Hrun í Vestmannaeyjum......................

02. apríl kl. 16.10

Loftnetamastur hrundi við flugvöllinn í Eyjum:

10 metra mastur lagðist á hliðina

-óveruleg áhrif á starfsemi flugturnsins

10 metra mastur lagðist á hliðina 
Mastrið féll skammt frá flugturninum. Myndir: Jón Sighvatsson
 

Loftnetamastur við flugturninn í Vestmannaeyjum lagðist á hliðina í dag. Mjög hvasst er við flugvöllinn og fer vindhraði upp undir 30 m/s í mestu hviðunum. Svo virðist vera sem tæring í botnstykki mastursins hafi leitt til þess að það gaf undan í rokinu. Í mastrinu eru loftnet fyrir fjarskiptatæki turnsins auk farsímaloftneta fyrir símafyrirtækin Vodafone og Nova.

Bjarni Halldórsson, flugumferðarstjóri, segir að aðeins eitt loftnet í mastrinu hafi brotnað. Við prófanir hafi öll sambönd virkað og verið sé að finna út úr því hvaða samband sé á skemmda loftnetinu, það sé líklega varasamband. Í samtali við Suðurlandið.is segir Bjarni að hrun mastursins hafi því óveruleg áhrif á daglega starfsemi í flugturninum en flest fjarskiptatæki þar eru tengd við loftnetamastur í Sæfjalli, sunnan við flugvöllinn. Bjarni segist hafa heyrt þungan dynk og þegar sér hafi verið litið út um glugga flugturnsins hafi mastrið legið á jörðinni.

Mastrið féll skammt frá sendaskúr Nova.Mastrið féll til hliðar við skúr sem í eru farsímasendar. Mögulega hefði mastrið getað eyðilagt þann skúr en það hefði ekki getað fallið á flugturninn. Nokkrir metrar eru frá efsta hluta mastursins þar sem það liggur á jörðinni að sjálfum turninum.

 

Eins og sjá má á botnstykki mastursins slitnuðu kaplar ekki.

Loftnet símafyrirtækjanna Nova og Vodafone eru skemmd svo farsímasambönd beggja fyrirtækja liggja niðri syðst á Heimaey. Bæði fyrirtækin hafa þó senda á fleiri stöðum í Vestmannaeyjum.

 

 

http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=28072&PHPSESSID=9c1ec6a14935eff6bf6ee89c5ace77d9


mbl.is Loftnetsmastur á hliðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband