Smá lagfæring sem kemur fram á MBL.is.

loftvog-a-storhofdaÞar sem blaðamaður Morgunblaðsins/MBL.is nái ekki að taka símaviðtal við Veðurfræðing Veðurstofu Íslands vegna anna seint í gærkvöldið, sennilega vegna manneklu. Þá var hringt beint í gemsann minn og ég spurður spjörunum úr, ásamt því að blaðamaður studdist við tvennar bloggsíður minnar. Og þar sem ég er bara "lítill" Veðurathugunarmaður, þá hef afar takmörku gögn í höndunum, og því er erfitt að staðfesta hlutina svo þeir verði rétt. Eða þá hvernig opinberar reglur Veðurstofurnar um löggild met eru úrskurðu á milli mannaða athugunar og sjálfvirka veðurmæla.

Þannig að allar vitleysur í þessari grein eru á mína ábyrgð. Takk kærlega fyrir það Veðurfræðingar........... Tounge

T.d. birtist hér á mbl.is að loftþrýstingur á sjálfvirka loftvogsmælinum á Stórhöfða sé óstaðfestur 972,4 hpa. kl.22. Rétta er að hann fór í þessa tölu, enn er óstaðfest sem opinbert met. Hinsvegar er sennilegt að 972,4 hpa .verði talið júlímánaðarmet sjálfvirka mæla á Íslandi.

Svo kom þetta í Morgunblaðinu:

Vindmet á Stórhöfða í júlí

Vindur hefur ekki mælst meiri á sjálfvirku stöðvunum á Stórhöfða og í Vestmannaeyjabæ í júlí heldur en á laugardagskvöldið, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði á bloggi sínu (trj.blog.is).

Að sögn Veðurstofunnar mældist 37,1 m/s hviða klukkan 21 á Stórhöfða en vindur var 30,9 m/s. Í Vestmannaeyjabæ var vindur kl. 21 19,1 m/s en 31,8 m/s hviða mældist þar. Mesti vindur í júlí á Stórhöfða í veðurskeyti fram að því var 35 m/s þann 21. júlí 1963. Rétt fyrir klukkan 21 á laugardagskvöld mældist tæplega 40 m/s hviða á stöð Vegagerðarinnar í Hvammi undir Eyjafjöllum.

Sólarhringsúrkoma í Bláfjöllum mældist 70,2 mm á laugardag en á sama tíma rigndi einungis 2,3 mm í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Fjöllin skýldu því borgarbúum.

Þarna á að vera júlí-mánaðarmet sjálfvirka vindmæla Stórhöfða (2004-2012), Vestm.bæjar (200?-2012) var stövarmet júlí-mánaðar bæði 10 mín. meðalvindhraði og í mestu vindhviðu. Enn Surtseyj (2009?-2012) setti bara stöðvarmet í vindhviðu þar.

10 mín. meðalvindhraði á laugardaginn á Stórhöfða er allavega sá 3. mesti í júlí á stöðinni. Sá mesti var árið 1963 35 m/s. á mjög frumstæðum mælitækjum sem ég kann ekki skil á. Og svo er það 34 m/s. á síritinda vindælir árið 1968.

Svo er mesta vindhviða júlimánaðar á Stórhöfða 43 m/s. árið 1969. Enn veit ekki hvað mikið það var 1963, ef það var þá hægt að mæla það með þessum frumstæðum mælitækjum. 

 

Innlent | Morgunblaðið | 23.7.2012 | 5:30

Veðurmet í júlí á Stórhöfða

Vindasamt getur orðið á Stórhöfða. stækka

Vindasamt getur orðið á Stórhöfða. mbl.is

Loftþrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist 972,8 hPa á kvikasilfursloftvog klukkan 21 í gærkvöldi. Hefur loftþrýstingur aldrei mælst jafn lágur í júlímánuði. Sjálfvirkur mælir sýndi 972,4 hPa klukkan 22. Tölurnar eru óstaðfestar.

Fyrra loftþrýstingsmet í júlí var sett í Stykkishólmi 18. júlí 1901, 974,1 hPa, að því er fram kemur í umfjöllun um veðurfar helgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Djúpa lægðin sem gekk yfir landið um helgina olli því að vindamet júlímánaðar var einnig slegið á Stórhöfða á laugardagskvöldið var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu Áskrifendur:
Lesa blaðið hér Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Veðurmet í júlí á Stórhöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband