Fimmtudaginn 27. janúar kl. 17.14
Hraunbúðir:
Skorið niður um 24 milljónir króna á 2 árum
Upplýsingar um fækkun hjúkrunarrýma á Hraunbúðum komu bæjaryfirvöldum og forstöðumanni algjörlega í opna skjöldu. Er þetta annað höggið sem stofnunin verður fyrir á tveimur árum og hefur hjúkrunarrýmum fækkað úr 31 í 28 á tímabilinu en auk þess er eitt hjúkrunarrými sem ætlað er til skammtímavistunar. Auk þess var fækkað um eitt vistunarrými á síðasta ári. Á Heilbrigðisstofnun eru tólf hjúkrunarrými fyrir aldraða en jafnvel er búist við að þar verði skorið niður líka. MeiraMiðvikudaginn 26. janúar kl. 17.08
Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma
- Koma sér um hönnun hjálmanna
Fyrir átta árum tóku Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sex ára börnum á Íslandi, eða um 4500 á ári. Nýlega var þriggja ára samningur um áframhald þessa verkefnis undirritaður af Eimskip, Kiwanis og Koma sem sér um hönnun þeirra. MeiraMiðvikudaginn 26. janúar kl. 16.10
Landeyjahöfn
Dýpi meira en reiknað var með
- dæluskipið væntanlegt í lok næstu viku
Dýpi við Landeyjahöfn er mun meira en reiknað var með. Skip Siglingastofnunar var við mælingar við Landeyjahöfn í morgun en ekkert hefur verið siglt í höfnina undanfarna daga. Við vorum að ljúka mælingu og reyndist grynnsti punkturinn vera um fjóra metra, sem er ótrúlegt. Dýpi er fínt austan megin við hafnarmynnið en grunnt að vestanverðu," sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun. Ekki er hins vegar hægt að sigla inn í höfnina en mun minna verk verður að opna Landeyjahöfn eða um tveggja daga verk. MeiraMiðvikudaginn 26. janúar kl. 16.06
Aukaflug til Eyja á föstudag
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug til Eyja á föstudag. Brottför frá Reykjavík er kl 15:00 og frá Eyjum kl 15:45. En eru sæti laus í morgunflugið föstudag til Eyja. Hvetur Ernir fólk til að panta tímanlega og nýta sér ódýrari fargjöld með því að bóka á www.ernir.is. MeiraMiðvikudaginn 26. janúar kl. 11.57
Bræðslukarlar samþykkja verkfall
Talningu úr atkvæðagreiðslu um verkfall hjá bræðslukörlum lauk nú rétt í þessu. Félagsmenn í Drífanda í Vestmannaeyjum og AFL-i á Austurlandi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Alls greiddu 73 af 75 félagsmönnum atkvæði í kosningunni, 61 eða 83,5% sagði já við verkfallsboðun, 5 eða 6,8% sögðu nei og auðir og ógildir seðlar voru 7 eða 9,7%. Fyrsta lota verkfallsins verður 7. febrúar en þá hefst þriggja sólarhringa verkfall. Tvær bræðslur eru starfandi í Vestmannaeyjum, FIVE í eigu Vinnslustöðvarinnar og FES í eigu Ísfélagsins. MeiraMiðvikudaginn 26. janúar kl. 08.05
Útlendingarnir mættir til Eyja
Í síðustu viku mætti danski varnarmaðurinn Rasmus Christansen aftur til æfinga hjá liðinu, einnig lenti Abel Dhaira landsliðsmarkvörður Úganda á klakanum og spiluðu báðir þessir sigurleikinn gegn Stjörnunni í fotbolti.net mótinu síðastliðna helgi. MeiraÞriðjudaginn 25. janúar kl. 18.03
HM í handbolta
Golli spáir Íslendingum sigri
Selurinn Golli heldur sínu striki og spáir fyrir um leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Til þessa hefur selurinn tvívegis haft rétt fyrir sér en í síðasta leik virðast menn hafa mistúlkað spádóm hans þegar hann tók enga síld og var það túlkað sem jafntefli. En eins og flestir vita, kjöldrógu Spánverjar Íslendinga í gær. Í kvöld mæta strákarnir okkar hins vegar Frökkum og Golli spáir Íslandi sigri í kvöld. Meira27. janúar kl.22:14 | fotbolti.net
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.