lýst eftir störfum á Suðurlandi

858d9090dd0724e583f76f664a172df2_IMG_6073

| 28. september kl. 17.39 | eyjar.net |

Lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi

Vinnumálastofnun á Suðurlandi hefur lýst eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þess að 59 starfsmönnum Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum.

Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi segir, að atvinnuleysi hafi verið í lágmarki á þessu og síðasta ári og frekar auðvelt fyrir fólk að nálgast störf. Á heimasíðu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi sé haldið úti lista yfir störf sem auglýst eru til að auðvelda fólki sem er í atvinnuleit að nálgast laus störf. Þá hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi og láta vita af lausum störfum sem unnt sé að benda atvinnuleitendum á.

Vísað er til þess, að í tilkynningu Humarvinnslunnar komi fram að í hönd fari endurskipulagning á starfsemi fyrirtækisins og ljóst megi vera af því að starfsmennirnir verði ekki allir ráðnir aftur til starfa. Uppsagnartími þeirra sé 1-3 mánuðir. Þessir starfsmen séu nú í atvinnuleit og muni Vinnumálastofnun á Suðurlandi aðstoða þá eins og mögulegt er við leit að starfi. Þetta verði gert með reglulegum fundum og með einstaklingsaðstoð. Starfsfólk Ölfushrepps muni einnig aðstoða fólkið við atvinnuleit og muni Vinnumálastofnun vinna náið með hreppnum að þessu verkefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband