saaxvwgwf

Föstudaginn 28. janúar kl. 16.59
Rokk og ról á Volcano:

Þrjár Eyja­sveitir stíga á svið

Þrjár Eyja­sveitir stíga á svið Á laugardaginn, frá klukkan tíu til miðnættis, verða tónleikar á Vol­cano Café undir merkjum rokk og róls.  Þar stíga á stokk hljómsveitirnar El Camino, Súr og Dólgarnir. Frítt verður inn og hvetja forsvarsmenn tónleikanna fólk til að fjölmenna. Með þessu vilja hljómsveitirnar vekja athygli á aðstöðuleysi ungs tónlistarfólks í Vestmannaeyjum sem hvergi hefur aðgang að æf­ing­arhúsnæði.  Meira
Föstudaginn 28. janúar kl. 11.39

Aukaflug til Eyja á laugardag

Aukaflug til Eyja á laugardag Flugfélagið Ernir hefur nú ákveðið að setja aukaflug á Eyja á morgun, laugardag. Brottför frá Reykjavík er kl 12:15 og kl 13:00 frá Vestmannaeyjum. Enn eru sæti laus til og frá Eyjum og er fólk hvatt til að bóka sig tímanlega á www.ernir.is. Einnig er aukaflug í dag, föstudag, kl 15:00 frá Reykjavík og frá Eyjum kl 15:45. Enn nokkur sæti laus í það flug. Meira
Föstudaginn 28. janúar kl. 10.11

Forstjóri HS á laugardagsfundi

Forstjóri HS á laugardagsfundi Gestur laugardagsfundar 29. janúar næstkomandi verður Júlíus Jónsson forstjóri HS (Hitaveitu Suðurnesja).  Fundurinn byrjar kl.11.00 í Ásgarði. Meira

 

Föstudaginn 28. janúar kl. 10.10

Knattspyrna:

Sytnik tryggði ÍBV sigur á Akranesi

Sytnik tryggði ÍBV sigur á Akranesi ÍBV er í góðum málum í B-riðli Fótbolta.net mótsins eftir 1-0 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. Skagamenn fengu gullið tækifæri til að skora strax á þriðju mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu en Abel Dhaira frá Úganda varði spyrnu Gary Martin.  Leikurinn var jafn og bæði lið fengu færi en þrátt fyrir það var einungis eitt mark skorað. Meira
Föstudaginn 28. janúar kl. 07.18
Emilía Borgþórsdóttir:

Surtur sló í gegn í New York

Surtur sló í gegn í New York Það er ekki á hverjum degi sem húsgögn eftir íslenska hönnuði komast í heimspressuna.  Emilía Borgþórsdóttir, frá Vestmannaeyjum, hannaði stólinn Surt og sýndi hann á hönnunar­sýningunni International Cont­em­porary Furniture Fair (www.icff.com), í New York á dögunum.  Þetta kemur fram í Pressunni þar sem segir að blaðamenn hafi ekki haldið vatni yfir stólnum enda sé hann góður letistóll, öfugt við mörg yfirhönnuð húsgögn er þessi stóll þæg­indin uppmáluð. Meira
Fimmtudaginn 27. janúar kl. 17.14
Hraunbúðir:

Skorið niður um 24 milljónir króna á 2 árum

Skorið niður um 24 milljónir króna á 2 árum Upplýsingar um fækkun hjúkrun­ar­rýma á Hraun­búðum komu bæjaryfirvöldum og forstöðu­manni algjörlega í opna skjöldu. Er þetta annað höggið sem stofn­unin verður fyrir á tveimur árum og hefur hjúkrunarrýmum fækkað úr 31 í 28 á tímabilinu en auk þess er eitt hjúkrunarrými sem ætlað er til skammtímavistunar. Auk þess var fækkað um eitt vistunarrými á síðasta ári. Á Heilbrigðisstofnun eru tólf hjúkrunarrými fyrir aldr­aða en jafnvel er búist við að þar verði skorið niður líka. Meira
Miðvikudaginn 26. janúar kl. 17.08

Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma

- Koma sér um hönnun hjálmanna

Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma Fyrir átta árum tóku Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sex ára börnum á Íslandi, eða um 4500 á ári.  Nýlega var þriggja ára samningur um áframhald þessa verkefnis undirritaður af Eimskip, Kiwanis og Koma sem sér um hönnun þeirra. Meira

28. janúar kl.16:50 | fotbolti.net

Nokkur félög hafa sýnt Hermanni Hreiðarssyni áhuga

Nokkur félög hafa sýnt Hermanni Hreiðarssyni varnarmanni Portsmouth áhuga en þetta segir umboðsmaður hans Ólafur Garðarsson. Hermann, sem er 36 ára, hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliði Portsmouth síðan hann jafnaði sig af meiðslum. 

éttir

28. janúar kl.11:22 | eyjar.net

Aukaflug á laugardaginn

Flugfélagið Ernir hefur nú ákveðið að setja aukaflug á Eyja á morgun, laugardag. Brottför frá Reykjavík er kl 12:15 og kl 13:00 frá Vestmannaeyjum. Enn eru sæti laus til og frá Eyjum og er fólk hvatt til að bóka sig tímanlega á www.ernir.is .

 

 

28. janúar kl.09:01 | vestmannaeyjar.is

Skerðing á fjárframlagi til Hraunbúða og fækkun hjúkrunarrýma

Ríkið hefur boðað fækkun um enn eitt hjúkrunarrými. Rýmum á Hraunbúðum hefur þá fækkað um þrjú á tveimur árum þ.e. tvö hjúkrunarrými og eitt þjónusturými. Að auki hefur Velferðarráðuneytið lækkað daggjöld til Hraunbúða. Skerðing ríkisins til Hraunbúða fyrir árið 2011 er um 13 milljón króna (5,9 milljón vegna skerðingu á daggjöldum og 7,1 milljón vegna fækkun hjúkrunarrýma). Samtals hefur ríkið skert framlag til öldrunarþjónustu í Eyjum um 23,6 milljón á síðustu tveimur árum. 27. janúar kl.22:14 | fotbolti.net

Sytnik tryggði ÍBV sigur á Akranesi

ÍBV er í góðum málum í B-riðli Fótbolta.net mótsins eftir 1-0 sigur á ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. Skagamenn fengu gullið tækifæri til að skora strax á þriðju mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu en Abel Dhaira frá Úganda varði spyrnu Gary Martin.



Fréttir

27. janúar kl.11:40 | eyjar.net

Leiðrétta þurfti fasteignagjöld um 70 eldri borgara í eyjum

Bæjarráð harmar þau mistök sem gerð voru við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010. Ástæða mistakanna liggur í röngum upplýsingum um tekjur sem bárust frá Tryggingstofnun. Af þeim sökum var veittur rangur afsláttur til um 70 eldri borgara, mörgum með tekjum umtalsvert yfir viðmiðum. 27. janúar kl.08:30 | eyjar.net

Eimskip óskar eftir því að gera breytingar á áætlun til Landeyjahafnar

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið til umfjöllunar bréf frá Eimskip þar sem að óskar er eftir umsögn bæjarráðs vegna óska Eimskips á breytingum á áætlun Herjólfs til Landeyjahafnar.

 

26. janúar kl.16:10 | eyjar.net

Aukaflug til Eyja á föstudag

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug til Eyja á föstudag. Brottför frá Reykjavík er kl 15:00 og frá Eyjum kl 15:45. En eru sæti laus í morgunflugið föstudag til Eyja. Hvetur Ernir fólk til að panta tímanlega og nýta sér ódýrari fargjöld með því að bóka á www.ernir.is





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband