Enn eitt fiski"ryk"sugan kominn til Eyja

2.4.2007 14:26
Nýtt Gullberg væntanlegt í fyrramálið

Nýtt Gullberg VE er væntanlegt til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan tíu í fyrramálið. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu í Danmörku en skipið var smíðað í Noregi árið 2000 en útgerð Gullbergs keypti skipið frá Ástralíu.

Að sögn Ólafs Jónssonar hefur skipið reynst vel á heimsiglingunni.
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6933

 4-2007-gullberg

 

3.4.2007 16:58
Nýtt og glæsilegt Gullberg til heimahafnar í fyrsta sinn
Í morgun kom Gullberg VE 292 til heimahafnar í Vestmanneyjum í fyrsta sinn. Skipið er hið glæsilegasta í alla staði, íbúðir áhafnar til fyrirmyndar og annar búnaður mjög góður. Það er Ufsaberg ehf. sem kaupir skipið en félagið gerði áður út uppsjávarskip með sama nafni.
Fyrirhugað er að tólf manna áhöfn verði á skipinu og er fyrir löngu búið að fylla þær stöður sem eru til staðar.  Í skipinu eru mjög góðar íbúðir fyrir 15 manns og sturta og salerni í hverjum klefa. Þá er skipið vel búið tækjum og í fyrra var sett veiðafærastýring fyrir 30 milljónir og ekkert annað skip með slík tæki á Íslandi. Tækið er með fullkomna aflaskekkju og hleranema og er mjög nákvæmt.

Eyjólfur Guðjónsson, útgerðarstjóri segir skipið hafar reynst vel á heimstíminu enda gott veður á leiðinni. Þegar Eyjólfur er spurður út í kvótastöðuna segir hann útgerðina ráða yfir 1600 þorskígildum í veiðiheimildum en þurfi að hafa 2000.  "Það er stefnan að bæta við heimildum. Við reiknum með um tíu dögum áður en við getum farið með skipið á veiðar því það á eftir að setja aðgerðarkerfi frá Vélsmiðjunni Þór um borð í skipið og Geisli á eftir að setja kælipressu fyrir lestarkælingu. Það tekur ákveðinn tíma.”

Nánar í Fréttum á fimmtudag.

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6939

Ég vil óska eigundum til hamingju með enn eina fiski"ryk"suguna. Og vona að þetta skip eigi eftir farnast vel í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband