ntrnrn

Föstudaginn 11. febrúar kl. 23.52

Kap VE landar loðnu í Færeyjum

Kap VE landar loðnu í Færeyjum  Loðnuskipið Kap VE siglir nú áleiðis til Færeyja þar sem skipið mun landa um 1.200 tonnum af loðnu til bræðslu í Fuglafirði. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hefur verið gripið til þessa ráðs vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna fiskimjölsverksmiðjanna. Meira
Föstudaginn 11. febrúar kl. 13.40

Seinni ferð Herjólfs einnig felld niður

Seinni ferð Herjólfs einnig felld niður Herjólfur mun ekki sigla í dag vegna veðurs.  Fyrri ferð skipsins var aflýst í morgun og nú var að berast tilkynning um að síðari ferðinni yrði einnig aflýst.  Farþegar sem ætluðu með skipinu í dag eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu skipsins í síma 481-2800. Meira
Föstudaginn 11. febrúar kl. 13.15

Þrif og Bón um helgina ásamt fiskisölu í Týsheimilinu

Þrif og Bón um helgina ásamt fiskisölu í Týsheimilinu Strákarnir í meistaraflokki fótbolta ætla á laugardaginn að þrífa og bóna bíla fyrir eyjaskeggja í porti Áhaldahúsins. Strákarnir muna í leiðinni selja fisk í félagsheimili ÍBV íþróttafélags, Týsheimilinu á sama tíma. Þrifin og salan hefjast klukkan 14:00 næst komandi laugardag og stendur til 18:00 sama dag. Verðskrá er nánar í frétt.  Meira Jon Vidar
Föstudaginn 11. febrúar kl. 09.38
Gunnar Heiðar Þorvaldsson:

Er ekki kominn til ÍBV til að hætta

- vil vinna titil með ÍBV og ætla ekki að lifa á gamalli frægð segir Eyjamaðurinn sem skrifar í dag undir fjögurra ára samning við ÍBV

Er ekki kominn til ÍBV til að hætta Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gærkvöldi, mun Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifa undir fjögurra ára samning við ÍBV á eftir.  Gunnar Heiðar sagðist í samtali við Eyjafréttir í morgun ekki vera kominn til Eyja til að hætta.  „Ég hef aldrei unnið titil með mínu liði á ferlinum.  Vonandi get ég hjálpað ÍBV til að vinna titla næstu fjögur árin og uppfyllt þann draum hjá mér að vinna titil með mínu liði.  Ég er ekki kominn heim til að hætta og hef ekki lokað á það að fara aftur út ef rétta tækifærið býðst," sagði Gunnar í viðtali sem má lesa hér að neðan. Meira
Föstudaginn 11. febrúar kl. 09.37
Fréttatilkynning frá ÍBV:

ÍBV og stuðningsmenn fagna komu Gunnars

ÍBV og stuðningsmenn fagna komu Gunnars Gunnar Heiðar Þorvaldsson semur í dag við sitt gamla uppeldisfélag eftir dvöl á erlendri grundu. Hann hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár í Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi, Englandi og Danmörku. Gunnar varð nýlega laus allra mála hjá Esbjerg í Danmörku og kemur því til ÍBV á frjálsri sölu. Gunnar Heiðar semur við félagið til fjögura ára eða út tímabilið 2014. Hann er 28 ára gamall og á vonandi sín bestu ár eftir í fótboltanum. Meira
Föstudaginn 11. febrúar kl. 09.17

Hádegisfundi um flugsamgöngur aflýst

Hádegisfundi um flugsamgöngur aflýst Í hádeginu í dag átti að vera opinn fundur undir heitinu Tækifæri atvinnulífsins - Flugsamgöngur milli lands og Eyja.  Vegna veðurs hefur fundinum verið frestað um óákveðinn tíma en stefnt er að því að halda hann við fyrsta mögulega tækifæri. Meira
Föstudaginn 11. febrúar kl. 07.54

Snælduvitlaust veður en ekkert tjón

- skólahald í GRV fellt niður í dag og fyrri ferð Herjólfs aflýst

Snælduvitlaust veður en ekkert tjón  Nú er snælduvitlaust veður í Vestmannaeyjum og hefur verið síðan í gærkvöldi.  Á Stórhöfða hefur meðalvindhraði verið yfir 30 metra síðan klukkan ellefu í gærkvöldi en klukkan sex í morgun var meðalvindur 36 metrar á sekúndu en fór í 49 metra í mestu hviðunum.  Fyrri ferð Herjólfs hefur verið aflýst og sömuleiðis skólahaldi í Grunnskóla Vestmannaeyja. Meira Heimaslod

Eldri fréttir


11. febrúar kl.17:28 | eyjar.net

Kap VE á leið til Færeyja til að landa loðnu

Allt stefnir í það að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja fari í verkfall næstkomandi þriðjudag og virðist vera sem að Vinnslustöðin sé byrjað að grípa til aðgerða ef til verkfallsins kemur.

Fréttir

11. febrúar kl.15:07 | eyjar.net

Umræðan í samfélaginu

Leifur Jóhannesson skrifar

Sjávarútvegurinn er alltaf á milli tannana á fólki. Útgerðarmenn og aðrir sem tengjast atvinnugreininni eru sífellt undir skoðun frá forvitnum Íslendingum, mega ekki einu sinni kaupa sér snaps í tollinum. En að öllu gríni sleppt þá er þetta orðið full mikið.

11. febrúar kl.14:13 | eyjar.net

Seinni ferð Herjólf fellur einnig niður

Ákveðið hefur verið að Herjólfur sigli ekki seinni ferð sína í dag sökum veðurs. Þeir sem áttu bókað með skipinu í dag eiga að vera í sambandi við afgreiðslu Herjólfs.

11. febrúar kl.11:33 | mbl.is

Gunnar Heiðar samdi við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði nú rétt áðan undir fjögurra ára samning við ÍBV og snýr því heim til félagsins á ný eftir sex ár í atvinnumennsku erlendis.

Fréttir

11. febrúar kl.11:05 | ibvsport.is

Fréttatilkynning frá ÍBV Íþróttafélagi

Gunnar Heiðar Þorvaldsson semur í morgun við sitt gamla uppeldisfélag eftir dvöl á erlendri grundu. Hann hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin ár í Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi, Englandi og Danmörku. Gunnar varð nýlega laus allra mála hjá Esbjerg í Danmörku og kemur því til ÍBV á frjálsri sölu.  

11. febrúar kl.07:45 | eyjar.net

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja fellur niður vegna veðurs

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að fella niður skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja en klukkan 06:00 í morgun var 31m/sek á Stórhöfða.

11. febrúar kl.06:52 | ruv.is

Skandia komin til eyja

Dæluskipið Skandia sem verður notað við dýpkun Landeyjahafnar á næstunni kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnættið í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn tók á móti dæluskipinu í miklu hvassviðri. Hafnsögumaður náði að stökkva á milli skipa í vari við Bjarnarey


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband