Sunnudaginn 13. febrúar kl. 21.20

Nú eru tveir sólarhringar þar til boðað verkfall bræðslumanna kemur til framkvæmda. Komi til verkfalls er hætt við að 10 milljarðar króna gætu farið í súginn að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
MeiraSunnudaginn 13. febrúar kl. 20.55

Dæluskipið Skandia er tilbúið fyrir dýpkun Landeyjahafnar. Um helgina hefur verið unnið við skipið eftir komu þess til Vestmannaeyja á fimmtudagskvöld. Gera þurfti við olíudælu sem bilaði á siglingunni frá Danmörku, ásamt því sem sinna þurfti ýmsum viðhaldsverkum. Þá þurfti að koma dæluröri skipsins fyrir.
MeiraSunnudaginn 13. febrúar kl. 20.40
1. deild karla í handbolta
- töpuðu fyrir Víkingum á útivelli í dag

Vandræði karlaliðs ÍBV halda áfram en liðið hefur ekki þótt spila vel undanfarnar vikur. Í dag tapaði liðið fyrir Víkingum 30:27 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:9 Víkingum í vil. Síðan 6. nóvember hefur liðið aðeins unnið þrjá af níu leikjum. Af þessum þremur sigrum, var einn gegn botnliði Fjölnis á heimavelli og annar gegn ungmennaliði FH, sömuleiðis á heimavelli. Þessir tveir sigrar voru allt annað en sannfærandi. Það er því ljóst að leikmenn liðsins verða að fara girða sig í brók, ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á úrvalsdeildarsæti í vor.
Meira
Sunnudaginn 13. febrúar kl. 20.37

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli gegn Íslendingaliðinu Rhein-Neckar Löwen 26:26 í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Kári var markahæstur hjá Wetzlar í leiknum. Ólafur Stefánsson lék á ný með liði Löwen og skoraði tvívegis. Róbert Gunnarsson komst ekki blað hjá Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á leikskýrslu.
Meira
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.