17. júlí kl. 15.13 | |||||
Kynþáttafordómar á leik Fjölnis og ÍBV | |||||
Forráðamenn Fjölnis báðust afsökunar á framferði stuðningsmanna Fjölnis | |||||
| |||||
Á fréttavefnum www.fotbolti.net er grein frá því að í leik Fjölnis og ÍBV, sem háður var í gær, hafi stuðningsmenn heimaliðsins haft uppi kynþáttafordóma í garð Andrew Mwesigwa, leikmanns Eyjaliðsins. Ennfremur kemur þar fram að bæði dómarar og eftilitsmaður KSÍ hafi gert grein fyrir málinu í skýrslum sínum að leik loknum en framferði þessa litla hóps fór langt yfir strikið.
Þá kemur fram í annarri frétt í dag að forráðamenn félagsins hafi beðið Eyjamenn afsökunar. Eftir leikinn komu forráðamenn Fjölnis til Eyjamanna og báðust afsökunar á framferði þeirra en þetta staðfsti liðsstjóri ÍBV við Fótbolta.net. ,,Forráðamenn Fjölnis báðu okkur, þar á meðal formann knattspyrnudeildar ÍBV, afsökunar á framferði stuðningsmanna sinna, þegar að leik loknum áður en við yfirgáfum Fjölnisvöllinn og virtust mjög leiðir yfir þessu," sagði Jón Óskar Þórhallsson liðsstjóri ÍBV við Fótbolta.net í dag. ,,Ekki bara vegna Andrew og Atla, heldur einnig vegna barna sem voru áhorfendur á leiknum frá báðum félögum," bætti hann við. Þetta er í annað sinn sem vart verður við kynþáttafordóma í leik hjá ÍBV en síðasta sumar gerðu nokkrir stuðningsmenn FH-inga sig seka um svipað athæfi sem hefur til þessa, verið nánast óþekkt fyrirbæri hér á landi sem betur fer. Unnið upp úr fréttum á www.fotbolti.net http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=1155 Hvernig væri að sumir fari að þroskast og láta fordóma á svörtu fólki vera. Við hvítingjarnir (ég væri talinn snjóhvítingi í augum svarta) erum ekkert betri enn þeir........ |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.