Laugardaginn 01. júní kl. 07.07
Knattspyrna
Ævintýraleg ferð vestur
- Myndir úr ferðinni fylgir fréttinni - Knattspyrnumenn úr Eyjum kíktu í fjósið
Karlalið ÍBV mætti Víkingum á Ólafsvík í 5. umferð Pepsídeildarinnar um síðustu helgi. Uppskera ferðarinnar var reyndar ekki nema eitt stig en líklega hafa fleiri reiknað með þremur stigum í leikslok hjá ÍBV. En þrátt fyrir það var ferðin ævintýraleg hjá leikmönnum ÍBV. Eftir leikinn var komið við á bænum Syðri-Knarrartungu en miðvörðurinn sterki, Brynjar Gauti Guðjónsson, er alinn upp á bænum og búa foreldrar hans og systkini þar. Foreldrar Brynjars, þau Guðjón og Guðný, buðu hópnum í grillveislu og eins og sjá má á myndunum, fengu peyjarnir úr sjávarþorpinu að kíkja á sveitalífið. MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 15.28
Eyjapeyinn býður upp á Hlöllabáta í miðbænum
- Kári Vigfússon leitaði að húsnæði fyrir rekstur í miðbænum en keypti bíl
Kári Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Krárinnar við Bessastíg, er að færa út kvíarnar um þessar mundir. Hann hefur keypt matsölubíl þar sem hann mun bjóða upp á hina klassísku Hlöllabáta. Þetta er Eyjapeyinn, nefndur eftir Gústa skólabróður. Ég er Eyjapeyi, kominn til að meika það," eins og segir í laginu," sagði Kári í samtali við Eyjafréttir. MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 14.29
Skonrokk í Höllinni í kvöld
:: Enn er hægt að tryggja sér miða.
Í kvöld í Höllinni fara fram rokktónleikarnir Skonrokk þar sem hljómsveitin Tyrkja-Gudda flytur alla helstu rokkslagara sögunnar ásamt bestu rokksöngvurum landsins. Hætt er að taka við borðapöntunum en enn er hægt að tryggja sér sæti."Forsalan er í Eymundsson til lokunar þar og hefst svo í Höllinni kl. 20.00, húsið opnar svo fyrir tónleikagesti kl. 21.00." sagði Bjarni Ólafur Hallarstjóri fullur tilhlökkunar fyrir kvöldinu. "Þetta verður svakalegt, alveg rafmögnuð stemning í hópnum fyrir kvöldinu." Meira
Föstudaginn 31. maí kl. 13.42
Þriðja ferð Herjólf fellur niður
Þriðja ferð Herjólfs í dag, föstudag hefur verið felld niður. Fara átti frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00. Ölduhæð við Landeyjahöfn klukkan 13:00 var 3,1 metri en athuga á klukkan 16:00 með fjórðu ferð dagsins. MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 12.53
Sjómannadagshelgin 2013:
Nóg framundan um helgina
Sjómannadagshelgin í Vestmannaeyjum er fyrsti stóri viðburður sumarsins af fjölmörgum í Vestmannaeyjum og má segja að þessi ágæta hátíðishelgi marki upphaf sumarsins að einhverju leyti. Eins og áður er fjölmargt í boði fyrir Eyjaskeggja og gesti þeirra um helgina og má sjá dagskrá helgarinnar hér að neðan. Sjómannadagurinn er í raun þriggja daga hátíð í Vestmannaeyjum sem hófst eldsnemma í morgun með Sjómannagolfmóti. MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 12.35
Bærinn framselur kauptilboð í Portland VE
- Dala-Rafn og Glófaxi eignast útgerð Portlands með öllu
Í framhaldi af tilkynningu um að Vestmannaeyjabær hafi nýtt sér forkaupsrétt á dragnótaskipinu Portland VE, óskuðu tvö útgerðarfyrirtæki í bænum eftir viðræðum um að Vestmannaeyjabær myndi framselja kauptilboðið til sín. Það hefur nú gengið eftir en útgerðarfyrirtækin tvö, Dala-Rafn og Glófaxi eru bæði rótgróin fjölskyldufyrirtæki í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjaryfirvöldum. MeiraFöstudaginn 31. maí kl. 08.16
Sigurður VE 15:
Einstakt skip með einstaka sögu
Allt stefnir í að aflaskipið Sigurður VE verði selt í brotajárn til Danmerkur en samkvæmt heimildum Eyjafrétta er undirbúningur hafinn fyrir siglingu skipsins út. Í vikublaði Eyjafrétta er farið aðeins yfir glæsilega sögu skipsins en þar kemur fram að Sigurður VE var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. MeiraEldri fréttir
- Vestmannaeyjabær hyggst nýta forkaupsrétt
- Önnur ferð Herjólfs fellur niður í dag
- Hjálpsamur markvörður
- Vestmannaeyingar afburða skemmtilegt fólk
- Eyjamenn áfram í bikarnum
Fimmtudaginn 30. maí kl. 15.15
Fréttatilkynning:
Vestmannaeyjabær hyggst nýta forkaupsrétt
Nú fyrir skömmu lauk aukafundi bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem samþykkt var að neyta þess forkaupsréttar sem sveitarfélögum er áskilinn í 12. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Þar með gengur Vestmannaeyjabær inn í fyrirhugaða sölu á dragnótaskipinu Portland VE97 ásamt með öllu sem því fylgir og fylgja ber að engu undanskildu þ.m.t. tilheyrandi aflahlutdeild skipsins og veiðarfærum. MeiraEldri fréttir
- Önnur ferð Herjólfs fellur niður í dag
- Hjálpsamur markvörður
- Vestmannaeyingar afburða skemmtilegt fólk
- Eyjamenn áfram í bikarnum
- Eyjapeyi fljótastur úr fötunum
- Frönsk skúta kom við í Eyjum
- Eyjakonur duttu í lukkupottinn
- Tveir Eyjamenn í landsliðshópnum
- Eyjafréttum seinkar örlítið í dag
- Nei, það var Shaneka sem skoraði!
- Guðrún Bára skoraði sigurmarkið
Dægurmál | Sunnudagur, 2. júní 2013 (breytt kl. 04:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudaginn 30. nóvember kl. 21.15
Herjólfi seinkar úr viðgerð
- kemur væntanlega úr slipp um 10. desember
(Mynd mbl.is Árni Sæberg)Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að sögn Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips.
Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust í óhappi við Landeyjahöfn á laugardag. Vinna við viðgerð á skrúfublöðum hafi m.a. reynst meiri en búist var við.
Meira
Föstudaginn 30. nóvember kl. 17.26
Kiwanisklúbburinn Helgafell og Slysavarnadeildin Eykyndill:
Gáfu Björgunarfélaginu hitamyndavél
- Sala á jólasælgæti Kiwanismanna hefst í kvöld
Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbburinn Helgafell og Slysavarnadeildin Eykyndill sig saman og styrktu Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á hitamyndavél að verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í björgunarbátinn Þór. Myndavél af þessari tegund kemur sér mjög vel þegar leita þarf að fólki sem fallið hefur í sjóinn og er því mikilvægt að björgunarbátur í sjávarbyggð, eins og Vestmannaeyjar eru, hafi slíkan búnað. Einnig gerir þetta tæki Björgunarfélaginu kleift að sigla með sjúklinga í Landeyjahöfn í myrkri, eitthvað sem var erfitt áður fyrr. MeiraFöstudaginn 30. nóvember kl. 15.44
Þórunn Sveinsdóttir VE :: Fékk á sig 30° slagsíðu í slæmu veðri:
Áhöfnin í flotgalla í varúðarskyni
- Hvorki skip né skipverjar í hættu - Voru að hífa úr festu þegar spilin slógu út
Lítil hætta var á ferðum þegar Þórunn Sveinsdóttir VE fékk á sig um 30 gráðu slagsíðu þegar verið var að hífa trollin úr festu í talsverðri brælu á miðunum út Vestfjörðum. Þetta gerðist mjög snöggt og fór mannskapurinn í flotgalla í varúðarskyni. Atvikið átti sér stað í síðasta túr. MeiraFöstudaginn 30. nóvember kl. 14.31
1. deild karla í handbolta:
Mikilvægur leikur á morgun
- Víkingar koma í heimsókn - Eyjamenn geta komist upp í 2. sætið
Á morgun, laugardag klukkan 13:30 hefst leikur ÍBV og Víkings í 1. deild karla í handbolta. Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur, enda eru Víkingar í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 8 leiki, á meðan ÍBV er í 3. sæti með 12 stig eftir 8 leiki. Stjarnan er sem fyrr í efsta sæti með 15 stig eftir 9 leiki en með sigri á Víkingum, geta Eyjamenn komist upp fyrir gestina og haldið í við Stjörnuna. MeiraFöstudaginn 30. nóvember kl. 14.28
Fótbolti.net:
Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni var ótrúlegur
- Segir enski knattspyrnumaðurinn James Hurst sem er ánægður með dvölina hjá ÍBV
James Hurst sló í gegn í hægri bakverðinum hjá ÍBV sumarið 2010 þegar hann var í láni hjá félaginu frá Portsmouth. Hurst, sem var þá 18 ára, var í láni hjá Eyjamönnum fram í ágúst en þá fékk West Bromwich Albion hann í sínar raðir frá Portsmouth. Í byrjun janúar 2011 spilaði Hurst síðan sinn fyrsta og eina leik í ensku úrvalsdeildinni til þessa en hann lék þá allan leikinn í 3-0 tapi WBA gegn Fulham á Craven Cottage. MeiraFöstudaginn 30. nóvember kl. 14.05
Björgvin flytur inn Deep Purple
- Líka körfuboltaliðið Harlem Globetrotters
Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson, sem nú er búsettur í Noregi, ætlar að bjóða Íslendingum upp á stórtónleika næsta sumar með rokksveitinni Deep Purple. Björgvin segir að sveitin eigi Íslandsmet í miðasölu og hafa þegar selt 22-24.000 miða í heildina. Sveitin hefur því selt fleiri tónleikamiða hérlendis en nokkur önnur erlend hljómsveit. Björgvin segir jafnframt að þetta verði síðasta heimsókn sveitarinnar til Íslands. MeiraFöstudaginn 30. nóvember kl. 13.13
Fundu lundapysju í nóvember
Þeim brá heldur betur í brún hjónunum Magnúsi Benónýssyni og Elísu Elíasdóttur þegar þau voru á kvöldgöngu á Ráðhúströð. Þar fundu þau nefnilega lundapysju og það í lok nóvember. Eðli málsins samkvæmt var farið með pysjuna á Náttúrugripasafnið daginn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að pysjan hafði ekki flogið úr holu á þessum árstíma, heldur sloppið frá fósturheimili sínu í næsta nágrenni. MeiraEldri fréttir
- Hreinskilni barnanna getur verið pínleg
- Gæsahúð hríslaðist um salinn
- Páll áfram formaður þjóðhátíðarnefndar
- Blind Bargain í Skúrnum á Rás 2 í kvöld
- Skorið niður hjá B-liðinu 10. desember næstkomandi
- Ókeypis töfranámskeið í Eymundsson
- Þingmenn þrýsta á aðgerðir í Landeyjahöfn
- Djúpið í Landakirkju?
- Svar við greininni Af hverju ekki í Landakirkju?"vvv
Dægurmál | Laugardagur, 1. desember 2012 (breytt kl. 11:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísir 07. jún. 2011 21:08
Umfjöllun: Srjdan landaði sigrinum
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Mynd/ValliHjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar:
Þórsarar unnu virkilega góðan sigur á ÍBV á heimavelli sínum á Akureyri í kvöld. Þeir geta þakkað Srjdan Rajkovic markmanni sínum fyrir stigin þrjú en hann átti magnaðan leik í 2-1 sigrinum.Þrír Þórsarar voru í agabanni í leiknum í kvöld eftir að hafa kíkt á skemmtanalífið og fengið sér í glas um síðustu helgi. Þetta voru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Það munaði um minna fyrir Þór.
Í marki ÍBV stóð Guðjón Orri Sigurjónsson, í fjarveru Abels Dhairi, sem var fastur erlendis eins og Tonny Mawejje eftir landsleik með Úganda, og Alberts Sævarssonar sem er með gat á lunga. Arnór Eyvar Ólafsson var á miðjunni í fjarveru Tonny.
Leikurinn fór fjörlega af stað og Þórsarar byrjuðu betur. Ingi Freyr Hilmarsson fékk nægan tíma til að athafna sig vinstra megin á vellinum snemma leiks, hann átti flotta sendingu á David Disztl sem skoraði flott skallamark strax á fimmtu mínútu. Skallinn fór beint yfir Guðjón í markinu sem hefði ef til vill átt að gera betur.
Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur og liðin skiptust á að sækja.
Eyjamenn tóku strax við sér og eftir þessa köldu vatnsgusu vökuðu þeir til lífsins. Vörn Þórsara var mjög óstöðug og maður hafði það alltaf á tilfinningunni að menn gerðu mistök, enda mistókst þeim að hreinsa frá, misstu af auðveldum sendingum og þar fram eftir götunum.
ÍBV gekk hinsvegar ekki nógu vel að reyna á vörn Þórsara. Heimamenn skoruðu mark sem dæmt var af, Gunnar skallaði hornspyrnu Atla inn, en Magnús Þórisson dæmdi aukaspyrnu. Umdeilt atvik og Þórsarar voru alls ekki sáttir með dóminn.
Eftir þetta sótti ÍBV í sig veðrið en Srjdan Rakjovic átti frábæran fyrri hálfleik í markinu. Hann varði nokkur góð færi og það nýttu Þórsarar sér.
Eftir skyndisókn átti Gunnar Már langa sendingu fram á Svein Elías sem spólaði sig í gegn, varnarmaður náði honum en Sveinn gerði vel og náði fínu skoti sem söng í netinu. Aftur er ef til vill hægt að setja spurningamerki við markmanninn. Skotið var á nærstöngina og virtist ekki vera fast.
Enn sótti ÍBV og liðið uppskar loksins mark. Ian Jeffs skoraði þá af stuttu færi eftir horn en það fékk ÍBV þegar Eiður átti skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Srjdan varði vel.
Eyjmenn sóttu áfram, bæði Tryggvi og Andri Ólafsson fengu færi en Srjdan sá við þeim.
Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Þór í fjörugum leik.
Þórsarar ætluðu greinilega að verja forskotið og spiluðu þétta vörn. Samt fengu þeir tvö færi í byrjun seinni hálfleiks áður en ÍBV hóf sóknarlotur sínar.
Srjdan varði áfram frábærlega, meðal annars glæsilegan skalla frá Rasmusi og Linta bjargaði einnig á síðustu stundu, frábær vörn þar þegar Eyjamenn voru í dauðafæri. Gísli Páll bjargaði á línu og Matt Garner skaut framhjá úr dauðafæri.
Eyjamenn sóttu án afláts síðustu mínúturnar en Srjdan var frábær, varði og greip vel inn í. Þórsarar töfðu leikinn vel og skynsamlega, fóru sér engu óðslega í kvöld. Þeir vildu einnig fá víti undir lokin og höfðu nokkuð til síns máls eftir bakhrindingu í teignum.
Þórsarar lönduðu sigrinum og mega þakka Srjdan fyrir. Hann var frábær en Eyjamenn naga sig í handarbökin fyrir að nýta ekki færin. Virkilega góður sigur Þórsara á ÍBV staðreynd.
Þór 2-1 ÍBV
1-0 (David Diztl (5).)
2-0 Sveinn Elías Jónsson (31.)
2-1 Ian Jeffs (37.)
Skot (á mark): 8 - 16 (4-10)
Varin skot: Srjdan 8 - 2 Guðjón
Horn: 5-14
Aukaspyrnur fengnar: 11 - 10
Rangstöður: 4-3
Áhorfendur: 765
Dómari: Magnús Þórisson 7
Þór (4-3-3):
Srdjan Rajkovic 8* Maður leiksins.
Gísli Páll Helgason 7
Þorsteinn Ingason 6
Janez Vrenko 6
Ingi Freyr Hilmarsson 7
Sveinn Elías Jónsson 7
(61. Sigurður Marínó Kristjánsson 6)
Aleksandar Linta 7
(77. Hallgrímur Már Hallgrímsson -)
Atli Sigurjónsson 6
Gunnar Már Guðmundsson 7
Ármann Pétur Ævarsson 6
David Disztl 7
(66. Pétur Heiðar Kristjánsson 6)
ÍBV (4-3-3):
Guðjón Orri Sigurjónsson 4
Kelvin Mellor 5
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 6
Matt Garner 5
Þórarinn Ingi Valdimarsson 6
Finnur Ólafsson 5
(77. Denis Sytnik -)
Arnór Eyvar Ólafsson 5
(65. Bryan Hughes 6)
Ian Jeffs 6
(77. Guðmundur Þórarinsson -)
Andri Ólafsson 6
Tryggvi Guðmundsson 6
7. Júní. 2011 kl.19.15 - Þórsvöllur
Opna i sér glugga » 08. Jún 13:17 | |||
'90 | Leik Lokið - Frábær sigur Þórsara staðreynd! Pressa ÍBV skilaði ekki marki. | ||
'82 | Sjaldséð en ágætt færi hjá Þór. Gunnar Már skýtur yfir úr teignum. | ||
'81 | Janez Vrenko fékk gult spjald | ||
'80 | Sytnik í ágætu færi en Srjdan ver. | ||
'80 | Tíu mínútur eftir, Stórsókn ÍBV hefur ekki borið árangur hingað til. | ||
'77 | Aleksandar Linta út / Alexander Már Hallgrímsson inn | ||
'77 | Ian David Jeffs út / Denis Sytnik inn | ||
'77 | Finnur Ólafsson út / Guðmundur Þórarinsson inn | ||
'76 | Fínt færi en Srjdan ver enn og aftur, nú frá Andra. | ||
'69 | Srdjan Rajkovic fékk gult spjald - Fyrir kjaft líka. | ||
'69 | Tryggvi Guðmundsson fékk gult spjald - Fyrir kjaft. | ||
'68 | Gunnar Már Guðmundsson fékk gult spjald | ||
'66 | David Disztl út / Pétur Heiðar Kristjánsson inn | ||
'66 | Finnur Ólafsson fékk gult spjald | ||
'65 | Arnór Eyvar Ólafsson út / Bryan Hughes inn | ||
'65 | Matt Garner í dauðafæri! Skyndilega einn í teignum en hann skaut framhjá. | ||
'64 | Þvílík markvarsla! Srjdan ver stórkostlega skalla frá Rasmus eftir horn. | ||
'61 | Sveinn Elías Jónsson út / Sigurður Marinó Kristjánsson inn | ||
'60 | Þvílík björgun! Linta tæklar Jeffs á síðustu stundu en Ian var kominn í dauðafæri. Arnór Eyvar átti svo skot framhjá ú ágætu færi. | ||
'53 | Stórsókn ÍBV og Þórsarar bjarga á línu! Áður varði Srjdan frá Arnóri Eyvar. | ||
'52 | David Disztl fær aukaspyrnu í teiginn en skallar yfir. Fínt færi. | ||
'50 | Dauðafæri! Gunnar Már einn á fjærstönginni, en Guðjón ver. Fínt færi. | ||
'50 | Eyjamenn hafa átt þrjár ömurlegar sendingar í upphafi seinni hálfleiks. Þeir þurfa að vanda sig betur. | ||
'48 | Eyjamenn byrja strax að sækja en Þórsarar verjast djúpt. Ég vona að þeir ætli ekki að pakka í vörn, það borgar sig varla gegn ÍBV. | ||
'46 | Seinni hálfleikur hafinn - Skora Eyjamenn fljótlega? Pakka Þórsarar í vörn? Spennandi seinni hálfleikur framundan. | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - Fjörugum fyrri hálfleik lokið. | ||
'45 | Dauðafæri, Andri átti skot sem Srdjan varði vel. Fín sókn ÍBV. | ||
'42 | Sveinn Elías potar boltanum í burt eftir að það var dæmt. Eyjamenn vilja gult og þar með rautt, en Magnús gefur Sveini tiltal. Heppinn þarna? | ||
'37 | Tryggvi Guðmundsson gaf stoðsendingu - Þetta var sterkt hjá ÍBV. Tryggvi átti horn sem Þórsarar náðu ekki að hreinsa. | ||
'37 | Ian David Jeffs skoraði mark - Pot af stuttu færi eftir horn! | 2-1 | |
'36 | Eiður Aron skaut úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Srjdan varði vel. Flott varsla. | ||
'35 | Ágætt færi ÍBV, Arnór Eyvar skýtur framhjá. | ||
'33 | Skotið hjá Sveini var á nærstöngina og úr erfiðu færi. Vel gert hjá honum, en eins og ég sagði, átti markmaðurinn ekki að verja? Sjáum það í Pepsi-mörkunum klukkan 22.00. | ||
'31 | Gunnar Már Guðmundsson gaf stoðsendingu | ||
'31 | Sveinn Elías Jónsson skoraði mark - Flott mark eftir skyndisókn! Löng sending af hægri kantinn, Sveinn lék á varnarmann og skoraði. Aftur átti markmaðurinn ef til vill að gera betur. | 2-0 | |
'28 | Enn eru Þórsarar tæpir. Linta ætlaði að láta boltann fara en Þórarinn náði að pikka honum inn í teig, framhjá Srjdan. Þórsarar náðu að hreinsa. | ||
'24 | Sveinn Elías Jónsson fékk gult spjald - Um leið og hann stóð upp. Réttur dómur. Báðir halda áfram. | ||
'23 | Sveinn Elías keyrir í Guðjón markmann og báðir liggja óvígir eftir. Guðjón er staðinn upp en Sveinn liggur enn. | ||
'22 | Fín sókn ÍBV sem nú þyngist. Tryggvi skallaði að marki en Srdjan varði, sendingin var frá Mellor hægri bakverði. | ||
'20 | Ágætt færi ÍBV. Mellor átti skot sem Srjdan varði. | ||
'19 | Eyjamenn eru varla vaknaðir hérna. Þeir fengu hornspyrnu áðan sem ekkert varð úr og áttu eitt langskot sem skapaði enga hættu. | ||
'17 | Þórsarar skora aftur en markið er dæmt af! Gunnar Már skallaði hornspyrnu inn en Magnús Þórisson flautaði aukaspyrnu. | ||
'8 | Frábær byrjun hjá Þórsurum. Gott hjá Disztl að brjóta ísinn og glæsileg sending Inga Freys. Spurning hvort Guðjón markmaður hefði ekki átt að verja þetta. | ||
'5 | Ingi Freyr Hilmarsson gaf stoðsendingu | ||
'5 | David Disztl skoraði mark - Glæsilegt skallamark! Sending frá vinstri og flottur skalli yfir Guðjón í markinu af markteig. | 1-0 | |
'1 | Leikurinn hafinn - Þetta er farið af stað. | ||
'0 | Þórsarar eru við botn deildarinnar eins og flestir vita. ÍBV er aftur á móti í toppbaráttunni og liðin því að berjast á ólíkum vígstöðvum í kvöld. Þórsarar hafa talað mikið um heimavöllinn sinn og kallað hann vígi. Það kemur í ljós í kvöld hvort menn standi undir þessum orðum, eftir tap gegn Stjörnunni í eina heimaleiknum til þessa. | ||
'0 | Það er athyglisvert að þau lið sem eru hvað best mönnuð með markmenn, ÍBV og Fylkir(Fjalar Þorgeirsson og Bjarni Þórður Halldórsson) hafa þurft að nota þriðja markmanninn sinn í sumar. | ||
'0 | Hjá ÍBV eru Úgandamennirnir Abel Dhaira markmaður og Tonny Mawejje ekki í liðinu en þeir komust ekki til landsins í tæka tíð. Þeir voru að spila landsleik með Úganda. Þá er Albert Sævarsson með gat á lunga en Guðjón Orri Sigurjónsson er í markinu. Hann er þriðji markmaður ÍBV og er fæddur árið 1992. | ||
'0 | Það ber helst til tíðinda hér fyrir norðan úr herbúðum Þórsara að þar er þrír leikmenn í agabanni. Þeir ákváðu að skella sér á fyllerí, samkvæmt frétt Fótbolta.net í dag, og eru því ekki í hóp í dag. Þetta eru Atli Jens Albertsson, Kristján Páll Hannesson og Jóhann Helgi Hannesson. Þetta er auðvitað áfall fyrir Þór, sem þarf nauðsynlega að fara að girða sig í brók ef ekki á illa að fara. | ||
'0 | Hér á Akureyri er létt norðanátt en sól. Fínar aðstæður til að spila knattspyrnu. | ||
'0 | Boltavaktin er fyrir löngu mætt á Þórsvöllinn á Akureyri! Velkomin í beinu lýsinguna okkar! |
ðin:
- Þór
- 1 - Srdjan Rajkovic
- 2 - Gísli Páll Helgason
- 3 - Aleksandar Linta
- 4 - Gunnar Már Guðmundsson
- 6 - Ármann Pétur Ævarsson
- 7 - Atli Sigurjónsson
- 8 - Þorsteinn Ingason
- 10 - Sveinn Elías Jónsson
- 13 - Ingi Freyr Hilmarsson
- 15 - Janez Vrenko
- 17 - David Disztl
- Varamenn
- 11 - Ottó Hólm Reynisson
- 12 - Björn Hákon Sveinsson
- 19 - Sigurður Marinó Kristjánsson
- 20 - Baldvin Ólafsson
- 22 - Alexander Már Hallgrímsson
- 23 - Kristján Sigurólason
- 30 - Pétur Heiðar Kristjánsson
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 4 - Finnur Ólafsson
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 18 - Kelvin Mellor
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 25 - Guðjón Orri Sigurjónsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 11 - Anton Bjarnason
- 12 - Halldór Páll Geirsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 21 - Denis Sytnik
- 27 - Bryan Hughes
- Dómarar
- Magnús Þórisson
- Gunnar Sv. Gunnarsson
- Sverrir Gunnar Pálmason
Aðgerðir
http://www.visir.is/umfjollun--srjdan-landadi-sigrinum/article/2011110609237
Dægurmál | Miðvikudagur, 8. júní 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þórsarar lögðu Eyjamenn
David Disztl fagnar eftir að hann kom Þórsurum yfir snemma leiks gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Skapti
Andri Yrkill Valsson, sport@mbl.isÞór sigraði ÍBV, 2:1, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld og eru nýliðarnir þá komnir með 6 stig í deildinni en Eyjamönnum mistókst að komast í efsta sætið.
Mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Dávid Disztl og Sveinn Elías Jónsson komu Þór í 2:0 en Ian Jeffs minnkaði muninn fyrir Eyjamenn sem eru áfram með 13 stig.
Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson
Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi GuðmundssonVöllur: Þórsvöllur
Leikur hefst
7. júní 2011 19:15
Aðstæður
Dómari: Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sverrir Gunnar Pálmason
90 | Leik lokið Frábær baráttusigur Þórsara staðreynd! | |
90 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá +1. Prjónaði sig inn á teiginn en skotið framhjá | |
90 | Leiktíminn runninn út. Óvíst hvað miklu er bætt við | |
88 | Gunnar Már var felldur á vítateig ÍBV, hefði alveg mátt dæma víti á þetta | |
87 | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skot framhjá | |
86 | ÍBV fær hornspyrnu Nauðvörn hjá Þórsurum | |
86 | Þetta verða spennandi lokamínútur. ÍBV hefur öll völd á vellinum | |
84 | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann | |
83 | ÍBV fær hornspyrnu | |
83 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Enn er mikið klafs á teignum eftir hornspyrnu ÍBV. Nú barst boltinn á Þórarinn sem hitti þó ekki markið | |
82 | ÍBV fær hornspyrnu | |
82 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot framhjá | |
81 | Janez Vrenko (Þór) fær gult spjald Fyrir að tefja | |
80 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið Bryan Hughes með góðan bolta innfyrir vörn Þórs á Sytnik sem var í þröngu færi en náði þó fínu skoti sem Rajkovic varði vel | |
78 | ÍBV fær hornspyrnu | |
77 | Alexander Már Hallgrímsson (Þór) kemur inn á | |
77 | Aleksandar Linta (Þór) fer af velli | |
77 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
77 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
77 | Finnur Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
77 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
76 | ÍBV fær hornspyrnu | |
76 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Boltinn barst til Andra á teignum sem var í þröngu færi og Rajkovic varði vel í horn | |
72 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Var í þröngu færi vinstra megin í teignum og skotið rataði ekki á markið | |
69 | Srdjan Rajkovic (Þór) fær gult spjald Fyrir kjaftbrúk | |
69 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir uppsafnað kjaftbrúk | |
68 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) fær gult spjald | |
66 | Finnur Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald | |
66 | Pétur Heiðar Kristjánsson (Þór) kemur inn á | |
66 | Dávid Disztl (Þór) fer af velli | |
65 | Bryan Hughes (ÍBV) á skot sem er varið Rajkovic náði ekki að halda boltanum en varnarmenn Þórs bjarga | |
64 | Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á | |
64 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
64 | Matt Garner (ÍBV) á skot framhjá Hann var aleinn vinstra megin í teignum en hitti ekki markið í upplögðu færi | |
63 | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skalla sem er varinn Fín hornspyrna inn á teiginn og Rasmus nær góðum skalla á markið en Rajkovic varði meistaralega! | |
63 | ÍBV fær hornspyrnu | |
61 | Sigurður M. Kristjánsson (Þór) kemur inn á | |
61 | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fer af velli | |
59 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Boltinn barst út í teiginn þar sem Arnór tók boltann á lofti en hitti ekki markið | |
54 | Kelvin Mellor (ÍBV) á skot framhjá Fín rispa upp hægri kantinn, kemst framhjá varnarmanni og á fínt skot rétt utan teigs sem ratar þó ekki á markið | |
53 | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann auðveldlega | |
52 | ÍBV fær hornspyrnu Fín hornspyrna inn á teiginn og eftir nokkurt klafs bjarga Þórsarar nánast á marklínu! | |
52 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Gott skot fyrir utan sem Rajkovic varði vel | |
51 | Dávid Disztl (Þór) á skalla sem fer framhjá Atli Sigurjónsson með fína aukaspyrnu beint á kollinn á Disztl sem nær ekki að hitta á markið | |
50 | Þór fær hornspyrnu | |
50 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Fín sending inn á teiginn þar sem Gunnar Már er aleinn á stönginni en Guðjón Orri nær að pota boltanum í burtu á síðustu stundu. | |
46 | Leikur hafinn | |
45 | Hálfleikur Þá er kominn hálfleikur hér fyrir norðan. Leikurinn hefur verið stórskemmtilegur fyrir augað en þrátt fyrir fínar rispur geta Þórsarar talist heppnir að vera yfir | |
45 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá +1 | |
45 | ÍBV fær hornspyrnu +1 | |
45 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið +1. Ian Jeffs með frábæra sendingu á Andra sem var kominn einn í gegn en fyrirliðinn Þorsteinn Ingason bjargaði á síðustu stundu með stórbrotinni tæklingu | |
40 | Þór fær hornspyrnu | |
39 | ÍBV fær hornspyrnu | |
37 | MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar Fín hornspyrna Tryggva Guðmundssonar inn á teiginn og eftir mikið klafs á teignum nær Ian Jeffs að koma boltanum í netið | |
37 | ÍBV fær hornspyrnu | |
36 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot sem er varið Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigslínuna. Eiður Aron með fínt skot sem Rajkovic varði frábærlega í horn | |
34 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá | |
31 | MARK! Sveinn Elías Jónsson (Þór) skorar Þórsarar voru fljótir fram eftir hornspyrnu ÍBV. Gunnar Már hljóp upp hægri kantinn og sendi frábæra sendingu á Svein Elías sem var kominn í nokkuð þrönga stöðu en kláraði færið mjög vel. | |
30 | ÍBV fær hornspyrnu | |
27 | Atli Sigurjónsson (Þór) á skot framhjá | |
26 | Gestirnir sækja hart á óstöðuga vörn Þórs og hefur nokkrum sinnum mátt litlu muna að boltinn endi í netinu. | |
23 | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fær gult spjald Sveinn Elías var alltof seinn og keyrir inn í Guðjón Orra í marki ÍBV sem var fyrir löngu búnn að ná valdi á boltanum. | |
21 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Tryggvi með ágætan skalla af markteig eftir fína fyrirgjöf en Rajkovic var vel á verði. | |
19 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Skot í þröngu færi sem Rajkovic varði út í teiginn og að lokum rann sóknin út í sandinn | |
16 | Eftir hornspyrnuna náði Gunnar Már Guðmundsson að koma boltanum í netið eftir nokkurt klafs í teignum en hann var dæmdur brotlegur og markið stendur því ekki. | |
16 | Þór fær hornspyrnu | |
15 | Þór fær hornspyrnu Gestirnir hreinsa afturfyrir | |
14 | Matt Garner (ÍBV) á skot sem er varið Aukaspyrna frá hægri kanti sem fer yfir alla í teignum og beint í fangið á Rajkovic í markinu. | |
13 | ÍBV fær hornspyrnu | |
13 | Eftir að Þórsarar komust yfir hefur leikurinn verið eign Eyjamanna. | |
5 | MARK! Dávid Disztl (Þór) skorar Góð pressa Þórsara í upphafi skilar marki! Ingi Freyr Hilmarsson átti fína sendingu af vinstri kanti beint á Disztl sem á lúmskan skalla yfir Guðjón Orra í markinu. | |
2 | Ármann Pétur Ævarsson (Þór) á skot framhjá | |
1 | Þór fær hornspyrnu | |
1 | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Guðjón Orri varði lúmskt skot Gunnars í horn | |
1 | Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og sækja í norðurátt að Þórsheimilinu | |
0 | Mikið hefur verið fjallað um meint agabrot hjá þremur leikmönnum Þórs en þeir Atli Jens Albertsson, Jóhann Helgi Hannesson og Kristján Páll Hannesson eru ekki í leikmannahópnum. Ekki geta meiðsli sett strik í reikninginn þar sem þeir eru þrír saman í léttri upphitun. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi Guðmundsson | |
0 | Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson | |
0 | Einn og sami leikmaður hefur ekki oft gert 5 mörk í leik í efstu deild. Það gerðist þó í viðureign ÍBV og Þórs í Vestmannaeyjum árið 1994. Þá skoraði Sumarliði Árnason 5 mörk í 6:1 sigri Eyjamanna. | |
0 | Þór og ÍBV hafa mæst 18 sinnum í efstu deild frá 1977. ÍBV hefur unnið 9 af þessum leikjum en Þór aðeins 4. Þórsarar unnu báða leiki liðanna árið 1992 en eftir það hafa liðin gert 4 jafntefli og ÍBV unnið tvívegis í sex viðureignum. | |
0 | Þrjár síðustu viðureignir Þórs og ÍBV í efstu deild á Akureyri hafa endað með jafntefli. Síðast mættust liðin 2002 þegar Jóhann Þórhallsson, núverandi Fylkismaður, skoraði fyrir Þór en Tómas Ingi Tómasson, núverandi þjálfari HK, skoraði fyrir Eyjamenn og leikurinn endaði 1:1. | |
0 | ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki en Þórsarar eru í 11. og næstneðsta sæti með 3 stig eftir 5 leiki. Þór á enn til góða heimaleik gegn FH úr 5. umferðinni. |
Mörk
ÍBV - Ian Jeffs (37 mín.)Þór - Sveinn Elías Jónsson (31 mín.)
Þór - Dávid Disztl (5 mín.)
Áminningar
Janez Vrenko (Þór) (81 mín.)Srdjan Rajkovic (Þór) (69 mín.)
Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) (69 mín.)
Gunnar Már Guðmundsson (Þór) (68 mín.)
Finnur Ólafsson (ÍBV) (66 mín.)
Sveinn Elías Jónsson (Þór) (23 mín.)
Skot á mark
ÍBV 11Þór 4
Skot framhjá
ÍBV 9Þór 4
Hornspyrnur
ÍBV 14Þór 5
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/06/07/thorsarar_logdu_eyjamenn/
Dægurmál | Miðvikudagur, 8. júní 2011 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísir 29. maí. 2011 17:55
Tryggvi skoraði og lagði upp mark með grímuna - ÍBV á toppinn
Tryggvi Guðmundsson með grímuna. Mynd/Heimasíða ÍBVValur Smári Heimisson skrifar:
Tryggvi Guðmundsson var aðalmaðurinn á bak við 2-0 heimasigur ÍBV á nýliðum Víkinga í fyrsta leik sjöttu umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram í Eyjum í dag. Tryggvi er kinnbeinsbrotinn og lék með sérhannaða grímu í leiknum.
Bæði mörk Eyjamanna komu í fyrri hálfleik, Tryggvi lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan það seinna eftir frábæra skyndisókn og hælsendingu frá Andra Ólafssyni.
Eyjamenn unnu þarna sinn annan leik í röð og komust með því á topp deildarinnar með 13 stig eða tveimur stigum meira en KR sem á leik inni á móti Fram seinna í kvöld.
ÍBV hefur unnið 4 af fyrstu 6 leikjum sínum í sumar þar af þá tvo síðustu án þess að fá á sig mark.
Eyjamenn voru með völdin í leiknum frá fyrstu mínútu og Víkingarnir náði aldrei að komast inn í leikinn. Þeir náðu ekki upp neinu spili því Eyjamenn pressuðu þá hátt og stíft.
Besta færi Víkinga kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Baldur Ingimar átti ágætt skot utan teigs en Abel varði vel í markinu.
Síðari hálfleikur var heldur rólegri en fyrri hálfleikur, Eyjamenn héldu þó áfram að vera með boltan og áttu nokkur hættuleg færi en náðu ekki að klára þau. Víkingarnir virtust aldrei hættulegir og Eyjamenn kláruðu þennann leik örugglega.
ÍBV- Víkingur 2-0
1-0 Ian Jeffs (15.)
2-0 Tryggvi Guðmundsson (38.)
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7
Áhorfendur: 863
Tölfræðin:
Skot (á mark): 20-5 (11-4)
Varin skot: Abel 4, Magnús 9
Hornspyrnur: 6 - 3
Aukaspyrnur fengnar: 16 - 8
Rangstöður: 5 - 2
ÍBV (4-3-3)
Abel Dhaira 6
Kelvin Mellor 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Rasmuss Christiansen 7
Matt Garner 6
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7
Tonny Mawejje 7
Finnur Ólafsson 7
Ian Jeffs 8 - maður leiksins -
(77., Guðmundur Þórarinsson -)
Tryggvi Guðmundsson 8
(89., Arnór Ólafsson -)
Andri Ólafsson 7
(72., Bryan Hughes -)
Víkingur (4-4-2)
Magnús Þormar 5
Walter Hjaltested 6
Mark Rutgers 4
Milos Milojevic 5
Hörður Sigurjón Bjarnason 5
Halldór Smári Sigurðsson 5
Þorvaldur Sveinn Sveinsson 4
(58., Marteinn Briem 5)
Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5
Sigurður Egill Lárusson 5
(76., Cameron Gayle -)
Helgi Sigurðsson 4
Björgólfur Takefusa 4
(58., Gunnar Helgi 5)
Fyrst birt: 29. maí. 2011 15:15
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 2 - 0 VíkingurMörk | ||
'15 | Ian David Jeffs | |
'38 | Tryggvi Guðmundsson |
Opna i sér glugga » 31. Maí 10:01 | |||
'95 | Leik Lokið | ||
'90 | Áhorfendur á Hásteinsvellinum í dag eru 863 | ||
'90 | Flott sókn hjá Víkingum, þar sem Cameron Gayle var við það að sleppa í gegn en Kelvin Mellor varnarmaður Eyjamanna tæklaði boltan útaf. | ||
'81 | Byrjað er að hellirigna hérna á Hásteinsvellinum en lítið er að ske í leiknum þessa stundina | ||
'80 | Ian David Jeffs út / Guðmundur Þórarinsson inn | ||
'78 | Sigurður Egill Lárusson út / Cameron Gayle inn | ||
'78 | Tryggvi Guðmundsson fékk gult spjald | ||
'75 | Andri Ólafsson út / Bryan Hughes inn | ||
'70 | Gott spil hjá Eyjamönnum, enn eru Tryggvi og Ian Jeffs að ná vel saman, Tryggvi sendir á Ian Jeffs sem á skot fyrir utan teig en skotið rétt framhjá | ||
'62 | Andri Marteins að gera breytingar á liðinu í von um að það lifni við þessu hjá þeim en það hefur verið lítið að frétta í þeirra leik í dag. | ||
'61 | Þorvaldur Sveinn Sveinsson út / Marteinn Briem inn | ||
'61 | Björgólfur Hideaki Takefusa út / Gunnar Helgi Steindórsson inn | ||
'59 | Fréttamannaskúrinn hérna á Hásteinsvellinum varð rafmagnslaus, og netið datt því út í stutta stund en það er komið aftur og ekkert markvert gerðist á meðan. | ||
'48 | Milos Milojevic fékk gult spjald - Fyrir að handleika stungusendingu frá Tryggva Guðmundssyni | ||
'46 | Seinni hálfleikur hafinn | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið | ||
'45 | Baldur Ingimar með lang hættulegasta færi Víkinga til þessa, á fast skot rétt fyrir utan teig alveg út við stöng en Abel ver frábærlega. | ||
'45 | Andri Ólafsson fékk gult spjald - Klaufalegt brot hjá Andra Ólafssyni, en hann braut á Walter Hjaltsted sem var með boltan á sínum vallarhelming. | ||
'38 | Andri Ólafsson gaf stoðsendingu - Andri var víst litla snertingu og því fær hann stoðsendinguna | ||
'38 | Tryggvi Guðmundsson skoraði mark - Eyjamenn að rúlla þessu upp einfaldlega, Tony Mawejje sleppur upp hægra megin, leggur boltan fyrir markið, Andri Ólafsson lætur boltan fara á Tryggva Guðmundsson sem leggur boltan í netið framhjá Magnúsi Þormari markmanni Víkinga. | 2-0 | |
'36 | Tryggvi og Ian Jeffs að ná fullkomlega saman, önnur stunga, Ian Jeffs sloppinn einn í gegn en leggur boltan til hliðar á Andra Ólafsson sem hitti einfaldlega ekki boltan, algjört dauðafæri. | ||
'32 | Eyjamenn fá hér fjórður hornspyrnuna á skömmum tíma, það verður að segjast eins og er að þeir virðast mun hættulegri. Víkings vörnin virðist ekki vera að ráða við Eyjamennina | ||
'24 | Hornspyrna hjá Víking, Abel ætlar að kýla boltan út en kýlir í Hörð Sigurjón vinstri bakvörð Víkings, sem lág eftir í stutta stund en er staðinn upp | ||
'22 | Dauðafæri hjá Tryggva, Ian Jeffs kemur á vörnina og leggur hann til hliðar þar sem Tryggvi er einn á móti Magnúsi Þormari en skýtur rétt yfir markið. | ||
'16 | Halldór Smári Sigurðsson fékk gult spjald - Fær spjald fyrir mótmæli eftir markið. | ||
'15 | Tryggvi Guðmundsson gaf stoðsendingu - Frábær stunga hjá TG9 | ||
'15 | Ian David Jeffs skoraði mark - Víkingur í sókn, Abel nær boltanum og er fljótur að koma boltanum í leik, skyndisókn, Tryggvi sendir stungusendingu inn á Ian Jeffs sem kemst fram fyrir varnarmennina, Magnús Þormar er mjög hikandi að fara út í boltan og Ian Jeffs nær að komast framhjá honum og eftirleikurinn auðveldur. | 1-0 | |
'10 | Finnur Ólafsson með frábært skot fyrir utan teig, boltinn á leið upp í hægra hornið en Magnús Þormar gerir frábærlega og ver skotið. | ||
'8 | Fyrsta skotið er komið, en það Bjögólfur Takefusa sem átti það skot, skaut vel fyrir utan og hitti boltan ekki vel og Abel átti ekki í erfiðleikum með það. | ||
'5 | Eyjamenn byrjuðu með boltan og hafa verið meira með boltan síðan, en ekkert skot er enn komið | ||
'0 | Leikurinn hafinn | ||
'0 | Þá hefur kórinn lokið sínu, nú eru liðin að koma sér fyrir og fyrirliðar að ræða við dómara. Allt að gerast. | ||
'0 | Kór Flensborgarskóla gengur hér inn á völlinn og þau ætla að syngja þjóðsöngin áður en leikur hefst. | ||
'0 | Björgólfur Takefusa er í byrjunarliði Víkinga í fyrsta sinn í Pepsi-deildinni í sumar og því byrja hann og Helgi Sigurðsson saman í framlínunni í fyrsta sinn. Helgi og Björgólfur skoruðu báðir í fyrstu umferð en hafa ekki skorað síðan. | ||
'0 | Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því í markalausa jafntefli við Grindavík í síðustu umferð. Denis Abdulahi er í banni og Marteinn Briem fer á bekkinn. Björgólfur Takefusa og Þorvaldur Sveinn Sveinsson koma inn í byrjunarliðið. | ||
'0 | Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gerir eina breytingu á liði ÍBV frá því í sigrinum í Keflavík. Ian Jeffs kemur inn í byrjunarliðið fyrir Guðmund Þórarinsson. Abel Dhaira heldur sæti sínu og spilar sinn fyrsta leik á Hásteinsvellinum. | ||
'0 | Spurning hvort við fáum markaðleik en tveir markamestu leikir í úrvalsdeildinni eru á milli þessara liða. En í öðrum þeirra, fyrir 18 árum síðan skoraði Tryggvi Guðmundsson einmitt þrennu, ótrúlegt en satt þá er hann enn í byrjunarliðinu. | ||
'0 | Velkomin á boltavaktina á leik ÍBV og Víkings Reykjavík. Frábært fótboltaveður í dag, skýjað, heitt og smá gola. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður viðureign ÍBV og Víkings lýst. |
Liðin:
- ÍBV
- 1 - Abel Dhaira
- 3 - Matt Garner
- 4 - Finnur Ólafsson
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 15 - Tony Mawejje
- 18 - Kelvin Mellor
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 21 - Denis Sytnik
- 25 - Guðjón Orri Sigurjónsson
- 27 - Bryan Hughes
- Víkingur
- 1 - Magnús Þormar
- 3 - Hörður Sigurjón Bjarnason
- 5 - Mark Rutgers
- 6 - Halldór Smári Sigurðsson
- 7 - Þorvaldur Sveinn Sveinsson
- 11 - Baldur Ingimar Aðalsteinsson
- 18 - Milos Milojevic
- 20 - Helgi Sigurðsson
- 21 - Walter Hjaltested
- 22 - Sigurður Egill Lárusson
- 30 - Björgólfur Hideaki Takefusa
- Varamenn
- 9 - Kjartan Dige Baldursson
- 14 - Tómas Guðmundsson
- 15 - Marteinn Briem
- 19 - Kári Sveinsson
- 26 - Kemar Roofe
- 27 - Gunnar Helgi Steindórsson
- 28 - Cameron Gayle
- Dómarar
- Guðmundur Ársæll Guðmundsson
- Áskell Þór Gíslason
- Viðar Helgason
Aðgerðir
http://www.visir.is/tryggvi-skoradi-og-lagdi-upp-mark-med-grimuna---ibv-a-toppinn/article/2011110528827Dægurmál | Þriðjudagur, 31. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÍBV efst eftir sigur á Víkingi
Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag. mbl.is/Ómar
Júlíus G. Ingason, sport@mbl.isÍBV er komið í toppsætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Víkingi, 2:0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV er með 13 stig en KR, sem mætir Fram í kvöld, er með 11 stig í öðru sætinu.
Tryggvi Guðmundsson lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan fljótlega seinna markið sjálfur, 2:0.
Byrjunarlið ÍBV: Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes.
Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle.
ÍBV 2 : 0 Víkingur R.
Völlur: Hásteinsvöllur Leikur hefst | Aðstæður Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson |
Leik lokið | ||
90 | +4 2-0 lokatölur fyrir ÍBV og sigurinn er fyllilega verðskuldaður. Lítið gerðist í síðari hálfleik, Eyjamenn lögðu áherslu á að verja forystuna og gerðu það vel því Víkingar náðu varla að ógna marki ÍBV í síðari hálfleik og í raun varla í leiknum öllum. Sannfærandi hjá Eyjamönnum sem virðast vera finna taktinn eftir að hafa hikstað aðeins í byrjun móts. | |
90 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á +1 | |
90 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli +1 | |
90 | Eyjamenn hafa verið í vandræðum með vallarklukkuna sína sem sýnir ekki lengur leiktímann en okkur í blaðamannastúkunni telst til að venjulegum leiktíma sé lokið. | |
89 | Smá lífsmark með Víkingum. Varamaðurinn Cameron Gayle var við það að komast í gott skotfæri en Kelvin Mellor bjargaði í horn á síðustu stundu. | |
87 | ÍBV fær hornspyrnu | |
87 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Tonny Mawejje með góðan sprett eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum. Hann reyndi skot frá vítateig sem Magnús Þormar varði í horn. | |
83 | Abel Dhaira, markvörður ÍBV sér til þess að áhorfendum leiðist ekki með því að halda boltanum aðeins á lofti eins og honum er einum lagið. | |
82 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn fengu aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig. Tryggvi reyndi skot sem fór langt yfir. | |
80 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
79 | Cameron Gayle (Víkingur R.) kemur inn á | |
79 | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) fer af velli | |
79 | Matt Garner (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. | |
77 | Nú hefur bætt hressilega í rigninguna en Eyjamenn hafa aðeins slakað á klónni. Sumir leikmenn liðsins virka þreyttir enda útheimtir svona pressa mikið úthald. | |
75 | Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á | |
75 | Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
74 | Það er frekar rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar. Það hefur líka dregið fyrir sólu og farið að rigna á Hásteinsvelli, en það ætti þó ekki að hafa áhrif á leikinn. | |
67 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá Fín sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með skoti Ian Jeffs utan teigs en boltinn fór hárfínt framhjá. | |
66 | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot framhjá Aftur reyna Víkingar bakfallsspyrnu. Nú var það Sigurður Egill en spyrnan var misheppnuð og fór langt framhjá. | |
62 | Víkingur R. fær hornspyrnu | |
61 | Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.) kemur inn á | |
61 | Marteinn Briem (Víkingur R.) kemur inn á | |
61 | Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.) fer af velli | |
61 | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) fer af velli Tvöföld skipting hjá Víkingum. | |
52 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Enn á ný var Ian Jeffs kominn í gott skotfæri og í stað þess að senda boltann, ákvað hann að skjóta núna en Magnús Þormar varði. Sókn Eyjamanna rann svo út í sandinn. | |
49 | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Reyndi skot utan teigs en yfir. | |
49 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Magnús Þormar varði en hélt ekki boltanum. Sókn ÍBV heldur áfram. | |
48 | Milos Milojevic (Víkingur R.) fær gult spjald Stöðvaði boltann viljandi með hendinni. | |
47 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Klippti boltann á lofti en skotið arfaslakt. Fór í innkast. | |
46 | Leikur hafinn Víkingar hefja leik með boltann í síðari hálfleik og sækja til austurs. | |
45 | Eyjamenn hafa heldur betur sýnt sparihliðarnar í fyrri hálfleik gegn Víkingum. Frá fyrstu mínútu blésu þeir til stórsóknar og hafa haft öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar. Víkingar fengu í raun aðeins eitt gott færi og það var undir lok fyrri hálfleiksins þegar Baldur Aðalsteinsson átti gott skot sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn. Fram að því höfðu Eyjamenn hreinlega farið á kostum í sókninni og ef það er eitthvað sem ætti að setja út á ÍBV í dag, þá er það þessi mikilvæga síðasta snerting í færunum. Tveggja marka forysta Eyjamanna er í takt við gang leiksins og spurning hvort þeir geti haldið sömu pressu á Víkingana í síðari hálfleik eða hvort Andri Marteinsson, þjálfari gestanna nái að koma sínum mönnum í gang. | |
45 | Hálfleikur +2 Tveimur mínútum var bætt við. Staðan í hálfleik er 2-0 fyrir ÍBV. | |
45 | Víkingur R. fær hornspyrnu +2 | |
45 | Baldur I. Aðalsteinsson (Víkingur R.) á skot sem er varið +1 Frábært skyndiupphlaup endaði með því að Baldur Aðalsteinsson átti stórgott skot að marki sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn. | |
45 | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. Nú er aðeins uppbótartími eftir. | |
44 | ÍBV fær hornspyrnu | |
44 | Enn og aftur skapast hætta við mark Víkinga. Nú sendi Tonny Mawejje fyrir markið en á elleftu stundu náði Walter Hjaltested að koma boltanum aftur fyrir endamörk. | |
41 | Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga sendi varamenn sína að hita upp fljótlega í fyrri hálfleik, líklega til að vekja sína menn. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og varamennirnir hafa tekið sér sæti að nýju á varamannabekknum. | |
39 | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Langskot utan teigs en hárfínt yfir. | |
38 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar 2-0 Það hlaut að koma að því að Eyjamenn myndu bæta við mörkum. Tonny Mawejje sendi inn í vítateig á Andra Ólafsson, sem lagði hann út á Tryggva sem urðu ekki á nein mistök. Enn ein glæsisóknin hjá ÍBV. | |
37 | Aftur dauðafæri hjá ÍBV og nánast endurtekning frá síðasta færi. Aftur var Ian Jeffs kominn í ágætis skotfæri en reyndi nú að senda á Tryggva Guðmundsson. Nú var það hins vegar Ian Jeffs sem klikkaði því sendingin var slök. | |
35 | Sannkallað dauðafæri. Ian Jeffs var kominn í ágætis skotfæri eftir skyndisókn Eyjamanna en í stað þess að skjóta, ákvað hann að renna boltanum til hliðar á Andra Ólafsson, sem var einn og óvaldaður við markteigslínuna. En fyrirliði Eyjamanna hitti ekki boltann. Klaufalegt hjá Andra. | |
31 | Kelvin Mellor (ÍBV) á skot sem er varið Eftir mikinn darraðadans í teig Víkinga reyndi enski bakvörðurinn Kelvin Mellor skot sem fór í varnarmann, af honum hátt upp í loftið en að lokum fangaði Magnús Þormar boltann. | |
31 | ÍBV fær hornspyrnu | |
31 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Tonny fékk frákastið við vítateigshornið og lét vaða á markið en varnarmenn Víkinga setja boltann aftur fyrir endamörk. | |
30 | ÍBV fær hornspyrnu | |
29 | Kelvin Mellor (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Enski bakvörðurinn skallar yfir eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar. | |
28 | ÍBV fær hornspyrnu Eyjamenn fá aftur hornspyrnu. | |
28 | ÍBV fær hornspyrnu | |
24 | Víkingur R. fær hornspyrnu | |
23 | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot sem er varið Víkingar sýna lit og áttu ágætis sókn sem endaði með skoti Sigurðar en skotið fór í varnarmann og yfir. | |
22 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn fara hreinlega á kostum þessa stundina en eina sem vantar eru mörkin. Nú fékk Tryggvi upplagt skotfæri í vítateig en þrumaði yfir. | |
20 | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Finnur lék á tvo varnarmenn Víkinga og var að komast í upplagt skotfæri þegar annar varnarmannanna hélt honum. Sá sleppti honum hins vegar á hárréttum tíma þannig að Finnur gat skotið að marki en Eyjamenn vildu fá aukaspyrnuna. Guðmundur Ársæll, dómari var ekki sammála þeim og leikurinn heldur áfram. | |
18 | Eyjamenn eru duglegir að pressa Víkingana, sem eru í miklum vandræðum með að leysa pressuna. | |
15 | Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fær gult spjald Fyrir mótmæli. | |
15 | MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar 1-0 Eyjamenn voru fljótir að átta sig eftir sókn Víkinga. Tryggvi Guðmundsson sendi langa sendingu fram á Ian Jeffs sem slapp einn í gegn, lék á Magnús Þormar sem kom út á móti honum og lagði boltann í markið. Sannkölluð leiftursókn hjá Eyjamönnum. | |
15 | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið Reyndi bakfallsspyrnu en misheppnuð tilraun. | |
14 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá Sókn Eyjamanna hélt áfram og Tonny Mawejje fékk boltann við vítateigshornið en skaut hátt yfir. | |
14 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Beint í varnarmann. | |
10 | Leikurinn fer fjörlega af stað enda engin ástæða til annars, aðstæður allar hinar bestu og sólin farin að glenna sig. Eyjamenn hafa verið sterkari í upphafi leiks. | |
9 | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Finnur hirti boltann af varnarmönnum Víkinga og reyndi að leggja boltann upp í fjærhornið en Magnús Þormar varði meistaralega. Flott tilþrif hjá þeim báðum. | |
7 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá Spurning hvort eigi að flokka þetta sem skot. Magnús Þormar ætlaði að hreinsa frá marki en skaut beint í Ian Jeffs og boltinn fór hárfínt framhjá. Þarna voru Víkingar stálheppnir. | |
7 | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið Skot utan teigs en Abel Dhaira ekki í vandræðum með að verja. | |
6 | Eyjamenn leika sama leikkerfi og gegn Keflvíkingum, með þrjá leikmenn frammi, m.a. hinn hávaxna fyrirliða sinn Andra Ólafsson. | |
5 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Misheppnað skot hjá Andra. Hitti ekki boltann eftir ágæta sókn Eyjamanna og Magnús Þormar ekki í vandræðum með að grípa boltann. | |
3 | Allt í einu var Tryggvi Guðmundsson einn á auðum sjó en var réttilega dæmdur rangstæður. | |
1 | Leikur hafinn Eyjamenn byrja með boltann og leika til austurs í átt að bænum. | |
0 | Óaðfinnanlegur flutningur hjá krökkunum í Flensborgarskóla og nú getur leikur hafist. | |
0 | Leikmenn liðanna ganga nú inn á völlinn og Kór Flensborgarskóla býr sig undir að syngja þjóðsönginn. Áhorfendur rísa að sjálfsögðu úr sætum á meðan. | |
0 | Það verður þjóðleg stemmning fyrir leik hér á Hásteinsvellinum. Kór Flensborgarskóla er í heimsókn í Eyjum og ætla krakkarnir að syngja þjóðsönginn fyrir leik. Skemmtilegt framtak. | |
0 | Tryggvi var rétt í þessu að sýna Guðmundi Ársæli Guðmundssyni, dómara leiksins grímuna sem hann mun spila með í dag og í næstu leikjum. Guðmundur og félagar hans virtust ekki hafa neitt út á grímuna að setja. | |
0 | Tryggvi Guðmundsson er í byrjunarliði ÍBV í dag þrátt fyrir kinnbeinið hafi brotnað á þremur stöðum í síðasta leik gegn Keflavík. Þá kemur Ian Jeffs inn í byrjunarlið ÍBV í stað Guðmundar Þórarinssonar sem sest á bekkinn. | |
0 | Andri Marteinsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá því í jafnteflisleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Eins og áður hefur komið fram tekur finnski miðjumaðurinn Denis Abdulahi út leikbann í dag og Marteinn Briem sest á tréverkið. Í þeirra stað koma þeir Þorvaldur Sveinn Sveinsson og Björgólfur Hideaki Takefusa. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs. Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes. Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar, Hörður Sigurjón Bjarnason, Mark Richard Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Milos Milojevic, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Björgólfur Hideaki Takefusa. Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle. | |
0 | Denis Abdulahi, finnski miðjumaðurinn hjá Víkingi, tekur út leikbann í dag. Hann fékk rauða spjaldið í lok bikarleiks Víkinga gegn KV á fimmtudagskvöldið. | |
0 | Tveir af mestu markaleikjum í sögu Íslandsmótsins eru á milli ÍBV og Víkings. Árið 1970 vann ÍBV leik liðanna í Reykjavík 6:4 og árið 1993 var skorað einu marki meira þegar þau mættust á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þá unnu Eyjamenn yfirburðasigur, 9:2. Tryggvi Guðmundsson skoraði þar þrennu fyrir Eyjamenn en hann er leikmaður ÍBV í dag, 18 árum síðar. | |
0 | ÍBV og Víkingur hafa mæst 41 sinni í efstu deild frá 1926. Eyjamenn hafa unnið 17 leiki og Víkingar 14 og markatalan er 72:71, ÍBV í hag. | |
0 | ÍBV og Víkingur mættust síðast í efstu deild fyrir fimm árum, 2006. Þá unnu Víkingar 1:0 í Eyjum þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði sigurmarkið. Seinni leikurinn á Víkingsvelli endaði 5:0 fyrir Víking. Þá skoraði Viktor Bjarki 2 mörk, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 2 og Arnar Jón Sigurgeirsson eitt. | |
0 | ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 umferðir. Víkingar eru í 8. sætinu með 6 stig. Þessi tvö lilð hafa ásamt Val fengið á sig fæst mörk í deildinni til þessa, 3 hvort. |
Mörk
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (38 mín.)ÍBV - Ian Jeffs (15 mín.)
Áminningar
Matt Garner (ÍBV) (79 mín.)Milos Milojevic (Víkingur R.) (48 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (45 mín.)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) (15 mín.)
Skot á mark
Víkingur R. 4ÍBV 11
Skot framhjá
Víkingur R. 1ÍBV 9
Hornspyrnur
Víkingur R. 3ÍBV 6
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/05/29/ibv_efst_eftir_sigur_a_vikingi/
Dægurmál | Þriðjudagur, 31. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyjamenn í annað sætið
Guðmundur Steinarsson og félagar í Keflavík töpuðu fyrir ÍBV. mbl.is
Skúli Sigurðsson, sport@mbl.isEyjamenn eru komnir í annað sætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Keflvíkingum, 2:0, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson. Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski, Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson.
Lið ÍBV: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson
Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti3 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilinVöllur: Nettóvöllurinn í Reykjanesbæ
Leikur hefst
22. maí 2011 20:00
Aðstæður
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Sverrir Gunn
90 | Leik lokið | |
90 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Skot hátt yfir markið | |
90 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) fær gult spjald Brot | |
89 | Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald Tefja | |
89 | Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald Tefja | |
88 | Ian Jeffs (ÍBV) á skalla sem er varinn Laus skalli sem Ómar átti ekki í vandræðum með | |
84 | Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) kemur inn á | |
84 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) fer af velli | |
84 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið Fín sending inní teig frá Brynjari Erni en skotið frá Jóhann laflaust og Abel ekki í vandræðum | |
82 | Guðmundur Steinarsson (Keflavík) á skot framhjá Aukaspyrna utan teigs. SKotið var fast en fór framhjá. Andri Steinn Birgisson var hinsvegar hársbreidd frá því að pota í boltann og líkast til hefði hann þá lent í markinu. | |
80 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá FÆRI: Ian Jeffs átti frábæra stungusendingu á Denis sem var komin í dauðafæri en skotið fór rétt framhjá | |
77 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Ágætis færi en skotið í varnarmann Keflavíkur | |
76 | Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV) kemur inn á | |
76 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli | |
76 | Keflavík fær hornspyrnu | |
74 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Reyndi bakfallsspyrnu sem fór hátt yfir markið. | |
72 | Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) fær gult spjald Tækling | |
69 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot í stöng FÆRI: Óvænt skot langt utan teigs sem fór í báðar stangirnar áður en Abel í markinu náði loksins höndum á knöttinn. Stuðningsmenn vildu meina að knötturinn hafi jafnvel verið inni. | |
65 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Aukaspyrna rétt utan teigs en boltinn fór langt yfir markið | |
62 | Grétar Ó. Hjartarson (Keflavík) kemur inn á | |
62 | Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) kemur inn á | |
62 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) fer af velli | |
62 | Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) fer af velli | |
58 | Ian Jeffs (ÍBV) kemur inn á | |
58 | Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
58 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá Fékk boltann til sín fyrir utan teig en skotið fór hátt yfir markið. | |
57 | Keflavík fær hornspyrnu | |
55 | FÆRI: Andri Ólafsson vann boltann með harðfylgi og sendi boltann út fyrir teig þar sem Þórarinn Valdimarsson átti hörkuskot en Ómar sýndi góða takta og varði vel | |
51 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá Skot beint úr aukaspyrnu en aumt var það of fór framhjá | |
46 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
46 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli Tryggvi lenti í samstuði við Harald Guðmundsson rétt undir lok fyrri hálfleik og kom ekki aftur inná eftir það. | |
46 | Leikur hafinn Nú leika Keflvíkingar undan vindi og fróðlegt verður að sjá hvort þeir geti nýti sér það | |
45 | Hálfleikur Verðskulduð staða hjá ÍBV eftir fyrri hálfleik. Keflvíkingar hafa virkað á hælunum allan leikinn. Þess má þó geta að rokið setur stór strik í reikninginn og erfitt hefur verið fyrir leikmenn að hemja knöttinn. | |
35 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið Eftir prýðilegt spil fékk Jóhann boltann inní teig en skaut beint í varnarmenn ÍBV | |
27 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Reynir skot af rúmlega 40 metra færi en boltinn yfir. | |
23 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Lék sér að varnarmanni Keflvíkinga og átti gott skot sem var á leið í samskeytin en boltinn var aðeins of hár og fór yfir. | |
22 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot sem er varið Aumt skot að marki af löngu færi sem Abel átti ekki í miklum vandræðum með | |
20 | FÆRI: En þjarma Eyjamenn að Keflavík og nú var Guðmundur Þórarinsson sem komst í gott færi en skotið fór rétt framhjá markinu og Keflvíkingar heppnir. | |
18 | FÆRI: Andri Ólafsson fékk fína sendingu inní teig en var klaufskur og rétt missti að dauðafæri. | |
16 | ÍBV fær hornspyrnu Reyndu aftur að nýta vindinn og skora en brotið var á Ómar markverði heimamanna | |
11 | Keflavík fær hornspyrnu | |
10 | MARK! Andri Ólafsson (ÍBV) skorar 0:2 Skot ca 2 metrum fyrir utan teig vinstramegin. Andri fékk ótrúlega góðan tíma í að athafna sig og þakkaði pent fyrir það og setti hann í vinstra hornið hjá Ómar. | |
7 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Lúmskt skot frá Andra frá vinstri kantinum og ætlaði að nýta meðvindinn en boltinn fór yfir markið | |
6 | ÍBV fær hornspyrnu | |
5 | ÍBV fær hornspyrnu Finnur Ólafsson var ekki fjarri því að skora beint úr spyrnunni en Ómar kom í veg fyrir það | |
1 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar MARK: Andri Ólafsson gaf fína sendingu vinstramegin inní teig Keflvíkinga þar sem að Tryggvi Guðmundsson þrumaði knettinum framhjá Ómar úr nokkuð þröngu færi. Vel klárað! | |
0 | Leikur hafinn | |
0 | Fjórar breytingar á liði ÍBV frá síðasta leik þeirra og líkast til sú markverðasta er að Albert Sævarsson ekki með líkast til vegna meiðsla. Hjá Keflavík er ein breyting en Guðjón Árni Antoníuson er meiddur. | |
0 | Gamla góða lognið í Keflavík er á töluverðri hreyfingu úr Norðri, ca 7 metrar og með því fylgja heilar 5 gráður á celsius. | |
0 | Lið Keflavíkur: Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski. Miðja: Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson. Sókn: Guðmundur Steinarsson | |
0 | Lið ÍBV: Mark: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson | |
0 | Mikið jafnræði er með liðum ÍBV og Keflavíkur frá því þau mættust fyrst í efstu deild árið 1968. Af 61 viðureign hefur ÍBV unnið 25 en Keflavík 24. Heimasigrar hafa verið ríkjandi hjá liðunum, ÍBV hefur unnið 17 heimaleiki gegn Keflavík og Keflvíkingar 14 heimaleiki gegn ÍBV. Þá hafa 10 síðustu viðureignir liðanna boðið upp á minnst 3 mörk í leik. | |
0 | Eyjamenn hafa farið illa út úr þremur síðustu heimsóknum sínum til Keflavíkur og tapað þar með samtals 4 mörkum gegn 16. Keflavík vann 4:1 í lokaumferðinni í fyrra eftir að ÍBV hafði sigrað 2:1 í sögulegum leik í Eyjum fyrr um sumarið. Tveir síðustu heimaleikir Keflavíkur gegn ÍBV þar á undan enduðu 6:1 og 6:2. | |
0 | Keflavík er í 2. sæti deildarinnar eftir 4 umferðir með 8 stig en ÍBV er í 5. sætinu með 7 stig. |
MörkÍBV - Andri Ólafsson (10 mín.)ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (1 mín.) ÁminningarAndri Steinn Birgisson (Keflavík) (90 mín.)Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.) Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.) Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) (72 mín.) | Skot á markKeflavík 4ÍBV 4 Skot framhjáKeflavík 6ÍBV 4 HornspyrnurKeflavík 3ÍBV 3 |
Dægurmál | Mánudagur, 23. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísir 15. maí. 2011 20:45
Umfjöllun: Jafntefli í hörkuleik í Eyjum
Úr leik liðanna í fyrra. Mynd/StefánValur Smári Heimisson á Hásteinsvelli skrifar:
ÍBV og Breiðablik mættust á Hásteinsvellinum í góðu veðri. 1-1 jafntefli var niðurstaðan í hörkuleik.
Blikarnir byrjuðu vel og átti Kristinn Steindósson sláarskot á 24. mínútu leiksins þegar hann fékk boltann fyrir utan vítateig Eyjamanna. Breiðablik komst svo yfir á 37. mínútu og aftur var það áðurnefndur Kristinn sem átti góðan sprett upp kantinn og gaf lág sending sem rataði í gegnum teiginn. Þar var Guðmundur Kristjánsson mættur og lagði boltann í netið.
Eyjamenn komu svo mun sterkari inn í síðari hálfleikinn og það var Þórarinn Ingi sem jafnaði metin eftir að Elfar Freyr náði ekki að hafa stjórn á boltanum í vörninni.
Eftir þetta voru bæði lið að sækja stíft og hefði sigurinn auðveldlega getað dottið báðum megin. Bæði lið voru orðin þreytt undir lokin enda hefur verið þétt leikjadagskráin að undanförnu. Andri Ólafsson slapp í gegn en Ingvar Þór varði meistaralega en hinu megin var það stöngin sem bjargaði Eyjamönnum þegar Viktor Unnar Illugason skaut að marki.
Báðir sigrar Eyjamanna á tímabilinu til þessa hafa komið í uppbótatímum og flestir Eyjamenn voru gríðarlega spenntir á lokamínútunum.
Við höfum verið að skapa okkur þessa heppni sem hefur verið með okkur í okkar sigrum, erum að berjast alveg allann leikinn og mér fannst það sjást í dag að við áttum meira inni heldur en Blikarnir hérna í lokinn," sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
ÍBV - Breiðablik 1-1
Dómari: Valgeir Valgeirsson (7).
Skot (á mark): 8-7 (7-5)
Varin skot: Albert 4 - Ingvar 6
Horn: 3-2
Aukaspyrnur fengnar: 11-15
Rangstöður: 6-2
ÍBV (4-3-3):
Albert Sævarsson 5
Matt Garner 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Rasmus Christiansen 7
Kelvin Mellor 7
Andri Ólafsson 6
Bryan Hughes 5
(80. Anton Bjarnason -)
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7
Guðmundur Þórarinsson 6
(65. Arnór Eyvar Ólafsson 5)
Denis Sytnik 3
(46. Tony Mawejje 5)
Jordan Connerton 4
Breiðablik (4-3-3):
Ingvar Þór Kale 6
Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6
Finnur Orri Margeirsson 6
Elfar Freyr Helgason 5
Kristinn Jónsson 6
Guðmundur Kristjánsson 7 - maður leiksins
Jökull Elísabetarson 6
Andri Rafn Yeoman 6
(73. Viktor Unnar Illugason -)
Tómas Óli Garðarsson 5
(60. Haukur Baldvinsson 5)
Kristinn Steindórsson 7
(67. Olgeir Sigurgeirsson 5)
Fyrst birt: 15. maí. 2011 03:13
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 1 BreiðablikMörk | ||
'58 | Þórarinn Ingi Valdimarsson |
Mörk | ||
'37 | Guðmundur Kristjánsson |
Opna i sér glugga » 16. Maí 10:22 | |||
'95 | Leik Lokið | ||
'94 | Viktor unnar fer upp vinstri kanntinn, er kominn í gegn og á skot í stöng! | ||
'93 | 5 mínútum var bætt við venjulegan leiktíma | ||
'90 | Bæði lið að sækja á mörgum mönnum og ætla sér sigur, spennandi lokamínútur | ||
'85 | Misheppnuð sending í vörninni hjá Blikum, Andri Ólafsson að sleppa einn í gegn en Ingvar Þór varði meistaralega. | ||
'80 | Bryan Hughes út / Anton Bjarnason inn | ||
'78 | Stórhættuleg sókn hjá Breiðablik, Guðmundur Kristjánsson braust í gegnum vörn eyjamanna, var einn á móti Alberti en rendi boltanum til hliðar en þar kom bakvörðurinn Kelvin Mellor og hreinsaði. | ||
'73 | Arnar Már Björgvinsson út / Viktor Unnar Illugason inn | ||
'71 | "Nú setjum við í gagn" öskrar Heimir Hallgrímsson inn á völlinn, en Eyjamenn hafa verið betri aðilinn í seinni hálfleik, það sem af er. | ||
'67 | Kristinn Steindórsson út / Olgeir Sigurgeirsson inn - Taktískar breytingar hjá báðum liðum, spurning hvernig þetta kemur út hjá Heimi og Óla þjálfurum liðanna | ||
'65 | Guðmundur Þórarinsson út / Arnór Eyvar Ólafsson inn | ||
'60 | Tómas Óli Garðarsson út / Haukur Baldvinsson inn | ||
'58 | Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði mark - Elfar Freyr missti boltann langt frá sér þegar hann var að hlaupa til baka, Þórarinn Ingi náði til knattarins og skoraði fram hjá Ingvari í markinu. | 1-1 | |
'54 | Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk gult spjald - Þórarinn Ingi við það að sleppa í gegn, en missti boltan of langt frá sér og Ingvar Þór náði honum en Þórarinn sparkaði aðeins í hendurnar á Ingvari og fékk gult fyrir vikið | ||
'47 | Áhorfendur á Hásteinsvelli eru 864 | ||
'46 | Seinni hálfleikur hefst | ||
'46 | Denis Sytnik út / Tony Mawejje inn - Taktísk skipting hjá Eyjamönnum | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - Gestirnir leiða í hálfleik með einu marki gegn engu. Sjáumst eftir korter. | ||
'45 | Eiður Aron Sigurbjörnsson fékk gult spjald - Eiður að fara í bókina fyrir brot á Arnari Má. | ||
'44 | Kristinn með fínt skot að marki, eftir góða sendingu frá Tómasi Óla, en skot Kristins fór yfir markið. | ||
'41 | Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, fékk hér áminningu fyrir nokkur vel valin orð til aðstoðardómarans, en orðrétt kallaði Óli hann "flagg-óðan". Það verður að segjast að hann hafi nokkuð til síns máls. | ||
'37 | Kristinn Steindórsson gaf stoðsendingu | ||
'37 | Guðmundur Kristjánsson skoraði mark - Kristinn Steindórs átti hér góða sendingu inn á Guðmund, sem kláraði færið vel. Gestirnir hér komnir yfir, en þeir hafa verið líklegri það sem komið er. | 0-1 | |
'35 | Andri Rafn Yeoman fékk gult spjald - Andri fékk hér gult spjald fyrir að dýfa sér inni í teig, eftir viðskipti við Andra Ólafs, fyrirliða ÍBV. | ||
'34 | Lítið er að gerast þessa stundina, en heimamenn þó meira með boltann. | ||
'24 | Jordan hér í dauðafæri eftir sendingu frá Bryan Hughes, en Jordan reyndi á einhvern óskiljanlegan hátt að skjóta boltanum með hælnum, en skotið varð aldrei hættulegt. Nokkuð ljóst er að hann þarf að sýna betri takta en þetta ef hann ætlar sér ekki að fara sömu leið og Mark Redshaw hjá Frömmurunum. | ||
'23 | Kristinn aftur að láta að sér kveða, en gott skot hans fór í þverslánna að þessu sinni. | ||
'17 | Kristinn Steindórsson með ágætt skot inni í teig með vinstri, en skotið yfir markið. Gestirnir að gera sig líklega þessar mínúturnar. | ||
'13 | Tómas Óli Garðarsson komst í fínt færi eftir vandræðagang í vörn heimamanna, en skot hans beint á Albert í markinu | ||
'10 | Denis Sytnik var nálægt því að ná til boltans inni í teig, eftir sendingu frá Jordan Connerton. Ingvar Kale og hans menn í teignum náðu þó að bægja hættunni frá. | ||
'2 | Guðmundur Þórarins átti hér hörkusendingu yfir á Þórarinn Inga sem var kominn í ákjósanlega stöðu, en var flaggaður rangstæður, en heimamenn voru ekki sáttir við þann dóm. | ||
'1 | Leikurinn hafinn - Það eru gestirnir sem hefja leik. | ||
'0 | Þrjár breytingar eru á liði ÍBV. Albert Sævarsson er aftur kominn í mark Eyjamanna í stað Abel Dhaira sem stóð vaktina er ÍBV vann 1-0 sigur á Val í síðustu umferð. Tryggvi Guðmundsson er í banni og tekur Denis Sytnik hans stöðu í byrjunarliðinu. Þá er Guðmundur Þórarinsson í liðinu á kostnað Tony Mawejje, sem er á bekknum. | ||
'0 | Þá eru einnig nokkrar breytingar á liði Breiðabliks sem vann Grindavík, 2-1, fyrr í vikunni. Kári Ársælsson er á bekknum og er Finnur Orri Margeirsson fyrirliði í hans stað. Hann mun væntanlega standa vaktina í vörninni ásamt Elfari Frey Helgasyni. Arnar Már Björgvinsson er aftur kominn inn í byrjunarliðið, sem og Jökull Elísabetarson sem tók út leikbann í síðasta leik. Rafn Andri Haraldsson er því á meðal varamanna Blika í dag. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður viðureign ÍBV og Breiðabliks lýst. |
Liðin:
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 7 - Albert Sævarsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 16 - Jordan Connerton
- 18 - Kelvin Mellor
- 21 - Denis Sytnik
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 27 - Bryan Hughes
- 28 - Rasmus Christiansen
- Varamenn
- 1 - Abel Dhaira
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 11 - Anton Bjarnason
- 13 - Kjartan Guðjónsson
- 15 - Tony Mawejje
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- Breiðablik
- 1 - Ingvar Þór Kale
- 3 - Finnur Orri Margeirsson
- 5 - Elfar Freyr Helgason
- 7 - Kristinn Steindórsson
- 16 - Guðmundur Kristjánsson
- 17 - Jökull I Elísabetarson
- 18 - Arnar Már Björgvinsson
- 19 - Kristinn Jónsson
- 22 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson
- 27 - Tómas Óli Garðarsson
- 30 - Andri Rafn Yeoman
- Varamenn
- 6 - Kári Ársælsson
- 8 - Viktor Unnar Illugason
- 9 - Haukur Baldvinsson
- 10 - Rafn Andri Haraldsson
- 11 - Olgeir Sigurgeirsson
- 23 - Marko Pavlov
- 25 - Sigmar Ingi Sigurðarson
- Dómarar
- Valgeir Valgeirsson
- Jóhann Gunnar Guðmundsson
- Birkir Sigurðarson
http://www.visir.is/umfjollun--jafntefli-i-horkuleik-i-eyjum/article/2011110519430
Aðgerðir
Dægurmál | Mánudagur, 16. maí 2011 (breytt kl. 10:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jafnt á Hásteinsvelli
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni. Árni Sæberg
ÍBV og Íslandsmeistarar Breiðabliks skildu jöfn, 1:1, í upphafsleik 4. umferðar úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í dag. Eitt mark var skorað í hvorum hálfleik.
Breiðablik var sterkara liðið í fyrr hálfleik og Guðmundur Kristjánsson kom því yfir á 37. mínútu. Annan leikinn í röð skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrir ÍBV. Að þessu sinni jafnaði hann metin á 59. mínútu.
Við það stóð og voru bæði frekar óánægð með niðurstöðuna þegar þau gengu af leikvelli.
Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson.
Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.
ÍBV 1 : 1 Breiðablik
Völlur: Hásteinsvöllur Leikur hefst | Aðstæður Dómari: Valgeir Valgeirsson |
90 | Þriðja leikinn í röð skilja liðin jöfn og markatalan sú sama 1-1. Segja má að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleika þar sem Blikar voru beittari í fyrri hálfleik en Eyjamenn sterkari í þeim síðari. Liðin spiluðu ágætis fótbolta og lögðu áherslu á að sækja. En niðurstaðan er jafntefli og leikmenn beggja liða ganga ósáttir af leikvelli. | |
90 | Leik lokið +5 1-1 jafntefli hjá ÍBV og Breiðablik á Hásteinsvelli í dag. | |
90 | Breiðablik fær hornspyrnu +5 | |
90 | Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) á skot í stöng +5 Fín sókn Blika, Viktor Unnar lék inn í vítateiginn vinstra megin og skaut föstu skoti sem small í stönginni, fór þaðan í varnarmann og aftur fyrir endamörk. | |
90 | +3 Fimm mínútur eru í uppbótartíma. | |
90 | Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) á skot sem er varið +2 Olgeir fékk opið færi utan vítateigs og lét að sjálfsögðu vaða á markið en skotið var slakt og beint á Albert. | |
90 | Nú er venjulegum leiktíma lokið og aðeins uppbótartíminn eftir. | |
90 | Anton Bjarnason (ÍBV) á skot sem er varið Skot úr markteig en varnarmenn Blika voru fyrir. Annars ágætis sókn hjá ÍBV þar sem Þórarinn Ingi og Anton léku sín á milli upp vinstri kantinn og að lokum var það Anton sem fékk færið. | |
83 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Andri vann boltann af varnarmönnum Blika og var kominn í skotfæri við vítateigslínuna. Andri lét vaða á markið og skotið var gott en Ingvar Þór varði vel. | |
82 | Stutt hlé var gert á leiknum eftir skiptinguna þar sem Kristinn Jónsson, bakvörður Blika kenndi sér meins. Hann er þó kominn aftur inn á völlinn eftir stutta aðhlynningu utan vallar. | |
80 | Anton Bjarnason (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Bryan Hughes (ÍBV) fer af velli | |
78 | Breiðablik fær hornspyrnu | |
78 | Guðmundur Kristjánsson átti svakalega rispu inn í teig ÍBV og var kominn í skotfæri við markteigshornið. En í stað þess að skjóta, reyndi hann sendingu inn í vítateiginn þar sem Andri Rafn Yeoman kom aðvífandi en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu í horn. | |
73 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Eiður Aron átti ágætan skalla að marki eftir hornspyrnu Ryan Hughes en beint á Ingvar Þór í markinu. | |
73 | ÍBV fær hornspyrnu | |
73 | Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) kemur inn á | |
73 | Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) fer af velli | |
70 | Kristinn Steindórsson, sem var tekinn af leikvelli fyrir stuttu liggur hér við varamannabekkinn með kælipoka á báðum löppum. Hann virðist vera kæla báðar hásinarnar. | |
68 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Eyjamenn hafa sótt talsvert meira eftir markið og Andri Ólafsson var nærri því að koma ÍBV yfir en hann náði ekki að skalla boltann nægilega vel. Ingvar Þór var ekki í vandræðum með að hirða boltann. | |
67 | Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á | |
67 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli | |
65 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á | |
65 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli | |
60 | Haukur Baldvinsson (Breiðablik) kemur inn á | |
60 | Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli | |
59 | MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) skorar 1-1 Andri Ólafsson sendi fram völlinn þar sem Þórarinn Ingi og Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika voru í kapphlaupi um boltann. Elfar Freyr fékk boltann aftan í sig og lagði hann um leið fyrir Þórarinn Inga sem skaut frá vítateigslínunni og í markið. | |
59 | Aftur voru Blikar hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Nú var Andri Rafn Yeoman næstum sloppinn í gegnum vörn ÍBV með boltann en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu. | |
58 | Kristinn Steindórsson átti ágæta sendingu upp í hægra hornið þar sem Tómas Óli Garðarsson var mættur. Tómas reyndi fyrirgjöf en Albert kastaði sér á boltann. | |
54 | Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV er óþreytandi við að öskra hér við hliðarlínuna á sína menn enda full þörf á því. Það var ekki að sjá á upphafsmínútum síðari hálfleiks að heimamenn ætluðu sér að jafna því þeir voru hálf sofandi. Þeir hafa þó aðeins tekið við sér. | |
54 | Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem er varinn Skallinn ógnaði aldrei markinu og Ingvar Kale handsamaði boltann örugglega. | |
53 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) fær gult spjald Þórarinn Ingi var sloppinn í gegn en fyrsta snerting hans var afleit og Ingvar Þór Kale, markvörður Blika var á undan í boltann. Þórarinn sparkaði í Ingvar og fékk réttilega gula spjaldið fyrir brotið. | |
46 | Tonny Mawejje (ÍBV) kemur inn á | |
46 | Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli | |
46 | Leikur hafinn Nú byrja Eyjamenn með boltann. | |
45 | Leikurinn hefur verið þokkalega fjörugur, bæði lið sækja og boltinn hefur gengið vítateiganna á milli. Leikmenn Breiðabliks hafa þó verið öllu beittari í sínum sóknaraðgerðum, fengið nokkur ágætis færi og í raun verið nær því að bæta við marki en Eyjamenn að jafna. Heimamenn hafa hins vegar átt sínar sóknir en sem fyrr vantar meiri brodd í fremstu víglínu hjá ÍBV. | |
45 | Hálfleikur + 2 0-1 fyrir Blikum gegn ÍBV í Eyjum. | |
45 | +1 Hætta við mark ÍBV, Arnar Már Björgvinsson var aðeins of seinn í upplögðu skallafæri og sóknin rann út í sandinn. | |
45 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. Nú er venjulegum leiktíma lokið í fyrri hálfleik og aðeins uppbótartíminn eftir. | |
44 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá Skyndisókn hjá Blikum endaði með því að Kristinn reyndi skot við vítateigshornið vinstra megin en boltinn fór vel framhjá. Engu að síður ágætis tilraun. | |
40 | Breiðablik (Breiðablik) fær gult spjald Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er eitthvað ósáttur við Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómara leiksins. Jóhann Gunnar hefur flaggað á brot eins og vera ber en Ólafur vill að hann beiti betur hagnaði. Ólafur uppskar aðeins áminningu fyrir mótmæli. | |
39 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið Skotið beint í varnarmann Blikanna. | |
37 | MARK! Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) skorar 0-1 Kristinn Steindórsson fékk boltann við endalínu vinstra meginn. Hann sendi fasta sendingu með jörðinni fyrir markið, boltinn fór í gegnum vörn ÍBV og á fjærstöngina þar sem Guðmundur lúrði. Hann átti ekki í erfiðleikum með að skora úr markteignum. | |
35 | Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald Fyrir leikaraskap. Boltinn barst inn í teig og frá blaðamannastúkunni séð, var þetta bara einfaldur árekstur, hvorki víti né leikaraskapur. | |
29 | ÍBV fær hornspyrnu | |
25 | Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá Úrvalsfæri hjá Englendingnum. Bryan Hughes sendi inn í teig úr aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Connerton var einn og óvaldaður en náði ekki nógu góðu skoti og boltinn fór langt framhjá. Þarna hefði hann átt að gera betur. | |
24 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot í þverslá Kristinn fékk boltann utan við vítateig, lagði hann fyrir sig og lét vaða en boltinn small í þverslánni. Vel gert hjá Kristni og Eyjamenn stálheppnir. | |
22 | Sjaldséð mistök. Kristinn Jónsson, bakvörður Blika tók vitlaust innkast. | |
17 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark ÍBV á fjærstöng þar sem Kristinn tók boltann á lofti í ágætis skotfæri innan vítateigs en skotið fór vel yfir. | |
14 | ÍBV fær hornspyrnu | |
13 | Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið Fyrsta færi Blika. Þeir sóttu upp hægri kantinn, Arnar Már sendi skemmtilega hælsendingu á Kristinn Steindórsson sem sendi boltann áfram á Tómas Óla en skotið úr vítateignum var beint á Albert. | |
10 | Fyrsta færið. Bryan Hughes sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks á landa sinn Jordan Connerton. Hann sendi fasta sendingu fyrir þar sem Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika var hársbreidd á undan Denis Sytnik og náði að koma boltanum í burtu. | |
5 | Leikurinn fer ágætlega af stað. Bæði lið reyna að byggja upp sóknir en í tvígang hafa Eyjamenn verið dæmdir rangstæðir í álitlegri sókn. | |
1 | Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og leika til vesturs í átt að Herjólfsdal. | |
0 | Nú fer að styttast í leik. Áhorfendum í stúkunni fjölgar jafnt og þétt og líklega fá stuðningsmenn ÍBV meiri samkeppni þar sem Herjólfur er farinn að sigla aftur í Landeyjahöfn og því auðvelt að fylgja sínu liði til Eyja. | |
0 | Eyjamenn vígja í dag ný mörk á Hásteinsvellinum. Spurning hvort það sé liður í því að leysa vandræði ÍBV í sóknarleiknum eða ekki. Vallarstarfsmenn á Hásteinsvelli segja í það minnsta að það sé góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið í nýju mörkunum. | |
0 | Danski varnarmaðurinn hjá ÍBV Rasmus Christiansen leikur með myndarlegar umbúðir um höfuðið. Christiansen fékk djúpan skurð á enninu eftir að Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals sparkaði óviljandi í höfuðið á honum. | |
0 | Ólafur Kristjánsson gerir einnig breytingar á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Kári Ársælsson sest á bekkinn og sömuleiðis Rafn Andri Haraldsson en í þeirra stað koma þeir Jökull I. Elísarbetarson og Arnar Már Björgvinsson sæti í byrjunarliðinu. | |
0 | Hjá Eyjamönnum tekur Tryggvi Guðmundsson út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik en í hans stað kemur Denis Sytnik. Auk þess fer Albert Sævarsson aftur í markið og Abel Dhaira sest á tréverkið. Þá tekur Guðmundur Þórarinsson sæti í byrjunarliðinu en Tonny Mawejje fer á bekkinn. Þá eru þeir Finnur Ólafsson og Ian Jeffs meiddir og ekki í leikmannahópi ÍBV í dag. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson. Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman. Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov. | |
0 | ÍBV og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli í báðum leikjum sínum í fyrra. Í leiknum í Eyjum skoraði Haukur Baldvinsson fyrst fyrir Blika en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir ÍBV. Tryggvi kom síðan ÍBV yfir í leiknum í Kópavogi en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Blika. Félögin hafa mæst í 42 skipti í efstu deild frá 1971, Eyjamenn hafa unnið 18 leiki en Blikar 16. Blikar hafa ekki tapað í síðustu þremur heimsóknum sínum til Eyja. | |
0 | Blikar endurheimta miðjumanninn Jökul I. Elísabetarson sem var í leikbanni í leiknum við Grindavík. | |
0 | Tryggvi Guðmundsson, reyndasti leikmaður Eyjamanna, er í banni í kvöld vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Val. Finnur Ólafsson hefur glímt við meiðsli og tvísýnt var um þátttöku hans í leiknum. | |
0 | ÍBV er með 6 stig eftir þrjár umferðir. Eyjamenn unnu Fram og Val með mörkum í uppbótartíma en töpuðu fyrir Fylki. Blikar eru með 3 stig en þeir töpuðu fyrir KR og FH í fyrstu leikjunum en lögðu síðan Grindavík að velli. |
MörkÍBV - Þórarinn Ingi Valdimarsson (59 mín.)Breiðablik - Guðmundur Kristjánsson (37 mín.) ÁminningarÞórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) (53 mín.)Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (45 mín.) Breiðablik (Breiðablik) (40 mín.) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) (35 mín.) | Skot á markÍBV 7Breiðablik 5 |
Dægurmál | Mánudagur, 16. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyjamenn stálu stigunum á Hlíðarenda
Kristinn Jakobsson dómari rekur Tryggva Guðmundsson Eyjamann af velli í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Golli
Kristján Jónsson, kris@mbl.isValur og ÍBV mætast í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Vodafonevellinum að Hlíðarenda klukkan 19.15 en Valsmenn fagna 100 ára afmæli sínu í dag. ÍBV vann 1:0 með glæsilegu sigurmarki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Eyjamenn voru í bullandi vandræðum í síðari hálfleik vegna þess að Tryggvi Guðmundsson lét reka sig út af undir lok fyrri hálfleiks og mark Þórarins kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Byrjunarlið Vals:
Haraldur Björnsson - Jónas Þór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen - Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen, Guðjón Pétur Lýðsson - Matthías Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Arnar Geirsson.
Varamenn:
Sindri Snær Jensson - Stefán Jóhann Eggertsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Guðmundur Hafsteinsson, Andri Fannar Stefánsson.
Byrjunarlið ÍBV:
Abel Dhiaira - Kelvin Mellor, Rasmus Christiansen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Matt Garner - Andri Ólafsson, Tonny Mawejje, Bryan Hughes - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Jordan Connerton, Tryggvi Guðmundsson.
Varamenn:
Albert Sævarsson - Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Borgþórsson, Anton Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Stynik.
2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Dægurmál | Fimmtudagur, 12. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
0 | Leik lokið Leiknum er lokið með sigri ÍBV þrátt fyrir að Eyjamenn hafi leikið manni færri allan síðari hálfleikinn. | |
90 | Valur fær hornspyrnu | |
90 | MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) skorar Hvað haldiði? Eyjamenn skoruðu í uppbótartíma og það var ekkert smá mark. Matt Garner renndi boltanum á Þórarinn Inga sem fékk boltann utan teigs vinstra megin og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn fór rakleiðis upp í samskeytin hægra megin og Haraldur verður ekki sakaður um þetta mark. | |
90 | Þremur mínútum er bætt við leiktímann. | |
90 | Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) á skot framhjá Mjög fast skot rétt utan teigs en framhjá markinu hægra megin. | |
88 | Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) á skot framhjá Ágæt aukaspyrnu af 25 metra færi en yfir markið. | |
84 | Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) á skot framhjá Lét vaða af löngu færi en hitti boltann afar illa og engin hætta á ferðum. | |
81 | Valur fær hornspyrnu | |
80 | Anton Bjarnason (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Bryan Hughes (ÍBV) fer af velli | |
78 | Bryan Hughes (ÍBV) á skot framhjá Fékk að keyra upp að vítateig Vals en skotið var ömurlegt og fór hátt yfir markið. | |
76 | Valur fær hornspyrnu | |
70 | Andri Fannar Stefánsson (Valur) kemur inn á Hans fyrsti leikur fyrir Val í úrvalsdeildinni. | |
70 | Haukur Páll Sigurðsson (Valur) fer af velli | |
67 | Valur fær hornspyrnu | |
67 | Eyjamenn hafa fallið til baka sem eðlilegt er og eru nánast allir á sínum vallarhelmingi. Samt sem áður finnst mér Valsmenn ekki setja þá undir sérstaklega mikla pressu. | |
65 | Valur fær hornspyrnu | |
63 | Valur fær hornspyrnu | |
63 | Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) á skot sem er varið Erfitt er að túlka hornspyrnu Rúnars öðruvísi en svo að um skottilraun hafi verið að ræða. Rúnar plaffaði einfaldlega á markið og Abel þurfti að hafa sig allan við í að blaka boltanum yfir þverslána. | |
62 | Valur fær hornspyrnu | |
61 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
61 | Jordan Connerton (ÍBV) fer af velli | |
58 | Matthías Guðmundsson (Valur) á skalla sem fer framhjá Ágætur skalli frá vítapunkti eftir fyrirgjöf frá Jónasi Þór en rétt yfir markið. | |
55 | Matthías Guðmundsson (Valur) á skot framhjá Slapp inn fyrir vörnina og komst hægra megin inn í teiginn. Matthías lyfti boltanum yfir Abel markvörð en skotið fór rétt framhjá marki ÍBV.l | |
54 | Rúnar Már Sigurjónsson (Valur) kemur inn á | |
54 | Christian R. Mouritsen (Valur) fer af velli | |
50 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
50 | Tonny Mawejje (ÍBV) fer af velli | |
46 | Leikur hafinn Síðari hálfleikur er hafinn og Valsmenn sækja nú í áttina að Öskjuhlíð. | |
45 | Hálfleikur Fyrri hálfleik er lokið án þess að liðunum tækist að skora. Eyjamenn eru hins vegar í erfiðum málum. Tryggvi var rekinn út af og miðvörðurinn Christiansen fékk gat á höfuðið og spurning hvort hann geti beitt sér í síðari hálfleik. | |
45 | Ljóst er að miklu er bætt við leiktímann því miklar tafir hafa orðið á leiknum. Fyrst þegar Christiansen meiddist og þegar Tryggvi var rekinn af velli. | |
45 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær rautt spjald Nú dró heldur betur til tíðinda. Tryggva og Hauki Páli lenti saman með því afleiðingum að Tryggvi virðist hafa slegið Hauk í andlitið eða í það minnsta slegið til hans. Haukur bar sig illa og Kristinn var snöggur á vettvang með rauða spjaldið og virtist viss í sinni sök. | |
40 | Valur fær hornspyrnu | |
38 | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot á miðjum vellinum. | |
37 | Jón Vilhelm Ákason (Valur) kemur inn á | |
37 | Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fer af velli Hefur líklega orðið fyrir meiðslum í samstuðinu við Danann. | |
37 | Bryan Hughes (ÍBV) á skot framhjá Af löngu færi og lítil hætta á ferðum. | |
36 | Þá getur leikurinn hafist að nýju. Christiansen er með miklar umbúðir um höfuðið og virðist líklegur til þess að ljúka fyrri hálfleiknum að minnsta kosti. Hann þarf þó að skipta um treyju því hin var alblóðug. | |
33 | Arnar Sveinn Geirsson (Valur) fær gult spjald Kristinn gaf Arnari gult spjald og líklegast er það réttur dómur. Christiansen hallaði sér talsvert mikið fram og Kristinn metur þetta sem svo að ekki hafi verið um viljaverk að ræða. | |
32 | Leikurinn er stopp eins og er á meðan hugað er að Dananum Rasmus Christiansen. Hann teygði sig fram og reyndi að skalla boltann en Arnar Geirsson kom á móti honum og sparkaði í höfuð Christansen. Svo virðist sem talsvert blæði úr höfði Danans. Atvikið var ljótt en báðir voru þeir að eltast við lausan bolta. | |
30 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Fékk boltann rétt utan vítateigs beint á móti markinu en hitti hann illa og skotið fór ekki nálægt markinu. | |
27 | Valur fær hornspyrnu | |
27 | Hörður Sveinsson (Valur) á skot sem er varið Fékk boltann í miðjum teignum með bakið í markið. Snéri sér og skaut með vinstri en í varnarmann og aftur fyrir endamörk. | |
25 | Eyjamenn tóku við sér eftir rúmlega tíu mínútna leik og eru nokkuð frískir. Þeir eru síst lakari aðilinn í augnablikinu. | |
25 | Kelvin Mellor (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot á vallarhelmingi Vals. | |
23 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot framhjá Fékk boltann utan teigs eftir hornið og þrumaði honum hátt yfir af 30 metra færi. | |
23 | ÍBV fær hornspyrnu | |
21 | 2.348 áhorfendur eru mættir á Vodafonevöllinn. | |
18 | ÍBV fær hornspyrnu | |
17 | ÍBV fær hornspyrnu | |
15 | Halldór Kristinn Halldórsson (Valur) fær gult spjald Fyrir brot á Hughes á miðjum vellinum. | |
14 | Haukur Páll Sigurðsson (Valur) á skalla sem er varinn Fékk ágætt færi eftir aukaspyrnu Guðjóns en skallaði beint á Abel. | |
12 | ÍBV fær hornspyrnu Tryggvi fékk skotfæri utan teigs en boltinn fór í varnarmann og út af. | |
10 | Valsmenn eru vel stemmdir á afmælinu sínu og byrja leikinn af geysilegum krafti. Eyjamenn verða að gæta sín til að hanga inni í leiknum. Valsmenn eru líklegir til þess að koma sér upp góðu forskoti á fyrsta hálftímanum ef fram heldur sem horfir. | |
9 | Valur fær hornspyrnu | |
5 | Valur fær hornspyrnu | |
5 | Matthías Guðmundsson (Valur) á skot sem er varið Arnar fékk boltann úr hornspyrnunni hægra megin við vítateiginn. Arnar lék glæsilega á varnarmann og gaf fyrir markið þar sem Matthías kom á mikilli siglingu en Eyjamönnum tókst að komast fyrir skotið. | |
4 | Valur fær hornspyrnu | |
2 | Hörður Sveinsson (Valur) á skot í þverslá Arnar Geirsson komst upp hægri kantinn og gaf fasta sendingu fyrir markið á Hörð sem setti hnéð í boltann á markteig og þaðan fór hann í slána á marki ÍBV. Þarna sluppu Eyjamenn vel. | |
1 | Leikur hafinn Leikurinn er hafinn og Valsmenn byrja með boltann. | |
0 | Valsmenn eru í hátíðarskapi og hafa fjölmennt á völlinn enda hefur verið afmælisdagskrá á Hlíðarenda í allan dag. | |
0 | Valsmenn halda uppá 100 ára afmæli sitt í dag og leikurinn er lokapunkturinn í hátíðahöldum sem staðið hafa yfir á Hlíðarenda síðan klukkan 8.30 í morgun. | |
0 | ÍBV hefur ekki unnið á Hlíðarenda frá 2001. Þá skoraði Bjarnólfur Lárusson tvívegis í 2:1 sigri Eyjamanna en Sigurbjörn Hreiðarsson, sem enn er í liði Vals, svaraði fyrir heimamenn. Í fyrra gerðu liðin jafntefli þar, 1:1. Atli Sveinn Þórarinsson kom Val yfir en Denis Sytnik jafnaði fyrir tíu Eyjamenn. ÍBV vann síðan 3:1 í Eyjum þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði 2 mörk og Danien J. Warlem eitt en Baldur I. Aðalsteinsson hafði áður komið Val yfir. | |
0 | ÍBV og Valur eiga langa sögu að baki í efstu deild en félögin mættust þar fyrst árið 1926. Þau hafa alls mæst 70 sinnum og hafa Valsmenn unnið 30 leiki en Eyjamenn 24. Þar af hafa Valsmenn unnið 20 af þeim 38 leikjum liðanna sem fram hafa farið í höfuðborginni en ÍBV aðeins 9. | |
0 | Valur er með 6 stig á toppi deildarinnar eftir 2 umferðir en ÍBV er með 3 stig. Valsmenn lögðu FH 1:0 á Hlíðarenda og Grindavík 2:0 suður með sjó, og Haraldur Björnsson hefur því ekki fengið á sig mark. ÍBV vann Fram 1:0 en tapaði 1:2 fyrir Fylki. Báðir leikirnir fóru fram í Eyjum. |
MörkÍBV - Þórarinn Ingi Valdimarsson (90 mín.)ÁminningarTryggvi Guðmundsson (ÍBV) (45 mín.)Andri Ólafsson (ÍBV) (38 mín.) Arnar Sveinn Geirsson (Valur) (33 mín.) Kelvin Mellor (ÍBV) (25 mín.) Halldór Kristinn Halldórsson (Valur) (15 mín.) | Skot á markÍBV 1Valur 5 Skot framhjáÍBV 4Valur 5 HornspyrnurÍBV 4Valur 12 |
Dægurmál | Fimmtudagur, 12. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísir 11. maí. 2011 23:12
Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna
Mynd/AntonÓskar Ófeigur Jónsson skrifar:
Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.
Valsmenn voru manni fleiri allan síðari hálfleikinn eftir að Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald í lokin á fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Rauða spjaldið var umdeilt og ekki síst þar sem að Valsmaðurinn Haukur Páll Sigurðsson slapp alveg hjá Kristni Jakobssyni dómara en þeim tveimur hafði lent saman.
Eyjamenn börðust vel og gáfu fá færi á sér í seinni hálfleiknum á sama tíma og Valsmenn voru afar klaufskir á síðasta þriðjunginum. Þegar allt virtist stefna í markalaust jafntefli þá gleymdu Valsmenn Þórarni fyrir utan teiginn og tryggði sigurinn með algjöru draumamarki.
Valsmenn byrjuðu leikinn mjög vel og fengu tvö ágæt færi á fyrstu fimm mínútunum, fyrst skaut Hörður Sveinsson í slá og svo varði Abel Dhaira vel frá Matthíasi Guðmundssyni. Valsmenn spiluðu oft laglega á milli sín á upphafskaflanum og Haukur Páll Sigurðsson, Christian Mouritsen og Guðjón Pétur Lýðsson voru allt í öllu í leik liðsins.
Þegar leið á hálfleikinn komust þó Eyjamenn meira inn í leikinn þótt að þeim tækist ekki að koma sér í opin marktækifæri gegn traustri vörn Valsmanna.
Á 33. mínútu sparkar Arnar Sveinn Geirsson að því virðist óviljandi í höfuð Rasmus Christiansen þegar Rasmus er að fara skalla boltann. Rasmus lá lengi í jörðinni og bjuggust flestir við skiptinu. Það var hinsvegar Arnar sem fór útaf meiddur og Rasmus hélt áfram vafinn í andlitinu eins og hálfgerð múmía.
Það hitnaði vel í mönnum eftir samtuðið hjá Arnari og Rasmus og Kristinn hafði í mörgu að snúast það sem eftir lifði af hálfleiknum.
Á 45. mínútu lenti þeim Hauki Pál Sigurðssyni og Tryggva Guðmundssyni saman og það endaði með að Kristinn dómari gaf Tryggva rautt spjald en Haukur Páll slapp hinsvegar við spjaldið. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta en það var mjög skrýtið að aðeins öðrum þeirra skyldi vera refsað og það með hámarksrefsingu.
Eyjamenn duttu aftur á völlinn í seinni hálfleik og vörðust vel en það hjálpaði þeim líka að Valsmenn voru hægir og kraftlausir og tókst engan veginn að nýta sér liðsmuninn.
Flestar sóknir Valsmanna í seinni hálfleiknum voru hættulitlar og skotin ógnuðu ekki mikið Eyjamarkinu enda fóru þau flest langt yfir.
Það virtist vera að stefna í markalaust jafntefli þegar Eyjamenn náðu einni af fáum sóknum sínum í seinni hálfleiknum. Valsmenn sofnuðu á verðunum, leyfðu Þórarni að fá tíma fyrir utan teig og hann þakkaði fyrir það með því að smella boltanum upp í vinkilinn með stórglæsilegu skoti.
Eyjamenn héldu síðan út og fögnuðu gríðarlega í leikslok enda höfðu fáir búist við því að þeir tækju öll stigin með sér heim þegar Tryggvi var rekinn útaf í lok fyrri hálfleiksins.
Tölfræðin: Valur - ÍBV 0-1
Mörkin:
0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (90.+1)
Rautt spjald:
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV (45.)
Vodafone-völlur
Áhorfendur: 2348
Dómari: Kristinn Jakobsson (6)
Skot (á mark): 12-6 (4-1)
Varin skot: Haraldur 0, Dhaira 3
Horn: 13-5
Aukaspyrnur fengnar: 15-7
Rangstöður: 3-0
Valur (4-5-1)
Haraldur Björnsson 5
Jónas Tór Næs 5
Halldór Kristinn Halldórsson 6
Atli Sveinn Þórarinsson 5
Pól Jóhannus Justinussen 6
Haukur Páll Sigurðsson 6
(70., Andri Fannar Stefánsson -)
Guðjón Pétur Lýðsson 5
Arnar Sveinn Geirsson 5
(37., Jón Vilhelm Ákason 6)
Matthías Guðmundsson 6
Christian R. Mouritsen 6
(54., Rúnar Már Sigurjónsson 5)
Hörður Sveinsson 4
ÍBV (4-5-1)
Abel Dhaira 6
Kelvin Mellor 5
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 7
Matt Garner 5
Andri Ólafsson 6
Bryan Hughes 5
(81., Anton Bjarnason -)
Tony Mawejje 5
(50., Guðmundur Þórarinsson 6)
Tryggvi Guðmundsson 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 7 - Maður leiksins -
Jordan Connerton 5
(61., Denis Sytnik 5)
Fyrst birt: 11. maí. 2011 14:44
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti Valur 0 - 1 ÍBVMörk | ||
'90 | Þórarinn Ingi Valdimarsson |
Opna i sér glugga » 12. Maí 07:31 | |||
'90 | Leik Lokið | ||
'90 | Matt Garner gaf stoðsendingu | ||
'90 | Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði mark - Þórarinn Ingi skoraði með glæsilegu skoti af löngu færi upp í bláhornið. | 0-1 | |
'90 | Þremur mínútum bætt við. | ||
'90 | Öll skot Valsmanna á lokakaflanum eru hættulaus, af löngu færi og fara langt yfir markið. | ||
'81 | Bryan Hughes út / Anton Bjarnason inn - Hughes var orðinn þreyttur og það fyrir löngu. | ||
'80 | Abel Dhaira, markvörður ÍBV, hefur gripið nokkrum sinnum vel inni. Hann er stundum svolítið tæpur en þetta hefur bjargast hingað til. | ||
'70 | Haukur Páll Sigurðsson út / Andri Fannar Stefánsson inn - Haukur Páll var farinn að haltra og náði ekki að fylgja eftir flottum fyrri hálfleik. | ||
'70 | Eyjamenn halda út ennþá en pressa Valsmanna er að aukast. | ||
'63 | Rúnar Már Sigurjónsson var nálægt því að skora beint úr horni en Abel slær boltann yfir. | ||
'61 | Jordan Connerton út / Denis Sytnik inn - Heimir setur fríska fætur í framlínuna. | ||
'58 | Valsmönnum gengur ekkert alltof vel að stjórna leiknum gegn tíu Eyjamönnum og það er ekki mikil pressa á Eyjavörninni eins og er. | ||
'58 | Matthías Guðmundsson skallaði yfir eftir fyrirgjöf frá Jónas Tór Næs. | ||
'55 | Matthías Guðmundsson slapp í gegn en slakt skot hans fór framhjá Abel sem kom út á móti og einnig framhjá markinu. | ||
'54 | Christian R. Mouritsen út / Rúnar Már Sigurjónsson inn | ||
'52 | Það er kraftur í Eyjamönnum í upphafi seinni hálfleiks og þeir ætla ekki að gefast upp. | ||
'50 | Tony Mawejje út / Guðmundur Þórarinsson inn | ||
'46 | Seinni hálfleikur hefst | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - Það var fjórum mínútum bætt við. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ræðir málin við Kristinn dómara. | ||
'45 | Tryggvi Guðmundsson fékk beint rautt spjald - Fyrir að slá Hauk Pál eftir að þeim lenti saman. Kristinn var í góðri aðstöðu til að sjá þetta. | ||
'38 | Andri Ólafsson fékk gult spjald - fyrir brot á Hauki Pál Sigurðssyni. | ||
'37 | Arnar Sveinn Geirsson út / Jón Vilhelm Ákason inn - Rasmus heldur áfram en Arnar þarf að fara útaf vegna meiðsla. | ||
'36 | Það er búið að vefja allan hausinn á Rasmus og hann ætlar aftur inn á völlinn en hann er líkari múmíu en fótboltamanni. | ||
'33 | Arnar Sveinn Geirsson fékk gult spjald - Arnar Sveinn fær gult fyrir brotið en menn eru enn að huga að Rasmus. | ||
'32 | Arnar Sveinn Geirsson sparkar í höfuð Rasmus Christiansen þegar hann er að fara skalla boltann og þetta lítur ekki vel út. | ||
'27 | Hörður Sveinsson snýr af sér varnarmann og skot hans er að stefna í bláhornið þegar Kevin Mellor nær að skalla hann yfir. | ||
'25 | Kelvin Mellor fékk gult spjald - Fyrir að brjóta á Matthíasi Guðmundssyni sem var kominn framhjá honum. | ||
'21 | Valsmenn heimta víti fyrir hendi en Kristinn dæmir ekkert. | ||
'17 | Bryan Hughes er farinn að láta til sín taka á miðjunni og Eyjamenn eru að koma inn í leikinn. | ||
'15 | Halldór Kristinn Halldórsson fékk gult spjald - Halldór fær gult fyrir brot fyrir að brjóta á Bryan Hughes. | ||
'14 | Haukur Páll Sigurðsson á skalla eftir aukaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar en Abel ver auðveldlega. | ||
'10 | Valsmenn hafa tekið völdin í leiknum og er oft að spila boltanum skemmtilega á milli sín. | ||
'5 | Guðjón Pétur Lýsson sýnir snilldartakta þegar hann leggur upp færi fyrir Matthías Guðmundsson eftir stutta hornspyrnu en Abel Dhaira ver vel í horn. | ||
'3 | Hörður Sveinsson á skot í slánna eftir fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar. | ||
'2 | Eyjamenn setja smá pressu á Valsmenn strax í upphafi leiks en ná ekki að skapa sér færi. | ||
'1 | Leikurinn hafinn - Valsmenn byrja með boltann. | ||
'0 | Valsmenn spila þó ekki í þessum fyrrnefndu búningum því öllum að óvörum þá klæða sig þeir úr þeim. | ||
'0 | 100 Valskrakkar hlaupa inn á völlinn og sleppa 100 blöðrum í tilefni af afmælinu. Skemmtilegt. | ||
'0 | Valsmenn spila í nýjum búningum með gömlum stíl. Peysurnar eru meira að segja reimaðar að framan. | ||
'0 | "Valsmenn léttir í lundu" hljómar á Hlíðarenda og Valsmenn taka vel undir. Það er sannkölluð afmælisstemmning og nú styttist óðum í leikinn. Það er líka vel mætt á leikinn og stúkan er að fyllast. | ||
'0 | Valsmenn halda upp á 100 ára afmæli sitt í dag og því er mikið um dýrðir á Hlíðarenda. Nú er að sjá hvort Valsmenn fái þrjú stig í afmælisgjöf frá leikmönnum sínum. | ||
'0 | Eyjamenn hafa ekki unnið fyrsta útileik sinn á tímabili í efstu deild síðan að þeir unnu Blika árið 1996. | ||
'0 | Valsmenn eiga í kvöld möguleika á að vinna fyrstu þrjá leiki sína í fyrsta sinn frá árinu 2005. | ||
'0 | Eyjamenn voru taplausir á Vodafone-vellinum í fyrra; unnu Hauka 3-0 og gerðu 1-1 jafntefli við Val. | ||
'0 | Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hefur gert nokkrar breytingar á sínu liði og mesta athygli vekur að Abel Dhaira byrjar í markinu í stað Albert Sævarssonar og að Bryan Hughes er í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik. Auk þeirra kemur Kevin Mellor inn í byrjunarliðið. | ||
'0 | Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, gerir engar breytingar á byrjunarliði sínu enda hefur Valsliðið unnið tvo fyrstu leiki sína á þessu liði. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik Vals og ÍBV lýst. |
Liðin:
- Valur
- 1 - Haraldur Björnsson
- 3 - Jónas Tór Næs
- 4 - Halldór Kristinn Halldórsson
- 5 - Atli Sveinn Þórarinsson
- 6 - Pól Jóhannus Justinussen
- 9 - Hörður Sveinsson
- 10 - Guðjón Pétur Lýðsson
- 11 - Matthías Guðmundsson
- 18 - Arnar Sveinn Geirsson
- 19 - Christian R. Mouritsen
- 21 - Haukur Páll Sigurðsson
- Varamenn
- 2 - Stefán Jóhann Eggertsson
- 7 - Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
- 8 - Rúnar Már Sigurjónsson
- 12 - Sindri Snær Jensson
- 14 - Jón Vilhelm Ákason
- 17 - Guðmundur Steinn Hafsteinsson
- 23 - Andri Fannar Stefánsson
- ÍBV
- 1 - Abel Dhaira
- 3 - Matt Garner
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 15 - Tony Mawejje
- 16 - Jordan Connerton
- 18 - Kelvin Mellor
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 27 - Bryan Hughes
- 28 - Rasmus Christiansen
- Varamenn
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 7 - Albert Sævarsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 11 - Anton Bjarnason
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 21 - Denis Sytnik
- Dómarar
- Kristinn Jakobsson
- Sigurður Óli Þórleifsson
- Gylfi Már Sigurðsson
Tengdar greinar: |
Aðgerðir
Fleiri fréttir
Dægurmál | Fimmtudagur, 12. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fylkissigur í Vestmannaeyjum
Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar
Júlíus G. Ingason, sport@mbl.isFylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.
Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.
Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
þróttir | Pepsi-deildin | mbl | 7.5.2011 | 18:00 | Uppfært 18:36 Upplestur á frétt
Fylkissigur í Vestmannaeyjum
Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar
Júlíus G. Ingason, sport@mbl.isFylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.
Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.
Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.
Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Völlur: Hásteinsvöllur Leikur hefst | Aðstæður Dómari: Erlendur Eiríksson |
90 | Eins og áður sagði var sigur Fylkismanna sanngjarn á Hásteinsvellinum í dag. Eftir ágætan fyrri hálfleik hjá báðum liðum, reyndust Fylkismenn sterkari í þeim síðari í annars afar bragðdaufum síðari hálfleik. Eyjamenn geta verið ósáttir enda léku þeir illa í síðari hálfleik gegn vindinum, sem hafði þó ekki það mikil áhrif á leikinn. En fyrsti sigur Árbæinga kominn í hús og liðin tvö því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. | |
90 | Leik lokið +4 1-2 Góður og í raun sanngjarn Fylkissigur. | |
90 | Fylkir fær hornspyrnu +3 | |
90 | +3 Venjulegum leiktíma er lokið í Eyjum en þremur mínútum verður bætt við. Það þýðir að nú er tæp mínúta eftir. | |
90 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) á skot framhjá +3 Ágæt sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með því að Guðmundur reyndi skot úr vítateig en skotið fór talsvert yfir. | |
90 | Nú liggja tveir eftir, Yngvi Magnús Borgþórsson og Fjalar Þorgeirsson. Yngvi hugðist skalla boltann en Fjalar var á undan og sló hann frá. Ekki gott fyrir Fylkismenn ef Fjalar meiðist líka. | |
87 | Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) kemur inn á | |
87 | Baldur Bett (Fylkir) fer af velli | |
85 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skalla sem er varinn Aftur vildu Eyjamenn fá víti. Nú skallaði Tonny Mawejje að marki frá fjærstöng en Kjartan Ágúst Breiðdal varð fyrir. Mawejje, eins og fleiri Eyjamenn vildu meina að boltinn hefði farið í höndina á Ágústi en Erlendur dómari var ekki sammála. | |
84 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á Sóknarskipting, varnarmaður út fyrir miðjumann. | |
84 | Matt Garner (ÍBV) fer af velli | |
84 | Valur Fannar Gíslason (Fylkir) fær gult spjald Fyrir brot. | |
83 | Denis Sytnik (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. | |
82 | Rúrik Andri Þorfinnsson (Fylkir) kemur inn á | |
82 | Jóhann Þórhallsson (Fylkir) fer af velli | |
80 | Þórarinn Ingi Valdimarsson liggur nú utan vallar. Hann virðist hafa meitt sig í nára. | |
77 | Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skalla sem er varinn Valur Fannar átti langa sendingu úr aukaspyrnu inn í vítateig ÍBV þar sem Andrés Már reyndi að "flikka" boltanum framhjá Alberti, sem var vel staðsettur og greip boltann. | |
74 | MARK! Fylkir (Fylkir) skorar 1-2 Albert Brynjar skorar öðru sinni í leiknum. Arnór Eyvar átti misheppnaða sendingu fram völlinn. Kjartan Ágúst Breiðdal las sendinguna og geystist fram völlinn. Hann sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar fékk skotfæri eftir klafs við varnamenn ÍBV og nýtti það. Vel gert hjá Alberti. | |
72 | Eyjamenn voru í álitlegri sókn, Denis Sytnik sendi á Tryggva sem reyndi stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna. En Sytnik féll eftir viðskipti sín við Kristján Valdimarsson. Aukaspyrna dæmd en ekkert spjald. | |
69 | Lítið að gerast á Hásteinsvellinum þessa stundina, nema hvað að nú rignir linnulaust. Spilið, sem var ágætt í fyrri hálfleik er ekki lengur til staðar og gangur leiksins hefur verið þannig að Fylkismenn reyna að finna leið í gegnum þéttan varnarmúr ÍBV. Eyjamenn beita hins vegar skyndisóknum en lítið er um færi þessa stundina. | |
69 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
69 | Jordan Connerton (ÍBV) fer af velli | |
68 | Fylkir fær hornspyrnu | |
66 | Jóhann Þórhallsson liggur í vellinum eftir að hafa rekist í Albert Sævarsson markvörð ÍBV. Jóhann harkar hins vegar af sér og meiðslin ekki alvarleg. | |
64 | Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin. Matt Garner sendi fyrir markið úr aukaspyrnunni og Tryggvi Guðmundsson féll við eftir skallaeinvígi gegn Kristjáni Valdimarssyni. Eyjamenn heimtuðu vítaspyrnu en Erlendur dómari var ekki á sama máli. | |
59 | Fylkir fær hornspyrnu | |
59 | Albert Brynjar Ingason (Fylkir) á skot sem er varið Albert Brynjar fékk snilldarsendingu frá Gylfa Einarssyni og var sloppinn í gegn. En Eiður Aron Sigurbjörnsson, varnarmaður ÍBV gerði vel í að trufla hann þannig að hann náði ekki að stýra boltanum í netið. Albert varði í horn. | |
57 | Þórir Hannesson (Fylkir) á skalla sem fer framhjá Fylkismenn fengu aukaspyrnu við hliðarlínuna á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið og þar stökk Þórir Hannesson manna hæst en skallinn var laus og fór framhjá. | |
56 | Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Arnór Eyvar Ólafsson, bakvörður átti fína fyrirgjöf og Jordan Connerton stökk manna hæst en skallinn var laust og fór framhjá. | |
50 | Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot framhjá Andrés lék laglega á Eið Aron og reyndi skot utan vítateigs. Skotið var algjörlega misheppnað og fór hátt yfir. | |
47 | Tryggvi Guðmundsson var ekki sáttur við Erlend Eiríksson dómara. Tryggvi lék á Val Fannar Gíslason og ætlaði að hlaupa framhjá honum. Það gerði hann en var dæmdur brotlegur, líklega réttur dómur. | |
46 | Leikur hafinn Nú byrja Eyjamenn með boltann og leika gegn vindinum í síðari hálfleik. Engar breytingar gerðar á liðunum í hálfleik. | |
45 | Ágætis fyrri hálfleikur í Eyjum í dag. Bæði lið eru að spila ágætis fótbolta og má segja að fyrri hálfleikur hafi verið nokkuð kaflaskiptur, þar sem liðin skiptust á að sækja. Jafntefli í hálfleik er því nokkuð sanngjörn staða. Í síðari hálfleik munu Eyjamenn leika gegn vindinum, sem virðist vera aukast lítillega auk þess sem byrjað er að rigna í Eyjum. | |
45 | Hálfleikur Uppbótartíminn var ein mínúta. Staðan í hálfleik er 1-1. | |
43 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Eyjamenn fengu aukaspyrnu fyrir innan miðjulínuna. Arnór Eyvar sendi inn í eigin þar sem Eiður reyndi að skalla boltann aftur fyrir sig. Tilraunin var reyndar ágæt en Fjalar varði vel. | |
41 | Fylkir fær hornspyrnu | |
41 | Jóhann Þórhallsson (Fylkir) á skot sem er varið Glæsileg syrpa hjá Jóhanni, lék í gegnum vörn ÍBV og lét vaða en Albert varði vel í horn. | |
41 | Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) fær gult spjald | |
38 | Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) kemur inn á | |
38 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli Ian Jeffs haltrar af velli, líklega tognaður aftan í vinstra læri. | |
36 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá Mawejje reyndi skot af löngu færi, bylmingsskot sem Fjalar var líklega feginn að sjá fara framhjá. En naumt var það. | |
35 | Ingimundur Níels lék laglega á tvo varnarmenn ÍBV við endalínuna hægra megin. Hann reyndi fasta sendingu fyrir markið sem varnarmenn ÍBV náðu að lokum að koma frá. Þarna hefðu sóknarmenn Fylkis mátt vera grimmari. | |
33 | ÍBV fær hornspyrnu Fjalar varði meistaralega eftir að Eiður Aron Sigurbjörnsson hafði sent langa sendingu inn í teiginn, Valur Fannar ætlaði að skalla frá en hitti ekki boltann sem stefndi inn. En Fjalar varði meistaralega í horn. | |
33 | Kristján Valdimarsson (Fylkir) fær gult spjald Kristján braut á Tryggva Guðmundssyni sem var að prjóna sig í gegnum vörnina. | |
31 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Skyndiupphlaup hjá ÍBV, eða öllu heldur þeim Jordan Connerton og Tryggva Guðmundssyni sem endaði með því að Tryggvi reyndi að teygja sig í boltann með varnarmann fyrir framan sig en skotið fór hátt yfir. | |
29 | MARK! Rasmus Christiansen (ÍBV) skorar 1-1 Ian Jeffs tók hornspyrnu, Andri Ólafsson skallaði að marki, Þórarinn Ingi fylgdi á eftir en Fylkismenn vörðu. Á endanum var það varnarmaðurinn danski Rasmus Steenberg Christiansen sem skoraði með skoti úr markteig. | |
28 | ÍBV fær hornspyrnu | |
25 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Þórarinn Ingi lék upp vinstri kantinn og inn í teig þar sem hann reyndi skot, eða fyrirgjöf. Það varð allavega til þess að Fjalar markvörður þurfti að kasta sér á boltann, sem annars hefði farið inn. | |
23 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá Tonny Mawejje reyndi skot utan teigs en hitti boltann illa og skotið fór yfir. | |
21 | Rétt áður en Þórarinn fékk gula spjaldið áttu Fylkismenn ágæta sókn þar sem Albert Brynjar Ingason fékk boltann á fjærstönginni og reyndi að leggja boltann fyrir en Albert náði að kasta sér á boltann. | |
21 | Þórir Hannesson (Fylkir) fær gult spjald Fyrir brot á Þórarni Inga Valdimarssyni. | |
20 | Það er ekki mikill munur á liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar en munurinn liggur auðvitað í marki Fylkismanna. Annars eru bæði spila ágætan fótbolta. | |
17 | Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá Connerton lék laglega í gegnum vörn Fylkismanna og ákvað að skjóta frá vítateigslínunni. Skotið fór yfir og enski framherjinn hefði átt að gera betur enda úrvalsfæri. | |
13 | MARK! Albert Brynjar Ingason (Fylkir) skorar 0-1 Fylkismenn fengu aukaspyrnu hægra megin út við hliðarlínunni. Andrés Már Jóhannesson sendi fyrir markið, Valur Fannar skallaði að marki en boltinn stefndi framhjá. En þá kom Gylfi Einarsson, sendi fyrir markið þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði úr markteig. Vel gert hjá Fylkismönnum. | |
12 | Eyjamenn virðast vera eitthvað óöruggir í öftustu varnarlínu í upphafi leiks. Ingimundur Níels Óskarsson sendi flotta sendingu fyrir markið og þar áttust þeir við Arnór Eyvar Ólafsson og Albert Sævarsson, sem báðir leika með ÍBV. Þeir keyrðu einfaldlega saman en Albert kastaði sér á boltann áður en sóknarmenn Fylkis áttuðu sig. | |
11 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn fengu innkast og eftir smá klafs í teignum barst boltinn til Ian Jeffs sem tók boltann á lofti og átti ágætis skot sem fór rétt yfir. | |
8 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið Hann skaut á markið, hvað annað? En Fjalar var aldrei í vandræðum með að grípa boltann. | |
8 | Aftur fá Eyjamenn aukaspyrnu, nú 20 metrum frá vítateig. Hvað gerir Tryggvi nú? | |
5 | Ágætis upphlaup hjá Fylkismönnum. Jóhann Þórhallsson sendi góða sendingu inn fyrir vörn ÍBV og Albert Brynjar Ingason var við það að sleppa í gegn. Rasmus Christiansen, varnarmaður ÍBV náði þó að hlaupa hann uppi og sóknin rann út í sandinn. | |
2 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot sem er varið Tryggvi lét vaða á markið en skotið var ekki gott. Engu að síður missti Fjalar Þorgeirsson boltann frá sér en náði að koma höndum á hann áður en Andri Ólafsson, leikmaður ÍBV gerið það. | |
2 | Eyjamenn fá aukaspyrnu, um 10 metrum frá vítateigslínunni. | |
1 | Leikur hafinn Fylkismenn byrja með boltann og leika í átt til austurs, gegn vindinum. | |
0 | Nú styttist í að leikurinn hefjist, leikmenn og dómarar eru að hlaupa inn á völlinn undir hinu þekkta Star Wars lagi sem Eyjamenn spila fyrir leik. | |
0 | Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV gerir einnig breytingu á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Fram hér í Eyjum á mánudaginn. Úkraínski framherjinn Denis Sytnik sest á tréverkið en enski táningurinn Jordan Connerton kemur í hans stað. Að öðru leyti er byrjunarliðið það sama. Reyndar vantar Finn Ólafsson og Kelvin Mellor í leikmannahóp ÍBV í dag en báðir eru þeir meiddir. | |
0 | Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis gerir þrjár breytingar á liði sínu frá því í tapinu gegn Grindavík í 1. umferðinni. Eins og áður hefur komið fram stendur Fjalar Þorgeirsson í markinu eftir að Bjarni Þórður Halldórsson fingurbrotnaði. Þá koma þeir Valur Fannar Gíslason og Jóhann Þórhallsson einnig inn í byrjunarliðið. | |
0 | Leikmenn beggja liða eru á vellinum að hita upp. Aðstæður eru hinar ágætustu til knattspyrnuiðkunnar í Eyjum í dag. Hásteinsvöllur lítur vel út en er blautur. Í Eyjum er hægt austan gola, skýjað og hiti um 9 gráður. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, EIður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik. Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett. Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson. | |
0 | Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis er fingurbrotinn og spilar ekki í dag eða í næstu leikjum liðsins. Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis undanfarin ár, verður því á milli stanganna hjá liðinu á nýjan leik í dag. | |
0 | ÍBV vann Fram, 1:0, í 1. umferðinni þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmarkið í blálokin. Fylkir tapaði 2:3 fyrir Grindavík eftir að hafa komist í 2:0 með mörkum Gylfa Einarssonar og Ingimundar Óskarssonar. | |
0 | ÍBV hefur unnið 12 af 22 viðureignum liðanna í efstu deild frá 1993. Fylkir hefur unnið 8 leiki og aðeins 2 endað með jafntefli. Markatalan er samt Fylki í hag, 33:31, en Árbæjarliðið hefur unnið ÍBV fjórum sinnum með markatölunni 3:0 eða 4:0. | |
0 | ÍBV vann báða leikina gegn Fylki í Pepsi-deildinni í fyrra. Fyrst 1:0 í Eyjum þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði sigurmarkið, og síðan 2:1 í Árbænum. Þá skoraði Jóhann Þórhallsson fyrir Fylki úr vítaspyrnu og ÍBV missti Albert Sævarsson markvörð af velli með rautt spjald. Samt jafnaði Þórarinn Ingi fyrir Eyjamenn og James Hurst skoraði sigurmark þeirra, í kveðjuleik sínum með liðinu. |
MörkFylkir - Fylkir (74 mín.)ÍBV - Rasmus Christiansen (29 mín.) Fylkir - Albert Brynjar Ingason (13 mín.) ÁminningarValur Fannar Gíslason (Fylkir) (84 mín.)Denis Sytnik (ÍBV) (83 mín.) Yngvi Magnús Borgþórsson (ÍBV) (41 mín.) Kristján Valdimarsson (Fylkir) (33 mín.) Þórir Hannesson (Fylkir) (21 mín.) | Skot á markÍBV 6Fylkir 5 Skot framhjáÍBV 7Fylkir 2 HornspyrnurÍBV 2Fylkir 4 |
Dægurmál | Sunnudagur, 8. maí 2011 (breytt kl. 07:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísir 07. maí. 2011 19:28
Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum
Albert Brynjar Ingason. Mynd/StefánValur Smári Heimisson skrifar:
Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni.
Eyjamenn byrjuðu leikinn þó betur, voru með vindinn í bakið og héldu boltanum nokkuð vel. Fylkismenn skoruðu þó úr fyrsta almennilega færinu sínu eða á 14 mínútu. Það var þá aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potaði boltanum á Albert Brynjar sem lagði boltan í netið.
Aðeins korteri síðar eða á 29 mínútu náðu Eyjamenn þó að jafna, hornspyrna tekin af Ian Jeffs, Andri Ólafsson skallaði boltan frá fjærstön og aftur fyrir markið en þar potaði Jordan Connerton boltanum fyrir miðvörðinn Rasmus Christiansen sem hamraði boltanum upp í þaknetið.
Ian Jeffs fór svo meiddur af velli stuttu seinna og Yngvi Borgþórsson kom inná í hans stað. Það er alltaf slæmt að missa menn útaf sem eru að byrja inná, það getur ruglað því sem sett var upp." Sagði Heimir Hallgrímsson eftir leik.
Síðari hálfleikur var svo alls ekki mikil skemmtun fótboltalega séð, liðunum gekk frekar illa að halda boltanum innan liðsins.
Það voru svo Fylkismenn sem náðu að nýta sér vindinn sem þeir höfðu í bakið í síðari hálfleik. Þar var aftur að verki Albert Brynjar sem skoraði eftir að Kjartan Ágúst slapp einn upp vinstri kanntinn og lagði boltan fyrir Albert.
Leikurinn var lítið spennandi eftir markið, hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg færi. Það voru því Fylkismenn sem fóru með sigur af hólmi á Hásteinsvellinum.
ÍBV-Fylkir 1-2 - tölfræðin í leiknum
0-1 Albert Brynjar Ingason (14.)
1-1 Rasmus Christiansen (29.)
1-2 Albert Brynjar Ingason (74.)
Hásteinsvöllur
Áhorfendur: 745
Dómari: Erlendur Eiríksson 7
Skot (á mark): 13-7 (6-5)
Varin skot: Albert 4 - Fjalar 5
Horn: 3-3
Aukaspyrnur fengnar: 14-12
Rangstöður: 3-0
ÍBV (4-5-1)
Albert Sævarsson 4
Arnór Eyvar Ólafsson 4
Rasmus Christiansen 6
Eiður Aron Sigurbjörnsson 5
Matt Garner 5
(84., Guðmundur Þórarinsson -)
Jordan Connerton 4
(69., Denis Sytnik -)
Andri Ólafsson 5
Ian David Jeffs 5
(38., Yngvi Magnús Borgþórsson 3)
Tony Mawejje 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 5
Tryggvi Guðmundsson 6
Fylkir (4-3-3)
Fjalar Þorgeirsson 5
Þórir Hannesson 5
Kristján Valdimarsson 5
Valur Fannar Gíslason 5
Kjartan Ágúst Breiðdal 6
Baldur Bett 5
(87., Oddur Ingi Guðmundsson -)
Gylfi Einarsson 7
Andrés Már Jóhannesson 6
Ingimundur Níels Óskarsson 5
Albert Brynjar Ingason 8 - maður leiksins -
Jóhann Þórhallsson 6
(82., Rúrik Andri Þorfinnsson -)
Fyrst birt: 07. maí. 2011 15:00
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 2 FylkirMörk | ||
'29 | Rasmus Christiansen |
Mörk | ||
'14 | Albert Brynjar Ingason | |
'74 | Albert Brynjar Ingason |
Opna i sér glugga » 08. Maí 04:01 | |||
'94 | Leik Lokið | ||
'92 | Eyjamenn sækja stíft, Tony Mawejje með sendingu fyrir á Guðmund Þórarinsson sem skýtur yfir markið. | ||
'89 | Eyjamenn fá aukaspurnu út við hliðarlínu, Þórarinn Ingi tekur spyrnuna, en þegar Fjalar virðist vera að hafa boltan keyrir Yngvi Borgþórsson inn í hliðiná honum og liggja þeir báðir eftir. | ||
'87 | Baldur Bett út / Oddur Ingi Guðmundsson inn | ||
'84 | Matt Garner út / Guðmundur Þórarinsson inn | ||
'84 | Valur Fannar Gíslason fékk gult spjald - Valur Fannar brýtur á Tony Mawejje | ||
'82 | Jóhann Þórhallsson út / Rúrik Andri Þorfinnsson inn - Jóhann Þórhalls útaf eftir fínan leik. | ||
'74 | Kjartan Ágúst Breiðdal gaf stoðsendingu | ||
'74 | Albert Brynjar Ingason skoraði mark - Arnór Eyvar með misheppnaða sendingu sem ratar beint á Kjartan Ágúst sem sleppur einn upp vinstri kanntinn, sendir fyrir á Albert Brynjar sem kemur boltanum framhjá Alberti Sævarssyni í markinu. | 1-2 | |
'69 | Jordan Connerton út / Denis Sytnik inn - Eyjamenn að fá ferska fætur inná. | ||
'65 | Þórir Hannesson brýtur á Tryggva Guðmundssyni, annað brot Þóris eftir að hafa fengið gula spjaldið og Óli Þórðar kallar yfir að hann eigi að róa sig. | ||
'59 | Albert Brynjar slapp einn í gegnum vörn Eyjamanna en nafni hans Sævarsson varði boltan í horn, algjört dauðafæri! | ||
'57 | Áhorfendur á Hásteinsvellinum í dag eru 747. | ||
'55 | Seinni hálfleikur hefur farið rólega af stað, ekkert hættulegt færi eða neitt. Spurning hvoru liðinu tekst fyrr að ráða við vindinn sem er kominn. | ||
'46 | Seinni hálfleikur hefst | ||
'45 | Ágætur fyrri hálfleikur. En núna hefur heldur bætt í vindinn og aðeins farið að rigna. Fylkismenn eru nú með vindinn í bakið og spurning hvort það hjálpi þeim eitthvað í síðari hálfleik þar sem sá leikhluti hefur ekki verið þeirra sérgrein. | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið | ||
'42 | Jóhann Þórhallson með gott skot á markið eftir eftir að hafa farið framhjá Eið Aron í vörn ÍBV. Albert ver boltan hinsvegar vel í horn. Ekkert varð svo úr hornspyrnunni | ||
'41 | Yngvi Magnús Borgþórsson fékk gult spjald - Yngvi að fá gult spjald aðeins 2 mínútum eftir að koma inná. | ||
'38 | Ian David Jeffs út / Yngvi Magnús Borgþórsson inn - Yngvi að koma inná fyrir Ian Jeffs sem fer haltrandi útaf. | ||
'32 | Kristján Valdimarsson fékk gult spjald - Kristján Valdimarsson tæklar Tryggva Guðmundsson sem fer heldur auðveldlega niður en fiskar gult á Kristján. | ||
'29 | Jordan Connerton gaf stoðsendingu | ||
'29 | Rasmus Christiansen skoraði mark - Eyjamenn vinna hornspyrnbu sem Ian Jeffs tekur, sendir á fjær stöngina þar sem Andri Ólafsson skallar aftur fyrir markið, Jordan Connerton potar boltanum út á Rasmus Christiansen sem hamrar boltanum upp í þaknetið. | 1-1 | |
'21 | Þórir Hannesson fékk gult spjald - Þórir tæklar Þórarinn Inga niður sem gerir full komið úr tæklingunnien fær spjald á Þóri | ||
'14 | Gylfi Einarsson gaf stoðsendingu | ||
'14 | Albert Brynjar Ingason skoraði mark - Aukaspyrna utan af hægri kannt tekin af Andrési Má, inn í teig þar sem Gylfi Einarsson potar boltanum á Albert Brynjar sem setur leggur boltan í netið. Vel gert hjá Fylkismönnum. | 0-1 | |
'12 | Eyjamenn byrja mun betur. Eru meira með boltan og komnir með 2 skot á mark á móti engu hjá Fylki. En þó ekkert hættulegt. | ||
'4 | Fyrsta skot á markið, Tryggvið Guðmundsson með aukaspyrnu langt utan á velli, Fjalar hélt ekki boltanum en Andri Ólafsson kom í frákastið en var rangstæður. | ||
'1 | Leikurinn hafinn - Leikurinn er hafinn og Eyjamenn byrja með vindinn í bakið. | ||
'0 | Annar heimaleikur ÍBV á þessu tímabili en ÍBV vann Fram í síðustu umferð á meðan Fylkir tapaði í dramatískum leik á móti Grindavík. Töluvert minni vindur núna á Hásteinsvelli miðað við síðustu umferð en um 10 metrar eru á sekúndu núna og stendur vindurinn á annað markið. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik ÍBV og Fylkis lýst. |
Liðin:
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 7 - Albert Sævarsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 15 - Tony Mawejje
- 16 - Jordan Connerton
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 1 - Abel Dhaira
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 11 - Anton Bjarnason
- 13 - Kjartan Guðjónsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 17 - Friðrik Már Sigurðsson
- 21 - Denis Sytnik
- Fylkir
- 2 - Kristján Valdimarsson
- 4 - Valur Fannar Gíslason
- 6 - Þórir Hannesson
- 7 - Ingimundur Níels Óskarsson
- 8 - Andrés Már Jóhannesson
- 9 - Jóhann Þórhallsson
- 10 - Gylfi Einarsson
- 11 - Kjartan Ágúst Breiðdal
- 14 - Albert Brynjar Ingason
- 15 - Baldur Bett
- 18 - Fjalar Þorgeirsson
- Varamenn
- 12 - Ísak Björgvin Gylfason
- 16 - Tómas Þorsteinsson
- 19 - Oddur Ingi Guðmundsson
- 20 - Daníel Freyr Guðmundsson
- 22 - Andri Már Hermannsson
- 23 - Rúrik Andri Þorfinnsson
- 26 - Andri Þór Jónsson
- Dómarar
- Erlendur Eiríksson
- Gunnar Sv. Gunnarsson
- Halldór B. Jóhannsson
Tengdar greinar: |
Aðgerðir
Dægurmál | Sunnudagur, 8. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja
B-982. mál á 118. fundi, 139. löggjafarþingi, 05.05.2011. Öll umræðan Horfa á alla umræðuna11:03 Flm. (Árni Johnsen) Horfa Lesa 11:09 Ögmundur Jónasson Horfa Lesa 11:14 Eygló Harðardóttir Horfa Lesa 11:16 Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfa Lesa 11:19 Þór Saari Horfa Lesa 11:21 Íris Róbertsdóttir Horfa Lesa 11:23 Björn Valur Gíslason Horfa Lesa 11:26 Eygló Harðardóttir Horfa Lesa 11:28 Sigmundur Ernir Rúnarsson Horfa Lesa 11:30 Flm. (Árni Johnsen) Horfa Lesa 11:33 Ögmundur Jónasson Horfa Lesa
Árni Johnsen (S):
Virðulegi forseti. Í samgöngumálum skiptir stöðugleiki öllu máli, stöðugleiki í tíðni ferða og þjónustu. Það er lykilatriði. Hitt er ekki samgöngur, hitt er áhugamannaaðferðir.
Landeyjahöfn sem menn höfðu miklar væntingar til lofar góðu en hefur verið erfið í fæðingu. Það er að mörgu leyti skiljanlegt en það er ekki að öllu leyti ásættanlegt að ekki hafi verið brugðist betur við ýmsum þáttum er lúta að þessu mannvirki. Við skulum muna að samgöngum við Vestmannaeyjar, einn fjölsóttasta ferðamannastað landsins um áratugaskeið, hefur farið aftur svo nemur líklega 50-60 árum. Það þætti ekki boðlegt á höfuðborgarsvæðinu, hæstv. innanríkisráðherra. Þess vegna þarf að kljást við þennan vanda eins og annars staðar af fullri ábyrgð. Til að mynda var flugþjónusta við Vestmannaeyjar skorin niður af fyrrverandi hæstv. samgönguráðherra Kristjáni Möller á einni nóttu þótt tugþúsundir ferðamanna færu flugleiðis til Vestmannaeyja. Þetta er flókið mál en ekki það flókið að menn geti ekki ráðið við það ef þeir ganga til verka eins og vanir menn.
Það er engin spurning, virðulegi forseti, að þau dæluskip sem hafa verið í Landeyjahöfn ráða ekki við aðstæðurnar þar vegna sjólags. Það hefur vissulega verið erfitt sjólag í vetur en engu að síður eru þarna þröskuldar sem verður að taka á, annaðhvort að leggja drög að nýju dæluskipi sem kostar ekkert stórkostlega mikið, sem gæti þá sinnt fleiri þáttum í höfnum landsins, eða bregðast við á annan hátt. Það er þó jákvætt að sandburður að Landeyjahöfn hefur minnkað um nær 95%, þ.e. gosefnin sem fylgdu Eyjafjallagosinu eru að sigla út úr hafnarmynninu, út úr fjörunum sem þau runnu fram í. Nú er farið að renna í ákveðna átt eins og er hefðbundin aðstaða við Landeyjahöfn og hegðun sjávar og sands. Engu að síður er vandinn á borðinu.
Það þarf að taka miklu fastar á í þessum efnum. Það þarf að hefja nú þegar undirbúning að smíði nýrrar ferju. Það er ekki tímabært að taka ákvörðun um það en það er hægt að hefja undirbúning nú þegar og kanna og fylgjast með öllum möguleikum þannig að það tefji ekki þegar þar að kemur, hugsanlega í árslok eða þar um bil. Það verður hægt að taka ákvörðun um það þegar reynslan hefur talað. En þetta má ekki bíða, það verður að skoða möguleika á heflun á hafsbotni sem er aðferð sem þekkist víða erlendis. Það mál er í biðstöðu en frekar ættu menn að skoða núna fastan dælubúnað í hafnarmynninu sem væri hægt að byggja á sumri komanda. Hvort hann kostar plús eða mínus 300 milljónir skal ég ekki segja fullkomlega, en þetta er dæmið sem gæti leyst af dæluskip í Landeyjahöfn. Vandinn við dælingar þar er meðal annars sá að höfnin er svo lítil og erfitt að fá skip til að athafna sig þar við erfiðar aðstæður. Það verður að taka af skarið með þetta, það verður að tryggja smábátaaðastöðuna sem vantar, það kemur um leið og menn fara að ráða við þetta vandamál við höfnina. Það þarf að gera aðstöðu um leið fyrir björgunarsveitir og tryggja þannig að þetta verði höfn í notkun árið um kring. Annað er ekki boðlegt. Það kynni að mega takmarka smábátaferðir yfir háveturinn en ekki að öðru leyti.
Um þetta vil ég spyrja hæstv. innanríkisráðherra: Hver verða næstu skref hans í þessu máli til að leysa þarna vanda (Forseti hringir.) sem má ekki bíða?
innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):
Hæstv. forseti. Margt hefur tekist vel varðandi Landeyjahöfn og allir viðurkenna að hún er gríðarleg samgöngubót og hefur orðið lífinu í Vestmannaeyjum mikil lyftistöng (Gripið fram í.) þegar vel hefur tekist til. Sumt hefur farið úrskeiðis og nú beinum við sjónum okkar að því sem úrskeiðis hefur farið, og þá segi ég: Við þurfum að greina vel á milli þess sem hefur verið í okkar valdi að laga og hins sem við höfum ekki ráðið við. Hér þurfum við að vera sanngjörn vegna þess að við komumst ekkert áleiðis með því að kveða upp þunga dóma yfir mönnum þegar um er að ræða mál sem þeir hafa ekki ráðið við.
Það er staðreynd að með gosi í Eyjafjallajökli og tilheyrandi sandburði niður Markarfljót til sjávar skapaðist ójafnvægi á ströndinni við Landeyjahöfn. Um 2 milljónir rúmmetra af gosefnum hafa komið niður fljótið frá gosi og fram á haustið 2010 og þetta efni myndaði sandöldur sem hamlað hafa siglingu Herjólfs um Landeyjahöfn. Þetta er staðreynd sem við ráðum ekkert við.
Siglingastofnun Íslands bauð í fyrrahaust út viðhaldsdýpkun á ströndinni við Landeyjahöfn og samdi við Íslenska gámafélagið þann 11. febrúar um að taka verkið að sér. Þetta var samningur til þriggja ára og nam heildarupphæð hans 294,9 millj. kr. Gámafélagið hefur notað sanddæluskipið Skandia til þessa verks.
Meginerfiðleikarnir sem við hefur verið að stríða hafa orðið til af mjög rysjóttu veðurfari. Erfiðleikarnir tengjast því hversu fáir dagar hafa gefist til dýpkunar en til að unnt sé að dýpka í höfninni þarf ölduhæð að vera undir tiltekinni hæð sem nemur 2 metrum. Í meðalárferði í febrúar gefast 14 dagar fyrir Skandia að dýpka. Í febrúar í ár reyndust þeir vera fjórir, þetta er bara veðurfarið. Í meðalárferði gefast 17 dagar í mars fyrir Skandia að dýpka, í mars í ár reyndust þeir vera 13. Í meðalárferði gefst 21 dagur í apríl fyrir Skandia að dýpka, í apríl í ár reyndust þeir vera fimm. Þetta eru bara staðreyndir og við semjum ekki við náttúruöflin um þetta. Við vildum að þetta hefði verið á annan veg, en þetta er veruleikinn sem við blasir.
Þá er spurningin hvernig við glímum við hann. Eitt af því sem gert hefur verið er að reisa varnargarð við Markarfljót sem mun hafa þau áhrif til framtíðar að framburður úr fljótinu leitar frekar austur frá höfninni og lokar höfninni síður.
Það eru ýmsir aðrir þættir sem hér koma til og hv. þingmaður hefur vakið máls á. Hann teflir fram hugmynd um að komið verði upp föstum dælubúnaði svo dæmi sé tekið. Þetta er hugmynd sem fulltrúar Siglingastofnunar hafa einnig sett fram. Þetta mundi að öllum líkindum kosta á bilinu 400-1.000 millj. kr. eftir því hvaða búnaður yrði notaður og athygli okkar í ráðuneytinu hefur verið vakin á því að þetta er að vissu leyti líka tilraunaverkefni. Við getum ekki sagt fyrir um það á afdráttarlausan hátt hverjar niðurstöðurnar yrðu. Þar erum við kannski komin að þungamiðjunni í þessu máli. Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur en við verðum og erum nauðbeygð til að gefa málinu tíma. Við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni og taka síðan mið af því. Ég vísaði í staðreyndir um frávik frá hinu hefðbundna í náttúrunni hvað varðar vindáttir og rysjótt veðurfar að ógleymdu að sjálfsögðu gosinu (Forseti hringir.) sem var þarna afgerandi. Ég mun svara spurningum hv. þingmanns nánar þegar ég kem í síðari ræðu.
Eygló Harðardóttir (F):
Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að Landeyjahöfnin hafi ekki verið mikið opin sýndi hún svo sannarlega á mjög stuttum tíma hversu miklu máli hún skiptir fyrir Vestmannaeyinga, fyrir Suðurlandið allt og í raun og veru alla Íslendinga. Þess vegna hafa það verið mjög sár vonbrigði, ekki hvað síst í Vestmannaeyjum, hve erfiðlega hefur gengið að halda höfninni opinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, benti í grein á að Landeyjahöfnin er ekki fullbyggð, verkefninu er ekki lokið. Því verður ekki lokið fyrr en hægt verður að standa við það loforð að höfnin sé framtíðarlausn í samgöngumálum Vestmannaeyinga og að tryggðar séu öruggar ferðir með einungis 5-10% frátöfum. Þetta var sagt í upphafi, þessu trúðum við og þetta er það sem þarf að standa við.
Það er ýmislegt sem hefur farið úrskeiðis. Eins og hæstv. ráðherra fór í gegnum má svo sem segja að svo virðist sem menn hafi ekki reiknað með eldgosi. En ég verð hins vegar að segja að það er mjög einkennilegt vegna þess að það hefur sýnt sig margítrekað að Suðurlandið er eitt af virkustu svæðunum hvað varðar eldgos, bæði í Vestmannaeyjum sjálfum og síðan hafa verið skipulagðar ýmsar æfingar til að bregðast við eldgosum á þessu svæði í Rangárvallasýslu.
Það má líka benda á sögulega staðreynd sem Siglingastofnun og ráðuneytið hefðu þurft að hafa í huga á sínum tíma. Dráttarskip var staðsett í Vestmannaeyjum fyrir gos sem mér skilst að hafi nánast daglega mokað þegar það var opið þar inn. Það hefur alltaf verið mikill sandur undir suðurströndinni, þetta er sandströnd. Ég hef töluverðar áhyggjur af því (Forseti hringir.) að ráðherrann taki ekki bara af skarið og segi að það eigi að setja upp varanlegan dælubúnað í hafnarmynninu strax vegna þess að þetta eru aðstæður sem fara ekkert í burtu.
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):
Virðulegur forseti. Sá sem hér stendur flýgur oft á milli Norðausturlands og Reykjavíkur og eitt sinn var við hliðina á mér kona, búsett á Akureyri, sem var á leið til sinna heimaslóða, Vestmannaeyja, á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík. Hún sagði við mig: Hvað bíður mín í Reykjavík? Ég þarf að taka leigubíl frá flugstöðinni og aka með þeim leigubíl yfir á Hótel Loftleiðir og taka þar flugvél með Flugfélaginu Örnum til Vestmannaeyja. Með öðrum orðum þessi kona þurfti að taka leigubíl á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík-Eyjar.
Þetta er dæmi um samgöngumáta sem margir úti á landi þurfa að búa við. Þegar kemur að samgöngumálum skiptast landsmenn að mörgu leyti í tvö horn um það sem þeir fá fyrir skattpeningana sína. Sumir njóta ríkulegrar þjónustu í samgöngumálum, aðrir mun lakari. Svo hefur verið um Vestmannaeyinga um langt árabil.
Það mundi sennilega aldrei líðast að Norðlendingar væru lokaðir inni vegna þess að Holtavörðuheiðin væri ekki rudd reglulega og væri jafnvel ekki rudd og það kæmi jafnvel til greina að hætta vetrarþjónustu á heiðum sem Holtavörðuheiði. Það kæmi einfaldlega ekki til greina. En það virðist sem það komi að einhverju leyti til greina að Vestmannaeyingar búi við minni þjónustu hvað samgöngur varðar og það ber að leiðrétta.
Auðvitað er það svo og kom fram í máli hæstv. ráðherra áðan að landsmenn hafa verið óheppnir með veðurlag í vetur og til þess ber að horfa þegar að endurbótum á Landeyjahöfn kemur. Við skulum vona að með öllum ráðum verði reynt að kippa þessu í liðinn á komandi vikum og mánuðum og að Vestmannaeyingar geti notið þessara (Forseti hringir.) mestu samgöngubóta í sögu Eyjanna frá upphafi.
Þór Saari (Hr):Virðulegur forseti. Eins og fram hefur komið í þessari umræðu um Landeyjahöfn og þá merku og mikilvægu framkvæmd er það ekki á hreinu hvort um mistök var að ræða eða ekki. Það mun einfaldlega koma í ljós með tímanum hvort hér er eingöngu um að ræða gosefnavanda eða ekki. Það er svolítið hlálegt að fylgjast með fréttum af því að sjálft sanddæluskipið situr fast í sandinum og getur ekki athafnað sig og ég tel að menn hefðu á upphafsstigum verksins e.t.v. átt að vanda sig betur. Menn virðast ekki vita enn þá hvort hér er um varanlegt vandamál að ræða eða ekki.
Þetta þarf skoðunar við, það þarf að gera úttekt á því hvað fór úrskeiðis. Þetta var framkvæmd upp á milljarða króna af skattfé almennings og ef gerð hafa verið mistök við hönnun hafnarinnar og staðsetningu þarf einfaldlega að koma í ljós hvort það var óskhyggja sem réði för við þessa framkvæmd eða hyggjuvit. Eins og ég sagði áðan er það ekki alveg á hreinu.
Landeyjahöfn er að sjálfsögðu og á að vera hluti af almennri forgangsröðun í samgöngum og hún er þörf framkvæmd. Það er brýnt fyrir Vestmannaeyinga að geta komist upp á land og geta komist heim til sín aftur samdægurs ef á þarf að halda eins og með okkur hin sem viljum heimsækja Eyjar og viljum kannski ekki dvelja þar of lengi að eiga möguleika á því að fara til baka samdægurs.
Þetta snýr hins vegar líka að mikilvægi samgangna annars staðar á landinu og við verðum að forgangsraða í réttri röð. Það eru svæði sem búa við mjög slæmar samgöngur líka. Það þarf að samræma samgöngur á suðvesturhorninu í samræmi við 20/20 áætlunina, tryggja þarf greiðar ferðir yfir Breiðafjörð árið um kring með ferjusiglingum og tryggja þarf betri vegasamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum og tengingar þess svæðis við byggðirnar fyrir norðan. Þetta eiga að vera þau forgangsatriði sem við leggjum áherslu á en ekki einhverjar ævintýralegar nýframkvæmdir sem (Forseti hringir.) virðast oftar en ekki vera settar í gang af óskhyggju einni saman.
Íris Róbertsdóttir (S):
Virðulegi forseti. Grundvallaratriði í þessu máli öllu er að Vestmannaeyingar sitja nú uppi með mun verri samgöngur en áður en ráðist var í þær miklu samgöngubætur sem Landeyjahöfn átti að vera og felast í Landeyjahöfn. Þetta eru góðar samgöngur þegar þær virka.
Ofan á lokun hafnarinnar bætist að ríkisstyrkt áætlunarflug var aflagt, reglubundnu flugi á Bakkaflugvöll var hætt og þjónusta Herjólfs á Þorlákshafnarleiðinni er mun verri en áður. Við þessu ófremdarástandi verða samgönguyfirvöld að bregðast með miklu ákveðnari og skilvirkari hætti en verið hefur til þessa.
Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá hæstv. innanríkisráðherra að hann ræður ekki við náttúruöflin en hann hefur heilmikið um það að segja hvernig brugðist er við þeim og lifað með þeim. Lífið í landinu í gegnum aldirnar hefur einmitt að mestu gengið út á slíka aðlögunarhæfni en ekki uppgjöf.
Hér eru ekki bara í húfi þær almennu forsendur fyrir byggð, og mér liggur við að segja mannréttindi, sem felast í viðunandi samgöngum. Ýmsir aðilar í Vestmannaeyjum treystu á þau fyrirheit sem gefin voru um bættar samgöngur og fjárfestu í þeim greinum sem helst áttu að dafna vegna þeirra, svo sem ferðaþjónustu og veitingarekstri. Allt þetta er í uppnámi.
Virðulegi forseti. Stjórnvöld verða einfaldlega að svara þeim spurningum sem brenna á fólki og marka einhverja stefnu sem mark er á takandi. Á að sjá til þess að Landeyjahöfn haldist opin árið um kring eða er henni ætlað að vera bara einhvers konar sumarhöfn? Verða styrkir til reglubundins áætlunarflugs til Eyja teknir upp að nýju í ljósi aðstæðna? Þessum spurningum þarf að svara, hæstv. innanríkisráðherra, og best er að svarið verði það svar sem lofað var í upphafi: Já, við ætlum að sjá til þess að höfnin haldist opin árið um kring, já, framkvæmdin verður kláruð, (Forseti hringir.) já, það á að fara að leggja í að smíða nýjan Herjólf.
Björn Valur Gíslason (Vg):
Virðulegi forseti. Á vef Siglingastofnunar er eftirfarandi um mögulegar lausnir vegna Landeyjahafnar, með leyfi forseta:
"Efnahagsástandið á Íslandi hefur nú sett smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í uppnám og hefur ráðuneyti samgöngumála fallið frá því að ferja verði keypt á meðan gjaldeyriskreppa ríkir hér á landi. Málið verður tekið upp að nýju þegar betur árar í fjármálum þjóðarinnar "
Síðan segir, með leyfi forseta:
"Vegna djúpristu Herjólfs eru frátafir áætlaðar 5-10% af tímanum" - þ.e. siglingar til Landeyjahafnar - "og yfir vetramánuðina jafnvel upp í 20%. Svo miklar frátafir eru ekki ásættanlegur kostur. Því er ætlunin að hefja leit að leiguferju þar sem frátafir væru svipaðar eins og upphaflega var lagt af stað með, 3%. Ef sú leit skilar ekki viðunandi árangri verður reynt að nota gamla Herjólf. Til að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir mundi hann sigla til Landeyjahafnar frá apríl fram í nóvember en yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar þegar tíðarfar er rysjóttara."
Þetta rifja ég hér upp, virðulegi forseti, vegna þess að að stórum hluta var þetta fyrirséð vandamál. Það lá fyrir á þessum tíma. Þetta er frétt frá 19. nóvember árið 2008, þetta er ekki ný frétt. Þetta var birt á vef Siglingastofnunar þegar sú ákvörðun var tekin að fresta byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þetta var fyrirsjáanlegt vandamál að talsverðum hluta til þó að erfiðleikarnir hafi vissulega orðið meiri en gert var ráð fyrir á þessum tíma, m.a. vegna ýmissa aðstæðna sem hér hafa verið nefndar, eldgos og fleira í þeim dúr. Það voru efasemdir líka á þinginu um þessar framkvæmdir og margar í þessa veru, að það yrði illsiglanlegt í þessa höfn yfir vetrarmánuðina samkvæmt þeim sem til þekktu.
Ég held að við ættum samt sem áður ekki að afskrifa Landeyjahöfn hér og nú þegar ekki er einu sinni ár liðið frá því að höfnin var opnuð. Það er langur vegur frá því að við eigum að afskrifa þessa góðu samgöngubót, sem hún er. Þetta er og verður góð og (Forseti hringir.) mikilvæg samgöngubót, ekki bara fyrir Vestmannaeyjar heldur fyrir landið allt. Við eigum ekki að hrökkva af hjörunum þó að byrjunarerfiðleikarnir séu meiri en við gerðum ráð fyrir.
Eygló Harðardóttir (F):
Virðulegi forseti. Í framhaldi af fyrri ræðu mundi ég vilja beina fyrirspurn til hæstv. ráðherra og ég vonast til að hann geti svarað henni í lokaorðum sínum: Er ætlunin að framlengja samninginn við Íslenska gámafélagið um dýpkun Landeyjahafnar eða ekki?
Það kemur fram í frétt á RÚV að hæstv. ráðherra hafi bent á að það hafi verið ákveðið skipulags- og reynsluleysi hjá verktakanum og að skipið hafi ekki haft afkastamikinn dælubúnað. Það er náttúrlega mjög alvarlegt ef það hefur legið fyrir nánast þegar samningurinn var gerður að það væri ekki mikil reynsla af því að standa í svona sandmokstri eins og skipinu var ætlað að gera með samningnum, og líka að skipið væri svona gamalt og hefði svona litla vél eða litla afkastagetu þegar skrifað var undir samninginn. Ég held að það sé mikilvægt að fá svör við þessu.
Síðan vildi ég ítreka að mér finnst það aðalatriði að við leggjum áherslu á að tryggja að Landeyjahöfnin sé opin allt árið. Það er hins vegar líka nauðsynlegt að vera með viðbragðsáætlun þegar aðstæður eru þannig að það er ekki hægt. Þá er algjörlega óásættanlegt að við Eyjamenn þurfum að búa við það að þjónustan sé lakari, við erum að borga meira fyrir lakari þjónustu um borð. Starfsfólki hefur verið fækkað, öll þjónustan hefur dregist saman. Það skiptir mjög miklu máli að ekki sé verið að bjóða upp á lakari aðstæður þegar okkur hefur verið lofað betri samgöngum.
Ég vil líka benda á, og það kom fram hér í ræðu hv. þm. Björns Vals Gíslasonar, að talað var um að leigja nýja ferju. Ég veit ekki til þess að neitt sé byrjað að skoða það (Forseti hringir.) þó að við höfum lagt það til hliðar að smíða nýja ferju.
Að lokum vil ég hins vegar taka fram að Flugfélagið Ernir hafa staðið sig (Forseti hringir.) mjög vel í flugi og það ber að þakka.
Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):
Virðulegi forseti. Auðvitað snúast samgöngumál um mannréttindi, að komast örugglega leiðar sinnar. Þessi mannréttindi eru að mörgu leyti brotin víða um land vegna þess að menn, konur og börn eiga í erfiðleikum með að komast að þeirri þjónustu sem kannski aðrir landsmenn telja vera sjálfgefna og eðlilega í námunda við heimili sín. Vestmannaeyingar búa við þetta, þeir þurfa auðvitað að sækja margvíslega og brýna þjónustu upp á land, sem svo heitir, og má þar nefna sjúkrahúsþjónustu og námsþjónustu margvíslega. Þess vegna er mjög brýnt að þessari mikla samgöngubót, sem Landeyjahöfn er og vonandi verður, verði komið í lag á sem stystum tíma.
Ég tel að hæstv. ráðherra muni beita sér með eðlilegum hætti í því máli og ég heyri á mæli hæstv. ráðherra að hann mun leita allra leiða til þess að hafa þessa glæsilegu höfn opna eins oft og mögulegt er. Ég vil hins vegar beina því til hæstv. ráðherra að þjónusta í þessari höfn verði ekki einvörðungu fyrir Herjólf heldur líka aðra ferðamannabáta og skemmtibáta, ef svo ber undir, því að þessi höfn á að geta rúmað eins víðtæka ferðaþjónustu og nokkur kostur er Vestmannaeyingum (Forseti hringir.) og þeirra litla hagkerfi til heilla
Árni Johnsen (S):
Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þær umræður sem hér hafa átt sér stað. Ég vil þó minna á að ef við hefðum ekki haft hrædda ráðamenn hjá þjóðinni fyrir nokkrum árum, þegar tekin var ákvörðun um Landeyjahöfn, væri núna verið að ljúka við gerð jarðganga á milli lands og Eyja. Þar þarf ekki að berjast við náttúruöflin. Þetta skulu menn hafa í huga. Það kemur tími fyrir það síðar.
Landeyjahöfn er vandamál og þó að hæstv. ráðherra segist ekki geta samið við náttúruöflin er það ekki alls kostar rétt vegna þess að reynslan hefur sýnt að menn sem þekkja á náttúruöflin og hafa barist við þau áratugum og öldum saman, hafa náð að virkja þau bæði til lands og sjávar. Reynsla sjómanna, reynsla þeirra sem búa við sjávarsíðuna er á þann veg. Þess vegna þarf að bregðast við þannig að vandamálið sem Landeyjahöfn er í dag verði ekki viðvarandi heldur aðeins til skamms tíma. En þá þarf að hefjast handa, hæstv. ráðherra, og vera ekki að bíða og bíða. Við vitum að sandburðurinn frá Eyjafjallagosinu hefur minnkað um 95%. Þetta er því að komast í eðlilegar aðstæður en samt sem áður þarf að bregðast við.
Sandburðurinn að siglingunni, að hafnarmynninu, verður við 2,5 metra ölduhæð og þar þarf að vera hægt að grípa inn í. Þau skip sem nú eru til staðar ráða ekki við það og þá þarf að bregðast við með öðrum hætti. Fastur dælubúnaður á sjávarbotni í innsiglingunni væri eins og fast dæluskip og gæti alltaf unnið fram fyrir sig. Það er röng tala að þetta kosti 400-1.000 milljónir kr. Rétt tala er 300-400 milljónir hámark eins og nánast er búið að semja um (Forseti hringir.) við dæluskipið Skandiu. Þetta eru hlutir (Forseti hringir.) sem ég vil vekja athygli á, það verður að bregðast við, það verður að koma fluginu af stað aftur með þeim hætti sem var og horfast í augu við að þetta er vandamál sem menn verða að leysa með því að taka fast og ákveðið á því.
innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):
Hæstv. forseti. Í þessari umræðu, sem að mörgu leyti hefur verið góð, hafa talað margir þingmenn sem sjálfir búa á landsbyggðinni og sem búa í Vestmannaeyjum og málið brennur á. Ég skil mjög vel að þeim sé mikið niðri fyrir, skil það mjög vel og virði það.
En ég spyr á móti hvort ekki sé eðlilegt að menn kappkosti hér í þessum sal, þar sem við förum með löggjafarvaldið og fjárveitingavaldið, að vera pínulítið sanngjarnir og raunsæir í málflutningi sínum. Spurt er hvort einhver uppgjöf sé uppi. Nei, það er engin uppgjöf. Við ætlum hins vegar að fara fram af fullu raunsæi í málinu og ég er að benda á þætti sem við höfum ekki ráðið við og á hvern hátt við erum að bregðast við þannig að úrbætur náist.
Einn hv. þingmaður talar um að við hefðum átt að gera ráð fyrir gosi í útreikningum vegna þess að Ísland sé eldgosaland, eldfjallaland. Hvernig gátum við vitað þetta? Hvernig gátum við vitað að veðurfar yrði nú rysjóttara en verið hefur um langt skeið, að sandburður yrði með öðrum hætti en verið hefur?
Ég segi því: Við eigum að fara að öllu með gát og af fullri yfirvegun en ekki ráðast í einhverjar miklar handahófskenndar fjárfestingar nánast byggðar á duttlungum og með því að reka puttann upp í loftið.
Við eigum von á því að fá yfirgripsmikla skýrslu frá Siglingamálastofnun um miðjan maímánuð. (Forseti hringir.) Þegar hún liggur fyrir hef ég ákveðið að boða til fundar í Vestmannaeyjum með öllum hlutaðeigandi aðilum og öllum sem að málum koma, (Forseti hringir.) einnig Vegagerðinni, Eimskipafélaginu og öðrum þeim sem sjá Vestmannaeyingum fyrir þjónustu. Ég vænti þess að þá muni þingmenn af svæðinu einnig mæta og við getum átt gagnlega og góða umræðu. Ég er sannfærður (Forseti hringir.) um að það sama vakir fyrir okkur öllum, að tryggja traustar og góðar samgöngur við Vestmannaeyjar.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20110505T110329&end=20110505T113614
Dægurmál | Föstudagur, 6. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórfurðulegt viðhorf Páls Scheving, formanns "Þjóðhátíðarnefndar", til nauðgana og Stígamóta hefur vakið verðskuldað umtal og dregið athygli almennings að þeim hugsunarhætti sem ræður ríkjum meðal skipuleggjenda fylleríissamkomu sem haldin er hverja verslunarmannahelgi í Vestmannaeyjum. Páll hélt því fram á borgarafundi í Vestmannaeyjum að nærvera Stígamóta á þessari "Þjóðhátíð" gæti með einhverjum hætti fjölgað nauðgunum á hátiðinni, eða gert þær alvarlegri. DV:
Páll [sagði] að nærvera samtakanna á Þjóðhátíð í Eyjum magnaði upp þann vanda sem nauðganir eru á útihátíðinni. Páll var á fundinum spurður hvers vegna Stígamót hefðu ekki aðstöðu á þjóðhátíðarsvæðinu.
Það er þannig að þar sem þær hafa birst er eins og vandamálið hafi stækkað. Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og það reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt. Vandamálin eru alltaf miklu fleiri og stærri þegar Stígamót eru á staðnum," sagði hann.
Heimskulegri ummæli um kynferðisbrot hef ég ekki lesið lengi. Og maðurinn er svo forhertur í heimsku sinni að hann lýsir því keikur yfir að það barasta hvarfli ekki að sér að biðjast afsökunar. Slík afsökunarbeiðni væri hreinlega svik við allt samfélag Vestmannaeyja. Í samtali við DV segir Páll Scheving:
Ég get ekki vikið frá bæjarbúum og þjóðhátíðinni sem slíkri og beðist afsökunar eins og krafan er allstaðar án þess að það sé skoðað hvað er að baki ummælunum.
Og hvað býr að baki þessum ummælum? Eyjafréttir hafa tekið málið og forsögu þess saman, og virðast þeirrar skoðunar að það sé aumingja Páll sem sé fórnarlambið:
Þessi ummæli Páls, sem situr eftir ærulaus fyrir það eitt að segja sannleikann...
Hvorki meira né minna! Og hver er sannleikurinn í þessu máli, að mati Ómars Garðarssonar, ritstjóra Eyjafrétta? Næsta setning á undan er þessi tilvitnun í Pál Scheving:
Það er ljótt að segja það, en ég segi það samt, það er eins og samtökin nærist á því að vandamálið sé til staðar og þau reyni frekar að ýta undir það heldur en hitt.
Semsagt: Páll segir að Stígamót leitist beinlínis við að fjölga nauðgunum og gera kynferðisbrot alvarlegri. Væntanlega með því að ljúga upp nauðgunum? Hvetja konur til að saka saklausa menn um að nauðga sér? Eða með því að hvetja karlmenn til að nauðga konum? Það kemur ekki fram, en Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, er engu að síður þeirrar skoðunar að Páll hafi sagt "sannleikann" um lygaáróður Stígamóta...
Ef langhundur ritstjóra Eyjafrétta um þetta mál er lesinn sést að rót vandans er sá að fyrir 17 árum síðan vöktu Stígamót athygli á því að nauðganir væru alvarlegra vandamál á fylleríishátí Eyjamanna en fólk gerði sér grein fyrir. Tölur Stígamótakvenna um fjölda nauðgana stemmdu ekki við tölur sem lögregla hafði og Eyjamönnum varð ægilega misboðið að Stígamótakonur drægju of dökka mynd af nauðgunum á þeirra árlegu fylleríishátíð. Og einhvernveginn virðist þetta mál hafa grafið þannig í Páli, sem líkt og ritstjóri Eyjafrétta (og að hans sögn aðrir Eyjabúar) ákvað að taka þessu starfi Stígamóta sem einhverskonar árás á Vestmannaeyjar. Páll er þeirrar skoðunar að það hafi "skaðað hátíðina" að Stígamót skyldu vilja vekja athygli á nauðgunum á útihátíðum. Rök Páls eru síðan þau að opinberar tölur lögreglu um fjölda nauðgana væru lægri en þær sem Stígamót talaði um. Stígamót hafi með einhverskonar móðursýki blásið upp vandamál sem ekki hafi verið til staðar, magnað það upp og ýkt.
Þetta mál veitir okkur athyglisverða innsýn í hugarheim þeirra manna sem standa að útihátíðahöldum í Eyjum. Það er almennt viðurkennt að það kemst ekki nema brot af nauðgunum eða kynferðisbrotum upp á yfirborðið - konur og stúlkur tilkynna oft ekki kynferðisárásir og nauðganir. Fyrir því geta verið margar ástæður. Meðal annars að ríkjandi viðhorf í samfélaginu hefur til skamms tíma verið að véfengja slíkar sögur, telja þær spretta af móðursýki eða ímyndunarveiki. Það er líka almennt viðurkenndur sannleikur að þessi viðhorf voru margfalt stækari fyrir örfáum árum og áratugum.
Og því er það er merkilegt að sjá að enn þann dag í dag er þetta viðhorf formanns þjóðhátíðarnefndar.
Það er ekki ýkja langt síðan Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, lýsti því yfir að magar konur sem væri nauðgað gætiu nú kannski barasta kennt sjálfum sér um. DV:
"Það er líka annað í þessu að það er alltaf undir hverjum og einum komið að vera meðvitaður um það að ef þeir drekka mikið, taka lyf eða fíkniefni þá getur ýmislegt gerst. Vandamálið felst meðal annars í því að fólk leitar ekki inn á við og sér ekki að það er að setja sjálft sig í hættu með drykkju og dópneyslu. Oftar en ekki eru þessi mál tengd mikilli áfengisnotkun og ekki á ábyrgð neins nema viðkomandi sem er útsettur fyrir því að lenda í einhverjum vandræðum. Það er erfitt hvað það er algengt að fólk bendir alltaf á einhverja aðra og reynir að koma ábyrgðina yfir á þá. Fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér".
Stúlkur sem er nauðgað á útihátíðum eru yfirleitt drukknar - og þær hafa óneitanlega sjálfar komið sér í þær aðstæður þar sem þeim er nauðgað. Og þeim mætir þetta viðhorf frá lögregluyfirvöldum: að þær geti nú sjálfum sér um kennt, að vera kannski að hanga dauðadrukknar með einhverjum mönnum sem þær asnast til að treysta, eða jafnvel að drepast áfengisdauða í tjaldi hjá einhverjum strákum. Og þær skammast sín, og "líta í eigin barm" og ákveða að "bera ábyrgð á sjálfum sér". Og svo mæta þeim menn eins og Páll Scheving sem er þeirrar skoðunar að tal um nauðganir sé einhverskonar kellingamóðursýki. Er þá að furða að nauðganir séu fleiri en þær sem komi á borð lögreglu?
Það er líka merkilegt að árið 2011 er furðu víða og á ólíklegustu stöðum í röðum miðaldra karldurga í íslenskri embættismannastétt hægt að finna makalaus og úrelt viðhorf til kynferðisofbeldis og nauðgana. Og þá hlýtur maður spyrja sig: Fyrst ástandið er svona árið 2011, eftir áralanga umræðu um nauðganir, hvernig var ástandið það þá fyrir áratug síðan? Eða 17 árum? Hverskonar hugsunarháttur afneitunar og nauðgaradekurs mætti Stígamótakonum í Vestmannaeyjum árið 1994 ef framámenn þar í bæ hafa svona viðhorf enn þann dag í dag?
Og hvað rekur Pál Scheving til að vera að rifja það upp fyrir okkur að fyrir 17 árum hafi Vestmannaeyingar og aðstandendur "Þjóðhátíðar" í Vestmannaeyjum ákveðið að fara í einhverskonar stríð við Stígamót fyrir að hafa lýst kynferðisafbrot á hátíðinni með of svörtum hætti, og svo að bíta höfuðið af skömminni með að lýsa því yfir að hann hafi enn þann dag í dag sömu skoðun: Að vandamálið sé ekki að stúlkum sé nauðgað á útihátíðum, heldur að það séu einhverjar konur að gera veður yfir þessum nauðgunum?!
Það er líka forvitnilegt að velta því fyrir sér hvort hafi skaðað orðstír árlegrar fylleríishátíðar Vestmannaeyja meira, Stígamót eða Páll Scheving.
Fært inn 5. maí, 2011 undir heimska og fáfræði, skítlegt innræti, Íslensk stjórnmál.
Ummæli: 1 | Facebook
Dægurmál | Fimmtudagur, 5. maí 2011 (breytt kl. 18:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mörk
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (90 mín.)Áminningar
Samuel Tillen (Fram) (69 mín.)Kristján Hauksson (Fram) (60 mín.)
Andri Ólafsson (ÍBV) (50 mín.)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (42 mín.)
Almarr Ormarsson (Fram) (20 mín.)
Skot á mark
Fram 1ÍBV 9
Skot framhjá
Fram 4ÍBV 6
Hornspyrnur
Fram 3ÍBV 7
2 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Aðstæður Dómari: Þorvaldur Árnason |
90 | Eyjamenn fagna vel og innilega enda stóð sigurinn eins tæpt og frekast getur orðið. Tryggvi Guðmundsson, einn leikreyndasti leikmaður Íslandsmótsins tryggði sínu liði þrjú stig í dag. Framarar mega vera ósáttir enda benti allt til þess að þeir myndi ná í eitt stig í það minnsta. Lokatölur 1-0 fyrir ÍBV. | |
90 | Leik lokið Framarar rétt náðu að taka miðju og Þorvaldur dómari flautaði til leiksloka. | |
90 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar 1-0 Tryggvi Guðmundsson fylgdi eftir skoti Þórarins Inga Valdimarssonar og skoraði úr þröngu færi úr markteig. Leikklukkan sýndi nákvæmlega 93 mínútur þegar boltinn fór í netið. | |
90 | Venjulegur leiktími er liðinn og verða þrjár mínútur í uppbótartíma. | |
90 | Jordan Connerton, sóknarmaður ÍBV virtist vera að sleppa í gegnum vörn Framara eftir glæsilega stungusendingu Tryggva Guðmundssonar. En Connerton féll við og var engu líkara en að Jón Guðni Fjóluson hefði farið aftan í hann. En Þorvaldur Árnason, dómari dæmdi ekkert, umdeilt. | |
89 | Liðin skiptust á að sækja síðustu mínútuna. Eyjamenn voru í þungri sókn en upp úr henni komust Framarar í skyndisókn, fjórir gegn þremur en Hlynur Atli Magnússon fór illa að ráði sínu í upplögðu færi fyrir Framara. | |
87 | Fram fær hornspyrnu | |
86 | Jón Guðni Fjóluson (Fram) á skot framhjá Framarar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Jón Guðni ákvað að láta vaða en skotið var arfaslakt og langt framhjá. | |
83 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á | |
83 | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli | |
82 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Ágætis skot hjá Þórarni af löngu færi en naumlega framhjá. | |
80 | Kelvin Mellor (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
80 | Fram fær hornspyrnu | |
80 | Jón Gunnar Eysteinsson (Fram) á skot framhjá Þung sókn Framara endaði með því að Jón Gunnar fékk boltann inn í vítateig og lét vaða á markið. Boltinn fór í hliðarnetið en hafði viðkomu í varnarmanni. | |
69 | Jordan Connerton (ÍBV) kemur inn á | |
69 | Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli | |
69 | Samuel Tillen (Fram) fær gult spjald Braut á Arnóri Eyvari, nett pirraður Tillen. | |
67 | ÍBV fær hornspyrnu | |
67 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Frábært upphlaup hjá Eyjamönnum endaði með því að bakvörðurinn Arnór Eyvar Ólafsson sendi laglega stungusendingu inn á Þórarinn Inga sem skaut að marki en Ögmundur varði meistaralega í horn. | |
67 | Kristinn Ingi Halldórsson (Fram) á skot framhjá Kristinn Ingi reyndi skot af mjög löngu færi og boltinn fór vel framhjá. | |
65 | Hlynur Atli Magnússon (Fram) kemur inn á | |
65 | Almarr Ormarsson (Fram) fer af velli | |
63 | Framarar hafa ekki sýnt neina tilburði í þá átt að nýta sér sterkan meðvind á Hásteinsvellinum. Þeir reyna mikið af löngum sendingum fram völlinn sem varnarmenn ÍBV eru ekki í miklum vandræðum með. Í raun hafa Eyjamenn verið mun beittari gegn vindinum það sem af er síðari hálfleiks og líklegri til að skora þegar þetta er skrifað. | |
60 | Kristján Hauksson (Fram) fær gult spjald Kristján braut á Denis Sytnik sem var við það að sleppa í gegn. Skynsamlegt brot og Kristján fær réttilega gula spjaldið. | |
58 | Guðmundur Magnússon (Fram) kemur inn á | |
58 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) fer af velli | |
58 | ÍBV fær hornspyrnu | |
58 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Andri með skot í varnarmann og yfir markið. Eyjamenn fá horn. | |
57 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot í stöng Eftir frekar rólegar mínútur var Tryggva farið að leiðast þófið. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lagði hann fyrir sig og skaut að marki en boltinn small í stönginni. Ian Jeffs fylgdi eftir og féll við eftir viðskipti sín við Jón Guðna Fjóluson en réttilega ekkert dæmt. | |
50 | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Andri braut á Arnari Gunnlaugssyni við miðlínuna, frekar saklaust brot og gult spjald full mikil refsing. | |
47 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Þórarinn Ingi átti ágæta fyrirgjöf þar sem Sytnik hafði betur gegn Kristjáni Haukssyni, varnarmanni Framara en Úkraínumaðurinn náði lúmsku skoti að marki. Boltinn rúllaði hins vegar meðfram marklínunni og enginn Eyjamaður náði að reka smiðshöggið á annars ágæta sókn. | |
46 | Leikur hafinn Eyjamenn byrja með boltann og leika nú gegn vindi. | |
45 | Eyjamenn hljóta að vera svekktir með fyrri hálfleikinn enda léku þeir undan sterkum vindinum. Þeir byrjuðu ágætlega og sóttu talsvert fyrstu mínúturnar en smá saman náðu Framarar að vinna sig inn í leikinn. Þegar upp var staðið voru Framarar nærri því að skora en Eyjamenn. Besta færið fékk Almarr Ormarsson á 20. mínútu en Albert Sævarsson, markvörður ÍBV varði meistaralega. Hinu megin varði Ögmundur Kristinsson glæsilega þegar Tonny Mawejje átti þrumuskot af löngu færi en Ögmundur, sem á aðeins fjóra leiki að baki með meistaraflokki Fram, er að standa sig vel í dag. | |
45 | Hálfleikur Þremur mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins hefur flautað til leikhlés. Staðan 0-0 á Hásteinsvellinum. | |
45 | Nú er venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik lokið á Hásteinsvelli og aðeins viðbótartími eftir. | |
45 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Skyndisókn hjá Eyjamönnum. Þórarinn Ingi lék inn í vítateig og skaut að marki en beint á Ögmund sem þorði ekki annað en að slá boltann í burtu þótt hann hefði sjálfsagt getað gripið hann. | |
43 | Fram fær hornspyrnu Fyrsta hornspyrna Framara sem eru enn manni færri eftir að Halldór Hermann meiddist. | |
42 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald Eiður Aron má teljast heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið eftir full glannalega tæklingu á Halldóri Hermanni Jónssyni. Eiður fékk gula spjaldið en Halldór er studdur af leikvelli. | |
40 | Tryggvi Guðmundsson sýndi skemmtileg tilþrif í baráttunni við Kristján Hauksson, fyrirliða Fram. Kristján féll við og boltinn lá á milli lappanna á honum. Tryggvi tók boltann á milli eigin lappa og hoppaði með hann yfir Kristján. | |
35 | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Ágætis samspil Eyjamanna endaði með því að Tryggvi Guðmundsson lagði boltann á Ian Jeffs sem reyndi hnitmiðað skot utan teigs en Ögmundur varði örugglega. | |
31 | ÍBV fær hornspyrnu | |
31 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Úgandamaðurinn Tonny Mawejje fékk boltann óvænt frá varnarmönnum Fram, líklega eina 25 metra frá marki. Hann lét vaða en Ögmundur sló boltann yfir slánna. | |
29 | Lítið að gerast þessar síðustu mínútur. Framarar hafa unnið sig inn í leikinn en þeirra hlutskipti í fyrri hálfleik til þessa hefur fyrst og fremst verið að verjast. Það hafa þeir hins vegar gert ágætlega en boltinn er aðallega á miðjusvæðinu þessa stundina. | |
24 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Aftur reynir Sytnik skot utan teigs og aftur skýtur hann framhjá. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) fær gult spjald Almarr sótti full ákaft í Albert Sævarsson, markvörð ÍBV eftir að hann missti boltann frá sér og sparkaði í höfuðið á Alberti. Almarr fékk að launum gula spjaldið og Albert harkaði af sér. | |
20 | Almarr Ormarsson (Fram) á skot sem er varið Frábær skyndsókn Framara. Miðjumaðurinn Kristinn Ingi stakk sér inn fyrir vörn ÍBV og var kominn einn í gegn. Hann sendi boltann til hliðar þar sem Almarr kom aðvífandi og lét vaða en Albert varði meistaralega. Albert missti reyndar boltann frá sér en náði honum aftur á síðustu stundu. | |
18 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn unnu boltann á miðjunni, Sytnik geystist fram með boltann og lét á endanum vaða á markið en vel framhjá. Leikmenn virðast vera í erfiðleikum með að stilla miðið. | |
16 | Hjálmar Þórarinsson (Fram) á skot framhjá Fyrsta markskot Framara í leiknum. Þeir náðu ágætis sókn, léku vel sín á milli þar til Hjálmar Þórarinsson fékk boltann við hægra vítateigshornið. Fyrsta snerting Hjálmars var slæm og skotið ennþá verra, fór langt framhjá. | |
12 | Eyjamenn hafa öll völd á vellinum fyrstu mínúturnar og í raun hafa Framarar aðeins einu sinni komist í álitlega sókn. Gestirnir úr Safamýrinni virðast vera í erfiðleikum með að hemja boltann á móti sterkum vindinum. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu Þriðja hornspyrna Eyjamanna á stuttum tíma. | |
10 | ÍBV fær hornspyrnu | |
10 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar, átti Þórarinn Ingi skot að marki og Eyjamenn vildu meina að boltinn hefið verið inni en Þorvaldur Árnason dómari var ekki á sama máli. | |
9 | ÍBV fær hornspyrnu | |
5 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Ögmundur sparkaði frá marki, beint á Tryggva sem reyndi skot í fyrstu snertingu en boltinn fór hátt yfir. | |
3 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Þórarinn Ingi elti boltann upp við hægri vítateigslínuna og sendi háan bolta fyrir. Vindurinn greip boltann og Ögmundur Kristinsson, markvörður Framara náði að slá boltann frá. | |
2 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Fyrsta hálffæri Íslandsmótsins. Tonny Mawejje tók spyrnuna og sendi á fjærstöng þar sem Andri Ólafsson náði að skalla boltann í átt að marki en skallinn var slappur og fór langt framhjá. | |
1 | ÍBV fær hornspyrnu Eyjamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins. | |
1 | Leikur hafinn Framarar hefja leik og spila á móti vindi, til austurs í átt að bænum. | |
0 | Veðrið virðist draga úr stuðningsmönnum ÍBV því stúkan er frekar fámenn, nú þegar leikmenn ganga inn á völlinn. Gera má ráð fyrir því að það bætist í hana þegar líður á. | |
0 | Talsverð umræða hefur verið um knattspyrnuvellina að undanförnu og ástand þeirra í upphafi Íslandsmótsins. Hásteinsvöllur er yfirleitt með þeim fyrstu til að verða leikhæfur og engin undantekning á því í ár því völlurinn lítur mjög vel út. Hins vegar gæti rokið sett strik í reikninginn í dag því austan vindurinn stendur beint á annað markið. | |
0 | Tryggva Guðmundssyni, leikmanni ÍBV vantar nú aðeins tíu mörk til að slá markamet Inga Björns Albertssonar. Ingi Björn skoraði 126 mörk í efstu deild á sínum ferli en Tryggvi hefur nú skorað 116. Síðasta sumar skoraði Tryggvi níu mörk fyrir ÍBV en Tryggvi lék um sjö ára skeið í Noregi. Hann er að sjálfsögðu í byrjunarliði Eyjamanna í dag. | |
0 | Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson. Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson. Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor. | |
0 | ÍBV og Fram léku í sama riðli í Lengjubikarnum og mættust á Framvellinum í byrjun apríl. Þá höfðu Eyjamenn betur 1-3 en Almarr Ormarsson kom Fram yfir í upphafi leiks. En Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum þeirra Denis Sytnik, Tryggva Guðmundssonar og Matt Garner en öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik. | |
0 | Fram vann síðast leik í Eyjum árið 2002. Frá þeim tíma hefur ÍBV unnið þrjár viðureignir liðanna á Hásteinsvelli og tveimur hefur lyktað með jafntefli. Markatalan er 10:2 fyrir ÍBV í þessum leikjum. | |
0 | ÍBV endaði í 3. sæti og Fram í 5. sæti á Íslandsmótinu 2010. Þau unnu hvort annað á heimavelli, ÍBV sigraði 1:0 í Eyjum þar sem Danien Warlem skoraði og Fram vann 2:0 á Laugardalsvelli þar sem Tómas Leifsson og Ívar Björnsson skoruðu. |
Dægurmál | Þriðjudagur, 3. maí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umfjöllun: Tryggvi stal senunni
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV. Mynd/Vilhelm Horfa á myndskeið með fréttHenry Birgir Gunnarsson í Vestmannaeyjum skrifar:
Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar.
Mark Tryggva kom þegar uppbótartími var nánast liðinn og fátt virtist geta komið í veg fyrir jafntefli. Þá skoraði Tryggvi smekklegt mark úr þröngri stöðu.
Leikurinn var annars lítið fyrir augað. Strekkingsvindur á annað markið setti stórt strik í reikninginn og það var afar erfitt að spila góða knattspyrnu í slíku veðri.
Eyjamenn virtust þó kunna betur á vindinn þó svo þeim hefði ekki tekist að skapa nóg af opnum færum er þeir voru með vindinn í bakið. Fram kunni það aftur á móti alls ekki og var ótrúlegt að fylgjast með leikmönnum liðsins negla háum boltum fram í vindinum. Allar slíkar glórulausar spyrnur fóru út í veður og vind.
ÍBV lék betur gegn vindinum, skapaði betri færi og var beittari aðilinn. Úrslitin því alls ekki ósanngjörn.
ÍBV-Fram 1-0
Áhorfendur: 715
Dómari: Þorvaldur Árnason 6.
Skot (á mark): 14-7 (6-3)
Varin skot: Albert 3 - Ögmundur 4
Horn: 7-3
Aukaspyrnur fengnar: 13-14
Rangstöður: 1-0
ÍBV (4-4-2)
Albert Sævarsson 6
Arnór Eyvar Ólafsson 6
(80., Kelvin Mellor -)
Eiður Aron Sigurbjörnsson 6
Rasmus Christiansen 6
Matt Garner 4
Þórarinn Ingi Valdimarsson 6
Andri Ólafsson 6
Tony Mawejje 5
Ian David Jeffs 3
(82., Guðmundur Þórarinsson -)
Tryggvi Guðmundsson 6
Denis Sytnik 4
(69., Jordan Connerton 4)
Fram (4-3-3)
Ögmundur Kristinsson 7 - Maður leiksins
Jón Orri Ólafsson 5
Jón Guðni Fjóluson 6
Kristján Hauksson 5
Sam Tillen 4
Jón Gunnar Eysteinsson 5
Halldór Hermann Jónsson 6
Arnar Gunnlaugsson 5
Kristinn Ingi Halldórsson 5
Almarr Ormarsson 3
(65., Hlynur Atli Magnússon 4)
Hjálmar Þórarinsson 4
(58., Guðmundur Magnússon 3)
Fyrst birt: 02. maí. 2011 16:39
Boltavaktin:
Þessi síða uppfærist sjálfkrafa á 30 sekúndna fresti ÍBV 1 - 0 FramMörk | ||
'93 | Tryggvi Guðmundsson |
Opna i sér glugga » 03. Maí 04:15 | |||
'94 | Leik Lokið - sanngjarn sigur ÍBV með dramatísku sigurmarki. | ||
'93 | Þórarinn Ingi Valdimarsson gaf stoðsendingu | ||
'93 | Tryggvi Guðmundsson skoraði mark - Ótrúlegt mark þegar 3 sek voru eftir af uppbótartíma. Tryggvi í þröngu færi en setti hann í stöng og inn. Smekklega gert. | 1-0 | |
'90 | 3 mín bætt við | ||
'86 | ÍBV bjargar á línu eftir hornspyrnu Fram. | ||
'82 | Ian David Jeffs út / Guðmundur Þórarinsson inn - Selfyssingurinn að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í efstu deild. | ||
'80 | Arnór Eyvar Ólafsson út / Kelvin Mellor inn - Ágætur leikur hjá Arnóri. | ||
'74 | "Ertu að reyna að fiska mig út af? hvað er að þér," öskrar Tryggvi Guðmundsson á Sam Tillen sem skellti sér í grasið. Vaktin veit ekki hvort Tillen skildi lesturinn frá Tryggva. | ||
'69 | Denis Sytnik út / Jordan Connerton inn - annar strákanna frá Crewe. | ||
'69 | Sam Tillen fékk gult spjald | ||
'67 | Þórarinn komst í gott færi en Ögmundur varði vel. Flottur leikur hjá stráknum. | ||
'66 | Þorvaldur reynir að hressa upp á sóknarleik sinna manna og veitir ekki af. Almarr og Hjálmar voru arfaslakir. | ||
'65 | Almarr Ormarsson út / Hlynur Atli Magnússon inn | ||
'62 | Framarar virðast ekkert kunna að spila með vindinn í bakið. ÍBV líklegra. | ||
'60 | Kristján Hauksson fékk gult spjald - sparkaði Mawejje niður. Réttur dómur hjá Þorvaldi. | ||
'58 | Hjálmar Þórarinsson út / Guðmundur Magnússon inn | ||
'56 | Tryggvi með skot í stöng. Óvænt hætta. | ||
'55 | Boltinn fýkur enda á milli. Ekki heil brú í leik liðanna sem stendur. | ||
'50 | Andri Ólafsson fékk gult spjald - frekar ódýrt spjald. | ||
'47 | Sytnik kemst í ákjósanlegt færi en skotið ekki nógu gott. Vantar svolítið upp á hjá honum í dag. | ||
'46 | Seinni hálfleikur hefst | ||
'45 | Fyrri hálfleik lokið - ÍBV betri en gekk illa að skapa almennileg færi. Fram fékk besta færi leiksins og fær vindinn í bakið í seinni hálfleik. Það gæti breytt ýmsu. | ||
'44 | Halldór Hermann gekk af sér meiðslin og kemur aftur inn. | ||
'42 | Eiður Aron Sigurbjörnsson fékk gult spjald - braut illa á Halldóri Hermanni. Þorvaldur vildi meira en gult. Halldór liggur óvígur eftir. | ||
'39 | Eyjamenn vaða í hálffærum en betur má ef duga skal. | ||
'30 | Tony Mawejje með þrumufleyg af 35 metra færi sem Ögmundur slær yfir. | ||
'27 | Hinn ungi og efnilegi markvörður Fram, Ögmundur Kristinsson, er að spila sinn fyrsta Pepsi-deildarleik. Hann hefur þurft að vera á tánum hingað til og lítur vel út. | ||
'25 | Framarar hafa verið að hressast síðustu mínútur. Leikurinn að opnast meira. Hlýtur að koma mark í þetta bráðum. | ||
'20 | Almarr Ormarsson fékk gult spjald - fyrir að sparka í Albert þar sem hann lá á vellinum. Einhverjir vildu sjá rautt. | ||
'20 | Halldór Hermann kemst í dauðafæri fyrir Fram. Lætur Albert verja en nær frákasti. Aftur ver Albert. Vel gert hjá Alberti. | ||
'15 | Fyrsta skot Framara. Það dreif ekki á markið. Vindurinn hafði betur. 1-0 þar. | ||
'14 | Einstefna að marki Fram og hætta við mark Framara eftir hornspyrnur. Eyjamenn kunna greinilega betur á vindinn. | ||
'8 | Leikmönnum gengur illa að beisla vindinn á upphafsmínútunum. ÍBV stýrir umferðinni en Fram getur vart hlaupið gegn vindinum. | ||
'2 | Eyjamenn eru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. | ||
'1 | Leikurinn hafinn | ||
'0 | Star Wars-lagið er spilað þegar liðin ganga til leiks. Nýbreytni hjá Eyjamönnum. Ballið er að byrja. | ||
'0 | Það eru um 100 áhorfendur mættir í stúkuna fimm mínútum fyrir leik. Heimamenn keppast um að koma bílum sínum fyrir og meðal annars lengst upp í fjalli. Þar verður væntanlega flautað með látum. | ||
'0 | Gamla brýnið Arnar Gunnlaugsson er í byrjunarliði Fram. Á greinilega nóg eftir. Fátt kemur á óvart í liðsvali þjálfaranna. | ||
'0 | Það er ansi hvasst í Eyjum í dag. Það strekkingsvindur á markið sem stendur nær Herjólfsdal. Vindurinn gæti klárlega haft áhrif á þennan leik. Hann var svo sterkur að blaðamaður Boltavaktarinnar mátti þakka fyrir að fjúka ekki á haf út er hann lék golf í morgun. | ||
'0 | Hásteinsvöllur lítur virkilega vel út. Er nánast grænn en þó gulur með köflum. Ekkert til að kvarta yfir. Völlurinn var mjög blautur og þungur í gær en sól og hiti í dag hefur þurrkað hann mikið. Það er því ekki hægt að kvarta yfir vellinum. | ||
'0 | Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er búin að koma sér vel fyrir í bláa skúrnum í Eyjum og verður með puttann á púlsinum í opnunarleik Íslandsmótsins. | ||
'0 | Velkomin á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Hér verður leik ÍBV og Fram lýst. |
Liðin:
- ÍBV
- 3 - Matt Garner
- 5 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
- 6 - Andri Ólafsson
- 7 - Albert Sævarsson
- 9 - Tryggvi Guðmundsson
- 15 - Tony Mawejje
- 19 - Arnór Eyvar Ólafsson
- 21 - Denis Sytnik
- 23 - Eiður Aron Sigurbjörnsson
- 28 - Rasmus Christiansen
- 30 - Ian David Jeffs
- Varamenn
- 1 - Abel Dhaira
- 2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
- 4 - Finnur Ólafsson
- 8 - Yngvi Magnús Borgþórsson
- 14 - Guðmundur Þórarinsson
- 16 - Jordan Connerton
- 18 - Kelvin Mellor
- Fram
- 1 - Ögmundur Kristinsson
- 4 - Kristján Hauksson
- 5 - Kristinn Ingi Halldórsson
- 6 - Halldór Hermann Jónsson
- 8 - Jón Gunnar Eysteinsson
- 9 - Sam Tillen
- 10 - Hjálmar Þórarinsson
- 11 - Almarr Ormarsson
- 13 - Arnar Gunnlaugsson
- 23 - Jón Guðni Fjóluson
- 26 - Jón Orri Ólafsson
- Varamenn
- 14 - Hlynur Atli Magnússon
- 16 - Andri Júlíusson
- 19 - Orri Gunnarsson
- 21 - Guðmundur Magnússon
- 24 - Tómas Leifsson
- 29 - Mark Redshaw
- 30 - Denis Cardaklija
- Dómarar
- Sigurður Óli Þórleifsson
- Þorvaldur Árnason
- Andri Vigfússon
Tengdar greinar: |
Aðgerðir
Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 2.5.2011 | 19:59 | Uppfært 20:29 Upplestur á fréttTryggvi skoraði á síðustu stundu
Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV sigur með marki á síðustu mínútu gegn Fram á Hásteinsvelli í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar
Júlíus G. Ingason, sport@mbl.isTryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV þrjú stig úr leiknum við Fram í upphafsumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0.
Tryggvi skoraði sigurmarkið þegar rétt tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma leiksins á Hásteinsvelli.
Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik er þeir léku undan vindi en náðu ekki að skora. Frömurum tókst ekki að nýta sér byrinn í síðari hálfleik og einkenndist leikur liðsins á köflum nokkuð af lang- og háspyrnum.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson.
Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor.
Dægurmál | Þriðjudagur, 3. maí 2011 (breytt kl. 04:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Hlynur Már Jónsson · VestmannaeyjarÉg var staddur þarna og vitni af þessi öllu (Yfirdyravörður á prófastinum) og ætla leyfa mér að segja að lögreglan gekk ALLTOF langt ... það var aldrei neinn aðsúgur að þeim aðeins einn kunningji þess handtekna sem var að þvælast fyrir þeim og stór sér á honum, þar sem lögreglan lamdi hann í gríð og erg með kilfum !! lögreglan lét sjá sig einusinni þetta kvöld og uppskar þessi leiðindi .. það bera fáir orðið virðingu fyrir löggæslunni okkar þegar svona er farið framm... þeir GRIPU kilfur og lömdu þann handtekna nánast Strax án þess að reyna róa viðkomandi niður ...STILLTU honum upp við vegg og lömdu hann í lappinar og geri ég ráð fyrir að nokkrir séu með þetta á myndbandi af símanum hjá sér
LÖGREGLAN á ekki að vera með kilfur eða MEIS úða ef þeir misnota þessi verkfæri...
* lögreglan var með kylfur á einum 16 ára ungling ! og lömdu hann LÖNGU áður enn svo kallaði AÐSúgur var gerður að þeim
* Sá sem gerði "" aðsúg ""að lögregluni lagði ALDREI hendur beint á lögregluþjónana einungis kastaði sér á Kunningja sinn til að reyna róa hann (með misjöfnum árangri)
* Í svona tilviki á lögreglan að nota munninn og róa menn og tala til ekki beita VALDI Þeir eiga vera þjálfaðir til að róa menn
** ég hef almennt treist lögreglunni til að koma og aðstoða við að koma ró á fólk ef eitthver leiðindi eiga sér stað fyrir utan skemmtistaði enn eftir að hafa orðið vitni af þessu þá lýst mér ekki á það
Mín skoðun er því sú að þessir lögreglumenn eiga að stígi framm, kyngji stolti sínu og byðji viðkomandi aðila Afsökunar opinberlega þeir gengu of langt í þetta skyptið..
Með von um að þessir kappar læri og hagi sér ekki svona aftur .. Bæði lögreglan og viðkomandi (óeirðaseggur)
Fólk gerir mistök líka LÖGREGLAN !!
nema almenningur viðurkennum það "stundum" enn hingað til ekki lögreglan.7 · Líkar ekki við · Svara · Föstudagur kl. 13:26- Hildur Sig · Friends with Hlynur Már Jónssonég hefði vijað sjá þá beita sér svona vel í öðrum málum þar sem hættulegir fullorðnir ofbeldismenn eiga í hlut en ekki unglingar!1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:46
- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarÁ hvaða tímapunkti komst þú að þessu atburði Hlynur Már?Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:31
- Hlynur Már Jónsson · Vestmannaeyjarþegar þetta byrjaði og til enda . hvi ? Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:32
- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarNei ég veitti athygli að þú varst kominn langt frá Prófastinum. Var að velta mér ástæðuna fyrir því.
Varstu þá vitni þegar lögreglan lagði nýja lögreglubílnum við "verslunarhúsið"? Varstu vitni þegar lögreglan hafði afskipti af unga drengnum fyrir að vera með áfengi í hönd........?Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:52
- Fjölnir Guðsteinsson · Vélstjóri hjá Auðiég var vitni af þessu og þeir voru byrjaðir að beita kylfum þó þeir væru 2lögreglumenn með einn 16 ára strák2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:04
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjarhahaha þessi frétta er svo vel ýkt, allveg magnað hvað löggunni tekst oft að enda sem "góði gaurinn" í öllu svona
2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:19 - Þorsteinn Ingi Arnarson · 21 árahaha svo mikill óþarfi að beita svona afli við það að snúa niður einn 16 ára dreng manni fleiri.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:40
- Ásmundur Ívar Óskarsson · Friends with Benoný Þórissonhaha þetta minnir mig á þegar "Ungur maður beraði sig fyrir framan lögregluna í vestmannaeyjum" og löggan smallaði honum baraLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:11
- Ásmundur Ívar Óskarsson · Friends with Benoný Þórissonkom samt í fréttum að lögreglan hafi dansað einhvern hetjudans og náð að snúa niður geðsjúka manninn sem hafði innbyrt töluvert magn af englarykiLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:12
- Jóhann Norðfjörð · Vinnur hjá Like A BossAllveg frábært hvað hun er ykt!"Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 21:53
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjarhahaha þessi frétta er svo vel ýkt, allveg magnað hvað löggunni tekst oft að enda sem "góði gaurinn" í öllu svona
- Hlynur Már Jónsson · VestmannaeyjarPálmi ég var Hliðiná Lögreglu mönnunum þegar þeir tóku sig fyrst á tal við hann ! ég horfði á bílinn keyra allan heiðarvegin því það var ég sem kallaði eftir aðstoð þeirra vegna annar slagsmála ..
Og hver var ekki með afeingi þarna ? það voru Tugir Unglinga þarna að drekka og margir fleyri sem héldu á ÖL undir aldriLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 19:10- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarRólegur með "ölið" Hlynur. Það var ekki málið hjá mér. Heldur hvers vegna þú varst staddur svona fjærri Prófastinum. Og svarið var vegna "annara" slagsmála.
Enn samt höfuð lögreglumenn tíma til að hafa afskipti þessum unga manni sem var með "öl" undir lögaldri á almennafæri.
Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 22:46
- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarRólegur með "ölið" Hlynur. Það var ekki málið hjá mér. Heldur hvers vegna þú varst staddur svona fjærri Prófastinum. Og svarið var vegna "annara" slagsmála.
- Henry Bæringsson · Sveinspróf í Rafvirkjun Menntaskólanum Ísafirði,Hef aldrei skilið hvers vegna fólk gengur í lögregluna. Þau þurfa að þola að alls konar fólk rífist við þau, hreyti í þau óhróðri og svívirðingum, æpi að þeim og hóti þeim. Þau þurfa að hirða upp af götunni drukkið og úturdópað fólk. Við þessar aðstæður mega þau ekki missa stjórn á sé,r en þau eru mannleg. Setjið ykkur í spor þeirra. Í litlu samfélagi að koma að einstaklingum sem búnir eru kannski ótal sinnum að æpa að þér, rífa kjaft, hrækja á þig og þú ert kannski búinn að hlusta á þau hóta þér og svívirða. Og svo byrjar sami söngurinn enn og aftur. Það eru eingöngu mjög sérstakir einstaklingar sem ekki missa sig stundum. Ég mundi berja þetta lið í hausinn og troða meisbrúsanum ofan í kok á þessu liði. Þess vegna hefur aldrei hvarflað að mér að gerast lögga. En lögreglumenn landsins eiga alla mína samúð að vinna þessa vinnu og fá ekkert nema skít og skömm fyrir. Og ég tek fram að ég á enga tengingu við nokkurn lögreglumann og er ekkert barnanna bestur þegar kemur að framkomu við lögregluna. Finnst eins og svo mörgum öðrum að löginn nái helst yfir aðra en mig.4 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 11:09
- Aðalheiður Jóhannsdóttir · Uni. Akureyriog ekki einungis við vinnu sína heldur einnig utan hennar :(Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 11:24
- Andri Freyr Alfreðsson · Vinnur hjá Being AwesomeAudvitad segid thid ad loggan hafi gert rett og krakkar eru alltaf til vandraeda !!! En herna fyrir ofan er bara saga logreglunnar en ekki krakkana ;) ! Truid mer , eg veit thad 110% ad loggan a islandi er ekkert saklaus allra mala sem their takast a vid !!!3 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 00:16
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisnkl ..hverjir haldið að endi með að skrifa skíýlunar og tjá sig við fjölmiðla ..löggan sem hlut átti að máli og hún matreiðir þetta alveg eins og henni best hentar til að réttlæta það sem hún gerði ....þetta kerfi er ekki að virka og það vantar lögreglu á lögreglun sem virkar og að einhver af þeim ótal löggum sem hafa af sér brotið í starfi með valdaníðslu og ólöglegum aðferðum verð dæm og látin svar til saka með fangelsi og vinnusviftingu ...það gerist aldrei ekki því að þeirr er ekki að brjóta af sér í starfi heldur vegna þess að þeirr sitja báðum meiginn við borðið og skrifa skýslunar og búa til réttlætingar og ástæður eftir á og reyna að þaga niður í þeim sem hafa sig fram við þá og benda á óréttlætið með bara meiri valdaniðlu og yfirlæti þangað til að fólk þorrir ekki að stiga fram af ótta og bugaðs andlegt ástans vegna þeira afleiðinga sem þeir beita á fólk sem er engann að skaða
Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 02:18
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisnkl ..hverjir haldið að endi með að skrifa skíýlunar og tjá sig við fjölmiðla ..löggan sem hlut átti að máli og hún matreiðir þetta alveg eins og henni best hentar til að réttlæta það sem hún gerði ....þetta kerfi er ekki að virka og það vantar lögreglu á lögreglun sem virkar og að einhver af þeim ótal löggum sem hafa af sér brotið í starfi með valdaníðslu og ólöglegum aðferðum verð dæm og látin svar til saka með fangelsi og vinnusviftingu ...það gerist aldrei ekki því að þeirr er ekki að brjóta af sér í starfi heldur vegna þess að þeirr sitja báðum meiginn við borðið og skrifa skýslunar og búa til réttlætingar og ástæður eftir á og reyna að þaga niður í þeim sem hafa sig fram við þá og benda á óréttlætið með bara meiri valdaniðlu og yfirlæti þangað til að fólk þorrir ekki að stiga fram af ótta og bugaðs andlegt ástans vegna þeira afleiðinga sem þeir beita á fólk sem er engann að skaða
- Jón Þorsteinn Sveinsson · Chief Operating Officer hjá Central Intelligence AgencyAð því að "krakkarnir okkar" eru alltaf svo stillt og góð?
HEHOEHOEHOEHOEHOEHOE3 · Líkar þetta · Svara · Fimmtudagur kl. 22:41 - Brynjar Jóhannsson · Iceland ArtsBÚS-Áhaldabyltingin. Gat nú verið að helsta baráttumál Eyjapeyja er að fá að drekka brennivín óafskiptir. 1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 11:30
- Hallgrímur Eggert Vébjörnsson · KópavogurÓttalegir þöngulhausar eruð þið sem að gagnrýnið lögregluna og ég ætla ekkert að afsaka það að segja sem svo. Þau gerðu aðsúg að lögreglunni nota bene. Í vel flestum löndum í heiminum hefði verið tekið margfalt harðar á þeim og þau fengið þunga dóma og sektir.3 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 01:06
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisþú er andlega fatlaður ef þú telur þetta réttlætanlegt. mér er alveg sama um önnur lönd og ef einhver samanburður á að verra er það við þá sem betur er að gera en ekki verr....ertu ein af þeim sem bendir á aðra og réttlættir að þú sér slæmur ef einhver annar er verri...ómerkilegt comment hjá þér !!!!!!!!!!!4 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 02:24
- Hallgrímur Eggert Vébjörnsson · KópavogurÆi greyið. Komdu fram undir nafni ef þú hefur manndóm til. Ætla ekki að taka afstöðu til þess hvort þú varst að rækta eitthvað til einkanota enda máttu það svosem mín vegna.
Lögreglan er ekki fullkomin og gerir sig stundum seka um valdníðslu etc. Hinsvegar voru þetta fullkomlega eðlileg viðbrögð undir þessum kringumstæðum. Vona bara svo að líf þitt sé komið í góðan farveg á ný.1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 10:22 - Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjarég var vitni af þessu, og þetta voru svo sannarlega ekki fullkomlega eðlileg viðbrögð hjá lögreglunni ef þú vilt halda því framm því hver einn og einasti einstaklingur sem varð vitni af því hvernig þetta byrjaði myndi vita það að löggan fór lánt yfir strikið þarna!!2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:17
- Hallgrímur Eggert Vébjörnsson · KópavogurNú ef þú varst á staðnum Logi þá verð ég víst að trúa því sem að þú segir enda veit ég ekki nema það sem að kemur fram í fréttinni. Er það semsagt rangt að unglingarnir hafi gert aðsúg að lögreglunni?Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:26
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjarþetta byrjaði allt þannig að þetta voru tveir lögreglu þjónar og einn 16ára strákur, og löggan var eitthvað að hafa afskipti af honum því hann var með áfengi á almannafæri og fullur á almannafæri þannig lögreglan átti samkvæmt lögum að hafa afskipti af honum þar sem hann er ekki orðinn 18ára og það er ólöglegt að vera með áfengi á almannafæri og fullur á almanna færi. þannig þeir tóku hann til hliðar og fóru að tala við hann og hann fór þá eitthvað að rífast við hann (geri ég ráð fyri ég heyrði ekkert hvað var sagt því ég stór hinumeigin við götuna), og á meðan því stóð var enginn að skipta sér af þessu en svo ýtti drengurinn annari lögguni frásér og þá tók hin upp kylfuna og lamdi hann nokkrumsinnum í lappirnar (sem val algjör óþarfi þar sem löggan hefði bara geti tekið hann og handjárnað hann ánþess að nota kylfuna) og þá komu 2 vinir stráksins til að draga hann frá löggunni og þá var annar þeirra líka laminn í lappirnar, þegar fólk sá það þá hrúaðist það auðvitað að þessu og reyni að draga strákana í burtu. Frá minni sjónarstöðu þá sá ég aldrey standa nein hætta að löggunni og þessi kylfa var notuð af algjörri óþarfi. Þannig ég myndi nú persónulega seigja að þetta hafi aldrey verið nein aðsúg að lögreglumönnum þetta kvöld, en ég veit svosem ekki afhverju þeir notuðu piparúða því ég sá það atvik ekkiLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:42
- Hallgrímur Eggert Vébjörnsson · KópavogurTakk fyrir það Logi. Miðað við þessa lýsingu þína var það óþarfi að beita kylfunni og eins og þú segir gátu þeir einfaldlega handjárnað hann. En maður vill gjarnan trúa því að það sem að birtist í fjölmiðlum sé satt og rétt. En því miður er ekki alltaf svo.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:46
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjarjá maður vill oft geta gert það en svo oft þegar eitthvað svona skeður og lögreglan er kærð í þeim málum þá er allt fegrað fyrir fjölmiðlana svo hinn óbreitt borgari þurfi ekki að vita að það eru "svartir sauðir" í lögreglunni líka. En svo erum við bara öll mennsk og þetta var bara vitlaus ákvörðun hjá lögreglunni sem við verðum bara að sætta okkur við því það geta allir tekið vitlausar ákvarðannir.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:51
- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarLogi það vantar piparúðinn (mace-ið) inn í þetta hjá þér. Hvenær og á hvaða tímapunkti notuðu þeir piparúðan?Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:28
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjar stendur þarna "en ég veit svosem ekki afhverju þeir notuðu piparúða því ég sá það atvik ekki"Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:32
- Logi Kristjánsson · Vestmannaeyjaren hann var samt notaður í endann þegar stóri bílinn var kominnLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:33
- Pálmi Freyr Óskarsson · VestmannaeyjarJá það fór framhjá mér. Svona er þegar maður hraðlesur athugunarsemdir hérna.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 18:43
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisþetta er bara kjaftæði ..þeir hafa rutt sér leið inn á heimildar inn á mitt heimili tvisar með stutt milli bili án heimildar og verið með hroka og yfirgang og það án nokkra sannan eða rökstuðings og reynt svo eftir á að þvínga mig til að skrifa undir skjal þar sem ég átti að hafa gefið leyfi til að láta leita heima hjá mér ...ég skrifaði ekki undir en ég var rekinn með hótunum og látum úr húsnæðinu og þetta allt út af 2 litlum plöntum sem voru til einkanota. ég er ekki sölumaður á fíkefnum og ég stunda enga glæpi eða umgengst fólk sem stundar slíkt og þeir eyðilögðu líf mitt á þeim tima og voru þess valdir að gera mig heimilislausn ....þetta eru viðbjóðsleg ómannlegir hroka drullusokkar sem fara sjálfir ekki að löggum og komast í 98% tilfella upp með það og 2 % er bara rétt skammað þá og þeir fá að halda vinnuni þetta er staðreynd.......2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 02:06
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisþetta er opinbert einelti og valdníðsla og svona lagað er ekkert eins dæmi hvað mig varðar ég þekki fullt af svona sögum og verri og á fleiri sjálfur og þetta er allt hægt að sanna en skasókanar vill ekki taka upp mál gengn lögregluni ....ég er ekki glæpamaður og ég er búin að fá alveg nó af þessu hrokafullu foræðishyggju frá fólk inn kerfisis og þeirra yfirlæti og fordóma í garð friðsamlegra einstaklinga sem neyta kannabis efna .....
ég vi líka benda fólk á að svo kölluð málaskrá einstaklinga er hægt að flokka sem ekkert annað en leyniskýrslur eins og stasí hafð í þýskalandi þar sem mál sem þér tengjast á einhvern veg er skráð , sama hvort þú ert viti eða bara þig telja grunðan þá endar þú tengur við málið án nokkra sannan og á skrá og og enginn fær aðgang að þeim skrám nema lögregla og frímúrar...!!!!!!! við búum við sósaliskan...Sjá meira2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 02:07 - Andri Már · SEMOhmm.. burt séð frá öllu forræðis dæmi og skaðsemi og ekki fíkniefna.. er það ekki í lögum að það sé bannað að rækta cannabils, hvort sem það sé ein planta eða 100?
og er það ekki þeirra starf að lögunum sé fyllt?
eg var ekkert sáttur með að fá 58þús kr. sekt fyrir að vera að pumpa i dekkið á motocross hjólinu mínu á bensínstöð 300 metrum frá húsinu mínu (keyrði hjólið þangað).. vissi samt að það er í lögunum að ég meigi ekki gera þetta.. þannig að það var bara suck it fyrir mig.
og með þessa krakka í vestmanna eyjum, löggur eru fólk eins og við og það að gera aðsúg að löggunni er ekki það sama og að gera aðsúg að eitthverjum random dewd niðrí bæ.
3 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 05:33 - Sveinn Siggi · Top Commenteroh þessir lög er lög gaurar..
ETTA ERU ORÐ Á PAPPÍR.
ekki sambærilegt, skemma götur landsins með sérdekkjum (er það ekki ástæða laganna?)
og einelti á saklaust fólk sem er að neyta skaðminna efnis en kaffi.1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 07:14 - Andri Már · SEMOsveinn siggi, geturu lýst fyrir því hvernig maður skemmir götu á sérdekkjum? (og þá ástæðu laganna?)Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 08:10
- Andri Már · SEMOhehe, neinei, þetta eru bara gúmmídekk sem eru mýkri enn venjuleg bíldekk svo það er ekki ástæðan, bara enginn ljósabúnaður held eg að sé aðal ástæðan, siðan örugglega eitthvað fleiri tæknilegt við hjólinLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 09:24
- Sveinn Siggi · Top Commenterah ok. semsagt öruggisatriði og algerlega ekki sambærilegt við kannabislögin, en annars erum við komin ansi offtopic hérna.2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 09:29
- Púkinn Pukkson · Top Commenter · University of Cannabisþetta er opinbert einelti og valdníðsla og svona lagað er ekkert eins dæmi hvað mig varðar ég þekki fullt af svona sögum og verri og á fleiri sjálfur og þetta er allt hægt að sanna en skasókanar vill ekki taka upp mál gengn lögregluni ....ég er ekki glæpamaður og ég er búin að fá alveg nó af þessu hrokafullu foræðishyggju frá fólk inn kerfisis og þeirra yfirlæti og fordóma í garð friðsamlegra einstaklinga sem neyta kannabis efna .....
- Skæringur Óli Þórarinsson · Vinnur hjá BónusHef nú heyrt ýmsar mishressilegar sögur af lögreglunni í Vestmannaeyjum og orðið vitni að þónokkrum atvikum þar sem lögreglan var nú ekki beint að leika góða kallinn... En ég þekki nú líka góða menn sem vinna þar þannig að þeir eru nú ekki alverstir. En mér finnst líka fremur sérkennilegt að þeir hafi beitt kylfum og piparúða á 16-17 ára krökkum, en það er bara ég2 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 02:16
- Sigrún Sigmarsdóttir · Vestmannaeyjarþetta skrifaði Áslaug..... Áslaug Dís Bergsdóttir
Þetta er nú ansi vel ýkt, verð ég að segja. Ég keyrði þarna fram hjá þegar ég sá löggurnar koma og fylgdist með þessu úr bílnum ásamt vinum mínum. Þetta var aldrei nokkurt sem gæti kallast aðsúgur að lögreglu. Þetta voru 2 lögreglumenn (til... að byrja með, svo komu fleiri) að reyna að díla við einn 17 ára strák. Svo komu tveir aðrir strákar til viðbótar sem voru með einhver læti. Þar sem þetta gerðist fyrir utan framhaldsskólaball hópaðist fólk nær til þess að sjá hvað væri í gangi. Að mínu mati væri aldrei nokkurn tímann hægt að segja að þetta hafi verið ungmenni að gera aðsúg að lögreglunni.
(Og þar fyrir utan fannst okkur öllum sem sátum í bílnum löggan vera með mjög furðulega framkomu í þessu öllu saman.)1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 09:46 - Sigrún Gyða Þórarinsdóttir · Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjumég sá hver þetta var og þeir voru 3 á mótti 1 og þurftu að nota kylfu og svo voru vinir hans sem ég nefni ekki á nafn sem komu og hjálpa honum og urðu brjálaðir yfir þessu, og mér fannst það mjög leit að lögreglan skildi áhveða að nota kylfurnar og sérstaklega piparúðan því strákgreyjið var svo blindur og gat varla staðið í fæturnarLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:32
- Sigrún Sigmarsdóttir · Vestmannaeyjarþetta skrifaði Áslaug..... Áslaug Dís Bergsdóttir
- Joi Joason · Friends with Magnús Þór Guðmundssonflott að vera með svona alvöru menn í vinnu sem geta tekið almenilega á krökkunum okkar1 · Líkar þetta · Svara · Fimmtudagur kl. 22:28
- Björn Natan Bjarnason · Viborg, DenmarkEf að þér er ýtt uppvið vegg og þríst á það... hvað myndir þú gera??? Þú myndir ýta á móti....
Munurinn á þessu og því ef þú værir í sporum lögreglunar er að hindra starf lögreglunar er lögbrot... að leggja að lögreglumönnum er LÖGBROT!!!Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 12:31 - Rannveig Sigurdardottir · HafnarfjörðurFyndið , svo kemur fullt af fólki og segir lögregluna slæma , en þetta er það eina rétta sem hún gerði.Líkar þetta · Svara · Fimmtudagur kl. 22:56
- Egill Örn Magnússon · Menntaskólinn við Sundað lemja 16 ára krakka með kylfum og meisa þá? Veit ekki hvort það sé rétt aðferðafræði - en ég var svosum ekki á staðnum.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 00:47
- Aðalheiður Jóhannsdóttir · Uni. AkureyriAlls ekki, en þetta hlýtur að hafa verið allra síðasta úrræðið....
Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 11:31 - Egill Örn Magnússon · Menntaskólinn við SundKíktu neðar og sjáðu hvað fullorðin kona að nafni Sigrún segir um þetta - og hún var á staðnum :) Svo það voru ekki bara unglingar sem eru "krakkar í hausnum" á staðnumLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:54
- Sigurður Andri Sigurðsson · Iðnskólinn í ReykjavíkVeistu það Egill að það er alveg sama hvað fólk segir. Trúir þú því að lögreglan hafi beitt kylfum og mase af óþörfu. Ég veit og það vita allir að það eru svartir sauðir allstaðar, alveg sama hvar þú leitar en í lögreglunni eru venjulegt fólk alveg eins og ég og þú og það fólk á börn alveg eins og ég og þú. kylfur og piparúði er síðasta úrræði til þess að ná tökum á ástandi. Það er mjög einfalt mál að þú gerir ekki aðsúg að lögreglu. Fólk ætti að sýna meiri virðingu gagnvart lögreglunni en það gerir og ég held hreint bara að í skólum sé það ekki brýnt fyrir krökkum að sína lögreglunni virðingu. Ég held líka að lögregla á íslandi sé mun umburðarlyndari en annarsstaðar í heiminum.Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 19:07
- Atli Hrannar · Verkmenntaskólinn á Akureyripælið í því ef þeir væru með byssur ;)1 · Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 00:13
- Óskar Máni Atlason · Asian scientist hjá Society of Asian Scientists and Engineersþeir eru einum of þroskaheftir, kunna ekki að vinna undir smá pressu þessi grey..Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:53
- Atli Hrannar · Verkmenntaskólinn á Akureyrihttp://www.youtube.com/watch?v=V2Liw_462yA&feature=related Líkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 13:58
- Einar Hans Torsteinsson · Friends with Sveinbi SuperPúkinn Pukkson ert þú ekki örvar geir geirsson sprautufíkill sem réðst á félagsmálastofnunarkellinguna af því þú fékkst ekki pening frá þeim og fékks svo fullt af peningum frá þjóðinni eftir viðtal á dv og hélst svo áfram að djammaLíkar þetta · Svara · Föstudagur kl. 21:57
Dægurmál | Sunnudagur, 24. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Farþegar voru tæplega 212. þúsund árið 2010 eða 67% aukning
Vel sóttur fundur um samgöngu mál í Vestmannaeyjum
Opinn borgarafundur um samgöngumál í Vestmannaeyjum var haldin í Höllinni Vestmannaeyjum í kvöld. Fundurinn var vel sóttur og tóku til máls helstu áhrifavaldar í samgöngumálum í Vestmannaeyjum. Fundamenn komu fram mikilvægum skilaboðum til fundagesta enda þörfin fyrir svörum mikil eftir stórvægilegar breytingar hafa átt sér stað í samgöngumálum. Ný höfn og nýtt flugfélag með mánaðar tímabili á síðasta ári hefur skapað mikla umræðu og samgöngunar gengið mis vel.Gísla Viggósson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofu töluðu um aðstæður í Landeyjahöfn sem hefur nú verið lokuð í 9 vikur. Á 52 ára tímabili var árið í fyrra það versta í veðrum ásamt því kom eldgos sem eru helstu ástæður fyrir því hve erfitt hefur verið að ráða við siglingar og dýpkun í Landeyjahöfn. Samkvæmt árstíðarspá evrópsku veðurmiðstöðvarinnar lítur út fyrir að þeir umhleypingar sem hófust um miðjan jánúar standi fram eftir vori sem hófust um miðjan jánúar.Fínra efni er að berast inní höfnina en áður og mun því taka lengra tíma en áður að dýpka höfnina.Á 38 ára tímabili hafa ekki orðið miklar breytingar á dýpi í hafninarminninu.Siglingamálastofnun telur hér þurfi að vera skip til staðar til að halda höfninni opinni.Í Landeyjahöfn er sandburður háður ölduhæð í þriðja til fjórða veldi. Tvöfalt hærri ölduhæð skila rúmlega 8-16 fjöldu sandmagni.Hörfur með Landeyjahöfn eru góðar. Sandburður er aðeins 1% af því sem hann var í haust. Ströndin er að ná jafnvægi og rifið að myndast. Spár frá því haust eru að gangast eftir. Dýpkunarskipið getur unnið í allt í tveggja metra ölduhæð. Aðeins unnut að dýpka í 6 daga frá því skipið kom. Byrjunareriðleikar með skipið ollið því að skipið hefur átt erfitt uppdráttur með dýpkun. Þarf að dýpka 16-25m3 til að höfnin opnist og um 50 þ.m3 til að á fullu dýpi.Skandia þarf um 4-5 góða daga í dýpkun til að höfnin opnist og 10-15 daga til ná fullu dýpi.perlan hefði aðeins getað dýpkað í 2 daga síðan Skandia kom.Sandburður er að verða viðránlegur í Landeyjahöfn og mun hún opnast en myndi haldast opin þegar fullu dýpi er náð nema í undantekningartilfellum. Siglingatæknileg vandamál enn til staðar. Siglingamálastofnun mun vera með í framtíðinni með annan dælubúnað. Nýja ferjan sem er hönnuð fyrir Landeyjahöfnina er en þá í skoðun og möguleiki er sú framkvæmd verði hleypt af stokkunum þegar tækifærið gefst. Guðmundur Nikulásson talaði fyrir hönd Eimskip og kom inn á.Að fjöldi farþega var tæplega 212. þúsund árið 2010 eða 67% aukning. Spá fyrir árið 2011 er um 280 þúsund farþegar eða 32% aukning frá 2010. Fjöldi fólksbíla var rúmlega 50 þúsund árið 2010 eða um 46% aukning. Væntingar frá Eimskip um fjölgun farþega með tilkomu siglinga í Landeyjahöfn hafa gengið eftir og vel það. Fjölmörg ný tækifæri fylgja þessu fyrir Vestmannaeyinga. Frá 21. Júlí og fram til áramóta var siglt 106 daga í Landeyjahöfn og 59 daga í Þorlákshöfn. Frá áramótum hefur verið siglt 62 daga í Þorlákshöfn og 12 daga í Landeyjahöfn sem hefur nú verið lokuð í 9 vikur. Lokun Landeyjahafnar í vetur hefur haft í för með sér veruleg óþægindi fyrir viðskiptavini Herjólfs.Allar forsendur verðandi fyrirkomulag rekstrar miða við siglingar til og frá Landeyjahöfn.Gjaldskrá til/frá Landeyjahöfn verður óbreytt frá 2010 nema fyrir bíla og tæki hækkar um 100 kr. Aukaferðir verða farnar kringum stóra viðburði ef á þarf að halda. Sumaráætlun fyrir Herjólf eru:virka daga fjórar ferðir á dag. Fimmtudaga til sunnudaga er lagt upp með 5 ferðir á dag.Takmarkarnir verða á bókunum yfir vetrartímann þegar sem siglt er á tvær hafnir. Lofa framferðum með nýja kerfinu en nokkrir byrjunarörðugleikar hafa verið eins og gengur með flókið kerfi eins og þeir voru að taka upp. Opnað fyrir nýja kerfið í gær. Í nánustu framtíð kemur eining inn sá möguleiki að senda skilaboð með svo kölluðum sms-um til farþega ef tilkynna þarf breytingar á siglingaleið eða brottför. Fulltrúar frá rútufyrirtækinu Sterna og Flugfélaginu Erni töluðu um sínar samgöngur en hafa þau staðið sig með miklum sóma síðan þau hófu að þjóna Vestmanneyingum og fengu góð lof fyrir sitt framlag. TIL BAKA facebook prenta senda
Dægurmál | Miðvikudagur, 16. mars 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)