Ríkisútvarpið kemur sér fyrir í Eyjun

ruv-gva

29. október kl. 11.38

 

Ríkisútvarpið kemur sér fyrir í Eyjum

 

 

Ríkisútvarpið er þessa dagana að koma upp útsendingaraðstöðu í húsakynnum  Eyjasýnar ehf. við Strandveg, en  ætlunin er að auka fréttaflutning frá Vestmannaeyjum. Auk þess er stefnt að því að ýmislegt efni, sem ekki tengist Eyjum sérstaklega, verði unnið hér og  fastir þættir útvarpsins verði í meira mæli sendir út frá Eyjum. Linkur verður settur upp á Klifinu og mun allt efni sem sent verður út frá Suðurlandi, fara í gegnum  hann.

Tækjabúnaðurinn sem settur verður upp, gerir beinar útsendingar úr Eyjum aðgengilegar og hægt verður með örstuttum fyrirvara að koma inn í hina ýmsu þætti útvarpsins með viðtöl og/eða fréttir. Júlíus Ingason, starfsmaður Eyjasýnar mun hafa veg og vanda að þessu samstarfi. Júlíus er jafnframt fréttamaður fyrir Ríkissjónvarpið og hefur undanfarna mánuði séð um fréttir úr Eyjum og einnig hefur hann séð um  upptökur á  íþróttakappleikjum fyrir Sjónvarpið. Þetta samstarf Ríkisútvarpsins og Eyjasýnar, er ætlað að styrkja báða aðila. Aukið fréttastreymi af landsbyggðinni og frá stærsta útgerðarbæ landsins mun styrkja hlutverk Ríkisútvarpsins. Aukin breidd í starfsemi Eyjasýnar styrkir stoðir þess auk þess sem fagleg tenging við starfsfólk annars fjölmiðils mun aðeins gera gott starfsfólk enn betra og upplýstara um stefnur og strauma.

Hvernig stendur á því að það sé ekki fari í því að skipta út handónýta útvarpssenda uppá Klifinu.Til dæmis er sendir Rásar 2 uppá Klif að vera yfir 30 ára. Og hefur ekki verið keyrður á fullum krafti í mörg ár. Sem er ekki gáfulegt þar sem þetta er besti staður til dreifa útvarpsbylgjum um Suðurland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband