.......samt erum við Stórhöfðafeðgar ekki alveg fullkomlega sáttir við ýmislegt við vefsíðuna vedur.is.
Svo er ég með ansi margar hugmyndir um bætingu á þessum vef. Einsog tildæmis svæðisbudnar viðbótasíður. Enn þá væri til dæmis allt tengt veður á einum tiltekinn stað á einni hliðarsíðu á vedur.is. Svona svipað og ég er að gera á 123.is/DJ_Storhofdi. Enn þar hef ég verið að setja veðurtölur frá Stórhöfða af vedur.is, og líka allt sem er veðurtengt frá Vestmannaeyjum, tildæmis í fjölmiðlum.
Þeir hjá vedur.is birta ljósmynd frá mér í annað sinn á þessu ári. Ætti kannski að fara senda þeim vænan pakka af ljósmyndum síðustu ára. Enn þær telja þúsundir myndir sem tengjast veður.
2008
Veðurstofa Íslands hátt skrifuð meðal þjóðarinnar
Dagana 5.-13. maí sl. gerði Capacent Gallup könnun á afstöðu þjóðarinnar til átján opinberra stofnana sem eiga í miklum samskiptum eða þjónustu við almenning.
Í átta spurningum könnunarinnar var spurt um ánægju með þjónustu, traust, ímynd og trúverðugleika, viðmót starfsmanna og framsækni stofnunar. Í svörum tæplega 2400 landsmanna kom fram að Veðurstofa Íslands fékk í sjö spurninganna hæstu einkunn þessara átján stofnana og var í öðru sæti í einni þeirra.
Um 90% landsmanna telja stofnunina veita góða eða mjög góða þjónustu og um 75% bera mikið traust til stofnunarinnar en um 3% lítið. Að meðaltali fékk stofnunin 4,1 í einkunn af 5 mögulegum.
Þá kom í ljós að vefur Veðurstofunnar, www.vedur.is, er orðinn helsti upplýsingamiðill hennar en meira en 60% þjóðarinnar nefnir hann sem fyrsta kost þegar hún vill afla sér upplýsinga frá stofnuninni. Hefur engin íslensk stofnun náð viðlíka árangri með miðlun upplýsinga á vefnum en vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefur í almannaþjónustu árið 2007.
Þær stofnanir sem Capacent Gallup valdi til að spyrja um afstöðu til í þessari könnun voru eftirfarandi, auk Veðurstofunnar: Byggðastofnun, Fasteignamat ríkisins, Fjármálaeftirlitið, Hagstofa Íslands, Heilsugæslan, Landspítali Háskólasjúkrahús, Íbúðalánasjóður, Lögreglan, Neytendastofa, Ríkisskattstjóri, Tollstjórinn í Reykjavík, Tryggingastofnun, Umferðarstofa, Umhverfisstofnun, Útlendingastofnun, Vegagerðin og Vinnumálastofnun.
http://vedur.is/um-vi/frettir/2008/nr/1324
Landinn ánægður með Veðurstofuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Ljósmyndir | Föstudagur, 13. júní 2008 (breytt kl. 02:32) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.