ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fjölni en sigurmarkið kom í uppbótartíma

17. júlí kl. 08.20

1. deild karla:

Svekkjandi í Grafarvoginum

ÍBV tapaði 2:1 fyrir Fjölni en sigurmarkið kom í uppbótartíma

Svekkjandi í Grafarvoginum 
Yngvi skoraði eina mark ÍBV í gærkvöldi

ÍBV tapaði mikilvægum leik gegn Fjölni í 1. deildinni í gærkvöldi.  Lokatölur urðu 2:1 en sigurmark Fjölnismanna kom í uppbótartíma eða þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.  ÍBV hefur gefið full mikið eftir í baráttunni um sæti í úrvalsdeild, liðið er sem fyrr í fimmta sæti en nú sex stigum á eftir Þrótti sem er í þriðja sæti.  Þrjú efstu lið 1. deildar fara upp í haust.

Það voru Fjölnismenn sem komust yfir strax á 7. mínútu en Yngvi Magnús Borgþórsson jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar úr vítaspyrnu.  Páll Þorvaldur Hjarðar fékk svo rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik og léku Eyjamenn því einum færri síðustu tuttugu mínúturnar eða svo.  Allt leit hins vegar út fyrir jafntefli en eins og áður sagði skoruðu heimamenn sigurmarkið í uppbótartíma.

Næsti leikur Eyjamanna er næstkomandi föstudag þegar ÍBV sækir Þór heim á Akureyri en liðið leikur nú þrjá útileiki í röð, gegn Fjölni, Þór og Reyni Sandgerði.

Staðan í 1. deild er þessi:
1 Grindavík  11 8 2 1 22  -   8  14 26
2 Fjarðabyggð  11 7 2 2 13  -   5   8 23
3 Þróttur R.  11 7 1 3 25  -  14  11 22
4 Fjölnir  11 6 2 3 27  -  15  12 20
5 ÍBV   11 4 4 3 13  -  12   1 16
6 Stjarnan  11 4 3 4 21  -  17   4 15
7 Þór   11 3 3 5 20  -  22  -2 12
8 Njarðvík  11 2 5 4 14  -  19  -5 11
9 Leiknir R.  11 2 4 5 14  -  16  -2 10
10 Víkingur Ó.  11 2 3 6  9  -  20  -11 9
11 KA   11 2 3 6  5  -  21  -16 9
12 Reynir S.  11 1 4 6 13  -  27  -14 7

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=11548

til baka 

Það lítur ekki vel hjá ÍBVmönnum. Kannski ekki skrítið þegar strákarnir eru að stunda skemmtanalífið grimmt fyrir leiki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband