54g56hyhy

Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 17.52
Knattspyrna:

Matt Garner með ÍBV út tímabilið

Matt Garner með ÍBV út tímabilið Matt Garner og Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV handsala samninginn í dag. Eyjamenn tryggðu sér í dag áframhaldandi starfskrafta enska varnarmannsins Matt Garner.  Garner hefur eingöngu leikið með ÍBV hér á landi, lék fyrst sumarið 2004 frá enska félaginu Crewe með liðinu og kom svo aftur til ÍBV sumarið 2006 og hefur leikið með liðinu síðan.  Garner leikur öllu jöfnu í stöðu vinstri bakvarðar og þykir einn af þeim betri í þeirri stöðu á Íslandi.  Alls hefur hann leikið 109 leiki fyrir ÍBV og skorað fjögur mörk en sumarið 2009 var hann fyrirliði ÍBV.  Samningurinn gildir út tímabilið 2011. Meira
Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 16.50

Gunnar Heiðar laus frá Esbjerg

Gunnar Heiðar laus frá Esbjerg Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum hefur verið leystur undan samningi við danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg en þar hefur hann verið á mála frá árinu 2008. Frá þessu er sagt á vef Esbjerg. Meira
Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 14.34

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja

- ekki gott siglingaveður og búist við að siglingin taki lengri tíma

Skandia lagt af stað áleiðis til Eyja Dæluskipið Skandia er lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja frá Danmörku.  Skipið fór í skoðun í gær en ekki er gott siglingaveður framundan og því viðbúið að skipið verði lengur á leiðinni en áætlað var.  Í góðu veðri er þetta um fjögurra sólahringa sigling.  Hins vegar er áætlað að það taki aðeins tvo daga að dýpka og opna Landeyjahöfn fyrir Herjólf. Meira Jon Vidar
Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 11.00
Myndir og myndband:

100 fermetrar af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp

- búið að fergja þakplöturnar, sem fuku ekki í burtu

100 fermetrar af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp Um 100 fermetra hluti af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp í morgun en um er að ræða syðsta hluta hússins.  Plöturnar fuku ekki af húsinu en fljótlega dreif að fólk til að fergja þær niður aftur.  Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út til aðstoðar en auk þeirra voru þarna smiðir sem voru að vinna í nálægum byggingum og starfsmenn Vinnslustöðvarinnar. Meira
Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 10.09

Björgunarfélagið kallað út

- járnplötur að fjúka af þaki Vinnslustöðvarinnar

Björgunarfélagið kallað út Björgunarfélag Vestmannaeyja var nú rétt í þessu kallað út en talsverður vindur er nú í Eyjum, 27 metra meðalvindur en hviður á Stórhöfða fara upp í 34 metra á sekúndu.  Björgunarfélagið hefur verið kallað að húsakynnum Vinnslustöðvarinnar við Strandveg en samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu eru þakplötur að fjúka af húsinu. Meira
Þriðjudaginn 01. febrúar kl. 08.47
Meistaramót Íslands í frjálsum 15-22 ára:

Glæsilegur árangur hjá Eyjakrökkunum

- Komu heim með þrenn bronsverðlaun

Glæsilegur árangur hjá Eyjakrökkunum Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum en mótið var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.  Ungmennafélagið Óðinn sendi nokkra keppendur til leiks og náðu þau mjög góðum árangri.  Ævar Örn Kristinsson vann tvenn bronsverðlaun, í 60 m. hlaupi og þrístökki og Rúnar Kristinn Óðinsson vann bronsverðlaun í hástökki.  Í mótinu keppa sterkasta frjálsíþróttafólk landsins en þeir Ævar Örn og Rúnar Kristinn komust í úrslit í öllum sínum greinum. Meira
Mánudaginn 31. janúar kl. 15.47

Lögregla gómaði dreng á sextánda ári með kannabisefni

- var ásamt þremur félögum sínum sem viðurkenndu allir að eiga aðild að málinu

Lögregla gómaði dreng á sextánda ári með kannabisefni Síðastliðið föstudagskvöld vorur fjórir drengir á sextánda ári stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja vegna gruns um fíkniefnamisferli.  Við leit á einum þeirra fundust ætluð kannabisefni og viðurkenndu þeir allir að eiga aðild að málinu.  Drengjunum var sleppt að lokinni skýrslutöku enda telst málið að mestu upplýst.  Drengirnir hafa ekki komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála.  Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan. Meira

Garner og Trausti við undirskriftina í dag 1. febrúar kl.17:22 | eyjar.net

Matt Garner framlengir við ÍBV

Varnarmaðurinn Matt Garner hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár. Garner sem er fæddur 1984 hefur leikið með ÍBV síðan 2004 og spilað síðan þá 109 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 4 mörk.Garner kom til ÍBV á sínum tíma frá Crew á Bretlandi.Garner lék vel í vörninni á síðasta tímabili og spilaði 21 leik í deildinni og skoraði 1 mark.  

Fréttir

1. febrúar kl.16:21 | mbl.is

Gunnar Heiðar laus frá Esbjerg

Gunnar Heiðar Þorvaldsson knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum hefur verið leystur undan samningi við danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg en þar hefur hann verið á mála frá árinu 2008. Frá þessu er sagt á vef Esbjerg.

1. febrúar kl.12:37 | dv.is

Árni fékk „fingurinn" í tölvupósti

„Ég fékk einhvern tölvupóst frá Noregi, í honum stóð einfaldlega: „Fuck you!"," segir Árni Johnsen sem hefur látið mál hinnar rússnesku Maria Amelie sem var vísað frá Noregi sig varða og fékk heldur óvinsamlega kveðju frá ónafngreindum Norðmanni.

1. febrúar kl.10:38 | ruv.is

Þakplötur fjúka af Vinnslustöðinni

Þakplötur byrjuðu að fjúka af húsi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum um klukkan 10 í morgun. Björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja hafa verið kallaðir út.

Fréttir

1. febrúar kl.07:36 | eyjar.net

Bjórskólinn á leiðinni til Eyja

Bjórskólinn er líklega skemmtilegasti skóli landsins. Nemendur hans ferðast um undraheim bjórsins undir styrkri leiðsögn Bjórskólakennarans Sveins Waage, sem mætir nú á heimaslóðir og fræðir okkur um flest allt er viðkemur sögu bjórsins og bruggferlinu. Nemendur læra að skynja bragðið í bjór,úr hverju hann er gerður og af hverju okkur líkar við sumar tegundir en aðrar ekki. Þá eru ótalinn mímörg atriði varðandi neyslu og meðhöndlun á bjór sem munu nýtast öllu áhugafólki um þennan þriðja vinsælasta drykk veraldar (á eftir vatni og tei) 31. janúar kl.16:07 | dv.is

Árni vinsæll

Vestmannaeyingurinn Árni Johnsen hefur unnið hug og hjörtu íslenskra sjómanna með öflugri framgöngu sinni á Alþingi. Þingmaður hefur alfarið lagst gegn því að sjómannaafsláttur verðu lagður af eins og stjórnvöld áforma. 31. janúar kl.15:37 | eyjar.net

Dagbók lögreglunnar

Fjórir drengir á 16. ári stöðvaðir við komu Herjólfs til Vestmannaeyja vegna gruns um fíkniefnamisferli

Helstu verkefni frá 24. til 30. janúar 2011

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið varðandi hin ýmsu mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða.
Blogg
31. janúar kl.11:58 | eyjar.net

Verður fiskur í Vestmannaeyjum vigtaður?

Kristinn Pétursson blogga

Þrír síðustu sjávarútvegsráðherrar þar með talinn núverandi - hafa allir reynt að koma því til leiðar að afli sem sendur er að mestu frá Vestmannaeyjum beint á erlenda fiskmarkaði - óvigtaður - verði vigtaður nettóvigt og boðinn innlendri fiskvinnslu til kaups - áður en hann er sendur úr landi.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband