Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
......að trúa þessum tölum.
Sko. vindmælar eiga það til að fá óskýranlegt kast. Og ég skal hundur heita ef þetta er staðreynd.
Enn heimsmetið í "vindhraða" er einhvað yfir 140 m/s. í skýstrokk í Oklahoma í BNA 3. maí 1999.
Enn "gamla" íslandsmetið í vindhviðu mældist á Gagnheiðarhnjúki 16. jan. 1995: 74 m/s. Og mesti 10 mín. meðalvindhraði mældist á Skálfelli við Esju 20. jan. 1998: 62 m/s.
Svona til gamans, þá er mesta vindhviða á Stórhöfða frá 3. feb. 2001: 67 m/s.
Svo, skulum við líta á veðrið frá Veiðivatnahrauni. Einsog sést á tölunum sem ég setti í rauðu, þá passar þetta engann veginn. Til dæmis kl.21 er 10 mín. meðalvindhraði meiri enn vindhviða. Sem á ekki vera mögulegt.
Veiðivatnahraun
Um stöðinaGögn sjálfvirkra stöðva eru birt um leið og þau berast án þess að farið hafi verið yfir þau. Það gætu því leynst í þeim villur, t.d. vegna bilana í mælitækjum.
Ár | Mán. | Dagur | Kl. | Loftþr. hPa | Vindátt | Vindhr. m/s | Hám.vindhr. m/s | Vindhviða m/s | Hiti C | Daggarm. C | Lágm.hiti C | Hám.hiti C | Upps. úrk. | Úrk. mism. |
2008 | 2 | 9 | 4 | 976.5 | SSV | 16.3 | 16.3 | 20.7 | -2.1 | -1.3 | -2.1 | -1.1 | 587.5 | 8.6 |
2008 | 2 | 9 | 3 | 976.0 | SSV | 15.8 | 18.7 | 24.2 | -1.1 | -0.7 | -1.1 | -0.3 | 578.9 | -33.0 |
2008 | 2 | 9 | 2 | 974.9 | SSV | 19.3 | 20.7 | 24.7 | -0.4 | 0.4 | -0.5 | 0.2 | 611.9 | -6.0 |
2008 | 2 | 9 | 1 | 973.7 | SSV | 18.7 | 21.8 | 31.2 | 0.2 | 1.0 | 0.2 | 1.8 | 617.9 | -4.7 |
2008 | 2 | 8 | 24 | 972.7 | S | 25.5 | 31.1 | 38.8 | 1.8 | 2.1 | 1.5 | 2.3 | 622.6 | -5.9 |
2008 | 2 | 8 | 23 | 971.3 | SSA | 30.4 | 32.1 | 54.4 | 1.7 | 2.6 | 0.1 | 1.7 | 628.5 | 1.5 |
2008 | 2 | 8 | 22 | 974.1 | SSA | 48.1 | 61.9 | 137.4 | 0.1 | 1.1 | 0.0 | 0.1 | 627.0 | -3.7 |
2008 | 2 | 8 | 21 | 976.0 | SSA | 31.7 | 88.1 | 66.1 | 0.0 | 1.0 | -0.1 | 0.0 | 630.7 | 34.0 |
2008 | 2 | 8 | 20 | 978.6 | SSA | 28.4 | 31.0 | 39.7 | -0.1 | 0.9 | -0.4 | -0.1 | 596.7 | 11.5 |
2008 | 2 | 8 | 19 | 981.7 | S | 28.2 | 28.2 | 36.6 | -0.4 | 0.4 | -0.9 | -0.4 | 585.2 | 1.5 |
2008 | 2 | 8 | 18 | 986.5 | SSA | 20.9 | 24.4 | 31.7 | -0.9 | -0.2 | -1.3 | -0.8 | 583.7 | 2.1 |
2008 | 2 | 8 | 17 | 989.0 | S | 22.1 | 23.8 | 31.3 | -1.2 | -0.5 | -1.5 | -1.2 | 581.6 | 1.0 |
Svona til samanburðar þá var mesti 10 mín. meðalvindhraði á Stórhöfða í gærkveldi 41 m/s. og mesta vindhviða 50 m/s. Enn fyrir nokkrum dögum, eða þann 21. jan. 2008 fór vindhviða á Stórhöfða í 51m/s. Sem er ein af mestu vindhviðum á Stórhöfða síðan 3. feb. 1991.
![]() |
Mesta hviða 137 m/s |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Laugardagur, 9. febrúar 2008 (breytt kl. 16:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í ilefni þess set ég youtubemyndband sem hann kynnir einn góðan bíl.
![]() |
Jeremy Clarkson veðurtepptur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Fimmtudagur, 7. febrúar 2008 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
......ekki milli lands og Eyja.
Hvað ætli það sé komið margar ferðir sem Herjólfur hefur raskast á þessum vetri?
Hvað þá ef Bakkafjöruhöfn væri veruleiki þennan vetur? Það mundi vera ansi oftar enn bjartsýnustu menn halda?
Enn einusinni segji ég að eina lausnin er Vestmannaeyjagöng eftir 10-20 ár......
![]() |
Herjólfur enn í Þorlákshöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Fimmtudagur, 7. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)