Körfubolti: Minnibolti (11 á) komnir í A-riðill

29. október kl. 13.52

Körfubolti

Minniboltinn upp í A-riðil

 

Minniboltinn upp í A-riðil 

Velgengni yngri flokkanna í körfuboltanum halda áfram en um síðustu helgi varð 9. flokkur drengja fyrsti flokkur körfuboltans í Eyjum til að öðlast keppnisrétt í efstu deild.  Strákarnir í minniboltanum léku leikinn eftir um helgina og komust upp í A-riðil en í minnibolta leika 11 ára drengir.  Frá þessu er greint á heimasíðu körfuboltadeildar ÍBV og má lesa fréttina hér að neðan.

 

Peyjarnir í minnibolta 11 ára stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í dag voru eftirfarandi:

ÍBV - Breiðablik 77 - 18
ÍBV - Valur 90 - 8

Úrslit gærdagsins:

ÍBV - UMFN 70-18
ÍBV - Snæfell 79-20

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega frábær frammistaða og glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum.

Eins og fram kom í gær voru þeir í góðu yfirlæti í heimahúsi hjá foreldrum hans Bjössa og eftir leikina í dag bauð Bjössi uppá flotta veislu þar sem boðið var fram bakkelsi að hætti mömmu hans og ljúffeng skúffukaka frá ömmu hans. Ekki slæmt það og höfðu menn á orði að þetta hafi verið eins og á 5 stjörnu hóteli alla helgina og ferðin sú allra besta sem þeir höfðu farið í. Endaði ferðin með stoppi í Smáralind þar sem peyjarnir fengu að skoða sig um og leika sér aðeins. Eru þeir á leiðinni heim með Herjólfi núna.

Áfram ÍBV

29. október kl. 12.00 | eyjar.net |

Minniboltapeyjarnir fóru upp í A-riðil

www.ibv.is/karfa

Peyjarnir í minnibolta 11 ára stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í helgarinnar voru eftirfarandi:

ÍBV - Breiðablik        77 - 18
ÍBV - Valur              90 - 8
ÍBV - UMFN              70 - 18
ÍBV - Snæfell            79 - 20

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega frábær frammistaða og glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum

Þetta er alveg ótrúlegur árangur hjá okkur í körfuboltanum.

Til hamingju strákar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband