Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
1. maí 2010 kl.21
2. maí 2010 kl.01
2. maí 2010 kl. 21.
Mikill og stöðugur órói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Þriðjudagur, 4. maí 2010 (breytt kl. 04:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
..................................unga 14 ára móðir það sérstaklega gott.
Visir, 03. maí. 2010 18:57
Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar
Eva Rún Sigurðardóttir segist hafa þurft að sætta sig við illmælgi á netinu vegna þess að hún er ung móðir. var video = "http://vefmidlar.visir.is/singleclips/1c9012fb-1e0b-495f-9695-450685a0ba31.asx"; Horfa á myndskeið með fréttKaren Kjartansdóttir skrifar:
Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu.
Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða.
Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk.
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra.
Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn.
Einkvað finnst mér grunsamleg útskýring hjá þessari 14 ára stúlku (barni samkvæmt lögum), að hún skuli hafa verið á pillunni enn samt orðið ófrisk. Og það með 20 ára strák. Sem þýðir samkvæmt íslenskum lögum að þarna hefur verið saknæmt athæfi verið.
Enn "falsspámaðurinn" Jón Valur" telur það vera allt í lagi enn ekki ef það er fóstureyðing þá verður "fjandinn laus" hjá honum.
Mánudagur, 3. maí 2010
Ætlast til að ungar mæður fari í fóstureyðingu
Þrátt fyrir frétt frá Barnaheillum, að Ísland sé í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, þá er ástandið þannig, að "svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu," eins og hin unga móðir Eva Rún Sigurðardóttir sagði í viðtali við Ísland í dag, sbr. þessa frétt á Vísir.is í kvöld: Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar.
Þetta er hin sama Eva, sem átti grein í Morgunblaðinu í dag og frétt var um á baksíðu blaðsins, en í greininni kvartaði hún yfir því, að henni hafði verið tilkynnt, að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri, ætti hún ekki rétt á framfærslustyrk. Það mál hefur reyndar verið leiðrétt með snörum viðbrögðum yfirmanns í Félagsþjónustu Hafnarfjarðar.
En lesið þetta í Vísisfréttinni:
- Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn.
Við í Kristnum stjórnmálasamtökum tökum afstöðu með lífinu, fyrir sem eftir fæðingu, eins og kristnir menn hafa gert frá upphafi. Við vottum Evu Rún virðingu okkar og hvetjum til hugarfarsbreytingar allra, sem þurfa að taka þá hvatningu til sín. Ef einhvers staðar er tilefni og ástæða til að hvetja til fordómaleysis, þá er það gagnvart varnarlausu ungviði, sem ungar mæður bera undir belti, og gagnvart þeim sjálfum. Lífsgæða- og menntunarkapphlaup, sem og óþroskavænleg hóphyggja gagnrýnenda slíkra stúlkna - fólks sem oft með ótrúlegum hætti slettir sér fram í vilja þeirra til að standa með lífinu - býr hér e.t.v. að baki, en hetjan, sem upp úr öllu stendur, er hin unga móðir, og hún veit líka, að líf litla barnsins hennar er svo sannarlega þess virði, að hún stóð vörð um það, þegar að henni var sótt með kröfum um, að hún léti "eyða" barni sínu.
Jón Valur Jensson.
http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1050900/Gott að vera móðir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Þriðjudagur, 4. maí 2010 (breytt kl. 03:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)