Mánudaginn 24. janúar kl. 18.23

Þrjár þernur, sem störfuðu um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, segjast hafa fengið afhent uppsagnarbréf í gær eftir að þær óskuðu eftir því að fá stéttarfélög sín til að fara yfir starfslýsingarsamning áður en hann yrði undirritaður.
MeiraMánudaginn 24. janúar kl. 16.14

Að morgni 22. janúar síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um þrjá unga menn sem voru búnir að skemma þrjár bifreiðar sem stóð við Faxastíg. Fljótlega kom í ljós að einn þessara manna hafði valdið tjóninu en vitni sáu til hans. Tveir þessara manna fengu að gista fangageymslu lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins. Eftir að víman rann af þeim voru þeir færðir til skýrslutöku og sleppt að þeim loknum enda telst málið upplýst. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.
MeiraMánudaginn 24. janúar kl. 15.40

Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra. Í tilkynningu segir að frá 6. - 22. janúar hafi rannsóknarskipið Árni Friðriksson verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Útbreiðsla loðnunnar hefur verið könnuð og stærð loðnustofnsins á því svæði verið mæld.
Meira
Mánudaginn 24. janúar kl. 08.49
HM í handbolta:
- borðaði hvoruga síldina

Selurinn Golli hefur reynst getspakur með afbrigðum undanfarna daga en hann hefur verið fenginn til að segja til um úrslit leikja íslenska liðsins. Golli hefur til þessa haft rétt fyrir sér, spáði m.a. íslenska liðinu sigri gegn Norðmönnum en tapi gegn Þjóðverjum. Í gær var Golli svo beðinn um að spá fyrir um úrslit í leik Íslands og Spánar en leikurinn fer fram í dag klukkan 15:00. Niðurstaðan hjá honum er jafntefli.
MeiraMánudaginn 24. janúar kl. 07.11
2. deild karla körfubolti:
- Unnu HK örugglega í uppgjöri bestu liðanna - Myndir

ÍBV vann nokkuð sannfærandi sigur á HK í uppgjöri bestu liða í B-riðli 2. deildar karla í körfubolta. Liðin áttust við í Eyjum í gær en HK hafði fyrir leikinn ekki tapað leik og ÍBV aðeins tapað fyrir HK. Eyjamenn voru mun sterkari en gekk þó illa að hrista gestina af sér. Þannig náði ÍBV 23 stiga forystu í upphafi 2. leikhluta en staðan íh álfleik var hins vegar aðeins 42:38. En Eyjamenn kiknuðu ekki undan álaginu og unnu að lokum með 20 stigum, 86:66.
MeiraSunnudaginn 23. janúar kl. 12.08

Einn var með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fær hann 17,2 milljónir króna að launum. Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær 292 þúsund krónur. Vinningsmiðinn var seldur í söluturninum Tvistinum í Vestmannaeyjum.
MeiraSunnudaginn 23. janúar kl. 10.01
Eyjamenn, sem hafa aðeins tapað einum leik, taka á móti taplausum HK í toppslag 2. deildar

Í dag klukkan 12:30 taka Eyjamenn á móti HK í toppslag B-riðils 2. deildar. ÍBV hefur aðeins tapað einum leik í Íslandsmótinu í vetur en HK hefur ekki tapað neinum. Tapleikur ÍBV var einmitt á útivelli gegn HK og hafa leikmenn ÍBV beðið óþreyjufullir eftir að koma fram hefndum. Leikurinn í Kópavogi var í járnum og endaði með þriggja stiga sigri HK.
Meira
Eldri fréttir
24. janúar kl.18:11 | mbl.is
Þrjár þernur, sem störfuðu um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, segjast hafa fengið afhent uppsagnarbréf í gær eftir að þær óskuðu eftir því að fá stéttarfélög sín til að fara yfir starfslýsingarsamning áður en hann yrði undirritaður.
Fréttir

24. janúar kl.12:54 | visir.is
Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra.

24. janúar kl.07:49 | eyjar.net
Góður gangur í starfsemi græðlingsklúbbsins Eldfells á höfuðborgarsvæðinu
Sá einstaki atburður átti sér stað síðastliðið föstudagskvöld að teknir voru inn 21 nýr félagi í Kiwanishreyfinguna, en þessi atburður átti sér stað í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi.

23. janúar kl.09:49 | eyjar.net
Það var einhver heppinn eyjamaður sem vann sér inn 17 milljónir í gær því að lottómiði sem innihélt allar lottótölurnar var keyptur í Tvistinum í síðustu viku.
Fréttir

22. janúar kl.10:02 | eyjar.net
Sunnudaginn 23 janúar verður þess minnst að 38 ár eru liðin frá því undursamlega kraftaverki þegar yfir 5000 manns er bjargað frá Heimaey þegar eldgos hófst aðfaranótt 23 janúar kl 01:45.

21. janúar kl.14:51 | eyjar.net
Að gefnu tilefni ítrekar Vegagerðin að endanleg ákvörðun um hvort siglt sé til Landeyjahafnar er alfarið í höndum skipstjóra Herjólfs.

21. janúar kl.13:30 | eyjar.net
"Sjagaklettur skal høggast upp"
Færeyski skuttogarinn Sjagaklettur verður brátt sendur til Danmerkur þar sem hann verður rifinn niður í brotajárn. Margir íslenskir sjómenn þekkja þetta skip því það var gert út frá Íslandi um langt árabil, hét síðast Dala-Rafn VE-508.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.