Veðurspátölva V.Í. í "tómu tjóni" 12. jan. 2011

Miðvikudaginn 12. janúar kl. 11.58

Aðstæður í Landeyjahöfn óhagstæðar strax í morgun

- áætlun skipsins ekki breytt vegna rangrar veðurspár

 

Aðstæður í Landeyjahöfn óhagstæðar strax í morgun

Fyrr í morgun var ákveðið að Herjólfur myndi ekki sigla fleiri ferðir í Landeyjahöfn en Herjólfur siglir seinni partinn til Þorlákshafnar.  En þar sem veðurspá fyrir daginn var svo kolröng vaknar sú spurning hvort ekki sé fært fyrir skipið upp í Landeyjahöfn.  Steinar Magnússon, skipstjóri á Herjólfi segir hins vegar að aðstæður í Landeyjahöfn hafi í morgun verið orðnar það slæmar að ekki hafi verið ráðlagt að sigla þangað fleiri ferðir.
"Það sló upp í 27 metra á sekúndu á vindmæli hjá okkur þegar við sigldum út úr höfninni í morgun og ölduhæð er vaxandi.  Hún er komin í 2,6 metra á öðru duflinu og 3,0 á hinu og við þetta bætist svo sterkur straumur.  Vindstrengurinn er þvert á innsiglinguna.  Gatið inn í Landeyjahöfnina er ekki nema um 70 metra breitt og ef skipið snýst eitthvað, þá gerir maður ekki mikið.  Það var því ekkert annað að gera en að breyta áætlun skipsins og sigla síðdegis til Þorlákshafnar," sagði Steinar.


http://www.eyjafrettir.is/frettir/2011/01/12/adstaedur_i_landeyjahofn_ohagstaedar



Miðvikudaginn 12. janúar kl. 11.25

Ekki spáð 62 metrum á sekúndu á morgun

- ekki "nema" 34 metrar

Ekki spáð 62 metrum á sekúndu á morgun

62 metrar á sekúndu...ekki alveg.

Eins og lesa mátti út veðurspá Veðurstofunnar á vefnum www.vedur.is stefndi allt í mannskaða veður í Vestmannaeyjum á morgun.  Samkvæmt spánni, sem er sjálfvirk, átti veðurhamurinn að ná hámarki klukkan 18:00 á morgun og átti meðalvindhraði þá að vera 62 metrar á sekúndu, hvorki meira né minna.  Til samanburðar þá er fárviðri 32,7 metrar, sem eru tólf vindstig samkvæmt gamla vindkvarðanum.  Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni var þetta villa í sjálfvirka kerfinu sem nú hefur verið löguð.
Reyndar er ekki lengur hægt að komast inn í spá fyrir Stórhöfða en spá fyrir Vestmannaeyjabæ segir að mestur vindhraði verði 34 metrar á sekúndu klukkan 18:00 á morgun og engin ástæða til að gera lítið úr því enda telst það fárviðri.   Hins vegar verður ágætis veður í dag, vindhraði á bilinu 11-16 metrar á sekúndu og fer vaxandi þegar líður á daginn.

  Senda frétt á Facebook Senda á Facebook - til baka

 

 

http://www.eyjafrettir.is/frettir/2011/01/12/ekki_spad_62_metrum_a_sekundu_a_m


 Miðvikudaginn 12. janúar kl. 08.57

Ekki siglt meira í Landeyjahöfn í dag

- spáð fárviðri í dag og í fyrramálið er spáð 47 metra meðalvindhraða á Stórhöfða


Ekki siglt meira í Landeyjahöfn í dag

Ekki verður siglt meira í Landeyjahöfn í dag, miðvikudag.  Herjólfur siglir seinni partinn til Þorlákshafnar og verður lagt af stað frá Eyjum klukkan 15:00 og til baka til Vestmannaeyja klukkan 19:00.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip, rekstraraðila Herjólfs.  Spáð er fárviðri þegar líður á daginn og enn verra veðri á morgun, fimmtudag en spáð er 47 metra meðalvindhraða klukkan 9:00 á morgun.

 

Samkvæmt spánni mun bæta verulega í vind þegar líður á daginn en klukkan 18:00 er spáð 37 metra á sekúndu á Stórhöfða.  Vindhraðinn verður hins vegar enn meiri á morgun fimmtudag því strax klukkan 6:00 í fyrramálið er spáð 43 metrum á sekúndu og eins og áður sagði 47 metra meðalvindhraða klukkan 9:00.  Með þessu spáir Veðurstofan einhverri ofankomu en hitastig fer hækkandi á morgun og ef snjó festir á jörðu, þá ætti hann ekki að stoppa lengi við.

 

Senda frétt á Facebook Senda á Facebook

 

http://www.eyjafrettir.is/frettir/2011/01/12/ekki_siglt_meira_i_landeyjahofn_i_dag

 

Skrifað 12.1.2011 kl. 18:38 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu

Engin álit, smelltu til að skrifa álit

 

Veðurspá: 62 m/s. á Stórhöfða

ATHUGIÐ: Vegna "bilurnar" í veðurspátölvu V.Í. var veðurspár fyrir Stórhöfða fjarlægar alveg af vefnum vedur.is. Og jafnframt var veðurathugarnir fyrir Stórhöfða einhverhluta vegna líka fjarlægar. Og þar af leiðandi get ég ekki birt veðurathugarnir og veðurspá fyrir Stórhöfða eins og ég hef gert.

 Enn í staðinn var loksins bætt á vedur.is veðurspár fyrir Vestmannaeyjabæ, þó hún sýnir líka einkennilega spá. Og svo var líka loksins bætt betur inná vedur.is veðurathugarnir frá Vestmannaeyjabæ og Surtsey. Og set ég það í staðinn hér inná síðuna mína um sinn.

Enn ekki nóg með það, þá finnst mér V.Í. mætti fara skoða allar tölvuveðurspár á Íslandi. Því þar eru mjög mikið af grunsamlegar tölur, þó ekki eins áberandi 62 m/s. á Stórhöfða.











Skrifað 12.1.2011 kl. 16:47 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband