Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Bakkafjara eftir árið 2010???????

Ófært allan daginn í enda ágústmánaðar.

Þetta kalla bjartsýnustu menn samgöngubót milli lands og Eyja.

Öldudufl - mælingar

Bakkafjörudufl 63°30.62' N 20°08.60' V rv. 169°, 1.6 sml. frá Bakkafjöruvita

Dagsetning Tími Kennialda (m)Meðalsveiflutími (s)Öldulengd (m)
 28.8.2008 21:001,64,531
 28.8.2008 22:001,74,735
 28.8.2008 23:001,84,836
 29.8.2008 00:002,45,141
 29.8.2008 01:003,46,260
 29.8.2008 02:003,76,361
 29.8.2008 03:003,66,669
 29.8.2008 04:003,66,157
 29.8.2008 05:004,16,669
 29.8.2008 06:004,46,974
 29.8.2008 07:003,96,565
 29.8.2008 08:003,56,260
 29.8.2008 09:003,46,769
 29.8.2008 10:003,86,872
 29.8.2008 11:005,38,2105
 29.8.2008 12:005,49,0126
 29.8.2008 13:005,58,9123
 29.8.2008 14:005,08,5112
 29.8.2008 15:005,08,8121
 29.8.2008 16:004,48,0100
 29.8.2008 17:003,97,689
 29.8.2008 18:003,97,588
 29.8.2008 19:003,97,486
 29.8.2008 20:003,57,280


mbl.is Herjólfur fer seinni ferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf þarf íþróttaforystan í Reykjavík............

........að gera okkur Vestmanneyingum og landsbygðafólki erfitt fyrir.

Annars hef ég aldrei skilið hvers vegna völlurinn sé ekki færður vel til suðurs. Og hafa áhorfendastúku sunnanmeginn við völlinn. Vegna þess að vindur með úrkomu kemur oftast frá austri, sunnan og vestan, enn ekki frá noðri. Svo er núverandi staða áhorfendastúku með sólina beint augun. Jú, það getur komið nokkrum sinnum sól á Hásteinsvelli.

 

Og svo með að færa völlinn sunnar þá væri óþafi að loka "þjóðvegi" númer 240 við hvern einasta leik við völlinn.


mbl.is ÍBV fær ekki að leika í úrvalsdeild á óbreyttum Hásteinsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óveðrið í dag á Íslandi

Veðrið á Stórhöfða 28-29. ágúst kl.18-09.

Mesti 10 mín. meðalvindhrað kl.18-09: 35 m/s.
Mesta vindhviða kl.18-09: 42,1 m/s.
Lægsti loftþrýstingur kl.18-09: 979 mb
Úrkoma kl. 18-09: 23,3 mm.

Svo var Vatnsskarðshólar, Æðey og Skálafell með 32-34 m/s. í 10 meðalvindhraða. Enn mesta vindhviðann var 50? m/s. við Hafnarfjalli. Enn það skýrist útaf landfræðilegum aðstæðum


mbl.is Óveður undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir.........

.......... fyrir þá sem vilja "niðurlægja" sig að þurfa að fara á strippstað til að sjá naktann líkama að dansa við súlu, og eyða morðfjár fyrir.

Og orðið á götunni segir að Hanna Birna Borgarstjóri ætli að strippa á þessum stöðum. Þar sem borgarsjóður er kominn í bullandi mínus vegna mikillar launakostnaðar borgarstjórnar.

 


mbl.is Nektardans á Óðali og Vegas heimilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá byrjar sennilega mesta......................

.........flopp íslandssögunar..................

Í dag á eyjar.net kemur frétt um að Þorlákshafnarbúar voru ekki spurðir álits. Eða tilkynnt formlega um að Herjólfur hætti að sigla milli Þorlákshafnar og Eyjar.  

| 27. 08 kl. 08.10 | Fréttablaðið |

Ölfus tapar á Herjólfshöfn á Landeyjasandi

„Þetta er slæmt fyrir okkur hvað peninga varðar og svo teljum við að það hefði verið skynsamlegra að fá góða höfn í Þorlákshöfn sem hefði þjónað Suðurlandi í heild og jafnvel höfuðborgarsvæðinu," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um nýja höfn fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf sem reist verður á Landeyjasandi. Við það leggjast siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar af.

Landeyjahöfn og nýr Herjólfur eiga að vera tilbúin síðla árs 2010.
Ólafur Áki segir höfnina í Þorlákshöfn verða af 20 prósentum af árlegum tekjum, en það eru 20 milljónir króna. Að auki tapast afleidd störf og þjónusta vegna umsýslu við skip og farþega.

Ólafur Áki telur að hyggilegra hefði verið að stækka höfnina í Þorlákshöfn og kaupa nýjan og aflmeiri Herjólf sem hefði getað siglt milli lands og Eyja á einni og hálfri til tveimur klukkustundum. Þótt sjóleiðin yfir á Landeyjasand verði stutt bætist við talsverður akstur á höfuðborgarsvæðið.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, kveðst skilja sjónarmið Ólafs Áka en vera ósammála þeim. „Aðrir kostir voru skoðaðir út í ystu æsar en þóttu ekki vænlegir."

Hann segir að í Þorlákshöfn þurfi menn að laga sig að væntanlegum breytingum. „Þessir góðu nágrannar okkar eru að missa spón úr aski sínum en framkvæmdir eru hafnar og því óþarfi að berja höfðinu við steininn. Við stöndum fyllilega við bakið á atvinnuuppbyggingu í Þorlákshöfn en hvert og eitt sveitarfélag verður að ákveða hvernig það stendur að sínum samgöngumálum og við getum ekki blandað saman samgöngumálum í Vestmannaeyjum og atvinnumálum í Þorlákshöfn."

Ólafur Áki gagnrýnir ekki einasta uppbyggingu Landeyjahafnar heldur líka framgang málsins. „Aldrei var leitað eftir áliti okkar og höfum við þó þjónað Eyjamönnum í áratugi. Þá hefur okkur ekki verið tilkynnt formlega um að Herjólfur hætti að sigla hingað árið 2010. Okkur er gert að gera þriggja ára fjárhagsáætlun og það eru furðuleg vinnubrögð að tilkynna okkur ekki um þetta með formlegum hætti," segir Ólafur Áki.

http://www.eyjar.net/?p=101&id=23152


mbl.is Framkvæmdir hafnar í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu hægan .........

.........fréttamaður mbl.is með æsifréttamennskuna.

Í fyrsta lagi er þetta ekki reykspól. Allavega sé ég ekki mikinn reyk.

Í örðu lagi að kalla þetta ofsaakstur, og ökumann ökufant er heldur mikið æsifréttamennska.

Í þriðja lagi þá er þetta ólöglegt og ég mæli alls ekki með þessari iðju þar sem fólk er.

Hér neðan er vestmanneykst myndaband af alvöru reykspóli (burnout-ið).

Svo eitt útlenskt........


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil óska...........

........Íslenska landsliðinu í handknattleik til hamingju með 2. sætið á Ólympíuleikunum 2008. Hreint frábær skemmtun að horfa á leikina í beinni á nóttuni, árla morguns eða eða eftir hádegi.

Iceland's players pose after the medal ceremony for men's handball at the Beijing 2008 Olympics in Beijing, Sunday, Aug. 24, 2008. Iceland won the sil

Iceland's players jump on the medal stand during the medal ceremony for the men's handball gold medal match at the Beijing 2008 Olympics in Beijing, S

Iceland players bite their silver medals following the medal ceremony after the medal ceremony for the men's handball gold medal match at the Beijing

France's Didier Dinart, right, comforts Iceland's Sigfus Sigurdsson after the men's handball gold medal match at the Beijing 2008 Olympics in Beijing,


mbl.is „Stóðu sig virkilega vel í heildina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líður alltaf einsog......

.........fylleríið eftir miðnætti sé aðalmenninginn á Menningarnótt.

Er ekki betra að fara gefa þessu nafnið menningardagurinn, enn ekki nótt.


mbl.is Menningarnótt sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband