Skrítið að "úti"leikmenn meiga ..........

......tækla hvern annan án þess svo mikið sem fá gula spjaldið fyrir. Skil reyndar ekki tilganginn í tækla. Því er þetta bæði slysahætta og tímaeyðsla.

Hvernig datt einhverjum hug að markmaður skuli fá rautt spjald fyrir að setja hendur á boltann. Enn þar sem markmaðurinn var svo óheppinn að fara í fætur hans þá er auðvitað réttlætanlegt að dæma víti. Enn svo er spurning hvort sóknarmaðurinn var ekki með leikaraskap.

Enn ef markmaður hefur verið svo heimskur að fara með fætur á undan sér eða misst sóknarmanninn fram hjá sér og felld hann eftirá þá ætti spjald vera réttlættanlegt með vítinu.

Eina ráðið hjá markmanni til að forðast vandræði maður á móti manni er að taka sér sæti fyrir framan sóknarmanninn með hendur nirði og bíða. Þannig minkar maður sjónarsvið sóknarmannsins. Og markmaðurinn verður þá líka að vera tilbúinn að sóknarmaðurinn fari til hliðar. Þá helst til hliðar (niður í endalínuna) þar sóknarmaður eigi helst möguleika að gefa fyrir markið. Þetta lærir maður svo sem líka í körfuboltanum.

Þetta lærði af pólskum þjálfara fyrir 15 árum, þegar ég var markmaður. Enn þessi þjálfari lagði mikið uppá markmannsþjálfun.

Íþróttir | Enski boltinn | mbl | 12.4.2012 | 15:47 | Uppfært 16:23

Doni í eins leiks bann

Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. stækka

Doni gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. AFP

Liverpool varð ekki ágengt í áfrýjun sinni til enska knattspyrnusambandsins en það áfrýjaði rauða spjaldinu sem brasilíski markvörðurinn Alexander Doni fékk að líta í leik Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tók áfrýjun Liverpool fyrir í dag og vísaði henni frá sem þýðir að Doni verður í banni þegar Liverpool mætir Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn.

Þar sem Pepe Reina tekur einnig út leikbann mun Brad Jones verja mark Liverpool-liðsins.

© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Doni í eins leiks bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband