn | ||
| ||
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í fyrsta sinn sem norska liðinu Vålerenga í gær er liðið sigraði Start, 3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Start en kom ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af leikvelli á 66. mínútu en hann fær ekki háa einkunn hjá netmiðlinum Nettavisen eða alls 4 af 10 mögulegum.
Á heimasíðu Vålerenga fær landsliðsframherjinn fína dóma en hann slapp m.a. einn í gegnum vörn Start á upphafsmínútum leiksins en það tækifæri var blásið af vegna rangstöðu sem stuðningsmenn Vålerenga voru ekki sáttir við. Vålerenga hefur verið í bullandi fallhættu það sem af er leiktíð en liðið er nú í 9. sæti af alls 14 með 24 stig. www.mbl.is greindi frá. Þarna fer misjafnir dómar um eyjapeyjann |
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
03. september kl. 08.11 | |
| |
200-300 bíla umferð á dag vegna Bakkafjöruhafnar | |
| |
Gert er ráð fyrir 200-300 bíla umferð á Bakkafjöruvegi, sem verður ríflega ellefu kílómetra langur frá þjóðvegi eitt að fyrirhugaðri ferjuhöfn í Bakkafjöru. Þar af verða um 5% þungaflutningar. Þetta kemur fram í drögum að tillögu að matsáætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og grjótnáms á Hamragarðaheiði í Rangárþingi eystra, sem Vegagerðin hefur birt.
Almenningur getur nú kynnt sér drög þessi á heimasíðu Vegagerðarinnar og gert við þau hvers konar athugasemdir sem sendast skulu VSÓ ráðgjöf. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. til baka | |
Hvernig ætli þeir fái þessi 200-300 bílar á dag????? |
Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)