Laugardaginn 12. febrúar kl. 23.34
Handbolti kvenna:
Markmiðið er fimmta sætið
- sagði Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV eftir sigurinn gegn FH
Ester Óskarsdóttir var markahæst hjá ÍBV í sigurleiknum gegn FH í kvöld en hún skoraði níu mörk og var mjög ákveðin á lokakaflanum fyrir ÍBV. Hún sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið hjá ÍBV í vetur væri enn að ná í fimmta sætið, þó svo að liðið sitji nú í því fjórða enda megi búast við erfiðum leikjum í síðustu þremur umferðunum. Næsti leikur sé gegn HK og með sigri þar geti ÍBV tryggt sér fimmta sætið. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 19.57
N1 deild kvenna:
ÍBV upp í fjórða sætið
- unnu FH í hörkuleik í Eyjum í kvöld
ÍBV er komið í fjórða sæti N1 deildarinnar eftir sigur á FH í hörkuleik. Leikurinn fór fram í Eyjum þrátt fyrir að ekki hafi verið flugfært í dag en Hafnafjarðarliðið og dómarapar leiksins kom með Herjólfi í dag. Lokatölur urðu 24:22 en staðan í hálfleik var 9:10 FH í vil. Þótt ÍBV sé komið í fjórða sætið verður erfitt að halda sætinu því þegar fjórar umferðir eru eftir, á ÍBV eftir að leika gegn þremur efstu liðum deildarinnar. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 17.53
Vinstri græn í Eyjum styðja ríkisstjórnina
Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Vestmannaeyjum lýsir yfir fullum stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Fundurinn lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á fjölmörgum sviðum þjóðmála við afar erfiðar aðstæður sem sýnir að ríkisstjórnin er á réttri leið. Þetta kemur fram í ályktun VG í Vestmannaeyjum sem má lesa hér að neðan. Meira
Laugardaginn 12. febrúar kl. 17.49
Frestað í körfunni
Körfuknattleikslið ÍBV átti að taka á móti Reyni frá Sandgerði á morgun klukkan 12:30 en leiknum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Reynismenn eru í öðru sæti B-riðils með 22 stig eftir 13 leiki á meðan ÍBV er í því þriðja með 18 stig eftir 10 leiki. Sigur myndi því koma sér vel fyrir Eyjamenn gegn Reyni. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 15.09
Seinni ferð Herjólfs aflýst
Herjólfur mun ekki fara seinni ferð dagsins í dag, laugardag enda spáir stormi við suðurströndina. Skipið tafðist í fyrri ferð og er núna að sigla inn til hafnar í Vestmannaeyjum um þrjú leytið, um klukkustund á eftir áætlun. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 11.58
Fundi með fjármálaráðherra frestað
Fyrirhuguðum fundi með Steingrími J. Sigfússyni, sem halda átti í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Ráðherra var á leið til Eyja með flugi en vélin gat ekki lent í Eyjum og sneri því við. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 11.31
N1 deild kvenna:
Stelpurnar taka á móti FH í dag
- Leikurinn hefst klukkan 18:00
Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Eyjastúlkur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa unnið síðustu fimm leiki sína en með sigri í kvöld, gæti liðið stokkið upp í fjórða sæti deildarinnar, svo lengi sem Valur vinnur Fylki, eins og flestir búast við. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins en fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Meira
Eldri fréttir
- Nokkuð um pústra en enginn meiddist alvarlega
- Fjármálaráðherra heimsækir Eyjamenn
- Forstjóri Hafró gestur á laugardagsfundi
- Umræðan í samfélaginu
- Kap VE landar loðnu í Færeyjum
12. febrúar kl.09:13 | mbl.is
Tilkynnt um eina líkamsárás í nótt
Skemmtanalíf í Vestmannaeyjum var fremur róstusamt í nótt, nokkuð var um pústra á skemmtistöðum bæjarins í nótt og þurfti lögreglan í bænum að hafa af því nokkur afskipti.12. febrúar kl.08:44 | eyjar.net
Steingrímur J. Sigfússon fundar með VG fólki í eyjum
Í dag verður almennur félagsfundur VG í Vestmannaeyjum kl. 12.00 á Kaffi Kró. Steingrímur J Sigfússon formaður flokksins ætlar að mæta og ræða við félagsmenn.
12. febrúar kl.05:00 | ibvsport.is
Þrif og Bón um helgina ásamt fiskisölu í Týsheimilinu
Strákarnir í meistaraflokki fótbolta ætla á laugardaginn að þrífa og bóna bíla fyrir eyjaskeggja í porti Áhaldahúsins. Strákarnir muna í leiðinni selja fisk í félagsheimili ÍBV íþróttafélags, Týsheimilinu á sama tíma. Þrifin og salan hefjast klukkan 14:00 næst komandi laugardag og stendur til 18:00 sama dag. Verðskrá er nánar í frétt.
11. febrúar kl.17:28 | eyjar.net
Kap VE á leið til Færeyja til að landa loðnu
Allt stefnir í það að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja fari í verkfall næstkomandi þriðjudag og virðist vera sem að Vinnslustöðin sé byrjað að grípa til aðgerða ef til verkfallsins kemur.réttir
11. febrúar kl.15:07 | eyjar.netUmræðan í samfélaginu
Leifur Jóhannesson skrifar
Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið.
11. febrúar kl.14:13 | eyjar.net
Seinni ferð Herjólf fellur einnig niður
Ákveðið hefur verið að Herjólfur sigli ekki seinni ferð sína í dag sökum veðurs. Þeir sem áttu bókað með skipinu í dag eiga að vera í sambandi við afgreiðslu Herjólfs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.