Vedur.is er góður vefur, enn.....

.......samt erum við Stórhöfðafeðgar ekki alveg fullkomlega sáttir við ýmislegt við vefsíðuna vedur.is.

Svo er ég með ansi margar hugmyndir um bætingu á þessum vef. Einsog tildæmis svæðisbudnar viðbótasíður. Enn þá væri til dæmis allt tengt veður á einum tiltekinn stað á einni hliðarsíðu á vedur.is. Svona svipað og ég er að gera á 123.is/DJ_Storhofdi. Enn þar hef ég verið að setja veðurtölur frá Stórhöfða af vedur.is, og líka allt sem er veðurtengt frá Vestmannaeyjum, tildæmis í fjölmiðlum.

Þeir hjá vedur.is birta ljósmynd frá mér í annað sinn á þessu ári. Ætti kannski að fara senda þeim vænan pakka af ljósmyndum síðustu ára. Enn þær telja þúsundir myndir sem tengjast veður.

2008

ismyndanir_1281

 
© Pálmi Freyr Óskarsson
Skýjafar séð frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum 10. mars 2008 um kl. 17:30. Söfnunarbúnaður til mengunarmælinga sést lengst til vinstri.

Veðurstofa Íslands hátt skrifuð meðal þjóðarinnar

12.6.2008

Dagana 5.-13. maí sl. gerði Capacent Gallup könnun á afstöðu þjóðarinnar til átján opinberra stofnana sem eiga í miklum samskiptum eða þjónustu við almenning.

Í átta spurningum könnunarinnar var spurt um ánægju með þjónustu, traust, ímynd og trúverðugleika, viðmót starfsmanna og framsækni stofnunar. Í svörum tæplega 2400 landsmanna kom fram að Veðurstofa Íslands fékk í sjö spurninganna hæstu einkunn þessara átján stofnana og var í öðru sæti í einni þeirra.

Um 90% landsmanna telja stofnunina veita góða eða mjög góða þjónustu og um 75% bera mikið traust til stofnunarinnar en um 3% lítið. Að meðaltali fékk stofnunin 4,1 í einkunn af 5 mögulegum.

Þá kom í ljós að vefur Veðurstofunnar, www.vedur.is, er orðinn helsti upplýsingamiðill hennar en meira en 60% þjóðarinnar nefnir hann sem fyrsta kost þegar hún vill afla sér upplýsinga frá stofnuninni. Hefur engin íslensk stofnun náð viðlíka árangri með miðlun upplýsinga á vefnum en vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefur í almannaþjónustu árið 2007.

Þær stofnanir sem Capacent Gallup valdi til að spyrja um afstöðu til í þessari könnun voru eftirfarandi, auk Veðurstofunnar: Byggðastofnun, Fasteignamat ríkisins, Fjármálaeftirlitið, Hagstofa Íslands, Heilsugæslan, Landspítali Háskólasjúkrahús, Íbúðalánasjóður, Lögreglan, Neytendastofa, Ríkisskattstjóri, Tollstjórinn í Reykjavík, Tryggingastofnun, Umferðarstofa, Umhverfisstofnun, Útlendingastofnun, Vegagerðin og Vinnumálastofnun.
http://vedur.is/um-vi/frettir/2008/nr/1324


mbl.is Landinn ánægður með Veðurstofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband