Eyjalöggan fer "hamförum"

2.4.2007 15:13
Lögreglan í Vestmannaeyjum:
Þurfti að aðstoða fólk sem komst ekki heim vegna ölvunar

-Braut rúðu í útidyraurð og sló húsráðandann

Nokkur erill var hjá lögreglu um helgina hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, ólíkt því sem verið hefur undanfarnar helgar og þurfti lögreglan m.a. að aðstoða fólk sem átti í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar sökum ölvunar.


Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en maður undir áhrifum áfengis braut sér leið inn í heimahús, með því að brjóta rúðu í útidyraurð  og sló húsráðandann með þeim afleiðingum að hann fékk áverka í andlit. Ekki liggur fyrir ástæða árásarinnar og er málið í rannsókn.

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6934

Gott dæmi hvernig áfengi fer með fólk............

 

2.4.2007 16:17
Lögreglan í Eyjum:
Hver henti handlóði í gegnum rúðuna hjá Hnefaleikafélaginu?

Eitt skemmdarverk var tilkynnt til lögreglunnar í Eyjum í vikunni sem leið en að morgni 31. mars sl. var rúða brotin á efri hæð Pósthússins en þarna mun Hnefaleikafélag Vestmannaeyja vera með aðstöðu. Mun handlóði hafa verið hent í gegnum rúðuna.


Ekki er vitað hver var þar að verki og óskar lögreglan eftir upplýsingum um hugsanlegan geranda.
Ég henti ekki handlóði í gegnum rúðuna enda er ég félagsmaður HFV (síðast þegar ég vissi) og hef ég það miklar mætur á þessu félagi.....
Enn einusinni getur lögreglan ekki verið nákvæm i sinni skrifum.
Hvort var hent inn eða útúr glugganum, sem er í 3ju hæð.????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband