Mánudaginn 24. janúar kl. 07.11
2. deild karla körfubolti:
Ekkert mál hjá ÍBV
- Unnu HK örugglega í uppgjöri bestu liðanna - Myndir
ÍBV vann nokkuð sannfærandi sigur á HK í uppgjöri bestu liða í B-riðli 2. deildar karla í körfubolta. Liðin áttust við í Eyjum í gær en HK hafði fyrir leikinn ekki tapað leik og ÍBV aðeins tapað fyrir HK. Eyjamenn voru mun sterkari en gekk þó illa að hrista gestina af sér. Þannig náði ÍBV 23 stiga forystu í upphafi 2. leikhluta en staðan íh álfleik var hins vegar aðeins 42:38. En Eyjamenn kiknuðu ekki undan álaginu og unnu að lokum með 20 stigum, 86:66. MeiraSunnudaginn 23. janúar kl. 12.08
Eyjamaður fékk 17 milljónir
Einn var með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fær hann 17,2 milljónir króna að launum. Einn var með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær 292 þúsund krónur. Vinningsmiðinn var seldur í söluturninum Tvistinum í Vestmannaeyjum. MeiraSunnudaginn 23. janúar kl. 10.01
Stórleikur í dag í körfunni
Eyjamenn, sem hafa aðeins tapað einum leik, taka á móti taplausum HK í toppslag 2. deildar
Í dag klukkan 12:30 taka Eyjamenn á móti HK í toppslag B-riðils 2. deildar. ÍBV hefur aðeins tapað einum leik í Íslandsmótinu í vetur en HK hefur ekki tapað neinum. Tapleikur ÍBV var einmitt á útivelli gegn HK og hafa leikmenn ÍBV beðið óþreyjufullir eftir að koma fram hefndum. Leikurinn í Kópavogi var í járnum og endaði með þriggja stiga sigri HK. MeiraLaugardaginn 22. janúar kl. 10.43
HM í handbolta:
Golli segir að Þjóðverjar hafi betur
Þjóðverjar leggja Íslendinga að velli í kvöld á HM í handbolta. Selurinn Golli, sem er í umsjón starfsmanna Sæheima í Vestmannaeyjum kemst að þessari niðurstöðu en hann spáði rétt fyrir um leik Íslands og Noregs. Menn voru ekki alveg nógu ánægðir með niðurstöðuna hjá selnum og reyndu því aftur en aftur spáði Golli því að Þjóðverjar hefðu betur. MeiraLaugardaginn 22. janúar kl. 00.06
Fyrsti landsleikurinn 37 ára
Okkur var hent út í djúpu laugina og út í óvissuna því við vissum ekki hvað við vorum að fara út í," sagði Albert Sævarsson markvörður Eyjamanna, sem stóð í markinu í fyrsta landsleik Íslands í innifótbolta sem fram fór gegn Lettum að Ásvöllum í kvöld. MeiraLaugardaginn 22. janúar kl. 00.03
ÍBV marði Gróttu
- ÍBV einu stigi frá Fylki sem er í fjórða sæti
ÍBV gerði góða ferð upp á land og vann Gróttu með einu marki 22:23 í N1-deild kvenna í handknattleik. Staðan í hálfleik var 9:12 ÍBV í vil. Leikurinn var æsispennandi eins og tölurnar gefa til kynna en Grótta hefði með sigri getað komið sér nær Haukum en þær eru sem fyrr í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, 4 stigum á eftir Haukum. MeiraFöstudaginn 21. janúar kl. 20.58
Futsal:
Þórarinn Ingi með tvö í tapleik gegn Lettum
- Ísland tapaði fyrsta landsleik sínum
Íþróttamaður ársins 2010 í Vestmannaeyjum, Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4:5 tapi Íslands gegn Lettum í forkeppni Evrópumótsins en riðill Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Leikurinn var jafnframt fyrsti landsleikur Íslands í Futsal en fimm leikmenn frá ÍBV tóku þátt í leiknum. MeiraKeyptir þú lottómiða í Tvistinum?
Það var einhver heppinn eyjamaður sem vann sér inn 17 milljónir í gær því að lottómiði sem innihélt allar lottótölurnar var keyptur í Tvistinum í síðustu viku.Fréttir
22. janúar kl.10:02 | eyjar.netVinaminni kaffihús er safn heimilda um byggðina sem fór undir hraunið 1973
Sunnudaginn 23 janúar verður þess minnst að 38 ár eru liðin frá því undursamlega kraftaverki þegar yfir 5000 manns er bjargað frá Heimaey þegar eldgos hófst aðfaranótt 23 janúar kl 01:45. 21. janúar kl.14:51 | eyjar.netEndanleg ákvörðun er skipstjórans
Að gefnu tilefni ítrekar Vegagerðin að endanleg ákvörðun um hvort siglt sé til Landeyjahafnar er alfarið í höndum skipstjóra Herjólfs.
21. janúar kl.13:30 | eyjar.net
Gamli Dala-Rafn í pottinn
"Sjagaklettur skal høggast upp"
Færeyski skuttogarinn Sjagaklettur verður brátt sendur til Danmerkur þar sem hann verður rifinn niður í brotajárn. Margir íslenskir sjómenn þekkja þetta skip því það var gert út frá Íslandi um langt árabil, hét síðast Dala-Rafn VE-508.21. janúar kl.04:22 | ibvsport.is
Þórarinn Ingi valinn íþróttamaður Vestmannaeyja
Óskar Óskarsson valinn Íþróttamaður æskunnar
Nú rétt í þessu var að ljúka útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja. Það var knattspyrnumaðurinn knái Þórarinn Ingi Valdimarsson sem að varð fyrir valinu. Þá var Óskar Óskarsson valinn íþróttamaður æskunnar. Óskar er einn efnilegasti knattspyrnumaður ÍBV.
20. janúar kl.13:30 | eyjar.net
Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja
Sunnudaginn 30. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00.
20. janúar kl.11:56 | visir.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.