Fimmtudaginn 20. janúar kl. 23.21
Þórarinn Ingi íþróttamaður ársins 2010
- Óskar Zöega Óskarsson íþróttamaður æskunnar og Þórunn Ingvarsdóttir heiðruð fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar
Í kvöld var Þórarinn Ingi Valdimarsson, knattspyrnumaður útnefndur Íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum 2010. Annar knattspyrnumaður, Óskar Zöega Óskarsson var valinn íþróttamaður æskunnar og þá var Þórunn Ingvarsdóttir heiðruð fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar í Vestmannaeyjum. Þórarinn Ingi gat ekki tekið á móti verðlaununum sjálfur þar sem hann leikur á morgun með íslenska landsliðinu í Futsal en foreldrar hans, Valdimar Gestur Hafsteinsson og Guðbjörg Lilja Þórarinsdóttir tóku við verðlaununum fyrir hans hönd. Meira
Fimmtudaginn 20. janúar kl. 16.44
Selurinn Golli spáir í leikinn:
Ísland vinnur Noreg naumlega
Sjá myndband

Fimmtudaginn 20. janúar kl. 12.05
Kári keypti 20 Big Mac-hamborgara


Fimmtudaginn 20. janúar kl. 11.22
Atkvæði greidd um verkfall

Fimmtudaginn 20. janúar kl. 08.24
HV segir upp sjúkraflutningum:
Þýðir minni löggæslu

Miðvikudaginn 19. janúar kl. 17.30
Sigurður Áss, Siglingastofnun - Vill samvinnu og gegnsæi í ákvörðunum
Ekki trúnaðarbrestur
- Bæjarstjóri vill skýrari verkferla - Fleiri komi að ákvörðunum

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 19.36
Eimskipsbikarinn:
Valur númeri of stórt fyrir ÍBV
- Unnu öruggan sigur 21:35 - Eyjastúlkur voru yfir fyrsta stundarfjórðunginn

21. janúar kl.04:22 | ibvsport.is
Þórarinn Ingi valinn íþróttamaður Vestmannaeyja
Óskar Óskarsson valinn Íþróttamaður æskunnar
Nú rétt í þessu var að ljúka útnefning á íþróttamanni Vestmannaeyja. Það var knattspyrnumaðurinn knái Þórarinn Ingi Valdimarsson sem að varð fyrir valinu. Þá var Óskar Óskarsson valinn íþróttamaður æskunnar. Óskar er einn efnilegasti knattspyrnumaður ÍBV.éttir

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja
Sunnudaginn 30. janúar verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að loknu messuhaldi þess dags og hefst kl. 15.00.
20. janúar kl.11:56 | visir.is
Kári keypti 20 Big Mac-hamborgara
Eyjatröllið Kári Kristján Kristjánsson hefur fengið sig fullsaddann af laxinum á hóteli íslenska liðsins og fór því í góða ferð á McDonalds. "Ég sé um að vinna upp þennan ömurlega mat á hótelinu. Við tókum eina Macferð í gær sem heppnaðist mjög vel. Það var BigMac, ostborgarar og franskar. Það var allt klárt," sagði Kári kíminn sem fyrr en hann vill helst ekki meiri lax.
20. janúar kl.11:29 | pressan.is
Stóll Emilíu Borþórsdóttur slær í gegn í New York
Það er ekki á hverjum degi sem húsgögn eftir íslenska hönnuði komast í heimspressuna. Emilía Borgþórsdóttir hannaði stólinn Surt og sýndi hann á hönnunarsýningunni, International Contemporary Furniture Fair (www.icff.com), í New York á dögunumFréttir

Framkvæmda- og hafnarráð
Ísfélagið óskar eftir því að bærinn lengi löndunarkant um 70m til austurs
Stefnt að því að rekstur upptökumannvirkja verði boðin út í febrúarmánuði
Framkvæmda- og hafnarráð fundaði þann 17.janúar síðastliðinn og var m.a. fjallað um það á fundi ráðsins að stefnt væri að útboði á rekstri upptökumannvirkja í febrúarmánuði.
Kópurinn étur síld í hvert mál
Kópurinn Golli sem kom á land á Breiðdalsvík fyrr í vetur braggast vel á Fiskasafninu í Vestmannaeyjum og étur síld í hvert mál. Hann klappar saman hreifunum, heilsar og gefur merki um hvenær hann vill komast upp úr karinu sínu.
Stofnfjáraukning fjármögnuð með kúlulánum
Arður af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja átti að duga til greiðslu lána
Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja bauðst kúlulán til fimm ára til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu sjóðsins árið 2007. Þetta segir Stefán Sigurjónsson, einn 70 stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi sparisjóða á Íslandi jók stofnfé sitt árið 2007 og var Sparisjóður Vestmannaeyja ekki undanskilinn. Stofnfjáraukning Eyjamanna nam um 350 milljónum króna á árinu 2007. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur nú gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og nýja stofnfjáraukningu í tengslum við hana.Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 21. janúar 2011 (breytt kl. 07:17) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.