Laugardaginn 12. febrúar kl. 15.09
Seinni ferð Herjólfs aflýst
Herjólfur mun ekki fara seinni ferð dagsins í dag, laugardag enda spáir stormi við suðurströndina. Skipið tafðist í fyrri ferð og er núna að sigla inn til hafnar í Vestmannaeyjum um þrjú leytið, um klukkustund á eftir áætlun. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 11.58
Fundi með fjármálaráðherra frestað
Fyrirhuguðum fundi með Steingrími J. Sigfússyni, sem halda átti í Vestmannaeyjum í dag hefur verið frestað. Ráðherra var á leið til Eyja með flugi en vélin gat ekki lent í Eyjum og sneri því við. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 11.31
N1 deild kvenna:
Stelpurnar taka á móti FH í dag
- Leikurinn hefst klukkan 18:00
Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Eyjastúlkur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa unnið síðustu fimm leiki sína en með sigri í kvöld, gæti liðið stokkið upp í fjórða sæti deildarinnar, svo lengi sem Valur vinnur Fylki, eins og flestir búast við. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni Íslandsmótsins en fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 10.21
Lögregla:
Nokkuð um pústra en enginn meiddist alvarlega
Skemmtanalíf í Vestmannaeyjum var fremur róstusamt í nótt, nokkuð var um pústra á skemmtistöðum bæjarins í nótt og þurfti lögreglan í bænum að hafa af því nokkur afskipti. Enginn mun þó hafa meiðst alvarlega í þessum pústrum. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 09.45
Fjármálaráðherra heimsækir Eyjamenn
Í dag laugardag verður almennur félagsfundur VG í Vestmannaeyjum kl. 12.00 á Kaffi Kró. Steingrímur J Sigfússon formaður flokksins ætlar að mæta og ræða við félagsmenn. Almennur fundur verður haldinn á sama stað kl. 13.00. Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á stöðunni í íslenskum stjórnmálum og ekki síst þeim krefjandi og áhugaverðu verkefnum sem framundan eru. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 09.24
Forstjóri Hafró gestur á laugardagsfundi
Laugardagsfundur í Ásgarði laugardaginn 12. febrúar 2011 kl.11.00. Gestur fundarins verður Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Allir velkomnir, kaffi á könnunni. MeiraLaugardaginn 12. febrúar kl. 08.47
Leifur Jóhannesson skrifar:
Umræðan í samfélaginu
Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið. Nú eru uppi áform hjá velferðarstjórn Skattgríms og Jóhönnu að breyta sjávarútveginum. Þær breytingar sem eru áformaðar setja allar framtíðaráætlanir útgerða úr skorðum og skapa mikla óvissu í atvinnugreininni. Sem veldur því að allir sem eiga hagsmuna að gæta í greininni eru á bremsunni. MeiraFlokkur: Dægurmál | Laugardagur, 12. febrúar 2011 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.