hrhrhrth

Sunnudaginn 13. febrúar kl. 21.20

Tveir sólarhringar í verkfall - tíu milljarðar í húfi

Tveir sólarhringar í verkfall - tíu milljarðar í húfi Nú eru tveir sólarhringar þar til boðað verkfall bræðslumanna kemur til framkvæmda. Komi til verkfalls er hætt við að 10 milljarðar króna gætu farið í súginn að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Meira
Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.55

Dæluskipið tilbúið fyrir dýpkun

Dæluskipið tilbúið fyrir dýpkun  Dæluskipið Skandia er tilbúið fyrir dýpkun Landeyjahafnar. Um helgina hefur verið unnið við skipið eftir komu þess til Vestmannaeyja á fimmtudagskvöld.  Gera þurfti við olíudælu sem bilaði á siglingunni frá Danmörku, ásamt því sem sinna þurfti ýmsum viðhaldsverkum. Þá þurfti að koma dæluröri skipsins fyrir.  Meira
Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.40
1. deild karla í handbolta

Vandræði karlaliðsins halda áfram

- töpuðu fyrir Víkingum á útivelli í dag

Vandræði karlaliðsins halda áfram Vandræði karlaliðs ÍBV halda áfram en liðið hefur ekki þótt spila vel undanfarnar vikur.  Í dag tapaði liðið fyrir Víkingum 30:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:9 Víkingum í vil.  Síðan 6. nóvember hefur liðið aðeins unnið þrjá af níu leikjum.  Af þessum þremur sigrum, var einn gegn botnliði Fjölnis á heimavelli og annar gegn ungmennaliði FH, sömuleiðis á heimavelli.  Þessir tveir sigrar voru allt annað en sannfærandi.  Það er því ljóst að leikmenn liðsins verða að fara girða sig í brók, ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á úrvalsdeildarsæti í vor. Meira

Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.37

Kári Kristján skoraði 5 gegn Löwen

Kári Kristján skoraði 5 gegn Löwen  Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli gegn Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen 26:26 í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.  Kári var markahæstur hjá Wetzlar í leiknum. Ólafur Stefánsson lék á ný með liði Löwen og skoraði tvívegis. Róbert Gunnarsson komst ekki blað hjá Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á leikskýrslu. Meira

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband